Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 1
 PHONE 86 311 Seven Unes and Satlafactlon 52. ÁRGANGUR PHONE 8« 311 Seven Llnes Æ *'or Better '#'3> Hry Cleaning ^ and Tjnundry LÖGRERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 NÚMER 50 t\7^ WN. Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu Gleðilegra Jóla Gleðileg Jól! “ó, herra vertu hjá oss o<j hjörtun vermdu köld Ef aldrei fer þú frá oss mun friðar ríkja öld. Um alla himna og geima, i hjarta sérhvers manns, lát tifsins lindir stregma og Ijósið kærleikans’’ Jólin flytja okkur margvíslegan boðskap. Þau minna okkur meðal annars á það hversu fljótt tiininn líður. Hver jólahátíð er eins og ný varða, sem við förum framhjá á vegferð lifsins. Við erum sem á járnbrautarlest, sem þýtur áfram. Við komum ekki til baka með hraðlest tímans. Áfram, áfram, lengra og lengra áleiðis út að strönd eilífð- arinnar er ferðinni heitið. Um leið þjóta ta'kifærin fram hjá. Jólahátíðin ætti á hverju ári að minna okkur á það að nota vel hverja líðandi stund. Jólin minna okkur á hið nána samband, sem er milli himins og jarðar, þau brúa bilið milli heims og helju. Himin og jörð verða eitt á jól- unum. Við erum ekki ein eftir skilin í heimi stríðs og sorga. Guð er með okkur. Hann vill einnig að við séum með sér, elskum sig, trúum á sig, og þjónum sér. Það er boðskapur og innihald hinnar sönnu jólahátíðar. Kristur er hin mikla jólagjöf Guðs til okkar. Ef við veitum þeirri gjöf viðtöku fáum við og aðrir gjafir sem varða miklu, ekki einungis fyrir eilífðina, heldur einnig fyrir lífið, sem nú stendur yfir. Við fáum sannfæring fyrir nálægð Guðs á hverjum stað, fyrir hluttekn- ing frá honum i sorgum okkar, fyrir styrk frá honum í baráttu lífsins, við öðlumst þá vísu von að lifið er, þrátt fyrir alt og alt “sigur og guðleg náð.” Einmitt vegna þess að jólin staðfesta og end- urnýja á ári hverju í meðvitund kristinna manna sambandið milli himins og jarðar, rpinna þau okkur ekki einungis á návist Guðs, og hann sem “gerðist maður vor vegna” hin fyrstu jól, heldur einnig á þá sem okkur hafa verið kærir á jörðu, en eru nú burtu numdir. Víða í bygðum okkar eru nú auð sæti, sem fyrir ári síðan voru skipuð ástvinum og kunningjum. Hversu dýrlegt er að ininnast þess, að þrátt fyrir likamlega fjarlægð, er andi þeirra okkur nálægur, og mætir okkur á jól- unum í sameiginlegum lofsöng allrar tilveru frammi fyrir altari jólabarnsins. Jólin eru hátíð barnanna. Þá verða full- orðrtir menn og aldraðir aftur börn. Hin barns- lega gleði, viðkvæmni, tilhlökkun og kærleiks. lund hlýtur ávalt að vera saml'ara sönnu jóla- haldi. Á jólunum gleðjum við börnin og gleðj- umst með þeim. Á jólunum hugsum við ekki eingöngu um okkur sjálf, heldur einnig um aðra. einkum þá, sem eiga bágt. Á jólunum fyrirgefum við þeim, sem hafa gert okkur rangt til. Við tölum vel um alla menn. Við reynum að vera rífleg, eftir því sem efni leyfa við hina fátæku. Við gerum alt, sem i okkar valdi stendur til þess að öllum megi liða vel á jólunum. Jólin flytja okkur yndislegt fyrirheit fyrir framtiðina. Oft vill það gleymast að boðskapur engilsins á hinum fyrstu jólum var ekki aðeins yfirlýsing, heldur og fyrirheit, sem nær til allra þjóða, enda þótt það sé ekki enn að fullu fram komið. Það var fyrirheitið um frið á jörðu, fýrir- heit, sem allar þjóðir þrá að megi rætast, en sem virðist þvi miður nú svo fjarri þeim flestum. Fyrsti jóladagsmorguninn sagði við hina myrku nótt syndarinnar, sem var undanfari hans: Héðan í frá átt þú( að minka, en eg að vaxa. Sá spádómur hefir ræzt, þrátt fyrir hina nýju skálm- öld, sem nú er upp runnin i heiminum. Ýms vormerki i heimi andans standa einmitt i sam- bandi við hið nýhafna strið. -Aldrei voru gerðar jafn ákveðnar og ítrekaðar tilraunir til að afstýra ófriði. Aldrei hefir ath.æfi stjórnarvaldanna i árásarlöndunum bakað kristnum Iýð allra þjóða eins sára hugraun. Aldrei hefir kristin kirkja verið jafn treg til að leggja blessun sína yfir viga- ferli þjóðanna eins og hin siðustu tuttugu ár, og aldrei hefir hún þorað að andmæla striði jafn kröftuglega og nú. Alt er þetta vottur þess er verða mun. Nóttin fer þverrandi. Jólaljósið er að skapa mönnunum vit og vilja til að breyta rétt. Skuggar næturinnar teygja sig að visu enn yfir mannlífið, en það roðar að nýjuin degi. Guð gefur ennþá gleðileg jól. V. J. E. )

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.