Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 -----------lögbers----------------------- Gefið út hvern íimtudag aí THE COJjUMJilA FKKSS, LlMiTKI) #95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjörans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Skyldurnar gagnvart Finnlandi Ekki getur hjá því farið, að samúð allra hreinhugsandi manna streymi örlátlega til hinnar hraustu og hugprúðu, finsku þjóðar, sein uin þessar mundir heldur uppi fra.'ki- legri vörn gegn sainvizkulausri og óréttlætanlegri árás rúss- neskra rauðfylkinga á land og þjóð; árás, sem svo er ó- mannleg og illkynjuð, að til endeina telst í sögu mann- kynsins, þótt oft hafi hún vitanlega áður ötuð verið alsak- lausra blóði; um það verður ekki vilst, að hér séu góð ráð dýr, eigi villimenska Stalins ekki með öllu að ná yfirtök- unum; finska þjóðin þarfnast nú þegar stuðnings áður en það verður um seinan; forvígismenn þjóðarinnar hafa fyrir munn þjóðþingsins, skýrt málstað hennar fyrir öllum þjóð- um heims, og beint athygli og vitundarlífi almennings að því hvað í húfi sé, eigi aðeins viðvíkjandi henni sjálfri, heldur og hver orðið geti örlög annara lýðræðisþjóða, verði eigi handa hafist í tæka tíð til saineiginlegs átaks, og sam- eiginlegrar sjálfsvarnar; sú hin alvarlega yfirlýsing finska þingsins, er að þessu lýtur, hirtist í dagblaðinu Winnipeg Free Press á mánudaginn, og fer hér á eftir í íslenzkri þýðingu: “Finska þjóðin, sem grundvallað hefir ávalt tilveru sína á þeirri hugsjón, að búa í sátt og samlyndi við allar þjóðir heims, og byggja upp framtíð sína með friðsamlegu iðjulífi, hefir orðið fyrir villimannlegri árás af hálfu ná- grannaþjóðar sinnar að austan, án þess að nokkuð minsta tilefni hafi gefið verið þar til. “Vér höfum verið knúðir til þess að grípa til vopna, og áttum ekki annars úrkosta. “Hin finska þjóð á nú í hinu hitrasta stríði til verndar sjálfsforræði sínu, persónulegu frelsi og sæmd. Vér erum staðráðnir í því, að verja til hins ýtrasta föðurland vort, lýðræðisstofnanir vorar og heimili, — það alt, sem siðmann- aðar þjóðir telja heilagast á þessari jörð. “Eins og sakir standa, erum vér einir mn það, að verja land vort gegn óvini, sem á það hefir ráðist. Engu að síður erum vér þess fullvissir, að vér séum með því að verja málstað og mannréttindi, er varðar mannkynið í heild. “Vér höfum þegar sýnt það og sannað, að alt það afl, er þjóð vor býr yfir, tekur óskift þátt i þessum hildarleik; en þvi trúum vér jafnframt, að menningarheimurinn, sem ávalt og á öllum tímum hefir auðsýnt þjóð vorri samúð og næinan skilning á þroskaviðleitni vorri, finni til þess nú, og geri sér það ljóst, að hann geti ekki látið málstað vorn afskifta- lausan, er vér nú upp á líf og dauða heyjum stríð gegn óvini, sem að höfðatölu til hefir á að skipa margföldum lið- styrk við fámenni vort. “Þjóð vor, sem útvörður vestrænnar menningar, á til þess réttmæta kröfu, að siðmannaðar þjóðir komi henni skjótt til raunverulegs liðs; þetta ávarp finsku þjóðarinnar er stilað til allra þinga og þjóða, er lýðræði unna og per- sónufrelsi mannkynsins.— Finska þjóðin hefir formlega leitað ásjár Þjóðbanda- lagsins, og kom málaleitan hennar til umræðu í Geneva um helgina; þar varð það að ráði, samkvæmt tillögu frá erind- reka sænsku stjórnarinnar, að Rússum yrði veittur sólar- hrings umhugsunartími til þess að binda enda á herferðina gegn Finnum, og á þá skorað, að setja málið í gerðardóm, er Þjóðbandalagið stæði að; um undirtektir af hálfu þeirra Stalins og Molotoffs er enn eigi vitað, þó þunglega sýnist horfa á um viðunanlegan árangur; en hverjar sem þær verða, breytir það engu til um skyldur lýðræðisþjóðanna gagnvart öryggi Finnlands; frá því verður að vera þannig gengið í eitt skifti fyrir öll, að landránsherferð á hendur þessari glæsilegu menningarþjóð, hliðstæð þeirri, sem hér getur um, fái aldrei að eilífu endurtekið sig. Bretar og Bandaríkjamenn hafa þegar heitið finsku þjóðinni fjárhagslegri aðstoð; er þar vel af stað farið, og vonandi að fleiri þjóðir fari að fordæmi þeirra. — Finnlendingar í þessari borg hafa fyrir atbeina vara- konsúls síns, Mr. Hermansons, sem jafnframt er konsúll Svía, beitt sér fyrir um stofnun líknarsjóðs (Finnish Relief Fund), málstað finsku þjóðarinnar til styrktar; hefir málið þegar verið nokkuð skýrt yfir útvarpið; sem Ijósan vott um drengilega samúð má telja það, að norrænu kirkju- söfnuðirnir hér í borginni leggja samskot sín næsta sunnu- dag í hinn finska líknarsjóð.. Þá er og vert að þess sé minst, að kl. 3 e.h. næsta sunnudag verður samkoma mikil og fjölbreytt haldin í Civic Auditorium til arðs fyrir þenna nýmyndaða sjóð; að samkomunni standa og taka þátt, Finnar, Svíar, Norðmenn, fslendingar og Danir; er þess að vænta, að íslendingar ræki að fullu skyldur sínar við mál- stað hinnar finsku þjóðar, með því að fjölmenna á sam- komuna. Auk konsúls Svía, hafa þeir Mr. Kummen, konsúll Norð- manna, og Grettir L. Jóhannsson, konsúll íslendinga og Dana, heitið líknarsjóðs hugmyndinni eindregnuin stuðn- ingi; slíkt hið sama hafa og gert ritstjórar beggja íslenzku blaðanna, er setið hafa fundi með framkvæmdarnefndinni. Tillög öll í sjóðinn sendist Finnish Relief Fund, c-o Finnish Vice Consulate, 470 Main Street, Winnipeg. Hrakfarir Islendinga Þar sem nú er nýafstaðinn íslendingadagsfundur hér í borginni, þá rifjaðist upp fyr- ir mér meðhöndlun þessa þýð- ingarmiklá hátiðahalds á liðn- um árum og ráðsmenskan yfir höfuð. Þrátt fyrir talsvert mikla aðsókn við helgihaldið á Gimli nú undanfarin nokkur ár, þá er megn óánægja hjá Winni- peg íslendingum, fjölda inörg- um, yfir þvi að hafa sam- komu þessa annarsstaðar en í Winnipeg. og eru margar á- stæður til þess, og skal því tilgreina nokkrar þeirra: (1) Vegna fjarlægðar fer aðeins lítill hluti bæjarmanna norður til Gimli. (2) Kostnaður við ferðina of hár. (3) Garðurinn á Gimli illa til hafður og girðing sama sem engin. (4) Ekkert skýli fyrir sól og regni og sa>ti sára-fá. (5) Farartæki ill og óá- byggileg. (6) Kostnaðarsöm ferðalög fyrir undirbúnings nefndir að tilreiða staðinn og ófullkomin hluttaka sjálfra Gimlibúa. (7) Og sízt skal gleyma ýmsu öðru þar neðra, sem tælir marga frá réttri þátt- töku í hátíðahaldinu og bak- ar þjóð vorri skaða og skömm. Ekki væri rétt að skella allri skuldinni á for- stöðunefndina sem kosin er, ár hvert, því hún reynir að gjöra sitt bezta oftast nær; en það er þátttaka Winnipeg ís- lendinga, eða öllu heldur þátt- tökuleysi þeirra, þá velja á um staðinn hvar hátíðahald- ið á fram að fara, — því á þann undirbúningsfund ættu landar að fjölmenna og láta skoðanir sínar í ljósi, að minsta kosti með atkvæða- greiðslunni, því nú á þessum nýafstaðna fundi kom fram talsverður skoðanamunur og einnig bent á hentugan stað í útjaðri b'orgarinnar og enn- fremur talin fram mörg hlunn- indi, sem fengjust með þeirri útvalningu. Og enda ættu menn að fagna hátíðahaldinu hvað mest hér í sjálfri “höf- uðborg fslendinga vestanhafs” (Winnipeg). Eg veit að til er fólk, og einkanlega unga fólkið, sem kysi fremur Gimli, aðallega vegna vatnsins, en nú er þess að gæta, að á þessum “mikla degi” mega hvorki unglingar né aðrir dreifa sér eða slá slöku við prógram dagsins, inargbrotið eins og það ávalt er. Að siðustu er það íhugunar vert, að við Winnipeg íslend- ingar höfum orsakað talsverð- an flokkadrátt í nýlendunni með þessum Gimli-ferðum. Eg hefi nú hvert árið eftir annað heitið því að fara ekki fleiri hrakfarir þarna norður, þegar eg hefi lent í stórrign- ingum og foræði, og alls ekki verið fær til vinnu næstu daga. Því slik “picnic” hafa ill eftirköst fyrir mig — og marga fleiri. Gunnl. Jóhannsson. Blue Bombers vinna frœkilegan sigur Rugby-flokkurinn frá Win- nipeg vann frægan sigur í samkepninni við Ottawa Rough Riders í lok fyrri viku, og koin til baka ineð pálmann í höndunum á þriðjudags- morguninn; voru margar þús- undir manna á C.P.R. járn- brautarstöðinni til þess að fagna hinum heimkomnu sig- urvegurum. TIL ÍHUGUNAR Eg þekki óbrigðult ráð við leiðindum og skapilsku. Gakk út til fólksins og gerðu þar góðverk tíu sínnum í röð.— Carrie Chapman Catt. 4 4 Það skemtilegasta, sem eg þekki, er að gera í leyni góð- verk, sem tilviljunin hefir bent mér á.—Charles Lamb. British Columbia Apple Growers

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.