Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.10.1941, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNR 9. OKTÖBER, 1941 i so. Leaf rust and stem rust are caused by two quite different fungi. Thatcher has always been susceptible to leaf rust, and there is nothing to suggest that it is less resistant to stem rust than it was ten years ago. Deterioration in farm stocks of wheat is due to volunteering of other varieties grown a year or rnore earlier, to mechanical mixing in machinery or gran- aries, to livestock pasturing on or passing over fields, and to oc- casional natural crossing with other nearby varieties. ITie occurrence of speltoids in wheat might be considered an example of deterioration through natural causes; but they appear to be largely self-eliminating. (To be concluded). --------V-------_ Freiátingin Frá “Nemó” á Gimli. (Framh.) (Framh.) Ungfrú Morpeth gekk til herra Burns, sem hafði sezt í hinum enda salsins og að sjá i þúngu skapi. Hann stóð upp á móti ungfrú Morpeth og hafði geng- ið nokkur spor, en hrökk þá við um leið og hann kom auga á “capselið” sem hún var nýbúin að fá. “Hvaðan hafði þér fengið ‘capselið’?” spurði Burns. — Unga stúlkan roðnaði, hún hafði óviljandi rofið einkamálið. “Hvaðan hafið þér fengið ‘capselið’?” endurtók Burns með hörku málróm. Hvar hafið þér keypt það?” — “I>að er gjöf.” — “Hver gaf yður það?” — Fanny þagði. — “Líklega de Launay?” — “Já.” — “Það var einmitt það, sem eg óttaðist.” — “Eg skil yður ekki.” — “Lofið mér að skoða það snöggvast.” Hún rétti honum “capselið.” Hann virti það nákvæmlega fyrir sér. þvi næst studdi hann á leyni- fjöður, hrökk þá upp lok, en inni voru fáein mannshár lögð saman sem hárlokkur. ‘Eg vissi undir eins að eg gizkaði mér rétt til,” sagði herra Burns, en eg er mesit hissa á aldri hans. Hefir de Launay sagt þér hvernig það komst í eigu hans?” — Það hefir verið lengi í ætt hans, en hann erfði það eftir móður sína.” — “Sagði hann það?” — “Já.” — Englendingurinn nam staðar augnablik, svo áttaði hann sig og gekk til fólksins, sem enn var að ræða um hættur ferðamanna meðal villimanna. Hann tók nú þátt í samtalinu með þessum orðum: “Menn komast í lífs- háska ekki eingöngu í fjarlægum löndum, heldur hefi eg reynslu fyrir honum á ferðum mínum i Evrópu.” — “Ef til vi.ll á Eng landi?” greip de Launay fram í. sárgramur yfir þessari breytingu í samtalinu. — “Ekki var það herra minn, heldur á Frakklandi. Það var nærri búið að myrða mig þar fyrir 12 árum síðan.”— Kvenfélkið dróg saman stóla sína alt í kring um sögumann- inn.— “Saga mín,” svo mælti herra Burns — “er mjög óbrotin, en hún hefir haft mikil áhrif á heilsu mína og efnahag. Eg hal'ði stigið á land í Brest. Við höfðum hrept ilt sjóveður og ætluðum því að fara með póst- inum til Parísar. Eg var einn míns liðs og hafði á mér bréf- tösku með 400,000 frönkum i bankaávísunum. Leið okkar lá fram hjá St. Mikael.” — Þegar de Launay heyrði hvert sagan stefndi varð hann fölur sem nár og hlýddi með skelfingar eftir- tekt sögu Englendingsins, sem aldrei hafði af honum augun. — “Þegar við vorum nærri komnir þangað” — hélt Burns áfram — “var nóttin að leggja blæju sína yfir landið. Fótatak hestanna og hreyfing hjólanna höfðu eng- an hávaða í för með sér í blaut- um sandinum. ölduniðurinn og hrjóstrugur svipur landsins höfðu svæfandi áhrif á mig, svo eg mun hafa fallið í draummók. Alt í einu sáum við háan klett í fjörunni; eg opnaði vagnglugg- ann og spurði hvað hann héti. Pósturinn leit í kringum sig og sagði: “Irglas.” Naumast hafði hann endað við orðið J)egar hann féll niður af vagninum. Fantui nokkur, sem eg nú fyrst kom auga á hafði barið hann í höfuð- ið. Eg stökk jafnskjótt út úr vagninum, en varð þá fvrir skoti, sem eg ekki vissi hvaðan kom, svo féll eg til jarðar fljótandi í blóði mínu.”— Tilheyreridurnir stungu sam- an nefjum, en de Launay sat nú fölur og' hreyfingarlaus sem myndastytta. — “Þegar eg lauk upp augunum,” — sagði Burns ennfremur — “var eg í kofa fiskimanna og höfðu þeir fundið mig dauðvona í sandinum; þeg- ar þeir höfðu komið mér heim til sín, reyndu þeir alt sem þeim datt í hug mér til bjargar. Póst- urinn var dauður og öllu sem i vagninum var, hafði verið stol- ið.” “Og hefir yður aldrei tekist að komast fyrir, hver var morð- inginn?” spurðu tilheyrendurnir. —“Allar tilraunir mínar í þá átt hafa verið árangurslausar til þessa, en nú held eg eg hafi fengið einhverja vitneskju um það,” svaraði herra Burns og horfði stöðug framan í de Launay.—“Á meðal hluta þeirra, sem var rænt, var stefkkur með mörgum dýrgripum, og meðal þeirra “capsel” af sömu gerð og þetta, sem þið sjáið mig halda á.” — Þustu nú allir að skoða “capselið” sem Burns sýndi þeim. Edvard de Launay hafði hnígið aflvana upp að veggnum, sem hann sat við. — “Guð komi til! Hvað gengur að herra de Launay? Hvað þýðir þetta?,” spurði einn gestanna, sem þekti de Launay. “Það get eg sagt yður,” svar- aði herra Burns í grimmum róm. “Það er ...” — “í Guðs nafni. talið þér ekki rneira,” kallaði Fanny og fleygði sér í faðm hans. “Þegiðu, ef þú ekki vilt drepa barn þitt,” og svo hneig hún niður meðvitundarlaus við brjóst hans. — “Faðir hennar — hann — faðir hennar! ó mikli Guð! Þá er úti um inig.” æpti Edvard og stökk sem brjálaður maður út úr húsinu. — Ungfrú Morpeth var borin inn í her- bergi sitt, hún var orðin fárveik af uppþoti þessu. Læknir var sóttur frá borginni og hún hafði sofnað. Á meðan notaðir faðir hennar tímann til að Ijúka við bréf, er hann hafði verið byrjað- ur á. — Hann var nýbyrjaður er de Launay gekk inn. Burns fylt- ist samstundis ógurlegri bræði, en er hann sá föla andlitið og auðmýktarsvipinn, og auk þess er hann kom með meðvitund um sekt sína, þá mýktist skap Eng- lendingsins nokkuð, því sagði hann ekkert, heldur beið eftir að gesturinn hefði upp erindið. “Þér munuð ekki hafa búist við komu minni,” mælti de Launay í hálfum hljóðum og titrandi málróm. — “Ef til vill, en morðingjar geta verið slægir,” svaraði Burns. “Ef svo væri. Eg er hingað kominn til að segja yður sögu mína.” — Burns þagði og horfði með tortryggni á Frakklendinginn. — “Þér skuluð ekki þurfa að efast um að hún sé sönn. Eg veit að þó að ekki sé eg morðingi, þá er eg með- vitandi um glæp, sem er nóg til að gleðja óvini mína, en hvað þeim glæp liður, sem þér urðuð fyrir, niunu öll vitni sanna, að þá var eg á skipi í suðurhöfun- um er þetta fór fram.” Sagði hann því næst Burns frá mörg- um dæmum þessu til styrkingar. Burns var lengi tregur til að trúa þeim, með því þau lutu öll að því að fríkenna hann sem morð- ingja, og spurði þvi án þess að draga nokkra dul á grun sinn: “En, hvaðan hafið þér “capsel- ið?” Saga mín í borðsalnum hafði hræðileg áhrif á yður, og þó að þér ekki beinlínis hafið verið við morð þetta riðinn, þá held eg þér vitið eitthvað um það.” — “Þar hafið þér rétt fyrir yður!” — “Þér gáfuð dótt- ur minni “capselið” með þeim ummælum að það lengi hefði fylgt ætt yðar, því dettur mér í hug að einhver frændi vðar hafi staðið að verkinu.” — “Fyrir Guðs náð voru þeir ekkert skyld- ir mér; mínir ættmenn hafa á- valt verið heiðarlegir.” — “ó- lánsmaður! Með hverjum hætti hafið þér þá orðið flæktur í þetta mál?” — “Eg hefi erft það. Tak- ið eftir, herra, því eg ætia að segja yður frá öllu sem ljósast.” Síðan sagði hann Burns alla sög- una frá upphafi til enda. Eng- lendingurinn velti nú þessu í huga sér, en áður hann fengi tíma til að taka til máls hafði de Launay staðið upp og sagt: “Þessir 400,000 frankar yðar eru geymdir í þjóðbankanum, og er hér viðurkenningin fyrir því, og hér er veskið með því sem eftir er af öðrum eigum yðar, sem eg á dögum ógæfunnar lagði æru, frið og lífið i sölurnar fvrir.” — “Þessi óvænta skýring á málinu og endurheimt fjársjóðsins, sem án yðar íhlutunar hafði verið mér tapaður, gagntekur svo til- finningar minar, sem berjast um yfirráðin, að eg veit ógerla hvort eg á heldur að ausa yfir yður lofi eður lasti, því eg get ekki varist því að þér frömduð mjög mikið ranglæti.” — “Segið heldur ‘glæp’, glæpur er hið rétta nafn, því eg flýtti fyrir dauða Kranons. Eg stóðst ekki freistinguna. “Á- girndin varð mér yfirsterkari og eg féll fyrir henni. Eg náði peningunum, en með þeim hvarf allur friður og rósemi sálarinn- ar og síðan hefi eg aldrei verið glaður.” Það brá fyrir bitrum sálarkvölum á svip hans, svo mælti hann. “Eg vil ekki vera yður til skapraunar, eg hefi lík- lega sagt of mikið. Nú ætla eg að fara, og við sjáumst aldrei framar.” Hann gekk til/ dyra, nam þar staðar og mælti: “Herra! Viljið þér — i alvöru sagt — aldrei sjá mig framar? skoðið þeltta sem kveðju deyj- andi manns. Æ, herra! Ef eg þyrði að biðja yður, ef eg þyrði að vona að þér vilduð veita mér þá gleði að tala eitt orð við “hana” áður en við skiljum að eilífu; en nei, eg sé að þér lítið á mig ómaklegan þeirrar ham- ingju. Eg fer.” — Þá var hurð- inni hrundið upp og Fanny kom inn og nam staðar fyrir framan hann. “Hvaða erindi áttu hing- að? sagði Burns. “Eg skipa þér að fara til herbergis þíns.” —- “Æ, herra! Þér neitið mér um þá síðustu augnabliks ham- ingju,” sagði de Launay. Svo sneri hann sér að Fannv og sagði: “Þér grátið, Guð gefi yður blessun sína, bæn mín skal ávalt fylgja yður, þó eg aldrei fái að sjá yður framar.” — “Eg hefi heyrt alt,” sagði ungfrú Mor- peth. — “Fyrirlitjð þér mig?” sagði de/Launay. — “Nei, nei,” sagði ógæfusama súlkan, gekk til hans og lagði sig í faðm hans. Um stund heyrðist aðeins harma. kvein. Þá kom herra Burns og ætlaði að skilja þau, en ungfrú Morpeth sleit sig lausa, og mælti með einbeittri og styrkri hönd: “Faðir minn! Eg hefi svarið að verða hans.” — “Ertu vitlaus?” — “Eg ætla að halda eið minn. Eg er hans að eilífu,” svaraði ungfrú Morpeth. — “Ef þér vilj- ið halda lífinu, þá gefið dóttur minni upp loforðið,” sagði herra Burns og sneri sér að de Launay. — “Svarið engu,” sagði ungfrú Morj>eth í ólýsandi huganstríði og féll á hné á milli mannanna og grét sáran. Siðan sagði hún : “Faðir minn! Eg hefi verið barp þitt, og hlýðið barn, eg hefi elskað þig og virt, en frá þessu augnabliki er Edvard eiginmaður minn, hrektu hann frá þér, ef þú getur lagt það á samvizku þína, en eg ætla að fylgja honum og leitast við að hughreysta hann gegn iharðýðgi þinni. Eg ætla aldrei að skilja við hann að eilífu, hvorki í mótlæti, fátækt né sjúkdómi; bannaðu mér það ef þú vilt, en ekkert getur að- skilið okkur framar.” — Að þessu sögðu vafði hún elskhuga sinn örmum sínum. Burns var tryltur af ofsabræði og reyndi að slita hana lausa, en er það tókst ekki, reiddi hann hnefann að de Launay og ætlaði að berja hann. — “Verið kyr,” sagði de Launay. “Eg líð yður ekkert ofbeldi. Þér þurfið ekki að óttast að eg ætli að taka frá yður þennan engil. Takið þér dóttrir yðar, en fljótt, fljótt! Sjá- ið þér ekki að eg er að deyja. Elskuleg stúlkan rak upp ,sker- andi óp, og vafði elskhuga sinn ennþá fastar örmum sínum en áður. Hann leit til hennar og brosti og reyndi að draga hana að brjósti sínu, en þá hneig höf- uð hans ofan á öxl hennar. Og Edvard de Launay hafði gefið upp andann. ------y------- Endurminning um afdala-afdali Eftir M. Ingimarsson. (Niðurlag) VII. Eg var unglingur langt innan við fermingu er eg kom fyrst að Hafþórsstöðum; hjón er þar bjuggu þá hétu Halldór og Guð- rún; hann var Þverhlíðingur að uppruna. Þar lá þjóðvegurinn i þá tið yfir grjótháls, sem nú varla væri talinn fær. Þegar upp á hálsinn kemur gnæfir hæðst við himin í suðaustri Eiriksjökull. Að sumri til er hann ekki ósvipaður tilsýndar sem þar væri gríðarstór tólkar- skjöldur á hvolfi. Næsti bær fyrir neðan Hafþórsstaði hét Skarðshamrar, þar bjuggu lengi hjón, sem hétu Bjarni og Ivristin, bæði fædd og uppalin í dalnum. og næsti bær neðan við Skarðs- hamra rétt í mynninu á svo- kölluðum Karlsdal hét Uppsalir. Þar bjuggu þegar eg var ungl- ingur hjón, sem hétu Jóel og Guðrún. Karls'dalur skerst í 'gegnum þveran hálsinn alla leið yfir í Þverárhlíð, hér um bil i suðaustur út úr Norðurárdal og nálægt syðri enda þess dals var smábýli, sein hét Karlsbrekka. Þar bjó bóndi er Sigurður hét og síðar maður, er hét Davíð Gísla- son. Eftir þvi sem Landnáma segir frá, þá hefir þar í fornöld verið stórt höfðingjasetur, sem hét þá Hrómundarstaðir og bygt upp af Hrómundi Þórissyni land- námsmanni. Næsti bær fyrir neðan Uppsali hét Glitstaðir, og var það ein sú glæsilegasta og fegursta bújörð í öllum dalnum fyrir sunnan ána, frá náttúrunn- ar hendi. Þar bjuggu lengi hjón sem hétu Stefán og Þóra. Hann var allmjög blestur á máli og var það þannig að 'hann hafði S fyrir Þ. Þegar hann var að tala um konuna sína, þá varð það “Sóra min” í staðinn fyrir “Þóra mín”. Þóra sú var lengi yfirsetukona í dalnum. Næsti og neðsti bær í Norðurárdal að sunnan verðu við ána hét Svartagil. Það var mjög svo einkennilegt pláss frá nátt- úrunnar hendi. Bærinn fast við gilið er féll ofan af háum og snarbröttum hálsinum, og það var sagt að þar sæist ekki sólin átján vikur af árinu og hefir það máske verið svo að skilja að sól hafi ekki náð að sldna inn um baðstofugluggann allan þann tíma. Hjónin, sem bjuggu á Svartagili er eg þekti þar til hétu Bjarni og Þóra. Þau munu hafa verið ættuð úr Skorradal. Niður- lagsvisa lir gamalli bæjarímu um dalinn lýtur að Svartagils sólar- leysinu og er hún sem fylgir: “Á Svartagili sér ei sól nema um sumartima; versna tekur veðra skíma, verður þvi að enda ríma.” Ei alllangt frá Svartagili var foss í Norðurá ærið mikilúðleg- ur og hávaðasamur en ekki mjög hár. CHURCHILL INSPECTS AMERICAN PILOT BOMBERS Pausing for a moment to light his cigar, the British Prime Minister, Mr. Winston Churchill, inspected British and some of ihe many American bombers wliich are being flown aeross the Atlantic to Britain in ever-increasing numbers. He ums accompanied by the United States Ambassador-at- large. Mr. Harry' Hopkins. “I gljúfrum heyrði eg gnauða straum, gall hann hátt og kvað: Tef eg hvergi, tíð er naum takmarkinu að.” Þessi foss var ætíð kallaður “Glanni” en séra Jóhann Þor- steinsson, sem um eitt skeið var biskupsskrifari i Reykjavík og síðar lengi prestur í Stafholti, sagði mér að hann hefði séð í gömlum máldaga talað um “Gleðunnarfoss” i Norðurá, og hefir það ef til vill verið upp- runalega nafnið. Ekki mun í þá daga hafa farið til muna af stór- laxi upp fyrir fossana i Norðurá, Laxfoss eða Glanna. Jón Helga- son, sem lengi bjó i Króki sagð- ist aðeins einu sinni hafa séð stórlax i svokölluðum Krókshyl öll þau ár, sem hann hefði verið þar. Það var oft tilkomumikil sýn að sjá laxinn leika sér í straumvatninu. Um það kvað Eggert ólafsson á þessa leið: “í vatni fiska sá eg sveima sinnislétta með sporðaköst. þar áin fór til óss að streyma af þeirra busli gjörði röst. Yfirhöfn sumra svo var glæst, silfri eða gulli komst hún næst.” Og annar sonur ættjarðarinnar tekur þannig til orða um likt efni: “Beljandi foss við hamrabiiann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar.” Og: “Þvi fiskar vaka þar í öllum ám. Blikar í lofti birkiþrasta sveimur og skógar glymja skreyttir reyni- trjám.” Og enn fremur kveður einn af íslandssonum á þessa leið um fósturjörðina: “Enn grær á vorri ættarjörð . . . atorka sönn af traustum hölum; enn er glaðværð í grænum dölum hvar gæfu-sæl sér leikur hjörð; enn sjáum laxa og silungs fansa í silfurhvitum elfum dansa — Jugur er sönglist fugla nóg urn fjörðu, eyjar, dali og skóg.” Smærri tegundin af þeim laxi, sem gekk upp í Norðurá var ýmist kölluð brotalax eða berg- lax; hann mun hafa verið þetta sex til níu merkur að þyngd. Þeir, sem stærri og þyngri voru, voru yfirleitt kallaðir stórlaxar. Fjórðungslaxar voru þó fremur fágætir. Brotalax mun hafa ver- ið dregið af því að hann hélt sig oft á brotum, igrynningum og i strengjum, en stærri lax aftur á inóti hélt sig meira í djúpum og myrkum hyljum, heldur en sá smærri; en berglax hefir senni- lega verið dregið af því, hve á- fjáður hann var að klifra upp fossana. Það var einn foss i Norðurá þannig gerður af hendi náttúrunnar, að það var stallur eða silla nokkru neðar en miðja vegu af fossbrún og ofan í hyl- inn undi^ fossinum. Eg horfði oft á miðlungsllax leika sér að þvi að stökkva upp í klettasill- una, og þegar honum tókst að stöðva sig þar, þá hvildi hann sig þar góða stund, áður en hann gerði aðra tilraun með að stökkva af sillunni alla leið upj) á fossbrúnina, en oftast hrapaði hann til baka alla leið ofan í kerið eða hylinn, þegar eg sá ti! hans. Munnmælasaga var til um það, að neðanjarðargöng eða hellir ætti að vera undir Norðurá nálægt fossinum (Glanna). Það er máske nokkur þjóðsagnablær á henni en hún er ekki verri fyrir það. Svo sem hér fyr get- ur aðskilur Norðurá Brekku- hraun og Svartagilshraun. Það var stór og mikiM hellir í Brekkuhrauni og oftast notaður fyrir fjárhelli en þó stöku sinn- um legið við í honum þegar heyjað var á engjum er fjærst voru bænum. Það var einhverju sinni í fyrndinni að svo bar við að fólk, sem lá við i Brekku- helli hafði með sér kött, og átti kisa að verja bæði dautt og lif- andi fyrir músinni, því músa- gangur var oft til muna í hraun- inu, en kisa tapaðist ofan í hraunsprungu eða gjótu í hell- inurn. En viku siðar varð kisu vart fyrir sunnan á, í Svartagils- hrauni. ( Þessi saga mun hafa legið til grundvallar fyrir þeirri trú að jarðgöng væru undir Norðurá fyrir framan Glanna. — Á þessu afdala-flakki hefi eg að- eins drepið lauslega á fátt eitt af því sem segja hefði mátt, en eg læt hér staðar numið, og um leið og eg legg frá mér stílvopn- ið, vil eg þakka ritstjóra Lög- bergs fyrir það rúm er hann hefir góðfúslega léð mér i blað- inu. ----------------V------------------ Dam Nupen, sem áður fyr var skíðakennari norsku konungs- fjölskyldunnar, kennir nú í Middlesbury-skóla í Vermont- fylki, U.S.A. Nupen hefir m. a. kent ólafi ríkiserfingja og Mörthu prinsessu. mrniramniiiimiiiiniimiiii!imiiiinniiiiBrainifliBiiiiinrraiHinraiinnniiiiiraiiiimniiia»i ianiiiM^ 4^4

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.