Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 15

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 15
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 15 is um verðhækkun er eitt tonn af koxi nú á 125 krón- um og hefir það hækkað á einu ári ineira en um .helm- ing. Þannig má telja eitt og annað, sein vegur á móti hagnaðinum og meira en það. Þó má segja afkomu sveita- bænda þolanlega enn sem koinið er og örbirgð þekkist ekki í þessu héraði svo heitið geti. Mannfagnaðir og skemti- ferðir tíðkast mikið, einkum meðal yngra fólksins, en aldr- að fólk, konur jafnt sem karl- ar taka líka þátt í þeim. Eru menn úr ýmsum sýslum lands- ins á ferð og flugi til þess að kynnast ókunnum landshlut- um. Þannig ferðaðist í sum- ar sjötíu manna leiðangur af Snæfellsnesi og Dalasýslu, um Borgarfjörð, Árnes- og Rang- árvallasöslu. En úr þeim sýslum ferðuðust aftur á móti bæði konur og karlar um norðurland í fyrra sumar. Á þennan hátt tengjast margir vina og bróðurböndum, sem áður voru ókunnir og margar minnilegar skemtistundir á fólkið eftir slíkar langferðir. Búnaðarfélög héraðanna búa þessum gestum veizlufagnað á þeim stöðum þar sem hús- mn er bezt háttað og skortir þá sjaldan ræðumenn með öðru góðu, þvi nú er öldin önnur í þeim efnum en áður var meðan það voru prestarnir næstum einu mennirnir, sem þorðu að halda ræður í heyr- anda hljóði. Stökur og gam- anyrði fljúga þá líka ótæpt manna á milli og sumir hafa orðið skáld eða að minsta kosti hagyrðingar við það að lifa í slíkum gleðskap, þótt sú list væri áður hjá þeim ó- notuð, eða jafnvel ófædd. Þess má þó geta að vín- drykkja á engan þátt í þeirri andlegu hreifingu, sem hér er lýst, enda ex nú sá hugsunar- háttur að ryða sér til rúms að hrýn nauðsyn sé að vinna bráðan hug á því þjóðarböli. Slark og drykkjuskapur var orðið hér óþolandi á skemti- samkomum. Það sáu menn að slíkt mátti ekki svo til ganga og var mönnuin tilkynt það er auglýst voru gleðimót, að þangað mætti enginn koma drukkinn, en þeir sem ryfi frið með drykkjulátum yrðu umsvifalaust látnir í poka og geyindir þar unz samkomunni lyki. Þetta ráð reyndist hið snjallasta. Við pokann og þá smán, sem því fylgir eða verða honum að hráð, eru all- ir hræddir. Nýlega hefi eg hlustað á al- þingismann Thor Thors flytja langt og snjalt erindi í út- varpið, þar sem hann lýsti ís- lendingum vestanhafs, menn- ingu þeirra og mannúð með hinni mestu aðdáun. Var ræða Thors bæði skemtileg og vel flutt. Hafa nú þjóðkunn- ir íslendingar einn eftir ann- an lokið lofsorði á íslenzku. menningu vestanhafs í út- varpserindum. Má þar til nefna prófessor Sigurð Nordal, Jónas Jónsson alþingismann, Thor Thors alþingismann og fleiri. Allir þessir menn hafa vakið bróðurástina sem á tímabili var orðin köld eða næstum helfrosin. Með þess- um prýðilegu útvarpserindum hafa íslendingar um land alt orðið fróðir um eitt og annað sem þeir kunnu áður á engin skil. Bróðurástin hefir glæðst og þekking aukist á mönnum og málefnum. Og allir eru þessir merku menn á einu máli um það að okkur beri skylda til þess að sinna ykk- ur og verkum ykar betur hér éftir en hingað til og hvetja til meira samlífs milli þessara ættsystra og bræðra. Margir munu þiðast skoðanir þeirra og slíkir fyrirlestrar hafa bæði víðtæk og góð áhrif. Það lét mér vel í eyrum þegar Thor Thors lýsti frábærri veizlu hjá Ásmundi P. Jóhannssyni og í því sambandi nefndi hann fleiri góðvini mina svo sem Árna Eggertsson frænda minn. En þó snart mig mest er hann lýsti heimsókninni á Betel og kveðjan, sem hann færði ís- landi frá aldraða fólkinu þar. Þegar hann sagði að það hefði sungið þetta yndislega og þjóðkunna erindi eftir Jón Skáld Thoroddsen “ó, fögur er vor fósturjörð” þá tók eg und- ir með því í anda, því í slíkan kór myndi rödd mín nú falla bezt. Fvrst eg er með allan hug- ann vestanhafs þessi augna- blik, verð eg að minnast hér sérstaklega eins merkilegs vin- ar míns þar. Það er Chris. Johnson grafreitsvörður í Diiluth. Það yrði of langt mál að telja hér alla rausn og þjóðræknismerki sem eg hefi reynt af honum, en aðeins nefna hér eitt dæmi. I sumar sendi hann til mín stóra sendingp eigulegra bóka ásamt 500 dala bankaávísun. Þessa merkilegu gjöf bað hann mig að færa búendum Norðurár. dals, sem er hans fæðingar- hreppur. Bækur sínar allar, sem eru á íslenzku máli, gefur hann sama hreppi að sér látn- um. Eg vona að Norðdæling- ar sem Chris Johnson sæmdi svona stórmannlegri vinargjöf hafi sent þessum virðulega höfðingja viðeigandi þakkar- kveðju. Það er þessi merki- lega Norðurárdalsgjöf, með mörgu fleiru, sem knýr mig alveg sérstaklega til þess að nafngreina þennan eina mann, en margir eru þeir Vestur-ís- lendingar, sem mér eru kunn- ir að rausn og veglæti og geymi eg nöfn þeirra i þökk og heiðri þótt ekki verði þaú skráð hér að þessu sinni. Nú fer eg aftur að svipast um í heimahögunum. Verða þá skólarnir fyrst fyrir. Á þeim ber hæst Hvanneyri með öllum húsum, túnum, engjum og mannvirkjum er ósambæri- leg við aðrar jarðir i þessu héraði. Þar munu vera um 70 mjólkandi kýr auk fjölda nautgripa í viðkomu. Þar er líka allur jarðargróði í sam- ræmi við það. En sauðkind er þar nú engin og er það af völdum mæðiveikinnar að svo er komið. Búnaðarskólinn átti 50 ára afmæli síðastliðið vor. Var þess minst með há- tíðahöldumj þar á staðnum og sóttu þangað nemendur skól- ans bæði ungir og gamlir. Stóð það mót í tvo daga með margbreyttum skemtiatriðum og einhuga mannfagnaði. Var þar margs að minnast frá eldri og yngri tímum. Þó inun minning Halldórs heitins Vil- hjálmssonar, sem þar var skólastjóri 30 ára skeið, hafa gnæft hæst. Á Hvanneyri eru nú 64 búfræðinemendur. Við lát Halldórs Vilhjálmssonar var þar skipaður skólastjóri Runólfur Sveinsson, Skaft- fellingur að kyni, ungur álits- maður. Kennarar eru þar Guðmundur Jónsson frá Torfa læk í Húnavatnssýslu og Haukur Jörundsson alþingis- manns Brynjólfssonar frá Skálholti. Saga Hvanneyrar er nú komin út, skrifuð af Guðmundi Jónssyni l^ennara og verður hún fyrrihluti af þriðja bindi Héraðssögu Borg- arfjarðar. Á siðustu árum hefir Reyk- holt tekið mestum stakka- skiftum allra bygðra bóla hér í Borgarfirði. Héraðsskólinn sem þar var reistur 1930 hef- ir nú verið stækkaður að mun og rúmar hann nú yfir eitt hundrað nemendur, auk stórra íbúða, sem’ skólastjóri og einn kennari hafa þar. Þrjú önnur ibúðarhús eru þar líka á staðnum ásamt hlöðum og gripahúsum. Þar standa líka fimm gróðurhús hlið við hlið með glerþökum, 6 metra breið og-26 metra löng. Öll þessi bygging hefir risið upp á síð- ustu árum. Reykholt hafði dregist mjög aftur úr bænda- býlum þeim, sem stóðu þar (Framh. á næstu blaðsíðu) r Hátíðarkveðjur til vorra islenzku viðskiftavina Vér verzlum með allar tegundir kjöts í heildsölu og smásölu. CITY MEAT & SAUSAGE COMPANY 611-613 MAIN STREET Simar 93 064 — 93 065 I J Jólakveðjur til íslenzkra bænda í Veátur Canada frá BÆNDAFÉLAGINU United Grain Growers Ltd. WINNIPEG CALGARY SASKATOON EDMONTON i Islenzkir byggingameistarar velja Ten/Test í allar sínar byggingar Þessi Insulating Roard skara fram úr að gæðum . . . Seld og notuð allan heim--- um Fyrir nýjar byggingar, svo og til að- gerða eða endurnýjunar fullnægir TEN/ TEST svo mörgum kröfum, að til stórra hagsmuna verður. Notagildi þess og verð er ávalt eins og vera ber. Og vegna þess að það kemur í stað annara efna, er ávalt um aukasparnað að ræða. TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating board. Það veitir vörn fyrir ofhita eða kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem viðrar. Þess auð- meðförnu plötur tryggja skjótan árang- ur og lækka innsetningarverð. , HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJA R i sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjölmennisíbúðum, útvarps- stöðvum, samkomusölum og hóteluin, tryggir TEN/TFIST lifstíðarþægindi, útilokun hávaða, og fylgir yfirleitt fyr- irmælum ströngustu byggingarlistar. Útbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viðurkenda viðskiftamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri, persónulegri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN/ TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum. LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUN Insulating Wall Board INTERNATIONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA WESTERN DISTRIBUTORS: ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD. • Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.