Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 22

Lögberg - 21.12.1939, Blaðsíða 22
22 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1939 Skýrsla ritara Islendingsdagsins flutt á á-rsfundi íslendingadaysins 4. des. I. f tilefni af fimtíu ára af- mæli íslendingadagsins, finst mér eg ekki komast hjá að minnast nokkurra atriða, er snerta íslendingadagshald vort hér vestanhafs. Engum efa er það bundið í mínum huga, að “íslendinga- dagurinn’’ okkar á ómælanleg- an þátt í því, að styrkja þær taugar og fegra þau bönd, sem binda oss við “land og fólk og feðra tungu.” Og margt hefir verið flutt i bundnu og ó- bundnu máli á þessum liðnu 50 árum íslendingadagsins okkar, sem hefir fallið í frjóv- an jarðveg og sáð út frá sér og borið margan góðan ávöxt, og sem halda mun áfram að skjóta öngum og bera ávöxt, einhversstaðar, löngu eftir að við erum fallin frá, og löngu eftir að hætt verður að mæla hér íslenzkt mál. Því hver ný kynslóð af ísl. uppruna mun lengi gera tilraun til að halda uppi þvi andans starfi, sem ættfeður þeirra hafa lagt grundvöllinn að, og hlynt að, og borið fyrir brjósti frá land- námstíð, íslenzku máli og málefnum til viðhalds og efl- íngar. Þessi íslenzku hátíðahöld okkar eiga því miklu víðtæk- ari og dýpri rætur, en við ger- um okkur alment grein fyrir Jólahugleiðing 1939 Ennþá leiftrar yfir tíma og rúmi Ástar geislinn Jerúsalem frá. Ennþá lyftist upp úr nætur húmi Árdags sól og kyssir vora bfá. Nálgast enn það ljós, sem lýsir skærast, I lengstri vetrardvöl; þá fjarst er sól Og friðarstjarnan tindrar allra tæi’ast: Tíma og rúmi boðar heilög jól. Þú átt heimur, harma við að striða. —Hjartalausa, og trylta níðings sál.— Fólsku magnað æði, allra tíða Espast nú, og fengið hefir mál. Fyllast löndin heift og heljar öflum, Hræðast þjóðir jafnvel skuggann sinn, Og gamli sjór er settur “sprengju djöflum,” Sömdum fyrir glæpavefinn þinn. Þegar allar undirheima lindir Ælða fram í miljónanna þrótt, Þjóða morð og rún og svika syndir Safnast að um veður grimma nótt. Þegar Hitler öskrar æðisgenginn, ógurlega bítur skjaldarrönd; Þegar Stalin, illur, ofsafenginn Yfirstígur smá og saklaus lönd. Þó að jafnvel blóði himins blæði Og bleikar slæður leggist yfir jörð, Þó hervalds gammur yfir löndin æði Og eftir standi veik og lemstruð hjörð, Þó örvæntingin yfirskyggi jólin Hjá örmagna og niðurbeygðum lýð, Þá skiljum við að sigri heldur sólin Og sannleikurinn yfirvinnur stríð. Ennþá leiftrar yfir tíma og rúmi Ástargeislinn Jerúsalem frá. Ennþá lyftist upp úr næturhúmi Árdagssól og kyssir vora brá. Nálgast enn það ljós, sem lýsir skærast í lengstri vetrardvöl; þá fjarst er sól Og friðarstjarnan tindrar allra tærast, Tíma og rúmi boðar Heilög Jól. G. O. Einarsson. Hátíðakveðjur önnur jól fara ná í hönd. Hjörtu manna fyltust fögnuði og góðvild, er að þvi líOur, að hátiðin verði hringd inn. City Jlydro treystir því, að þessi jól verði yður á- nægjuleg og nýárið gæfurikt. CITY HYDRO l>Atí ER YtíAR EIGN —- NOTItí l>Atí I og heklur en okkur ef til vill dreymir um, og megum við óskift fagna yfir því að svo er. Það er ekki einungis, að landar hér komi saman á Is- lendingadaginn til að skemta sér, og minnast ættjarðarinn- ar og vina á gamla landinil, treysta gömul vinabönd og vekja önnur ný, heldur hafa áhrif íslendingadagsins borist um víða vegu, sem og inn í hinn enskumælandi heim um^ hverfis oss, og sáð þar mörg- um dýrmætum frækornum, sem þar hafa einnig skotið öngum og borið ávöxt. Og eftir þeirri vakning, sem orðin er heima g ættjörðinni, til sainvinnu og vinfengis við Vestur-fslendinga, efast eg ekki um, að íslendingadags hátíðahöldin hafa átt mikinn þátt í því að svo vel er nú stefnt mörgum góðum hugum að heinxan, til vor vestur hér, því heimaþjóðin hefir altaf fylgst ineð þjóðræknisstarfi landa sinna og þykir áreiðan- lega mikils um vert, hvað fs- lendingar vestanhafs bera hlýjan hug til lands og þjóð- ar úr fjarlægðinni, er þeir sýndu í gegnum alt landnám- ið, bæði á andlegu og verk- legu sviði, þó þeir hafi verið nokkuð seinir til að viður- kenna það opinberlega og rétta okkur hönd yfir hafið til samvinnu og styrktar, og sjálfum þeim ekki síður en okkur til heilla og hamingju. II. Það vantar enn talsvert á að fslendnigadags hátíðahöld- in okkar séu svo vel úr garði gerð, sem þau eiga að vera, til þess að fólkið geti notið sín vel og skemtana þeirra. sem þar fara fram. Og það verður ekki fyr en við ákveð- um að hafa íslendingadaginn á sama stað til fleiri ára. Þá fyrst er hægt að fara að vinna að því að gera staðinn aðlað- andi og þægilegan svo ekki þurfi altaf að vera með önd- ina í hálsinum yfir því, að rigningar og slagveður spilli fyrir hátíðahaldinu. Og tel eg það æskilegt að einhver hreyfði því á þessum fundi, að íslendingadagurinn verði haldinn næstu fimm ár- in að Gimli, því alt bendir til að íslendingadagurinn sé þar bezt settur í framtíðinni, sann- ar það hin ágæta aðsókn hin síðustu árin, og mun verða stórum, betri þegar upp á meiri og betri þægindi verður ha'gt að bjóða. III. Eg hefi séð í fundargerðum í s 1 e ndingadagsnefndarinnar, fyrir nokkrum árum síðan, að orð er haft á því, að íslend- ingadags hátíðahöldin okkar séu orðin geysilega umfangs- mikil og útheimti bæði mikla vinnu Óg mikla peninga. Hafi svo verið fyrir árum síðan, þá er það ekki síður nú, því hátíðahaldið gerist viðtækara og umfangsmeira ár frá ári, og mikið lagt í kostnað ár- lega til þess að reyna að gera hátiðina sem bezt aðlaðandi og tilbreytinga mikla að unt er. öllu þessu fylgir mikill kostnaður, sem skýrslurnar bera með sér. En oft hefir verið og er enn, erfitt að sannfæra fólk um að þessu íslendingadags hátíðahaldi okkar þurfi að fylgja eins mikill kostnaður, sem skýrsl- urnar benda til, og sé þar um að kenna slæmri tilhögun og ráðsmensku nefndarinnar. Eg ætla engan dóm á það að Ieggja. En á það má benda, að í þessi fimtíu ár, sem fs- lendingadagurinn hefir verið haldinn, hafa um þrjúhundr- uð manns átt sæti í nefnd- inni, og sumir af þeim áhrifa- mestu og bezt metnu leiðtog- um okkar, prestar, lögfræð- ingar og kaupsýslumenn. En engum þessara manna hefir tekist að gera löndum sínum til hæfis með fyrirkomulag og reksturskostnað fslendinga- dagsins. Eg býst því ekki við að nefndin fái miklar þakkir fyrir tilhögun sína og gerðir og fjáreyðslu í sambandi við fimtíu ára hátíðina. En um Innilegar hátíðarkveðjur Vér óskum ölluin vorum mörgu, íslenzku viðskiftavinum GLEÐILEGRA JóLA og FARSÆLS NYÁRS Fy.rsta flokks vörur Fyrsta flokks afgreiðsla á ís og Eldsneyti Arctic Ice Comparry Ltd. 156 BELL AVE., WINNIPEG, MAN. Sími 42 321 EIGN BÆNDA 0G STJÓRNAÐ AF BÆNDUM Hveitisamlögin þrjú, er ráða ylir tæpum ljórða hluta kornhlöðurúms, veita viðtöku meira en þriðjungi alls korns í Vestur-Canada. Árið 1929 greiddu samlögin þrjú bændum $22,217,302 umfram það sem kornið að lokum seldist fyrir. Stjórnir Sléttufylkjanna þriggja ábyrgðust þessa fjárhæð hjá þeim bönkum, sem lánað höfðu og gáfu út tuttugu ára veðbréf til þess að samlögin gæti mætt greiðslu. Manitobastjórnin afskrif- aði fríviljuglega $1,342,000 þar sem yfirborgun í fylkinu nam hærri upp- hæð en samlagðar eignir Manitoba samlagsins. Traust það, sem stjórnir fylkjanna báru til ineðlima samlagsins og sam- starfsstofnananna í heild, hefir réttlætt sig og meira en það. Samlögin þrjú hafa mætt öllum greiðslum af höfuðstól ásamt vöxtum í réttan gjald- daga. Á hinum rýru uppskeruárum, færðu samlögin þrátt fyrir alt út kvíarnar, að því er viðtöku korns áhrærði, og á árinu 1938, sem varð gott uppskeru- ár, færðust samlögin mjög í aukana. Samvinnufélögum framleiðenda, er jafnt og þétt að vaxa fiskur um hrygg í Canada eins og með öðrum lýðræðisþjóðum, og fólkið frá skandinavisku löndunum telst ineð eindregnustu stuðningsmönnum hinnar canadisku samvinnustefnu. CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODUCERS, LIMITED WINNIPEG, CANADA Manitoba Pool Elevators, Ltd. Saskatchewan Wheat Pool Alberta Wheat Pool, Ltd. Winnipeg, Man. Regina, Sask. Calgary, Alta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.