Lögberg


Lögberg - 21.01.1943, Qupperneq 1

Lögberg - 21.01.1943, Qupperneq 1
I 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. JANÚAR, 1943. NÚMER3 HELZTU VÍNSALA TAKMÖRKUÐ Á NÝ. Forstjóri stjórnarvínsölunnar í Manitoba, Mr. W. R. Clubb, lýsti yfir því í vikunni sem leið, nýkominn af ráðstefnu við stjórnarvöldin í Ottawa, að svo hefði þar skipast til, að gerðar skyldu í Manitoba róttækar takmarkanir á vínsölunni, er ganga ættu í gildi tafarlaust, frá þessum tíma mega' leyfis- hafar eigi kaupa meira af sterk- um vínum á viku en 40 únzur, en sala áfengs öls, verður ein- skorðuð við tvo kassa — 24. flöskur — á viku. Áður gat leyfishafi keypt 24 únzur af sterkum drykkjum á dag og jafn framt því, heilan kassa af öli; bjórstofur hótelanna verða opn- ar frá 2 til 10 e. h., og hið sama gildir um vínverzlanir stjórnar- innar í Winnipeg. í öðrum bæj- um þar sem stjórnin starfrækir áfengisbúðir, verða þær opnar til viðskipta frá 11 f. h. til 7. e. h/ ♦ ♦ ♦ STÓRKOSTLEG ÁRÁS Á BERLÍN. Vegalengdin frá Bretlandi til Berlín er 600 mílur. Borgin hef- ir því fram að þessu sloppið tiltölulega vel við loftárásir: þar til síðastl. sunnudag hafði engin flugvélaárás verið gerð á hana síðan 7. nóv. 1941. En loks tókst brezka flughernum að borga að nokkru fyrir það mikla mann- tjón' og þann skaða, sem þýzki flugherinn olli í London; á sunnudaginn flaug stór skari sprengjuflugvéla til Berlínar og varpaði ægilegu kyngi af eldi og sprengikúlum yfir borgina: hinar stærstu sprengjur voru 4000 til 8000 pund á þyngd. Stór svæði í Beríln voru lögð í eyði og eldhafið sást í 1000 mílna fjarlægð. Árás þessi kom auð- sjáanlega varðliðinu á óvart, því viðnám var lítið og aðeins ein brezk flugvél tapaðist, en í seinni árásinni, sem gerð var daginn eftir og um 300 brezkar flugvélar tóku þátt í, fórust 22 flugvélar. Margir Canadamenn tóku þátt í þessari ferð til Berl- ínar og gátu þeir sér góðan orð- stýr. Nazistar reyndu að svala sér nieð því að senda sprengjuflug- vélar sínar til London, en varð- lið borgarinnar tók svo hraust- lega á móti þeim, að þær hrökkl uðust brátt á burt. Nazistar höfðu eitthvað um 60 sprgngju- flugvélar í þessari atrennu, og af þeim voru 10 skotnar niður. Tjón það, sem London hlaut af völdum þessar þýzku árásar, er naumast teljandi. ♦ -f UMSÁTRINU UM LENINGRAD LÉTT AF. Næst stærsta borg Rússlands er Leningrad. Hinar 3 miljónir íbúa hafa verið króaðir inni í 17 mánuði. Óvinirnir slóu stál- hring um borgina 21. ágúst 1941 °g síðan hefir ekki verið hægt að flytja þangað vopn né vistir svo nokkru næmi; en þrátt fyrir hungursneyð og aðrar aðþreng- lr>gar neituÖu íbúar borgarinnar °g varnarlið að gefast upp, og °ú hefir loks tekist að rjúfa skarð í víggirðingar óvinanna. •Á mánudaginn tókst Rússum að nú Schlusselburg á sitt vald og þar með var létt af umsátrinu. 1 þessum bardaga féllu 13.000 þjóðverjar en um 1.300 voru leknir til fanga. Marskálkur FRÉTTIR Zhukov sá er bjargaði Moskvu og síðar Stalingrad og Voroshi- lov yfirhershöfðingi, eru taldir aðal hetjurnar í þessari viður- eign. Á öllum öðrum megin stöðv- um austur víglínunnar, hafa þjóðverjar sætt hliðstæðum hrakförum og við Leningrad, og sækja Rússar nú fast bæði að Rostov, og eins Karkov, höf- uðborginni í Úkraníu. -f -f -f KAUPDEILAN í STÁL- IÐNAÐINUM ÓLEYST ENN. Fundir hafa verið haldnir daglega á skrifstofu King’s for- sætisráðherra í Ottawa með það fyrir augum, að reyna að ráða til lykta verkfallinu í stái- iðnaðarverksmiðjunum þremur í Austur-Canada, þar sem 13 þús. menn hafa setið auðum höndum á aðra viku. Orsakir verkfalls þessa eru með tvenn- um hætti, hin fyrri er bygð á kröfu um kauphækkun, er verk- veitendur fram að þessu hafa synjað, en sú síðari á rót sína að rekja til þess, að ein verk- smiðja að minsta kosti þverneit- aði að viðurkenna samtök verka manna til samningsgerða; þetta verður því furðulegra, sem lög landsins hafa viðurkent að fullu rétt verkamanna, sem samnings- aðilja við vinnuveitendur. Grunnkaup verkamanna í þess um stáliðnaðarverksmiðjum var 45 cent á klukkustund; verka- menn fara fram á 10 centa hækk un á klukkutíma, og virðist það sannarlega ekki til of mikils mælst. -f -f -f STÓRBRUNI í SELKIRK. Síðastliðinn mánudag brann til kaldra kola hin reisulega Nordal Block í Selkirk. Bygg- ingin var eign atorkumannsins Sigvalda Nordals, og voru í henni fjórar verzlunarbúðir; stærst þeirra var Morrison harðvöruverzlunin. Eignatjón til samans, er lauslega metið á 80 þúsundir dala; ekki er enn vitað, hvernig eldsábyrgð hefir verið háttað á vörubirgðum og bygg- ingu. •f -f -f - ÁTTRÆÐUR. Síðastliðinn sunnudag átti David Lloyd George, fyrrum forsætisráðherra Breta, áttræðis afmæli; hann á enn sæti í brezka þinginu, og lætur eink- um utanríkismálin og stríðsvið- horfið mikið til sín taka. Falleg jólabók \ Julegranen. Dönsk jólabók með mörgum ágætum myndum, hefir Lögbergi nýlega borist til umsagnar; jþessi undurfallega bók, sem helguð er jólunum 1942, er gefin út í bænum Cedar Falls í Iowaríkinu, og er þeim öllum, sem að henni standa til mikils vegsauka; þetta er 46. árgangur, og ber því fagurt vitni hve norræna lífstaugin er enn þróttmikil í landi hér. Auk margháttaðs fjölgresis, sem prýð ir hefti þetta og samið er af dönskum mönnum, eða í mörg- um tilfellum amerískum höf- undum af dönskum stofni, er þar að finna fjörlega skrifaða ritgerð um rithöfundinn og stjórnmálamanninn, Sigurð Egg- erz, fyrrum forsætisráðherra íslands, eftir Dr. Richard, sem óþreytandi virðist með öllu við- víkjandi fræðslustarfsemi sinni um ísland á erlendum vettvangi. Sigurður hefir í seinni tíð gefið sig allmikið að leikritagerð; þau eru oss að mestu ókunn, að öðru leyti en af nokkrum rit- dómum um þau í blöðum að heiman, er virðast næsta mis- jafnir; en um hitt var oss kunn- ugt af nokkurri pesónukynningu við höfundinn, að hann var mað- ur ljóðrænn, og hafði ort nokkuö af prýðisvel gerðum kvæðum á danska tungu; enda taka sýnis- hornin, sem Dr. Beck tekur upp í áminsta ritgerð af öll tvímæli í þessu efni; yfir höfuð er rit- gerð þessi hin glæsilegasta, og markviss í megi'ndráttum. Listræn stúlka Miss Barbara L. Goodman. Þessi listræna og bráðefni- lega stúlka, sem aðeins er 16 ára að aldri, er dóttir þeirra Mr. og Mrs. P. G. Goodman, sem búsett eru að 1139 Down- ing Street hér í borginni; hún hlaut árið sem leið hljómlistar- verðlaun Jóns Sigurðssonar fél- agsins, $50.00. Verðlaun þes/ö eru einungis veitt hljómlistar- nemendum af íslenzkum stofni. Miss Goodman er skörp við fleira en píanóspil, því í vor sem leið, fékk hún hæztu eink- unn skólasystkina sinna við vor- prófin í 9. bekk. Miss Goodman efndi til píanó- hljómleika í Manitobaháskólan- um síðastliðið mánudagskvöld, við hinn ágætasta orðstýr. Í herþjónustu Barney Stephen Benson, inn- ritaðist í Royal Canadian Artill- ery um miðjan október síðastl.; hann er fæddur í Selkirk, þann 5. júní 1919. Foreldrar: Björn S. Benson, lögfræðingur, og eftir lifandi kona hans, Flora Julíus Benson, bókhaldari. Barney er efnafræðingur, og lauk B. Sc. prófi við Manitobaháskólann. Áður en Barney gekk í herinn vann hann á efnarannsóknar- stofu í Winnipeg. ♦ -f ♦ Robert W. Sloan, innritaðist í herinn þann 19. þ. m. Hann er fæddur í Winnipeg, en ólst upp á bújörð í grend við Cy- press River, og þar býr móðir hans, Mrs. John. Sigurðsson. ♦ ♦ Jónas R. Jónsson, gekk í her- inn þann 7. þessa mánaðar, að því er hernaðarvöldunum segist; frá, hann er 26 ára, fæddur í Riverton. Áður en Jónas skrá- settist til herþjónustu, vann hann í námum. Kona hans Mrs. Anne Jónsson er búsett að 571 Maryland St. -f ♦ ♦ Einar F. Guttormsson, gekk í herinn þann 7. þessa mánaðar; hann er fæddur og uppalinn i grend við Poplar Park hér í fylkinu, og er 21 árs að aldri: á undan herþjónustu stundaði Einar fiskiveiðar á Winnipeg- vatni. Móðir hans, Freda Gutt- ormson, er búsett við Poplar Park. Nýárs-byl ur Gest að — byrstann — garði bar, glumdu og hristust tóftirnar; nú mig gisti í nótt sem var Norðri, fyrsta janúar. Sá ei hýra svipinn bar, svalur gnýr í máli var; illu stýrir alls staðar, ylinn knýr til brottferðar. Hjarni klæðir landið lágt, lífsins gæða veikir mátt, eymd og mæðu á ýmsann hátt inn um læðir hverja gátt. Björn Slefánsson frá Kirkjuskarði. Stórstúka íslands stofn- ar drykkjumannahæli Stórstúka íslands er í þann veginn að setja á stofn drykkju- mannahæli í Kumbaravogi, sem er jörð austanvert við Stokks- eyri. Á jörðinni eru mjög sæmi- leg húsakynni og hefir verið unnið að endurbótum á þeim og lagfæringum í sumar og haust. Drykkjumannahælið verður rekið eins og sjúkrahús og sarp- kvæmt sömu lögum og önnur sjúkrahús, eða lögum um fram- færslu sjúkra manna og ör- kumla. En samkvæmt þeim lög- um ber ríkinu að greiða fjóra fimmtu hluta dvalarkostnaðarins og viðkomandi bæjarfélagi einn fimmta hluta. Það kostar allmikið fé að stofna drykkjumannahæli og þann kostnað verður stórstúk- an að fá, hins vegar hefir hún yfir nokkru fé að ráða til að hefja rekstur hælisins, en þó ekki mikið. Virðist nauðsyn- legt að þetta mál sé stutt af fremsta megni, bæði af hinu opinbera og eins einstaklingum, sem hafa áhuga á því að þeim mönnum sé hjálpað, sem hafa spillt heilsu sinni með drykkju- skap. Lengi hefir verið rætt um þetta mál, bæði opinberlega at ýmsum áhugamönnum og eins á alþingi, en mjög illa hefir gengið að hrinda málinu í fram- kvæmd. Ber því að fagna þvi nú, þegar loksins er búið að koma málinu í örugga höfn. Að vísu eru enn eftir nokkur forms atriði, en fullyrða má að ekki standi á þeim. Stórstúkan skrif- aði fyrir nokkru til bæjarstjórn ar Reykjavíkur og eins til ríkis- stjórnarinnar. Hefir bæjarráð þegar gefið bráðabirgðasvar og lofað fullum stuðningi, en enn hefir ekki borizt svar frá ríkis- stjórninni. Því miður eigum við íslend- ingíar ekki völ á sérfróðum mönnum til að stjórna drykkju- mannahæli. Enginn íslenzkur læknir, sem hér er nú hefir lagt sérstaka stund á að kynna sér lækningu drykkjumanna. Að vísu dvelur einn íslendingur, læknir, nú ytra, sem er að kynna sér þessa grein læknis- fræðinnar, Kristján ÞorvarðS- son frá Vík í Mýrdal og var ætl- unin að hann tæki að sér. lækn- isstörf við drykkjumannahæli, þegar það yrði sett hér á stofn. Hinsvegar mun verða séð svo um að þeir sjúklingar sem leita til hælisins njóti þar allrar þeirrar aðhlynningar, sem mögu legt er að láta í té. Hér eru fjölda margir menn, sem þurfa á slíkri hælisvist að halda. Og mætti stofnun drykkjumannahælis verða til þess að draga nokkuð úr því böli sem leiðir af ofnautn á- fengis. Forstöðumaður hælisins verð- ur Jón Sigtryggsson, sem er drengur góður og hefir mikinn áhuga á þessu velferðarmáli. —Alþbl. 4. nóv. Úr borg og bygð Þakkarávarp. Við undirrituð þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hlut- tekningu í veikindum og við fráfall ástkærs eiginmanns og föður, Hólmkells Jósephsonar. Sérstaklega þeim, sem komu til hans í veikindum hans; þeim sem sendu blóm og þeim er gáfu í blómkranssjóð og einnig þeim mörgu, sem hafa sent hlut- tekningarkort og bréf. Með innilegasta þakklæti biði um við guð að launa. Mrs. Margrét Jósephson, Rose, Clara, Laufey, Oscar og Julia. ♦ ♦ ♦ Munið eftri skemtisamkom- unni, sem Víking Club heldur á St. Regis hótelinu á laugar- daginn þann 30. þ. m., kl. 6,30 e. h. Hon. W. J. Lindal flytur þar ræðu, auk þess, sem mikið verðúr þar um hljóðfæraslátt og söng. ♦ ♦ ♦ Snögglega s. 1. mánudags- morgun, 18. þ. m. andaðist að heimili sínu, 650 Banning St. Rannveig Eiríksdóttir, kona Kristjáns Stefánssonar, á 69 ár- inu. Hún var fædd 30. marz 1874, á Hrærekslæk í Hróar- tungu. Hana lifa eiginmaður hennar, ein dóttir og fimm synii auk 4. barnabarna. Útförin fer fram frá Sambandskirkjunni í Winnipeg, fimtudaginn, 21. þ m. kl. 2. e. h. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur. ♦ ♦ ♦ Þann 24. október s. 1., lézt í Minneapolis, Minn., merkiskon- an Sigríður Jónsdóttir Swindal; hún var fædd 20. maí, árið 1867. Faðir hennar, Jón Einarsson, var frá Seyðisfirði, en móðirin, Snjó laug Jónsdóttir, ættuð úr Skrið- dalnum. Sigríður heitin giftist á Seyðisfirði, 20. júní 1887, Jónasi Jónssyni frá Hrafnabjörg um í Svínadal; þau komu til Minnesota 1893, og áttu heima í Minneota til ársins 1908, er þau fluttu til South Dakota; þar dvöldu þau til 1927, en fluttu þaðan til Minneapolis. FLYTUR RÆÐU í MONTREAL. Mrs. Franklin D. Roosevelt, flutti ræðu í Montreal á þriðju- dagskvöldið til stuðnings við rússnesku þjóðina og í þakkar- skyni fyrir hina aðdáanlegu framgöngu hennar í núverandi heimsstríði. King forsætisráð- herra, kynti Mrs. Roosevelt hinum mikla mannfjölda, sem á mál hennar hlýddi í alvöru- þrunginni hrifningu. FRÁ LYBÍU. Svo greitt hefir sóknarher Breta skilað áfram í Lybíu, að staðhæft er, að nú sé ekki nema tæpar 70 mílur til Tripoli. Litlar líkur eru taldar á því, að Rommel marskálki takist að koma þar við vörn, er nokkru nemi. Snerting Oft við gaum þó eldast menn, æsku naumast tína; meðan straumar andans enn eiga drauma sína. Ljóðabók eg lágri tók af hyllu, hún hafði lengi legið þar, lestrar fengur gamall var. Það var gaman þegar saman vorum, vina góð, að velja sér vísu og ljóð úr kjöltu þér. Þá, við sáum þráfalt spámannlega undra margt, í æsku draum ofið hjartans vona straum. Þig eg seinast sá á leyni fundi, og við lesturs leikinn þar, ljóðið besta markt þér var. Oft hafa vindar ýmsra hindrað stefnu, blöð sem fljóta bárum á, berast hljóta til og frá. Snerting handa, hjarta og anda brendi; dags við ósinn drjúpa þar dýrust rós mér gefin var. Rósin þín í þessum línum sefur. Fjarri glaumi’ og gleði hér gamlan draum hún birtir mér. Enn eg finn í öldum minninganna, líkt og ósum ljósa frá, litla rós er hjartað á. Oft eru straumar ýmsra drauma kærir; í þeim sjóð er síðla dvín, sofðu góða rósin mín. Pálmi. \

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.