Lögberg - 04.02.1943, Síða 1

Lögberg - 04.02.1943, Síða 1
PHONES 86 311 Seven Lines “.~ lúVeA ’&O* C°T‘ For Beiier Dry Cleaning and Laundry 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1943. NÚMER5 Emile Waiters, listmálari, fimmtugur Efiir prófessor Richard Beck. Emile Walters, hinn víðkunm ^slenzki listmálari í New York, atti fimmtugsafmæli síðastlið- lnn sunnudag. Er það gamall °g góður siður að minnast þeirra úmamóta í æfi samferðamann- anna, sérstaklega þeirra, sem með einhverjum hætti hafa skar að fram úr í starfsemi sinni, °g þá eigi síður hinna, er auðg- aÓ hafa samferðasveitina að n^enningarlegum og listrænum verðmætum. En þetta' á hvort- *Veggja við um Emile listmálara. Hann hefir unnið sér það frægð- arorð í málaralistinni, að hann skipar með sæmd rúm sitt á ^ekk ameriskra landslagsmálara °g að málverk hans er að finna viðsvegar á merkum listasöfn- nm. Jafnframt hefir hann aukið a hróður þjóðstofns síns, því að hann hefir aldrei farið í neinar ^elur með það, að honum renn- Ur alíslenzkt blóð í æðum. Emile Walters er skagfirzkur að ætt, er fæddur í Winnipeg janúar 1893, sonur þeirra Eáls Valtýs Eiríkssonar fra Eakka í Viðvíkursveit í Skaga- firði og Bjargar Jónsdóttur frá ^•eykjum á Reykjaströnd. Fimm ara að aldri fluttist hann með f°reldrum sínum til Bandarikj- anna, N.-Dakota; misti hann föð- Ur sinn ungur, en var nokkrum árum síðar tekinn í fóstur af Þeim Guðlaugi Kristjánssyni og ^°nu hans, er síðar bjuggu í ^ynyard, Saskatchewan; gengu bau honum í foreldrastað. Eins og allur þorri þeirra ís- iendinga, sem nafnkunnastir og athafnasamastir hafa orðið vest- an hafs, átti Emile lengi um §rýttan og brattan veg að sækja, °g er ferill hans því með nokkr-i Um æfintýrablæ, þó eigi verði sú Saga sögð í þessum gremarstúf. ^Taman af árum vann hann að húsamálningu bæði í Norður- akota og Vestur-Canada; en isthneigð brann honum í blóði, eg þó við margvíslega örðug- eika væri að glíma, tókst hon- Urn að ljúka prófi á listaskólan- Um í Chicago, The Art Institute uf Chicago. Síðan lá leið hans il New York, og beið hans þar * milljónaborginni harðvítug arátta, sem jafnan er hlut- ! T skifti ókunnra listamanna, þó ríkum hæfileikum séu búnir; en sigrandi gekk hann af þeim hólmi. í New York kynntist Emile Einari Jónssyni myndhöggvara, og var sá snillingur riógu glögg- skygn til þess að sjá, hver list- gáfa bjó í hlnum unga landa hans og hvatti hann til þess að halda áfram námi sínu. Hóf Emile stuttu síðar framhalds- nám á listaskólanum í Phila- delphia , Pennsylvania Academy of Fine Art. Um þær mundir var auðmaðurinn og listafröm- uðurinn Louis C. Tiffany að koma á fót listastofnun sinni, Tiffany Foundation; athygli háns var dregin að málverkum Emiles, og þótti honum svo mik- ið til þeirra koma, að hann veitti honum $2000 styrk. Var það mikil sigurvinning og ísinn nú brotinn. enda var þess eigi lengi að bíða, að hinn ungi mál- ari færi að uppskera í enn rík- ara mæli laun þrautseigju sinn- ar og brattsækni. Stuttu eftii, 'að hann hlaut Tiffany-styrkinn, málaði hann á óðalssetri Roose- velt’s forseta hina fögru og til- komumiklu haustmynd sína, “Roosevelt’s Haunts, Early Aut- umn”, sem vakti eftirtekt inn- an og utan Bandaríkjanna, hlaut fleiri en ein verðlaun og er nú eign þjóðlistasafnsins, National Gallery of Art, í Washington, D. C. Mörg önnur málverk’ Emiles hafa hlotið verðlaun og eru, svo tugum skiftir, á opinberum listasöfnum og einkasöfnum eða í eign háskóla og annara menta- stofnana. Meðal þeirra eru mynd irnar “Morning Light” (Ðögun;, sem er eign fylkisháskólans í Sáskatchewan; “Late Winter” (Útmánuðir), á listasafni Har- vard háskólans í Boston, og “Winter Haze” (Vetrarmóða), á listasafninu í Rouen í Frakk- landi, að fáar einar séu taldar. Myndir hans hafa einnig verið á listasýningum á mörgum stöðum utan Bandaríkjanna og Canada, svo sem á hinu fræga listasafni “Tate Gallery” í Lond- on og Mið- og Suður-Ameríku. Hafá þær hvarvetna vakið at- hygli og hlotið hrós hinna dóm- bærustu manna. Kunn tímarit, sem helguð eru listum, hafa og farið hinum lofsamlegustu orð- um um málverk Emiles; sama máli gegnir um hin stærri dag- blöð í Bandaríkjunum og víðar. Stórblaðið New York Time fór t. d. þeim orðum um eina verð- launamynd hans, að hún væri “skáldlegur vordraumur, er sýndi skýra og sterka drætti gegnum blámóðu vorloftsins og litfegurð blómanna.” Á þá við að víkja sérstak- lega að þeirri hliðinni á málara- list Emiles, sem snýr beinlínis að íslandi. Árið 1934 var hann þar á ferðalagi í sjö mánuði og málaði af kappi, einkum austan og sunnan lands. Árangurinn af ferðinni var fjöldi landslags- mynda, og sýndi hann 18 þeirra í New York vikum saman upp úr næstu áramótum. Jók sýn- ing þessi áreiðanlega drjúgum á listamannsfrægð hans og vakti jafnhliða mikla eftirtekt á íslandi og Islendingum, því að fjölmenni sótti hana og dáði, og hún hlaut mikið hrós af hálfu listdómara stórblaðanna. Ritaði eg á sínum tíma um sýn- ingu þessa hér í blaðinu og verður sú umsögn eigi endur- tekin hér, nema hvað minnst skal á ummæli hins mikilsvirta dagblaðs “Christian Science Mooitor í Boston, er' lauk með þessum orðum: “Sýningin er sérstaklega eftirtektarverð fyrir það, hve myndirnar eru óvenju- legar og vegna hins ljóðræna undirstraums, sem þar gætir hvarvetna.” Síðar á árinu voru myndir þessar svo sýndar á ýmsum stöðum, meðal annars í Winni- peg. Mikill mannfjöldi sótti sýninguna þar sem annarsstað ar og dagblöðin ensku fóru sér- staklega lofsamlegum orðum um hana. Ritstjóri þessa blaðs tók mjög í sama streng, því að hann lýsti sýningunni á þessa leið, 21. náv. 1935: “Málverk þessi, flest hver, eru af frægum sögustöðum á íslandi; eru mörg þeirra allstórfengleg, svo sem af Þingvöllum og Eyjafjallajökli. Á hinn bóginn verður sú staðreynd samt ekki undir nokkrum kringumstæðum umflúin, að sögustaðirnir, þó á þá slái æfintýraljóma liðinna alda, eru ekki ávalt fegurstu staðirnir, og gefa þar af leiðandi ekki ókunnugu auga óskeikult j’firlit yfir glæsilegustu sérkenni landsins. Engu að síður hafa málverk þessi sérstætt gildi fyr- ir íslenzka listmenning; yfir þeim hvílir hressandi blær há- fjalla og jökla, dranga og dala, merktur óþrotlegum litbrigðum íslenzkrar náttúrudýrðar. Hrika- fegurð Islands nýtur sín öllu betur í svip þessara málverka; enda er það sú fegurðin, sem ísland er auðugast af, þó víða kenni innan um móðurlegrar mildi. Hr. Emile Walters er merkur málari; um það verður ekki vilst. Og með ferð sinni hinni síðustu til íslands, og málverk- um þeim að heiman, er nú hafa nefnd verið, hefir hann unnið íslenzku þjóðinni varanlegt gagn.” Er þar ekkert ofmælt, því að í málverkum þessum túlkaði Emile eftirminnilega í litum og fegurð og sérkennileik íslenzks landslags, rík blæbrigði lofts, láðs og lagar norður þar. Nú prýða málverk þessi listasöfn og samkomusali beggja megin landamæranna. Einhver allra svipmesta myndin frá Þingvöll- um er t. d. í hinum stóra fyrir- lestrarsal dr. Thorbergs Thor- valdson á fylkisháskólanum í Saskatchewan og varð mér að vonum starsýnt á hana, er eg heimsótti háskólann fyrir tveim árum síðan; sagði dr. Thorberg- ur mér einnig, að málverk þetta drægi jafnan að sér athygli manna og þætti bæði sérkenni- legt og tilkomumikið. Það segir sig sjálft, að auk verðlauna fyrir málverk sín, hafa Emile fallið í skaut ýmsar aðrar sæmdir. Mörg listamanna- félög hafa heiðrað hann og sæmdur var hann riddarakrossi Fálkaorðunnar árið 1939. Emile er kvæntur Thorstínu Sigríði Jackson, sem löngu er kunn íslendingum beggja megin hafsins fyrir ritstörf sín og aðra starfsemi. SAMBANDSÞINGIÐ SETT. Á öndverðu sumri, sem leið, var sambandsþinginu í Ottawa ekki formlega slitið, heldur var þingfundum aðeins frestað um óákveðinn tíma; þingslit fóru fram á miðvikudaginn var, en á fimtudaginn var þing sett að nýju, og las landstjórinn lávarð- urinn af Athlone þá upp boð- skap sinn til þingsins. Með það fyirir augum, að hefjast þegar handa viðvíkjandi samfélagsöryggi þjóðarinnar að loknu stríði, mælti landstjórinn með því, að komið verði þegar á laggir þingnefnd úr öllum flokkum, er það hlutverk hafi með höndum, að kynna sér út í æsar allar þær aðstöður, er viturlegar þykja til þess að hrinda þessu þjóðþrifamáli í framkvæmd. í þessum fyrirhug- uðu ráðstöfunum felst það, að tryggja bændum og þeim öðr- u’m, er að framleiðslu lífsnauð- synja starfa, lífvænlegan árang- ur iðju sinnar ásamt því, að búa svo um hnútana, að næg atvinna verði ávalt til taks fyrir vinnu- fært fólk; frumvarp, er í þessa átt gengur, verður lagt fyrir þing, eins fljótt og því framast verður viðkomið. Gert er ráð fyrir því í stjórnar boðskapnum, að tekið verði þeg- ar á þessu þingi upp hliðstætt fyrirkomulag við það, sem gildir á Englandi, að skipaðir verði sérstakir málsvarar á þingi til aðstoðar þeim ráðherrum, er- annríkast eiga við umboðsstjórn hlutaðeigandi ráðuneyta. Þá verður og lagt fyrir þingið frumvarp um kjördæmaskipun; frumvarp um breytingar á inn- heimtu tekjuskatts; frumvarp um skipun nefndar, er yfirum- sjón hafi með úthlutun og verð- lagi þeirra birgða, er sameinuðu þjóðirnar fá frá Canada; enn- fremur aukin ábyrgð af hálfu Canadiskra stjórnarvalda gagn- vart flugmönnum héðan úr landi handan við haf; þá var og ráðgert, að leggja fyrir þing frumvarp til laga um almennar heilsutryggingar, auk þess sem forsætisráðherra tilkynti þing- heimi það, að samkomulag hefði náðst um það milli Canada og Bandaríkjanna, að sameiginleg nefnd af hálfu beggja þjóða. tæki þegar til starfa í því augna- miði, að samræma sem allra bezt vistaframleiðsluna beggja megin landamæranna. 4 4 ♦ FJÁRHAGSSTUÐNINGUR VIÐ RÚSSA. Nefnd sú í þessu landiK sem með höndum hefir fjársöfnun í þarfir Rússa, hefir þegar sent rússnesku stjórninni fulla miljón dala; nú skorar nefndin á cana- disku þjóðina, að bæta hálfri miljón við fyrir þann 15. febr., með því að um þær mundir hefst söfnunin í sjóð Rauðakross- félagsins. Formaður rússnesku hjálparnefndarinnar í Manitoba, er E. A. McPherson dómsforseti. í tilefni af þessum eyktamörk- um í æfi Emile Walters, aldar- helmings-afmælinu, verða þeir vafalaust margir landar hans, sem senda honum hlýjar kveðj- ur og óskir um frjósamt lang- lífi í þjónustu málaralistarinnar, samferðamönnunum til ánægju- auka og sjálfum honum að sama skapi til verðskuldaðrar, aukinnar viðurkenningar. Hitt þarf vart að taka fram, að, sem aðrir sannir listamenn, finnur hann varanlégust laun viðleitni sinnar í sjálfri listinni, sem hann hefir vígt orku sína og áhuga. KJÖRINN TIL FRAMSÖGUMANNS. Mr. Gordon Graydon, þing- maður fyrir Peel kjördæmið í Ontario, hefir verið kjörinn framsögumaður Progressive-Con servative-flokksins í sambands- þinginu í stað R. B. Hanson, er baðst lausnar frá þessum starfa vegna heilsubilunar. Val Mr. Graydons gildir einungis fram til þess tíma, er Mr. Bracken hlotnast þingsæti. 4 4 4 TRJAPLÖNTUN. Náttúrufríðinda ráðherra fylk- isstjórnarinnar í Manitoba, Hon. J. S. McDiarmid, hefir lýst yfir því, að skógræðsludeildin sé nú í þann veginn að koma því til leiðar, að gróðursettar verði ár- lega 450,000 trjáplöntur víðsveg- ar pm fylkið, komandi kynslóð- um til hagsbóta. 4 4 4 ÓANÆGJA MEÐ CASABLANCA-FUNDINN. Wendell L. Willkie, forseta- efni Republicana-flokksins í Bandaríkjunum við kosningarn- ar 1940, flutti útvarpsræðu á miðvikudagskvöldið í vikunni, sem leið, þar sem hann lét í ljós óánægju sína yfir því, að Casablanca-fundurinn skyldi hafa verið haldinn án nærveru þeirra Chiang-kai-seks og Josefs Stalins; kvaðst Mr. Willkie sann færður um það, að gerhygli þess- ara ábyggilegu leiðtoga, myndi hafa komið að ómetanlegu gagni í sambandi við einbeiting lýð- ræðisaflanna á vettvangi stríðs- sóknarinnar, en slíkt hefði verið aðalverkefni fundarlns. 4 + 4 ÓRÉTTMÆTAR AÐFINSLUR. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Cordell Hull, gerði þá yfirlýsingu á fimtudaginn var, að þrálátar aðfinslur við stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum væri eigi aðeins óréttmætar, heldur og beinlínis stórskaðlegar fyrir stríðssókn þjóðarinnar og samherja hennar vítt um heim. Jafnvel þegar eftir Casablanca- fundinn, hefðu komið fram úr hörðustu átt fordæmingarraddir yfir þeim niðurstöðum, sem fundurinn komst að, áður en viðlit var á, að þær fengju að sýna sig í verki. 4 4 4 HITLER SLAKAR Á KLÓNNl. Útvarpið í Marocco lætur þess getið, og ber fyrir frétt í sænsku blaði, að Hitler hafi að minsta kosti um stundarsakir, látið af yfirstjórn Þýzka hersins, * og fengið hana herforingjaráði sínu í hendur; fylgir það sögu, að herforingjaráðið hafi orðið á eitt sátt um það, að kveðja til baka meginherinn frá þeim víg- stöðvum eystra, þar sem Þjóð- verjum hefir vegnað verst upp á síðkastið, og koma sér upp nýrri varnarlínu all miklu vest- ar í Rússlandi. FORSÆTISRÁÐHERRA BOÐAR STJÓRNARFORMENN FYLKJANNA Á SINN FUND. Seinni part vikunnar, sem leið, stóð yfir fundur í Ottawa, milli Kings forsætisráðherra annarsvegar, og stjórnarfor- manna hinna einstöku fylkja hinsvegar, með það fyrri augum, að komast að samningum um fjárhagslegan stuðning við fylk- in, vegna þess tekjumissis, er þau óhjákvæmilega sættu í sam- bandi við takmörkun vínsölunn- ar og lækkandi tekjur af gasolin. Mr. King tók vel í það, að bæta fylkjunum upp þann halla, er frá rýrnun þessar tveggja tekju- stofna stafaði. Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Mr. Garson, gat ekki sótt fundinn vegna þess hve fast var komið að þingsetningu, en af hálfu fylkisstjórnarinnar sóttu fundinn þeir Mr. Willis, ráð- herra opinberra mannvirkja, og Mr. Person, aðstoðarfjármála- ráðherra. 4 4 4 CHURCHILL Á NÝRRI RÁÐSTEFNU. Síðastliðinn þriðjudag var í útvarpsfréttum frá því skýrt, að Churchill forsætisráðherra hefði flogið til Ankara, og setið þar á mikilvægri ráðstefnu hjá for- seta tyrkneska lýðveldisins og öðrum tyrkneskum stjórnmála- leiðtogum; hvað þar fór fram, er að mestu leyti enn á huldu, þó mælt sé að samtalið hafi meðal annars lotið að vörnum Dardanellasunds. Það fylgir sögu, að sendi- herra þjóðverja í Ankara, Franz von Papen, hafi verið a^rið órótt innanbrjósts, er hann fékk vitneskju um heimsókn Mr. Churchill til stjórnarseturs hinn ar tyrknesku þjóðar. 4 4 4 STALINGRAD Þar hafa þjóðverjar nú beðið fullnaðarósigur og mist um 330 þúsundir einvalaliðs, ásamt ó- grynni ýmissa hergagna; um 2000 þýzkir herforingjar voru teknir til fanga í síðustu átök- um Rússa um borgina. í herþjónustu Halldór Sveinsson frá Árborg gekk í herinn þann 19. janúai síðastliðinn; hann er fæddur og uppalinn í grend við Árborg. Halldór er kvæntur maður, og er fjölskylda hans búsett að 671 Maryland St. í Winnipeg. 4 4 4 Walter Stefánsson skrásetti sig til herþjónustu þann 18. janúar, s. 1. Hann er fæddur í Selkirk og er 21 árs að aldri. Walter hefir stundað fiskiveið- ar á Winnipegvatni. Kona hans er Christina Stefánsson, heimili þeirra er á Gimli. 4 4 4 Guðmundur Peterson, frá Oak view gekk í herþjónustu þann 20. janúar síðastliðinn. Faðir hans, Rögnvaldur Peterson, er búsettur við OakvieW og þar er Guðmundur borinn og barnfædd Ur. 4 4 4 Albert L. Egilsson, er fæddur og uppalinn í Brandon, og er 31 árs að aldri. Albert stjórnaði vöruflutningabifreið áður en hann gekk í herþjónustu; hann er kvæntur maður, og kona hans, Olive, búsett í Yager Block í Brandon. 4 4 4 Jónas K. Jónsson, skrásetti sig til herþjónustu þann 22. jan. síðastl. Jónas er 38 ára að aldri, fæddur í Winnipeg, og stund- aði málaraiðn. Kona hans, Grace Jónasson, er búsett að 438 Truro Street, St. James. HELZTU FRÉTTIR

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.