Lögberg


Lögberg - 23.05.1940, Qupperneq 7

Lögberg - 23.05.1940, Qupperneq 7
7 LÖGBERG, FIMT UDAGINN 23. MAl, 1940 ' (Fi'amh. frá bls. 6) Hans aðal-hugsjón með Þýzka- land sem mestu hernaðar-vél, var sú, að sigrast á öllum þeim, er fyrirætlanir hans heftu. Ó- vinurinn númer eitt var Rúss- inn, sem valdið hafði honum hins mesta angurs, er honum hafði mætt á lífsleiðinni. Trúandi því, að Hitler væri einlægur í öllu er hann sagði, þá hét Thyssen honum allri að- stoð sinni og auðmagni til frarn- kva'mdanna. Með kænsku sinni og undir- róðri við von Papen og gainla forsetann Hindenburg kom hann því til leiðar, að Hitler var gerð- ur að kanzlara. Jafnvel þótt hann og Nazistaflokkurinn hefði mist tvær miljónir atkvæða við kosningarnar hinar þá síðustu, vissi Hitler að ekki þvrfti ann- að en koma með eitthvert snjalt kvrkings-slagorð til þess að snúa hugum fólksins aftur til þeirra. Hann hafði allareiðu hampað orðinu “anti-Semitism” (eða: út með Gyðingana) eins og kosn- inga-slagiorð; nú henti hann á Bolsjevismann sem aðal-óvininn. Þannig skeði og hinn stórkost- legasti pólitíski skrípaleikur vorra daga, bruni Reichstag hall- arinnar. — (Þýtt að meginmáli). Guðstrúin (Framli.) Þá er rétt að snúa að því, sem fvr var frá horfið, og athuga spurninguna um samræmið á milli guðstrúar og þekkingar, með hliðsjón af því, sejn þegar er sagt um skynjun vora og eðli heimsins. Eftir því, sem næst verður komist eins og stendur, er allur heimurinn rafmagn. Þessi uppörvun er að vísu mjög merkileg og hún hlýtur að valda miklum skoðanabreytingum, en hun þarf ekki að koma á óvart neinum þeim, sem er nokkuð kunnugur sögu náttúruvísind- anna, því að þar hefir hver furðulegur atburðurinn rekið annan. En samt sem áður hefir reynslan jafnan orðið sú, að því meira sem rannsakað hefir ver- ið og þvi lengra sem komist hef- ir verið í þekkingu á leyndar- domum náttúrunnar, því meiri fjölbreytni hefir komið í ljós, og því flóknari hafa öll viðfangs- efni orðið. Það má komast svo að orði, að í stað hverrar gátu, sem ráðin var, hafi komið inarg- ar aðrar. Það, sem vér vitum, hendir ótvírætt á, að til sé ótal- margt, sem menn hafa ekki fundið né skilið, og hin takmark- aða skynjun vor bendir til þess, að þar sé einnig ótalmargt, sem vér aldrei munum komast til þekkingar á. Þeir kunna að vera til, sem halda því fram, að nú hafi verið komist fyrir uppruna og orsök allra hluta. Er raf- magnið þá upphaf og insta eðli allra hluta alheimsins? Er það þá að vissu leyti guð efniheims- ins? Það lítur stundum út fyrir, að efnishyggjumenn vorra tíma, eða réttara sagt rafmagns^ hyggjumenn, vilji halda þvi fram. Til þses að geta fallist á það, verða inenn að vera þess fullvissir, að ekki sé um önnur öfl að ræða í heiminum en raf- magnið. Er það sennilegt, eða sennilegast? Það er fjarri því, að svo sé, og það brýtur meira að segja bág við vísindalega hugsun. Undanfarin vísindaleg reynsla gefur ekki heldur neina ástæðu til að álykta, að menn- irnir hafi nú komist að þvi marki að finna frumorsök alls. Það er þvert á móti í samræmi við alla undanfarna reynslu að álykta sem svo, að fvr eða síðar muni takast að greina rafmagn- ið sundur, eins og atómin, eða skýra það ineð enn öðru og frumstæðara, að sínu leyti eins °g gjört var um hitann, en hann er, eins og kunnugt er, í því fólginn, að frumagnirnar i heitu efni eru á hraðari hreyfingu en í köldu efni. Þegar á alt er lit- ið, hefði mátt húast við því, að þegar komist var að hinni undur- samlegu niðurstöðu um rafmagn- ið og eðli efnisins, þá væri opnuð leiðin að trúal öðrum uridursam- legum öflum í tilverunni og að sú trú fengi hvr undir háða vængi, að ekkert væri ómögulegt eða óhugsandi. Það er eðli mannsandans að hrjótast yfir öll takmörk og ryðja tálmunum úr vegi, og þetta eðli kemur m. a. tram i vísindastarfseminni. Mannsandinn er á flugi sínu á- valt á undan skynjun og þekk- ingu. Þar kemur fram trú. Vis- indamennirnir koma fram með tilgátur um eðli og upphaf hlut- anna og orsakir fyrirbrigðanna. Þær eru trú, þangað til þær eru sannaðar eða hraktar. Vísinda- inaðurinn Dalton kom fram með tilgátu sína um ódeiliagnirnar og frumagnirnar, og með hennar hjálp voru unnin mörg og mikil vísindaleg afrek. Hún hefir nú verið fullkomnuð, ef svo má seSja, með hinni merku niður- stöðu um eðli atómanna og þar ineð alls efnis. Þessar trúar- skoðanir vísindanna, tilgáturn- ar, eru ekki eingöngu til þess fallnar að svala þekkingarþrá annsandans, heldur eru þær 111 jög gagnlegir, og enda nauð- svnlegir byggingarpallat- við að reisa musteri vísindanna. Trúin á Guð, þann inátt, sem stendur ofar því, er vér þekkjum, sem er upphaf og stjórnandi alls, er í eðli sínu ekki óskyld tilgátum \isindamanna um upphaf og eðliefnisheimsins. Hvorttveggja er ávöxtur af ástundun manns- andans eftir æðri og æðstu full- komnun. En þar er að vísu mikill stigmunur. Vísindamenn- irnir gjöra byggingarpallana hæfilega háa, svo að þeir henti til að byggja næstu viðbótina, en trúuðum mannsanda nægir ekki minna en að musterið sé óend- anlegt á mannlegan mælikvarða. Þegar vér lítum annarsvegar á afstöðu vora til heimsins, tak- mörk vor og ófullkomleika, en hinsvegar á ómælisstærð og til- breytni, efnisheimsins, sem vis- indin virðast vera að sýna oss, að sé takmarkalaus, þá er fult samræmi í því að trúa á mátt, sem er ótakmarkaður og óskilj- anlegur á mannlega vísu. Hitt væri miklu fremur þröngsýni og óleyfilégur þekkingarhroki, ef menn þættust geta lýst honum að fullu og reiknað út eðli hans. Þá er sú mótbáran, að enda þótt vér getum hugsað oss og trúað tilveru Guðs, þá komi jafnharðan fram spurningin um upphaf hans og orsök. Hvernig hefir Guð orðið til? Ef vér hugsum oss einhvern uppruna hans og orsök, þá er sú orsök aftur orðin guð, sem er höfund- ur að Guði vorum o. s. frv. í Jiessu samhandi er þá fyrst vert að athuga, að það eru fleiri atriði en guðshugmyndin, sem verða mannsandanum ofurefli að þessu leyti. Þess var áður get- ið, að allur heimurinn væri raf- magn og að svo virðist, sém það sé alt í öllu. En hver er orsök rafmagnsins? Hvernig er það til orðið? Hver verður afleiðing- in af þvi, að menn geta ekki svarað þessum spurningum? Munu menn neita gildi raf- magnsins eða jafnvel því, að það sé til? Þessu er óþarfi að svara. Það eru einnig þrjú höfuðat- riði í lífinu og heiminum, seni vér getum ekki hugsað upphaf né endi á, en. það eru timi, rúm og orsakasambandið. Vér getum ekki hugsað oss timann öðru vísi en eilífan, því að hversu Iangt sem vér hugsum aftur í tímann, þá komumst vér aldrei að upphafinu, og á sama hátt heldur tíminn áfram að líða, ó- endanlega, fyrir hugsun vorri. Vér getuin ekki heldur hugsað oss takmörk rúmsins, geimsins, því að hversu fjarlæg sem þau takmörk væru hugsuð, þá verður að hugsa eitthvað, sem taki við ]iar fyrir utan. i þriðja lagi get- um vér ekki hugsað oss orsaka- samhandið endanlegt. Vér spyrjum ávalt að orsök hvers eins, og þegar hún er fundin, þá ei aftur spurt uni orsök þeirrar orsakar, og svo koll af kolli. Þessi orsakaleit er annar aðal- þátturinn í allri vísindastarfsemi og hefir leitt til mikillar þekk- ingar. Hver verður svo afleið- ingin af þvi, að vér getum ekki hugsað upphaf né endi á'tíina, rumi og orsakasambandi? Hún verður ekki sú, að vér hættum að álíta að tími og rúm sé til, hættum að telja tímann og reikna fjarlægðir, og ekki heldur sú, að vér hættum að leita að orsökum og álitum orsakalög- málið í engu gildi. Nei, afleið- ingin hefir orðið sú, að farið var að rannsaka þessi efni nán- ar og reyna að finna skýringu á þeim. Skýringar hafa lika feng- ist að sumu leyti, þótt fæstir geti áttað sig á þeim né hafi þeirra not. Til dæmis hefir Einstein, hinn heimsfrægi vis- indamaður, komið fram ineð vís- indalega skýringu á því, að geimurinn sé ekki óendanlegur, þó oss virðist svo. En oss virð- ist hann óendanlegur vegna þess, að rúmskynjun vor er ófullkom- in. Vér skynjum aðeins þrjá víðáttur, sem má nefna lengd, breidd og hæð (dýpt). En sam- kvæmt kenningu hans má teija timann fjórðu víðáttuna, það má reikna þessa víðáttu út, það má reikna út hið fervíða rúni, sem hefir verið nefnt tímarúm, og sanna stærðfræðilega, að geim- urinn sé ekki óendanlegur. Þannig er gefin skýring á því, að rúm og timi séu ekki óend- anleg, heldur stafi þessi skoðun af ófullkominni skynjun og skökku mati. En vér erum ekki að öllu bættari fyrir þessa skýr- ingu, því að vér getum ekki gjört oss hugmynd um hið fervíða tímarúm, ekki sett oss það fyrir sjónir. Niðurstaðan af öllu þessu er athyglisverð. Hún er í stuttu máli sú, að þar sem ósam- ræinið virðist vera á milli nátt- úrunnar og skynjunar' vorrar og hugsunar, þá stafar það ekki af þvi, að náttúrulögmálin eða eðli heimsins sé sjálfu sér ósam- kvæmt eða fjarstæða að neinu leyti, heldur er orsökin'í mann- legu eðli. Það eru takmörk og skortur á fullkomnun hjá sjálf- um oss, í skynjun vorri og hugs- un, sem er orsökin. Afleiðingin af þessari niðurstöðu verður þó hvorki sú, að mennirnir gefist upp við viðfangsefni sín, né velji aðrar leiðir í framþróunar- starfi sínu en þá, sem farin hef- ir verið, því að hún er í sam- ræmi við eðli mannsandans og aðrar ekki, heldur verða þeir að sætta sig við takmörk sin og starfa áfram samkvæmt eðli sínu og hæfileikum. Þegar vér snú- um oss að spurningunni um eðli og upphaf Guðs, þá verðuin vér að líta á það atriði frá sama sjónarmiði og vér lítum á þá erfiðleika mannlegrar hugsunar, sem nú var lýst. Vér játum, að vér getum ekki hugsað eðli Guðs, eða hvernig hann hafi orðið til, en vér neitum því ekki þess- vegna, að hann sé til. í þess stað finnum vér skýringuna hjá oss sjálfum, í eðli voru, sem er- um sjálfir einn hluti heimsins, liðir í keðjunni. Það er ekki í samræmi við rétta hugsun og heilbrigða víðsýni að álvkta, að ekkert sé til fullkomið og ótak- markað á mannlegan rnæli- kvarða, ekkert, sem mannsand- inn fái ekki gripið. Þeir menn, sem ekki vilja fallast á guðstrúna, tala um, að alt sé orðið til af tilviljun. Ef ineð þessu orði væri átt við at- burði, sem ekki ættu sér orsök, þá væri slikt fjarstæða. Ef átt er við atburði, sem að vísu eru afleiðing af eðlilegum orsökum, en þar sem orsakasambandið verður ekki rakið og lögmál við- burðanna ekki kannað, þá ei' enginn eðlis- eða grundvallar- munur á tilviljun og öðrum at- lnirðum og þetta því engin lausn á málinu. Tilviljun er þá aðeins annar búningur eða annað orða- lag á því svari, að vér menn- irnir vitum ekki upphafið. Að öllum líkindum eigum vér el'tir að kanna og skýra þau lög, sem tilviljunin lýtur, og svo sem kunnugt er, eru þegar til stærð- fra'ðilögmál um þessi efni. Sennilega verður niðurstaðan að lokum sú, að í fvlstu merkingu sé engin tilviljun til. En þótt svo væri, hvernig er tilviljunin þá til orðin í upphafi og hvernig hefir hún farið að því að skapa heiminn? Það sæmir ekki vitr- um mönnum, að vísa guðstrúnni á hug með annari fullyrðingu, sem hvorki verður að heldur sönnuð, né hefir neitt lífsgildi á borð við trúna. Hér hefir nú í fám orðuni verið reynt að líta á guðstrúna í nokkurum atriðum, aðallega í sambandi við helztu mótbárurn- ar, sem fram hafa verið færðar. Niðurstaðan hefir orðið su, að þær eru ekki megnugar að af- neita Guði. Það verður vitan- lega ekki sannað, i náttúruvis- indalegum skilningi, að Guð sé til, né sýnt fram á það, á sama hátt, hvert sé hans eðli. Að heimta slíka sönnun væri sama sem að fullyrða, að það hljóti að vera unt að rannsaka Guð á sama hátt og fyrirbrigði efnis- heimsins. Slíkt væri þröngsýni og þekkingarhroki. Guðstrúin brýtur ekki bág við skvnsemi vora og þekkingu, en mannleg hugsun rekur sig þar á sin eigin takmörk, sem ekki er hægt að komast yfir. Mönnunum hefir verið, og er ennþá ljóst, að þeir eru litlir og vanmáttugir gagn- vart alheiminum og náttiiruöfl- unum, en sú tilfnning hefir ekki orðið lil þess, að þeir legðu árar í bát, heldur hafa þeir þvert á móti lagt sig fram, til þess að eignast hin andlegu verðmæti, hæði þekkingu og kunnáttu, sem er vald, og hin listrænu, sið- ferðilegu og trúarlegu verðmæti. Mannsandanum hefir ekki skjátl- ast, er hann tók þessa stefnu. Það efast enginn um árangurinn af vísindastarfseminni og hinni verklegu þekkfngu, og menn mótmæla ekki opinberlega gildi lista og siðferðishugsjóna. Það er engin ástæða til þess að taka triina út úr. Ef vanmáttartil- finningin hefir leitt af sér þá trú, að mannsandinn sé Guðs ættar og hafi skilyrði til óend- anlegrar fullkomnunar í sam- bandi við hann, þá hefir hún leitt af sér þá máttartilfinningu, að ekki verður önnur meiri fund- in, og bent á takmark, að ekki getur annað hærra. Guðstrúin er í samræmi við mannlega hugsun og hún er í samræmi við eðli heimsins, sem á sér ekki takmörk. Mannsandinn losnar aldrei við síðustu spurninguna og hann mun halda áfram að svara henni, eins og hann hefir gjört, á þann eina hátt, sem hon- um er samboðinn, og svar hans er: Áfram, hærra. Árni Árnason. —Kirkjuritið. Meðal nýliða í enska hernum var ungur maður, sem gat ekki felt sig sein hezt við heragann. Áður en hann var kallaður í her- inn hafði hann lifað frjálsu lífi. Dag nokkurn, þegar æfingarnar höfðu verið óvenju erfiðar og liðsforinginn hafði skammast á allar hliðar, varð hinum unga nýliða að orði: —Hversu yndislegt er ekki að devja! —Hver sagði þetta, sagði liðs- foringinn með þruniuraust! —Enska stórskáldið Shetley, ef eg man rétt, svaraði ungi her- maðurinn. Conjidence MANY, WHOM WE SERVE, EXPRESS CONFIDENCE IN OUR ABILITY TO MAKE THEIR ADVERTISING DISTINCTIVE IN CHARACTER AND SUPERIOR IN WORK- MANSHIP. WE PLACE AT YOUR SERVICE, FORTY YEARS EXPERIENCE IN PUBLISH- ING, PRINTING AND ENGRAVING. Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Phones 86 327 - 8 Innköllunar-menn LÖGBERGS Amaranth, Man............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvard&on Arborg, Man.................Elías Elíasson Arnes, Man...............Sumarliði Kárdal Baldur, Man..................O. Anderson Bantry, N. Dakota.....Einar J. Breiðfjörð Bellingham, AYash........Arni Símonarson Blaine, AVash............Arni Símonarson Bredenbury, Sask...............S. Loptson Brown, Man......................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson Churohbridge, Sask..............S. Loptson Cvpress Biver, Man. ........0. Ariderson Dafoe, Sask...............J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota........Páll B. Olafson Edmonton ............................... Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.......................... Garðar, N. Dakota..........Páll B. Olafson Gerald, Sask....................C. Paulson Geysir, Man.......;........Elías Elíasson Gimli, Man....................O. N. Kárdal Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota ........Páll B. Olafson Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóliannesson Hecla, Man..........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota ...........Jolm Norman Hnausa, Man.........................Elías Elíasson Husavick, Man...................0. N. Kárdal Tvanhoe, Minn.................... B. Jones Kandahar, Sask...........J. G. Stephanson Langruth, Man........................John Valdimarson Leslie, Sask..........................Jón Ólafsson Lundar, Man..................Dan. Lindal Alarkerville, Alta........................O. Sigurdson Minneota, Alinn.................B. Jones Mountain, N. Dakota........Páll B. Olafson Mozart, Sask............................. Oakview, Man............... Otto, Man....................Dan. Lindal Point Koberts, Wash..........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta..........................0. Sigurdson Reykjavík, Man........................Arni Paulson Riverton, Man........................Björn Hjörleifsson Seattle, AV’asli.............J. J. Middal Selkirk, Man.........................Tli. Thorsteinsson Siglunes P. O., Man.......Magnús Jóhannesson Silver Bav, Man.......... Svold, N. Dakota...........B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...........J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Aríðir, Man..........................Elías Elíasson Vogar, Man..........................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach, Man...........0. N. Kárdal Wvnyard, Sask.............J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.