Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines 6 á-Soí OoX' Servioe and Satist'action 54. ARGANGUR LÖGBERG, EIMTUDAGINN 9. OKTÖBER, 1941 PHONE 86 311 Seven Lines Ate< Oot- For Better Dry Cleaning and Laundry NÚMER 41 Gould Wickey, Ph.D. s k r i f a r i mentamálanefndar United Lutheran Church in America flytur prédikun í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudaginn kemur, kl. 11 f. h. Umræðuefni Ihans verður: “Building the Ghurch in These Days.” —-------V--------- Frá skrifstofu aðalrœðismanns Islands í Bandaríkjum Hinn 2. október, 1941. Herra ritstjóri Einar P. Jónsson, 695 Sargent Avenue, Winnipeg. Kæri Einar, Með S.S. Dettifossi, sem kom hingað til New York hinn 16. september síðastliðinn komu eft- irfarandi stúdentar og námsfólk frá íslandi til þess að stunda hér nám, sem hér segir að neðan: Skúli Hansen, tannlækninga- nám við University of Iowa. Sigríður Sætermoen, tann- tekninám við Northwesern Uni- versity, Chicago. Anna ólafsdóttir, nám í sálar- fræði og barnauppeldi við Bethany Gollege, West Virginia. Bjarni Jónsson, stærðfræði- nám við University of California, Berkeley, California. Jóhannes S. Newton, nám í vélaverkfræði við Jöhns Hopkins University, Baltimore. Þorvaidur V. H. Þórarinsson, lögfræðingur, til náms í alþjóða- rétti við Cornell Univ., Ithaca; i fylgd með Þorvaldi er kona hans. Ágúst G. Sveinbjörnsson, nám í lífefnafræði við University of Wisconsin, Madison, Wis. Björn Jóhannesson kandídat i jarðfræði, til framhaldsnáms í þeirri grein við Cornell Univer- sity. Hjálmar Finnsson til fram- haldsnáms við University of Southern California. Jakob Sigurðsson fiskifræðing- ur til framhaldsnáms í þeirri grein í Halifax, N.S. Þór Guðjónsson, nám í vatna- fra*ði og fiskifræði við Univer- sity of Washington, Seattle. ólafur ólafsson til iðnnáms. Eyjólfur Eiríksson til prent- náms. Þar að auki voru með sama skipi tveir ungir inenn, sem komu hingað í verzlumfrerind- um, þeir Einar Kristjánsson og Gísli Gislason, hinn síðarnefndi er frá Vestmannaeyjum. Auk þess námsfólks, sem nú var talið eru væntanlegir um 10 stúdenta.r með næsta skipi um miðjan þennan mánuð. Það er athyglisvert, að aldrei fyr hefir komið jafn stór hópur námsmanna frá íslandi til þess að stunda nám í Vesturheimi. Eins og sjá má dreifa þeir sér um öll Bandaríkin. Kjoma þeirra hingað vestur yfir haf er gleði- legur vottur um aukin kynni og Hergögn frá Bandaríkjunum streyma til Egyptalands Símfregn frá Cairo þann 1. þ. m., lætur þess getið, að svo mikið af hergögnum og vöru- birgðum streymi daglega til Egyptalands samkvæmt láns og leigu lögunum, að örðugt sé um uppskipun vegna takmarkaðs hafnrýmis; er þar og jafnan saman kominn hinn mesti sægur brezkra, danskra, belgískra og hollenzkra vöruflutningaskipa. --------------V------- Ekki af baki dottinn Eins og vitað er, var stjórn- málamánninum franska, Pierre Laval, sýnt banatilræði seinni- part suinars; hefir hann legið alllengi i sárum, en nú búinn að ná sér svo aftur, að víst þykir að hann fái fulla heilsu; hann er Nazisti í húð og hár, og alda- vinur Hitlers; nú er staðhæft, að Laval muni áður en langt um líður takast á hendur ábyrgðar- mikið ráðherráembættis í Vichy- stjórninni með svipuðu áhrifa- valdi og Darlan aðmiráll nú nýt- ur; lengi vel var grunt á þvi góða milli þeirra Petains mar- skálks og Pierre Laval, þó báðir væri _ eindregnir samvinnumenn við Hitler; en nú hafa auðsjá- anlega leikar farið þannig, að Laval fær í meginatriðum vilja sínum framgengt,, að þvi er á- hrærir aukna og nánari sam- vinnu við Þýzkaland. Petain stjórnarforseti, sem nú er 86 ára að aldri, lætur sér ekki til hugar koma, að leggja niður völd; hann staðhæfir, að hann sé eini, núlifandi Frakkinn, sem þess sé umkominn, að gera drengilega út um örlög Frakk- lands, og reisa þjóðina á ný til sins fyrra gengis í órjúfanlegu bandalagi við Adolf Hitler og þýzka Nazista! ------V------- Stjórnarskifti í Astralíu Fadden-stjórnin i Ástralíu varð ekki langlíf, því eftir rúm- lega þriggja vikna setu við völd, varð hún í minnihluta við at- kvæðagreiðslu í þinginu á fimtu- daginn í vikunni, sem leið, og baðst lausnar; það var breyting- artillaga verkamannaflokksins við fjárlögin, sem fór fram á lítilvæga lækkun útgjalda, er varð stjórninni að falli. Nú hef- ir John Curtin, leiðtogi verka- mannaflokksins tekist á hendur stjórnarforustuna, og eru allir ráðgjafar hans úr þeim flokki. Hinn nýi forsætisráðherra er blaðamaður, og hefir um langt skeið gefið sig við víðtækri starf- semi á sviði samvinnumála og verkamannasamtaka; hann er 56 ára að aldri. -------V-------- Nýr héraðsdómari John Milton George. K.C., hef- ir verið skipaður héraðsdómari fyrir suðurdómþinghá Manitoba- fylkis; hann á heima í Delor- raine, og hefir stundað þar um alllangt skeið inálafærslustörf við hinn bezta orðstir; hinn nýi dómari er fæddur árið 1887, og útskrifaðist i lögum frá Mani- toba háskóla 1911. Um nokk- urt skeið var hann útgefandi að blaðinu Deloraine Times, og gaf sig jafnframt mikið að sam- vinnumálum bænda. traustara vináttu- og menning- arsamband milli íslands og Vest- urheims. Með beztu kveðjum, Thor Thors. Einhuga þríveldafundur Þann 2. þ. in., sleit þrivelda- fundinum i Moskva eftir þriggja daga umfangsmikil störf; til fundarins var stofnað vegna inn- rásarinnar á Rússland með það fyrir augum, að veita Rússum hergagnastyrk í vörn þeirra gegn fylklngum þýzkra Nazista; einka fulltrúi Roosevelts forseta á fundi þessum var W. A. Harri- man, en af hálfu Breta sótti fundinn Beaverhrook lávarður, en Molotov aðstoðarforsætisráð- herra, hafði orð fyrir hinum rússnesku erindrekum í samráði við Stalin. Á fundi þessum ríkti slík eindrægni, að því er sím- fregnir therma, að ekki varð á betra kosið; voru erindrekar Breta og Bandaríkjanna á einu máli um það, að veita Rússum hið skjótasta alt hugsanlegt lið- sinni; einkum þó að því er her- gögnum viðkæmi, því á því sviði er þörf Rússa mest knýjandi. --------V------- Einu Bandaríkjaskipinu sökt enn Símað er frá Rio de Janeiro þann 4. þ. m., að ameríska olíu- flutningaskipinu T. C. White, hefði þá nýlega verið sökt tiltölu- lega skamt undan ströndum Brazilíu; skip þetta var 7,052 smálestir að stærð, og sigldi undir Panamafána; er hljóðbært varð um afdrif skips þessa, lét Senator Lister Hill frá Alabama þannig um mælt: “örlög þau, er skip þetta sætti, ætti að færa oss Bandaríkja- mönnum heim sanninn um það, að Hitler Ihafi það á stefnuskrá sinni, að ráðast á land vort, ef vér eigi höfum þegar sannfærst um það áður; þetta ætti að verða oss skýlaus áminning um það, að búast nú sem allra rambyggi- legast til varnar, og hætta að lifa í falskri friðarvon.” --------V------- Úr hljómheimi Bandaríkjablöð rita mikið um þessar mundir um Maríu Markan, sem eins og vitað er, hefir verið ráðin við Metro- politan óperuna í New York. Spá þau þvi, að ungfrú Markan eigi það fyrir höndum, að fylla sæti Kirsteen Flagstad við óperuna, og að hún muni í vetur syngja aðalhlutverkið í “Töfraflautu” Mozarts, en slíkt gera aðeins “út- valdar” söngkonur. -f -f -f “V for Victory” hljómleikarn- ir, sem fram fóru í Winnipeg Auditorium síðastliðið mánu- dagskveld, þóttu takast með á- gætum, og var hvert einasta sæti skipað í hinum mikla sal þess- arar veglegu byggingar; bróður- hluta skemtiskrár áttu þær frænkur, Snjólaug og Agnes Sig- urðson, og ljúka söngdómarar dagblaðanna að makleikum miklu lofsorði á skilningsgáfu þeirra og tækni í píanóspili. --------V------- Þjóðverjar og Tyrkir undirrita viðskiftasamning Símað er frá Ankara á mið- vikudagsmorguninn, að Þjóð- verjar og Tyrkir hafi þá nýverið undirritað viðskiftasamning, er feli i sér árleg viðskifti milli beggja þjóða, er nemi 50 miljón- um dala. Kirkjan á Vogar tekin til afnota sunnudaginn þann 5. þ. m. Athöfn sú hin fjölmenna, er fram fór s.l. sunnudag við Vogar pósthús mun lengi talin merki- leg í annálum eystri bygðar við Manitobavatn, og reyndar ein- stæð í kirkjusögu Vestur-íslend- inga. Þann dag var bygðar- kirkja sú, er menn höfðu reist þar í sumar tekin ti! opinberra afnota með hátíðlegri guðsþjón- ustu. Tveir prestar, séra Guð- inundur Árnason og séra Valdi- mar J. Eylands fluttu ræður og skírðu börn. Vel æfður og stór söngflokkur bygðarfólks lagði til fagran og voldugan sálmasöng. Auk þess söng Charlie Klemenz, kaupmaður frá Ashern, einsöng. Kirkjan stendur á fögrum stað við vatnið nálægt pósthúsinu á Vogar. Er hún í alla staði hið snotrasta hús, er tekur um 150 manns í sæti þegar hún er full- skipuð. En við jiessa fyrstu guðsþjónustu munu naumast allir hafa komist inn sem á staðnum voru. Grettistaki þvi sem þessi hvgging hlýtur að teljast í strjálbygðinni varð að- eins lyft með samtökum bygðar- manna. Enda munu samtök manna hafa verið næsta almenn um fyrirtækið. Lögðu ýmsir til fé og aðrir dagsverk, og sumir hvorutveggja í riflegum mæli. En það sein giftudrýgst var til framkvæmda var hugsjónin, sem hrinti þessu verki af stað og færði það fram til lykta. Menn munu lengi hafa fundið til vönt- unar á kirkju í þessari sveit, en fámenni og skoðanamunur í trú- málum dróg úr framkvæmdum, unz nokkrir vökumenn bygðar- innar úr báðum flokkum tóku sig saman og ákváðu að byggja kirkju, sem væri svo há og víð milli veggja að rúmað gæti alla bygðarmenn án tillits til skoð- ana og flokksfylgis í trúmálum. Fyrir nokkrum áratugum hefði samvinna af þessu tagi þótt ó- hugsanleg, og til munu þeir enn vera, sem telja hana varhuga- verða. Af samvinnu þeirri, sem hér um ræðir munu sumir ef til vill draga þá ályktun að nú sé svo komið, a. m. k. i þessari bygð, að enginn munur sé leng- ur í meðvitund fólksins á trúar- stefnum lúterskra og sambands- manna. Hitt mun þó sanni nær að sannfæring manna hefir í engu breyzt, en umburðarlynd- ið hefir aukist þannig að mönn- um skilst að það sé engin óhæfa að sitja undir sama þaki, jafnve! við guðsþjónustur, þó margt beri á milli i skoðunum um trú og heimspeki. Athöfn þessi fór fram virðulega og i fylsta bróð- erni, enda þótt prestarnir hvor um sig túlkuðu afstöðu sína og kenningar um eðli kirkjunnar og hlutverk kristindómsins afdrátt- arlaust, i fullri einurð og með næsta ólíkum hætti. Mun það ætlun bygðarmanna að þvi dæmi verði fylgt i framtiðinni. Er ihverjum presti sem koma kann á þessar slóðir heimilt að flytja guðsþjónustur i kirkju þessari án þess að fara í felur með sann- færing sína, en þó svo að hann Tilraun til skifta á herföngum er út um þúfur í lok fyrri viku hafði talast svo til milli brezkra og þýzkra stjórnarvalda, að þeir skifti á særðum herföngum, um 3,000 að tölu, eða 1,500 af hvorri þjóð um sig; áttu brezk skip að ann- ast um Mutninga yfir Ermar- sund, og orustuhlé verða á þeim leiðum meðan á flutningnum stæði; nú hefir þetta alt farið út um þúfur vegna þess, að þvi er. mælt, að Þjóðverjar vildu ráða vali vissra særðra herfanga á Bretlandi, en ekki taka þá upp til hópa. --------V—------ Crefát aukins skipaátóls Flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, Mr. Knox, hefir farið fram á það við þjóðþingið, að fá 400 sltip nú þegar, til siglinga um Atlantshaf á þeim leiðum, er hergagna- og vörubirgðir til Breta verða að flytjast. flytji mál sitt ádeilulaust og með kærleika fyrir sannleikanum eins og hann blasir við samvizku hans og sálarsjón. Hlýtur þetta að teljast skynsamleg og heil- brigð afstaða, því það mun jafn- an reynast satt, einnig að því er viðkemur kenninguin trúar- bragðanna, að það heldur velli sem hæfast er. Prédikunarstóll hafði verið smíðaður heima, og sömuleiðis þekkir. Orgel í kirkjuna höfðu börn Jóns frá Sleðbrjót gefið i minningu um móður sína, sem er nýlega látin. Guðmundur F. Jónasson kaupmaður frá Winni- peg, sem alinn er upp í þessari bygð lýsti því yfir við guðsþjón- ustu þessa að hann Ihefði ákveð- ið að gefa kirkjunni altari í minningu um Guðrúnu móður sína, sem er látin fyrir rúmlega þremur árum. Kirkjunni var einnig afhent stór og vönduð Biblia, gjöf frá Brezka og Er- lenda Bibliufélaginu í Winnipeg. Að lokinni guðsþjónustu þáðu allir viðstaddir rausnarlegar veit- sonar, kaupinanns að Vogar, og frúar hans. V. J. E. Þjóðverjar hefja ofsafengna árás á vígstöðvunum milli ðmolensk og Moskva Þann 2. þ. m., hófu herskarar Hitlers fáránlega ár'ás á varnar- línu Rússa milli Sinolensk og Moskva; hafði Hitler lýst yfir því í ræðu rétt á undan í Berlín, að mikil tíðindi væri í aðsigi á austurvígstöðvunum, og að hann myndi eigi fyr við skiljast, en hið rússneska herveldi væri mol- að til agna. Þetta er nú að vísu ekki i fyrsta sinn, sem Hitler hefir talað digurbarkalega; hann ætlaði sér upprunalega að leggja Rússland undir sig á þremur vikum; hvernig sú fyrirætlun tókst, er á almanna vitund. En eins og nú horfir við, sýnist þýzkum hersveitum hafa orðið nokkuð ágengt á austurvígstöðv- unum; brotist áfram, að sögn, eitthvað um sjötíu mílur í áttina til Moskva, svo að nú sé eigi eftir nema um 130 mílur til höfuð- borgarinnar; árás þessi hefir orðið Þjóðverjum ærið kostnað- arsöm, og enn er alt í óvissu um framlhald, þvi Rússar veita síharðnandi viðnám bæði eystra sem á öðrum vígstöðvum. -----—V-------- Róstusamt í hernumdum löndum Svo megn óánægja ríkir nú í hinum hernumdu löndum Þjóð- verja, eða þeim löndum, sem þeir vegna hernáms ráða yfir til bráðabirgða, einkum þó i Jugo- slavíu, að þýzkar vélaherdeild- ir hafa kvaddar verið á vettvang til þess að bæla niður uppreist- artilraunir. Bohemia og Mold- avia hafa sömu sögu að segja, og hafa margir hinna svonefndu uppreistarmanna verið teknir af lífi. ------V------ Brezkir kafbátar að verki ítalski siglingaflotinn hefir fengið upp á síðkastið sina vöru selda í Miðjarðar.hafinu; hafa brezkir kafbátar sökt þar á ein- um degi fjórum allstórum, ítölsk- um flutningaskipum, og laskað svo sjö önnur, að naumast munu þau talin sjóhæf fyrst um sinn. Minni Heródesar Atli mælti: “Þat átt þú eftir er erfiðast er; en þat er að deyja.’’ —Njála. Heródes er heiminn kvaddi, Hjörtu allra manna gladdi Fréttin sú, um fráfall óþokkans. Við hans erfi engir töfðu,— Ekki jafnvel þeir sem höfðu Hræsnað fyrir hátign landstjórans. Fé hans aðrir fantar hirtu, Frásögnin um börnin myrtu Varð hin eina æfiminning hans. Vanskörungur vits og hreysti Varðann sér um aldir reisti Blóðgum höndum barnamorðingjans. Þegar skráð er svika saga Sáttræningja vorra daga Reynist hlutur Heródesar smár. Sakleysingja fjölda-fleiri Færðu þeir á heljareyri, Skópu fleirum harm og hrygðartár. Blauð mun reynast böðuls lundin Bana þegar nálgast stundin; Vonzkan deyfir þræla sinna þor. Þeim, sem heift og hatrið leiðir Heiftin sjálf að lokum eyðir. Þung eru hinstu þjóðmorðingja spor. Kristján Pálsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.