Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. 3 um iðnaðar- og verzlunarmanna samtök úr rómverskum bók mentum, sem varðveist hafa, sem aðallega voru skrifaðar af yfirstéttarmönnum fyrir yfir- stéttirnar, og ganga því fram hjá verkamanna málefnum, sem séu lítt viðkomandi. En þó þess sé ekki mikið getið, þá er það víst að mikil kynblöndun átti sér stað milli frjálsra Rómverja og þræla. Þrátt fyrir alla galla rómverska fyrirkomulagsins, má óhætt fullyrða, að meiri mann- úð og upplýsing átti sér þar stað, en vér vanalega ímyndum oss; og hvar sem veldi róm- verja náði til komu þeir á fót menningar og umbóta stofnun- um, svo sem: skólum, vatns- leiðslum, vegum og brúargerð- um, bókasöfnum, leikhúsum, böðum ’og réttarfarsstofnunum — dómstólum. — alla leið norð- an af Bretlandi til hinna sól- ríku slétta á Sýrlandi og Afríku. Róm á þann heiður að hafa sið- mannað meira af heiminum, en nokkurt annað ríki hefir gert. Líf rómverskra verkamanna var óheilbrigt, frá hagfræðilegu sjónarmiði séð; þeir voru að vissu leyti snýkjudýr á ríkinu, það voru þrælar frá Afríku, Spáni og Gallíu, sem framleiddu þessar ókeypis matgjafir, sem var útbýtt til verkalýðsins í Róm. Það voru peningar hinna auðugu þrælaeigenda, sem borg- uðu fyrir hinar mörgu ókeypis skemtanir, sem verkalýðurinn naut. Alt þetta fyrirkomulag var í fylsta máta óheilbrigt og á- samt öðru gróf grundvöllinn undan einingu ríkisins. En þess ber að gæta, að menning þeirra var ung, og í þá daga var ekki um neina vísindalega hagfræð’ að ræða. Þrátt fyrir alla galla sem voru á rómverska fyrir- komulaginu, naut frjáls róm- verskur verkalýður, betri lífs- kjara, en nokkur annar verka- lýður í heiminum, hefir notið fyr eða síðar. Og það lýðræðis- fyrirkomulag, sem þeir fyrst komu á stofn, en töpuðu í hend- ur einvaldanna, varð þó síðar á tímum sá grundvöllur, sem nútíma, lýðræðishugsjónir vor- ar eru að mörgu leyti byggðar á. G. E. Eyford þýddi. H. G. Wells Fyrir sextíu árum var drengja hópur að leikjum á stræti í ein- hverri undirborga Lundúna, er slys skeði skyndilega. Stærsti strákurinn þreif til lítils hnokka er nefndist Bertie Wells, og kastaði honum hátt í laft upp. En í stað þess að grípa Bertie, er hann kom niður aftur, misti stóri strákurinn hann, enda fór þannig, að Bertie fótbrotnaði. Mánuðum saman lá Bertie litli rúmfastur með reifaðan fótlegg. En beinið greri ekki eins og til var ætlazt. Það varð að brjóta það upp að nýju. Það var þung- bær raun. Bertie litli bar sig mjög aumlega. Þetta virðist vera hin mesta raunasaga, en Bertie er á annari skoðun. Hann er nú einhver frægasti rithöfundur veraldar. Þú kannast þó eigi við hann sem Bertie heldur sem Herbert George Wells. Þú hefir efalaust lesið einhverjar bóka hans. Hann hefir fært sjötíu og fimm bindi í letur, og hann kveðui það hafa reynzt sér til heilla að hafa fótbrotnað. Hvernig má það vera? Fótbrotið olli því, að hann varð að dvelja innan dyra árlangt. Hann las allar þær bæk- ur, er hann til náði, sökum þess að hann gat ekki haft ann- að fyrir stafni. Það fór þannig,- að hann fékk áhuga fyrir og festi ást á bókmentum. Hann varð altekinn aldmóði. Hann ákvað að geta sér orðstír, sem lengi yrði í minnum hafður. — Fótbrotið olli straumhvörfum í lífi hans. Á vorum dögum er H. G. Wells einhver tekjuhæsti rit- höfundur í heimi. Hann hefir ef til vill aflað sér miljóna dollara. Þó ólst hann upp í sárri fátækt. Faðir hans var atvinnumaður í hornaboltaleik og rak dálitla leirvöruverzlun. Eldhúsið var niðri í kjallara. Það var skuggalega og óvistleg kompa. Wells minnist þess gerla, er hann sat inni í hálfrökkri eldhússins og horfði á fætur vegfarendanna gegnum járn- grindagluggann, sem var fyrir komið í gangstéttinni. Mörgun; árum síðar ritaði hann um þessa fætur og lýsti því, hvernig hon- um hefði lærzt að skilgreina fólk á skóm þeim, er það bar. Það fór þannig að lokum, að leirvöruverzlun föður hans varð gjaldþrota, enda hafði það lengi legið við. Fjölskyldan átti eigi annars úrkostar en skilja sam- vistum. Móðir H. G. Wells réðist því sem ráðskona að stóru búi í Sussex. Hún bjó með vinnu- fólkinu, sem gefur að skilja, og H. G. Wells kom oft í heimsókn til hennar. Þar komst hann fyrsta sinn að raun um það, hvað þjóðfélagið raunverulega væri. Þá vitneskju átti hann þjónunum að þakka. Hinn verðandi höfundur bók- arinnar The Outline of History — Mannkynssögunnar — réðist sem starfsmaður í vefnaðar- vöruverzlun þrettán ára gamall Hann varð að rísa úr rekkju klukkan fimm á hverjum morgni, sópa gervalla verzlun- ina, kveikja upp eld og vinna baki brotnu um fjórtán klukku- stunda skeið. Þetta var þræl- dómur, sem H. G. Wells hafði hina mestu vanþóknun á. Ein- hverju sinni um mónaðarmót fékk hann ávítun hjá yfirboðara sínum fyrir það að vera tötru- legur, óþrifinn og hvimleiður. Þessu næst gerðist hann starfs maður í lyfjabúð nokkurri. Öðru sinn var honum sagt upp starfinu að fyrsta mánuðin- um liðnum. Loksins fékk hann atvinnu í annari verfnaðarvöruverzlun. Hann varð að afla sér nauð- þurfta og hélzt því dálítið leng- ur í vistinni. En þegar yfir- maðurinn vék sér frá, laumað- istt H. G. Wells afsíðis til þess að lesa í ritum Herberts Spenc- ers. WOMEN-Serve witli the C.W.A.C. You are wanled — Age limits 18 io 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Women's Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representalive En að tveim árum liðnum var þolinmæði hans brotin. Hann reis þá úr rekkju einhverju sinni árla á sunnudagsmorgni. Hann beið eftir morgunverðin- um en lagði fimmtán míiur und- ir fót til þess að ná fundi móð- ur sinnar. Hann var óður og uppvægur. Hann flutti mál sitt af ofurkappi. Hann gat ekki tára bundizt. Hann kvaðst mundi fremja sjálfsmorð, ef hann ætti að halda áfram í vefnaðarvöru- verzluninni. Wells settist niður og skrifaði gamla skólastjóranum sínum langt og viðkvæmt bréf. Hann kvaðst vera vesæll og vonsvik- inn maður — og þreyttur á lífinu. Skólastjórinn skrifaði Wells aftur, honum til mikillar undr- unar, og bauð honum stöðu sem kennara. Nýr þáttur í lífi H. G. Wells var hafinn. Eigi að síður mun H. G. Wells skýra þér frá því með hinni hverllu rödd sinni, að erfiðis- árin, er hann vann í vefnaðar- vöruverzluninni hafi reynzt honum til heilla. Hann var auð- viðtað latur og hæggerður, en hann lærði að vinna í vefnaðar- vöruverzluninni. Nokkrum árum eftir að H. G. Wells hóf kennslustörfin varð hann fyrir alvarlegu slysi. Það atvikaðist þannig: Hann var að knattspyrnuleik. En þegar keppnin stóð sem hæst, var hann felldur um koll og fótum troðinn, svo að hann var nær dauða en lífi. Hann hafði særzt alvarlega á nýra og hægra lunga. Honum hafði blætt svo mjög, að hann var fölur sem nár. Læknarnir gáfu upp alla von, og mánuðum saman var Wells í hinni mestu lífshættu. Hann var sjúkliiigur um tólf ára skeið, en þessi ár bjó hann sig eigi að síður undir að drýja dáðir, sem gerðu hann frægan um gervallan hinn mentaða heim. Hann fékkst við ritstörf af miklu kappi í fimm ár. Skáld- sögurnar, greinarnalr smásög- urnar, sem hann færði í letur, voru fjörlausar og viðvanings- legar. En H. G. Wells var gædd- ur nægilegri sjálfsgagnrýni til þess að gera sér þetta ljóst. Hann brendi flestu því, sem hann ritaði. Þar kom að lokum, að hann hóf kennslustörf að nýju, enda þótt því færi fjarri, að hann væri kominn til fullrar heilsu. Það var fríð stúlka í bekknum, sem hann kendi líffræði. Hún hét Katrín Robbins. H. G. Wells komst brátt að raun um það, aS honum þótti mun meira um Katrínu en líffærafræðina. Hún var óhraust og veikluleg. Það var hann einnig. Þau þráðu ao njóta hamingjunnar, meðan þess væri kostur. Þau gengu því í heilagt hjónaband. Þetta var fyrir fjörutíu árum. En í stað þess að deyja komst Wells til heilsu að nýju. Hann hefir hlotið frábært starfsþrek og sent frá sér tvær bækur á ári hverju, og fyrir bækur þær hefir hann getið sér orðstír, sem aldrei mun fyrnast. Wells er gæddur óvenjulegri hugmyndaauðgi. Hann fer jafn- vel á fætur um miðjar nætur til þess að hripa hugmyndir sínar niður. Þessi lati piltur, sem einu sinni var rekinn úr vist sem starfsmaður vefnaðarvöru- verzlunar sökum óhæfni, kveðst nú hafa næg efni í bækur, sem myndi taka hann hálfa aðra öld að færa í letur. Hann getur fengizt við rit- störf, hvor sem er — í vinnu- stofu sinni í Lundúnum, í járn- brautarklefa eða undir sólhlif á strönd hins bláfagra Miðjarð- arhafs. Hann hefir tvö sumar- hús á leigu í Riviera í Frakk- landi. Annað þeirra er vinnu- stafa, en hitt er ætlað gestum. Hann situr við skriftir daglega en ræðir aðeins við gesti sína á kvöldin. Ef hann getur ekki farið til járnbrautarstöðvarinn- ar til þess að taka á móti þeim, sendir hann bifreið sína eftir þeim ásamt lykli að vínkjallara sínum, sem hefri jafnan miklar birgðir að geyma. Gestir Wells eru ávalt í sólskinsskapi, er hann kemur loksins til móts við þá. —Tíminn. Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Mig langar til að fá upplýsingar viðvíkjandi kari- mannafatnaði. Maðurinn er 6 fet 3 þumlungar á hæð, og yfir 200 pund á þyngd. Hann lætur vanalega sauma á sig föt, vegna þess að tilbúin föt passa honum ekki. Hvernig á hann að fara að því að fá sér ný föt? Svar. Ef hann tilkynnir næstu skrifstofu Wartime Prices and Trade Board, og segir þeim hvar hann sé vanur að kaupa fatnað, þá verða sérstakar ráðstafanir gerðar til þess að útvega honum mátulega stór föt. Spurt. Er nokkuð hámark á leigu á þvottavélum? Það er erfitt að fá viðgerðir og kostn- aður hefir hækkað. Svar. leiga fyrir notkun á á- höldum og viðgerðarkostnaður er hvorutveggja háð hámarks- reglugerðunum. Ef þér finst að viðgerðarkostnaður hafi hækkaö þá átt þú að tilkynna næstu skrifstofu Wartime Price and Trade Board, og láta þá rann- saka þetta frekar. Spurt. Eg hefi nokkrum sinn- um fengið sérstaka tilsögn, þeg- ar eg hefi búið mig undir próf. Nú voru launin fyrir þessa til- sögn hærri en í vor. Er þetta leyfilegt? Svar. Já. Það er ekkert há- mark á kennslulaunum. Spurt. Er nokkur skortur á “corn syrup”? Ungbarnið mitt þarfnast þess, en eg hefi ekki getað fengið það nú upp á síð- kastið. Svar. Ef “corn syrup” er alveg bráðnauðsynlegt, þá getur þú fengið sérstakt skírteini hjá lækninum og keypt það sem þarf. Annars mætti benda á, að ungbörn eiga að fá sinn eigin sykurskamt. Spurt. Börnin mín verða nú bæði að fá sér gleraugu. Er hægt að kaupa þau með afborg- unum, eða banna lánslögin það? Svar. Nei. Alt þess háttar er undanþegið lánalögunum og fæst með afborgunum. Spurt. Eg hefi sent þvott í sama þvottahúsið nú í nokkur ár, en í vikunni sem leið var mér sett 5 centum meira fyrir þvott á hjúkrunarkonu búningi. Hafa þvottahús leyfi til að hækka verð? Svar. Nei. Þú átt að tilkynna næstu skrifstofu Wartime Prices and Trade Board um þessa verð hækkun. Spurt. Bóndi, sem hefir selt mér smjör að undanförnu, segir mér að það sé ekki nauðsynlegt að láta sig hafa nokkra smjör- seðla. Eg er hrædd um að hann sé óafvitandi að brjóta lögin, og mig langar til að fá að vita hvað sé rétt. Svar. Hann á að taka við smjörseðlunum alveg eins og hver annar verzlunarmaður. Leiðréttu þetta hjá honum, og ef hann neitar að fylgja lögun- um þá verður þú að tilkynna Wartime Prices and Trade Board. Spurt. Hve mikið kaffiefni eða “Coffee-concentrate” fæst fyrir hvern skömtunarseðil, sam- kvæmt nýjustu reglugerðum? Svar. Samkvæmt reglugerð- unum fæst, með hverjum seðli, nóg kaffi-efni eða “Coffee- concentrate” í 25 bolla af kaffi. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Business and Professional Cards WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Thorvaldson & Eggertson Lögfrœðingar 300 NANTON BLDG. Talslml 97 024 J. J. SWANSON & CO. DR. A. V. JOHNSON LIMITED Devtist 308 AVENUE BLDG., WPG. • • Fasteignasalár. Leigja hús. Út- 50 6 SOMERSET BLDG. vega peningalán og eldsábyrgð. Telephone 88 124 bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 * Home Telephone 202 398 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaður i miðhiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Quests • DR. B. J. BRANDSON DRS. H. R. and H. W. 216-220 Medical Arts Bldg. TWEED Cor. Graham og Kennedy Sts. Tannlæknar Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • • 406 TORONTO GEN. TRCSTS Heimili: 214 tVAVERLEY ST. BUILDING Phone 403 288 Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Manitoba PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Orvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifið eftir verðskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnabur sá beztl. Ennfremur selur hann aliskonar minnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talsiml 86 607 Heimilis talslmi 601 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DR. ROBERT BLACK Sírfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofustmi 22 261 Heimilisstmi 401 991 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slmi 23 703 Heimilissími 46 341 Sérfræðingur i öllu, er að húðsjúkdómum litur Viðtalsttmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Viðtalstlmi 3—5 e. h. - H. A. BERGMAN, K.C. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 islenzkur lögfræðingur • Dr. L. A. Sigurdson Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1658 Phones 95 052 og 39 043 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Gilhuly’s Drug Store THE REXALL STORE Lyfjasérfrœðingar SELKIRK, MAN. Simi 100 Nætursími 25 E. G. EIRIKSSON LiVfsali CAVALIER, N. DAKOTA. Slmi 24 SINCLAIR’Sx TEA ROOMS Staðurinn par sem allir vinir mcetast. SELKIRK, MAN. VICTORY BOWLING FIVE and TEN PINS • Símið 206 til þess að tryggja aðgang • SELKIRK, MANITOBA No. 1 Call 2 DR. M. C. FLATEN Tannlœknir EDINBURG, N. DAKOTA Dr. K. ,1. JOHNSON Physician and Surgeon Slmi 37 CENTRE ST., GIMLI, MAN. J. W. MORRISON & CO. Qeneral II ardmare MÁL og OLlUR "Sé það harðvara, höfum við hana’’ SlMI 270 — SELKIRK, MAN. S. E. Björnson, M,D. Lasknir og lyfsali ARBORG, MAN. J. A. Anderson, B A., LL.B. Barrister and Solicitor and Notary Public Tryggingar af öllum tegundum. ASHERN, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.