Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 5 Frá Jórsalaför Eftir sérn Ásmund Guðmundsson (Framh.) Ferðin hin tók okknr ná- lega allan næsta sunnudag, því að við fórum ýmsa króka og stóðum lengi við og leiðin til Jórdan er um 40 km. Þá skildum við það vel, sem segir í dæmisögunni: “Maður nokk- ur ferðaðist frá Jerúsalem niður til Jeríkó.” Þvi að Jerúsalem er 2300 fet yfir sjávarmál, en Jórdandalurinn 1300 fet fyrir neðan, þar sem hann verður dýpstur, við Dauðahafið. Hæðarmunurinn á ekki meiri vegalengd er með öðrum orðum 3600 fet. Leiðin lá um Betaníu, litið og fá- tæklegt Arabaþorp suðaustan undir Olíufjallinu, þá um ó- bygðir Júdeu, hólaland, sund- urskorið af giljum og dala- drögum og gróðurlítið. Á vor. in er það þó þakið blóma- breiðu, en nú sáum við aðeins grastoppa, rauðbrúna líkt og á haustin heima. Þar var sauð- fé og geitfé á beit og úlfalda- hjarðir. Uppi á hæð sáum við lítið hús og fóruin þar hjá. Það er gistihús, kent við miskunnsama Samverjann. Því var lokað nú. Seinna sá- um við klaustur, steypt við hamarinn að djúpu klettagili. Var þá landslag alt orðið næsta hrikalegt, þar sem Júda fjöllin ganga fram í Jórdandal- inn með snarbröttum skrið- um og hyrnum. Eitt fjall til vinstri með stýfðum tindi, Quarantana, vakti sérstaka at- hygli. Þar, segir erfikenning- in, að Jesús hafi verið, er hans var freistað eftir skírn- ina. Móabsfjöll með Nebótindi fyrir handan Jórdandalinn og Dauðahafið risu hærra og hærra framundan okkur því neðar sem við ókum. Þau eru eins og ægistór múr, skifta mjög um Ut, roðna og verða jfegurri, er á daginn líður. Jórdandalurinn er á köflum eins og grátt hraun tilsýndar, skógi vaxið, minnir mig á Gilsbakkahraun, og blátt Dauðahafið með skógarhlíðar í kring líkt Skorradalsvatni. Jórdan sjálf er hulin skógin. um. Mesta athygli vekur þó Jerikó, bæði nýja og gamla borgin, sem er litlu norðar, því að vinjarnar umhverfis þær skera sig alveg úr iðja- grænar, líkt og túnin á vor- degi heima. Þar vex hitabeltis- gróður, svo sem bananatré og döðlupálmar með stórum, grænum klösum. Við ókum áfram til Jódanar, i áttina þangað, sem erfikenningin telur, að Jóhannes hafi skírt Jesú. Þar heitir Mahadet Hajle. Við sáum ekki ána fyr en við vorum komin alveg að henni, því að tré vaxa fram á bakkann og meira að segja alveg út í hana og breiða lim- ið yfir vatnið, terpentínutré, evkalyptus og víðitré. Hávax- inn reyr blaktir þar fyrir mlnsta andvara. Áin rennur í bug, hún er gulhvít eins og leirinn, sem hún fellur um, allbreið og vatnsmikil, og vott- aði fyrir hringiðu. Undur- samleg helgi og friður var yfiij þessum. stað, og rauf ekkert kyrðina nema kurr í dúfum úr skóginum fyrir handan. Við ókum hratt suð- ur að Dauðahafi, þar var gott að fá golu í bílinn, þótt hún væri glóðheit. Saltbörð sáust ineð vatninu og mintu á hvíta brimröst. Enn einkennilegri var uppistaðan, þar sem unn- in er pottaska og önnur efni úr vatninu. Hún var eins og grænn ís, en gránaði, þegar á daginn leið, ís í 40 stiga hita! Við hrestum okkur á baði í vatninu, þótt það væri alveg volgt að vísu, um 30 stig. Við gátum ekki synt bringusund, bezt var að ganga áfram eða liggja á bakið með hendurnar fyrir aftan hnakka. Það er ómögulegt að sökkva, salt. magnið er svo mikið. Á heimleiðinni til Jerúsalem ók- um við fram á bíl, sem hafði bilað og komst ekki lengra, og fólkið í honum var i stand- andi vandræðum, og við sáum annan bíl þjóta fram hjá án þess að skeyta um það hið minsta. En þá var það pró- fastsfrúin, sem átti bílinn okkar og ók honum aðra leið- ina, er reyndist hinn miskunn- sami Samverji. Hún taldi enga fyrirhöfn eftir sér, held- ur snéri aftur til Jeríkó og skildist ekki fyr við þetta mál en trygt var, að fólkið gæti haldið áfram leiðar sinnar. Mér þótti vænt um það, að ferðin okkar milli Jerúsalem og Jerikó skyldi enda svona, fanst frammistaða prestkon- unnar nokkur uppbót á van- rækslu þeirra prestsins og Levítans forðum og hún halda uppi heiðri prestastéttarinnar. ❖ Frá Jerúsalem fórum við þriðjudagsmorguninn 11. júli i litlum bíl áleiðis til Nazaret. Það var viðburðaríkur dagur, líkt og fyrsti dagurinn okkar á Gyðingalandi, og ókleift að lýsa nema í löngu máli því, sein fyrir augu bar. Við ók- um norður Júdeu fram hjá ýmsum merkum sögustöðum, inn í Samaríu, tókum á okkur alllangan krók til Síló, þar sein Elí og Samúel þjónuðu sáttmálsörkinni og um hríð var miðstöð ísraelsmanna, fórum um Sikem og skoðuð- um Jakobsbrunninn og gröf Jóseps, meðfram fjöllunum Ebal og Garísím,, um Nablus og Samaríu, höfuðborg ísraels- rikis til forna, yfir Esdralons- sléttuna og alla leið upp til Nazaret í Suðurfjöllum Galí- leu. f Nazaret vorum við 5 næt- ur í Casa Nova, gislihúsi Fransiskana. Þar reyndist ekki einhlít enska né þýzka, heldur urðum við að reyna að bjarga okkur með latínu. Einum þessara daga vörðum við til þess að fara upp á Taborfjall, en hinum til þess að festa í huga útsýnina víðu og fögru, sem oft hefié blasað við Jesú frá Neby Sain, 1600 feta háum tindi fyrir ofan Nazaret, og til að sjá inerlc- uslu staðina í bænum, sem taldir eru koma við sögu Jesú. En þeir eru: Þverhnipið, sem borgarbúar ætluðu að hrinda Jesú fram af, sainkunduhús- ið, sem hann talaði í — það er nú hluti af kristinni kirkju — Maríulindin, sem konur sækja enn vatn úr með krukk- ur á höfði, heimili Jesú, for- eldra hans og systkina, höggv- ið í klett og nú niðri í jörð- inni, og síðast en ekki sízt heimili Maríu, áður en hún var gefin Jósep. Yfir það hvelfist nú Boðunarkirkja Fransiskana, en krossfara- kirkja áður. Herbergi Maríu er höggvið í klett undir há- altari. Það er nú nefnt engils kapellan. Marmarasúlur eru sin hvoru megin við inngang- inn niður í hana, en fjórar yfir altari hennar. Það er lagt ljósgulum marmara, út- flúrslaust, en þakið blómum. Á gólfinu fyrir framan það eru teningsmyndir, fagurlega gerðar, og stjarna, sem minnir á Betlehemsstjörnuna. Inni eru tvær súlur, sem eiga að marka Tíberias og Genesaret- sléttuna, fram hjá Magdala til fyrir framan altarið blöktu tvö rauð lampaljós, en þrjú fyrir ofan. Mátti ■ lesa við skin þeirra á altarinu þessi orð: Verbum caro hic fact- um est, hér var orðið hold. En kvölds og morgna hringdu kirkjuklukkurnar gamalt ka- þólskt lag við kveðju engils- ins og Maríubænina: Heil vert þú, María, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér. Blessuð sért þú meðal kvenna, og blessaður sé ávöxt- ur kviðar þíns, Jesús. Heilaga María, bið fyrir oss, syndur- um, nú og á dauðastund vorri. Amen. Frá Nazaret fórum við austur að Genesaretvatni, um Tíberías og Genesaretsléttuna, fram hjá Magdala lil Tabgha, sem er smáþorp að vestan- verðu niðri við vatnið rétt fyrir sunnan Tell Hum, eða Kapernaum fornu. Var nú aftur komið í hitabeltislofts- lag, því að Genesaret er rúm- um 700 fetum fyrir neðan sjávarmál. Við fengum unaðs- legt hús til íbúðar, með blóm. fléttum, sem vöfðust upp á svalir, og aldinlundi alt í kring, en útsýn dýrleg yfir vatnið og hálsana og fjöllin í kring. Dáltill geigur var þó í okkur við hitann þarna, sem fór upp í 42 stig á Celsíus í skugganum. Við hádegisverð- inn fyrsta daginn, sunnudag- inn 16., hittum við húsbónd- ann, föður Tapper, bláeygan og svipbjartan siðskegg með gletnisglampa í augum, og að öllu hinn drengilegasta. Eg hafði orð á því við hann, að nú langaði okkur til að ganga yfir til Kapernaum. “Nei, það er ekki hægt,” sagði hann. “Englendingar hafa sett upp gaddavirsgirðingu i milli, og svo er hætta á skotum.” Þá mintist eg á það að fá leigð- an bát ineð okkur ineðfram bökkum vatnsins i sveig norð- uc og austur alla leið til Gergesa, eða Kursi, hinumegin við vatnið. “Nei, það er ekki heldur hægt. Því að þá kemst báturinn ekki aftur vestur yfir, því að vestanvindur blæs allhvass, þegar á daginn líð- ur.” “En til róta Merman- fjalls og Sesareu Filippí er þó vonandi hægt að komast héð- an?” spurði eg. “Nei, alls ekki. Sesarea Filippi telst til Sýrlands, og til Sýrlands eru allar samgöngur bannaðar þá leið.” “En til Palestínuþorp- anna í grend við Sesareu Filiþpí?” spurði eg enn. “Þangað fer enginn almenn- ingsvagn.” Þetta voru nú heldur dauflegar fréttir. Þó rættist betur úr öllu en á horfðist. Morguninn eftir fengum við fiskimann, Abu Ali, og son hans, eitthvað 12 ára gamlan, til þess að róa með okkur norður að Kaper- naum, en gátum þess á leið- inni, að við hefðum hug á því að fara lengra. Þegar við vorum komnir á móts við Kapernaum, lét Abu Ali þess getið, að hann væri fáanleg- ur til þess að róa okkur norð- ur til Jórdanósa og sýna okk- ur legu Betsaídu Júlías fyrir austan þá. Þessu boði tók- um við fegins hendi, og alt gekk að óskum. Við sáum meira að segja fiskimenn leggja dragnet sitt í vatnið fyrir framan ósa Jórdanar. Á heimleiðinni tafði vestanvind- urinn okkur og sóttist erfið- lega róðurinn. En við náðum Kapernaum og virtum stað- inn fyrir okkur, þar sem borgin stóð eitt sinn, og rúst- irnar frægu af samkunduhús- inu þar. Um kvöldið báðum við föður Tapper að útvega | okkur bát og fjóra róðrar- menn kl. 4 um nóttina til þess að róa okkur til Gergesa og svo nokkuð norður með landi og aftur vestur um. Myndum við þá væntanlega komnir áður en vestanvindur- inn tæki að ýfa vatnið. — Kl. langt gengin 4 vakti Abu Ali okkur, og við hröðuðum okk- ur niður að bátnum. Voru þar fyrir synir hans þrír, og sá yngsti a. m. k. ekki hár í loftið. Kl. 5 vorum við úti á miðju vatninu. Þá kom sólin upp. Við sáum hlika á hvit segl, bátar að halda til fiskj- ar, en engir héldu upp að austurströndinni nema við. Þar stigu upp reykir frá tjöld- um Bedúna, og í hlöðnu varð- byrgi voru þeir margir saman. Þangað stefndum við. Við komu okkar varð heldur en ekki ys og þys í tjöldunum: “Hverir eru þessir með húf- una og hattinn.” “Jehúdi,” segja sumir. Það líkar Abu AIi ekki. “Ameríkanar,” seg- ir hann, “góðir menn.” Þeir þrætast eitthvað um þetta. En nú kemur vörðurinn til skjalanna, hár og vasklegur Arabi. Hann kallar til okkar, kann lítið í ensku, en gefur okkur alveg ótvíræða bend- ingu um það, hvað við kunni að taka, ef við höldum lengra. Jafnframt tekur hann sér skammbyssu í hönd okkur til varnar, ef til þurfi að taka. Og nú fengum við svipaða beiðni og þeir báru fram Gergesabúar fyrir 19 öldum, við vorum beðnir að fara sem skjótast úr héruðum þeirra. Báðum við þá Abu Ali að leggja norður með landinu, og það gerði hann, þangað til við sáum flöt eina við vatnið grasi gróna og grænleita, en brekkur fyrir ofan sem mynd- uðu dálítinn hvamm. Virtist okkur staðurinn ágætur fyrir mannsöfnuð og lending góð. Þar þótti okkur líklegast, að Jesús hefði mettað Galíleu- fólkið forðum. Við sneruin svo heim á leið og vorum komnir áður en vestanvindur- inn tók að| blása. Næsta dag, 19. júlí, kvödd- um við föður Tapper og Tabgha, og fanst nú lokið aðalerindi okkar til landsins helga. Við fórum til Karmel og vorum þar á fjallinu í gistihúsi daginn eftir. Siðan norður eftir um sönui slóðir og Jesús, þegar hann ferðað- ist með' lærisveinum sínum til landamæra Týrusar og Sídon- ar og læknaði dóttur kan- versku konunnar. Þótti okkur mikið til koma að sjá hinar fornfrægu systurborgir við hafið, og ókum við um Sídon. Seinni hluta þessa dags, 21. júlí, komum til við Beirut, höfuðborgar Sýrlands. Þaðan næsta dag um Líbanon og Antí-Líbanon til Damaskus, og frá Damaskus gátum við loks komist frjálsir ferða okkar til Sesareu Filippi og skoðað eins og okkur lysti glæsta tign og fegurð Hermon- fjalls. 25. júlí sigldum við frá Beírut, og vorum nú svo lánsamir, að skipið hélt fyrst til Tel.Aviv og svo aftur til Haifa við Karinel. Gátum við þannig séð alt það, sem við áttum eftir að sjá af strand- llengju Gyðingalands. Síðasta kveðjan frá því að kvöldi 26. júlí var ljósadýrðin frá hús- unum á Karmel og allra sein- ast blikið frá vitanum bjarta, sein þar stendur —1 Stella maris. * Ef eg ætti svo að lokum að segja i sem fæstum orðum, hvert gildi ferðin hefir haft fyrir mig, þá er það þetta: Hér eftir get eg séð í hugan- um landið helga eins og það er, en ekki aðeins óljósa mynd af því. Eg hefi fengið við það réttari skilning á ýmsum orð- um og atburðum heldur en áður, og mun fá. öll Biblían — og þó einkum Nýja testa- mentið — fær nú nýtt líf í augum mínum, opnast betur, ef svo má, að orði komast, og huldir straumar spretta fram, og vonandi á eg eftir að sjá það miklu betur seinna. Vilji menn skilja skáldið rétt, þá verða menn að ferðast um land skáldsins. Það á einnig við um Jesú Krist að einhverju leyti. Og eg þakka Guði fyrir það, að eg hefi lengið að sjá land hans. En vfir því má þó ekki gleyma, að til þess að skilja hann þarf um fram alt að hafa hreint hjarta og heilan hug, og þess eiga menn jafnt kost, hvort sem þeir koma til lands- ins helga eða ekki. Ásmundur Guðmundsson. —Kirkjuritið. GJOF Vestur-íslenzku h j ó n i n, Kristján Jónsson bóndi i Sveinaturigu Jónssonar, og Guðrún Davíðsdóttir bónda í Fornahvammi Bjarnasonar, hafa gefið Norðurárdalshreppi allgott bókasafn og peninga- upphæð, er nemur 500 dollur- um. I þakklætisskyni fyrir Jiessa góðu gjöf hafa hrepps- búar sent þeim málverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í hrauninu hjá Hreðavatni er sýnir Hvasafell og Brók og Baulu lengra inn í dalnum. —Tíminn 18. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.