Lögberg - 28.12.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.12.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1939 Bjöm Thordarson 1856 — 1938 Þessi mikilsvirti frumherji var nágranni foreldra minna á uppeldisárum mínum. Eg lék mér með börnum hans og kom oft á heimili hans, og þó enginn væri ættarskyldleiki, urðu þó bönd tilfinninga mannlífsins talsvert vafin saman á milli Björns heitins og mín, og hélzt sá vinskapur alt til enda lífs vinar míns, og þess vegna langar mig til að minnast fáeinna atriða í lífi þessa látna mæta öldungs. Björn sálugi var sem mað- ur, kallaður á ensku “rugged individualist.” Hann hafði sínar skoðanir hvað sem öðru leið. Hann fylgdi ekki meiri hlutanum bara til að vera með fjöldanum. Hann virti mikið frjálsræði, framkvæmd og sjálfsbjörgun fyrir sig og sína, og fyrir þjóðina. Hann var kátur og mjög fyndinn, oft dulur,, bókhneigður og sérstaklega lagði hann fyrir sig fornlögfræði; mun hann hafa kunnað Grágás næstum utan bókar og þótti gamla manninum stundum gaman af að þvæla mig og aðra í göml- um lögum íslands. Alla æfi las hann heil kynstur íslenzkra bóka, var minnugur og fróður með afbrigðum á alt, sem ís- lenzkt var. Mörg voru æfintýri Björns heitins og margar sögur sagði hann mér af ferð sinni til Ameríku og frá frumbýlings- árunum, sem lýstu honum sjálfum. Ein sagan til dæmis hefir mér alténd fundist lýsa einbeitni, harðskeytni og mannskap, sem mér fanst æfinlega einkenna þennan mann. Björn kom, til Quebec og fór þaðan með smáum hóp fslendinga sem fór í gegnum Chicago á ferð sinni frá fs- landi til Dakota. Allir voru svangir þegar til Chicago kom og bauðst ökumaður einn til að laka alla á matsöluhús, sem var á öðru lofti i stórri byggingu. Þegar búið var að borða máltíðina, sem var léleg, var öllum gefinn reikningur upp á fleiri dali hverjum. Þetta var meira en margir höfðu. Gengu þá menn á landana og hrifsuðu af þeim trefla, treyjur, peysur, budd- ur og alt annað, sem laust var. Björn var ekki á þvi að Iáta ræna sig að óreyndu. Hann vissi að hann var ekki sá versti í íslenzkri glimu, og áræddi hann að reyna þá list á þá ensku. Nú þegar hinir Iandarnir sjá ræningjana skellast hvern af öðrum, eins og hvirfilbyl hefði niður slegið, þá kom á alla berserksgangur og varð mikið uppnám. Konurnar tóku þá tækifærið og flúðu út, en þegar matsölu-dólgar sjá þetta fara þeir allir að dyrunum, svo fleiri komúst ekki út. Gerðu þá landar snögglega enda á alt með því að stökkva út um glugga, þó á öðru lofti væri og flýttu sér þaðan úr þeirri ógestrisnu og ósóma- borg. Frá Chicago fór Björn til Grafton, sem er um fjörutiu mílur suðaustur af Mountain og Garðar; fékk hann þar vinnu hjá einyrkja, sem Fisher hét og var há honum eitt ár. Bóndi þessi var i skuldum og þessvegna bað hann Björn að lána sér kaup sitt til þreskingar um haustið, og gerði Björn það, en til allr- ar ólukku var alt tekið af Fisher fyrir borgunardaginn, og þar með kaup Björns heit. En það þurfti meira en þetta til að stöðva hetjur nýbygð- anna eða koma þeim á vonar- völ. f staðinn fyrir það fór Björn í þreskingu vestur á fjöll og seinna um haustið kom hann með konu sína upp í íslenzku hygðina og keypti þar rétt á landi 4 mílur norð- vestur afi Garðar. Þegar ungu hjónin komu á landið, sem varð framtðar- heimili þeirra, sáu þau svo- lítinn bjálkakofa og varð kon- unni þá á að segja: “Skal nokkur búa í svona litlu húsi.” Þetta varð heimili þeirra í tvö ár. Þá bygðu þau sér bjálkahús með lofti, og getur maður ímyndað sér hvaða kóngahöll það hefir verið til þeirra hjónanna, á þeim árum. Seinna kom gott timburhús, meira land, og þar næst stærsta fjós í bygðinni. Enn meira land var keypt og með samvinnu ágætrar konu og góðra harna varð Björn Thordarson einn stærsti og bezti bóndi í islenzku bygðun- um í Dakota. Björn Thordarson var fædd- ur 16. september 1856. For- eldrar hans voru merkishjón- in Þórður Narfason og Guð- rún Árnadóttir, búandi á Efri Torfastöðum í Staðar- bakkasókn í Miðfirði í Húna- vatnssýslu. Kona Björns var Anna, dóttir Teits Teitssonar og konu hans önnu Stefáns- dóttur. Hún var fædd í Kirkjuhvammi- i Húnavatns- sýslu, inesta myndar og á- gætiskona. Hún lifir á gamla heimilinu ineð dóttur sinni. Börn þeirra hjóna eru: Anna Þórunn, dáin. Guðrún Jakobína, í heima- húsum. Benedikt Theodore, dáinn. Stefán, bóndi í Garðarbygð. Eggert, dáinn. David, býr í Montana. Björn sálugi átti sjö sy§t- kini; tvö komu til Ameríku — Guðmundur bóndi í Garðar- bygð, dáinn fyrir nokkrum árum, Þuríður Thordarson, sem býr í Winnipeg og Guð- rún, ekkja eftir Rósmund Guðmundsson á Urriðaá í Miðfirði, 3 bræðurnir dánir heima á fslandi. Björn dó 24. september 1938, því fullra 82 ára gamall. Hann var jarðsunginn af séra H. Sigmar, sóknarpresti, að viðstöddum fjölda vina. Blessuð sé minning vors góða og göfuga vinar. T. W. Thordnrson. Einar Benediktsson 75 ára Eftir dr. phil. Simon Jóh. Ágústsson Hinn stóri gróður hefir á- valt verið strjáll hér á landi. Það eru að vonum lítil lík- indi til þess, að þjóð vor fóstri afreksmenn, sem standi jafn- fætis andlegum mikilmennum stórþjóðanna. En þó höfum vér átt þvi láni að fagna að eiga nokkra slíka menn, og einn þeirra er skáldið Einar Benediktsson, sem verður 75 ára þann 31. þ. m. Mikilmenn- ið er ávalt hvorttveggja í senn: meistaraverk náttúrunnar og meistaraverk sjálfs sín. Sakir hinna miklu meðfæddu hæfi- leika sinna og lífsstjórnar við þeirra hæfi er Einar Bene- diktsson einn hinna fáu iit- völdu í sögu þjóðar vorrar. Einar Benediktsson er fædd- ur þ. 31. okt. 1864 að Elliða- vatni i Seltjarnarneshreppi og af góðu foreldri kominn í báð- ar ættir. — Faðir hans, Bene- dikt Sveinsson sýslumaður, var landskunnur inælskusnill- ingur og forvígismaður i sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Mikið orð fór einnig af gáfum og glæsileik móður hans, Kat- rínar Einarsdóttur. Það má telja vist, að meginþátturinn í skapgerð Einars, hin djúpa ættjarðarást hans og óbilandi trú á hlutverki og köllun þjóðar sinnar hafi að miklu leyti mótast og glæðst af upp- eldi hans í heimahúsum og samstarfi hans við föður sinn. Einar varð stúdent árið 1884. Sigldi síðan til Kaupmanna- hafnar og tók þar lögfræðipróf árið 1892. Síðan hvarf hann heim, fékst við blaðamensku og stjórnmál um skeið og gaf út blaðið “Dagskrá” í Reykja- vik á árunum 1896—1898. Var málaflutningsmaður við yfir- réttinn í Reykjavík árin 1898 —1904 og því næst sýslumað- ur í Rangárvallasýslu árin 1904—1907. Þá slasaðist hann svo á fæti, að hann átti óhægt um að ferðast á hestbaki og fékk lausn frá embætti. En víst má telja, að aðrar orsakir hafi jafnframt legið til þess, að hann varð ekki inosavax- inn í sýslumannssessinum: Honum hefir þótt sýnt, að embættisstörfin gáfu honum ekki nægilegt tóm og frelsi til skáldskapariðkana og andlegs þroska. Þvi að Einar hafði sett sér takmark i lífinu: hann vildi ekki einungis verða skáld, heldur stórskáld. Nú hefst hinn æfintýralegi þáttur í lífi Einars. Við hon- um blasir annars vegar hin ömurlegu kjör íslenzkra mentamanna, sem löngum hafa meinað þeim að hafa stóran vængjaburð og látið þeim daprast flugið áður en KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 þeir höfðu náð þeirri hæð, er orka þeirra leyfði. Hins veg- ar sér hann möguleika þá, sem hæfileikar hans og mentun gátu hagnýtt sér. Hann vill ekki sætta sig við sultarkjör íslenzkra skálda, en gerist nú ágjarn til fjár og landa að dæmi Snorra Sturlusonar og Egils Skalla-Grímssonar. Hann verður nú fjáraflamaður á er- lendum vettvangi, stofnar fé- lög til ýmisskonar fram- kvæmda, fossavirkjunar, námu graftar o. fl. Á þessari fé- sýslu græddist Einari of fjár og varð hann hvað eftir ann- að stórauðugur maður. En auðsöfnun varð aldrei tak- mark hans. “Hver laut sínum auði, var aldrei ríkur,” segir hann í einu kvæði sínu. Hann hélt sig ríkmannlega og sóaði fé sínu jafnóðum. Hann var ávalt trúr köllun sinni: að verða stórskáld; peningarnir voru aðeins meðal til að lifa “háður engum” því lífi, sem anda hans hæfði, og upp úr þessari frjóu lifsnautn er al- efling anda hans og verk sprottin.— Áhadtuspilið faerði honum vinning. Um áratugi stóð af honum æfintýraljómi, og þjóð- sögur mynduðust um þenna glæsilega afburðamann, sein kom til landsins við og við og kvaddi sér hljóðs, ekki ein- ungis á Bragaþingi, heldur og á hinum pólitíska vettvangi, snjalt og eftirminnilega. Þrátt fyrir langdvalir hans í út- löndum, rofnuðu hin sterku tengsl hans aldrei við fsland. Hann bar fsland ávalt í hjart- anu, og eg hygg, að það sé ekki ofmælt, sem Einar P. Jónsson kvað til hans. “Þín æfi var sigur í örlaga- straumnum,— með ísland í fyrsta og siðasta draumnum.” Þar til heilsuna þraut fyrir nokkrum árum, hefir Einar lengst um verið í erlendum stórborgum, viðsvegar um álf- ur, á milli dvala sinna hér heima. Hann hefir m. a. ver- ið í Noregi, Danmörku, Bret- landi, Þýzkalandi, ftalíu, Frakklandi, Spáni, Bandaríkj- unum og Norður-Afríku, en er heilsan tók að bila, settist hann að á eignarjörð sinni, Herdísarvík í Selvogi, þar sem hann dvelst nú og nýtur ást- úðar og umhyggju frú Hlinar Johnson. Jörðina og hið merkilega bókasafn sitt hefir hann gefið Háskóla íslands eftir sinn dag. f Iöndum hins ytra veru- leika hefir þessi sterki draumamaður höggvið strand. högg víkingsins, enda þótt “ríki hans væri ekki af þess- um heimi.” Menn hljóta að undrast, hvilikum afburða- hæfileikum, “sem að gagni koma í heiminum,” hann var gæddur, enda mun fár leika ^ eftir feril hans þar. Mælska hans og sannfæringarkraftur, hámentun og glæsilegur per- sónuleiki gerðu honum auð- velt að telja menn á skoðanir sínar og fyrirætlanir, jafnvel er þær sýndust — og voru — fjarstæðar. Köllun Einars í lífinu var skáldskapurinn, og hann kepti beina leið að markinu alla a>fi, þar til andlega orku hans þraut. Hann náði sínum heit- strengdu miðum. Hann varð ekki aðeins mesta skáld fs- lendinga, heldur mun engum blandast hugur um, sem skyn ber á Ijóðment stórþjóðanna, að hann er i röð allra fremstu Ijóðskálda samtíðar sinnar yfirleitt. Fá stórskáld munu ganga úr leik með jafnhrein- an skjöld og Einar. Hann hefir aldrei niðurlægt sig með því að yrkja um auðvirðuleg efni. Virðing hans fyrir skáldgáfunni nálgast trúar- lega lotningu, hann trúir á tunguna, er hann yrkir á, sem almáttugt töfratæki: “Eg skildi, að orð var á ís- lenzku til um alt, sem er hugsað á jörðu.” (Móðir inín). “Og feðratungan tignarfríð— hver taug mín skal því máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neóstu grunna.— Það ortu guðir lífs við lag; eg lifi í því mínu æfidag og dey við auðs þess djúpu brunna.” (Stefjahreimur). Ljóð hans eru heilagur heimur, þar sem alt er skirt af sora og ryki hins ófull- komna veruleika. Stórbrotnari og frumlegri yrkisefni og voldugra og þróttmeira form, hrynjandi og bragarhætti, hefir ekkert íslenzkt skáld val- ið sér. f hvorttveggja þessu her hann ægishjálm yfir þau öll. Hvergi fer hann troðnar götur, nema helzt í ferskeytl- um og sléttuböndum, hragar- hættirnir eru hans eigin, jafn- frumlegir og hin skáldlega innsæi hans og bygging kv.æð- anna. Meitluð spakmæli leiftra eins og eldingar i ná- lega hverju kvæði og djúpri ljóðrænu andar frá óteljandi hendingum og dregur Iesand- ann í töfraheim listarinnar. Alls hafa komið út eftir Einar fimm stór ljóðasöfn: Sögur og kvæði 1897; Hafblik 1906; Hrannir 1913; Vogar 1921 og Hvammar 1930. Þýð- ing hans á Pétri Gaut kom út 1901 og 1922. Sumar siná- sögur hans eru frábærlega vel ritaðar. Hann hefir auk þessa hirt fjölda greina í blöðum og tímaritum, og fjalla þær um margvísleg efni, svo sem bók-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.