Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines , t V*vVte< Coí- For Beiler Dry Cleaning and Laundry 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. NÚMER 2 HELZTU FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Hersveitir Rússa hafa rofið varnarvirki Þjóðverja að vestan verðu við Stalingrad, og mun því svo mega segja, að umsát þýzkra herskara um borgina síðan 25. ágúst í fyrra, sé í raun og veru lokið; mannfall af beggja hálfu 'hefir verið geysilegt, þó víst sé talið, að innrásarfylkingar Hielers hafi orðið fyrir margfalt meira skakkafalli en liðssveitir Rússa. Á hverri einustu og einu víg- línu halda Rússar áfram óslit- inni sigurför; í Kákasusfjöllum að norðan, hafa þeir endurnumið 60 þorp alls, auk þess sem kynstrin öll af þýzkum her- gagnabirgðum féllu þeim í hendur. Adolf Hitler hefir að nafni til æðstu stjórn þýzka hersins með höndum; nú hafa yfirforingjar hans á austurvígstöðvunum skor að á hann að senda þeim aukinn liðsafla tafarlaust. -f -f -t- LAVAL SAMUR VIÐ SIG. Frá London er símað þann 12. þ. m., að Pierre Laval hafi enn á ný gert hrossakaup við Hitler, með það fyrir augum að fá aukin völd á Frakklandi; hefir hann nú gengið inn á það, að láta þýzku stjórnina fá þeg- ar í stað 400.000 franska verka- menn til þess að vinna að þýzkri hergagnaframleiðslu, auk nokk- urra franskra herskipa, sem hann lætur Hitler fá í nýársgjöf. -f -f -f ÁRÁS Á RUHRHÉRUÐIN. Sjö daga í röð hafa sprengju- flugvélar sameinuðu þjóðanna verið á sveimi yfir verksmiðju- borgum Ruhrhéraðanna, svo sem Essen, þar sem Krupps vopnaverksmiðjurnar eiga bæki- stöð, og valdið þar gífurlegu tjóni; í síðustu árásinni, er gerð var á þriðjudagsmorguninn, var vonsku veður, og ekki auðvelt að átta sig á árangrinum; þó segja dagblöðin í London, að eldar af völdum árásarinnar hafi sézt úr fimmtíu mílna fjar- lægð. -f -f -f BARÁTTAN UM TUNISÍU. Síðustu fregnir af baráttunni um yfirráðin í Túnisíu, láta þess getið, að í suður og mið- hluta landsins standi yfir ákaf- ar orustur, sem ætla megi að hafi víðtæk áhrif á fullnaðarúr- slit á framrás stríðssóknarinnar á þessum vígstöðvum. Megin- bardagarnir eru háðir um yfir- ráð yfir fjallvegi, sem liggur frá norðri til suðurs; nái Þjóð- verjar haldi á þessum vegi, eiga þeir hægra með flutning her- gagna milli Túnisíu og Tripoli- taníu. -f -f -f ALVARLEGT VERKFALL. Síðastliðinn þriðjudag lögðu 5.000 verkamenn í stáliðnaðar- verksmiðjunum við Sidney í Nova Scotia niður vinnu, vegna óánægju með gildandi kaup- taxta; lágmarkskaup var 50 c. á klukkutímann, og hafa leiðtog- ar verkamanna samtakanna far- ið fram á 5 centa hækkun á klukkustund; að þessu vildu verksmiðjueigendur ekki ganga, og hefir nú verkamálaráðuneyt- ið í Ottawa falið gerðardómi, að ráða ágreiningi þessum til lykta. f ^ | Mrs. J. Preece jan 43 . J 807 Winnipeg Avc. _________» FRÉTTIR ÍBÚATALA CANADA. Samkvæmt fullnaðarskýrslum hagstofunnar í Ottawa, nam íbúatala Canada 2. júní 1941, hálfri tólftu miljón. Tala karl- manna var 5.900.148, en kvenna 5.605.750. -f -f -f JAPANIR AUKA LIÐ SITT í BURMA. Að því er síðustu fréttir frá London herma, hafa Japanir safnað fyrir miklum liðsauka i Indo-China, sem ætlaður mun vera til varnar í Burma, en þar í landi hafa sameinuðu þjóðirn- ar undanfarið veitt Japönum þungar búsifjar úr loftinu. Bók um setuliðið Bók um ameríska setuliðið á fslandi er nýkomin út og hafa setuliðsmenn skrifað hana og gei- ið út. Bókin heitir: “Armed Gurads. One Year in Iceland.” Bókin hefst á formála um ís- land, sem er skrifaður með skiln. ing iog velvilja í garð íslendinga og er um leið fræðandi fyrir þá erlenda menn, er hann lesa. Þá eru greinar um hinar ýmsu greinar setuliðsins, svo sem flug- her, landher, flota og fylgja myndir hverri grein. f bókinni eru prýðisskemtileg- ar myndir, en bókin er prentuð á góðan myndapappír svo mynd- irnar njóta sín vel. Að lokum eru birtar margar ljómandi fallegar landslagsmynd- ir eftir Vigfús Sigurgeirsson. Þessi bók, sem vafalaust verð- ur útbreidd meðal hermanna, sem hér eru mun auka skilning þeirra á landi og þjóð og er það vel.—*Mbl. 11. nóv. Ný kvœðabók eftir Jakob Thorarensen Tíðindamaður blaðsins hitti Jaköb Thorarensen skáld að máli í gær og barst í tal að nokkuð langt væri síðan út hefði komið bók eftir hann. —Það vill nú einmitt svo til, segir hann, að ný ljóaðbók kem- ur út eftir mig næstu daga. Er það sú 6. í röðinni af ljóðabók- um, en sögubækur hefi eg gefið út þrjár. Þetta verður líklega siðasta Ijóðabókin í röðinni, bætti hann við. —Því þá það. Ekki eruð þér svo gamall maður. — Jæja, 56 ára. Og svo er hitt, að hinar fyrri ljóðabækur ínar eru sama sem uppseldar. Svo næst er fyrir hendi að fara að gefr út úrval af þessu öllu saman. —-Hvað nefnið þér þessa nýju Ijóðabók? —Hún heitir “Haustsnjór.” Nal’nið er ef til vill dálítið frá- fælandi. En eg ihefi nefnt allar ljóðabækur mínar eftir veðri nema eina. Bókin er 7 arkir. f henni eru yfir 40 kvæði, sem ekki hafa komið út áður og fáein sem eg hefi birt áður í bókum og tíma- ritum.—Mbl. 11. nóv. TVEIMUR TUNDURSPIELUM SÖKT í vikunni sem leið gerðu Jap- anir ítrekaðar tilraunir til þess að koma nýjum liðsafla á land á Solomoneyjum, og mistu í þeirri viðureign tvo tundurspilla, auk 38 orustuflugvéla; eftir þessar ófarir hypjuðu þeir sig á brott með þau skip önnur, er i leiðangrinum tóku þátt. Seðlar í umferð 95 miljónir Islenzkir seðlar í umferð nema nú 95 miljónum króna, en voru fyrir stríð 12—13 miljónir, nokk- uð mismunandi eftir árstíðum. Seðlaumferðin hér innanlands mun hafa komist upp í 99 milj. nýlega, en það er nokkuð breyti- legt frá degi til dags hve mikið af seðlum er í umferð. Mbl. 11. nóv. ♦ -► Verzlunarjöfnuðurinn óhagstœður um rúmlega 7 milj. kr. 1 okt. Verzlunarjöfnuðurinn í okt. var óhagstæður um 7 milj. 40J þús. Flutt var út fyrir 17 milj. 116 þús. kr., en inn var flutt fyrir 24 milj. 518 þús. kr. Frá því um síðustu áramót til til októberloka nam inn- flutningur til landsins kr. 194 miljónum og 53 þús., en út- flutningur 181 milj. 488 þús. Verzlunarjöfnuðurinn hefir því verið óhagstæður um tæplega 10 miljónir það sem ef er árinu. í október voru aðalútflutn- ingsvörur okkar: síldarolía fyr- ir 8,8 milj., ísfiskur fyrir 5,8 milj., freðfiskur fyrir 0,5 milj. og lýsi fyrir 0,8 miljónir. 1 fyrra var flutt út í októ- ber fyrir 14 miljónir króna en innflutningurinn nam þá 16,4 miljónum. Janúar—október í fyrra nam útflutningurinn 157 miljónum og innflutningurinn 100 miij. Var verzlunarjöfnuðurinn í fyrra því hagstæður um 57 milj. króna. —Mbl. 11. nóv. ♦ ♦ ♦ Setuliðið á Islandi fær og sendir ljósmyndaðan póst Nýlega er tekin til starfa hjá setuliðinu á íslandi póstþjónusta sem er einstök í sinni grein og sem nýlega er farið að nota til póstsendinga milli fjarlægra staða. Bréfin eru ljósmynduð á þeim stað, sem þau eru sena frá og framkölluð á móttöku- staðnum. Kosturinn við þetta er, að hægt er að senda fjölda bréfa, sem ekki-fer meira fyrir á film- rúllu en svo, að fela má í hendi sér. Segir sig sjálft, að þetia sparar mjög í þunga og einkum munar um það þegar pósturinn er sendur með flugvélum. Blað ameríska setuliðsins hér. “The White Falcon”, segir frá þessari nýju póstþjónustu og far ast m. a. orð á þessa leið: “Fljótvirk deild sérfræðinga stjórnar véíum þeim, sem hing- að eru komnar. Þetta nýja póst- kerfi var vígt nýlega með því, að Charles H. Bonesteel hers- höfðingi skrifaði fyrsta bréfið. Utanáskrift þess var til “Bea”, sem öðru nafni þekkist undir nafninu frú Bonesteel, Evan- ston, 111. Hún mun hafa fengið bréfið svo að segja áður en prentsvertan á þessu eintaki er orðin þur. Póstþjónusjtan nefnist “V- Mail”, sem þýðir “Sigur-póstur”. Hægt er að ljósmynda 1500 bréf á klukkustund. Ljósmyndirnar eru teknar á 16 mm. filmur Bretar hafa tekið upp þetta póstþjónustukerfi til póstsend- inga milli Bretlands og fjar- lægra staða um allan heim, þar sem breskir hermenn eru og nú eru Bandaríkjamenn farnir að nota samskonar kerfi. —Mbl. 11. nóv. I herþjónustu Eggert Stefánsson, 698 Simcoe Street, Winnipeg, innritaðist í herinn þann 5 janúar; hann er fæddur í þessari borg, og er 19 ára að aldri; áður en Eggert gekk í herþjónustu vann hann við afgreiðslu í búð. Móðir hans er Jóhanna Stefánsson; 693 Simcoe St. -f -f -f Karl H. Nordman, frá Cypress River, gekk í herþjónustu þann 30. desember síðastliðinn; hanr. var fæddur á bændabýli í grend við bæinn Cypress River, og þar býr móðir hans, Mrs. Sigur- björg Nordman. Eins og frá var skýrt, gekk bróðir hans fyrir skömmu í herinn. -f -f -f Mrs. Catherine M. Hjálmarson Ste 6 Chelsea Court hér í borg, kona Lieut-Col. Johns Hjálmar- sonar, M. B. E., hefir nýlega innritast í Canadian Women’s Army Corps. -f -f -f Björnstjerne Benson, frá Mc- Creary, gekk í herinn þann 4. desember síðastliðinn; hann er 42 ára, og tók þátt í fyrri heims- styrjöldinni. Mr. Benson var fæddur í Langruth, en móðir hans, Mrs. Ruth Benson á heima í grend við McCreary. -f -f -f Peter Hallgrímsson, frá Riv- erton, innritaðist í herinn þann 3. des. síðastliðinn; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. Th. L. Hallgrímson, sem eiga heima í Riverton bæ. Peter er 22 ára að aldri, og vann við verzlunar- störf áður en hann gekk í her- þjónustu. -f -f -f Barney Goodmanson, gekk í herinn þann 5. des. síðastliðinn; hann er 18 ára að aldri, sonur Munda Goodmanson, smiðs, 461 Burnell St., Winnipeg. -f -f -f Einar Magnússon, innritaðist í herinn þann 8. des. síðastlið- inn; hann er 18 ára gamall, og stundaði málaraiðn þangað til hann gekk í herþjónustu; móðir Einars, Mrs. Ruth Magnússon, er búsett að 145 Evanson St., Winnipeg. Þjóðrœknisfélagið hefir góða samvinnu við Vestur-Islendinga Þjóðræknisfélagið hefir ekki haft hátt um starfsemi sína, en engu að síður hefir það fengist við mörg viðfangsefni. Fyrir jólin í fyrra flutti bisk- upinn ávarp til Vestur-íslend- inga og var það sent á plötu vestur um haf. Nú hefir dóm- prófasturinn í Reykjavík flutt annað jólaávarp, sem er á leið vestur. Félagið hefir og átt mikinn þátt í því að útbreyða tímarit Þjóðræknisfélags Vestur-lslend- inga og gengist fyrir því að út- vega og senda íslenzkar náms- bækur vestur. Samb. ísl. sam- vinnufélaga lét Þjóðræknisfél- aginu eftir eitt eintak af Is- landskvikmynd sinni til þess að senda að gjöf til Þjóðræknis- félagsins í Vesturheimi. Þjóðræknisfélagið gekkst fyrir því, að dr. B. J. Brandsson, hin- um fræga ísl. lækni, og frú hans var sent heimboð til íslandsferð- ar. Þau gátu ekki þegið boðið. í sumar var efnt til skemtiferðar, þar sem Vestur-íslendingar, sem dvelja hér í hernum og sem op- inberir fujltrúar, voru gestir fé- lagsins. Mbl. 19. nóv. A gamlárskvöld Með tvískiftum huga eg kveð þig í kvöld, er konungsins nýja eg bíð. Því höndin þín önnur var harðdræg og köld. en hin var svo gjafmild og þíð. Þú færðir mér vetrarins frosthörku stál, og fagurt og skínandi vor, og sumarsins hjartkæra, himneska mál, og haustandans deyðandi spor. Nú þakka eg alt, sem þú veittir mér vel, eins vetrarins þróttríka óð. En sólstundir vorsins eg sælastar tel, og sumarsins töfrandi ljóð. En haustið var gremju og geðrauna tíð, mér gramdist það ofbeldi að sjá, er smáblómin háðu við hretveðrin stríð, og hnigu að lokum í dá. Þú raskaðir fáu, er rótgróið stóð, á réttum og siðhelgum stað. Þeim auðuga veittir þú allnægta sjóð, svo ekkert er markvert um það. Þeim allslausu réttir þú úrgang og hrat, að algengum höfðingja sið. Svo veltri þú mörgum sem verðugur sat, og veittir þeim framhleypna lið. En horfðu um öxl þér, og hikaðu, við, þar hefir þú minningarstein. Hvort skorti þig viljann að færa inn frið? öll foldin er vígaslóð ein. Að þú hefir fáu til betrunar breytt, það ber eg en felli ei tár. Ef tuttugu öldunum tókst ekki neitt, hvað tjáir að fjasa um ár? En skeið þitt er runnið, við klukknanna klið, þú kveður, og erfingi þinn. Með gullspangar krónu, og hjörinn við hlið, að hásæti gengur nú inn. Við krjúpum, sem áður að konungsins skör, og kveðum vor hátíða ljóð. Með bænir um hagsæld og batnandi kjör, og blessun á landið og þjóð. En hafir þú fullkomið framkvæmdavald, og framför mín virðist þér létt, þá rífðu úr hug mínum heimskunnar tjald, til heilla svo stefni eg rétt. Og brendu hinn ginnandi gullroðna kálf, og gef að eg skilji það eitt, að bæn mín er þróttlítil, hikandi og hálf, ef hjartað er kærleika sneytt. Kristján Pálsson. 3S$$$$í$$44444$444$$í44444$$$4$í4$44444$$S$$í44$44$444444$$$í$$$$$44$44S»$SÍ*fc Krossfesting ritstjóranna Aldrei leiðist Fróni gott að gera gleðja oss, og hvetja til að þéra. Svona eiga sýslumenn að vera, sína krossa ritstjórarnir bera. Ganga nú með gleði von, glæsilega skafnir. Einar Páll og Einarson, algerlega jafnir. M. Markússon. Á nýársdag, 1943 Vor guð, þinn andi, ást og náð, er eilíf speki, vald og ráð. Hver stund og dagur, ár og öld, með atvik lífsins hlý og köld, er tákn, sem kynnir kærleik þinn og knýtir jörð við himininn. Vor guð, með ári nýju nú vér nálgumst þig í bæn og trú, að græða mannlífs mein og sár og mýkja heimsins bol og tár, sem tryggir frið og bræðra bönd með blessun yfir sæ og lönd. Vor guð, þín sól oss signi blíð og sefi lífsins tár og stríð, svo bróðir rétti bróður hönd og blessun krýni sæ og lönd. Kom guð, með kærleiks kraftinn þinn, sem knýtir jörð við himininn. M. Markússon.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.