Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.12.1939, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. DESEMBER, 1939 .iiffllllllllllll!llllllllllllllllll!lllll!!!!lllíllliilllllllll!llll{lllllll!!lilllllllli'!!lllllllllilffl!IWii.. Úr borg og bygð ••|l!lill■IHy|||||^llll^lllll!illlllllll!!l!lllllllllll^lllllllllll^[lllillllllllllilllllllllllilllllllHlll|,' Herbergi, með eða án hús- gagna, nægilega stórt fyrir 2, fæst til leigu nú þegar, að Ste. 5 Patricia Court, 489 Furby Street. + HILLINGALÖNI) örfá eintök í góðu bandi, hentug til jólagjafa, fást hjá Gísla Jónssyni, 906 Banning St., Winnipeg. Verð: $2.50 * Gefin saman í hjónaband af sóknarpresti i Árborg, Man. Jöhann Valdimar Jónatans- son, bóndi og póstafgreiðslu- maður að Nes P.O. Man. og Mrs. Isabella Forbister, River- ton, Man. Framtíðarheimili verður að Nes P.O., Man. * Jólagjafir til Bctel íslenzkir Goodtemplarar í Winnipeg, $25.00; Vinkona í Winnipeg, $2.00. Kærar þakkir, .7. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg., Winnipeg. + Fundarboð Allir meðlimir og velunn- arar lúterska safnaðarins í Leslie og í grendinni (West- side, Kristnes og Hólar) eru vinsamlega beðnir að sækja fund á eftir messu á sunnu- dagskveldið kemur, 10. des. til að ræða mjög áríðandi mál- efni. Gjörið svo vel og sæk- ið guðsþjónustuna fyrst og svo fundinn. Samkvæmt til- mælum H. .1. Halldórssonar, gjaldkera safnaðarins, verða frjáls samskot tekin í tilefni af jólahátíðinni í Leslie. Þessi samskot verða auðvitað tek- in við messuna. Vinsamlegast, Carl J. Olson. * Kvenfélög Fyrsta lút. safn- aðar, vilja leiða athygli al- mennings að því, að bezta jólagjöfin þetta ár er mat- reiðslubókin, sem þau félög hafa gefið út. útgáfan er vönduð í alla staði. Matvæla- forskriftimar eru reyndar af velþektum matreiðslukonum, og er þvi nauðsynlegt fyrir hvern mann að kaupa bókina til að vera í góðu skapi um jólin. — Bókin kostar i sterkri kápu $1.00 en ef send með pósti $1.05. Pantanir má senda til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Winnipeg, sími 49 701 eða Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion St., Winnipeg, sími 33 265. Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SkuluC þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI FRED BUCKLE, Manager I.ight Delivery Truck PHONE 34 555 - 34 557 , SARGKNT and AGNES Heklu fundur í kveld (fimtudaginn). + Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þann 19. þessa mánaðar. + Mr. Th. Thordarson kaup- maður á Gimli var staddur í borginni um síðustu helgi. + Patreksfirði, íslandi, 15.-11., 1939. Góði ritstjóri! Þakka kærlega fyrir þitt á- gæta blað, sem eg hefi mestu ánægju af að íesa. Mig lang- ar til að biðja þig að gera svo vel og birta í heiðruðu blaði þínu eftirfarandi skilaboð: Beztu jóla- og nýársóskir til allra landa minna vestan hafs. — Þakka útsölumönnum “Hlínar” kærlega fyrir hálp- ina. “Hlín” selzt fyrir 35c vestan hafs. Halldóra Bjarnadóttir. Til athugunar Barði Guðmundsson þjóð- skjalavörður hefir ritað í Al- þýðublaðið xx. árgang nokk- urar greinar. Þar heldur hann því fram — sem er aðalefni þeirra — að Þorvarður Þór-» arinsson frá Valþjófsstöðum, hafi verið höfundur Njálu, og leitast hann við að leiða rök að því. Eg las greinar þessar með aðdáun á málinu — svo mikil snild er á því. En þrátt fyrir það verð eg ekki sam- þykkur þeirra niðurstöðu um Njálu-höfundinn. Það er hverjum manni ljóst, sem lesið hefir þá sögu með nokkurri athygli hverri rang- sleitni þeir Hofsverjar hljóti að vera þar beittir í óverð- skulduðum orðstír. Nú verð- ur Sólveig dóttir Hálfdánar á Keldum kona Þorðvarðs Þór- arinssonar, komin frá Val- garði á Hofi i níunda lið, þannig rakið: (1) Mörður Valgarðsson. (2) Rannveig Marðardóttir átti Starkað á Stafafelli bróðurson Flosa á Svínafelli. (3) Daði Starkað- arson, er var einn meðal þeirra átta (tveir úr hverjum fjórðungi landsins), er sóru með Gizuri biskupi um þann rétt er ólafur konungur helgi hafði veitt íslendingum í Noregi. (4) Guðrún Daða- dóttir átti Arnór son Ásbjarn- ar er Ásbirningar eru við kendir höfðingjar Skagfirð- inga á tólftu og þrettándu öld. (5) Kolbeinn Arnórsson gamli. (6) Tumi Kolbeinsson. (7) Halldóra Tumadóttir átti Sighvat Sturluson. (8) Stein- vör Sighvatsdóttir átti Hálf- dán á Keldum, Sæmundarson úr Odda Jónssonar. (9) Sol- veig Hálfdánardóttir kona Þorvarðs Þórarinssonar. Það er mjög ólíklegt að Þorvarður hafi farið að níða minningu göfugra ættfeðra Solveigar konu sinnar, — það er svo fráleitt. Þorvarður Þórarinsson hef- ir því aldrei komið nálægt sögugerð Njálu. Það verður að leita í annan stað þess þrettándu aldar manns, er sett hefir saman það lista- smíð .... Magnús Sigurðsson á Storð. BEZTl SVALA- DRYKKURINN ~ ~ 5c iiiiiiiiiii uboð iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii IVless IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIII FYRSTA LÚT. KIRKJA Séra Valdimar J. Eytands prestur Heimili: 776 Victor Street Sími 29 017 Sunnudaginn 17. des.: Ensk morgunguðsþjónusta og sunnudagaskóli með venju- legum hætti. — Kl. 7 e. h., guðsþjónusta með altaris- göngu. + fslenzka jólaguðsþjónustu flytur séra K. K> ólafson í Vancouver, B.C. á annan i jól- um, þriðjudaginn 26. des. kl. 2 e. h. Þessi guðsþjónusta verður haldin í norsku kirkj- unni, sem er að 900 E. 19th Ave. Er það örstutt frá dönsku kirkjunni, sem venju- lega er notuð, á sömu götu. Hr. Halfdan Thorlaksson hef- ir æft söngflokk og má vænta að ágætur söngur verði. Stúlknafélagið “Ljómalind” hefir góðfúslega tekið að sér að annast jólaboð i samkomu- sal kirkjunnar á eftir mess- unni. Eru allir fslendingar í Vancouver og grendinni boðn- ir að taka þátt í þessu ís- lenzka jólahaldi. Mörgum er minnistætt hve ánægjulegt var við jólahaldið í fyrra. Komið allir er geta. * LÚTERSKA PRESTAKALLIÐ f VATNABYGÐUM Séra Carl J. Olson, B.A., B.D., prestur Heimili: Foam Lake, Sask.— Talsími: 45 Guðsþjónustur 17. des. 1939: Kristnes, kl. 11 f. h. Foam Lake, kl. 3 e. h. Leslie, kl. 8 e. h. Allar messurnar á ensku. C.S.T. Allir boðnir og vel- komnir! . * Sunnudaginn 17. des. verð- ur jólamessa í Fjallakirkju kl. 8 e. h. Fólk beðið að fjöl- menna. + SELKIRK LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 17. desember: Kl. 11 að morgni sunnudags- skóli, biblíuklassi og lesið með fermingarbörnum. — Kl. 7 að kvöldi, íslenzk messa, séra Jóhann Bjarnason. + GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 17. desember: Betel, morgunmessa; Gimli, ensk messa kl. 7 e. h.; sunnu- dagsskóli Gimli safnaðar kl. 1.30 e. h. — Fermingarbörn á Gimli mæta á prestsheimil- inu föstud. 15. des., kl. 3 e.h. B. A. Bjarnason. * VATNABYGÐIR Sunnudaginn 17. des.: Kl. 11 f. h., messa í Mozart (á ensku); kl. 4 e. h., jóla- sýning (Papeant), sunnu- dagaskólan^ í Wynyard, “The Wondrous Gift” eftir Mildred Jones Keefe. Aðfangdag jóla, Sd. 24. des.: Kl. 5 e. h., jólamessa í Wyn- yard. — Veitið því athygli, að jólamessan er á óvenjulegum tíma. Hún er höfð svo snemma til þess að mönnum gefist kostúr á að hafa kvöldið ó- skift til jólahalds í heima- húsum. Gleðileg jól! Jakob Jónsson. Mr. Eysteinn Árnason skóla- stjóri í Riverton biður Lögberg að flytja innilegt þakklæti þeim öllum, er þátt tóku í skólasamkomunni, sem haldin var þar í bænum til arðs fyrir sjóð Rauðakross félagsins; hreinar tekjur námu $76.00. + Næsti Frónsfundur verður haldinn í efri sal Goodtempl- arahússins mánludagskveldið 18. þ. m. Þetta er ársfundur deildarinnar og verður kosið í embætti fyrir komandi ár. Miss Salóme Halldórsson, M.L.A., flytur erindi. Miss L. Davidson syngur einsöngva. R. H. Ragnar leikur á píanó og fleira verður til skemtunar ef tíminn leyfir. Allir vel- komnir. Fyllið húsið. Fund- urinn byrjar stundvislega kl. 8.15. Til bygðarbúa (Framh. frá bls. 7) að fólk, að eyða æfidögum sínum hér við sjóinn i góða loftslaginu hér, sem er hvoru- tveggja í senn bæði fjallaloft og sjávarloft. Hér er ekki um neina atvinnu að ræða fyrir gamalt fólk, frekar en annarsstaðar, svo þeir þurfa að hafa eitthvað til að geta séð fyrir sér. Um unga menn mun það vera hér eins og al- staðar annarsstaðar, að það er mikið undir þeim sjálfum komið, að geta haft sig á- fram. i Verð á vörum hér er held eg svipað og austur frá, nema harðvara er hér dýrari; en alt til húsabygginga er hér ódýrara en austur frá. Við erum tvær og hálfa mílu frá Campbell River bænum, en þurfum ekkert til bæjar, því póstur- inn kemur hingað daglega, og verzlanirnar senda út menn tvisvar á viku til að taka pant- anir hjá okkur, fyrir hvað sem okkur vantar, og koma svo með það heim til okkar, okkur að kostnaðarlausu, eða fyrir sama verð og er selt í búðinni. Eitt af því, sem við landar hér komumst af án, það eru kvikmyndahús eða sýn- ingar. Hér höfum við svo fjölbreyttar sýningar á sjón- um, að það er ekkert sem jafnast á við það. Það mundi kosta okkur ærna peninga, ef við ættum að borga fyrir það á hreyfimyndahúsum. i 2-glasa flösku Anytlm* Landslagið hér er eins og því hefir verið lýst í blöðun- um, hrjóstrugt, malarkambur fram með sjónum, en góður jarðvegur í hæðinni, sem er hér allstaðar fram að strönd- inni, og virðist vera allstaðar nægilegt og gott vatn, sem sumir hafa veitt í pípum inn í húsin og hafa þar rennandi vatn bæði heitt og kalt, eru það mikil hlunnindi. Virðingamaðurinn hefir ver- ið að virða ekrurnar hér fyrir næsta ár, og er ekran virt á $200.00 með umbótum; virð- ist það mjög rýmilegt, svo skattar munu ekki verða til- finnanlegir eins og nú stend- ur. Margt er fleira, sem eg hefði getað skrifað héðan, en eg læt hér staðar numið í þetta sinn. Þetta er orðið lengra mál en eg bjóst við er eg byrjaði á þvi. Virðingarfylst, E. Gunnarsson. Campbell River, B.C. Dec. 5, 1939. ÆTTARTÖLUR fyrir Islendinga semur GunnarÞorsteinsson P. O. Box 608 Reykjavík, Iceland Wolseley Hotel 186 HIGGINS AVE (Beint á móti C.P.R. stöðinni' SlMI 91 079 Eina skandinaviska hótelifl i horpinni RICHAR TJNDHOLM eigandi Jakob F. Biarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða síérum Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi 35 909 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued THOKLAKSON & BALDWIN Watchmakers and Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Minniál BETEL í erfðaskrám yðar FOR GOOD FUEL VALUES ORDER WILDFIRE LUMP $11.75 Per Ton (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK (Saunders Area) LUMP $13.50 PerTon CANMORE BRIQUETTES $13.75 PerTon SEMET-SOLVAY COKE $15.50 PerTon STOVE OR NUT PHONES' ^ ^ phonés|23 812 iURDY OUPPLY f BUILDERS LICENSE No. 51 ' SUPPLIES iO. Ltd. ^and COAL 1034 ARLINGTON ST.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.