Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 14

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 14
14 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 Rödd að heiman Borgarfirði, 22. okt., 1939 Kæru vinir vestanhafs: Á þessum tima árs hefi eg nú um margra ára skeið sent ykkur línu frá ættlandinu ykkar kæra og ennþá vil eg reyna að halda uppteknum ha>tti. Sumar það, sem nú er að telja út hefir átt svo marga sólríka biíðviðrisdaga, að elztu menn muna ekkert slíkt hér á landi. Vorið, sumarið og haustið næstum samfeld veð- urblíða. l^etta ylrika sumar fáum við eftir einn mildasta veiur svo nú er ekki ástæða til þess að kvarta hér undan tíðarfari. Allur jarðargróði dafnar svo vel að hér á landi verður ekki betra kosið. Beztu blettir í túnum voru slegnir um og eftir miðjan júní og að mánuði liðnum urðu þeir aft- ur slegnir. Átti sér því stað að beztu blettir velræktaðra túna voru þrislegnir. Hey. fengur er nú mestmegnis taðá á mörgum bæjum. Móar og mýrar utantúns sem áður var slegið úrlega stendur nú ó- notað, því slík jörð skilar ekki þeim arði, sem vegur á móti vinnulaunum, sem útheimtast við rýran engjaheyskap. Flest- ir eru nú liðfærri við heyskap en áður tíðkaðist, eiga hey- vinnuvélar sinn góða þátt i því. Allar matjurtir spruttu mætavel og báru kartöflur víða 15—20 faldan ávöxt. En ekki er það alstaðar einsær gróði, því kartöflusýki gerir vart við sig á ýmsum stöðum og þar sem hún kemur, veld- ur hún tjóni og stundum eyði- leggingu. Trjáviður spratt hér örar en dæmi eru til, en þar komu líka slæmir og ó- boðnir gestir til sögunnar, skógarmaðkurinn. Sézt nú víða í skógum fauskar og fallinn viður þar sem áður stóðu blómum prýddir runn- ar. Það er ekki öll sökin hér hjá eldri kynslóðunum um eyðing skóganna; maðkurinn hefir áreiðanlega áR þar líka sinn þátt. Og alstaðar eru einhverir snákar að verki þeg- ar gróðurmagnið er mest. Sjúkdómar í ýmsum kálteg- undum þóttu víða áberandi á þessu sumri en þar sem þær fengu að vaxa óáreittar' varð vöxtur þeirra meiri en hér hefir áður þekst. Hér í sveit var nýlega vigtuð gulrófa sem vóg 5% kíló og víðar hafa borist fréttir af gulrófum, sem hafa nálgast þessa vigt. Nú er margt sem knýr fólkið til þess að lifa af þeim gróða sem landið gefur af sér, því dýrtíð í sambandi við stríðið er nú skollin hér á og veit nú enginn hvernig þau mál skip- ast í framtíðinni. Ber spruttu vel sem annað, og er það í fyrsta sinn hér, að þau hafa verið eftirspurð og vel borguð vara. En smávægileg eru þau hjá tómötunum frá gróður- húsunum, sem nú hafa þotið hér upp á síðustu árum. Hér í Borgarfirði munu vera 15 gróðurhús í námunda við hveri og laugar og hafa tómat- ar verið seldir héðan í tonna- tali. Mikill hluti þeirra tekna fer reyndar í verkalaun, þvi slík hús þurfa sívakandi um- önnun. Samt tilheyra gróður- húsin framfaramálum hér og þykja góðra gjalda verð, eins og ÖIl framleiðsla á hollum næringarefnum. Aftur á móti eru refabúin, sem þutu hér upp á síðustu árum, að verða með öðru fleiru að hálfgerðri plágu. Þau voru sett á stofn með dýrum umbúnaði og rán- dýrum silfurrefum. Var þá vís’t ekki svo fágætt að selja parið, tvær tófur, fyrir 3,000 kr., þrjú þúsund krónur. Nú eru þessi dýr og afkvæmi þeirra óseljanleg en heimta mat sinn og engar refjar í búrum sínum. Eru menn i vanda staddir með þennan tvísýna gróðaveg, refaeldi. Flestir munu hallast að þvi ráði að skjóta meirihlutann i vetur, þegar skinn dýranna Tryggið yður pláss — á — fHarltaougf) -— fyrir — HÁTlÐAHÖLD I N MANUDAGINN 25. DESEMBER JóLAVERÐUR 12:00 á hádegi til 9:00 e. h. fram- _ reiddur í hinum fagra Gothic borð- S | \ sal (Börn 75c). Músík við máltíðir. ~ • 9 ++++++ SKEMTUN Á GAMLÁRSKVELI) ATBURÐUR HÁTÍÐARINNAR $2.50 fyrir manninn, ásamt kveldverði. Hlunnindi: Fyrsta flokks hljóðfærasveit til taks. Gerið ráð- stafanir snemma til þess að útiloka vonbrigði. ♦♦♦♦♦♦ NVÁRSBORÐHALI) 12:00 á hádegi til 9 e. h. Framreiðsla í aðalborð- . stofu. $1.25 á mann (Börn 75 cents). Sérstök músík meðan á máltíð stendur. FYRIRFRAM RÁÐSTAFANIR Gerið ráðstafanir í tæka tíð—Símið 96 411 líta bezt út sem verzlunarvara, en halda enn áfram með úr. valsdýrin í þeirri veiku von, að refaeldi sem nú gefur stór- tap gefi síðar gróða. Helzta líftaugin fyrir sveitir þessa héraðs er mjólkursam- lagið Baula í Borgarnesi. Svo að segja öll sú mjólk, sem bændur þurfa ekki til nauð- synlegustu heimilisnota er flutt þangað úr nærliggjandi sveitum. Vegir og bifreiðar eru undirstaða þess að þetta hefir orðið svo víðtækt sem raun ber vitni. Það eru nú áðeins bæir í instu dalbotnum sem ekki hafa enn sem komið er, getað notfært sér þennan mjólkurmarkað. S i g u r ð u r Guðbrandsson frá Hrafnkels- stöðum, tengdasonur: Sigurðar heitins Feldsted í Ferjukoti veitir mólkursamlaginu for- stöðu og hefir getið sér þar hinn bezta orðstir. ■ Stærsta og svo að segja það eina áfall, sem sveitabúskap- urinn hefir orðið fyrir á þess- um síðasta áratug er mæði- veikin í sauðfénu. Fjárfækk- un hefir verið mjög áberandi á síðustu árum en aldrei þó sem nú. Því til sönnunar má geta þess að 1937 var slátrað 28 þúsund fjár við sláturhús kaupfélagsins í Borgarnesi, en nú í haust 10 þúsundum. En tvö síðastliðin haust hafa dilkar verið óvenju vænir, margir einlembingar 20 kíló og þar yfir. Þyngstur kroppur af hrútlambi var í haust 27% kíló, eða með öðrum orðum 55 pund. Er það talið eins- dæmi hér um Borgarfjörð. Stóðhrossum fjölgar hér ár frá ári og lifa þau mest á úti- gangi. Stendur mörgum ótti af þeirri eign ef hagleysu og harðindavetur dyndi yfir. Er núverið að setja ströng á- kva*ði um það að hrossin og allur búpeningur sé vel trygð- ur með fóðurbirgðum móti þeim hörðustu vetrum, sem upp á kunni að koma. í þetta sinn sýnist engin hætta á ferðum i þeim efnum, eftir slíkt sumar, sem það er nú kveður. En eftir grasleysis og óþurkasumur stafar voði af hrossafjölda þegar harð- indin dynja ylir. Meðan hross, voru flutt i þúsundatali til Englands varð stóðeignin drjúg tekjulind fyrir bændur, en útflutningur hrossa er hér úr sögunni, en margir hag- nýta þau til fæðu og þykir það nú ekkert guðlast lengur. Vel tilreitt kjöt af ungum hrossum þykir nú á tímum herramannsmatur og ganga skólar sveitanna á undan i þeim efnum að færa sér það í nyt. Hrossasýningar voru haldnar hér á ýmsum stöðum í vor og var rekinn á þær mikill fjöldi af hrossum, sem voru prýðisfalleg og báru þau ljós merki hvað þau voru sæl og óþjökuð eftir veturinn. Voru þar í og með bæði hryss- ur og hestar, sem hlutu fyrstu verðlaun. Þykir mörgum hestavinum eftirsóknarvert að koma á slík mót að vorlagi þegar hrossin leiptra af fjöri og eru strokin og gljáandi í vorsælunni. Nú býr næstum því hver einasti Borgfirðingur í hús- um í stað torfbæjanna gömlu. Allir hita þau upp með hver- um eða laugum, sem eiga þess kost og kemur það nú í góðar þarfir, því kol kafa nú stórha'kkað í verði. Til dæm- VAVAVl YOU actually pay less for good light when you use EDISON MAZDA Lamps. They prevent costly waste of current and give you full value for the current consumed. BETTER LIGHT BETTER SIGHT DA LAMPS ■1 M B. PETURSSON HARDWARE CO. Cbctucal Ccm ttíictc’cA 706 SIMCOE STREET PHONE 86 755 Northertt Etectric Cotttpatiy LIMITED • * \rArÆjm^*TÆjm^*rÆimzz*rATA£Lm^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.