Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. Frú Jóhanna Jónasson, ekkja Jónasar Jónassonar frá Húki í Miðfirði, sem dvalið hefir hér í borginni síðan hún kom frá ís- landi í haust er leið, lagði af stað vestur til Vanvouver fyrri part vikunnar, sem leið, þar sem hún hyggur á framtíðar- dvöl. Frú Jóhanna bað Lögberg að flytja vinum sínum öllum alúðarþakkir fyrir hlýjar við- tökur þann tíma, sem hún dvaldi hér í borginni; þó ekki hvað síst þeim Mr. og Mrs. Ásmundur P. Jóhannsson, þar sem hún átti heima mestan part dvalar sinnar hér. Samskot í útvarpssjóð Fyrsta lúterska safnaðar. Nels G. Johnson, Towner, N. Dak..................$2.00 Ónefnd kona í Winnipeg 1.00 Mr. og Mrs. J. R. Johnson, Wapah, Man. 1.00 Mrs. Ingibjörg Walter, Garðar, N. D. 5.00 Mr. og Mrí. John Hillman, Mountain, N. D. 1.00 Mrs. Guðrún Sveinsson, Víðir, Man...............1.00 Mrs. Aldís Peterson, Víðir, Man................, 1.00 Mrs. Herdís Johnson, Lund ar, Man. 1.00 Mrs. Ólöf Johnson, Lundar Man......................2.00 Mrs. A. T. Anderson, Van- couver, B. C. 1.00 Mr. og Mrs. Barney Ben- son, Upham N. D. 1.00 Mrs. Guðleif Hornfjörð, Leslie, Sask. 4.00 Mr. og Mrs. Th. Ólafson, Antler, Sask............ 1.00 Kvenfélagið “Fjólan” Brown, Man. 5.00 Nýlátinn er merkisbóndinn Gestur Oddleifsson í Haga í Geysisbygð, maður um áttrætt, og einn hinna glæsilegustu vík- inga landnámsins í Nýja íslandi •♦ -f ♦ Árla síðastliðins þriðjudags- morguns, lézt að heimili sínu, 565 Simcoe Street hér í borg- inni, ekkjan Guðrún Bergmann kona nokkuð við aldur. Útföi hennar fer fram frá heimilinu kl. 2 síðdegis á fimtudaginn þ. 7. þ. m. ♦ ♦ ♦ Mrs. James Powers frá Santa Monica, Cal., kom til borgar- innar um jólaleytið ásamt Sig- rúnu dóttur sinni, í heimsókr, til foreldra sinna, Mr. og Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessey Avenue. Mrs. Powers ráðgerir að dvelja hér rúman mánaðartíma. •♦• •♦• -f Gjafir í námskeiðssjóð Bandalags lúterskra kvenna: Kvenfélagið “Fjólan” Brown, Man. $10.00 Mrs. J. Jóhannson, Langruth 1.00 Mrs. Chris Tomasson, Heda 5.00 Kærar þakkir V. J. Eylands. •f -f •♦■ Þeir G. A. Williams kaup- maður, og Helgi Tomasson út- gerðarmaður frá Hecla, voru staddir í borginni í byrjun yfir- standandi viku. •f -f -f Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund miðvikudags- kvöldið 13. jan. á heimili Mrs. Ovidu Swainson. Ste. 16 Queens Apts. Maryland St. •f -f -f Jacob Sigvaldason Jr. og Ósk Anna Jónasson, bæði frá Víðir. Man., voru gefin saman í hjóna- band þ. 19. des. af séra B. A. Bjarnasdn á heimili hans í Ár- borg. Brúðguminn er sonur Jakobs Sigvaldasonar og konu hans, Unnar; en foreldrar brúð- urinnar eru Tómas og Mabel Jónasson. Afi brúðurinnar í móð urætt er Gísli P. Magnússon, prentari og útgefandi tímarits- ins “Dagrenning”, í Silver Bay, Man. Heimili hinna ungu hjóna verður í Víðirbygðinni. •f -f -f Með þakklæti Freda Danielson, féhirðir. •f -f -f Hjónavígslur frartikvæmdar af séra V. J. Eylands. 24. des. Oliver Júlíus Bergson frá Amaranth, Man., og Elizt- beth Reimer frá Carman, Man. 28. des. Leo Goodman frá Wynyard, Sask., og Alice Lottie Crawford, Winnipeg. 2. jan. 1943. Lorna Björg Briem frá Riverton, Man., og Alexander Walter Kay, 195 Kennedy St. Winnipeg. 2. jan. Evelin May Quiggin, 427 Toronto St., Winnipeg og Lloyd James Lewis, Maple Leaf Apartments, Winnipeg. Laugaídagsskólinn tók aftur til starfa síðastliðinn laugardag; aðsókn var furðan- lega góð; enn er þó rúm fyrir fleiri nemendur og biðjum við foreldra að hafa það í huga. Því miður var ekki hægt að útbýta aðgöngumiðum að Rose Theatre eins og auglýst hafði verið, en nú verður þeim áreið- anlega útbýtt næstk. laugardag. Skólanefndin. -f -f -f Hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, heldur fund í samkomusal kirkjunnar á fimtudaginn þann 7. þ. m., kl. 2,30 e. h. Njótið yðar til fulls í nýjum 3 stykkja “EATONIA” FÖTUM »26.50 i —^öt eru meistaralega gerð úr M fyrsta flokks efni. Veljið fatnað við yðar hæfi úr þeim miklu byrgðum, sem til þess eru ætlaðar að fullnægja fegurðarsmekk afar mismunandi manna. Stærðir 35—44. Afborgunarskilmálar til íaks. Mrn's Clothlng Section, the Hargrave Shops for Men, Main Floor. <*T. EATON 09,-te. The Icelandic Canadian Club will hold its annual meeting in the Antiqué Tea Room, End- erton Building, Sunday evening. Jan. lOth at 8,30. Election oí' officers for the coming year will take place at this meeting, so it is very inportant that all members attlend. Mucical enter- tainment will be provided. Byggðasafn Norðlendinga Tímarnir eru sífeldum breyt- ingum háðir. Það, sem í dag er talið ómissandi tæki til að geta leyst ákveðið starf fljótt og vel af hendi, þykir úrelt á morgun eða hinn daginn. Þá verður því varpað í ruslakistuna og þannig látið víkja fyrir öðru nýrra, sem reynist fljótvirkara og létt- ara í notkun. Hin frumstæðu vinnuáhöld mannsins hafa nú löngu orðið að víkja fyrir öðrum nýrri og fullkomnari; ljábandið fyrir orfhólkunum, halasnæld- an fyrir rokknum, hornspónninn fyrir matskeiðinni, heymeisinn fyrir strigapokanum. Og nú er sláttuvélin ásamt jarðvinnslú- vélunum að gera orfið og ljá- inn að óþörfum verkfærum og rokkurinn að víkja út í horniö fyrir spunavélinni. Og gömlu torfbærinir hverfa nú óðum fyr- ir timbur- og steinhúsum, sem byggð eru eftir erlendum fyrir- myndum. Það er síður en svo, að nokkur sakni hinna gömlu, erfiðu vinnu- áhalda, þegar betri koma í stað- inn, og það er fjarri því að nokkur óski þess, að hin reisu- legu, björtu íbúðarhús breytist aftur í dimma og raka torf- bæi. En þeir munu verða margir, sem teldu það illa farið, ef komandi kynslóðir vissu ekkert um vinnuskilyrði, húsakynni og aðra aðbúð feðra sinna og mæðra, nema af sögu- sögnum og lestri bóka. Sjón er jafnan sögu ríkari, og er mjög örðugt að gera sér fulla grein fyrir gerð muna og áhalda af munnlegri lýsingu einni saman. Það er þessvegna, sem okkur ber að leggja kapp á varðveizlu hinna gömlu tækja, sem nú er hætt að nota, en rykfalla eða fúna í ruslakompum unz þau verða eyðileggingunni að bráð. Það má að vísu gera ráð fyr- ir, að Þjóðminjasafnið bjargi því sem bjargað verður af göml- um munum, en þeir njóta sín ekki til fulls, þegar þeim er safnað saman í annarlegu um- hverfi, því að varla er hægt að búast við, að Þjóðminjasafn- ið taki upp heila sveitabæi og flytji þá upp á háaloft í safna- húsinu. Til þess að varðveita sem bezt minningarnar um heimilis- hagi og atvinnuháttu horfinna kynslóða ber núlifandi kynslóð að koma upp byggðasöfnum. Mætti hugsa sér að geyma slík- ar minjar í þeim gömlu bæjum, sem ákveðið er að halda við og varðveita — t. d. Laufási eða Grenjaðarstað, — en bezt mundi vera að byggja nýjan torfbæ, með húsaskipan frá 18. eða 19. öld. Þangað yrði svo safnað öllum húsgögnum, húsmunum og áhöldum, er á þeim tíma voru notuð á íslenzkum sveita- bæjum og hverjum hlut komið fyrir á sínum stað: kvörninni í eldhúshorninu, sáunum og mjólkurtrogunum í búrinu, reið- verum og amboðum í skemm- unni, öskum á hillum yfir rúm- bálkunum í baðstofunni, o. s. frv. Þá ætti að hafa þarna klæðnaði karla og kvenna frá sama tíma, lítið bókasafn — gamlar húslestrarbækur, skrif- aðar rímur o. s. frv. — Þannig að alt væri í fyllsta samræmi og sem líkast því umhverfi, er fróðustu menn hyggja að verið hafi á þeirri öld, er safnið á að sýna. Færi og vel á að hafa úti- MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR hús í grend, t. d. smiðjukofa á hlaðinu, og væri safnið byggt skammt frá sjó, væri æskilegt að hafa sjóbúð niðri á strönd- inni. Annars mun sjóminjasafn- ið verða sérstakur þáttur í vernd hinna gömlu, þjóðlegu verðmæta vorra. Það hefir áður verði minst á bægjgðasafnj hér í blaðinu í sambandi við starfsemi Eyfirð- ingafélagsins á Akureyri. Var þá lagt til, að félagið tæki máliö að sér, en hvergi hefir verið tekið undir þá tillögu, svo að blaðinu sé kunnugt. Hitt munu menn kannast við, að Vestfirð- ingar vinna nú að því að koma upp byggðasafni Vestfjarða og í sumar var kosin 7 manna nefnd á fundi á Austurlandi til að undirbúa stofnun byggða- safns Austfjarða. Er nú ekki tími til kominn fyrir Norðlend- inga að hefjast handa um und- irbúning slíks safns hjá sér? Og er það ekki sómasamlegt verk- efni fyrir Eyfirðingafélagið og Ungmennasamband Eyjafjarðar ’ —íslendingur, 16. sept. Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. -f -f -f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 10. jan. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. Ársfundur Selkirk safnaðar miðvikudag 13. jan. kl. 8. síðd., í samkomuhúsinu. Safnaðarfólk beðið að fjöl- menna. S. Ólafsson. •f f -f Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 10. jan. 1043. Wynyard kl. 3. e. h. íslenzk messa. B. T. Sigurdsson. f f f Preslakall Norður nýja íslands. 10. jan. Riverton, íslenzk messa kl. 2 e. h. 17. jan. Árborg, íslenzk messa og ársfundur kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. skipum hans, bæði stærri og smærri; var hann talinn hepp- inn og kappsamur formaður. Árið 1899 kvæntist hann Guð- rúnu Vigfúsdóttir Jónssonar frá Króki í Holtum í Rangárvalla- sýslu og Guðrúnar Tómasdóttii konu hans; þau fluttust til Canada 1904. Eftir stutta dvöi í Winnipeg fluttu þau til Nýja- Islands. Þar gerðist hann brátt landnemi, Norð-austur af Ár- borg. Konu sína misti hann eftir langt veikindastríð þann 10. sept. 1910. Voru börn þeirra þa öll ung, hið yngsta vart árs- gamalt. Börnin eru: Vigfúsína Vilborg, gift John D. Turner, Winnipeg. Pálína og Valgerður, tvíburar, dóu ársgamlar í Winnipeg fá- um dögum eftir að komið var frá íslandi. Hermann Valdimar Norð- fjörð, kvæntur Ingibjörgu Halls- dóttur Gilson, búsettur í Sel- kirk. Unnar Stefán, druknaði við Horse Island, Lake Winnipeg, sumarið 1924, þá 18 ára. Jóhann Georg Möller, Cana- dian Overseos. Eftir lát konu sinnar varð Kristján að sundra heimili sínu og koma börnum sínum í fóst • ur um hríð. Á næstu árum vann hann á ýmsum stöðum, m. a. um tíma á Kyrrahafsströnd, í Winnipeg, og víðar. Árið 1915 flutti hann til Selkirk, bygði sér þar hús, og um haustið kvæntist hann Sesselju Bjarna- dóttur Goodman, frá Bjarnabæ við Reykjavík, ættaðri úr Ár- nessýslu ofanverðri. Með þeim ólust svo börn hans upp, þaðan af, nema ýngsti sonur Kristjáns, Georg, er fóstraðist upp með Mr. og Mrs. Eiríki Johnson við Árborg, til þess að hann var 16 ára. Sesselja kona Kristjáns var börnum hans góð og hlý og gekk þeim í góðrar móður stað með fórnfúsum kærleika er þau bera í þakklátu minni. Auk eiginkonu hans og barna syrgja hann, • ásamt tengdabörnum hans tvö barnabörn, vinir og samverkamenn. Með Kristjáni Bessasyni er til moldar genginn dugandi maðui og drengur hinn bezti, þreyttur, eftir margþætta og erfiða æfi- reynslu. Hann var að upplagi til, mesti dugnaðar og áhuga- maður í hverju því er hann tók sér fyrir hendur; örgeðja og kappsfullur í hverju því verki er hann hafði með höndum. Árum saman, eftir að hann settist að í Selkirk stundaði hann fiskiveðar á Winnipeg- vatni af frábæru kappi og at- orku. Á dvalarárum Bessason hjóna hér í bæ tóku þau góðan þátt í íslenzkum félagsmálum um hverfis síns, o‘g studdu þau eftir megni. Þau hjónin bæði voru trúfastir unnendur Lúterska safnaðarins. Árum saman vann hann í nefndum í söfnuðinum, fyrst, að mér skilst í Djákna- nefnd en síðar í stjórnarnefnd safnaðarins af einlægum og góðum vilja að hjálpa þeim málefnum fram til sigurs. Lét hann af þeim störfum vegna sjóndepru, er þjáði hann, varð hann loks alblindur, þrátt fyric allar tilraunir til að vernda sjónina. Fram að banadægri bar hann málefni safnaðar síns fyr- ir brjósti, var hann einlægur trúmaður. Sjúkur og deyjandi voru þau mál honum efst í huga. Kristján var maður bóngóður og hjálpfús, gott var að koma á heimili þeirra Bessasons hjóna vildu þau alt fyrir gesti sína gera, áttu þau bæði hlý ítök í hjörtum samferðafólks síns. Útförin er var fjölmenn, fór fram frá heimilinu og Lútersku. kirkjunni, sunnudaginn 20. des., að ástvinum hans viðstöddum, utan Georg syni hans, er í fjar- lægð dvelur. Vikublaðið “Tíminn”, er vin- samlega beðinn að birta þessa dánarfregn. S. Ólafsson. KAUPIÐ ÁVALT L IJ H E E 13 THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Dánarfregn Hans Kristján Bessason, um langt skeið búsettur í Selkirk, Man., andaðist á almenna sjúkra húsinu þar, þann 18. des. eftjr stutta legu þar. Hann var fæddur 15. sept. 1869, að Búðarhóli í Siglufirði. Foreldrar hans voru, Bessi Þor- leifsson Jónssonar frá Stórholti í Fljótum í Skagafjarðarsýslu og Guðrún Einarsdóttir frá Bólu, í sömu sýslu. Barn að aldri fluttist hann með föður sínurri að Ökrum í Fljótum, en þaðan 4 árum síðar að Sölvabakka í Húnavatnssýslu. Um tvítugsald- ur gekk hann í þjónustu Jóhans kaupmanns Möller á Blönduósi, og vann hjá honum í 17 ár. Um 7 ára bil var hann formaður a — Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flestum tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær víst lelja. að hörgull verði á vissum eldsneytistegundum í velur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 — 23 812 WARTIME NOTICE THE MANTTOBA COMMERCIAL COLLEGE, the originators of the Grade XI admittance standard, give notice that due to: L The increased demand for trained office help— 2. The lowering of minimum age limits and educational requirements by both govemment and private employers— 3. The sharp decline in the number of persons available for business training— they will, in the interests of Canada’s All-Out War effort, waive their strict adherence to the Grade XI admitttance requirement until further notice, and will admit selected students with less than a Grade XI High School standing. NOTE—New classes will start each Monday. We suggest that you make your reservation now and begin your course as soon as possible in ortíer to qualify for employment at an earlier date. THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE The Business College of Tomorrow — TODAY 300 ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave. (4th door west of Eaton’s) Phone 26 565 Write or Telephonc for Our 1942 Prospectus

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.