Lögberg


Lögberg - 09.10.1941, Qupperneq 2

Lögberg - 09.10.1941, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. OKTÖBER, 1941 Bessaátaðir Eftir Skúla Skúlason ritstjóra. Tíminn' hefir fentjið leyfi Skúla Skúlasonar ritstjóra að hirla eftirfarandi grein, sem lutnn skrifaði i seinasta jóla- blað Fálkans. i greininni er i • a&alatriðum rakin saga Hessa- j staða, sem mjög hefir verið rædd undanfarið. Ef til vill á enginn staður á íslandi sér einkennilegri sögu en Bessastaðir á Álftanesi. Sú saga cr full af andistæðum eins og náttúra landsins, því að Bessa- staðir hafa lifað það, að vera höfuðhól og setur útlends valds er það þjakaði fsland mest, en síðan að verða vígi endurvakn- andi þjóðerniskendar og heimili þess íslenzka skálds, sem ef til vill er rammíislenzkast þeirra, ei uppi hafa verið á síðustu öld. ómarnir, sem hljóma úr sögu Bessastaða, eru því ærið sundur- leitir; þar er enginn samhljóm- ur; ef ait kemur saman, þá hljómar það likt og sungin væri í einu tvö gerólik lög. Og þó er staðurinn sjálfur, sem þessir ólíku tónar berast frá, ávalt hinn sami. Bessastað- ir eru meðal fegurstu staða á landinu, og ein af kostamestu jarðeignum. Enn er útsýnið hið sama og var fyrir þúsund árum, unaðsleg útsýn til fjalla, frjó- samt land út af bænum og auð- ugt haf og vogar girða jörðina Landgæðin hafa á þrjá vegu orðið til þess, að Bessastaði urðu fyrsti staðurinn á landinu, sem ránshönd festi á. Saga Bessastaða he.fir aldrei verið skrifuð í heild, þóitt hún sé “dramatiskari” en allra ann- ara stað á íslandi, að Þingvöll- um einum undanteknum. En glefsur úr þessari sögu er víða að finna og skulu nokkrar tínd- ar til hér. Þess má fyrst geta, að frum- tíð staðarins er í þoku. Land- náma og aðnar íslendingasögur geta ekki staðarins, þó að örugt megi þykja, að hann hafi snemma byggst, jafn búsældar- legt og þar var og lega góð til sjávar. Það er ekki fyr en i Sturtungu, að Bessastaðanafnið kemur við sögu, og 4>á er Snorri Sturluson eigandi jarðarinnar. Eftir víg hans, árið 1241, sló Hákon gamli eign sinni á alt fé Snorra, með þeim forsendum, að hann hefði verið í konungs- þjómistu og gerst sekur um sviksemi við húsbónda sinn, kon- unginn. Þannig “eignaðist” konungur Bessastaði og Eyvind- arstaði og síðar allar aðrar jarð ir á Álftanesi, enda er það oft kallað Kóngsnes i gömlum bréf- um. Og þarna á Bessastöðum rí's nú höfuðstaður hins kúgaða ís land's. Staðurinn var að ýmsu Ieyti vel til þess fallinn, meðal annars af landfræðilegum á- Business and Professional Cards J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • FaAtelgnasalar. Lelgja hús. Ct- vega penlngalán og eldsábyrgB, bifreiSaábyrgS o. s. frv. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINTNIPEO • pœgilecrur og rólegur bústaóur í mifíbíki borgarinnar Herbergl $2.00 og þar yfir; meS baBklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlSir 40c—#0c Free Farking for Ouesti Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 ð Kes. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Phones; 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimill: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Cr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentiit • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL ARTS. BLÐO. Stundar eingöngu Augna- Eyma-, Nef- og Háls- sjflkdóma. DR. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lítur eftir öllum sjúklingum mínum og reikning- um 1 fjærveru minni. Talslmi 23 917 Dr. A. Blondal Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 HeirniII: 806 Victor Street Slml 28 180 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilisstmi 46 341 Sérfrœðingur í öllu, er að húðsjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Helmili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfræSlngur I eyrna, augna, nef og hálssjflkdðmum 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstlmi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofusími 22 251 Heimilisslml 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstími 3—5 e. h. Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talslmi 97 024 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 Phones 95 052 og 39 043 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast ura flt- farlr. Allur ötbúnaður sá bectl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legstelna. Skrifstofu talslml 86 607 Helmilis talsiml 601 662 stæðum. Það var erfitt að sækja Bessastaði frá landi, því að eiðið, sem verja þurfti milli Lambhúsa- tjarnar að sunnan og Bessastaða- tjarnar að norðan, er mjög mjótt, en á sjálfu eiðinu stendur bær- inn á Bessasitöðum. Þarjia var útræði mikið alt í kring og hægt um vik að kúga af sjávarhænd- um þá vöru, sem löngum var mest eftirsótt til útflutnings: harðfiskinn. Og nú hefst tímabil hirðstjóra og höfuðsmanna á Bessastöðum, innlendra og útlendra, en allra i konungsins þjónustu og verður sizt sagt, að hinir innlendu hafi verið eftirbátar þeirra útlendu í því, að leika vanmegandi þjóð- ina sem gráast. Þarna sat Holti Þorgrimisson um miðja 14. öld, en þess er getið, að ekkja hans gaf Bessastaðakirkju miklar eignir eftir hans dag. Þar var fvar Hólm og þar var Diðrik. Píning og eftir hann Ambrosius Illiquod, samverkamaður ólafs biskups Röngvaldssonar i Hvassa- fellismálum. f byrjun 16. aldar rikir Lénharður fógeti á Bessa- stöðum þangað til Torfi í Klofa drap hann austur á Hrauni í ölfusi, og eftir hann koma m. a. Tyli Pétursson og Hannes Egg- ertsson. Kláus frá Marvitz verð- ur æðsti valdsmaður íslands árið 1537, en af honum sjálfum höfðu fslendingar lítið að segja, því að hann hafði hér umboðs- mann fyrir sig: Diðrik von Mynden, einn versta svola og níðing, sem nokkurn tíma hefir ráðið á landi hér. Er hann kunnastur fyrir klausturránið i Viðey á hvítasunnumorgun 1539 og á Helgafelli og í Þykkvabæ, og naut hann í þessum stórræð- um Gleraugna-Péturs Einarsson- -ar, er áður hafði verið í brauði ögmundar biskups, og launaði velunnara sínum góðvildina með svikum og undirferli. Diðrik frá Mynden var drepinn skömmu eftir klausturránin, en af næstu eftirmönnum hans má nefna Kristján skrifara, sem einkum er ræmdur vegna aftöku Jóns Arasonar. Páll Stígsson, sem varð höf- uðsmaður á Bessastöðum 1559, var i mörgu tilliti góður stjórn- andi þótt ærið þætti hann ó- mannúðlegur i refsingum. Hann dó eftir sjö ára stjórn, og minn- isvarði hans, með lágmynd af sjálfum honum í herklæðum, er nú múraður inn í norðurvegg Bessastaðakirkju, í kórnum. Henrik Krag og Kristoffer Valkendorf voru aðeins stuttan tíma í einbætti, Valkendorf að- eins tvö ár. Hann keinur mikið við sögu Danmerkur á þeim tíma og var m. a. hirðstjóri yfir Bergenhus og Vardö í Noregi og stundum er (ranglega) við hann kendur Valkendorfsturninn a Bergenhus, sem eftirmaður hans, Rosenkrantz, lét byggja. En þessi sami Valkendorf reisti sér minnisvarða í Kaupmannahöfn með stúdentabústaðnum, er hann stofnaði þar. Eftir hann varð Jóhann Bucholt höfuðsmaður, sá er mestri rangsleitni þótti beita við Guðbrand Hólabiskup í morðbréfamállinu sa>la. R/ikti hann hér nær 30 ár og lét af em- hætti einu eða tveim árum fyrir aldamótin 1600. Herluf Daa eða “Herleg dáð,” eftirmaðui hans, er hins vegar einkum kunnur af skiftum sínum við Odd Skálholtsbiskup og var talið, að hann hefði ætlað að drepa biskupinn á eitri. Henrik Bjelke, einn af af- burðamönnum samtíðar sinnar, var hér höfuðsmaður að nafn- inum til árin 1649—1683, en dvaldi lengstum erlendis en hafði hér umhoðsmann, suma ærið illa þokkaða, ekki sízt Tómais Niku- lásson “skögultönn.” Til dæmis um, hve illa þokkaður hann var má nefna, að ávæningur barst af j því, að hann hefði druknað á skipi við Akranes, sagði kona, sem átti tvo syni sina á skipinu; “Guð almáttugur gefi, að þessi frétt sé sönn.” Hún kaus held- ur að missa synina tvo en að Tómas lifði. En Brynjólfur biskup sagði, er hann frétti um druknunina, að nú hefði drott- inn gert góða landhreinsun. Heideinann, sem varð landfó- geti og æðsti maður landsins 1686, varð einkum frægur fyrir það, hve miklum sköttum hann gat rakað saman, þvi að sagan sagði, að hann hefði flutt með sér fjögur hestklyf af pening- , er hann hvarf héðan eftir fárra ára vist. Eftir hann kemuv Kristján Möller amtmaður, er dvaldi hér 1688 til 1707 en hélt embættinu þó til dauðadags, 1720. Er hann kunnastur af “Kríumálunum” svonefndu. Með næsta amtmanni, Niels Fuhr- mann skiftir heldur um til þess betra og með Magnúsi Gíslasyni lögmanni, sem varð fj'rstur ís- lenzkra manna amtmaður á Bessastöðum (1757) rofar mikið til. Hann dó árið 1766, þá 62 ára gamall, en frá hans tíð er hús það, sem enn stendur á Bessastöðum, lítið hreytt hið ytra, nema að þvi leyti að kvist- ur hefir verið settur á það. Hið innra hafa miklar breytingar verið gerðar á húsinu, eins og skiljanlegt er af því, að það hefir bæði verið notað til ibiiðar og skólahalds m. m. — Kirkjan á Bessastöðum er nokkuð yngri, það var byrjað á byggingu henn- ar laust fyrir 1780 og fullger varð 'hún ekki fyr en árið 1823. Er hún sitór á íslenzkan mæli- kvarða, enda bygð utan um kirkjuna sem fyrir var, og hún látin standa meðan nýrri kirkj- an var í smíðum. í kirkjugólf- inu er m. a. legsteinn Magnúsai aintmanns og konu hans. Það verður eigi skilist svo við ihið “útlenda tímabil” i sögu Bessastaða að eigi sé vikið að hinum sögulega stað í Bessa- staðanesinu, Skansinum svo- nefnda. Svo sem öllum er kunn- ugt, heimsóttu sjóræningjar frá Algier Bessastaðaseilu í hinni minnisverðu för sinni til íslands árið 1627 og lögðu á tveimur skipum inn á Seiluna, sem er vík ein suður úr Skerjafirði og tek- ur við útrásinni úr Bessastaða- tjörn. Annað skipið rendi á grunn og losnaði ekki fyr en ræningjarnir höfðu fliltt fangana úr skipinu í hitt. Stóð lengi á þeim flutningum, en ekki þorði höfuðsmaður að ráðast á sjó- ræningjana, sem þó hefði verið i lófa lagið. ,Hlaut hann ámæli af þessu og atburðurinn sýnir, hve mikil vörn landsmönnum var að danska valdinu á Bessa- stöðum. Þetta varð þó til þess, að vígi eitt eða “skans,” var sett við Seiluna, þar sem Bessastaða- tjörn rennur í hana, og sjást rústirnar enn í dag, ásáint stein- vegg úr gömlum bæjarhúsum, því að þarna varð hjáleiga, sem nefnd var Skansinn, og bjó þar siðastur óli Skans, sá, sem kunnur er af landfleygri vísu. Fallbyssurnar úr skansinum voru fluttar í “Batteríið” á dög- um Jörundar hundadagakon- ungs, en * kúlur hafa fundist þarna i rústunum fram á síðustu áratugi. Með flutningi Latínuskólans frá Reykjavik til Bessastaða hefst merkt tímabil í sögu Bessa- staða, gjörandstætt hinu fyrra. Skólinn hafði verið í hinni mestu niðurlægingu i Reykjavík, sem þá var danskur selstöðuverzlun- arbær og óþjóðlegasti staðurinn á landinu. Skólinn var haldinn á Bessastöðum frá 1805 til 1846, við harðan kost og lítil þægindi að visu, en þarna fengu vega- nestið allir þeir ágætismenn, sem mestu réðu um viðreisn fs- lands á 19. öld, svo sem Fjölnis- menn, Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson, svo að nokkur nöfn séu nefnd, þótt mörg fleiri mætti nefna. Og lærifeðurnir á Bessa- stöðum eru hinir miklu meistar- ar íslenzkrar tungu, Hallgrímur Scheving og Sveinbjörn Egilsson, úsamt þeim manni, sem unnið hefir íslenzkri landafræði mesta stórvirkið; Birni unnlaugssyni. | Og þarna á Bessastöðum fæð- ast skáldin Benedikt Sveinbjarn- arson Gröndal og Grímur Þor- grimsson Thomsen, sonur skóla- ráðsmannsins Og gullsmiðsins. Eins og skólinn setti svipinn á staðinn fyrri hluta síðustu aldar gerði skáldið það seinni hluta hennar. Hann kaupir Bessastað- ina úr konungseign árið 1867, endurheiimtir þá úr greipunum, sem þeir höfðu verið í síðan Snorra leið, eða í 626 ár. Þegar Grímur settist að á Bessastöðum var hann að vísu enn innan við fimtugt, en hafði þó dvalið er- lendis alla manndómstíð sína og var víðförulli og fjölreyndari en títt er um íslendinga. Hann býr á Bessastöðum til dauðadags, sem skáld og bændahöfðingi og tók auk þess virkan þátt i stjórn- málium, en batt þar aldrei “bagga sína sömu ihnútum og aðrir sam- ferðamenn,” enda varð stjórn- málastarfsamin ekki til þess að auka honum vinsældir. En skáld- ið lifði stjórnmálamanninn og Grímur Thomsen á Bessastöðum lifir, meðan íslendingar kunna að meta djúpa hugsun og is- lenzka tungu. Skúli Thoroddsen keypti Bessastaði að Grimi látnum. Þá settist þjóðmálahetjan í bónda- sætið á Bessastöðuin, fyrverandi sýslumaðurinn, sem orðið hafði fyrir rnagsleitni valds, sem enn var ekki orðið íslenzkt. Skúli setti prentsmiðju á staðinn, iflutti hana með sér vestan frá ísafirði og gaf’út Þjóðviljann. Viðdvöl Skúla á Bessastöðum varð ekki löng. Hann fluttist til Reykjavíkur og seldi jörðina og mun ef til vill hafa þótt það of umsvifamikið að hafa búskap- inn í ofanálag á ritstjórnarstörf og stjórnmál. -— En Prentið heitir örnefni skamt fúá húsinu á Bessastöðum, sem er til minja um tíð'Skúla. Og meðal mann- anna, sem unnu að prentverki Skúla, er Jón Baldvinsson, síðar forustumaður Alþýðuflokksins. Síðan Grímur Thomsen féll frá hafa Bessastaðir skift um eig- endur. Ekkja Gríms, frú Jakob- ína, seldi Landsbankanum jörð- ina 27. febrúar 1897, ásamt Lambhúsum og hjáleigunni Skansi, sem verið hafa í eyði áratugum saman. Fylgdi kirkj- an jörðinni í þeirri sölu, sjóð- laus þó, enda var söluverðið á allri eigninni ekki nema tólf þúsund krónur. Sama ár, 10. september, afsalar bankinn séra Jens Pálssyni eignina fyrir 13,- 500 kr., en “undanskilur við sölu þessa landsneið austan við Bessa- staðatjörn . . . Landskika þess- um fylgir réttur til afnota þess hluta tjarnarinnar, sem tilheyrir Bessastöðum, til þilskipageymslu verði þar gerð skipakví, einnig réttur til þess að nota alt grjótið í þessum tjarnarparti til bygg- ingar á stíflugarði i tjarnarósn- um tii væntanlegrar þilskipakvi- ar. Veiðirétt hefir ábúandi Bessa- staða í tjörninni og tjarnarósn- um, einnig rétt til þess að fara með eitt þilskip borgunarlaust, ef hann á það sjálfur, inn i tjörnina gegnum stífluna i tjarnarósnum, einnig rétt til þess að fara með eitt þilskip borgun- arlaust, ef hann á það sjálfur, inn í tjörnina gegmim stífluna í tjarnarósnum, þegar hún kemst á.” Af þessari ráðagerð með skipakvina varð þó aldrei neitt. Séra Jens í Görðum átti ekki Bessastaðina nema 8 mánuði, en selur þá 6. maí 1898, Skúla Thoroddsen ritstjóra fyrir saima verð og hann hafði keypt. Skúli og ættingjar hans áttu síðan jörðina til 12. desember 1916, en þann dag afsalar frú Theodora eigninni til hreppsnefndar Bessa- staðahrepps fyrir 50,500 krónur. En 15. júni 1918 selur hreppur- inn Bessastaðina Jóni H. Þor- bergssyni, nú bónda á Laxamýri, fyrir 53,000 kr. Jón átti svo jörðina, og bjó þar, til 29. októ- her 1927, að Björgúlfur ólafs- son, sem þá var fyrir sköminu kominn heim- eftir Ianga dvöl austur í Asíu, keypti hana ásamt tíu kúm fyrir 120 þús. krónur. En í sumar sem leið, 13. júlí, seldi Björgúlfur Sigurði Jónas- syni, fonstjóra, Bessastaðina. Hafði Björgúlfur áður keypt landskika þann, sem bankinn hafði áður skilið undan, er hann seldi séra Jens Pálssyni. Þess er getið um Grím Thpm- sen, að einu sinni hafi hann senl unglingsmann til þess að skera ofan af þýfi í túninu, en þótt pilturinn vera latur við verkið. Hafði hann gengið til hans, skip- að homiin að leysa niður um sig og setjast síðan ofan í flagið. Síðan kvað hann hafa sagt við piltinn: Það er ekki sársaukinn, drengur minn, en það er smán- in.” Hvort sagan er sönn veit eg ekki, en sé hún sönn, þá sýnir hún, að jarðabætur hefir Grímur stundað, á þeirra tíma vísu. Síðan hefir mikið verið unnið að jarðabótum á Bessastöðum. Bæði Jón Þorbergsson og Björg- úllur Iétu slétta og færðu út tún. Og Björgúlfur endurreisti að kalla inátti hina gömlu Bessa- staðastofu, sem var mjög úr sér gengin. Mun tæpast of mælt, að hann hafi varið sem svarar góðu húsverði til þess að koma húsinu á Bessaslöðum í gott lag, satja í það miðstöð, koma upp raTstöð og þvi um líkt. Núverandi eigandi Bessastaða hefir ekki átt jörðina nema í fimm mánuði, en hefir verið all- athafnamikill þar, á ekki lengri tíma. M. a. hefir skeljasands- húð verið sett á alt húsið, kirkj- an fengið aðgerð að innan óg utan og verið máluð, og ýmislegt fleira mætti telja húsunum við- vikjandi. En þó eru jarðabæt- urnar meiri. Eg kom sem snöggvast að Bessastöðum fyrir nokkrum vikum. Voru þar þá um 20 manns við skurðgröft í mýrinni upp að Bessastaðatjörn, sem nú á að þurka og rækta. Varnargarð Yar verið að hlaða til verndunar mýrinni, innan við tjörnina og sömuleiðis austan túnsins til að verja ágangi frá Lambhúsatjörn. --------Það var mislynt veð- ur þennan dag, drungi yfir nes- inu. En alt í einu birti til og sólin skein, eins fallega og ís- lenzk haustsól getur skinið. Það hafa verið skin og skuggar yfii' Bessastöðum og yfir sögu þeirra. Hún er einskonar skilningstré góðs og ills, saga þesa staðar, sem konungur rændi af Snorra Sturlusyni myrtum, en síðar varð öndvegisból íslenzkrar menningar,—(Timinn 17. júlí). ---------V-------- SEEDTIME GVPtd HARVEST' Bv g**' Dr. K. W. Neatby • Director, Affricvlturat Depariment North-We«t Line Elevatore Association “GOING BACK” — 1. The belief that varieties ot wheat and other crops deterio- rate, or “go back,” is widespread. This belief is probably quite old; indeed, it may trace back to Charles Darwin’s conviction that “nature abhors self-fertilization.” 'I’hus in the early years of the present century we witnessed efforts to rejuvenate Red Fife and Marquis by crossing dif- ferent plants of the same var- iety. This resulted in “regene- rated” Red Fife or “regenerated’’ Marquis; but there was never a shadow of evidence that the're- generated strains were any more productive than the originals. The“going back” idea inay be strengthened by the knowledge that growers of hybrid corn must renew their seed each year. How- ever, the situation with cross- fertilized crops, such as corn, is quite different from that with crops mainly self-fertilized such as wheat, oats and barley. 'l’he fart that Tlhatoher wheat suffered from leaf rust tliis year has led many people to believe that ils rust resistance is weak- ening. TTiis is emphatically not

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.