Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. Um kjör frjálsra verka- manna í Róm á keisaratímunum Eflir prófessor Jóseph McCabe. Fyrir nokkrum árum flutti þessi vel þekti vísinda- og fræðimaður, nokkra fyrirlestra hér í Winnipeg um það, sem hann kallaði, stutt yfirlit yfir sögu frámþróuinarinnar, mjög fræðandi, bygða á sögulegum og vísindalegum rannsóknum. Þýðandinn. Fyrirlestrar mínir um hina fornu menningu, hafa vakið eðli lega athygli tilheyrendanna, þegar eg hefi lýst sumu af því sem vér höfum uppgötvað, um líf og lifnaðarhætti verkalýðs fornaldarinnar. Eg hefi sýnt ljós myndir af fornri borg á Krítey, sem var lögð í rústir fyrir 3500 árum, og sýnt hvernig vér fund- um að verkalýður þeirrar borg- ar hafði búið í velbygðum stein- húsum. Eg hefi sagt frá hvernig að vér fundum lög hinnar fornu Babilaníu og fræddumst um, að þeir höfðu með lögum settar reglur fyrir kaupgjaldi verka- manna. Fyrirlestrar mínir um hina fornu Rómaborg, og kjör róm- verks verkalýðs, hafa æfinlega vakið mesta forvitni tilheyrend- anna, og eg ætla að þessu sinni að gefa stutta lýsingu á kjör- um, frjáls, rómverks verkalýðs. Margir félagsfræðingar, og sérstaklega kristnir sagnaritarar hafa í ritum sínum gert sér að fastri reglu að gefa sem ljót- asta lýsingu af forn rómverska auðvaldsfyrirkomulaginu, sem auðvitað var nægilega vont á allan hátt, og er það síst ætlun mín að verja það á einn eða annan hátt, en þó vont væri, virðist það ekki að hafa verið með öllu marínúðarlaust, og frjáls rómverskur verkalýðui naut all mikils frelsis og rétt- inda, og vil eg leitast við að færa fáein dæmi því til sönn- unar. Sumum er ef tl vill ekki ljóst að aðeins nokkur hundruð auð ugra höfðingja fjölskyldur áttu mest allar eignir og auð borg- arinnar, og mikið af kringum borgina liggjandi landi. Á blómatíð borgarinnar var mikill fjöldi þræla í Róm, sem flest var hertekið fólk, og af- komendur þess, sem voru eign höfðingjanna. Frjáls rómversk- ur verkalýður var miklu færri; þeir höfðu meiri réttindi og frelsi, en tíðkast hefir í nokkru landi fram til skamms tíma. Hvað kaupgjald frjálsra róm- verskra verkamanna var, eða hvaða kaupmagn það hafði, er nú næstum ómögulegt að vita með vissu, en vér vitum að nær því helmingur þess sem nútíma verkamaður þarf að kaupa kostaði rómverska verka- menn ekkert. Vanalega var nægu korni út- býtt til þeirra, tvisvar eða þrisv- ar í viku. Síðan var þeim út- hlutað skamtur af Olive olíu, sem var yfrið nóg fyrir þá og fjölskyldur þeirra, og ítalir gátu þá, eins og enn, lifað að miklu leyti af brauði og Olive olíu; aftur á móti þurftu þeir að kaupa ofurlítið af fiski, kjöti, víni og ávöxtum, sem allt var fjarska ódýrt, enda var það hið helsta, sem þeir þurftu að kaupa af fæðutegundum. Fatn- aður var einfaldur og ódýr, og eldiviður til hitunar ónauðsyn- legur. Menntun og skólar voru ó- keypis, ekki einungis í Róm, heldur og í öðrum borgum út um ríkið var börnum verka- manna gefin ókeypis mentun. Skólafyrirkomulag Rómverja var eitt hið fullkomnasta í heim- inum, þar til á fyrri hluta 19. aldar. Þegar kirkjan náði völd- um, og síðar alræði í Evrópu, eyðilagði hún þetta alþýðu- mentunarfyrirkomulag, fornald- arinnar. Skólakennurunum í Róm, var oft illa borgað fyrir starf sitt, eins og pft hefir átt sér stað síðan. Námsgreinarnav voru ekki margar, og skólarnir voru oft ekki annað en skugg- sælir staðir í skógarlundum eða undir veröndum stórra bygg- inga; en þó þetta virðist hafa verið léleg skólahús, þá samt sem áður var öllum verkamanna börnum kent að lesa og skrifa, og engin þjóð, síðan, hefir getað stært sig af slíku, þar til fyrir 70—80 árum. Síðan Róm féll, og fram til miðrar 19. aldar — í fjórtán aldir — var ekki meri en 5% af verkamannabörnum, sem kent var að lesa, og mun færri sem kent var að skrifa. Hærri mentun var einnig frí í Róm; gáfuðustu börnin voru send til “privat” skóla, sem vér gætum kallað, háskóla — Uni- versity —, til að læra lög, eða nema vísindi, sögu mælskulist og bókmentir, eins og tök voru á, á þeirra tíð. Auðvitað voru allar bókmentir þeirrar tíðar — eins og ekki er laust við enn — blandaðar goðsögnum og mörgum hindurvitnum, sem fylgdu átrúnaði þeirra tíma. Gefins eða ókeypis ‘læknis- hjálp, var og veitt frjálsum rómverskum verkalýð. Prestarn- ir, sem höfðu umsjón með must- erum, heilsu eða heilbrigðis- guðsins Aesculapius, veittu o- keypis læknishjálp öllum, sem leituðu til þeirra; en auk þess voru og læknar, sem fengu borg un fyrir þjónustu sína frá bæja- eða sveitafélögum. Margt af lækningum þessara manna, mundu vera kallaðar skottu- lækningar nú á títð. Sjúkrahús voru í Róm, og jafnvel á Grikklaudi, löngu fyr- ir hið kristna tímabil, þess vegna er það algjörlega rangt að halda því fram, að fyrst með kristindómnum hafi verið stofnaðir skólar og sjúkrahús í heiminum. Þrátt fyrir það þó þessar forn- aldarstofnanir væru ófullkomn- ar, í samburði við slíkar stofn- anir nú á tíð, þá samt sem áður voru þær þó vísari til sam- kynja stofnana, sem vér nú höf- um í margfalt fullkomnari rnynd. Á sumrin höfðu frjálsir róm- verskir verkamenn ókeypis vatn, sem var þeim til hins mesta hagræðis. Vatnið var leitt til borgarinnar eftir stórum m w. p .-•v W i M OUR CONTRIBUTION TO THE WAR EFFORT... THE BREWERS and HOTELKEEPERS o( MANITOBA WAR FUND All of the monies subscribed are used for war purposes. There are no salaries, expenses or deductions from the Fund. 100% of the amount collected is paid out by the Trustees for some patriotic purpose. Every Hotelkeeper and every Brewer in Manitoba contributes to the Fund. Annual contributions to the Fund total about $37,000. Drewrys vatnsleiðslum frá hæðunum kringum borgina; það var leitt í hvert hús og á hverja hæð. Vatnsgeymar og dælur voru líka um alla borgina til eld- varna, ásamt föstu eldvarnar- liði. Gleðskapur og leikir. Frjáls rómverskur verkalýð- ur naut hvíldar og endurnær- ingar við alskonar skemtanir, sér að kostnaðarlausu. Fyrir rúmum 100 árum var alment í Evrópu að verkalýð- urinn, ynni 16 tíma á dag í 311 daga af árinu. Rómverskir verkamenn höfðu miklu styttri vinnutíma eða 180 vinnudaga á árinu. Það er nærri því hálf broslegt, þegar verkamenn í Evrópu og Ameríku eru að stæra sig af því, hvað þeir séu búnir að koma vel ár sinni ,fyrir borð með styttingu vinnu- tímans, með því að hafa hálfan laugardaginn frían, og fáeina banka og bæjar helgidaga, þá er því skamt til að jafna við hinn forn rómverska verkalýð. Á aðalhelgidögunum, sem voru 80—00 á ári, voru allra handa skemtanir um hönd hafð- ar^ sem keisarinn eða auðugir og framgjarnir höfðingjar borg- uðu fyrir, stundum alt að 500 þúsund dollars í nútíma pen- ingum, á dag. Einn þeirra skemtistaða í Róm sem hefir verið mest umrædd- ur af kristnum rithöfundum er, hið svo kallaða Amphitheater, sem var afar stór hringmynd- uð bygging, lögð innan marg- víslega litum slípuðum marm- ara. Rústir þessarar fornu bygg- ingar eru nú þektar undir nafn- inu “Coliseum”. Byggingin var opin, eða þak- laus, en yfir hana voru þandar sólhlífar úr purpura, til að skýla áhorfendunum fyrir sólargeisl- unum. Á leiksviði þessarar byggingar háðu Gladiatorarnir sínar grimmu og nafntoguðu skilmingaleiki. Margir rómversk ir siðbetrunarmenn mótmæltu þessum ómannúðlegu leikjum, en fengu litla áheyrn, en þess ber að gæta, að siðmenning róm verja var ung, aðeins fárra alda gömul, og bar að mörgu leyti á sér blæ fyrri barbariskra tíma. En þegar vér lítum til Spánar, sem hefir verið kristið land í margar aldir, og áður orðið að- njótandi rómverskrar mentunav og menningar, heldur uppi, enn þann dag í dag, hinu viðbjóðs- lega nautaati, sem þjóðleik, sem ekki er viðkomandi að leggja niður. Svipað er um hnefaleika, sem háðir eru í mörgum menn- ingarlöndum nú á tíð — grimm- ir leikir og ómannúðlegir —. í Coliseum voru sæti fyrir 90 þúsund áhorfendur. Þá var annar frír skemtistað- ur í Róm, hinn nafnkunni Circ- us, sem rúmaði 400 þúsund á- horfendur. Við Circus-leikana áttu sér engar blóðsúthellingar sér stað, nema ef að slys vildi til. Kappakstrarnir í Circus voru aðal hrifningar og metnaðar skemtanir rómversks verkalýðs. Á milli kappakstranna voru háð kapphlaup fimm sinnum kring- um kappaksturssviðið, auk þess voru allra handa íþróttir sýndar, svo sem: línudansar, listdansar, sjónhverfingaleikir og margt fleira. Rómverskum verkalýð var frjálst að horfa á þessar skemtanir 6 tíma á dag, dag eftir dag sér að kostnaðarlausu. Þá voru og hin reglulegu leik- hús, þau voru og frí fyrir frjáls- an rómerskan verkalýð. Á leiksviðum þessara leikhúsa voru leikirnir þegjandi — engin samtöl — en til þess að sýna slíka leiki, svo vel færi, þurftu leikarnir að vera listfengnir og afar vel æfðir; efni leiksins var túlkað með látbragði, limaburði, augnaráði, brosi og því um líku. Auk þessara leikja voru og hinir sígildu leikir, svo sern: Plautus og Terence o. fl. Flestir slíkir leikir voru lítt siðfágaðir, þó lítið ósiðlegri en sumir sem sýndir eru á leikhúsum í Chi- cago. Fyrir að nota böðin, þurfti rómverskir verkamenn, að borga Böðin voru afar vandaðar tíg- ulsteins byggingar, — mörg þeirra standa að miklu til enn þann dag í dag — fóðraðar innan með marmara og öðrum slípuðum steinum. Auk sundlaugarinnar, sem veita mátti í heitu og köldu vatni eftir þörfum var lestrar- salur og bókasafn, og salur fyr- ir líkamsæfingar. Þegar klukkurnar í borginni hringdu þrjú e. h., var dags- verki lokið, svo eftir vinnu- tíma gat verkafólkið farið i böðin og kælt sig eftir hita dagsins, eða hvílt sig í skugg- sælum súlnagöngum, eða eytt tímanum við lestur. Fyrir þessi þægindi þurftu menn að borga en gjaldið var afar lágt, aðeins 1/2 cent í hvert skifti, eftir voru peningagildi. Auk hinna mörgu viðteknu helgidaga, var sjálfsagt að hafa einn eða fleiri helgdaga, þegar herforingjar Rómverja komu heim, sigrihrósandi, frá fjarlæg- um löndurrt. Eg er oft spurður að, ekki hversu hátt kaupgjalti verkalýðsins var, heldur hvern- ig fólkið eyddi vinnulaunum sínum, þar sem svo tiltölulega fátt þurfti að kaupa; sama sem engan eldivið, að eins ofurlítið af viðurkolum til að elda mat við, mjög lítinn klæðnað, aðal- lega þunnan slopp úr ódýru efni, og ilskó, engar skemtanir að borga fyrir, ekkert skóla- gjald og lækningar fríar; og vín, ávextir og fiskur var mjög ódýrt, en húsaleiga var afarhá, enda lét fólk sér nægja smáar íbúðir, eitt eða tvö herbergi í hinum stóru marghýsum, sem voru oft fjórar eða fimm hæð- ir. Á blómatíð borgarinnar voru þar um eða yfir miljón íbúar, og borgin mjög þétt bygð, svo jfart mun hafa verið meir en 15 mínútna gangur frá ystu verkamannahverfunum til hins mikla samkomustaðar borgar- innar “Forum”. Það er ekkert til í heiminum nú, sem sam- svarar Forum í hinni fornu Rómaborg. Torgið var nokkur hundruð faðmar á lengd, og þrjátíu faðmar, eða lítið eitt meir á breidd. Það var umgirt á alla vegu marmarahöllum og musterum. Á hæð við annan enda þess var hið gulli þakta musteri Júpiters; þessi gamli og glaðværi guð gerði sér engar áhyggjur út af ástaæfintýrum fólksins, sem hann horfði dag- lega á úr musteri sínu, enda hafði hann ekki verið barnanna bestur á því sviði, á sínum yngri árum. Við hinn enda torgs ins var hið mikla Amphitheater. Á aðra hlið við torgið var dóms- höllin, afar skrautleg bygging, bygð úr tíu mismunandi litum marmara. Hinumegin við torgiö gegnt dómshöllinni var musteri Vestal-meyjanna. Rómverjar vissu vel, að ef ætlast var til að þær héldu vel skýrlífisheit sitt, þurfti að hafa sérstaka byggingu fyrir þær. 1 stuttu máli sagt, í kringum torgið voru tvær raðir af skraut- legum marmarabyggingum, slíkum, sem hvergi fyrrifinnast nú á tíð. Meðfram flestum þess- um byggingum voru breið súlna- göng, þar sem fólkið gat notið skuggsællrar forsælu í sólarhit- unum, og skemti sér við teninga spil og aðra leiki. Keisararnir, hver eftir annan létu býggja ný súlnagöng í gegnum borgina, og þær leyfar og brot af þessum skrautlegu súlum og súlnahöfuðum, sem enn sjást til og frá í' Róm, gera oss mögulegt að gera oss grein fyrir hversu mikil listaverk þetta súlnasmíði hefir verið. Alma Todema sýnir áhrifa- mikla mynd af fyrsta maí skrúð- göngu, eftir einum þessara í- burðarmiklu súlnagöngum, sem lítur út sem svipleiftur löngu- liðinnar gullaldar. Bæði á torg- inu og í þessum súlnagöngum léku menn allra handa fjár- hættuspil, og eyddu þannig þeim fáu denaris, sem þeir höfðu afgangs því sem þurfti til fæðis og klæðis; á þessum stöðum ræddu menn og um pólitík og verkamanna málefni; en eftir að lýðræðisfyrirkomu- lag þeirra leið undir lok, var pólitík rómvexskum verkaljýð lítið áhugaefni. Þeir höfðu mis< sinn lýðræðislega rétt í hendur Keisarans, og gerðu sig ánægða með “brauð og leiki” í staðinn, sem keisararnir veittu þeim ó- keypis, ásamt ánægjunni af að horfa á hinar skrautlegu marm- ara byggingar auðmannanna. Að tala um iðnaðarmanna- samtök á þeirri tíð, virðist næst- um að vera fjarstæða; því fyrst árið 1925 var haldið hundrað ára afmæli verkamannasamtak- anna — unions —. En sann- leikurinn er sá, að verkamanna- samtökin voru almenn í Róm fyrir átján hundruð árum, og hélst þar til ríkið féll og lið- aðist í sundur. Hin alþekta Guilds miðaldanna, voru hinar fyrstu eftirstælingar eða endur- vakning hinna fornu verka- • manna samtaka, sem rómverjar kölluðu “Colleges”. Hver iðn- aðarmannaflokkur hafði sína union fyrir sig og sitt samkomu- hús —clubes. — Þó höfðu þess- ar unions af og til sameiginleg hátíðahöld. í eðli sínu voru þessi verkamannafélög, sem sáu um útfarir félaga sinna, og um fjölskyldur látinna félaga, en samt sem áður benda mörg lagafyrirmæli frá þeirri tíð til, að þeir hafi einnig látið sér póltísk og hagsmunaleg efni viðkoma, meir en valdhafarnir vildu vera láta. Það er engum vafa bundið, að tilgangur þess- ara félaga hefir og verið til að bæta vinnukjör og tryggja vinnulaun sín. Á fornum áletrunum á steina og byggingar má sjá, að margar þær ímyndanir, sem menn hafa gert sér um hina fornu Róm, eru rangar. 1 þessum iðnaðar- miðpúnkti ríkisins var þrælum oft gefið frelsi, og veitt róm- versk borgararéttindi. Konur höfðu og all mikil réttindi, langt fram yfir það er síðar var. Vér fáum ekki mikla fræðslu HUMPHREY MITCHELL, Mini(l*r ol lobour, Oltowo VLg«.Pg... Brúðurin skiftir um nafn, og oftastnwr skipta brúður og brúðgugi um heimilis- fang. Og í hvert sinn, sem skrásett persóna skiftir um bústað, karl eða kona, ber þeim að tilkynna National Registration yfir- völdum sitt nýja heimilisfang. Sérhver persóna í Canada yfir 16 ára aldur, verður að skrásetjast, nema því að- eins, að um skriflega undanþágu sé að ræða. fað er borgaraleg skylda, að fylgja í öllu fyrirmælum Aationai Registration yfirvaldanna, með því komist þér hjú 6- þægindum og sektum. Sérhver persúna þannig skrftsett, verður eftir giftingu sina að gera Chief Registrar í Canada innan 14 daga aðvart um hreytt heimilisfang. Sérhver skrásett persóna verður lögum samkvæmt að bera altaf á sér skrásetn- ingarspjaldið. Hlutaðeigandl yfirvöld geta nær, sem er, krafist þess að þér fram- vísið skrásetningarspjaldi yðar. Sérhver formlega skrásett persóna, sem týnir skrásetningarspjaldi sínu, eða ef það er máð, eða ógreinilegt, verður að fá af- rit af því. — Nauðsynleg eyðublöð ásamt viðeigandi skýringum í þessum tilgangi, fást hjá öllum póstmeisturum í Candada. Er þér fáið giftingarleyfið, og búið yður í flýti undir veizluhöldin, megið þér ekki gleyma því, að lög iraela svo fyrir, að þér tilkynnið National Registrat- ion yfirvöldunum frá hinum giptusam- lega atburði. CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.