Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. I R U F U S Efíir Grace S. Richmond Síðan þetta vildi til með Rúfus, hafði dr. Bruce ekki verið eins ruddalegur í háttum sínum, hvorki gagnvart henni né öðrum, þó hafði hann ekki skipt svo mikið um skap, að hægt væri að segja, að hann væri orðinn mannblendinn. En hann gerði enga athuga- semd, þegar hún sagði honum, að hún væri á förum; hann tók því eins og það væri sjálf- sagður hlutur. Og hvernig sem hún lagði höf- uðið í bleyti, sá hún enga leið til að geta boðið sjálfri sér að vera kyr. Hefði Rúfus lifað og læknirinn haft ánægju af honum, þá var leiðin greið. Stingi hún nú upp á því, án allrar tvíræðni, að hann gerði húsið að sjúkrahúsi og tæki Katrínu Ferris í félag við sig, var augljóst, að hún hefði fengið stutt afsvar. Katrín hafði á réttu að standa; slíku varð ekki f:amgengt, nema sem afleiðingu einhvers ó- fyrirsjáanlegs atviks, eða sem hagkvæman þróun hagkvæmari kringumstæðna. Fyrsta skrefið var að vekja áhuga dr. Bruce og trú hans á sjálfan sig, og þetta byrjaði vel, að því er virtist, en endaði með því, að þessi nauðsynlegi liður í áætluninni, Rúfus, gaf upp andann. Nancy gat ekki farið til New York og komið með annað foreldralaust barn í fanginu. Það hefði komið upp ráðabrugginu. Hún flýtti sér niður. Henni duldist ekki, að fyrir framan hana sat maður fullur af sorg og þjáningum. Dr. Bruce hafði rifið sundur bréf og var nú að reyna að setja það saman aftur. “Nancy, í öllum bænum hjálpaðu mér. Eg reif bréfið áður en eg var búinn að lesa það, en þarf að vita hvað í því er, þó eg vildi helst vera laus við það. Konan kemur, og eg verð að senda Pat til að mæta henni á stöðinni, en eg var ekki búinn að lesa, hvar eða hvenær hann á að hitta hana. Hamingjan góða! Þessar manneskjur, sem gefa manni ekki tíma til að láta þær vita, að maður vilji vera laus við þær —.” Nancy brosti um leið og hún tók við bréf- sneplunum af honum og lagði þá á borðið. “Var það þessi hugsun, sem greip þig, frændi þegar þú fékkst bréfið frá mér?” “Eg verð að játa, að það var svo. Eg er með skel utan á mér, og eg óskaði að lifa i friði í skelinni minni. En fréttin um komu þína var ekkert á móts við þetta. Þekkir þú nokkuð frændkonu þína, Maríu Bruce?” Nancy hristi höfuðið. “Ekki síðan eg var lítil.” “ímyndunarveik kona. Verst af öllu, mái- gefnasta kona, sem nokkurntíma hefir opnað munninn. Hún heimsótti móður mína við og við. Eg hugsaði að hún væri dauð og grafin, eða að hún, að minsta kosti, mundi aldrei koma á þessar slóðir aftur. En það sýnist nú öðru máli að gegna. Hún kemur — með hvaða járnbrautarlest segir hún? Þú gáir að því, þeg- ar þú ert búin að setja saman sneplana. Eg get ekki sent henni skeyti um að koma ekki, því hún er komin af stað þaðan, sem hún var.” “Aumingja Lynn frændi! Hvert óhappið virð- ist fylgja öðru. Það er sjaldan ein báran stök.” Nancy flýtti sér að setja saman bréfsneplana. ‘ Þarna finn eg það, kl. 4 og 32 mínútur, seinm partinn í dag. Jæja, það er sama lestin og eg ætla með. Eg get rétt séð hana á stöðinni. Eg mun þekkja hana á lýsingu þinni af henm. Látum okkur sjá — hún gerir ráð fyrir að vera hér um kyrt í mánuð.” “Ó, hjálpi mér! Þetta hafði eg ekki lesið.’’ “Já, hérna kemur það: “Geti eg verið hjá þér heilan mánuð, kæri frændi minn, þá getur þú nákvæmlega athugað sjúkdóm minn. Eg býst við að veikindi þín, sem eg er ákaflega hrygg yfir, muni ekki hafa gert þig óhæfan til að rannsaka og þekkja sjúkdóma, né tekið frá þér lækningagáfu þína —.” Nancy hallaði sér aftur í stólnum og horfði á hann. Hann starð.i á móti. Eg vil ekkert hafa með hana að gera,” sagði hann ákveðinn. Nancy þagði. “Enginn rekur föðursystir sína a dyr fremur en systurdóttur sína” — Nancy var það. — Það er einungis um eitt að gera sem gat bætt úr vandræðunum. Ætli honum komi það til hugar, eða varð hún að stingo upp á því sjálf? Vel gat það verið, að honum kæmi það til hugar, en að hann vildi ekki segja það. Honum kunni að þykja það skömm að vilja nota sér hana, þegar hann kærði sig ekki um að grenslast eftir, hvort hún óskaði að vera þar lengur, Þegar honum var engm þægð í því. “Aumingja Lynn frændi,” sagði hún aftur, cg þegar hún sagði það var dálítill gletnis- svipur á henni. “Ef til vill verður hún ekki eins slæm og þú heldur.” Það eru engin skynsamleg orð, sem geta gefið til kynna hljóðið, sem slapp fram af vörum hans. Hann mundi of vel eftir Maríu föðursystur sinni til þess að samsinna þessu. Þegar hún á annað borð var komin inn í húsið, var ekkert líklegra en að hún legðist í rúmið og ekki yrði hægt að hreyfa hana þaðan. Það er ómögulegt að úthýsa henni. Slík ógestrisni væri vanvirða fyrir móðir hans, frú Robert Bruce, sem ætíð hafði verið höfð- ingleg á svip og vinaleg við alla; það var hennar fastur vani, þó hún stundum yrði að taka á móti ættingjum manns síns, sem voru henni miður velkomnir. Hann horfði stöðugt á Nancy. Hún var nú sannfærð um, að það var hún, sem varð að eiga uppástunguna, sem gæti bjargað málinu, eins og það lá nú fyrir. Þegar Nancy var nú búin að vera í húsinu hans í nokkrar vikur duldist honum það ekki, að hún hefði verið ötul og ástúðleg húsmóðir á sínu eigin heimili. Hann skildi það fyllilega á öllu látæði hennar cg framkomu við Pat, frú Coon, dr. Mac Farland og hvern annan, sem hún umgekst. að henni var í lófa lagið að gera öllum til hæfis og viðhafa samkvæmislipurð í hvers- konar umhverfi, jafnframt þessu var hún fljót- ráð, ef um erfiðleika var að ræða. Enginn mundi geta umgengist og lagað sig eftir kenj- um Marju Bruce, föðursystur hennar, sem helst vildi öllu ráða og öllum, hvar sem hún var, eins og Nancy. Nancy aumkvaðist yfir hann. “Heldurðu að þú vildir ekki að eg hætti við að fara og reyni að byggja skilvegg milli þín og Maríu írænku?” spurði hún, vingjarnlega. “Það væri illa gert. Eg hefi ekki sýnt annaö en eigingrini í okkar viðskiptum, en þetta kórónaði það alt. Nei, far þú leiðar þinnar, eins og ætlun þín var, eg óska þess þín sjálfrar vegna.” ' “En ef mig langar nú til að vera kyr?” “Þig mun ekki langa til þess, ef þú þektir frú Maríu Bruce. Nei, Nancy, eg vil það ekki.” “Sannarlega gerir þú það, Lynn frændi Heldur þú ekki, að eg sé þér þakklát vegna Rúfusar? Þú gerðir það alt af snild. Mig langai tii að vera kyr og hjálpa þér. Má eg það?” Hann varð að gefa eftir. Hann sá, að henm var alvara — hana langaði til að hann sam- þykti uppástungu hennar. Það var eins og fargi væri létt af honum, þegar þetta var til lykta leitt, og hún fór út úr stofunni. Enginn af þeim, sem hann hafði í kringum sig, gat haldið Maríu frænku í þeirri fjarlægð frá hon- um, að honum yrði viðvært, nema Nancy. Hann vissi að nokkurrar óþæginda mundi hún alt af valda honum, annað gat hann ekki hugsað sér, en það er bezt að Nancy geri sitt bezta. Hann var í mikilli þakklætisskuld við hana, fyrir að losa hann við að verða fyrir aðalárásunum. Eftir þetta gæti hún beðið hann hvers, sem vera skyldi, og hann mund’. veita henni það, stæði það á hans valdi. Það gæti ekki orðið svo mikils virði, að hann skuldaði henni það ekki. Nú sendi hann eftir frú Coon. Hann vissi, að ráðskona hans ansaði ekki fyrirskipunum frá öðrum en honum sjálfum. Það mundi kosta uppreisn í eldhúsinu, léti hann Nancy vera boðbera. Honum Yar líka skylt að láta frú Coon vita, að Nancy ætlaði að dvelja nokkru lengur. Þetta mundu verða óþægilegar fréttir, og hann skildi vel hversvegna. Frú Coon var ákaflega afbrýðisöm gagnvart öllum, scm inn í húsið komu, á sama stóð, hvort það voru konur eða karlar. Hún hafði sýnt afbrýði gagnvart Nancy meira en nokkrum öðrum, sem hingað til hafði gist hjá dr. Bruce. Það var ekki erfitt að finna orsökina til þessa; hún lá í framkomu og fegurð hennar, sem hvortveggja var meðskapað, en sem tízkan átti þó nokkurn þátt í. Hvorutveggja var frú Coon mjög á móti skapi. Jafnvel göfugmann- legt látbragð Nancy, þegar hún sat við borðið með rétti þá fyrir framan sig, sem frú Coon hafði með ólund búið til handa henni, var frú Coon andstygð. Það, sem hafði haldið frú Coon í skefjum, voru peningar þeir, sem Nancy hafði við ýms tækifæri, gefið henni, sem þó einkum var meðan ungfrú Schirmer var þar og Rúfus lifði. XXV. Patrick Spence og frú Coon áttu tal saman þegar hún kom aftur frá dr. Bruce: Pat: “Það er eins og það gangi eitthvað að þér, frú Coon!” Frú Coon: “Gangi að? Hver væri ekki í illu skapi? Þessi kerling! Verðum við aldrei laus við þessi ættmenni hans, sem koma á öilum tímum árs! Rétt þegar við vorum orðin laus við barngarminn og hvítu kjólana. Þessi María frænka, með arnarnefið, með perlu poka um alt húsið og eins og mylluhjól að málæði til. Eins og hann hefði nú ekki nóg að bera alt þetta, sem gengið hefir á hér í hús- inu altaf síðan hún steig fyrst fæti sínum inn í það.” “Hún hefir ekki komið hingað síðan eg kom,” sagði Pat. Frú Conn: “Þú veizt vel við hverja eg átti eg átti við frú Ramsey þína, með hælaháu skóna og alt andlitsduftið. Við höfum ekki haft stundar frið síðan. Og svo bætist kerlingin við!” Pat — sakleysislega: — “Frú Ramsey kom ekki með hana, eða hvað?” Frú Coon: “Hennar vegna verður hún leng- ur. Eins og hún væri húsmóðirin hér — sem ekki veit svo mikið hvað stjórn er, að hún geti stjórnað sjálfri sér.” Pat: “Hver verður kyr?” Frú Coon: “Hún verður kyr.” Pat, sem tæplega getur trúað eyrum sín- um, segir glaðlega: “Fúr Ramsey!” Frú Coon: “Hver skyldi það vera önnur? Hún hefir náð honum á sitt vald með sætunm. Hann heldur, að hún geti hjálpað honum með Maríu frænku hans! Þegar þær koma saman, gera þær hann vitlausan.” Pat: “Verður hún lengur?” Frú Coon: “Mikið eruð þið karlmennirnir ailir saman þreytandi. Ykkur finst svo mikið til um það, ef konum líkar vel við ykkur. Eg hef hlustað á hana hæla þér. Og þetta kitlar þig eins og það væru peningar til að stinga í vasann. Hún hælir mér aldrei með einu orði. Bara sendir mér peninga í hvítu umslagi og þakklæti með.” Pat: “Við hverju gætir þú búist — sem gef- ur henni hornauga í hvert sinn, sem hún lítur inn í eldhúsið. Og þó hælir hún þér. Hún sagði við mig, að hún héldi að þú værir besta matreiðslukona, sem hún þekti. Hún segist aldrei hafa séð annan eins súkkulaðibúðing og þann, sem þú býrð til.” Frú Coon — með reigingi —: “Bjáni! Þetta sagði hún ekki við mig, heldur til að þóknast þér.” Pat: “Það er ómögulegt að gera þér til hæfis, frú Coon. En þú býr til góðan mat, það veiztu, þó þú kærir þig ekki um, að þér sé hælt fyrir það, það er þín heimska.” Frú Coon: “Hafðu þig á burt, og farðu að láta á borðið. Það verður gaman fyrit þig að þjóna Maríu.” Þegar hann er farinn afræður hún að hafa súkkulaðibúðing í eftirmat .... “Því skyldi það ekki geta verið súkkulaðibúðingur eins og eitthvað annað,” hugsaði hún með sér. XXVI. María frænka var komin. Nancy hafði farið sjálf með Pat til að taka á móti henni- á stöðinni. Frú Bruce var fremur svipmikil kona. Hún var ungleg að útliti, samanborið við ald- ur. Hún var milli 60 og 70 ára. Hún var rík- mannlega klædd — hefði ekki þjurft að bera svo ríkmannleg föt á ferðalagi, eftir því sem Nancy fanst. Hún var stór kona; tillit hennai var ógnandi og bar vott um, að hún bjóst við, að snúist yrði í kringum sig og því fylgdi mjög óþýð rödd, ef henni fanst stöðvarþjónar eða aðrir, sem með henni voru, tefja för henn- ar eða ekki nógu stimamjúkir við hana. Þegar gamla frú Bruce kom eftir stöðvar- pallinum, kom hin unga frú Ramsey á móti henni. Hún gekk til hennar með tígulegri ró og látbragði, sem hlaut að vekja aðdáun allra, nema Maríu Bruce, og kynti sig fyrir henni. Frú Bruce líktist frú Coon í því, að láta sér ekki geðjast vel að fólki við fyrstu kynni, ef annað var mögulegt. Nancy vissi óðara og hún heyrði málróm gömlu konunnar, sem líktist meir karlmannsróm en kvenmanns, með hvers- konar mannveru hún hafði hér að gera. “Hver? Ramsey? — Nancy Bruce? Ertu stúlkan hennar Barböru? Jæja. Eg hefi ekki seð þig Nancy, síðan þú varst barn, og það var því ekki hægt að búast við, að eg þekti þig strax. Eg hefi ekkert um þig frétt svo árum skiptir. Hvora leiðina? — Hvað hefir orðið af burðarkarlinum með farangurinn minn?” “Það er alt í lagi, frænka mín. Vinnu- maðurinn hans Lynns frænda sér um það alt. Gjörðu svo vel og koma hérna. Má eg ekki bera þessa litlu tösku fyrir þig?” “Nei, eg sleppi henni aldrei úr hendi minni. Of mikið um þjófa í kringum mann. Svo þú art sfúlkan hennar Barböru. Og gengur í sorgarbúningi, ef þið kallið þetta því nafni. Maðurinn þinn var í flughernum; var hann það ekki? Eg hefi gleymt því, það voru þó svo margháttuð störf, sem karlmenn höfðu.” Nancy skildi strax andúð Lynns frænda. Hún hafði gert sér grein fyrir því, þegar þær komu þangað, sem bifreiðin beið þeirra, að María frænka var af þeirri tegund ríkra kvenna, sem eru upp á móti flestu, sem sagt er og segja alt með hálfkæringi og þykjast af því, sem þær segja, hver sem í hlut á, fyrir- fram fullvissar um, að vekja andmæli. Jæja, ekki var um nema eitt að gera, þegar hún átti í hlut: að vera kurteis, en föst fyrir og ákveðin. Húsmóðirin varð að segja henni til syndanna, án þess að vera hið minsta hrædd við hana. Nancy félst ekki hugur. Hún fann, að hún var því vaxin að leysa þetta af hendi. “Já Alec var í franska lofthernum, María frænka,” sagði Nancy. Þessi búningur minn er þannig, að eg er þess fullviss að honum hefði geðjast hann. Eg er dóttir Barböru, þó eg geti ekki búist við að þú munir eftir mér. Eg er hrædd um, að eg hafi líka gleymt þér. F.n það er gaman að sjá þig aftur. Það er nú orðið langt síðah þú komst hingað, er ekki svo?” Frú Bruce starði með sínum bláu, köldu augum inn í flauelsmjúk augu frú Ramsey og henni duldist ekki, að hún hafði þó ró og festu, sem árum og góðu uppledi fylgja. Þó horfði Nancy á hana með undirgefnissvip, reiðubúin til að svara öllum spurningum henn- ar, hversu sem þær væru henni ógeðfeldar. “Eg hefi ekki komið hingað síðan Hester dó — frú Bruce, amma þín. Hvernig stendur á því, að þú ert hér? Þú ert þó ekki ein í heimsókn hjá Lynn?” “Jú, eg er alein. Eins og þú veizt er Lynn frændi aumingi síðan í stríðinu. Það koma mjög fáir til hans.” “Hm. Þú kemur til hans, og svo kem eg nú til hans. Það er gott fyrir hann.” Þegar þær komu heim að húsi læknisins, heimtaði frú Bruce að henni yrði strax fylgt til stofu frænda síns, en í þess stað var henni vísað til síns eigin herbergis. Nancy hafði sagt henni, að læknirinn tæki á móti henni nokkrum mínútum eftir miðdegisverð. Hún gaf þá skýringu, að hann hvíldi sig ætíð seinni part dagsins, og ætti hægra með að taka á móti ókunnugum að kvöldinu. Nancy sagði þetta svo ákveðið, að þar varð engu umþokað Skrifstofan var lokuð, en dyrnar á dagstof- unni voru opnar. Það hafði verið látinn eldur í arininn, og þangað höfðu verið borin blóm, fögur og nýklipt. Nancy sá um að þetta var gert, þó hafði hún ekki notað þessa stofu sjálf, síðan hún kom. Eldur hafði einnig verið kveiktur í arininum í herbergi frú Bruce. Þar hafði síðast búið amma frú Bruce, svo það var ríkulega búið og ekkert vantaði á þæg- indin. Miðdegisverðurinn var borinn á borð. Alt var þar gert til þess að sýna, að frú Coon gæti án nokkurrar húsmóður, gert alt það, sem við slíkt tækifæri væri gerðar kröfur til Gamlir diskar, sem höfðu verið í eign fjöl- skyldunnar, voru teknir úr bláu lérefts um- búðunum og notaðir handa gestunum, þó þeir hefðu ekki verið á borðinu meðan Nancy var eini gesturinn. “Þessi gamla kona”, eins og frú Coon kallaði frú Bruce, var nær því að vera í fjölskyldunni en frú Ramsey, sem hún stöðugt taldi utanaðkomandi, en ekki fædda innan fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að frú Coon hafði ógeð á frú Bruce, hafði hún þó ekki eins mikla óbeit á henni og frú Ramsey. Hún gat betur fengið af sér að taka fram slípuð glös og silfurmuni á borðið handa frú Bruce, en handa ungu konunni, sem var viss með að koma að miðdegisborðinu í hvítum kjól með dökkum leggingum, sem voru snyrtilega sett- ar. Þessi búningur með hálsbandi úr hvítum kórölum, gat verið hæfilegur fyrir “filmstjörn- ur”. Þarna sat Nancy við borðið eins og “mynd”. Og svo þegar miðdeginum var lokið, fór þessi “mynd” inn til læknisins til að sýna honum sig. En nú var Conn nærri búin að gleyma að fægja silfurfötin, svo sokkin var hún niður í hugleiðingar sínar. Frú Coon myndi ekki hafa viðurkent það, þó hún hefði látið sér skiljast, að þó hún hefði verið ung og af sömu stétt og frú Ramsey myndi hún ekki hafa verið afbrýðissamari gagnvart keppinaut sínum, sem hún taldi vera, en hún var nú gagnvart Nancy, þar sem dr. Bruce átti í hlut og velþóknun hans, og henni hefði ekki verið meira á móti skapi, en að dr. Bruce væri í návist sinnar fögru frænd- konu. En eins og sakir stóðu, gat ekki verið um annað samband þeirra á milli að ræða en það sem frændsemi skapar milli móður- bróður og systurdóttur. Var þá nokkur ástæða fyrir frú Coon að vera afbrýðisöm? Því gat aðeins kona svarað. Hvað Nancy viðvék, þá skildi hún fyllilega hvernig í öllu lá, og var svo góðfús að kenna í brjósti um dutlunga- fullu ráðskonuna, sem var ásthrifin af hús- bónda sínum, að svo miklu leyti sem það lýsti sér í löngun hennar til að ávinna sér vel- þóknun hans, með því að gera sér far um að gera rétti þá, sem hún sérstaklega bjó til handa bonum, svo lostæta, að hann gæti ekki staðist fi-eistinguna að borða þá. Með því eina móti gat frú Coon birt það, sem inni fyrir bjó. Það kom loksins að því, að dr. Bruce varð að taka á móti Maríu frænku; Nancy gat með engu móti fyrirbygt það. Miðdaginum var ekki fyr lokið, en frú Bruce fór í kvöldkjól- með gamla fjölskyldu-skartgripi á sér, hárið hvíta vafið upp með mestu prýði, þusti inn til læknisins. Hann leit upp þegar hún var kom- in alveg að honum, og Nancy sá, að hann gerði það, sem hann gat til þess að óbeit hans kæmi ekki í ljós, þegar frændkona hans skoð- aði hann með mestu gagnrýni. Nancy tók einnig nú eftir, meir en nokkru sinni áður, að í svip hans var greinilegt dramb. Hann var ósjálfbjarga, en karlmenskan var honum ekki horfin, hvaða kröfur svo sem til hans væru gerðar. Hlægileg mynd kom Nancy í hug; þeg- ar hún horfði á þau tvö fanst henni það líkj- ast vanmegna mjóhundi, sem mætir hraust- legum vatnahesti. Það stóð á sama hve dug- lega vatnahesturinn buslaði, mjóhundurinn varð þó að sýna andlega yfirburði sína yfir hinu vöðvasterka dýri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.