Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 16

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 16
16 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 Rödd að heiman (Framh. frá bls. 15) fjær og nær, og 1930 voru þar öll bæjarhús úr torfi eins og verið hafði um aldaraðir en þeirra sjást nú engin merki lengur. Skólanum hefir stjórn- að um áraskeið, eða ySÍðan hann var reistur, Kristinn Stefánsson, skagfirzkur að kyni, stórmentaður og vel kyntur maður, en hann varð nú að láta af skólastjórn, með- fram vegna heilsubrests. Nú er kominn þar í hans stað Jóhann Frímann, Húnvetning- ur að uppruna. Hefir hann verið skólastjóri við iðnskól- ann á Akureyri. Þessu næst skal hér minst þeirra, sem látist hafa hér í grendinni frá því eg skrifaði mitt síðasta bréf í Lögberg. Bræður tveir og nafnar, Sig- urður bóndi á Landbroti í Kolbeinsstaðahreppi og Sig- urður bóndi á Krossi í Lund- arreykjadal létust í vor með fárra daga millibili. Þeir voru synir Jóns Sigurðssonar frá Háafelli, sem bjó á Rauðsgili í Hálsasveit. Þessir bræður kusu sér legstað í Reykholti þar sem þeir áttu kirkjusókn í æsku. Þangað fylgdu sókn- arprestar þeirra og sveitungar þeim til grafar. Þeir voru jarðaðir með sex daga milli- bili. Helga systir þeirra bræðra lézt í Múlakoti í Lund- arreykjadal siðastliðinn vet- ur. Magnús Einarsson bóndi á Englandi í Lundarreykjadal lézt í vor, áttræður að aldri. Hann var sonur Einars Árna- sonar frá Kalmanstungu. Ein- ar fór til Ameríku og flest hans börn og munu sum þeirra enn á lífi þar vestra. Ásthildur Vigfúsdóttir frá Gullberastöðum kona Böðvars Jónssonar bónda i Brennu lézt á Vifilsstaðahælinu í sumar á 39. aldursári. Hún lét eftir sig þrjú börn á unga aldri. Jarðarför hennar fór fram frá Gullberastöðum að viðstöddu (fjölmenrti.. Voru þær mæðgur Ásthildur og Sig- ríður Narfadóttir kona Vig- fúsar jarðaðar að Lundi með tíu mánaða millihili. Er það hæsta fágætt þegar engar far- sóttir gengu, að í Lundar- reykjadal hafa á þessu tima- bili látist sex manns, af því eina hundraði manna sem þar á nú heimili. I Skorradal, Hálsasveit og Hvítársíðu er mér ekki kunnugt að látist hafi nokkur maður á þessu tímabili. Og í Andakílshreppi aðeins ein kona Anna Hjálms- dóttir í Þingnesi nær áttræðis- aldri. Hún ól allan sinn ald- ur í Þingnesi ógift og barn- laus. Á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal lézt í sumar Gísli Sigmundsson frá Brúsholti, ógiftur maður á bezta aldri. Hann var sonur Sigmundar Þorsteinssonar sem lengi bjó á Gróf en er nú nýskeð látinn. Gísli var mesti atorkumaður og prýðilega vel látinn. í Deildartungu lézt nú i haust Sveinn sonur þeirra hjóna Jóns Hannessonar og Sigurbjargar Björnsdóttur. Hann veiktist á heimleið úr Rauðsgilsrétt af hastarlegri botnlangabólgu og lézt eftir þrjá daga. Sveinn var mjög vel gefinn og var að vonum að honum mesti sjónarsviftir. Var útför hans fjölmenn og virðuleg einn þann fegursta sólskinsdag þessa hausts. Þegar eg renni huganum vestur yfir Mýrasýslu, þá minnist eg fyrst Guðmundar Daníelssonar bónda í Svigna- skarði, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu síðastliðið vor. Hann bjó um fjörutíu ár miklu rausnarbúi og stóð þar í þjóðbraut með örlæti og al- úð. Hðnn var jarðaður þar í heimagrafreit að viðstöddu meira fjölmenni en áður hef- ir sézt í sveitum þessa héraðs við slík tækifæri. ^Kona Guð- mundar var Guðbjörg Sæ- mundardöttir frá Stafholts- veggjum, lifir hún mann sinn og býr með fósturbörnum þeirra hjóna. Jón bóndi ólafsson á Kaðal- stöðum lézt síðari hluta sum- ars. Hann bjp á Kaðalstöðum allan sinn búsjjap við stór efni. Hann var smiður góður og bar heimili hans Ijósastan vott um hagleik hans og getu. Kona hans var Ingibjörg Þor- steinsdóttir frá Húsafelli. Er hún látin fyrir nokkrum ár- um. Nokkur fleiri mannalát hafa orðið í Mýrasýslu og má þar tilnefna Sigurð Pétursson á Veiðilæk, Jóhannes Jónsson í Klettstíu og Guðjón Sigurðs- son bónda frá Straumfirði, en sem fluttur var i Borgarnes. Jóhannes í Klettstíu var elzt- ur Norðdælinga, kominn hátt á níræðisaldur. Lifði hann lengst sinna mörgu bræðra, sem kendir voru við Einifell. Það slys vildi til hér i sumar að Árni Árnason banka- bókari úr Reykjavík druknaði í Hvítá gegnt Hraunsósi í Hálsasveit. Var hann ásamt konu sinni í skemtiferð um Borgarfjörð, meðal annars til hellanna í Hallmundarhrauni. í bakaleið ætlaði hann frá Fljótstungu eins og leið lá að barnafossbrú á Hvítá, en á þeirri leið er nokkuð óljós vegur með pörtum. Viltust þau hjón af réttri leið og komu að Hvítá neðan við Gunnlaugshöfða þar sem áin kastast fram á stórgrýti og flúðum. Hefir Árni að lík- indum ekki kunnað taumhald á reiðhesti sínum, því þar lagði hann til sunds í ána og kastaðist maðurinn óðara í straumiðuna en hesturinn synti yfir ána, sem talin er þó hverri skepnu ófær á þeim slóðum. Barnafossbrú var litlum, spöl neðar, en þar sem þetta fáheyrða slys skeði. Reiðhestur Árna var frá Hraunsási, kom hann þar heim að túni og bar með sér að ekki væri alt með feldu. Við nánari athugun kom i Ijós hvað að var orðið og var konunni, sem á bakkanum leið og sá þetta sorglega slys, hjálpað heim að Hrausási. Árni var maður’á bezta aldri stór og gjörfilegur og vel gef- inn. Lík hans rak gegnt Stórási nokkrum vikum síð- ar. Jarðsunginn var hann í Reyjavík. Nú er kominn 1. nóv., sum- arblíðan helst hér enn, þótt kominn sé vetur eftir tíma- tali. f gærkvöldi vorum við að hlusta á útvarp frá Vestur- heimi þegar íslenzku sýning- ardeildinni var lokað þar. Mörg orð heyrðust eins skýrt og þau hefðu komið frá næstu stöðvum en nokkrar truflanir voru þó við og við. En dá- samleg eru þau kraftaverk rafmagnsins, sem yfirstigur slíkar fjarlægðir. Tvenn borgfirzk hjón eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli nú í haust. Jón Eyjólfsson frá Hurðarbaki og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir frá Litla-Kroppi, voru búin að vera fimtíu ár í hjónabandi 25. október s.I. Þau bjuggu á Litla-Kroppi, Hömrum og Kópareykjum, en eru nú í Langholti hjá dóttur sinni og tengdasyni. Vinir þeirra og sveitungar heimsóttu þau þann dag og færðu þeim álit- lega fjárhæð í peningum. Sím- skeyti bárust þeim hjónum úr ýmsum áttum þar á meðal frá Dýraverndunarfélagi fslands. Jón hefir um tugi ára sýsl- að við bólusetningar á sauðfé, hestageldingar og lækningar á gripum, sem verða fyrir á- verkum. Leitarforingi hefir hann verið á Arnarvatnsheiði marga tugi ára og heldur hann enn þeim starfa. Var það fyrir hans forgöngu að hest- hús voru bygð þar á heiðinni, svo nú geta reiðhestar leitar- manna staðið þar við hús og hey í stað þess sem áður varð að hýma úti hverju sem viðr- aði. Á morgun eiga þau Jón Erlingsson frá Kirkjubóli í Hvítársíðu og Þórunn Hannes- dóttir frá Kalmanstungu fimtíu ára hjúskaparafmæli. Þau giftust 2. nóv. 1889. Bjuggu þau allan sinn bú- skap á Kollslæk f Hálsasveit og eru þar nú hjá dóttur og tengdasyni. Þessi hjón hvoru- tveggja eru heilsuhraust og ern í bezta lagi. Hér læt eg þá staðar numið að viðbættum beztu óskum og bróðurkveðjum til ykkar allra sem þessar línur lesið. Ykkar með vinsemd, Kr. Þ. E«^«^«^»iwiHra«*»«^«^«^«ij*«^«»ra«^«»I»«»»««» ■jW***^^"** «&**»«* ! Vér sendum öllum islenzku vinum vorum innilegustu JOLA og NÝÁRSÓSKIR Vér þökkum yður viðskiftin á liðinni tíð WINNIPEG MANITOBA framleiða SEVEN-UP og MISSION ORANGE i í i i \ BLACKWOODS BEVERAGES LTD. j The Only Way - To Seledt a Business College Is By The Standard of Its Inátruction THE “MANITOBA” RESPECTFÖLLY OFFERS YOU DEFINlfE PROOF OF ITS HIGH STANDARD In the 1935 Canadian Civil Service examination for stenographers, 34% of Winnipeg candidates qualified for appointment whilst 87 % “MANITOBA” candidates qualified. In the 1936 Canadian Civil Service examination for census clerks of the Winnipeg candidates who wrote only 8% qualified, whilst 30% “MANITOBA” candidates qualified and a “MANITOBA” student (W. Sincola) ranked FIRST in the list of 354. In the 1937 Canadian Civil Service examination for stenographers, 40% of Winnipeg candidates qualified for appointment whilst 93% “MANITOBA” candidates qualified, and two “MANITOBA” students took FIRST and SECOND places in Winnipeg in a list of 440. In the 1938 Canadian Civil Service examinations for regular clerks 27% of Winnipeg candidates qualified for appointment, whilst 60% “MANI- TOBA” candidates qualified, and “MANITOBA” students took TWO FIRST PLACES (Senior Grade and Junior Grade) in Winnipeg in the list of 350. FOUR YEARS IN SUCCESSION is no accident. It is DEFINITE proof recognized by employers. Day amd Eveniny Classes Eveninps: Mondays amd Thursdays 7.30 to 10 p.m. flniTOBfl comm€RcmL COLL€G£ Premises giving the most spacious accotnm odatíon per student in Western Canada. Originntors of Grnde XI Admission Standard 344 PORTAGE AVE. R“ Phone 2 63 65

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.