Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.01.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. JANÚAR 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK . Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Norræna félagið, Víking Club, efnir til kveldverðar og skemt- unar á St. Regis .hótelinu á laugardaginn þann 30. þ. m., kl. 6,45 e. h. Hon. W. J. Lindal flytur ræðu, auk þess, sem þarna verður allmikið um söng. Félag þetta var stofnað í haust sem leið, og hefir það mark- mið, að auka samvinnu meðal þess fólks af norrænum stofni, sem búsett er hér í borg. Forseti félagsins er Jónas Jónason kenn- ari. Aðgangur að skemtuninni kostar 60 cent á mann; sam- kvæmið er jafnt fyrir konur sem karla. ♦ -»■ ♦ Séra Sigurður Christopherson frá Churchbridge, Sask., var skorinn upp á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni síðastlið- inn mánudag. Mr. Th. Thordarson, kaup- maður á Gimli, var staddur í borginni í vikunni sem leið. Þeir bræður, G. A. Williams kaupmaður í Hecla og Helgi sögunarmyllu forstjóri, komu til borgarinnar í viðskiptaerindum í byrjun yfirstandandi viku. Jr. Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold a Social Hour at their meeting on Tuesday January 19th at 2,30 p. m. The occasion is the 12th Birthday of the Aid and the guests of honor will be the members of the Senior Ladies Aid. It is to be hoped that there will be a good attendance ox' the guests and members. ♦ ♦ •♦ Matsala — Home cooking — fer fram í samkomusal Sam- bandssafnaðar, Banning og Sargent, laugardaginn 16. þ. m kl. 2 e. h. Alskonar íslenzkur matur og kaffibrauð, verður þar á boðstólum. Spilað verður að kvöldinu. Allur ágóði verður notaður til líknarstarfsemi Sambandssafnað ar. Fjölmennið. Gullnáma aí hugmyndum Fellur yður það, sem er nýtt, fallegt, og af ný- tízku gerð? Sé svo finn- ið auðlegð nýrra hug- mynda milli spjaldanna á EATON’S verðskrá. Lítið til dæmis á hús- gagna og gluggatjalda blaðsíðurnar, og sann- færist um hve þær greiða fyrir við val hús- muna í dagstofuna, þægi- legar breytingar, og einn eða tvo nýja hluti, eða gluggatjöld, sem fegra umhverfið. EATON’S verðskrá flyt- ur nákvæmar lýsingar af hinum ýmsu vörum, sem auka á þægindi, ásamt myndum, er sýna hverja vöru eins og hún er, ný litbrigði og margskonar verkasparnaður á heimil inu; nýjustu hugmændir í nýtízku; alt það, sem notadrýgst er í karl- mannafatnaði, og þús- undir annara hluta, er þú þarfnast. Verzlið gegnum EATON'S verðskrá. "Búðina milli spjaldanna" EATON'S Sunnudaginn þann 3. þ. m. lézt á Grace sjúkrahúsinu hér í borginni, Miss Sigríður Ellen Stonson, 48 ára að aldri; hún átti heima að 660 Beverley St., og var meðlimur Apostolic Temple; auk einnar systur, Mrs. G. Rosencrans, lætur hún eftir sig tvo systrasyni, Clarence og Norman Rosencrans, búsetta í þessari borg. Útför Miss Stonson fór fram á þriðjudaginn þann 5. þ. m. frá útfararstofu Desjardin’s Rev. R. O. Vdgua jarðsöng. Greftrað var í Brookside reit. ♦ ♦ ♦ Miss Guðrún Jóhannson hjúkr unarkona frá Saskatoon, dvaldi í borginni um nýlega afstaðnar hátíðir, hjá föður sínum Gunn- laugi kaupmanni Jóhannssyni, og stjúpu sinni frú Rósu Jó- hannsson. ♦ ♦ ♦ Laugardaginn 19. des. voru þau, Alexander Ferguson og Helga Laufey Erlendson, bæði til heimilis í Vancouver, B. C., gefin saman í hjónaband, af séra Runólfi Marteinssyni, á heimili Mr. og Mrs. Jóhanns K. Erlendssonar, að Lynn Creek P. O., North Vancouver. Mr. Erlendson er bróðir brúð- arinnar, og leiddi hann systur sína til brúðgumans. Mrs. Er- lendson, tengdasystir brúðarinn- ar, lék giftingarlag á píano, og Miss Bentína Erlendson, systir brúðarinnar, söng. Allstór hópur vina og vanda- manna var þar samankominn, nutu menn ágætis veizlufagn- aðar og skemtu sér hið bezta. Brúðguminn er skozkur, en brúðurin er dóttir Hannesar og Jóhönnu Erlendson, sem lengi bjuggu að Langruth, Man. — nú bæði dáin. Heimili brúðhjónanna er í Vancouver. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn, 27. des., voru þau Victor Thorson og Muriel Guðrún Sanders, bæði til heim- ilis í Vancouver, B. C., gefin saman í hjónaband af séra Run- ólfi Marteinssyni, að heimili Mr. og Mrs. G. J. Sanders, sem ertt foreldrar brúðarinnar. Mr. Emil Thorson, flughermaður og bróð- ir brúðgumans, aðstoðaði hann, en systir brúðarinnar, Miss Edna Sanders, aðstoðaði hana. Mr. Sanders leiddi dóttur sína til brúðgumans. Mrs. G. H. Limpus, systir brúðarinnar l^k giftingarlag á píano. Miss María Anderson söng. All-stór hópur vina og vandamanna var við- staddur; áttu menn þar unaðs- lega stund við veizlufagnað og ýmsa skemtun. Mr. G. H. Limpus, kennari, tengdabróðir brúðarinnar, mælti fyrir skái brúðhjónanna. Húsið var fagur- lega skreytt. Foreldrar brúð- gumans eru þau hjónin, Julius og Emily Thorson, sem lengi hafa átt heima í Vancouver. Heimili ungu hjónanna er einn- ig þar í borg. ♦ * * Frónsfundur verður haldinn á fimtudagskvöldið þann 21. þ. m., á venjulegum stað og tíma; nánar auglýst í næsta blaði. ‘‘Smoky Bay” Heitir barna og unglinga saga eftir Steingrím Arason kennara. Bók þessi er falleg, fræðandi og skemtileg, og prýdd mörgum myndum. Ættu íslendingar al- ment að kaupa þessa bók fyrir sjálfa sig og yngri kynslóðina, er ekki les íslenzku, en langar að lesa fallega sögu, íslenzka sögu um ýngri landa sína á Is- landi. Frekari skýringar á sögu þessari geta menn fengið í á- gætum ritdómi um “Smoky Bay” eftir próf. Richard Beck í Lögbergi 17. des. s. 1. , Bók þessi fæst í Björnssons Book Store að 702 Sargent Ave., og kostar $2.25 í Canada, Winni- peg, en ekki $2.00 eins og áður hefir verið auglýst. D. Björnsson. Icelandic Canadian Club hefir ákveðið að efna til Tally-ho á þriðjudaginn þann 19. þ. m. í Silver Heights Academy. Að- gangur 60 cent fyrir manninn; veitingar innifaldar. Vonast er eftir fjölmenni. Hringið upp Reykdal 558 Sherburn St., sími 71 055, eða hvaða meðlim, sem í skemtinefndinni er. ♦ ♦ ♦ Spilasamkoma til arðs fyrir sumarheimilið á Hnausum, verð- ur haldin í samkomusal Sam- bands kirkju, mánudaginn 18. jan. kl. 8 að kvöldinu. Veitingar og góð verðlaun. Fjölmennið og styrkið gott málefni. ♦ ♦ ♦ Þeir Halldór M. Swan verksmiðjueigandi og Benedikt Ólafsson málarameistari, sem fóru vestur til Vancouver skömmu fyrir jólin, komu heirn í lok vikunnar sem leið. ♦ ♦ * The University of Manitoba. January 7. 1943 Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., Winnipeg, Man. Dear Mrs. Skaptason! The first in the new series of recitals to be geven in the Uni- versity Music Department takes place Monday evening, January 18th, at 8,30 o’clock. The winner of the Jón Sigurðsson Chapter, I. O. D. E., Scholarship, Barbara Goodman, will give the entire programme. I am writing well in advance in order that you will be free and have time to notify any interested members of your executive. Undoubtedly your Jón Sig- urðsson Chapter Scholarship has up to date, done a great deal to help young pianists who are so talented and worthwile. They will, in the future, have a fine influence musically in our com- munity. Sincerely yours, Eva Clare Director of Music. Sænska þjóðin gladdist við hernám Islands “Sænska þjóðin gladdist þeg- ar Ihún frétti að Bandaríkjaher- menn hefðu tekið að sér að vernda ísland.” Þetta er haft eftir fjórum sænskum blaða- mönnum, sem verið hafa á fjögra mánaða ferðalagi í Bandarikj- tinuni. Blaðamennirnir létu ennfrem- ur hafa eftir sér: “Við þurfum ekki að segja ykkur hug sænsku þjóðarinnar í garð fslendinga. Hugmyndinni um að Bandarikjahermenn tækju að sér hervernd fslands var mjög vel tekið í Svíþjóð og aunarsstað- ar á Norðurlödum. Það var eðli- leg og skynsamleg ráðstöfun bæði fyrir ísland og Bandaríkin.” “Okkur er ánægja að því að sjá hve samkomulagið hefir far- ið batnandi milli fslendinga og Bandaríkjamanna. Sænsku þjóð. inni var það gild trygging, er Bandaríkjamenn lýstu því yfir, að þeir myndu ekki blanda sér i málefni fslendinga. AMir vissu að Bandaríkjamenn mynduhalda það loforð og að frelsi íslands á lýðræðisgrundvelli væri trygt.” “Við getum sagt ykkur, að sambúðin milli Norðurlanda- þjóðanna og nazista er alt önnur. Sannleikurinn er sá, að allar þjóðir Evrópu hata nazista. Menn höfðu samúð með gamla — hinu sanna — Þýzkalandi, en það er ekkert slíkt til undir stjórn nazista.” Blaðamennirnir, sem þetta er ihaft eftir, eru: Victor Vinde (Göteborgs Handels och Sjöfarts- tidning), Sten Hedman (Dagens Nyiheter), Hils Horney (Social Demokraten), og Alfred Oste (Svenska Dagbladet). . —Mbl. 8. nóv. MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Á afmæli Jóns Sigurðs- sonar, 1942 Dr. Einar Ól. Sveinsson: Það er vor, kalt vor, eins og oft er á þessu landi. Og í dag. 17. júní, er eitthvert kaldasta veður, sem verið hefir lengi. Mér finst í dag, á afmæli Jóns Sigurðssonar, ætti að vera fegursta og bezta veður, sem þetta land á til; því að af öllum hátíðisdögum er þessi okkur einna hjartfólgnastur. Og þó er kuldinn ekki alveg út í hött við daginn. Fyrri hluti ævi Jóns Sigurðssonar, fyrri hluti 19. aldarinnar hér á landi, var eins og kalt vor. Vetur ó- frelsis og áþjánar hafði sorfið fast að, svo að engu mátti muna. Viðreisnin var sein, eins og gróður á köldu vori. Og oft fann hann nístandi nepjuna blása móti sér. En einhver allra ágæt- asti kostur þessa manns, sem var svo óvenjulega mörgum og miklum kostum búinn, var trú hans á sumarið. Traust hans á landi sínu og þjóð sinni, trú hans á framtíðina, ef þjóðin öðl- aðist lífsafl frelsisins. Jón Sigurðsson þorði að trúa, þó að gras virtist aldrei ætla að spretta upp úr kalinni jörð og svo til engin merki sumars væru sjáanleg. Hann þorði að treysta á þjóðina, þó að fámenn væri og kunnáttulítil og virtist vanta alt til alls. Öldum saman höfðu menn vanizt að vera stjórnað af erlendu valdi, að lokum hafði ófrelsið dregið úr þeim allan dug, alla von. Öll æðri menning þjóðarinnar átti sér miðstöð erlendis. Verzlunin var enn í höndum útlendinga, bundin við þegna erlends ríkis. Fátæktin var hörmulega mikil. Verkleg menning mátti heita með miðaldasniði. Hvar eru veg- ir um þetta stóra land, hvar brýr yfir ár þess, hvar hin vél- knúnu farartæki, sem erlendis runnu heimsendanna á milli? Og á háttum íslendinga var einatt mesti skrælingjabragur. Og þó þorir þessi vitri maður að trúa því, að þessi smáþjóð sé fær um að standa ein — og að öll heill hennar felist undir því, að hún geri það. Margt hefir skipazt hér á landi síðan Jón Sigurðsson lifði, og um flest af því nýtur við hins ósérhlífna og óþrotlega starfs hans. Enginn mun mega neita því, að menning þjóðar- innar hefir í mörgum greinum þokast mikið fram á við. Ætli framfarirnar hafi ekki, þrátt fyrir alt, orðið drjúgum fljótari en samtíðarmenn Jóns gátu leyft sér að dreyma um? Víst er margt að, margt skamt á veg komið. Frá ann- mörkum fámennisins flýjum við ekki, þeirra munum við lengi gjalda. Og þó mun enn margt skipast til hins betra, ef þjóðin öðlast aftur frelsi sitt, rækir þjóðernið og sýnir eigi minni menningarviðleitni en verið hef- ur um skeið. En til als þessa þarf trú Jóns Sigurðssonar a landi og þjóð, trú, sem ekki truflast af táknum og stórmerkj- um annara þjóða, þolinmæði hans, þó að ekki gerist alt í einu og starf, sem aldrei fellur niður. í dag er kalt úti. Og í mann- heimi er ekkert blíðviðri, þrátt fyrir allan stríðsgróða. í tvö ár hafa aðrir húsbændur verið í þessu landi, og af þeirri sam- búð hafa stafað mörg mein og mörg spilling. Enginn veit, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ef veröldin heitir okkur gulli og grænum skógum fyrir að selja nokkuð af sjálfstæði okkar, þa minnumst óbilandi trúar hans og festu. “Aldrei að víkja!” En ef forlögin skyldu láta sumarið koma fyr, verða hlýrra og svikalausara en svartsýnin kemur okkur til að óttast, þá er þó ekki hætta á, að ekki verði nóg að starfa. Þá þarf aö halda á kappsamlegu jákvæðu menningarstarfi. Og einnig þar kynni dæmi Jóns Sigurðssonar að geta orðið til eftirbreytni. Því að honum voru flestir hlut- ir bezt gefnir. —Samtíðin. 5. Hitt og þetta Skipstjórinn kallaði niður ax’ brúnni: “Hverjir eru xþarna niðri?” Hásetinn svaraði: “Will, herra.” “Hvað ertu að gera?” “Ekkert, herra.” “Er Tom þarna líka?” “Já,” sagði Tom. “Hvað ert þú að gera?” “Eg er að hjálpa Will, herra.” ♦ ♦ ♦ Eiginkonan á leið heim úr samsæti: “Hefir þú gert þér grein fyrir, hvað þú hefir gert?” Eiginmaðurinn: “Nei, en eg skal játa. að það var ekki rétt, hvað var það annars?” ♦ ♦ ♦ Innheimtumaðurinn: “Er hús- bóndi yðar heima?” Þjónninn: “Nei, hann er ekki heima.” Innheimtumaðurinn: “Einmitt það, en eg sé, að hatturinn hans er hérna í ganginum.” Þjónninn: “Jæja, en hvað sannar það? Eg á föt, sem hanga úti á snúru í garðinum, en ekki er eg þar. Dag nokkurn tók bílstjóri bónda upp í bílinn til sín og ætlaði að aka með hann nokk- urn spöl. Þegar bíllinn var kom- inn á 75 mílna hraða misti bíl- stjórinn stjórn á honum, hann rakst á tré og fór í klessu. Manninn sakaði þó ekki. Bónd- inn var hinn rólegasti, kveikt’ sér í pípu og sagði síðan: “En það sem mig undrar mest er, hvernig þér farið að stoppa, þegar engin tré eru nálægt.” ♦ ♦ ♦• Gömul kona kallaði á líttinn dreng út um glugga: “Drengur minn ertu vandaður?” “Já, fröken.” “Ertu í sunnudagaskólanum.” “Já, fröken.” “Þá held eg að óhætt sé að treysta þér. Hlauptu fyrir mig og keyptu eina bollu. Hérna eru 10 ,aurar, en mundu það, að guð sér til þín.” * * * —Finist yður hún ungfrú Fjóla ekíki dans fjaðurlétt? —Er það nokkur furða—önn- ur eins gæs. Messuboð Fyrsia lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. ♦ ♦• ♦■ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 17. jan. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. * * » Áætlaðar messur í Gimli-prestakalli: Sunnudaginn 17. jan. Betel kl. 9,30 árd. Gimli kl. 2 síðd. S. Ólafsson. KAUPIÐ ÁVALT LIMCER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flesium tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna takmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi framleiðslu af þeim sökum, ásamt örðugleikum við flutninga, má því nær vísl telja, að hörgull verði á vissum eldsneytisiegundum í vetur. Vér mælum með því. að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneytis- lausir, er fram á líður. .Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 —23 812 WARTlME NOTICE THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE, the originators of the Grade XI admittance standard, give notice that due to: L The increased demand for trained office help— 2. The lowering of minimum age limits and educational requirements by both govemment and private employers— 3. The sharp decline in the number of persons availahle for business training— they will, in the interests of Canada’s All-Out War effort, waive their strict adherence to the Grade XI admitttance requirement until further notice, and will admit selected students with less than a Grade XI High School standing. NOTE—New classes will start each Monday. We suggest that you make your reservation now and begin your course as soon as possible in order to qualify for employment at an earlier date. THE MANITOBA COMMERCIAL COLLEGE The Business College of Tomorrow — TODAY 300 ENDERTON BLDG., 334 Portage Ave. (4th door west of Eaton’s) Phone 26 565 Write or Telephonc for Our 1942 Prospectus

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.