Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. -----------Xögbers----------------------1 Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbla Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Karlmannlega hugsað og drengilega mælt Þjóðþing Bandaríkjanna kom saman tii funda þann 7. yfirstandandi mánaðar, harla svipbreytt að mannvali frá því, sem það var fyrir nóvember kosningarnar; eins og vitað ei, græddist Republicanaflokknum slíkt fylgi í þessum kosningum, að tiltölulega litlu munar á um þingstyrk flokkanna, þó Demokratar njóti að vísu enn sem komið er, formlegs meiri hluta í báðum deildum þingsins. 1 þingsal neðri deildar, áminstan dag, flutti Roosevelt forseti eitt hið djarfmannlegasta á- varp sitt til þingsins, og skoraði á þingmenn í heild, að láta það eitt sitja í fyrirrúmi aö vinna stríðið, sem allra fyrst, vegna öryggis þjóðarinnar og framtíðar sæmdar. Mr. Roosevelt kvað viðhorfið á vettvangi stríðssóknarinnar af hálfu sameinuðu þjóðanna, hafa óneitanlega breytst allmjög til hins betra árið sem leið, þó mest kvæði að viðnámsþoli rússnesku þjóðarinnar; vörnin í Stalingrad væri með öllu sérstæð, jafnframt því, sem varnarafstaða rússneskra hersveita á öðrum svæðum hinnar löngu víglínu, hefði um sama leyti snúist upp í ómótstæðílega sóknaraf- stöðu, þar sem alt yrði undan að láta. “Og nú höfum vér, þó seint væri,” sagði Roosevelt, “hafið sókn, sem eigi verður slakað á unz yíir lýkur.” Um baráttuna á Kyrrahafinu hafði Mr. Roosevelt þetta að segja: “Er síga tók á seinni hluta árs, var víðast hvar farið að halla á . Japani, og á þessu nýbyrjaða ári er það ófrá- víkjanlegur ásetningur vor, að knýja þá til orustu hvar, sem því verður við komið. í Afríku linnum vér eigi fyr sókn, en herskörum möndulveldanna á þeim stöðvum hefir verið splundrað til agna, og suðurströnd Miðjarðar- hafs hreinsuð af þeim óvinafögnuði, sem þar hefir gengið ljósum logum. ‘Eg ætla ekki að spá neinu um það, hvenær styrjöld þessari ljúki,” sagði Roosevelt, “né heldur hvar innrás vor í Evrópu verði hafin, hvert heldur það verður í Noregi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, eða á Sikiley; en eg full- vissa yður um það, að einhverstaðar í Evrópu ráðumst vér á óvini mannkynsins með slíkum meginstyrk, er alt verður að lúta í lægra haldi fyrir; hvern einasta dag og hverja ein- ustu nótt, mun þjóð vor, í samstarfi við Breta cg Rússa, láta rigna slíkum ógrynnum af eldi og brennisteini yfir samgöngutæki og verk- smiðjur óvina vorra, að ekki standi steinn yfir steini; fyr er ekki fyr, getum vér með nokkrum rétti vænst þess, að lánast megi að koma á alþjóðafriði; ekki tuttugu eða tuttugu og fimm ára friði, heldur varanlegum friði, er grundvallaður sé á alþjóðaréttlæti, alþjóða- öryggi, og ævarandi virðingu á persónuleika hvers einasta og eins þjóðfélagsþegns, hvar r,m heim, sem er.” Mr. Roosevelt kvaðst hafa orðið þess var, að emstöku menn teldu það fjarstæðu, að vera með heilabrot um endurskipulagningu þjóða á meðan stríðsbálið risi sem hæzt; slíkum skoð- unum tjáðist forseti með öllu andvígur, vegna þess að samtímis hverju átaki í áttina til sig- urs, væri það siðferðileg skylda valdhafanna, að vera viðbúnir hliðstæðu átaki í áttina til samfélagsöryggis heima fyrir; þetta tvent yrði Óhjákvæmilega að haldast í hendur, ef tryggt ætti að verða um framtíðarfrið. Með hliðsjón af framleiðslunni, kvaðst Mr. Roosevelt finna til réttláts metnaðar; hún hefði á einu einasta ári í sumum tilfellurn fjórfaldast, og á þessu ári yrði henni svo að scgja engin takmörk sett; þetta hefðu möndul- vældin nú ljóslega á vitund, og þess vegna væri þeim nú farið að verða órórra innan brjósts með hverjum líðandi degi. “Þegar þar að kemur,” ijtiælti Mr. Roosevelt, “verður það óhjákvæmilegt, að afvopna með öllu Japan, ítalíu og Þýzkaland; og með ein- hverjum ráðum verðum vér að knýja þessar þjóðir til afsals á því fáránlega heimspeki- kerfi þeirra, er orsakað hefir slíkar hörmungar í mannheimi að þar kemst eljHert í' hálfkvistí við. Og þegar fameinuðu þjóðimar hafa uiyaið fullnaðarsigur, verður það hlutskipti þeirra, að stofna með sér órjúfandi bræðralagsfylkingu með það fyrir augum, að tryggja öðrum þjóð- um heims, smáum sem stórum, ævarandi frið, þar sem hver þjóð fái notið í öryggi þess bezta, sem hún býr yfir; sú hin ægilega barátta, sem nú er háð, stendur yfir milli þeirra, sem truast hafa á fólkinu, og hinna, sem vantreysta því; lýðræðisþjóðirnar bera takmarkalaust traust til einstaklinga sinna, en harðstjórinn treystir engum nema sjálfum sér. “Þetta stríð,” sagði Mr. Roosevelt, “er stríð fólksins sjálfs; fjöldans, sem ráða skal í fram- tíðinni; þetta fólk hefir nú án tillits til ættar og uppruna, samstilt orku sína til úrslitaátaks; að því mistakist, kemur ekki til mála; engin svikamylla, hverju nafni sem nefnist, getur fvrirbygt það að drengskaparöflin fái yfir- hönd yfir skaðsemdaröflunum. Lýðræðisöflin sjá nú framundan bjarmann af nýjum degi; nýrri veröld, er verða megi í framtíð allri friðaður bústaður öllum mannanna börnum.” Jólakveðja til Vestur- Islendinga 1942 Flutt á hljómplötu af séra Friðrik Hallgríms- syni dómprófasti í R?ykjavík. Kæru Vestur-Islendingar! Þið getið varla hugsað ykkur, hve innilega það gladdi mig, þegar Þjóðræknisfélagið hér heima gaf mér tækifæri til að ávarpa ykkur a þessari jólahátíð. — Þó að ljúfara hefði mér verið að vera horfinn til ykkar sjáifur en að senda aðeins röddina, en hugurinn fylgir henni. Eg hefi svo oft hugsað til ykkar síðan leiðir skildu. Á hverjum jólum hafa í hugann komið minningamyndir af hátíðastundunum björtu í kirkjunum mínum í Argyle-byggð, þar sem ungir jafnt sem gamlir tóku höndum saman um að setja jólablæ einlægrar tilbeiðslu og ástúðar á hátíðarsamkomuna. Þegar eg hefi lesið í blöðunum ykkar um lát margra þeirra vina, sem gjörðu mér dvölina hjá ykkur árin mörgu svo unaðslega, þá hefi eg hugsað til þeirra og ástvina þeirra með þakklæti og sam- úð, og margar góðar minningar hafa rifjast upp. Já, hugurinn dvelur oft hjá ykkur. Margt hefir breyzt síðan eg fyrir rúmum 39 árum lagði leið mína vestur um haf til þess að gjörast prestur í ykkar hóp. Þá furðuðu margir sig á því tiltæki mínu og sumir sögð- ust vorkenna mér. En nú fer héðan margt æskumanna árlega til landsins mikla fyrir vestan Atlanshaf til þess að leita sér aukinnar mentunar, og margir öfunda þá, sem þess eiga kost. Svo mjög hefir á síðari árum vaxið skilningur þjóðarinnar á menntastofnunum Vesturálfu og menningu Vestur-íslendinga. Eg veit, að það er ykkur fagnaðarefni, engu síður en mér. Og þegar eg á nú á þessum jólum að flytja ykkur kveðju frá ættljörðinni, þykir mér vænt 11 m að geta fullvissað ykkur um að það er vina-kveðja, — byggð á skilningi á því mikla og merkilega verki, sem margir úr ykkar flokki hafa unnið að því, að varðveita og ávaxta hjá ykkur sjálfum og komandi kyn- slóðum þau andlegu verðmæti, sem landnem- arnir vestur-íslenzku fluttu með sér frá ís- landi. Við skiljum vel við hve mikla erfið- leika hefir verið að etja í því efni. En þess meiri er sigurinn þegar svo er komið, sem nú er, að allmargir menn af íslenzku bergi brotn- ir skipa veglegar trúnaðarstöður hjá menning- arþjóðunum miklu vestan hafs. Það er sameiginleg ósk allra góðra íslend- inga, að þessari miklu styrjöld, sem nú stendur yfir, ljúki með sigri þeirra þjóða, sem hafa á stefnuskrá sinni einstaklingsfrelsið og jafn- rétti og bróðurlega samvinnu þjóða. Og þeg- ar aftur verður friður á jörðu, verður auð- veldara fyrir Islendinga vestan hafs og austan að ná saman til samvinnu að sameiginlegum hugsjónum. Þá væntum við þess og hlökkum til þess, að ykkar þáttur í þeirri samvinnu verði sá, að miðla okkur á ýmsan hátt af þeirri reynslu, sem þið hafið öðlast í umhverfi, þar sem fjölbreytnin er svo mikil, og mætti okkur að gagni koma hér heima á ættjörðinni. Við vitum að það muni verða ykkur ljúft. Þetta er jólakveðja, — jólakveðja frá ís- landi til ykkar, kæru ættsystkin, — jólakveðja fiutt af einlægum vinarhug þess, sem við ykk- ur talar og þeirra, sem hann skilar kveðj- unni frá. En hvernig get eg flutt jótakveðju án þess að minnast á hann, sem gjörði okkur jólin að heilagri hátíð, — hann, sem vitjaði mannanna á jólunum, Drottinn Jesúm Krist? Eg veit það, að hann var forðum í för með mörgum vestur-íslenzkum landnémanum og lét för hans blessast. Eg veit, að ffá honum hefir skinið það ljós, sem bjartast hefir gjört í lífi íslenzku þjóðarinnar bæði austan hafs og vestan. Eg trúi því staðfastlega, að undir for- ystu hans eins geti þjóðir jarðarinnar stigið |ín mestú happaspor. Þess vegna íýk eg þess- ari vinakveðju á jólunum með því að biðja hann um að blessa ykkur öll og gefa ykkur gleðileg heilög jól. Elska hans og friður veri með ykkur öllum. Frelsisstríð alþýðunnar Niðurlagskafli nýúlkominnar bókar, eftir Sir John Orr. helzla sérfræðing Breta í heilsu- fræði. Hver óbreyttur alþýðumaður, hefri langa baráttu að baki fyrir réttindum sínum, á sviði stjórn- mála og trúmála. Sú barátta á langt í land að vinnast að fullu. Sé tekin til greina hin langa og flókna saga mannkynsins, má heita að þessi barátta sé aðeins á byrjunarstigi. Smá hluti þjóðanna hefir öðlast þenn- an dýrmæta rétt, og sá réttur er ekki meira en svo tryggur, nú sem stendur. Þessi réttur hefir mörgum glátaþt (á júðustu tíu árum; fyrst til að byrja með í Þýzka- landi, þar næst í allri vestUr Evrópu. Nasistar hafa ótvírætt tilkynt þann ásetning sinn, að afnema einstaklingsfrelsið um heim allan. Þeir vita vel að i heimurinn er of smár til að rúma harðstjórn og frelsi sam- tímis. Framtíðarvon Nasista byggist algjörlega og eingöngu á andlega og efnalega hlekkj- uðum lýð, þar sem á hinn bóg- inn, frelsisvon einstaklingsins og allra þjóða, byggist aðeins á eyðileggingu Nasismans og aí- námi í eitt skifti fyrir öll. Tök alþýðumannsins á stjórn- málalegu frelsi urðu afslepp, af því að hið fjárhagslega frelsi fylgdi ekki með í kaupunum. Eðlishvöt hvers manns er frum- stæðari í baráttunni fyrir dag- legum nauðsynjum, heldur en fyrir andlegum verðmætum. Vinnulausa alþýðan í Þýzka- landi, afhenti þess vegna frelsis- frumburðarétt sinn, gegn lof- orði efnalegrar velmegunar. Aftur á móti var Alþýðufylk- ingin á Spáni reiðubúin og vilj- ug, að fórna ekki aðeins lífs- þægindum, heldur lífinu sjálfu fyrir sínar stjórnmálalegu hug- sjónir; slíkur áhugi og skilning- ur er mjög fágætur. Nú eigum við í alheimsstyrj- öld fyrir fullkomnu frelsi ein- staklingsins; það er ekki aðeins varnarstríð til verndunar okkar stjórnmálalegu réttindum, það er einnig sóknarstríð til að heimta fjárhagslegt frelsi til handa öllum mönnum allra landa, til hinna sigruðu jafnt og til sigurvegaranna. Þessi sigur er ekki nauðsyn- lega unninn þó Nasistar og Japanar verði sigraðir, hann er ekki unninn fyr en alt mann- kynið hefir nægilegt allra lífs- nauðsynja til að viðhalda mann- dómi sínum í fylsta máta; þá fyrst er maðurinn frjáls, vegna þess að þá fyrst er hans stjórn- málalegi réttur samtímis trygð- ur að fullu. Þegar Nasistar og Japanar eru sigraðir, er nokkur hætta á að áhugaleysi og deyfð geti tafið framkvæmdir á þessum umbót- um, en sókn fyrir þeim verður að vera uppihaldslaus. Styrkur í þeirri sókn verður að koma úr þeim flokki manna. er nú þegar hafa gnægðir lífsþæginda. vegna þess að þeir okkar með- bræðra er gengið hafa á mis við þau veraldlegu gæði, eru andlega og líkamlega úrkynjað- ir, vegna skorts og harðréttis undanfarandi ára og því óhæfir til forystu; þeir geta aðeins sýnt og sannað þarfir sínar og óskir, á sama hátt og þeir gjörðu í Oxford Circus. Mennina, sem. fóru kröfugönguna frá Jarron,. varð að hvetja og hressa á leið- inni, undir forystu Ellen Wilkin- son og annara, er höfðu haft forgangsrétt að ýmsum þægind- um lífsins, er halda við kjark- inum og karlmenskunni í bar- áttunni fyjrir efnalegu sjálf- stæði. Hinir, aftur á móti, sem ekki eru aðnjótandi þessara gæða, hafa ekki nægann styrk til að standa í fylkingarbrjósti. Leiðtogarnir verða að vera andlega og efnalega sjálfstæðir, og reiðubúnir að berjast fyrir þá, sem eru veikir og minni máttar. Kirkjunnarmenn, vísinda- menn, bókmentamenn og kaup- skaparmenn, eru þegar hervædd ir og hafa gjört þetta mál að sínum málstað, en raðir þeirra verða að fyllast af góðviljuðum mönnum og konum úr öllum stéttum, af öllum þeim er trúa á betri framtíð og hafa hug- rekki til að berjast fyrir þá hug- sjón. Meginkjarninn verður þó að samanstanda af velviljuðum al- þýðumönnum, þeir eiga mest á hættu og skilja best dýrmæti góðra húsakynna, nægra fæðu- tegunda og sæmilegra trygginga er hinir fátækustu þekkja að eins af orðspori. En þessi barátta verður að framkvæmast með réttum skiln- ingi. Sumum af vinum okkar virðist vera ofmikið áhugamál að draga þá auðugu niður til sín. Jöfnun auðmannabústað- anna við jörðu framleiðir ekki húsrjkýnni fyrír fátæklingana og afnám kræsinganna af borð- um peningamannanna, skapar ekki mjólk, egg og ávexti handa þeim snauðu. Niðurrifsstefna færir okkur ekki feti nær tak- markinu þegar als er gætt. Við verðum að byggja að nýju og byrja þar sem þörfin er mset, neðan frá og upp. Verkamaður í vopnaverk- smiðju, sem hefir 10—15 pund á viku, ætti að hafa slæma sam- visku, þegar hann veit af her- mannakonum með börnum, sem verða að láta sér nægja aðeins lítinn hluta af þeirri upphæð. Þrátt fyrir það væri heimsku- legt af honum að taka ekki eins mikið kaup og honum er mögu- legt; en til þess að hafa frið við sína eigin samvisku, ber honum skylda til að vera svara- maður hinna launalægri og launalausu. Sæmileg húsakynni verður fyrst af öllu að reisa fyrir elli- styrksnjótendur og ekkjur her- manna. Einnig verður að bæta matarhæfi fátæka verkamanns- ins. Sé baráttan háð í þessum anda, munu armar okkar öðlast nýjan styrk við fullvissuna um að málstaðurinn er 100% réttur og engri stétt gjört vísvitandi rangt. Við höfum vilyrði sumra leiðtoga okkar fyrir betri og nægtameiri komandi tímum, að örbyrgð og allsleysi skuli héðan í frá, aðeins tilheyra kvalastað fortíðarinnar. Ef þessi loforð eru aðeins tækifærisloforð, eru þau ófyrir- gefanleg, en svo er ekki, þau eru gefin í alvöru og einlægni. En öll slík loforð þurfa að vera í föstu formi og öllum einstakl- ingum auðskilin. Hermenn okk- ar og vopnasmiðir, hefðu þá enn gleggri hugmynd um fyrir hverju er barist heima ög heim- an. Stjórnir Bretlands, Bandaríkj- anna, Rússlands og Kína, vænt- anleg stjórn Indlands og annara sambandsþjóða, þurfa í sam- einingu að gjöra stefnuskrá sína kunna öllum heiminum, ekki einungis með það fyrir augum að uppræta Nasismann, heldur einnig til að sýna og sanna að áform þeirra sé að gefa öllum mönnum allra landa, nýtt líf og nýjan heim, einnig íbúum Þýzkalands. Hverjum manni yrði þá skilj- anlegt að þettá yfirstandandi stríð er háð fyrir frelsi og jafn- rétti þeirra sjálfra. Hermönn- um Nasista thúndú þá einnig verða kunnir hinir sönnu og réttu málavextir. Slík auglýsing mundi reynast hin besta út- breiðslustarfsemi, en til þess að ná. tilætluðum áhrifum, verður hún að vera sönn og áréiðán- leg. Enn sem komið er, höfum við ekki nægilega trygga undirstöðu fyrir slíka Útbreiðslustarfsemi Jafnvel þó einstakir Sfjörriar- meðlimir hafí látið óljós orð falla í þessa átt, þá hefir þó stjórnin í heild engin ákveðin loforð gefið í þessu máli; það bendir ekkert á að hún sé tiL- búin að hefjast handa að stríð- inu loknu í samvinnu við stjórn- ir annara ríkja. Nú er einmitt brýn nauðsyn að mál þetta fái fast og ákveðið form í huga fólksins, svo stjórn- in geti með þjóðina að baki sér, prédikað fagnaðarboðskapinn um fjárhagslegt sjálfstæði og bræðralag mannkynsins. Slíkan fagnaðarboðskapur mundi breyta öllum mönnum í hetjur, er berðust fyrir sigri, er þeir vissu að væri þeirra eigin sig- ur. ♦ -f ♦ Partur úr 4. kafla sömu bókar, bls. 28. Við syngjum: "There wlll always he an England." Inni- bindur þetta England er við syngjum um, South Wales, Tyneside, Wigan og Jarrow, eða á það aðeins við skrautlegu höfðingjasetrin á Englandi er hýsa minna en 0.1% af öllum íbúum landsins? Við erum í sárri þörf fyrir nýjan söng, um nýtt England, sem innibindur íbúana 100%, söng er gefur til kynna vonir, þrár og eftirlanganir eigin- kvenna fátæku námumannanna og annara slíkra, er aldrei hafa alla þeirra æfi kynst öðru en niðurlægjandi fátækt í óhæfum húsakynnum. Þjóðin mætti gjarna ávarpa stjórnina eitthvað á þessa leið: “Fyrir hverju áformið þið? ef það er fyrir okkur, þá skal þess getið til upplýsingar, að við þurfum sæmileg hús og fæði. einnig vinnu fyrir alla sem vilja vinna. Jónbjörn Gíslason þýddi Fjárlagafrumvarpið fyrir Island Rekstrarútgjöld áætluð 42 milj. króna. Rekstrarafgangur 6,2 milj. króna. Fjárlagafrumvarpið nýja hef- ir nú verið lagt fyrir Alþingi. Niðurstöðutölur frumvarpsins eru: Rekstraryfirlit: Þar jafna sig tekjur og gjöld með kr. 48,258, 440 og er þá rekstrarafgangur áætlaður kr. 6,246,547. Á fjárlögum yfirstandandi' árs jafna sig tekjur og gjöld með rúmum 24 milj. kr. og hafa því upphæðirnar á fjárlögunum tvöfaldast frá því að þau fjár- lög voru samin. Stafar þetta vit- anlega frá hinni mjög hækk- andi dýrtíð. Sjóðsyfirlit: Þar jafna sig tekjur og gjöld með 48,8 milj. kr. og greiðslujöfnuður þá 2,3 milj. kr. Þar er gert ráð fyrir afborgunum lána um 2,5 milj. kr. 1 athugasemdum er gerð nokkur grein fyrir framvarp- inu. Segir þar varðandi tekj- urnar, að skattar og tollar séu áætlaðir 23,4 milj. hærri en í gildandi fjárlögum. Eru helstu breytingarnar þær, að tekjur og eignaskattur og stríðsgróða- skattur er áætlaður 15 milj. Nam þessi skattur á s. 1. ári um 20 milj. kr. — Verðtollur er á- ætlaður 15 milj. og tekjur af ríkisstofnunum 1,6 milj. kr. hærri en var í gildandi fjár- lögum. Um gjöldín er það að segja, að allir liðir hafa stórlega hækkað vegna dýrtíðarinnar. Kostnaður við æðstu stjórn landsins er t d. áætláður 150 þús. í stað 75 þús.; þar í eru laun ríkisstjóra og kostnaður við starfrækslu embættisins. Kostnaður við utanríkismál er hækkaður um 275 þús. Er öll utanríkisþjónústan áætluð kr. 1.462,936. Framlög til vegamála eru hækkuð um tæpar 4 milj. kr., þar af keriiur á vegavið- hald 2,3 milj. og er þá alls áætlað til viðhalds vega 3,3 milj. kr. — Hallinn á rekstri strand- ferðaskipa er áætlaður 1 milj. kr. Kenslumál. Útgjöld til Há- skólans eru áætluð um 178 þús.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.