Alþýðublaðið - 19.03.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Munið eftir hlj ómleikunum á, Fj allkonunni. Aíigreidsla blaösinr er í Alþýðuhúsinu við fngólfsstræti og Hverfisgötu, I: Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað cða i Gutenberg í sfðasta tagi M. ZO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koraa s bisðið, Áskriftargjaíd e i zz ls r . á snánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumens beðnðr að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Alþingi. (í gær.) Efri deilð. Landsreikningarnir 191S og 3919 samþ. til 2. umr. Fjáraukaiögin íyrir árin 1918 og 1919 samþ. með smábreyting- am til 3. umr. Neðri dellð. Sala á kirkjujörðinni Upsum i Svarfdælahreppi samþ. og afgr. íil e. d. Frv. til laga um eignarnám á Andakíls fossum o. fi , saraþ. með smábreytingum til 3. umr. Frv. til laga um verzlun með tilbúinn áburð og fóðurbætir var 1il 2. umr. Urðu klukkutíma um> ræður um málið, og tóku ýmsir íil máls. Var frv. loks samþ. með nokkrum breytingum og vísað til 3. umr. Biskupskosninga-frv. Sig. Stef. fékk nokkura andbyr. Töiuðu þeir J„ Möller og P. Ottesen á móti því. Vildi Jakob halda því íram, að frv. væri mjög í afturhaldaátt, og óttaðist hann að gömlu prest- arnir mundu verða of mjög á eftir tðmanum í trúmálum. Magnús Jónsson hljóp undir bagga með Sigurði, og andmælti Jakob ,fóstra" sínum. Frv. samþ, til 3. umr. með 19 atkv. gegn 1. Fry. til sölu á landspiidu ti!- heyrandi Þingeyraklausturspresta- kalli, til Blönduósshrcpps, samþ. til 3. umr. Frv. um iækkun dýrtíðarupp- bótar embættismanna um 30%. borið fram af Sig. Stef. og Ó1 P/oppé, var tekið aftur af flutn ingsmönnum, sem eðlilegt var. Fr. um löggtlding verziunar staðar á Suðureyri við Talkna- fjörð, samþ. ttl 2. umr. Frv um hvíidartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum, flutt fram af Jóni Baldvinssyni, var til 1. umr. Fíutti Jón snjaila ræðu, og færði gild rök fyrir frv. Jón Þorláksson sýadi það, eins og fyrri daginn, að hann er fjand maður verkalýðsins, Tók hann svari auðvaidsins óáleitilega, og bar fram alis konar vífilengjur, sem ekki komu málinu við. Fór hann með svivirðileg ósannindi í málinu, eins og við mátti búast af honum, og rangfærði það á ýmsa !und. Svaraði flutningsmað- ur honum, og hrakti staðhæfingar hans. Málinu vfsað til 2. umr. með 15 atkv. gegn 1 (Þórarinn á Hjaitabakka) og til sjávarútvegs- nefndar. Útgeröarmenn. Útgerðarmenn segja að útgerð- in geti ekki borið sig með þessu háa kaupi, sem þeir svo kalla. Ef það kemur fyrir eitt einasta ár, að ekki verði stórgróði bjá togaraeigendum, þá á fátækasta stétt landsins að blæða fyrir það, með því að vinna fyrir svo litlu kaupi, að þeir geta ekki Iiíað af því. Allir heilvita menn sjá að þetta nær engri átt. Jafnvel hinir svartsýnustu útgerðarmenn sjá að þetta getur ekki gengið eftir því sem skýrsla þeirra sýndi á Sjó- mannaféiagsfundinum miðvikudag- inn 2. marz. Eitt atriði í þeirra útreikningi er það að fæðið á togurum kosti 7 kr. um sólar- hringinn á mann, fyrir utan nýj- an fisk, kol og kaup matsveins. En vilja útgerðarmenn ekki svara því, hvernig þeir ætlast til að maður, sem hefir fimm til sex manns í heimili, geti framfleitt heimilinu með þvf að fá þriðjungi minna kaup en faana nú hefir? Þó fæðið kostaði heimingi minna en útgerðarmenn reikna, sem sagt 3.50 kr. á mann á dag, þá þarf samt af þessu kaupi að borga húsaleigu (eins og hún er ódýr) og aðra skatta. Eftir framkomu útgerðaimanna mætti búast við að þeir svari „Ja“ alt má reikna nógu hátt. Það iítur út fyrir að útgerðarmannafélagið hafi ákveðið að láta hætta veiðum og eru miklar líkur til að það sé af þv£ hve slæmur markaður fyrir fsfisk hefir verið í Englandil Þeir ætla að nota sér það um Ieið að at» vinnuleysi hefír verið með mesta móti hér í vetur, með því að iækka kaup verkamanna og sjó- manna um þriðjung, „fyr má nú rota en dauðrota", til dæmis sendi eitt útgerðarféiagið heim til nokkra fátækra verkamanna, sem oft hafa unnið hjá félaginu, með þau skiia- boð að tala við verkstjóra sinn. Þegar þeir kömu til verkstjórans var þeim boðið að vinna fyrir eina krónu um klukkutímann eða eftir væntaniegum samningi við veikamannafélagið D.gsbrún, næð- ist ekki samkomulag áttu þeir að fá aðeins eina krónu. Við verkamenn sem eigum við þessi bágu kjör að búa, vitum hvað ieitt það er fyrir menn sem atvinnuiausir eru, að neita vinnu þegar hún býðst, en hvað skal gera þegar þeir sjá að ef þeir taka þessu smánarboði, kveija þeir lífið úr sér og sínum. Sí-snar. Nú þegja þau! Auðvaldsblöð- in „Vísir« og „Moggi" þegja al- gerlega um það, sem allur bærinn talar um: Verkbannið. Hvers vegna? Af þvf að þau hafa ekkert, bókstaflega ekkert, sem þau gefá sagt útgerðarmönnum til málsbóta, íyrir það, að reyna að ganga á gerða saraninga. Greinin um systurnar, sem farið var iila með (húsinu velt ofan af) verður þvf miður að bfða þar til eftir heigina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.