Lögberg - 28.12.1939, Side 1

Lögberg - 28.12.1939, Side 1
52. ÁRGANGUR LÖGRERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1939 NÚMER 51 Geátur í Skálavík Rússar hafa varið 160 þús. krónum til símskeyta til Islands síðan í ársbyrjun 1938 Hcr um bil helmingur nflm símskeyta frá útlöndum kemur frá Rússlandi Hvað vilja Rússar fá fyrir f>etta fé og hverju hafa kommúhista.r lofað þeim * Margir hafa hingað til hald- ið það vera ýkt, sem Alþýðu- blaðið hefir oft sagt um sam- band kommúnista hér á landi við Rússland. Og sjálfir hafa kommúnistar æfinlega þrætt fyrir það, að þeir væru á nokkurn hátt háðir því. Alþýðuhlaðið getur nú í dag gefið upplýsingar, sem taka af öll tvimæli nm þetta og munu áreiðanlega vekja furðu manna um land alt. Þessar upplýsingar, sem Al. þýðublaðið hefir komist yfir, sýna, að síðan í ársbyrjun 1938 hefir hér um bil helm- ingur allra þeirra simskevta, sfm hingað hafa koinið frá útlöndum, verið frá Rússlandi, til Þjóðviljans og Kommnú- istaflokksins (síðar Samein- ingarflokks alþýðu, sósíalista- flokksins). Og samtals hafa Rússar á þessum tæpu tveim- ur árum varið til þessara skeytasendinga um 75,000 gulifrönkum eða um 160,000 íslenzkra króna! Árið 1938 komu hingað sím- skeyti frá útlöndum upp á samtals 242,929 orð, og nam skeytakostnaðurinn 58,158 fullfrönkum eða 123,812 ís- lenzkum krónum. Þar af voru 117,936 orð frá Rússfandi einu, og kostnaður- inn af sendingu þeirra 44,668 gullfrankar eða 95,092 islenzk- ar krónur! Þrjá fyrstu ársfjórðunga yfirstandandi árs, hafa kom- ið hingað síinskeyti frá út- löndum upp á samtals 181,635 orð fyrir 40,82; fullfranka eða 86,910 íslenzkar krónur! Þar af frá Rússlandi 78,302 orð i'yrir samtals 29,657 gull- franka, eða 63,136 íslenzkar krónur! Meginið af þessum ótrúlegu skeytasendingum frá Rúss- landi hefir verið til Þjóðvilj- ans, en nokkuð til Kommún- istaflokksins sjálfs, eða til þeirra manna innan hans, sem halda uppi sambandinu við Rússland, en i seinni tið, eða síðan í fyrrahaust, þegar “sameiningin” við Héðinn fór fram og flokkurinn lýsti því yfir, að hann væri genginn úr alþjóðasambandi kommúnista, hefir þvi sambandi verið hald- ið uppi af einstökum mönn- um á bak við flokkinn og stjórn hans. (Framh. á hls. 8) .,ill!llllllllllllll!!llllllllllllllllllllllllllllllll!llllll!llllllllllllilllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllii,. Frá Islandi ',MiiiHiiiii!iuwiWiiiii;iuuiiiii!:ii:tiii!iu!:iiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiiii!iiit!iiiniiiiHiuuiuuiiiit<,‘ í nýútkomnum hagtíðindum er hirt sundurliðuð áætlun húsameistara ríkisins um bygingarkostnað í Reykjavík árið 1939. Er miðað við meðal verðlag í sumar og á- ætlunin bundin við stein- steypuhús, 8.5x7.2 metrar að stærð, ein h;vð, porthygt. krossreist með geymslukjall. ara, loft og gólf úr timbri, húsið strigalagt innan og málað, en án pípulagninga. Til samanburðar er settur kostnaður við hyggingu sams- konar húss árið 1914. Alls hefði bygingarkostnaðurinn orðið 7,288 krónur árið 1914, en 22,854 krónur í ár. Þessi hækkun stafar af því, að vinnukaup hefir nálega finim- faldast,, en efni cr tvöfalt til þrefalt dýrara nú en þá. Nú nemur kau])greiðslan 46% at hygingarkostnaðinum, en áður 30%. Fyrir trésiníði við bygg- ingu sliks húss var árið 1914 greiddar 866 krónur, nú 4,349, fyrir múrsmíði 319 krónur, nú 1,611, fvrir málaravinnu 191, nú 1,029, fyrir erfiðisvinnu 735, nú 3,278. Timbur í slikt hús kostaði 1914, 2,209 krón- ur, nú 5,511, sement 775, nú 1,568, járn 217, nú 546, sand- ur og möl 395, nú 1,727. Auk þessa koma til greina allmarg- ir smærri kostnaðarliðir, sem alir hafa hækkað talsvert. * Samkvæmt upplýsingum? sem Tíminn hefir aflað sér, hefir snjókoman um helgina ekki orðið til teljandi hindr- unar bifreiðasamgöngum, hvorki hér sunnanlands né i Eyjafirði. — Nokkur truflun varð á bifreiðaferðum héðan úr hænum á laugardaginn, aðallega vegna veðurs, og var þá eigi framfylgt áætlunum um bifreiðaferðir yfir Hellis- heiði, suður með sjó og upp í Kjós. En er hríðinni létti af, féll þetta í eðlilegt horf. Á stöku stað hefir þó þurft að moka snjósköflum af veg- unum. Mestur virðist snjór- inn vera i grend við Reykja- vík, og einnig er mikill snjór, þegar kemur austur í Mýrdal. Áætlunarbifreið, sem fór aust- ur í Vik í Mýrdal á föstudag- inn, varð þar veðurtept á sunnudag. Á mánudaginn var lagt af stað, en varð henni eigi komið lengra en að Litla- Hvammi í Mýrdal þann dag. Er þungfært mjög út yfir Jök- ulsá. Yfir Holtavörðuheiði er enn fært og verða bifreiða- ferðir að Blönduósi framvegis eins og verið hefir. Mjólkur- flutningar til Reykjavíkur trufluðust ekki, svo að neitt sakaði, og voru algerlega ó- hindraðir eftir helgina. Samkvæmt símfregn frá Ak- ureyri, hafa mjólkurflutning- ar og áætlunarferðir ekki truflast þar nyrðra, og er enn fært úr Svarfaðardal til Ak- ureyrar, en á þeirri leið verð- ur fönn tíðast fyrst til hindr- unar. Snjór er fremur litill nyrðra enn sem komið er, jafnfallinn og hefir lítið dregið i skafla. * ólafur Ivvaran ritsímastjóri hefir tjáð Tímanum að nokkr- ar hilanir hafi orðið á síma- linum nú um helgina af völd- um veðurfars. Var hin stór- vægilegasta á Kjalarnesi, i grend við Skrauthóla. Brotn- uðu þar tólf símastaurar og linur slitnuðu á laugardaginn, síðari hluta dags. Rofnaði þar með símasambandið, svo að eigi var hægt að tala á milli Norðurlands og Suðurlands. Síðara _ hluta sunnudags var búið að tengja saman síma- vírana, svo að talfært var, en áframhaldandi viðgerð fór fram i ga»r. Orsök þessara skemda var ísing, er hlóðst á símavirana. Aðrar skeindir, sem urðu á simalinum, voru j smávægilegar. + Jóhann Kristjánsson bóndi á Þóroddsstöðum við Reykja-' vík, lógaði óvenjulega vænu lambi nú fyrir nokkru. Var það hrútlamb og vóg skrokk- urinn af því 31.5 kg„ en mör- inn 6.5 kg. Gæran var 5 kg. að þvngd. Muo hað algerlega einsdæmi hér sunnan lands, að lömb nái slíkum vænleika, og sennilega ' er torfundið dæmi um jafn vænt lamb, hvar sem leitað væri á land- inu. f hitteðfyrra lógaði Jó- hann gimbrarlambi, er hafði 26.5 kg. þungan skrokk og 4.5 kgr. mörs, undan hinni sömu á og þessi væni lamb- hrútur var. + Dágott skíðafæri er nú kom- ið og hefir þó snjóinn dregið helzt til inikið saman i skafla. svo að berangur er á milli fannanna. Ekki hafa skíða- félög bæjarins enn efnt til almennra skiðaferða, en fjöldi fólks hefir þó notfært sér snjóinn innan bæjar og hér í grendinni. —Tíminn 28. nóv. + Að fyrirlagi Hermanns Jón- assonar forsætisráðhera fóru Pálmi Einarsson ráðunautur og Gústaf E. Pálson verkfræð- ingur nýlega austur i Álftaver til þess, ásamt Jóni Þorsteins- syni í Norður-Vík, að athuga möguléika til öryggisráðstaf- ana fyrir ibúa Álftavers, ef til Kötlugoss kemur. Áttu þeir í þeirri för fund að Herjólfs- stöðum ineð flestum bændum bygðarlagsins. f Álftaveri búa nú rösklega 100 manns og hef- ir mannfjoldi haldist þar lítt breyttur hin síðlistu ár. Alls eru í sveitinni 10 jarðir, og eru þar af 2 eyðibýli, en tvi- (Síðasti róðurinn) Hafði varpað vetrarklæðum vinsæl Harpa. í nýrri mynd sá hún garp i sjómannsklæðum sigla snarpan hliðar-vind. Hvert ’ann stefnir? Veginn vísa vindar gefnir. Hvað um það, Hver vill nefna hátt og lýsa höfn, á efnislausum stað? órótt hjarta og Unnardætur elda margt við gleðileik. Hljóðar skarta heitar nætur. Hafið bjarta tendrar kveik. Oftast fór hann einn á báti út, með beitu, krók og vað. Engra var hann eftirmáti,— átti í sátri næturstað. Einrænn þótti ýmsum Gestur. Einn á þóftu, stýri við, hann hað og sótti í bænalestur bæði þrótt og sálarfrið. Höfðinglegur, hár í sessi, hafði eigin veðurspá. Guð trevsti og Unnar-essi, —aldrei vék þeim háttum frá. Margir enn þeim mætti trúa, —nijög þó fenni’ i spor þau nú. Þá var menning malarhúa: minni kenning, stærri trú. Vindur hlæs af ýmsum áttum, öldur mylur tjörguð súð. Ferjan litla full af dráttum. Fengsælt er á blárri Úð. Færið hankað, húin beita, blandan þrotin, lúin hönd. Bárur upp að borði leita.— Breytileg er Skálaströnd. býli á 4 jörðum. 5 jarðanna eru einkaeign, 5 ríkiseign. Samkvæmt fasteignamati, er heildarverð jarða og húsa í Álftaveri alls 69,600 krónur. Þegar Kötluhlaup koma, fell- ur vatnsflóðið til sjávar beggja vegna bygðarinnar. En hólar að norðan hlifa sveitinni, svo að flóðið klofnar í tvent. Standa flestir bæjanna á hól- um, og felur vatnsflaumurinn milli þeirra og er venjulega mestur fyrstu sólarhringana, einn eða tvo. Fyr á öldum hefir fólk farist í Kötluhlaup- um og bygð eyðst. f síðasta hlaupi, 1918, voru menn, sem staddir voru á Mýrdalssandi, hætt komnir, þótt þeir björg- uðust undan. Að sjálfsögðu er mjög erfitt að gera veru- legar ráðstafanir til þess að forða slysum af völdum Kötlu- hlaups, svo að haldi komi. Þó hefir nefnd þessi lagt til að þessar ráðstafanir yrðu gerð- ar: Lagður simi á alla bæi í hreppnum, og séu simalin. urnar lokaður hringur, þannig að hægt sé að ná sambandi við alla bæina, þótt síminn slitni á einum stað. Gerður flugvöllur á Mýrnahöfða, sem er einn tryggasti staðurinn i Stjórafærið upp er undið, árin skorðuð lnindin kló. “Eg er vanur að sigla inn sundið.” Sa>ll í kampinn Gestur hló. Bátur litill, bezta fleyta, báru hverja að toppi kleyf. Vinnustælta höndin heita hafði vald á stýrissveif. Háisuð bára hneig af saxi Hrannar tár í augum sveið. Yfist hár i öldu faxi. — Unnar-márinn flaug af leið. Gesti þótti Vinur velta. Völinn fastar þrýsti greip. Nokkuð mikil sjávar selta sýður og freyðir yfir keip. Illa lætur strauma stóðið. Stormur tætir skektuflik. Hvað þá? — Grætur fagra fljóðið? —Fyrnum sæta undur slík.— Sofna vorsins vindar svalir, vermir sólin hverja flík. Bundinn Gest við bitafjalir börnin fundu, í Skálavík. Flækst ’ann hafði i fa'ri sínu, fyrii hragðið kominn var. Áður dró hann á þá línu afla sinn úr grunnamar. Brotinn kjölur, klofnar súðir: —Kvakar fugl og lvftir væng: Hálar eru flæðiflúðir.— Furðu rótt í þarasæng. Nú er Gestur fiskafælir; framar sézt á róðrum töf. Ugla sezt á sand og vælir. Signir prestur moldargröf. "sveitinni, gegn hlaupunuin. Er þessi tillaga miðuð við það, að hægt sé að flytja brott sjúka og særða, ef á þarf að halda, og matvæli að. í stað skýla, sem talað hefir verið um að reisa, sé bændum að Herjólfs- stöðum og Hraungerði veitt fé til endurbygginga á jörðum sínum, enda séu húsin þannig gerð að hægt sé að veita mót- töku fólki af nærliggjandi bæjum. öll ný bæjarhús séi. reist á hinum öruggustu stöð um, sem völ er á. Á hverju i hæ sé til lúður, svo að hægt sé að gera aðvart, ef flóð fer að, þvi fólki, er kann að vera statt á engjum eða annarstað- ar úti við. Timinn 25. nóv. HARÐIR i HORN AÐ TAKA Vörn Finna gegn árásar- sveitunum rússnesku, er þegar orðin fræg um allan heim; hefir þessi kjarkmikla, fá- menna þjóð, unnið einn sig- urinn öðrum meiri, og rekið Rússa á nokkrum stöðum til haka inn yfir landamærin; mannfall af hálfu Rússa er orðið geysilegt. Helgi Björnsson. —Lesbók.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.