Lögberg - 28.12.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.12.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1939 5 kemur í ljós í einni dyragætt þingsalsins. í broddi fylking- ar er hinn svonefndi “Ser- geant-at-Arms.” Um öxl hef- ir hann reiddan veldissprota mikinn úr silfri, sem að sögn er gjöf frá Karli konungi II. til þingsins. Á eftir þessum strangleita vandsveini kemur forseti deildarinnar, sem nefndur er “the Speaker.” Er hann hempuklæddur, og yfir hinu roggna andliti hans trón- ar fyrirferðarmikil hvít hár- kolla. Þá kemur prestlingur nokkur trítlandi, en ritari deildarinnar rekur lestina. Forsetinn og presturinn krjúpa við borð, sem er fyrir miðjum þingsalnum. Bæn er lesin. Að henni lokinni stíg- ur forsetinn upp í öndvegi sitt, og þar með er setningar- athöfnin um garð gengin. Hin daglegu störf þingsins geta hafist. * Nú fyrst gefur maður sér tíma til þess að skygnast frek- ar í kring um sig og gefa nánari gaum að búnaði húss- ins og hinum víðfrægu íbúum þess. Salurinn er nokkuð stór og sérlega hár til lofts. Loft og veggir eru þaktir fögrum viði, sem prýddur er dýrindis útskurði. Víða eru rósaverk og fígúrur, alt gert af miklum hagleik. Hringinn í kring um salinn eru svalir á miðjum vegg. Þær eru bornar uppi af súlnaröðuin. Á svölunum eru áhorfendapallar og blaða- mannastúkur. Súlnaraðirnar ineð veggjunum, þiljurnar og hitarnir í loftinu gel'a þessum híbýlum formfast yfirbragð. Fyrir iniðjum öðrum gafl- inum er öndvegi mikið. Þar situr “the Speaker.” Hann er valdamaður mestur um dag- legar starfsaðferðir þingsins og manna fróðastur um hin hefð- hundnu þingsköp. Hann stjórnar þingfundum. Á mælskulistinni hefir hann svipað álit og Portúgalar á vini. Á portúgölsku vínflösk- urium stendur: “Pro usu — non pro abusu!” (Til notkun- ar — ekki til misnotkunar!’) Hann veitir því orðið, en tor- veldar alt flóð þinglegrar mælsku, sem sumum hættir til þess að1 útausa innan þess- ara veggja. SJórt horð (the Table of the House) stendur í miðjum salnum beint fram af for- etastólnum. Á því liggja helgidómar þinigsins: Biblían, áðurnefndur veldissproti og sitthvað af öðru hafurtaski deildarinnar. Forsetaöndveg- ið og borðið skifta salnum að nokkru í tvent. Á báðar hendur forsetanuin eru bekk- jaraðir, sem snúa fram að borðinu. Þetta eru sæti hinna G15 fulltrúa, sem sæti eiga í House of Cominons. Á hægri hönd eru sæti stjórnarsinna, en á þá vinstri stjórnarand- stæðinga. Fremstu bekkirnir beggja vegna eru tignarsæti. Þar situr stjórnin öðrum megin, en leiðtogar stjórnar- andstæðinga hinum megin. * Þannig háttar í stuttu máli húsum í House of Commons. En hvað er að segja um íbú- ana? Þeir eru 615 að tölu. Það sem greinir þá frá öðrum dauðlegum mönnum er, að þeir hafa leyfi til þess að skrifa bókstafina M.P. fyrir aftan nafnið sitt (Meinber of Parliament). Auk þess fá þeir ókevpis eins mikið af skrifpappír og þeir komast yfir að krota á, hafa aðgang að góðu bókasafni, rólegu reykingaherbergi, fá frían far- miða með járnbrautinni frá kjördæmi sínu til London, og aftur til haka og hafa £600 á ári í kaup. En hvað starfa þeir svo? Þeir tala. Það er raunar rangt, því að flestir þeirra halda sjaldan ræður. Aðeins hinir gömlu, reyndu stjórn- spekingar, sem sæti eiga á fremstu bekkjunum, tala að staðaldri. Það er álitið óvið- eigandi, að ungir menn láti um of til sin heyra, og ungir eru menn í enska þinginu fram undir fimtugt! Mr. Baldwin komst svo að orði um mann, sem var 42 ára, að hann væri enn á “hinu ó- harðnaða aldursskeiði”! Eitt sinn talar þó hver. Það er, þegar þeir halda jómfrúræðu sína. Eg hefi ekki verið við- staddur slíkt tækifæri, en að fróðra manna sögn er húsið þá venjulega hálftómt, fáeinir þreytulegSr ráðherrar á fremstu bekkjunum, í hlaða- mannastúkunni nokkrir full trúar stuðningsblaða þing- mannsins, og á áheyrendapöll. unum eru allir hundleiðir nema eiginkona hetjunnar! Nokkrar undantekningar hafa þó verið frá þessu, t. d. hin glæsilega jómfrúræða Austen Chamherlains. Um hana fór Gladstone gamli þeim orðum, að sérhver faðir gæti verið stoltur af þeim syni, sem héldi slíka ræðu. Þessum hlýyrðum beindi hann til sins forna and- stæðings, Josephs Chamber- lains. f ofanrituðum línum hefir lauslega verið skýrt frá því, hvernig með hversdagsaugum séð var umhorfs á þeim slóð- um, sem aðsópsmestu öndveg- ismenn ensku þjóðarinnar hafa leitt og leiða enn í dag saman hesta sína. Hérna sentust þeir Gladstone og Chamherlain á hvössustu skeytunum, og hinir þöglu veggir voru sjónarvottar að stimainjúkum kænskuhrögð- um Disraeli og áheyrendur að þrumandi reiðilestri Lloyd George. Og hér var það líka sællar minningar, sem harð- jaxlinn Croniwell skálmaði inn i salinn og sagði: “Þið eruð ekkert þing, eg segi, að þið séuð ekkert þing. Komið þið, vijS höfuin fengið nóg af þessu; eg ætla að stöðva sundrungarstarfsemi ykkar.” Cromwell lokaði siðan þing- salnum, stakk lyklinum í vas- ann og gekk niður í White- hall. Hann hafði náð undir- tökunum i viðureign sinni við enska þingið, en hver afdrif þess yrðu, sá hann ekki fram á. Við vitum þau nú, því að enska þingið er enn við lýði. Skoðanir á þingi og þing- mönnum eru að vísu í dag eins og á tímum Cromwells nokkuð skiftar, enda mun svo lengstum verða um flest mannanna verk. Sumir halda, að segja megi um þingið eins og Carlyle komst að orði um líka stofnun, að: “ef við rjúf- um hinn rósrauða himinn angurbliðu, mannkærleika og siðgæðis, hlasir við okkur eymdarlegur tildurleikur.” Þeir hinir sömu halda því fram, að House of Lords og House of Commons séu “klúbbar ensku yfirstéttarinn- ar.” En hver er þessi enska yfirstétt? Þeir segja, að hún sé mynduð af mönnum, sem heiti Cecil, Stanley, Cavendish, Marlborough o. fl. ásamt ætt- liði þeirra og stéttarhræðrum, og sé að höfðatölu til 2% af ensku þjóðinni, en eigi samt 64% af þjóðarauðnum. Sem frekari sönnun fvrir fullyrð- ingu sinni segja þeir, að árið 1934 hafi 170 af þingmönnum haft til samans 650 fram- kva*mdastjórastöður! Aðrir eru aftur þeirrar skoðunar, að í enska þinginu sitji einvalalið, forustusveit Englands, óeigingjarnir hraut- ryðjendur og landnemar nýs tíma í líkingu við Drake, Raleigh og Rodes, foringjar og leiðtogar á borð við Welling- ton, Marlborough, Gordon og Kitchener og spekingar eins og Bacon, Carlyle, Ruskin og Shakespeare. í enska jiinginu sé að finna inntak alls þess, sem enska þjóðin hefir átt hezt og mest. Líklegt er, að báðir hafi nokkuð til síns máls. En erfitt er fyrir okkur, sem nú hvirflumst með í hringiðu tímans, að leggja Salómons- dóm á slíkar staðhæfingar. Hinn endanlega dóm mun sagan fella, því að eins og enskt máltæki segir: “History is past politics, and politics is present history.” + Hum! — Forsetinn ræskir sig. — Áheyrendunum er það Ijóst, að þingstörfin eru að hefjast. Þau byrja venjulega með spurningatima. Þing- mennirnir spyrja að jafnaði til sainans 60—80 spurninga á dag, sem viðkomandi ráð- herrar verða að leysa úr. Fyrsta fyrirspurnin í dag er um Memel. Butler, sem er ritari í utanríkisráðuneytinu, verður jafnan fyrir svörum, ef spurt er um utanríkismál i House of Commons, því að Lord Halifax utanríkismála. ráðherra á ekki sæti í deild- inni. Butler er maður alvöru- gefinn og orðprúður og svarar hinum nærgöngulustu spurn- ingum með sniðugri lægni. Enda hefi eg heyrt hann sjálf- an segja frá því í fyrirlestri, að andstæðingarnir teldu svör sin annað tveggja. “óljós eða ekki tæmandi!” Síðan rekur hver spurning- in aðra viðkomandi utanrikis- málum: Um hertöku Albaníu. varnir Malta, ástandið i Pale- stínu o. s. frv. Brátt fara þó að slæðast með spurningar um fjármál, enda þótt fjármálaumræðurn- ar eigi ekki að fara fram fyr en seinna f dag. Þá kemur til kasta fjár- málaráðherrans, Sir John Simon, að svara. f gær hélt Sir John fjárlagaræðuna. Það var góð ræða, enda þótt hún muni varla verða eins i minn- um höfð og t. d. fjárlagaræð- ur Pitts, sem gerðu fjárlaga- ræðurnar að þungamiðju þing- haldsins, eða þrettán fjárlaga- ræðurnar, sem Gladstone gamli hélt. Fyrstu fjárlaga- ræðu sína flutti hann árið 1853. Sú ræða stóð yfir í fimm og hálfa klukkustund, og hóf hún hann jiegar á æðsta bekk fjármála- og ræðu- snillinga. Einn andstæðingur Gladstones komst svo að orði, að hann hefði “breytt tölum í tónlist,” svo mikið fanst hon- um til um mælsku Gladstones. En Sir John var nú kannske nokkur vorkunn í gær, þótt hann skákaði ekki Gladstone í ræðusnillinni, þvi að á tím- um Gladstones var tekjuskatt- urinn aðeins 5d. af hverju sterlingspundi* en nú er hann 5s. 6d. ag hverju sterlings- pundi, og auk þess eru út- gjöld frumvarps þess, sem Sir John verður að inæla ineð, tuttugu sinnum hærri en rík- isútgjöldin voru á tímum Gladstones. Sir John er mað- ur gæddur köldum reiknigáf- um og leysir úr hverri spurn- ingu með mestu röggsemd, enda eru flestar spurningarn- ar bygðar á skynsamlegum grundvelli, að undanteknum upphrópunum kommúnistans Willy Gallacher, sem ckki get- ur setið á sér að gjamma fram í með gatslitnum vig- orðum eftir Karl Marx, eins og t. d.: “Ágóði er arðrán!” —Lengi jórtrar tannlaus kýr á litlu fóðri, má víst segja um það! Hvað persónu Sir Johns við- víkur, þá er hann eins og flestir kannast við af mynd- uni, hár maður vextr og með einkennilegt topjilagað höfuð, sem inniheldur eitt feiknar- fár af gáfum. Bæði lag höf- uðsins og innihald þess hefir bakað eigandanum talsverðrar tortrygni á meðal kjósend- anna. Almenningur í Eng- landi hefir aldrei verið gin- keyptur fyrir snilligáfum eða ofspekingum. Þar við bætist svo, að maðurinn kvað gjarn- an vilja hafa íbúðaskifti og flytja sig úr Downing Street 11, þar sem hann nú er til heimilis, yfir í Downin^ Street 10 — forstisráðherrabústað- inn. í augnablikinu hvíla skattamálin samt jiyngst á honum, því að jirátt fyrir margspeki sína virðast honmn hafa verið heldur inislagðar hendur í sumum greinum jieirra. En til Jiess í eitt skifti fyrir öll að létta af honum öllum áhyggjum af tekjuöfl- un, mætti benda honum á út- reikninga, sem einn landi hans hefir gert sér til dægrastytting- ar: f Englandi eru árlega veitt 3,000,000 levfi til þess að hafa hunda. Uppihald meðal hunds kostar rúinlega £8 á ári. Árlegur beinn kostn- aður við hundahald í Eng- landi er því um £25,000,0000. Sú upphæð nægir til þess að borga vexti af £500,000,000 láni. En síðastnefnd fúlga myndi vera feikinóg til þess t. d. að byggja upp meginið af verstu fátækrahverfunum í Englandi. Ráðið virðist sem sé vera að farga hundunum c skattleggja eigendurna ui. hundskostnaðinn! E n g i n n haldi þó, að hér sé verið að gripa fram fyrir hendurnar á Sir John. Þetta er aðeins heilra'ði! —Lesbók. 1000 KRÓNA GJÖF TIL LAUGARNESKIRKJU Einn meðlima dómkirkju- safnaðar hér í bæ, sem ekki vill láta nafns síns getið, gaf í haust 1000 krónur til fvrir- hugaðrar Laugarnesskirkju. Gjöfin var óumbeðin, og þau ummæli fylgdu henni, að gefanda væri það mikið fagn. aðarefni einmitt að fá stutt þá fyrirætlan að reisa kirkju fyrir þá safnaðarmenn, sem fjærstir búa og ógreiðast eiga um kirkjusókn. Kvað hann aðrar borgir Norðurlanda einmitt hafa far- ið þannig að, og af orðið mik- il blessun. Hin rausnarlega gjöf er þökkuð af heilum hug, og ekki síður þau uppörvunarorð, sem fylgdu henni. F. h. fyrirh. Laugarneskirkju Gcirðar Svavarsson. —Alþbl. 15. nóv. Mark Twain átti kunningja, sem var ákaflega hrifinn af sögum hans. Að lokum fór vinurinn sjálfur að skrifa og honum tókst að fá tekna eftir sig sögu í dagblað eitt. —Hinn hamingjusami rit- höfundur fór til Mark Twain og sagði: —Sjáðu, jietta hefi eg sjálf- ur skrifað. Eg er annars kom- inn á þá skoðun, að það sé enginn vandi að skrifa sögur. Mark Twain leit alvarlegur í bragði á vin sinn og sagði: —Þú hefir alveg á réttu að standa. En góði komdu ekki upp um okkur. NIAGARA Gallónan PORT SHERRY líUAOÐBKTRA — Stórum gómsætara vegna geymslunnar í vióaríláti. KTERKARA—Því sem næst 28% aó styrkleika. DRVGRA—GæSi, sem jafnast á vifi margar dýrari tegundir. Selt i öllnin , stjórnarvínsölubúðum CANADIAN WINERIES LTD. Head Offtce: TORONTO ;s: NIAGARA FALLS — ST. CATHARINES — LACHINE, QUEL This advortisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The‘■Conimission is not responsible for statements made as to quality of products advertlsed.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.