Lögberg - 07.01.1943, Síða 1

Lögberg - 07.01.1943, Síða 1
56 ÁRGANGUR PHONES 86 311 Seven Lines • . , \ 'lSSs-.í*L„ Cot' ** and Salisfaciion LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. NÚMER 1 LÖGBERG ÓSKAR ÍSLENZKA MANNFÉLAGINU GLEÐILEGS NfÁRS Tilkynning frá íslenzka sendiráðinu í Washington, D.C. Nýtt ráðuneyti myndað á islandi Kveðju frá Islandi verður útvarpað Samkvæmt símskeytum, sem undanfarið hafa borist frá Utan- ríkisráðuneytinu í Reykjavík, fól ríkisstjóri, Sveinn Björns- son, Dr. juris Birni Þórðarsyni lögmanni í Reykjavík að mynda utanflokka ríkisstjórn til bráða- birgða. Verkaskipting og skipun hins nýja ráðuneytis er þessi: Björn Þórðarson er forsætis- ráðherra og hefir ennfremur með höndum kirkjumál, Björn Ólafsson, stórkaupmaður, er fjármálaráðherra, og fer einnig með verzlunarmál önnur en þau, er viðkoma útflutningsverzlun. Einar Arnórsson, hæstaréttar- dómari, er dómsmálaráðherra, og hefir ennfremur mentamái með höndum. Vilhjálmur þór, bankastjóri, er utanríkisráð- herra og einnig atvinnu- og samgöngumálaráðherra, og Jóhann Sæmundsson, læknir, er félagsmálaráðherra. Ríkisstjóri ákvað, að stjórnin hátíðakveðjur til íslands. Að tilhlutun Upplýsingaskrif- stofu Bandaríkjanna í New York — Office of War Information — sendi dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, eftirfarandi jóla- og nýárskveðju heim til íslands, er símuð var þangað þann 24. desember og mun hafa verið útvarpað þar: “í nafni Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi er mér sérstaklega ljúft að senda heima þjóðinni hugheilustu jóla- og nýársóskir. Veit eg, að landar mínir víðsvegar vestan hafs taka einhuga undir þær kveðj- ur. Minningarnar að heiman eru oss altaf ríkar í huga, en aldrei fremur en á jólunum og ára- mótunum. Menningararfurinn íslenzki er oss uppspretta orku og framsóknaranda, sem vér viljum varðveita og áváxta sem allra lengst. Vér gleymum aldrei gamla landinu góðra erfða og fögnum yfir samböndum milli íslands og Vesturheims. Vér biðjum íslandi og íslending- um allrar blessunar í bráð og lengd.” -f -f -f SENATOR GEORGE P. GRAHAM. Nýlátinn er í Ottawa, Senator George P. Graham, 83 ára að aldri; hann gaf sig við blaða- mensku framan af æfi, og var ungur kosinn á fylkisþingið í Ontario; eigi leið á löngu unz Senator Graham náði kosningu til sambandsþings fyrir Brock- ville kjördæmið, en árið 1907 var hann skipaður ráðgjafi járn- brautarmála í ráðuneyti Sir Wilfrids Laurier; átti hann þar sæti fram til 1911, er Liberal- flokkurinn tapaði kosningu vegna frumvarps um gagn- skiftusamninga við Bandaríkin. n er Mackenzie King myndaði sitt fyrsta ráðuneyti 1921, fól skyldi skipuð eingöngu utan- þingsmönnum, eftir að árangurs- laust hafði verið reynt að ná samkomulagi milli þingflokk- anna um ríkisstjórn, er nyti stuðnings þingmanna. Enn er ekki vitað, hvers stuðnings þessi bráðabifgða-ríkisstjórn kemur til að njóta á Alþingi eða hvert fulltingi stjórnmálaflokkarnir veita henni. í fyrstu ræðu forsætisráð- herra á Alþingi lýsti hann þv: yfir, að höfuðverkefni nýju stjórnarinnar væri að vinna bug á dýrtíðinni með því fyrst og fremst að setja skorður við frekari verðbólgu og láta verð- lagseftirlitið ná til allra vara og gæða. Jafnframt, sagði for- sætisráðherrann, hyggst ríkis- stjórnin að koma atvinnuvegun- um á heilbrigðan grundvöll, og gera nauðsynlegar ráðstafanh' til að samræma innflutnings- verzlunina við hinn takmarkaða skinakost landsmanna. hann Senator Graham á hendur forustu hermálaráðuneytisins^ en nokkru síðar tókst hann á hendur forustu járnbrautamál- anna. Hann var skipaður Sena- tor árið 1926. Senator Graham var aldrei ákafur flokksmaður, og vildi jafnan unna andstæðing um sínum sannmælis, engu síð- ur en sínum eigin skoðana- bræðrum. ♦ ♦ ♦ MERKUR ÍSLENDINGUR LÁTINN. Þann 4. þ. m., lézt að heimili sínu í Regina, Sask., Björn Hjálmarson, skólaumsjónarmað- ur fylkisstjórnarinnar í Sask- atchewan, glæsimenni með fá- gætum, lærdómsmaður mikill og mælskur vel. Björn heitinn átti við langvarandi vanheilsu að stríða, en bar þjáningar sínai með hinni mestu hugprýði; hann lætur eftir sig ekkju, Sigrúnu Frederikson Hjálmarson, ásamt fjórum börnum. Bróðir Björns, Kristján Hjálmarson, er búsett- ur í Winnipeg. Utför Björns fór fram í Regina þann 7. þ. m. -f -f -f RAFLÝSING BÆNDABÝLA. Nefnd, skipuð 5 verkfræðing- um, er fylkisstjórnin í Manitoba fól það á hendur, að rannsaka skilyrði fyrir því, að auka svo orku rafkerfis fylkisins, að raf- lýsa mætti hvert einasta og eitt bændabýli í Manitoba, hefir nú lokið störfum, og fengið álitsskjal sitt fylkisstjórninni í hendur; kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að vel sé tiltækilegt að hrinda þessu í framkvæmd, muni nema liðlega 600 dollurum til jafnaðar á hvert býli. Fráfar- jafnaðar á hvert býli. Fráfar- andi forsætisráðherra, Mr. Bracken, þakkaði nefndinni á- gætt og ítarlegt starf, og kvað sér þykja fyrir, að láta af mála- forustu fylkisins, áður en þetta nytja fyrritæki kæmi til fram- kvæmda. NÝÁRSÁVARP KINGS FORSÆTISRÁÐHERRA TIL CANADISKU ÞJÓÐARINNAR. Bjarminn frá vitum vonar- innar út við sjóndeildarhring- inn, ætti að veita oss öllum þrek til þess að horfast djarflega í augu við þau verkefni, er fram- undan bíða; sjálfsblekking má eigi koma til greina; átökin verða þyngri, og að líkindum langvinnari, en vér höfðum gert oss í hugarlund. Og nú, er vér stöndum við þröskuld nýrra áramóta, verð- um vér að gera oss ljósa grei.i fyrir þeirri hættu, sem frá þvi stafar, að leggja of mikla á- herzlu á nýlega sigurvinninga, með því að slíkt gæti auðveld- lega truflað dómgreind vora. og dregið úr óumflýjanlegum ásetningi vorum til úrslitaátaka. Og þótt viðhorfið hafi óneit- anlega breyst til hins betra, megum vér ekki missa sjónar á þeirri staðreynd, að loka baráttan til fullnaðarsigurs, er óháð enn; og eftir því sem vett- vangur orustunnar miklu dregst saman, eða smækkar að um- máli, hlýtur sólcnin að aukast og líkjast meir og meir veru- legum hamförum. Á ári því, sem nú er að hefja göngu sína, þarf eigi að efa, að her vor allur taki þátt í hinni bitrustu sókn; þess vegna er það auðíætt, að vér þui íun K- öllumx vorum styrk, og öllum voru hugrekki að halda. Og það er engan veginn ólíklegt, að það verði hlutskifti vort, að ganga í gegnum eina þá mestu eld- raun, er borið getur að höndum í sögu þjóðar vorrar; vér verð- um að vera viðbúnir manntjóni í réttu hlutfalli við gildi sigurs- ins; og með þeim hætti einum, fáum vér umflúið ónauðsynleg- ar fórnir; og með þetta fyrir augum, þetta eitt, getum vér flýtt fyrir þeim degi, er sam- félagsöryggi, réttlæti og hinn þráði friður, fái yfirhöndina í mannheimum á ný. NÝÁRSKVEÐJUR TIL VESTUR-ÍSLENDINGA. Sendiherrahjónin í Washing- ton, þau Hon. Thor Thors og Mrs. Thors, biðja Lögberg að flytja öllum Vestur-íslending- um hugheilar kveðjur í tilefni af áramótunum.. Lögberg vill nota þetta tæki- færi til þess að þakka sendi- herranum þann mikilvæga og margháttaða stuðning, sem hann hefir látið blaðinu í té frá komu sinni til þessarar álfu. ♦ ♦ -♦■ MIKILVÆG FRÆÐSLUSTARFSEMI. Frá byrjun þessa mánaðar og til mánaðarmóta, stendur yfir hér í landi fræðslustarfsemi, er það hefir að markmiði, að “kenna þjóðinni að éta”. Er þetta fræðslustarf kallað á ensku máli “Canadian Nutrition Program”. Með þetta fyrir aug- um, er svo til ætlast, að þjóðin læri að færa sér skynsamlega í nyt þær fæðutegundir, sem hér eru framleiddar, þannig, að til raunverulegra þjóðþrifa leiði. Gert er ráð fyrir, að tilgangin- um verði einkum náð með blaða auglýsingum, ritgerðum og út- varpsfræðslu. Hér er um heilbrigðislegt vel- ferðarmál að ræða, sem cana- disku þjóðina varðar í heild. SKIPAÐUR KING'S COUNSEL G. S. Thorvaldson, K. C. Síðastliðinn nýársdag lýsti dómsmálaráðherra Manitoba- fylkis, Hon. James McLenaghen yfir því, að G. S. Thorvaldson, einn af fylkisþingmönnum Winnipeg borgar, hefði verið skipaður King’s Counsel. Mr. Thorvaldson, er sonur Sveins Thorvaldsonar, M. B. E. í Riverton, og fyrri konu hans Margrétar; hann er vinsæll hæfi leikamaður, líklegur til aukins frama, endist honum heilsa og líf; hann hefir getið sér ágætan orðstír á fylkisþingi. ♦■ ♦ ♦ FRÁ AUSTUR^ÍGSTÖÐVUNUM, Svo má segja, að rússneski herinn haldi áfram óslitinni sigurför á hinni 1000 mílna löngu víglínu Rússlands; hafa þeir undanfarna daga náð á vald sitt hverri borginni á fætur annari, og tekið mikinn fjölda þýzkra hermanna til fanga; mest hefir þó kveðið að sókn og sigurvinningum Rússa á svæðinu milli Don og Volgu, þar sem heilar hersveitir af liði þjóðverja hafa verið kró- aðar með öllu inni, og þúsundir gefist upp. Suður og suðvestur af Stalingrad, hafa Rússar þó unnið sína stærstu sigra, og er staðhæft að Hitler sé farið að verða næsta órótt innan brjósts vegna viðhorfsins á þessum hernaðarsvæðum; þá hafa Rúss- ar og hrakið Þjóðverja úr mikil- vægum varnarvirkjum í grend við Leningrad, og er nú víst talið, að á þeim vettvangi séu þeir í þann veginn að hefja hina hamrömustu sókn gegn óvinahersveitunum, með það fyrir augum, að leysa Leningrad úr umsát. ♦ ♦ ♦ HERLIÐ FRÁ CANADA í TUNISÍU. Síðastliðinn miðvikudagsmorg un var það formlega tilkynt, að Canadiskir hermenn væru komn ir til Tunisíu, og hefðu þegar hafið þar skyndiárás á mikil- væga flotastöð, er möndulveldin fram að þessu höfðu á valdi sínu; ekki er þess getið hve herflokkur þessi héðan úr landi sé mannmargur. ♦ ♦ ♦ JAPANIR GEGAST UPP í BUNA. Nú er svo komið, að setulið Japana í Buna á New Guineu, eða það sem eftir var af því á þessum stöðvum, hefir gefist upp fyrir herskörum Banda- ríkjanna og Ástralíu. Það fylgir sögu, að yfirburðir hinna sam- einuðu þjóða í lofti, hafi riðið baggamuninn. Á föstudagskvöldið þann 8. janúar næstkomandi, kl. 11.50, Winnipeg tími, verður útvarpað yfir aðalkerfi Canadian Broad- casting Corparation, kveðju á íslenzku frá dómprófasti, séra Friðrik Hallgrímssyni; kveðjan var samin fyrir atbeina Þjóð- GÍFURLEGAR LOFTÁRÁSIR. Loftflotinn brezki, með aðstoð canadiska flugliðsins , gerði meiri háttar sprengjuárás á iðn- héruðin í Ruhrdalnum á mánu- dagskvöldið, er orsakaði stór- vægilegt tjón; einkum voru það stálstevpuverksmiðjur þjóð- verja, er harðast voru leiknar í þessari orrahríð. * * # þjóðverjar' á flótta í KÁKASUSFJÖLLUM. Nýjustu fréttir frá austurvíg- stöðvunum, sem útvarpað var á miðvikudagsmorguninn, skýra frá því, að hersveitir Þjóðverja á þessum svæðum, séu á lát- lausum flótta undan hinum harðsnúnu sóknarfylkingum rússnesku ráðstjórnarríkjanna. ♦ ♦ ♦ HVAR LEITAR BRACKEN KOSNINGAR? Um það er mikið skrafað, hvar Mr. Bracken muni leita kosn- iiigar' til sambandsþingsýmargir halda að Selkirk komi naum- ast til mála; honum hefir veriö boðið Souris-kjördæmið í Mani- toba, en nú er þess síðast getið til, að hann muni freista gæf- unnar í Tororito South. ♦ ♦ ♦ SAMBANDSÞING KEMUR SAMAN. Samkvæmt fregnum frá Ott- awa, kemur sambandsþing sam- an til funda þann 28. þ. m. Fyrir þing verða að líkindum lögð þau hæztu fjárlög, sem sögur fara af í þessu landi; talið er víst að allmiklu þingtímans verði varið til þess að ræða margháttaða endurbóta skipu- lagningu að loknu stríði. ræknisfélagsins í Reykjavík, og send Þjóðræknisfélagi Islend- inga í Vesturheimi. Ávarp þetta verður flutt á eftir “Messages to the North”. Helztu stöðvar verða C. K. Y., 990 kcl. og C. B. K. Waterous Sask. ÞIGGUR SÆMD AF KONUNGI. Lieut-Col. John Hjálmarson, M. B. E. Þessi ungi og efnilegi maður, sem hækkað hefir jafnt og þétt í tígn síðan hann innritaðist í canadiska herinn, var nú á síðastliðirm nýársdag cxmdur af Bretakonungi með því að hljóta British Empire verðlauna medalíuna; hann er fyrsti ís- lenzki hermaðurinn, sem orðið hefir slíks heiðurs aðnjótandi. John er sonur þeirra Mr. og Mrs. Chris Hjálmarson, hér í borginni. FÓR ÚT UM ÞÚFUR. Nýleg tilraun, er Japanir gerðu til þess að koma liði á land á Solomonseyjum, fór öldungis út um þúfur. Tvo japönsk beitiskip og níu tund- urspillar, tóku þátt í lendingar- tilrauninni, en urðu frá að hverfa, sum skemd, vegna sprengjuárása hinna sameinuðu þjóða. Net laganna Eftir James Jefferey Roche. Svo undravert net eru lög hvers lands, það legst yfir braut hvers syndugs mans. Svo haglega ofið er þess garn: að ekki sleppi neitt syndabarn. Hve stóru fiskarnir flýja þig, svo fullkomið net — það undrar mig. Skrítnar skoðanir Eftir James Jefferey Roche. Þegar eg var sextán seytján ára, sagði fólk í ríki grárra hára: “Gerðu ei þetta, þú ert langt og ungur!” þá eg vildi seðja andans hungur. Eg er orðinn fullra fimmtíu ára, fæ í ríki dökkra og ljósra hára svona ráð: “í ró og næði vertu, reyndu ei þetta — langt of gamall ertu!” Skrítinn ertu aðfinninga heimur, öfgabundinn mótsetningum tveimur. Eigi bernska og þroski stund, og stefni, starfi saman — lifði eg hana í svefni. Sig. Júl. Jóhannesson, þýddi. HELZTU FRÉTTIR

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.