Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 KAUPIÐ AVALT LUMBER hj& THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 ERINDI flutt í Utvarp, Reykjavík l 5. október l 939 Eftir Thor Thors, alþm. * Góðir áheyrendur!' f sambandi við för mína tiJ Bandaríkjanna, hafði það ver- ið ákveðið af utanríkismála- nefnd Alþingis, samkv. tillögu forinanns hennar, Jónasar Jónssonar, að eg skyldi ferð- ast um bygðir fslendinga í Kanada, og flytja þeim kveðj- ur að heiman. Mér var vit- anlega mjög ljúft, að takast þá ferð á hendur, því að per- sónuleg kynni min af ýmsum Vestur-ísl. og frægðarorð það, er af þeim fer, vöktu hjá mér glæsilegustu vonir um góðan félagsskap og fræðandi og mentandi för. Eftir komu mína til New York var ferðaáætlnuin sam- in, og það ákveðið, að eg skyldi heimsækja fslendinga í bygðunum umhverfis Winni- peg og í Norður Dakota í Bandaríkjunum. Óskuðu Vestur-ísl., að eg kæmi hið fyrsta, þar eð annatími færi í hönd, og væri sumpart haf- inn, svo að fundarsókn yrði erfiðari, er frá liði. — Eg ákvað því, að leggja í þessa för, þegar að loknum fyrstu erindum mínum í New York. Það var um nónbilið þriðju- daginn 27. júní, að við lögðum af stað í þetta ferðalag, konan mín og eg. — Lestin, sem okkur var visað i, var geysi- löng, og á næsta spori stóð önnur álíka stórkostleg. Drátt- arvagnarnir stóðu þarna and- spænis hvor öðrum, blésu af óþolinmæði og kappi og litu óþyrmiilega á keppinautinn. Þeir áttu báðir að renna sama skeiðið um 18 stunda leið á hlemmispretti, og báðir vildu fyrstir verða. — Farþegarnir keptust hinsvegar við að finna sæti sín í hinum miklu völ- undarhúsum. Hinir svörtu burðarmenn og járnbrautar- þjónar greiddu liðlega úr vanda manna, og loks var ekið af stað.— Leiðin liggur um fjölbreytt og fjölskrúðug héruð, ýmist yfir iðnaðarlönd eða landbún- aðarsveitir. Bandaríkjamenn þurfa ekki að leita úr landi til að sjá tilbreytingu í lands- lagi. Á hinu mikla landflæmi þeirra, hafanna á milli, finn- ast öll tilbrigði náttúrufeg- urðar og fjölbreytni. Fagrar og blómlegar sveitir og dalir, hæstu og hrikalegustu fjöll, fossar og goshverir, ár og stórvötn, og öll stig loftslags, frá paradísarsælu Kaliforníu og að háfjallafrostum Kletta- fjallanna.— Amerísku jórnbrautarlest- irnar eru sennilega þær beztu í heimi. Svefnvagnar þeirra hafa þó fram til síðustu tima verið með nokkuð sérstökum hætti. Það er sofið í eins- konar baðstofum, en fyrir hvern svefnklefa er lokað með tjöldum. Mönnum finst þetta óviðfeldið í fvrstu, en það fer vel um þá í klefunum, og svarti þjónninn hugsar vel um hvern. og einn. Um morgun- inn er konum og körlum visað í sinn hvorn búningsklefann, og surtur bíður úti á gangi. Með sigurbrosi á vörum, svo að skín i mjallhvítar tennurn- ar, ræðst hann nú að fólkinu með heljarvendi og burstar svo að hvergi verður fis að finna. Surtur vill ekki að inenn gangi með fiðrið í föt- unum, og skónum skilar hann svo að spegla má sig í þeim.— Svona fínir og fágaðir stíga menn út úr lestinni í hinni frægu borg Chicago kl. 9 að morgni, eftir 18 stunda akst- ur. — Við eigum að halda á- fram eftir 1 klukkustund. Það er aðeins hæfilegur timi til þess að komast á milli járn- brautarstöðva með farangur. inn. — Og aftur er haldið af stað með nýjum, sérlega fág- uðum og þeysandi farkosti. Á 5 klukkustundum eru farn- ir um 650 kílómetrar frá Chi- cago til St. Paul. Leiðin liggur meðfrain Mississippi- fljótinu, eftir hinum gróður- sælu og hlíðóttu bökkum þess, yndislegt og fjölbreytt landslag. Tíininn líður fljótt og áður en varir eruin við komin til St. Paul. Þar hefj- ast nú heimsóknir okkar til V.-íslendinga, því að á stöð- inni hittum við einn Vestur- íslending. Þetta var Kristján móðurbróðir minn, er i æsku hvarf að heiman fyrir rúmum fimtíu árum, og nú býr í St. Paul við ánægjuleg lífskjör. Hér dvöldum við í nokkrar klukkustundir. Kristjón hafði margs að spyrja heiman frá gamla landinu um ættmenni og átthagana vestur á Snæ. fellsnesi, um þjóðhagi og þjóð- líf. f St. Paul býr einnig Gunnar Björnsson, ritstjóri og fjölskylda hans. Gunnar var staddur utanbæjar svo að fundum okkar bar ekki sam- an, en við hittumst siðar í Winnipeg. Gunnar er mikill fslendingur og alt hans fólk. Hefir flest þeirra heimsótt fs- land og dvalið hér nokkuð. Ríkisstjórnin hafði boðið Gunnari, að koma heim til fslands nú í sumar, en sakir þess að hann var að taka við skattstjóraembætti sínu að nýju, vanst honum ekki tími til þess, en hugði að koma að suhiri. Við hittum sem snoggv- ast 3 af börnum þeirra Gunn- ars og Ingibjargar konu hans, þau Valdimar, Björn og Helgu, eru þau öll hin mannvænleg- ustu.— ( Enn var stigið í lestina og ferðinni heitið frá St. Paul lil Winnipeg, og eftir rúmlega tólf stunda ferð var komið á áfangastaðinn til Winnipeg, höfuðborgar fslands í Vestur- heimi. Og það brást ekki —- í íslendingabygðir vórum við komin. —- Str^x og við litum út úr Iestinni, sáum við kunn- ug og vingjarnleg andlit. — Það var stjórn Þjóðræknisfé- lagsins, sem beið okkar á stöð- inni. Þar voru þeir Ásmund- ur P. Jóhannsson, Árni Egg- ertsson, Gísli Johnson, Sigurð- ur Melsted, Guðmann Levy, séra Valdimar Eylands og prófessor Richard Beck og kona hans. Ennfremur rit- stjórar íslenzku blaðanna, þeir Einar Páll Jónsson, rit- stjóri “Lögbergs,” og kona hans og Stefán Einarsson rit- stjóri “Heimskringlu,” og loks Grettir Jóhannsson ræðismað- ur íslendiilga. Fanst okkur nú þegar, sem við værum heim komin, svo vingjarnleg- ar voru móttökur íslending- anna og svo elskulegt var að mega nú tala íslenzku eina. “Heill og sæll og velkominn til okkar,” var ávarp þeirra allra, jafnt fornra kunningja sem þeirra, sem eg sá fvrsta sinni. íslendingar vestan hafs hafa þann ágæta og alúðlega sið, að þúa alla, enda eru þéringar þeirra á milli bann- færðar úr málinu og hafa ver- ið‘ frá öndverðu landrtámi þeirra. — Það var þegar um margt að spjalla, en fundur var þó brátt rofinn. Nú tók nefnilega Ásmundur P. Jó- hannsson að sér stjórnina og stjórnaði hann siðan að mestu leyti ferðalagi okkar af mik- illi röggsemi og festu, og að því er hann sjálfur taldi, á stundum af talsverðri hörku. Ásmundur hafði boðið okkur hjónum að dvelja á heimili hans, svo sem ýmsir aðrir gestir hafa gjört, er á undan okkur hafa að heiman koriiið vestur. Nutum við þar, á heimili Ásmundar og frú Guð- rúnar, hinnar ágætu konu hans, hinnar unaðslegustu gestrisni og beztu vináttu.— Á leiðinni frá jórnbrautar- stöðinni til heimilis Ásmund- ar, námum við staðar fvrir framan þinghöll Manitoba- fylkis, og stigum út úr bif- reiðinni. Á Þingvelli þeirra fylkisbúa, blasti við okkur stór og tíguleg standinynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Höfðinglegur og skörulegur horfir Jón Sigurðsson á mannf jöldann, er stöðugt streymir fram hjá hinni veg- legu byggingu við Austurvöll Winnipegborgar. Jón Sig. urðsson ber að vanda höfuð- ið hátt. Hann veit, að nafn íslendingsins er heiðursorð og aðalsmerki i hinni nýju álfu. Hann hefir og séð íslenzka menn vaxa til virðinga á þess- ari þingsamkomu. Hann hef- ir og sannreynt, að frelsi og fraintak fslendinga sjálfra hefir rutt þeim veginn fram til dáða og afreka í hinni miklu álfu. Það hlýtur að vekja ýmsar hugrenningar hjá hverjum fslending að líta Jón Sigurðsson hér svo fjarri fóst- urjarðarströndum. En Vest- ur-fslendingar hafa gefið styttu þessa og valið henni svo veglegan stað.— Skömmu eftir komu mína fór eg heimsókn til Dr. Rögn- valdar Péturssonar, forseta Þ j ó ð r æ k nisfélagsins. Dr. Rögnvaldur var sjúkur um þetta leyti, hafði verið alvar- lega veikur, en var nú nokk- uð á batavegi. Frú Hólm- fríður, kona Dr. Rögnvaldar tekur alúðlega á móti okkur Ásmundi P. Jóhannssyni og okkur er vísað upp á loft, þar sem Dr. Rögnvaldur situr sem sjúklingur. ?>að er samt létt yfir honum og hugurinn reik- ar víða — heim, og aftur og fram yfir fslands-ála og fs- landsbygðir. Dr. Rögnvaldur er svo þjóðkunnur, að óþarft er að lýsa honum og störfum hans ýtarlega, enda enginn tími til þess. Dr. Röngvaldur er höfðingi annars kirkjufé- lags íslendinga, hins Samein- aða kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi, aðalráðamaður annars biaðs þeirra, Heims- kringlu, og — en það skiftir okkur hérna heima mestu ináli — núverandi og jafn- framt fyrsti forseti Þjóðrækn- isfélagsins. Þetta félag var stofnað fyrir rúmlega 20 ár- um, eða 25. inarz 1919. ís- lendingar höfðu oft hreyft nauðsyn slíks félagsskapar og haldið fundi til stofnunar fé- iags, en ýmsir iörðugleikar hindruðu það um langa hríð. Framan af lengstum, ekki sízt, innbyrðis flokkadrættir. Með- an styrjöldin mikla geysaði var óvit og ókleift að auglýsa sérstöðu nokkurra þjóðflokka, eða reyna að greina þá á nokkurn hátt frá þjóðarheild- inni. Alt brezka heimsveldið átti þá gegn óvinum að sækja og það var heimtað, að í öll- um löndum þess væru menn 100% brezkir borgarar, ann- ars áttu þeir á hættu að vera grunaðir um óhollustu og jafnvel njósnir. En að ófriðn- um loknum máttu menn aftur um frjálst höfuð strjúka, inn- byrðis deilur fslendinga vestra voru í rénun og Þjóðræknis- félag íslendinga í Vesturheimi var stofnað 1919. Deilur fs- lendinga vestra höfðu aðallega staðið um trúmál og kirkju. mál. íslendingar þurfa ætíð að eiga í erjum, deilurnar risu hátt og um langa hríð horfði eigi friðvænlega. Tveir flokkar börðust og hvoruga hinna andlegu herdeilda skorti vasklegt lið né djarfa og vopn- fima forystu. En atvikin og tíminn lægði öldurnar og sann færðu bæði foringjana og liðs- mennina um fávísi og gagn- leysi illúðlegra deilna. For- ystumenn beggja hersveita snéru því bökum saman og fundu sameiginlegan gróður- reit viðkvæmra og ættborinna hugsjóna: að glæða ástina til Fjallkonunnar fríðu, að efla samúð og samband fslendinga í báðum heimsálfum og auka hróður íslendingsins, hvar sem hann fer. Um þetta sam- einuðust leiðtogar og liðs- menn úr báðum flokkum. Það yrði of langt mál, að geta helztu forgöngumanna þessar- ar félagsstofnunar, en allir þeir menn, er síðan hafa fremstir verið í hópi fslend- inga vestra og mestu hafa af- rekað, áttu þar hlut að máli. Tilgangi Þjóðræknisfélagsins var svo lýst í stjórnarskrá þess, hinni fyrstu: (1) Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem beztir borgar- ar í hérlendu þjóðlífi. (2) Að styðja og styrkja íslenzka bókvísi í Vestur- heimi, bæði með bókum og öðru eftir því, sem efni þess framast leyfa. (3) Að efla sainúð og sam- vinnu milli fslendinga vestan hafs og austan og kynna hér- lendri þjóð hin beztu sérkenni þeirra. Þetta var fagurt og stórt hlutverk, sem Þjóðræknisfé- lagið vildi færast í fang og 20 ára starf þess sannar, að það hefir rækt það með prýði. Það hefir mjög stutt að því, að efla bræðrabönd íslend- inga vestra, skapa samheldni meðal þeirra og sanieiginlegan inetnað þeirra um velferð og sæmd hvers annars. Það hef- ir og beitt sér fyrir að auka samvinnu og kynni íslendinga austan hafs og vestan af mikl- um dug. Það hefir boðið til sín og borið á höndum sér ýmsa mæta menn héðan að heiman, er ferðast hafa um bygðir V.-íslendinga. Má þar nefna, séra Kjartan Helgason, próf. Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Einar H. Kvaran, próf. Ág. H. Bjarnason, próf. Árna Pálsson, próf. Sigurð Nordal og Jónas Jónsson alþ.m. Þá ferðaðist einnig skáldjöfur þeirra, St. G. Stephansson á vegum félagsins austan hafs og vestan. Allar þessar ferð- ir hafa haft viðtæka þýðingu. Einnig beitti félagið sér fyrir heimkomu um 350 manns ár- ið 1930 og gaf ]>á íslenzku þjóðinni og Háskóla fslands RMHERST rnm ■ „-..40 - 26 0Z$Íl° 40 oz. $355 - 25 0Z' $ ‘ m diSTillers l.mheo kT------ -HERaS;heb.™u-. oNT. This advertisement is not published or displayed by the Liquor ■) Control Board or by the Government of Manitoba. '

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.