Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines f« •crs ' Cot ^SS"-* For Better Dry Cleaning and Laundry 56 ÁRGANGUR PHONES 86 311 Seven Lines «s£ 4 tgs? **Í0P atv° Service and Satisíaction LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1943. NÚMER 6 Islenzk stúlka hefir á hendi ábyrgðarmikið starf í New York Miss Beatrice Gíslason. Miss Betrice Gíslason kom hingað til New York-borgar fyr- ir rúmu ári síðan. Skömmu eftir fór hún að vinna fyrir Banda- ríkjastjórnina. Hún sýndi brátt svo mikla hæfileika að hún hef- ir fjórum sinnum verið hækk- uð í tigninni, svo að nú hefir hún bæði ábyrgðarmikla og vel launaða stöðu. Þetta er sérstak- lega athugavert þegar tekið er til greina hvað samkepnin er mikil í annari eins stórborg og New York, og hvað erfitt er fyrir einstaklinginn að rísa upp úr fjöldanum. Á menntasviðinu hefir Miss Gíslason aðallega lagt stund á stærðfræði. Síðan hún kom til New York hefir hún tekið nám- skeið við Columbía háskólann og er nú því nær komin að því takmarki að fá doktors nafnbót. Foreldrar Miss Gíslason eru Guðmundur og Ingibjörg Gísla- son, sem heima hafa átt í Elfros, Sask. og Winnipeg, nú til heim- ilis í Vancouver, B. C. Thor&tína Walters. Merkur íslendingur fallinn í val Dr. V. A. Vigfússon. sem oftar, að fáir ráða sínum næturstað. Sá, sem þessi fáu minningar- orð ritar, var þessum merka syni Islands og Canada, ekki nema tiltölulega lítið persónu- lega kunnugur; atvik höguðu því þannig til, að kynnin af Helga bróður hans, og Narfa föður þeirra af bréfum og af- spurn, urðu nokkru auðveldari; þó gat ekki hjá því farið, að maður veitti athygli þróunar- ferli þessa glöggskygna menta- manns, er frá blautu barnsbeini var staðráðinn í því, að ryðja sér braut, sem þannig yrði vax- in, að ógjarna fennti í sporin; þessi ásetningur lánaðist hon- um með slíkum ágætum, að þar hafa fáir til jafns komist. Dr. Vigfússon var fæddur í íslendingabygðinni við Tantail- ton í Saskatchewan fylkinu; móðir hans, Anna, lézt 1930, faðir háns, freklega áttræð- ur, Narfi Vigfússon, býr í Tant- allon ásamt Helga syni sínum, en ein systir, frú Isafold Ólafs- son, er búsett í Winnipeg. Hinn víðfrægi Islendingur, Dr. Thorbergur Thorvaldson, prófessor í efnafræði við há- "skólann í Saskatoon lét þannig um mælt, er honum barst tii eyrna fregnin um hið sviplega fráfall Dr. Vigfússonar: "Það fékk mér djúprar hrygð- ar, er eg frétti um lát Dr. Vig- fússonar; hann hafði verið sam- vinnuþýður og ábyggilegur starfsbróðir minn í 25 ár. Dr. Vigfússon lauk B.A. prófi við Saskatchewan náskólann árið 1917, og hafði gegnt prófessors embætti í efnagreining svo að segja ávalt síðan, að undantekn- um þeim tíma, sem hann var í Canadiska flughernum meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð." Árið 1925 tók Dr. Vigfússon meistaragráðu í efnafræði við háskóla Saskatchewan fylkis, en 1930 hlaut hann nafnbótina Doctor of Philosophy við há- skólann í Wisconsin; hann var starfsmaður hinn mesti, og varði svo að segja öllum frístundum sínum til vísindalegra iðkana; þekkingar þrá hans var ótæm- andi; hann unni vísindum vegna þeirra sjálfra, og kom það aldrei til hugar að beita þeim sér til persónulegrar sjálfsdýrð- ar; enda var hann í hvívetna maður yfirlætislaus, er ávalt gekk heill og óskiptur að verki. Dr. Vigfússon lét sér einkar annt um íslenzk menningarmál, og vildi veg þjóðflokks síns í öllu; fráfall hans harma margir, þó vitanlega sé þýngstur harm- ur kveðinn að þeim, er næst hon um stóðu. Að aflokinni kveðjuathöfn í Saskatoon, var lík Dr. Vigfús- son sent heim til Tantallon, og fór jarðsetning fram þann 6. desember. E. P. J. Lýkur meiriháttar prófi í verzlunarfræði Prófessor Thomas Thorleifson. Islenzka mannfélagið vestan hafs, varð fyrir tilfinnanlegu og óvæntu tapi, er Dr. V. A. Vig- fússon lét líf sitt í bílslysi í Saskatoon þann 1. des. síðastl. Hann var aðeins 47 ára að aldri, er dauða hans bar að, og höfðu vinir hans og samverkamenn gert sér glæsilegar vonir um, að hann enn ætti langan og giptudrjúgan starfsferil fram- undan, sjálfum sér til þroskunar °g þjóðfélaginu til marghátt- aðra nytja, því hann var mað- ur heilsteyptur í lund og vissi hvað hann vildi; en svo fór hér, I Prófessor Thomas Thorleifson, kennari í verzlunarfræði á ríkis- háskólanum í Norður-Dakota — University of North-Dakota — í Grand Forks, lauk nýlega meiri- háttar prófi í bókfærslu og skyld um greinum og var að því loknu veitt mentastigið C. P. A. — Certified Public Accuontant. — Er hér um margþætt próf að ræða í fyrnefndum greinum og var það haldið undir umsjón allsherja{fél£tgsins ameríska í þeim fræðum, "American Insti- tute of Accountants". Stóðst Thomas prófið við fyrstu raun og hlaut ágæta einkunn, en þess eru næg dæmi, að kennarar í þessum fræðum hafa orðið að ganga undir próf þetta « einu sinni, áður en þeir báru sigur úr býtum. En Thomasi prófessor er eigi í ætt skotið um andlegt atgervi. Hann er sonur hins góðkunna gáfu- og fróðleiksmanns, Gamab els Thorleifson, að Garðar, N.~ Dakota, og Katrínar konu hans, sem látin er fyrir allmörgum árum. Sumarið 1940 hlaut Thomas meistara-nafnbót — Master of Arts — við ríkishá- skólann í N.-Dakota í verzlunar- og hagfræði. Fjallaði prófritgero hans um skattamál. Hefir hann síðan verið kennari — Assistant Professor — í þeim fræðum, sér- staklega bókfærslu, í verzlunar- skóladeild ríkisháskólans.og get- ið sér hið besta orð í kennslu- starfinu, bæði af samkennurum sínum og nemendum. Thomas er kvæntur ágætri konu og prýðilega mentaðri. Margréti, dóttur þeirra Jóns og Margrétar Hjörtson, sem lengi hafa búið í grend við Garðar. Lauk hún stúdentsprófi, B.A., á ríkisháskólanum í N.-Dakota fyrir nokkrum árum síðan. Richard Beck. Manitobaþingið sett Síðastliðinn þriðjudag var fylkisþingið í Manitoba sett af fylkisstjóranum, Hon. R. F. Mc- Williams, er úr forsetastóli las upp boðskap stjórnarinnar til þingsins. I fyrsta skipti í 20 ár, var Mr. Bracken fjarverandi við þingsetningu.'og var til þess góð og gild ástæða, þar sem hann nú er fluttur á burt úr fyikinu. og hefir tekið sér bólfestu í Ottawa, sem nýdubbaður for- ustumaður hins svonefnda Pro- gressive-Conservative flokks í landinu. Forseti þingsins, Mr. Hawkings, las bréf frá Mr. Bracken, þar sem hann form- lega sagði af sér þingmennsku fyrir Pas-kjördæmið. Hinn ný- kjörni forsætisráðherra, Hon. Stuart S. Garson, skipar nú það sæti, er Mr. Bracken áður hafði fylt; var Mr. Garson hyltur aí þingheimi; hann er víðsýnn maður og vinsæll, og líklegur til hollrar forustu. Aldursforseti íslenzkrar prestastéttar vestan haís látinn 11. f. h. á föstudaginn kemur; að henni lokinni, verður líkið flutt til Selkirk; kveðjumál hefjast í kirkju Selkirksafnaðar kl. 2,30 e. h., en jarðsetning fer fram í Mapleton grafreit. Lögberg vottar sifjaliði þessa látna leiðtoga innilega hluttekn- ingu. iMra. J. p, 807 \v?eC? J'a» 48 7 " 'anliHsg Avc. Herberi Reed, látinn. Síðastliðið laugardagskvöld lézt á Grace sjúkrahúsinu hér i borginni, Mr. Herbert Reed, er um langt skeið hafði verið vél- setjari í þjónustu Columbia Press Ltd. Hann var maður um sjötugt. Mr. Reed kom til þessa lands frá Englandi, ungur að aldri; hann var ágætur starfs- maður meðan kraftar entust, trúr og samvinnuþýður. Mr. Reed lætur eftir sig ekkju, ásamt dóttur og syni. Útförin fór fram frá Bardals á þriðjudagsmorgun- inn. Starfsmenn Columbia Press, báru þenna vinsæla samverka- mann til grafar. Rev. S. Smith, prestur St. Judes-kirkjunnar jarðsöng. Ekki voru þau mál mörg, er stjórnarboðskapurinn sérstak- lega vék að, en öll miða þau til bóta; veigamesta viðfangsefni þingsins verður það, að gera ráð- stafanir um óhjákvæmilega um- bótaskipulagningu á málefnum fylkisins að loknu stríði; frum- varp til laga verður lagt fyrir þingið, er fer fram á stofnun sjóðs, er það markmið skal hafa, að lána fátækum stúdentum fé gegn vægum vöxtum til þess að er hér um' nymæii aO ræða. Ráðstafanir verða og gerðar til þess, að fylkið hækki ellistyrks tillag sitt til styrkþega um $1,25 á mánuði; er með þessu stefnt í þá átt, að styrkurinn nemi 25 dollurum á mánuði, og þess vænst, að sambandsstjórnin leggi fram það, sem upp á vant- ar; vitanlega er hér einungis um örlitla bragarbót að ræða, sem engan veginn getur talist full- nægjandi lausn í ellistyrksmál- inu. Þá verður og tekið til yfir- vegunar, og vonandi fullra fram kvæmda, málið um raflýsingu fylkisins til yztu endimarka þess. Mr. G. S. Thorvaldson, K. C, einn af þingmönnum Winnipeg- borgar, sá er studdi þingsálykt- unartillöguna um að stjórnar- boðskapurinn yrði viðtekinn, lýsti yfir eindrægnu fylgi við raflýsingarmálið, en hvatti stjórnina jafnframt til þess, að hlutast til um að raforkunefnd fylkisins tæki í sínar hendur allar orkustöðvar og orkuleiðsl- ur við Winnipegána. Séra N. S. Thorlákson. Síðastliðinn mánudagsmorgun lézt að heimili dóttur sinnar frú Erriku Eastvold, að Canton, S. D., prestahöfðinginn og val- mennið séra N. S. Thorlákson, 86 ára að aldri, ættaður úr Þing- eyjarþingi, og fæddur 20. janúar 1857. Auk ekkju sinnar lætur séra Steingrímur eftir sig fjóra sonu og tvær dætur. Lík þessa merka kirkjuhöfð- ingja verður flutt hingað norð- ur, og verður kveðjuathöfn hald- in í Fyrstu lútersku kirkju kl, JAPANIR BÍÐA ÓSIGUR. I baráttunni um yfirráð yfir Guadalcanal, hafa Japanir beð- ið fullnaðar ósigur; á stöðvum þessum hefir mannfall í liði Japana numið 90 þúsundum. 200 skipum hefir verið sökt, auk þess, sem flugvélatapið nemur fullum tveim þúsundum. Flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, Col. Knox, tilkynnti á þriðjudaginn, að viðnámi Jap- ana umhverfis Guadalcanal, væri nú að fullu og öllu lokið. * * * RÚSSAR HALDA AFRAM SIGURFÖR. Nú hafa Rússar náð á vald sitt borginn Kursk á suðurvígstöðv- unum, og sýnast að því komnir, að umlykja Kharkov og Rostov. Allar tilraunir til gagnsóknar af hálfu Þjóðverja, hafa reynst með öllu árangurslausar. Leo E. Johnson. Forseti og framkv.stj. W. E. Hobson. Varaforseti. HOME SECURITIES LTD. Löggilt 1927. Mr. Leo E. Johnson, er íslenzkur í báðar ættir, sonur þeirra Mr. og Mrs. William Johnson, Ste 11 Acadia Apts. Leo er hinn efnilegasti maður, og nýtur almennra vinsælda. - Skrifstofa áminsts félags er að 468 Main Street, Winnipeg. Áfmælisvísur Mörg þó báran hnekti hag, huldust sár í geði; sjötíu ára sólarlag signir tár og gleði. Hann, sem stýrir stunda hag styrk og heilsu gefur; eitt og sjötíu ár í dag enn mér valið hefur. Drottinn gaf og Drottinn tók dugar ei að klaga, sjötíu og tvö með blöð í bók brosir augum saga. * Vorsins gleði, von og trú veikist ei hið minsta; sviphörð árin sjötíu og þrjú signir kvöldið hinsta. Heims var mjög við höpp og fár hart með slögum okið; sjötíu og fjögur svifin ár, senn er dögum lokið. Fátt mér einatt færði í sjóð forlaganna vefur; sjötíu og fimm þó ára óð æfin letrað hefur. Haustið kallar, húmið vex, hörpu lýist strengur; minna ára sjötíu og sex sól að hafi gengur. Enn þá kveð eg æsku brag óruggur og vaki, þó að sjötíu og sjö í dag séu ár að baki. Þreyta máttinn þögul tár, þó eg sáttur glími, sjötíu og átta sigruð ár senn er hátta tími. Minna dag munar sjóð myndir ýmsar ljóma; sjötíu og níu ára óð örlög tímans hljóma. Eg hef rýrum safnað sjóð, senn er stríðið unnið, áttatíu ára flóð út að hafi runnið. Lát mig til þín hefja hug, herra lífs og dauða, ei svo vinni á mér bug ellin gleði snauða. Lífsins atvik ljúf og köld ljóðar tíminn hraður, þegar hinsta kemur kvöld kveð eg heiminn glaður. M. Markússon.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.