Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 6
*6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. R U F U S Eflir Grace S. Richmond Pat kom með stól; María frænka dýfði sér niður í hann. Nancy, sem nú hafði að nokkru leyti leikið sitt hlutverk, þó mikið væri eftir enn, fór út úr herberginu og inn í dagstofuna. Hún stóð á arin-ábreiðunni og horfði niður í eldinn. Jafnvel þó gangur aðskildi stofurnar, heyrði hún drunur úr hinni djúpu rödd Maríu frænku og stutt svör læknisins. Hún ætlaði sér að láta viðtalið vera nákvæmlega tuttugu mínútur, og stöðva það á mínútunni, en hvernig ætlaði hún að láta andann blása sér í brjóst, þegar þar að kæmi. Sem áframhald af skop- myndinni, sem áður kom í hug hennar, fanst henni hún sjálf líkjast flekkóttum rottuhundi, sem stæði á milli mjóhundsins og vatnahests- ins, og sem, jafnvel þó mikil líkindi væru fyr- i-, að ofan á hann stigi þungur hrammur vatna- hestsins, gelti þar til hinn líkamlegi sterkari hætti árásum sínum á hinn andlega sterkari. Hún heyrði eina og eina setningu í gegn- i:m tvö skilrúmin, svo hún gat getið sér til þess, sem þeirra fór á milli, sem var frekar eintal en samtal. “Það getur vel verið að eg hafi hraustlegt útlit Lynn, en eg er ekki hraust Hvað eftir annað hafa læknar sagt mér Blóð- þrýstingur slagæðar ... gufuböð Sérfræðingur í San Francisco Meltingin Jú, en eg sef illa, Lynn blunda við og við, ekki endurnærandi Taugarnar Mér geðjast ekki að kvenlæknum ... vil als ekkert hafa með þær að gera Eg hefi hugsað mér að vera hjá þér um tíma, með- Svona hélt það áfram. Svo skipti um efni. Nancy hefði verið yfirmannleg, ef hún hefði ekki hlustað á setningaslitrin, sem nú komu “... hvers vegna hún ætti að vera hér ...... að hafa svo unga konu í húsinu eina þegar þú veizt að hún er ...” Þarna greip læknirinn fram í og talaði góða stund, en svo lágt, að ekki heyrðist orðaskil; það eitt var greinilegt, að hann var ákveðinn; svo byrjaði aftur drunuhljóðið. “Jæja Lynn. Það gæti nú samt áreiðanlega ekki gert þér nema gott að athuga mig dálítið meðan eg dvel hér Þú áttir ekki að leyfa henni að ....” Dyrabjallan hringdi. En sú hepni að svona hittist á. Nancy var í þann veginn að ásetja sér að hætta að hlusta, ef til vill var það ekki rétt þó hún heyrði einungis hálfar setningar, eða ekki það einu sinni. XXVII. Nancy heyrði rödd dr. Mac Farlands í and- dvrinu. Hún kom fram í dagstofudyrnar og hann snéri sér að henni. Bæði undrun og fögnuður lýsti sér í svip hans, um leið og hann greip með ákefð hönd hennar., “Hvað er þetta!” varð honum að orði, um leið og hann fylgdi á eftir henni að arininum. “Eg hélt að þér væruð farin.” Svo hélt hann áfram: “Eg var í svo mórauðu skapi, eins og Ijynn frændi þinn er stundum, og var að brjóta heilann um, hvernig eg gæti dulið það. Eg ætlaði að sjá yður á stöðinni í dag, en þá kom annað í veginn. Hvernig stendur annars á þessu?” “Þekkið þér Maríu Bruce frænku?” spurði hún. “Hún kom hingað í heimsóknir við og við meðan amma Bruce lifði — hún var systir afa Bruce.” Hann hugsaði sig um. “Gildur kvenmaður með erkibiskupsróm? Hefir ekki miklar mæt- ur á neinu eða neinum?” Nancy kinkaði kollf til samþykkis, um leið og hún brosti. “Hún kom í dag og gerði ekki mikil boð á undan sér. Þess vegna fer eg ekki strax.” “Ágætt hans vegna, en ekki mikið í það varið fyrir yður. Ákaflega þreytandi, eftir því sem mig minnir. Ein af þeim, sem aldrei lætur munninn aftur.” Hann lagði eyrað við og heyrði óminn af djúpri rödd frá skrifstofunni. ' “Hún er þarna inni núna?” “Já, en hvað það var gott, að þér komuð einmitt núna, dr. Mac Farland.” “Ó, látið mig ekki fara inn strax. Lynn getur þolað það um stund, þegar hann hefir yður til að hjálpa sér til að losna við hana, hvenær sem hann óskar þess.. Mig langar til að segja yður, hvað eg hefi útvegað dr. Ferris — það er að segja, ef hún vill taka það. Okkar á milli sagt, þá stytti eg mér aldur, ef hún vili ekka taka það.” Hann tók umslag upp úr vasa sínum, tók úr því bréf og hétti henni. Hann var auðsjáanlega mjög forvitinn að vita, hver áhrif innihald bréfsins hefði á hana, og þegar hún hafði lokið lestrinum, leit hann á hana með sigurbrosi. “Eg hefi gert alt, sem eg hefi getað, til þess að fá hana ofan af þessum fyrirætlunum sín- um í New York, eins og yður er kunnugt nú,” sagði hann. “Eg hefi alt af haft þetta bak við evrað. Við þetta starf fær hún að minsta kosti helmingi meiri reynslu, þó að það kunni að gefa minna í aðra hönd í bráðina. En hún lætur sér nokkuð á sama standa um pening- ana, hafi eg skilið hana rétt. Hún er sannur vísindamaður, og starfið er henni fyrir öllu. Hvernig líst yður á þetta?” “Það er alveg ljómandi gott!” sagði Nancy mjög hrifin. “Eg get ekki hugsað mér neitt betra fyrir hana en að vera yfir þessari deild spítalans og hafa dr. Frazer og yður að. vinna með.” “Eg er sömu skoðunar,” sagði hann, “þó samvinna við mig hafi nú-ekkert að segja. Sjálfur er eg við spítalann, af því að eg met svo mikils samvinnu við dr. Frazer. Hún mundi engan hafa yfir sér nema dr. Frazer. Eg vona, að hún taki þessu.” “Það furðar mig, að þér skylduð ekki segja mér þetta, dr. Mac Farland, þegar þér vissuð að eg ætlaði að hitta hana í New York.” “Eg fékk endanlegt svar fyrir einum klukku- tíma, en vildi ekki láta yður verða fyrir nein- um vonbrigðum. Satt að segja varð eg að berjast töluvert, til þess að hún fengi starfið, Frazer hafði umsækjanda, sem sóttist mjög eftir stöðunni.” Þetta voru stórar fréttir. Hvaða áhrif þær hefðu á fyrirætlanir Nancy, var henni ekki enn ljóst. Þau ræddu þetta fram og aftur, með miklum áhuga. Alt í einu var eins og Nancy rankaði við sér, þegar henni varð litið á klukkuna á marmarahyllunni yfir arninum, beint á móti henni. “Eg hefi látið Maríu frænku vera nærri því hálfan tíma inni hjá Lynn frænda. Hann verð- ur orðinn uppgefinn. Viljið þér ekki gera svo vel að fara til þeirra, dr. Mac Farland. “Orð yðar eru lög,” sagði hann brosandi. um leið og hann hálf-hikandi reis á fætur. “Hvað segið þér um það að kalla dr. Ferris upp í landsímann héðan, þegar eg hefi lokið mér af inni hjá Lynn, og að við tvö gerum henni bylt við með fréttinni?” j “Afskaplega væri það gaman- En hún af- gerir ekkert í kvöld.” “En við ljúkum þessu af í kvöld og léttum á okkur. Jæja, nú fer eg að sjá Maríu frænku. Þá verð eg að losa mig við alt, sem er mann- legt í svip mínum og setja á mig embættis- svip • - er ekki svo?” Hann bar sig til eins og hann væri að losa sig við eitthvað, þandi út brjóstið og setti andlitið í alvarlegar stellingar og benti Nancy að fara á undan. Hann gekk yfir ganginn og inn í skrifstofuna. “Gott kvöld, frú Bruce. Eg man vel eftir yður, frú. Það gleður mig að sjá yður aftur. Gott kvöld, Lynn,” sagði hann og horfði fast á sjúkling sinn. “Þú ert þreytulegur. Nú máttu ekki tala meira í dag — eg vona að frú Bruce afsaki þá fyrirskipun læknis þíns.” Hann hneigði sig djúpt og fyrirmannega. Rödd hans var kuldaeg og ákveðin; hann leit á frú Bruce eins og hann vildi segja henni að yfirgefa þá. Frúin fylgdist með Nancy út úr stofunni. Aðeins þrjár setningar fékk hún tíma til að láta falla frá vörum sínum. Hún var nú í aagstofunni í umsjá Nancy. Þær sátu fyrir framan eldinn og skemtu sér við samtal í rósailm og kynjabirtu, sem brá ljósi á andlit Nancy og gerði það þeim mun meira aðlaðandi Við og við gerði hún sér erindi til frænda síns — að tala um eitthvað, sem hún hafði gæymt, viðvíkjandi henni sjálfri — en kom skjótt aftur og var þá hurðinni okað. Það var líkast því, að Bruce frænka væri borin af straumi, henni ósjálfrátt, og Nancy stæði bros- andi á bakkanum, en annars afskiftalaus, hvað snerti för hennar með straumnum, að því er virtist. Svo var Nancy útsmogin. Fáir höfðu hlustað með meiri eftrtekt á orð frú Bruce en Nancy virtist gera. Pat kom að dagstofudyrunum og sagði í mjúkum rómi: “Landsíminn kallar á yður, frú Ramsey.” ' Frú Bruce var nú ein hjá arninum og rós- unum í tíu mínútur, meðan Nancy og dr. Mc Farland töluðu við dr. Katrínu Ferris í New York. Dr. Bruce var genginn til hvílu, svo þau voru ein í skrifstofu hans meðan þau töluðu. Þegar þau höfðu lokið samtalinu í landsím- ann, skiftust þau á nokkrum orðum í lágum róm. “Hún getur ekki hafnað þessu, dr. Mac í’arland.” “Mér er óskiljanlegt, að hún geri það, frú Ramsey.” , “Fanst yður ekki að hún vera snortin, þégar hún talaði?” “Hún stilti sig áreiðanlega að láta ekki bera á því, eg vildi óska, að hún hefði ekki getað setið á sér og sagt hreint og beint, að hún væri stórhrifin. Staðan venur menn á að dylja tiifinningar sínar, en stundum vildi, maður óska, að hið sanna kæmi fram, einkum hafi n:aður staðið í allskonar ati, til þess að út- vega vini sínum sæmilegt starf.” “Eg þekki Katrínu, og eg fann vel, að hún var óvanalega hrifin, engu síður en eg. Getur verið, að einhver hafi verið viðstaddur, svo þess vegna hafi hún ekki getað látið gleði sina í ljós.” “Það gleður mig, að þér haldið að hún haf:. verið glöð. Eg hef tekið allmikla ábyrgð á rnig, það finn eg, — að sækja um stöðuna án hennar vitundar. En mér fanst það ekki ein- ungis vera gott fyrri hana, heldur og líka fyrir okkur læknana, sem með henni vinnum. Það er mín fulla alvara. Hún er sjaldgæf kona, eins og þér vitið, frú Ramsey. Maður fyrir- hittir ekki einu sinni á áratug konu með læknisprófi, sem samtímis og hún er góður læknir, hefir jafnmikinn persónulegan yndis- þokka og dr. Ferris. Kvenlæknar eru oft gáfað- ar, enn fáar eru aðlaðandi, hvað útlit snertir, en sé hvorttveggja að finna í einni og sömu persónu, sem þar að auki er sönn, þá segi eg: gef henni tækifæri, ef mögulegt er, til þess að láta ljós sitt skína-” “Eg er ekki aveg á sama máli og þér. Eg hefi þekt margar mentakonur, sem samtímis hafa verið gáfaðar, aðlaðandi og framkvæmda- samar í starfi sínu á ýmsum sviðum. Það er furðulegt, hvað margar konur ryðja sér braut nú á dögum. En við erum alveg sammála um Katrínu Ferris, dr. Mac Farland. Mig furðar ekki á, þó yður sé hugleikið að fá hana að spítalanum ykkar. Eg var með fyrirætlanir, sem eg vonaði að kynnu einn góðan veður- dag að komast í framkvæmd — en eg efast ekki um að þetta sé betra fyrir hana. Og setjist hún hér að, get eg vel haft heimili mitt ein- hversstaðar í nánd við hana.” “Ágætt! Satt bezt að segja — á eg annars að segja það?” “Já, gerið það.” “Auðvitað verðið þér kyr hjá frænda yðar, þegar dr. Ferris sezt hér að. Yður að segja, þá var það hluti af áformum mínum.” Hann horfði á hana einbeittnislega, og roði færðist yfir andlit hans. “Hann mundi nú ekki kæra sig um að hafa mig hjá sér — stöðugt,” sagði Nancy, um leið og annað munnvik hennar sýndi lítinn þung- lyndisvott. “Ekki kæra sig um yður! Segðu einhverjum öðrum það en Jim Mac Farland.” “Auðvitað vildi eg heldur ekki vera hér, nema eg gæti orðið einhverjum að liði.” “Hvar í heiminum gætuð þér orðið, að meira liði en hér?” “Gæti eg fylt þetta stóra, tóma hús með smábörnum,” varð Nancy á að segja, — “og búið þeim heimili hér, og gert þau hraust og hamingjusöm — eg meina börnin, sem einskis úrkostar ættu, væri þeim ekki bjargað með þeim hætti — þá myndi eg kjósa að vera hér kyr.” Og Nancy horfði beint í augu læknis- ins, meðan hún sagði þetta. Hann gaf frá sér dálítið blísturshljóð. “Hefir ekki látið hugfallast, þó svona sorgega tækist til með Rúfus?” “Það er — að nokkru leyti — vegna Rúfusar, að eg óska að koma þessu í framkvæmd.” Hann horfði sttöðugt á hana. “Þér vitið,” byrjaði hann, “að þegar maður athugar yður — konu, sem á sæti í hljómleikahúsi — eða danssal — eða við borðenda í ríks manns húsi — fyrirgefið kæra frú — eg gleymdi mér augnablik! En þegar eg horfi á yður, sem auðsjáanlega er ætluð til skrauts —.” “Dr. Mac Farland! Já, þér getið boðið dr. Katrínu Ferris framúrskaran’di tækifæri til að vinna, af því að hún er há og fyrirmannleg, og þér dáist að gáfum hennar og dugnaði. En af því eg er lítil og nota franska kjóla — en látið mig bæta því við, að Katrín var í nýtízku- götubúningiTTivert skipti, sem þér sáuð hana, og það var eitt af því, sem jók álit yðar á henni! Hefði hún verið karlmannleg eða ó- þrifleg —.” Hún beit á vörina, og bros hennar varð óútmálanegt. “En hvað eg er vitlaus! Alt sem eg segi, er til þess að réttlæta skoðanir yðar. En á sama stendur, hvað eg segi. Ein- ungis þetta: Gætuð þér hjálpað mér til að vera hér áfram og koma áformum mínum í framkvæmd. — Ó, eg get ekki sagt yður hvað mikið mig langar til þess. Eg vissi ekki, hvað eg átti að gera til þess að gera gagn í heim- inum. En nú —.” Hann tók eftir því, að ljósið, sem kom í augu hennar, stafaði frá tárastraum, sem ekki hafði fengið framrás, þó að bros hennar væn jofn bjart fyrir því. Áhuginn í svip hennar var enn ákveðnari er hún beindi orðum sínum að lækninum, til þess að fá hans staðfestingu á því, sem hún sagði: “Og haldið þér ekki, að það væri gott fyrir Lynn frænda? Var ekki breyting á honum meðan Rúfus var hér — eins og hann vaknaði af móki og geymdi sjálfum sér algerlega?” “Það var breyting á honum — en það þakk- aðí eg nú ekki Rúfusi algerlega.” “Ó, það var engum öðrum að þakka en Rúf- usj. Breytingin kom als ekki yfir hann fyr en Rúfus kom. Og þegar barnjð dó, sótti alt í sama horfið.” “Við skulum útvega fleiri börn, börn í tuga- tali,” gaf dr. Mac Farland loforð um; “börn, sem lifa og dafna vel. Svo verðið þér for- stöðukonan, en eg vil verða aðstoðarlæknir. Dr. Lynn Bruce verður auðvitað yfirlæknir- inn.Dr. Ferris sendir okkur sjúklinga. En hvað viðv,kur Maríu frænku — hvernig finst yður við geta farið með hana — hún gengur af göflunum —.” “Við verðum að flýta okkur inn til hennar.” sagði Nancy og varð hverft við. “Eg verð að fara,” sagði hún um leið og hún stóð á fætur og snéri sér að hurðinni. “Frú Ramsey.” “Já, dr. Mac Farland.” “Stendur yður á sama, þó eg segi yður dá- lítið — hreinskilnislega?” “Það er hvað mér hefir alt af fundist um yður, síðan við fyrst sáumst hér. Mér finst þér vera merkilegasta samsetning, sem eg hefi nokkurntíma fyrirhitt, þau tólf ár, sem eg hefi starfað sem læknir! Og þetta vildi eg líka segja: Hvað, sem þér óskið að framkvæma — mun eg styðja gegn um þykt og þunt.” “Eg veit ekki hvernig á því stendur,” byrj- aði Nancy, sem svar við hinni hreinskilnis- legu játningu læknisins, sem henni þótti auð- sjáanlega mikið um vert, “en það er eitthvað sem veldur því, að eg hefi þá tilfinningu, að eins og á bak við mig standi hersveitir riddara- liðs. Nú veit eg, að eg get komið hugsjón minni í framkvæmd —• þó það kunni að dragast, — þá samt á sínum tíma.” XXVIII. “Er dr. Bruce heima?” “Já herra, hann er heima. En hann lætur ekki marga koma inn til sín.” “Ekki?” Svaraði Humphrey Oliver glaðlega. “Jæja, eg býst nú samt við, að hann muni leyfa mér að koma inn til sín.” Hann kom inn í anddyrið. Hann var stór og feitur, með gáfulegt, feitlagið andlit. Hann leitaði í vasa sínum að því, sem hann hvergi fann. “Það lítur út fyrir að nafnspjöldin séu búin,” sagði hann við reglulega írlendinginn, sem horfði með kuldasvip bláu augunum sínum á hann. “Segið honum, að það sé Humphrey Oliver — Oliver, gamli vinurinn hans. Hann kannast við það. Og hann mun segja yður að láta mig koma inn strax.” Hann sneri sér við á dyraþrepinu og kallaði til ökumannsins, sem beið eftir skipun, að skilja farangur sinn eftir. “Bíðið þér augnablik, herra.” sagði Pat frem- ur stuttur í spuna. “Eg ætla að kalla á frú Ramsey. Viljið þér fá yður sæti í dagstofunni, herra?” “Hvers vegna farið þér ekki með mig beint inn til Bruce — dr. Bruce? Hvað er að? Hann veikur? “Hann meiddist, þegar hann var í Evrópu, herra. Eg ætla að kalla á frú Ramsey.” “Hver er frú Rams'ey? Ráðskona?” En Pat var farinn. Gesturinn litaðist um í dagstofunni. Hann rak augun í stóra, gula skál, sem stóð full af rósum á mahogniborði, og endurspegluðust litirnir í borðplötunni. Hann fór að láta sér detta í hug, að eftir þessu að dæma, væri frú Ramsey líklega ekki ráðskona í almennri merkingu. — Og þegar hún, augnabliki seinna, kom til móts við hann, vissi hann, að tilgáta hans mundi vera rétt. “Eg er Humphrey Oliver,” sagði hann með þægilegu breiðu brosi á andlitinu. Honum geðjaðist strax mjög vel að útliti frú Ramsey. Sléttgreidda, svarta hárið hennar náði um það bil upp að þreklegu öxlunum hans, og hann sá strax, að hún var kona, sem leita mátti ráða til, eins og honum hafði skilist á rödd írska þjónsins. / “Eg er gamall vinur Lynn Bruce,” sagði hann við frú Ramsey, “og eg hefði gaman af að vita, hvers vegna þetta umstang er haft — að senda eftir einhverjum öðrum, áður en eg get fengið að sjá hann.” Svipur hans og látbragð voru ekki eins óskammfeilin og orðin. “Það er sökum þess,” svaraði Nancy, “að dr. Bruce er ekki svo frískur, að öllum sé leyft að koma inn til hans, hverjir skuli koma inn til hans. Aðalatriðið er að vera ekki léngi hjá honum, svo það þreyti hann ekki of mikið. Ef þér viljið lofa að gæta þessa, herra Oliver, ætla eg að fara og segja honum, hver sé kom- inn.” “Vissulega lofa eg þessu. Eg ætla ekki að nota klær og tennur við hann, eins og þér getið ímyndað yður. En sé hann veikur, ætti heimsókn gamals vinar að hressa hann. Eg hefi farið kringum hnöttinn nokkrum sinnum, síðan hann sá mig — honum ætti að þykja gaman að heyra um það.” “Já, sannarlega ætti honum að þykja gaman að heyra það.” Þegar Nancy leit á hann í annað sinn, geðjaðist henni betur að honum. Kann var svo algerlega laus yið að haga sér eftir settum reglum og almennum háttum. Hann var djarfur í framkomu og rödd hans var þægileg. Ef til vill gæti hann haft góð áhrif á dr. Bruce. Hún fór inn og sagði frænda sínum frá komu gestsins. “Humphrey Oliver? Það er ómögulegt! — blessuð, láttu hann koma inn, Nancy.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.