Lögberg


Lögberg - 01.10.1942, Qupperneq 3

Lögberg - 01.10.1942, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942 3 Rússneska leyni- vopnið Eítir Dyson Carter. (Þýtt úr “Russia’s Secret Weapon”) Jónbjörn Gíslason. (Framhald) Lesandinn hefir að sjálfsögðu heyrt getið um Kapitza, hinn rússneska efnafræðing. Skömmu eftir að Hitler hóf innrásina á Rússland, varð hann heimsfræg- ur og öðlaðist hinn æðsta heiður í heimi vísindanna, frá enskum vísindamönnum — Faraday medalíuna. Þetta er eftirtektarvert af tveim ástæðum; í fyrsta lagi af því að það gaf hinum unga rússneska vísindamanni sæti meðal snillinga og velgerðar- manna mannkynsins; í öðru lagi var honum boðið offjár til að ílengjast á Englandi, þar sem hann vann um stundarsakir fyr- ir stjórn Rússlands; en hann hafnaði boðinu og sneri heim- leiðis. Hann sökti sér niður í hinar vísindalegu ráðgátur, er fyrst vöktu athygli Frakkans Sadi Carnots á dögum Napó- leons. Hinar flóknu stærð- fræðilegu athuganir Carnots leiddu í ljós afl gufunnar, er síðar ollu byltingu á mörgum sviðum. Þetta sama lögmál vís- aði leiðina að notkun gasolíu og gasolíuvéla, sem meðal annars gerðu fluglistina mögulega. Það var því ekkert undarlegt, þó á þetta Carnots “lögmál” væri lit- ið sem eillífan sannleika fram- tíðarinnar. ' Dr. Kapítza var þessum kenn- ingum samþykkur að mestu leyti, þó komst hann að þeirri niðurstöðu, að þar væri enn mikið rannsóknarefni fyrir hendi, meðal annars af því að blind trú fyrri og seinni tíðar vísindamanna á “lögmál” Car- nots og óskeikulleiká þess, hefði hamlað mjög aðgerðum þeirra og framsókn í málinu. Rök- færsla Kapitza var sú að vísind- Unum bæri ekki að slá neinu algerlega föstu, sem sönnuðu máli, sem ekki væri fyllilega og ómótmælanlega óhrekjandi; hann sagði að framþróunin skapaðist með því að breyta gömlum kenningum og bæta við þær. Frá sjónarmiði vísindanna e/ sitthvað að færa rök fyrir hinu og þessu, eða sanna að þau rök séu hárrétt; en Kapitza gerði hvortveggja. Eftir að hafa sam- ið uppdrætti af hugmynd sinni og gert alla nauðsynlega út- feikninga því viðvíkjandi, smíð- aði hann litla vél (túrbínu) er snerist 60 þúsund sinnum á mínútu; hún var frábrugðin öll- um öðrum vélum sömu tegund- ar og myndaði loftstraum með tólf hundruð mílna hraða á klukkustund. Með henni tókst honum að mynda fljótandi loft og fljótandi “helium” — hið kaldasta þekt efni —- á ódýrari °g auðveldari máta en mögulegt var með áður þektum vélum. Vél þessi var ekki sett til síðu sem leikfang vísindamanna í Rússlandi; henn var tafarlaust skipað virðingarsæti við iðnað- ^rstofnanir ríkisins. Dr. Kapitza tók gas úr brenn- andi kolanámu og breytti því í ískalt fljótandi efni, sem efna- íraeðingar unnu úr vélaolíu, sprengiefni samsett togleður, "plastic” og fleiri tegundir, með einföldum áhöldum. Námurnar framleiddu næstum ótakmarkað gasmagn. Allar þessar framkvæmdir gerðust í skjótri svipan; aðeins þremur árum eftir að Kapitza gerði sína fyrstu uppgötvun, framleiddu vélar hans í stórum stíl efni af öllum tegundum fyrir herinn og iðnaðinn. Vélameistarar, efnafræðingar °g iðnaðarmenn utan Rússlands, Sem eru Ijós áhrif allra þessara h~amkvæmda á iðnað heimsins ’ ^eild, eru sem þrumu lostnir og geta ekki áttað sig á hvernig nokkrar blaðsíður af reiknings- dæmum og lítil stólvél geta af- kastað slíkum afreksverkum. Skýringin er afar einföld. Uppgötvunin var frábær vís- indaleg framþróun, en í Rúss- landi er alt slíkt viðurkent taf- arlaust, vegna þess að þar eru vísindin skjöldur fólksins og brynja; þessvegna var hugmynd Kapitza tekið tveim höndum og hún hagnýtt án allra umsvifa; enginn tími mátti glatast. Sá hraði, sem þar er á ferðum í slíkum tilfellum, er helzt sam- bærilegur við gull eða olíufund í okkar umhverfi; munurinn er aðeins sá að vél Kapitza er blessun fyrir alla þjóðina, sér- staklega hermálin, þar sem gull- námur og olíubrunnar eru auðs- uppspretta fyrir einn mann eða fáment félag. Mjög nýlega hafa verið ritað- ar bækur og blaðagreinar, er sýna og sanna hve stórstígar framfarir hafa átt sér stað í Rússlandi á síðustu tíu árum; skýrslur því til sönnunar eru fyrir hendi í viðskiftatímarit- um; en þar sem upptalningar eru ætíð leiðinlegar og þreyt- and,i gæti eitt dæmi ef til vill verið hjálplegra til skilnings en uppdrættir og tölustafir, til að átta sig á hinum risavaxna við- gangi rússnesks iðnaðar. Árið 1921, þegar þeir áttu 1 ófriði við útlenda féndur og innlenda sjúkdóma og hungur, gerði hópur vísindamanna upp- drátt og áætlun að flóðgarði í fljótið Dniper, svo risavaxið fyr- irtæki að ímyndunarafl manna var á báðum áttum; jafnvel í Ameríku þótti fyrirtækið tröll- aukið, en í hugum Rússa sjálfra, sem áttu engar rafmagnsstöðv- ar og enga skýjakljúfa — ekkert nema landið sjálft — sem var í raun og veru nægilegt til að vera stoltur af — var Dnieper flóðgarðurinn næstum draumur, sem óvíst var hvernig ráðast mundi. En þeir gjörðu draum- inn að veruleika; flóðgarðurinn var bygður og rafmagnsstraum- ar flutu um landið þvert og endilangt. Umheimurinn heyrði mikið um þetta talað og menn brostu í kampinn og töldu þetta rússneska sérvizku, sem ætti ekki heima í jafn menningar- snauðu landi. Nokkrir héldu að Rússar tilbæðu þetta mannvirki sitt sem helgan dóm. Þessi mikla rafstöð var bygð með ærnum kostnaði og fyrir- höfn; hún var bygð á þeim tíma er þjóðin öll var sokkin í ör- birgð og vesaldóm. Þetta vold- uga mannvirki var göfug tákn- mynd þess blóðs, svita og tára, er rússneska þjóðin varð að fórna til að breyta þessari draumsýn í veruleika, en þrátt fyrir alt þetta hikuðu rússnesk- ir verkamenn og hermenn ekki við að sprengja í loft upp og jafna við jörðu þennan dýrmæta frumburð hins nýja þjóðskipu- lags. Heimurinn stóð á öndinni þeg- ar fyrirsagnir blaðanna skýrðu frá afdrifum þessa einstaka vís- indalega listaverks, sem einum þætti í hinni miskunnarlausu eyðileggingarstarfsemi Rússa á töpuðum landsvæðum. Sumir óttuðust að þeir riðuðu við falli og Stalin hefði í örvæntingu sinni gefið þessar fyrirskipanir. Enginn getur fyllilega getið til hve þung harms og heiftar- alda reið yfir rússnesku þjóðina við þetta tileflli, en í s(að þess að brotna eða bogna, stæltist hún til nýrra hetjudáða og af- reksverka. Reiði hennar snerist óskift gegn hinum óvelkomna innrásarher. Rauði herinn barð- sit betur en nokkru sinni fyr. iðnaðurinn féll ekki í rústir. Verkfræðingarnir stigu á stokk og strengdu svohljóðandi heit: “Þegar við höfum sigrað og drepið Nazistana, endurbyggj- um við rafstöðina okkar, en meðan sókn þeirra varir, látum við ekkert liggja á braut þeirra er þeim megi að gagni koma, engin verðmæti skulu falla í hendur þeirra hvað sem það kostar.” Smám saman fór um- heimurinn að átta sig á hvað gjörst hafði í Rússlandi. Á þess- um tíu árum, síðan þessi mikla rafstöð var bygð, hefir fjöldi slíkra stöðva risið upp alt frá Póllandi til Mansjúríu og frá Síberíu til Kákasus. (Framhald) Til kunuingja minna þeirra allra* sem voru svo gest- risnir við mig að ráða, og ráða rétt, þankabrotið eða grátuna, um fuglana og álnirnar. Á svörum þeirra manna og kv^nna, sem hafa ráðið gátuna, er auðheyrt að þeir hafa veitt henni í þetta sinn meiri athygli en áður, þeg- ar hún hefir birzt á prenti, og geta verið þær ástæður til þess, að nú er komið haust og vængja- þytur farfuglanna að berast fram hjá eyrum manna sem kveðjuorð til sumar átthaganna. Höfundur þessara vel ortu vísna sem mynda þessa gátu hefir víst viljað heiðra minningu þeirra fyrri sönginn og aðra ánægju, sem hann hefir notið við návist þeirra, með því að koma þeim á verðlagsskrá eins og öðru verð- mæti. Og svo fáein orð til þeirra. sem réðu gátuna: Fnjóskur minn , þú ert víst Þingeyingur í húð og hár eins og eg líklega úr Fnjóskadalnum Hafðu kæra þökk fyrir ráðning- una, hvaðan sem þú ert. Th. Thordárson, Gimli; 14 álftir, 28 álnir, 15 titlingar Wi alin, 1 önd — Vz alin; þökk fyrir rétta ráðning. Mrs. Jónína Olson: fuglagátan er rétt ráðin, þökk fyrir það. S. S. Anderson, Kandahar, Sask.: fugla- og anda-gátan er rétt ráðin; þakka þér kærlega fyrir það. Sigurður Sigurðsson, Gimli, Man.: kæra þökk fyrir rétta ráðningu á fugla og álna-gát- unni; orðamunurinn í vísunum hjá okkur, breytir ekki efninu neitt. J. A. Vopni, alúðar þakkir fyrir gestrisnina og samtalið núna á dögunum, og ætla að lófa þér því og enda það líka, að eg skal verða langminnugur á fuglasúpuna, sem þú barst á borð fyrir mig, það indæla mat- arbragð loðir bæði við góm og tungu enn, og mun gera það lengi. Þessar höfðings-veitingar hjá þér, slöguðu hátt upp í það annálaða samsæti, sem Jörund- ur hundadaga konungur sat með Ólafi Stephensen í Viðey forð- um. Eg man það lengur en rétt í dag þegar þú rogaðir súputrog- inu upp á matborðið þitt, með fimtán titlingum, sem flutu ( flotinu af sjálfum sér. Mér þótti þetta töluvert hnellið átak hjá þér og flaug í hug að þú myndir geta rakið ættir þínar til Þorsteins uxafóts, því hann var fæddur og alinn upp þarna í sveitinni, sem þú kennir nafn þitt við. En þér að segja, Vopni minn, þá hefi eg aldrei áður séð verulegra ásmegin færast í herðar nokkurs manns, en þín- ar, þegar þúdyftir fiskkassanum með fjórtán steiktum álftum upp á borðið. Og hefðir þú haft hamar í höndum, þá hefði eg haldið að þú værir Þór, og auð- vitað orðið lafhræddur. En þá kom blessuð konan eða stúlkan, inn með spikfeita önd á spor- öskjulöguðum bakka, og þá sagð- ir þú, að allir réttirnir væru á borð bornir, og samsinti eg það, með þér. Þá minnist eg þess að eg svar- aði aldrei því, sem þú spurðir mig að. Spurningarnar voru fimm eða jafn margar spurning- unum, sem Haraldur konungur Sigurðarson lagði fram fyrir Sneglu-Halla (Grautar-Halla) þegar þeir fundust á firðinum fyrir innan Agðanes forðum. Þú spurðir mig fyrst að því hvaðan eg kæmi. Eg kem hérna neðan úr veraldarhávaðanum á Bal- moral St. og afgötunni Qu’Ap- pelle hérna í henni Winnipeg. Hvert ætlár þú? var næsta spurning. Eg ætla nú hérna upp' í kaffihúsið Kínans hérna á Vökukonan Eftir Jóhönnu S. Sigbjörnsson. Dauðakyrð, og dimt í öllum göngum, dagur liðinn, ríkir þögul nótt; hugarburða svipir velta vöngum, vaka sumir — fæstir sofa rótt. Stundarværð hið ytra hvílir yfir öllu — hvað sem geymir dulin rún; rauða týran eina ljós, sem lifir, líkn í voða stöðugt boðar hún. Þá, sem blunda dreymir brotna drauma, dauði og líf á tafl við hverja sæng; fálma þeir sem strá á milli strauma stefnulaust í einhvern líknarvæng. Þó að oft í gömlum gólfum braki, gæzlukonan varast það í nótt: hún kann lag á léttu fótataki, líður milli dyra engilhljótt. Kvartar einn með kæfðum andardrætti: “Kvalir banna mér að sofa rótt.” Annar heyrist hvísla af veikum mætti: ‘ Heyrðu, systir; gef mér frið í nótt.” Höndin skelfur, hrygluröddin titrar, hljótt að rúmi gæzlukonan fer: “Svefninn flýr, í sárum þrautir bitrar samt eg veit þú getur hjálpað mér.” Þessi trú er þreyttum vökustyrkur, v þetta traust er afl í hverri raun. Gæzlukonan gegnum lífsins myrkur geymir það, sem margföld verkalaun. Gleðihrygg við sjálfa sig hún mælir: “Sálu minni skildist það í nótt hvað þeir mega kallast sigúrsælir, sem hjá veikum skapa traust og þrótt. Meðan eg er vörður veikra bræðra, veit mér, guð, í nafni sonar þíns skyldurækni að telja öllu æðra, efsta fána í ríki huga míns.” Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Sargent; kem ef til vill inn í knattstofuna; fer þaðan til Davíðs míns Björnssonar; þaðan fer eg til Jóns míns Jónatans- sonar (hárskera), þangað er skemtilegt að koma, hann hefir jafnan stóran ljóðabókastafla á borðinu hjá sér og líður það prýðilega þó eg líti um stund í þær þegar eg kem. Jón er vel skáldmæltur, cnda náskyldur Bægisár skáldinu Jóni Þorláks- syni. Þaðan geng eg stundum vestur í Heimskringlu, og þaðan vestur til Guðmundar Jóhannes- sonar uppalnings bróður míns. En þar er nú dagleið minni í þa átt lokið, þá er eg nú kominn í tólf hundruð faðma fjarlægð frá heimili mínu, svo eg sný til baka og labba heim í hægðum mínum. Næst spurðurðu mig að því hvað eg héti. Eg heiti Finnbogi og hefi staulast undir því nafni í níu hundruð áttatíu og fjóra mánuði og geturðu séð á því, að eg er fullkomlega vet- urgamall. Næsta spurning er um það hverra manna eg sé. Eg er Hjálmarsson og 'móðir mín hét Kristbjörg. Lengra rek eg ekki í þetta sinn. Orsökin til þess að eg mintist ekki á Krossa- víkurfjöllin þegar við Einar minr gengum á Óttarshnjúk var sú, að þau voru ekki í sjóndeildar- hringnum þaðan. Eg sýndi Einari ekkert annað en það sem við sáum nokkurn veginn á hnjúknum. Fjöllin þín voru í hvarfi bak við Gunnólfsvíkur- fjall og Hágangaheiði. Eg beið hjá Óttari gamla meðan Einar skaust þessa hundrað og tíu — hundrað og tuttugu kílómetra, sem þaðan eru heim að Háreks- stöðum, en til þess að bæta svo- lítið úr þessu og hafa þig góð- an áður en við göngum upp á Reiðarfjallið þitt, þá skal eg minna þig á fallega vísu um Krossavíkurfjöllin þín: Logn er yfir láð og unn, liljur skreyta völlinn, sólin gyllir kosta kunn Krossa ví kur f j öllin. Alúðarþakklæti mitt fyrir súpuna og fuglaketið, skemtilegt samtal og ráðninguna á gátunni. Virðingarfylst, Finnbogi Hjálmarsson. Business and Pr 0 fessional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson Thorvaldson & 205 Medical Arts Bldg. Eggertson Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Lögfræöingar O 300 NANTON BLDG. Res. 114 GRENFELL BLVD. Talsfmi 97 024 Phone 62 200 J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON DIMITED Dcntist 308 AVENUE RLDG., WPG. # • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- 606 SOMERSET BLDG. vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Telephone 88 124 Phone 26 821 Home Telephone 27 702 EYOLFSON’S DRUG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST. WINNTPEG PARK RIVER, N.D. • tslenzkur lyfsali pægilegur og rólegur hústaöur i miðbiki borgarinnar Fólk getur pantað meðul og Herbergi $2.00 pg þar yfir; með annað með pósti. baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máitíðir 4 0c—60c Fljót afgreiðsla. Free Parking for Ouests Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. TWEED Sölusamningar keyptir. Böjarðir til sölu. Tannlæknar INTERNATIONAL LOAN 406 TORONTO GEN. TRCSTS COMPANY BUILDING 304 TRUST & LOAN BLDG. Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg PHONE 26 545 WINNIPEO DR B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 216-220 Medical Arts Bldg. 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Selur likkistur og annast um út- Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 farir. Allur útbúnaður sá bezti. • Ennfremur selur hann allskonar Heimili: 214 WAVERLEY ST. minnisvarða og legsteina. Phone 403 288 Skrifstofu talsfmi 86 607 Winnipeg, Manitoba Heimilis talslmi 501 562 Legsleinar DR. ROBERT BLACK sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Skrifiö eftir veröskrd Cor. Graham & Kennedy GILLIS QUARRIES, LTD. Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5 1400 SPRUCE ST. Skrifstofusími 22 261 Winnipeg, Man. Heimilissfmi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAL ARTS BLDG. Talslmi 30 877 Simi 22 296 „ Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 Viðtalstfmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone Arthur R. Birt, M.D. *87 293 72 409 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Dr. L. A. Sigurdson Lækningaátofu-slml 2 3 703 Heimilissfmi 4 6 341 109 MEDICAL ARTS BLDG. Sérfrœðingur i öllu, er ad húösjúkdómum. lýtur Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 U1 6 e. h. and by appointment H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 I %■& V

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.