Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. Hotel du Tremoulet Eílir Pálma. Fyrir meira en hundrað ár- um síðan, var Hotel du Tremou- let, eitthvert hið allra nafnkend- asta hótel í Suður-ríkjum Banda ríkjanna. Það stóð á umferðar- ríkri götu í New Orleans á austurbakka Missisippe fljótsins. Þetta hótel hafði margsinnis ver ið aðsetur Andrew Jackson, sem á þeim tíma var herstjóri Banda ríkjanna og varði borgina fyrir innrás enska hersins 1814. Þetta merka hótel hafði einnig verið aðsetur og samkomustaður njósn armanna þeirra sjóræningja, sem um þessar mundir herjuðu á skipaleiðir í námunda við Caribbean eyjarnar. Eins og geta má nærri, er nú hótel þetta fyrir löngu liðið undir lok, þó að gatan sem það stóð við, beri enn allmörg merki frá þeim ó- kyrru tímum, þegar það stóð í blóma sínum. Eitt af því, sem tennur tímans hafa ekki náð að breyta, sem nokkru nemur, eru diykkjubdrðin úr veátingabal hótelsins. Þau eru enn við lýði og eru nú notuð í drykkjusal nokkrum, sem er ekki langt frá þeim stað, sem hotel du Tremou- let stóð. Þessi drykkjusalur er því mjög aðlaðandi fyrir ferða- fólk, sem heimsækir New Orle- ans, enda er flestu í þessum sal haldið við, samkvæmt gömlum siðum. — Mr. Henry Ford, bif- reiða-verksmiðjueigandinn mikli hefir boðist til að kaupa þessi drykkjuborð, fyrir $35.000 — fyr ir gripasafnið,. sem hann á í Greenwich þorpinu, nálægt Det- roit í Michigan ríkinu, en eig- endur drykkjuborðanna höfnuðu tilboðinu og geta menn því get- ið þess til, að þau séu ekki til sölu. Flestir, sem koma til New Orleans, hafa það því ofarlega á dagskrá, að líta inn í þennan drykkjusal og sjá þessi borð, þar sem sögur hafa gerst, sem höfðu haft mikil áhrif á líf og hætti borgarinnar og að mörgu leiti mótað stjórnarskipulag og þjóð- líf Suður-ríkjanna. Það var bjartur og blíður sunnudagsmorgun þegar eg lagði af stað til þess að litast um í borginni, sem er mjög rík af alskonar sögulegum menjum frá löngu liðnum tíma. Eg hafði til umráða stóran leiguvagn með vel þekktum leiðsögumanni sem reyndist mér vel, og var bæði fróður og skemtilegur maður. í för þessa slóst með mér, félagi frá hótel New Orleans, sem einnig var gestur þar, og eg hafði áður haft tækifæri til að kynnast. Nafn hans var Kid, sem leiddi til þess, við nánari kynningu, að eg alltaf kallaði hann Kaptein Kid. Þessi maður var miðaldra maður, fremur fá- látur og afskiftalaus, en þó hinn skemtilegasti, þegar hann á annað borð tók þátt í viðræð- um. Eg vissi aldrei hvaðan hann var, þó eg með sjálfum mér gæti þess til, að hann væri frá Texas. Fyrsti viðkomustaður bílsins okkar, var einn af hinum merki- legu grafreitum borgarinnar, Þessir grafreitir eru ekkert lík- ir venjulegum kirkjugörðum, því menn eru í raun og veru ekki grafnir þar, heldur er þeim stungið inn í hólf af múrveggj- um, sem bygðir hafa verið ofan- jarðar í því skyni. Ástæðurnar fyrir þessu, eru þær, að New Orleans borgin var í upphafi bygð á, svo að segja, botnlaus- um mýrlendum, svo að venju- legar grafir fylltust á auga- bragði með vatni, og þótti það illa við eiga, að grafa líkin í svo blautar grafir. Á síðari tím- um hafa þó margar kostnaðar- samar umbreytingar verið gerð- ar; sýki hafa verið grafin o. s. frv., sem hafa leitt til þess, að jarðskorpan hefir þornað og er nú talsvert þykk. Þrátt fyrir það, hafa íbúar New Orleans, haldið við gamla venju, og jarða þá framliðnu í ofanjarðar múr- hvelfingum. Þegar eg reykaði um þennan einkennilega graf-‘ reit, nam eg staðar fyrir fram- an geysimikinn stein, sem stóð þar einangraður. Það, sem dro athygli mína að þessum steim, var það, að merki Frímúrara- reglunnar, var grafið á hann í stóru letri yfir nafninu Domini- que You. Eg kannaðist við nafnið, því flestir hafa víst les- ið eitthvað um þennan fræga sjóræningja, sem margt hefir verið ritað um. En hvað tengdi nafn þessa manns við Frímúrara regluna, var mér regluleg gáta. Eg varð var við það, að Kaptein Kid stóð við hliðina á mér og brosti á dularfullan hátt. En þá kom leiðsögumaðurinn til okkar og byrjaði á því, að segja okkur sögur um þennan merki- lega mann, sem þarna hvíldi. “Hann var ágætismaður,” sagði 'hann, “majður, sem á margan hátt, hafði hætt lífi sínu við vörn New Orleans, undir stjórn Andrew Jackson á móti ensku innrásinni. Auðvitað hafði hann verið sjóræningi um tíma, en það var í raun og veru ekkert athugavert við það, því hann hafði verið tekin í náðir af Jackson herstjóra, og hafði þar á eftir unnið borginni og stjórninni mikið gagn, sem góð- ur borgari. Hann hafði lært hernað undir Napoleon og sjó ræningjamensku af ensku sjó- ræningjunum “the privateers”, og svo tekið upp samskonar iðn í félagi við Jean Lafitte, sem þá hafði aðsetur í Barataria sem er hér um bil 60 mílur í suður frá New Orleans við Mexicoflóann. Þarna hvíldi merkilegur maður, heiðarlegur borgari og reglulegur víkingur.” Seinna komum við í hinn svo- nefnda franska hluta borgarinn- ar. Göturnar eru þar þröngar og ber þar að auki blæ og merki löngu liðinna tíma á ýmsan hátt. Svalirnar, sem að götunum snúa á öðru og þriðja lofti, eru girt- ar með listsamlega gerðum járn- handriðum. Sama má segja um marga glugga, sem standa út frá veggjunum. Útsýn yfir þess- ar götur líkist því að mörgu leyti vel gerðum köngulóarvef hvað járnfléttingar þessar snert- ir. Leiðsögumaðurinn okkar var nú skrafhreyfinn: “Þetta var elsti hluti borgarinnar; margar af þessum byggingum væru á- kaflega gamlar og mörg af þess- um handriðum, hefðu verið bygð í járnverksmiðju Jean Lafitte, sem hann hafði átt þar í borg- inni og rekið með þrælavinnu sinni. Þó að heimili hans hefði í raun og veru verið í hinu nafnfræga ræningjabæli í Bara- taria, hafði Lafitte verið mjög framtakssamur og stundað aðr- ar atvinnugreinir. Lafitte -var mjög stjórnkænn og í raun og veru stórmenni. Hann hafði ver- ið tilbúinn að sigla til St. Helena og frelsa Napoleon, en — þá kom fregnin um dauða hans — Eg var að velta því í huga mínum, hve margir hlutir stóðu í sambandi við þessa sjóræn- ingja, af því sem eg hafði séð þennan dag, þegar Kapteinn Kid ýtti við mér og benti méi á götuhorn um leið og hann sagði: “Þetta er nú alt, sem eftir er af Hotel du Tremoulet! Fyrstu hæð byggingarinnar hefir verið breytt í sölubúð. Þó álít eg að nokkur herbergi á þriðju hæð byggingarinnar séu eins og þau voru fyrir meira en hundrað árum síðan, og svo — eitthvað af kjallaranum. Einhversstaðar í þessum múrveggjum er leyni- hólf og í þessu hólfi eru $15.000 í gulli.” Hann þagnaði skyndi- lega og einkennilegur ótta svip- ur kom á andlit hans eins og að hann hefði nú snert hurð að hræðilegu leyndarmáli. En bráð- lega komum við að veitingasal sem var ekki langt frá bygging- unni, sem Kapteinn Kid hafði bent mér á. Þar nam vagninn okkar staðar, og leiðsögumaður- inn bauð okkur að koma inn. Þegar inn kom í veitingasal þennan, var þar í raun og veru ekkert til sýnis sem virtist að- laðandi fyrir augun. Alt virtist fremur óhreint og ógeðfelt eins og tíðkast á þriðja flokks knæp- um. Drykkjuborðin frægu voru að mestu leyti hulin af langri röð af fólki, sem stóð þar á kopar fóthvílunum við drykkju/ Þar var fólk úr öllum áttum, auðsæilega ferðafólk frá fjar- lægum héruðum, sem notuðu nú tækifærið til þess að drekka eitthvað yfir þessum fornfrægu borðum. Eg sá þar kvenfólk, sem gretti sig yfir glösunum, og töluðu háróma um að drykk-* urinn væri hræðilega bragð- vondur; en samt drukku þær, aðeins til þess að geta sagt það, að þær hefðu tæmt glasið yfir þessum fornfrægu borðum. Mænirinn í þessum drykkju- sal, var þakinn af nafnspjöld- um. Leiðsögumaðurinn okkar sagði okkur að þarna væri nafn- spjald frá flestum stórmennum Ameríku og víðar að, þessi nafnspjöld voru negld í mæn- irinn á þann hátt, að dálítill nagli var rekinn í gegnum nafnsjpldið og svo var silfur- dollara haldið við höfuð nagi- ans og svo bæði silfurdollaran- um og naglanum með spjaldinu kastað með miklum hraða til mænisins. Þyngd og hraði silfur dollarans rak naglann gegnum hin nafnspjöldin og festi hið nýja nafnspjald þar. Sá, sem kastaði dollaranum upp í mæn- irinn, varð svo að grípa doll- arinn áður en hann féll til gólfsins. Ef að hann gat ekki gert það, var það siðferðisskylda hans, að kaupa drykk fyrir alla gesti, sem þar voru á þeim tíma. Að lokum komumst við að drykkjuborðunum. Upp úr þykk um marmara-plötum stóðu þrír kranar á einum hálsi þar sem öl eða bjór var dreginn frá; bæði kranahálsinn og kranarnir voru gerðir úr kopar og smekk- legir að lögun á gamla vísu. Undir krönunum voru djúpai holur eftir fall dropans um meira en aldar-skeið. Eg bað um bjór fyrir sjálfan mig, Kapt- ein Kid og leiðsögumann okk- ar. Drykkur þessi kom sér eink- ar vel því veðrið var heitt og við vorum þyrstir. “Hvað var uppáhalds drykk- ur gömlu mannanna á dögum Hótel du Tremoulet?” spurði eg. “Það er sagt að Andrew Jackson hafi aðallega drukkið spánskt vín,” sagði leiðsögu- maðurinn, “en þeir félagarnir Jean Lafitte og Dominiqee You drukku víst mest absinthe.” Þegar eg grenslaðist eftir því, hverskonar drykkur það væri, var Kapteinn Kid fljótur til að biðja um þrjú glös af þessum drykk. Þessi drykkur er fremur bragðgóður og var mér sagt, að hann væri samsteypa af eins- konar brennivíni og ormviði, og að margir New Orleans-búar neyttu mikils af þessari blöndu. Kapteinn Kid varð nú skraf- hreyfinn: “Langafi minn var vikadreng- ur á Hótel du Tremoulet,” sagði hann, “og faðir minn átti gamált handrit um ýmsa viðburði frá hans dögum, sem hann hafði ritað, þetta handrit er nú ekki lengur til.” Svo tæmdi hann glasið og leit í kringum sig. “Hérna, einhversstaðar fyrir framan okkur er brotinn sverðs- oddur, sem sökt var inn í við- inn í þessum borðum í skilm- inga-hólmgöngu, sem átti sér stað í Hótel du Tremoulet.” Hann þuklaði fyrir sér og okkur til mikillar undrunar fann hann brot af þunnu blaði, sem hafði verið rekið inn í viðinn. “Þeir voru gamansamir á þeim dögum,” sagði hann, “en gamni þeirra fylgdi ávalt talsverð al- vara. — Hó, — veitingamaður! Fyltu glösin okkar aftur. Eg ætla að segja ykkur þessa sögu.” Svo þagði hann um stund og strauk hárið frá enninu. “Það er svo auðvelt að segja þessa sögu, yfir þessum borð- um,” hélt hann áfram, “eg sé það alt nákvæmlega eins og það átti sér stað. Þessi drykkjuborð hafa þúsund eyru og þau tala þúsund tungur, svo þegar eg drekk þennan drykk, get eg að- '"skilið orð og atvik, sem skeðu á dögum langafa míns. — Sjáið þið nú til: Það komu þrír menn inn um dyrnar þarna,” hann benti til dyranna. “Einn af þess- um mönnum var alþektur, því hann var formaður í lögreglu- sveit Claiborn’s ríkisstjóra og hafði orð á sér fyrir allskonar æfintýri. Hann hafði mikið skjal meðferðis, sem hann byrjaði á að negla á þilið, gagnvart þess- um borðum. Þetta skjal var þess efnis, að Claiborn ríkis- stjóri lagði $5000 til höfuðs ræn- ingjaforingjans Jean Lafitte fra Barataria. Auðvitað varð nú glaumur mikill í salnum, sem þó kyrðist fljótlega. Maður, fremur hár vexti, klæddur í græna skyrtu, sem var opin við háls- inn, kom frá þessum drykkju- borðum og nam staðar fyrir framan þetta skjal og las það hátt svo allir heyrðu. Svo sneri hann sér að lögreglumanninum og sagði brosandi: “Þér mis- bjóðið tUfinningum mínum, herra minn. Eg er Jean Lafitte. Þetta er smánarboð! Eg skal borga yður $30.000 ef þér hand- takið ríkisstjórann fyrir mig og komið honum í mínar hendur í Barataria! Nú varð dauðaþögn í salnum. Allir skildu að al- varlegar afleiðingar af þessum orðum voru óumflýjanlegar. Þarna stóðu þessir tveir menn andspænis, ræningjaforinginn brosandi með vinstra augað lok- að eins og vani hans var, og lögreglustjórinn mjög alvarleg- ur. ' Svo snéri Lafitte sér að skjalinu á þilinu og hjó það fimlega niður með oddinum á sverðinu, sem hann hafði við hlið sér. Að líkindum hafði lög- reglustjórinn efast um það, að þessi maður væri í raun og veru Jean Lafitte sjálfur, en þegar hann sá hann höggva skjalið ai þilinu, virtist hann komast að hinni réttu niðurstöðu. Hann benti því mönnum sínum á að koma sér til aðstoðar, og gekk sjálfur beint að Lafitte og lagði hendina á öxlina á honum og sagði: “Ef þér eruð í raun og veru Jean Lafitte, tek eg yður fastan í laganna nafni!” Lafitte stökk þá fáein fet til baka svo að þilið var að baki hans og um leið brá hann sverðinu á þann hátt, að sverðsoddurinn nam staðar við brjóst lögreglu- mannsins, “Og þér, herra minn, eruð fangi minn,” sagði Lafitte hátt. “Ef þér hreyfið yður sendi eg oddinn á sverðinu mínu í gegnum hjartað á yður. Kapt- einn You, sjáið þér um að þessir félagar, sem eru með þessum heiðursmanni, sem eg hefi nú fyrir framan sverðs- oddinn minn, glepji okkur ekki. Eg verð að tala við hann í næði.” Á sama augabragði komu 20 menn, sem höfðu verið á meðal annara gesta þarna í saJnum, fram á gólfið. Þeii umkringdu Lafitte og lögreglu- mennina og skipanir voru gefn- ar um að enginn mætti yfirgefa salinn. Nú lét Lafitte sverðsoddinn síga. Brosið af andliti hans var nú horfið en svipur hans var harður og kaldur. Hann stóð um stund þegjandi og virti lög- reglustjórann fyrir sér. Svo spurði hann blátt áfram: “Bróðir minn, Pierre, með 14 mönnum er fangi yðar?” “Því er ekki að neita,” sagði lögreglustj órinn. “Gæti okkur nú ekki komið saman um það, að hann væri laus látinn?” Sparnaður Þar til stríðið er búið gerið sparnað að kjörorði yðar. Farið varlega með peninga. Byggið upp sjóð orustu-dollara af sparifé yðar. Sparið vegna sigurs. “Skipanir ríkisstjórans eru mjög ákveðnar viðvíkjandi bróð- ur yðar,” “En hver eru áform ríkisstjór- ans, viðvíkjandi bróður mín- um?” “Að hann verði hengdur svo fljótt, sem auðið er,” sagði lög- reglustjórinn einbeitnislega. Lafitte þagði um stund. Svo sagði hann og lagði áherzlu á orðin: “Ríkisstjóranum hlýtur að vera kunnugt um það, að foringi brezka flotans, Edward Nicholls og einnig Sir William Percy flotastjórinn að Pensacola, hafa boðið mér kapteins nafnbót í þjónustu þeirra ef að eg láti þeim í té, aðstoð mína og taki þessa borg hervaldi. Eg full- vissa yður um það, að-það er best fyrir ríkisstjórans eigin vel- ferð og hagsmuni þessarar borg- ar að láta bróður minn lausann. Hver, sem vinnur honum skaða mun sæta grimmilegri hegn- ingu.” Nú hló lögreglustjórinn kulda- hlátri: “Ríkisstjórinn er nú, sem stendur, að útbúa leiðangur af hermönnum, undir stjóra Patt- erson og Ross, með skipunum um það, að uppræta ræningja- bælið í Barataria.” “En árás enska hersins er miklu meiri hætta fyrir þessa borg, en hermenn ríkisstjórans fyrir Barataria.” BYGGiR SKRIÐDREKA -f pcssi bók kennir sparnaO Fjölskyldu Útgjaldabók Royal < Bankans, sýnir hvernig áœtla skuli útgjöld, hvernig spara megi með skipulögðum viðskifta- háttum. Fáið hana hjá níesta útibúi. OUR C0NTRIBUTI0N TO THE WAR EFF0RT... THE BREWERS and HOTELKEEPERS of MANITOBA WAR FUND . The trustees are directed to use the Fund as they in their discretion might consider most appropriate to advance the cause of Canada’s War Effort. To date $75,161.03 has been subscribed. MD85 Drewrys The ROYAL BANK of Canada Til SASKATCHEWAN vegna góðrar heilsu Ekkert jafnast að mikilvægi á við góða heilsu. Þér getið haldið við starfshæfni yðar með því að taka yður af og til hvíld á þeim stöðum, sem viðurkendir eru fyrir hollustu. f Loftslag í Saskatchewan nýtur viðurkenningar frá sjón- armiði heilsunnar; á vetrum eru hressandi þurviðri, en um sumar hlýtt og sólbjart. Heilbrigðisskýrslur leiða í ljós, að hvergi í víðri veröld, er dánartalan lægri en í þessu fylki. Saskatchewan er ákjósanlegur staður fyrir þá, sem vilja taka sér ánægjulega og hressandi hvíld eftir langvarandi líkamlega og andlega áreynslu. Fáið ókeypis upplýsinga bækling. BUREAU OF PUBLICATIONS Legislative Building, Regina. Aldrei fyr hefir persónulegur sparnaður verið jafn nauðsynlegur í sögu vorri. Hver sparaður dollar hefir djúp áhrif á sókn stríðsins. Til þess að buga óvininn, og flýta fyrir sigri, þarf Veldið að hafa hraðvirkar og styrkar orustuvélar. Slíkar vélar verða ekki bygðar án persónulegra fórna — sjálfsafneitunar — spárnaðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.