Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.02.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. FEBRÚAR 1943. 5 Útfarar- og kveðjuathöfn fór fram í Seattle, 17. dag nóv- embermánaðar. Henni stýrðu tveir lúterskir prestar í borg- inni. Síðan var lík hinnar látnu flutt til heimasveitar hennar að Mountain N. D., þar sem for- eldrar hennar og önnur ást- menni hvíla í vígðri mold. X kirkjunni á Mountain, sem var hinni látnu kærkominn og hjart- fólginn staður, var kveðjuat- hÖfn haldin laugardaginn 21. nóvember. Sótti athöfn þessa mikill fjöldi bygðarfólks, og hka komu margir að, frá ýms- um öðrum bygðum. og borgum. Séra Haraldur Sigmar, sóknar- presturinn á Mountain, stýrði útfararathöfninni og flutti er- indi á íslenzku. Séra Valdimar J- Eylands, prestur Fyrsta Lút- erska safnaðar í Winnipeg flutti erindi á ensku. Og þeir séra Egill H. Fáfnis frá Glenboro, Man., og séra Sigurður Ólafsson frá Selkirk, Man., tóku einnig þátt í athöfninni. Líkkistan og kirkjan voru prýdd möTgum fögrum blómum, er vinir og vandamenn höfðu gefið í minn- ingu um hina látnu. Einnig voru minningargjafir frambornar af félögum í bygðinni og annars- staðar. Hin látna merkiskona var lögð til hvíldar í reit fjölskyld- unnar, í hinum friðsæla graf- reit Víkursafnaðar að Mountain. Blessuð sé minning hennar. —Sameiningin. Áfengi hefir mismunandi áhrif á menn ýmisa þjóða. Hér fara á eftir nokkur dæmi. Þegar Prakki er “undir áhrifum” lang- ar hann til að dansa. Þjóðverja í sama ásigkomulagi langar til að syngja. Spánverjinn spilar fjárhættuspil. Englendingurinn borðar. Rússinn verður ástúð- legur. írinn kemst í bardaga- hug. Ameríkumaðurinn heldur ræðu. — En Islendingurinn syngur, berst og heldur ræðu. í herþjónustu Franklin G. Gillis, frá Brown, Man., innritaðist í herinn þann 28. janúar síðastl., samkvæmt tilkynningu hernaðaryfirvald- anna. Mr. Gillis er 20 ára að aldri, og vann á búgarði þangað til hann gekk í herþjónustu. Móðir hans, Mrs. Salome Gillis, er búsett í grend við Brown. ♦ ♦ ♦ Jóhannes Ólafson, frá Brown, Man., skrásettist til herþjónustu þann 20. janúar, s. 1. Hann er rétt tvítugur, og vann að búnaði hjá foreldrum sínum unz hann gekk í herinn. Móðir hans, Mrs. Anna Ólafson, býr skamt frá Brown. Martin O. Isberg, frá Baldur, gekk í. herinn þann 27. janúar, s. 1. Hann er 22 ára gamall, og var fæddur að Dunrea hér í fylkinu. Mr. Isberg er kvæntur, og er kona hans, Unnur, búseti í Baldur. x -♦• -♦• -f Matthías J. Erickson, frá Nor- wood, skrásettist til herþjónustu þann 27. janúar, s. 1. Hann er 28. ára að aldri, og fæddur að Lundar. Áður en hann gekk i herinn, vann Mr. Erickson við sláturhús hér í borginni; hann er kvæntur maður; kona hans er Mrs. Eileen M. E. Erickson, og á fjölskyldan heima að 208 Marion Sareet, Norwood. Stríðið hefir leitt í Ijós broðurhug og hugprýði Norðmanna Samtal við norska skáldið Nordahl Grieg. Nordahl Grieg, skáld og höf- uðsmaður í norska hernum á fertugs afmæli í dag. Það er ekki hár aldur, þegar þess er gætt, að hann er fyrri löngu orðinn frægur fyrir ritstörf sín, ljóð og leikrit, og það er ekki ofmælt, að hann sé meðal allra kunnustu núlifandi Norðmanna. Leikrit hans vöktu fyrir löngu feiknamikla athygli, einkum “Vor ære og vor makt”, sem fjallar um styrjaldaráhrif í hlut- lausu landi, hið stórbrotna og áhrifamikla leikrit “Nererlaget” en í það hefir hann sótt yrkis- efni í febrúarbyltinguna í París, og einnig “Men imorgen”, á- deila á vígbúnað og hergagna- framleiðslu. Ekkert af leikritum hans heí- ir enn verið sýnt hér á landi, þau eru ofviða okkar litla leik- húsi, en ljóð hans eru kunn að nokkru í hinum ágætu þýðing- um Magnúsar Ásgeirssonar. Þó annað hefði ekki komið til, var hann á tímum friðarins bú- inn að afla sér ævarandi frægð- ar fyrir skáldskap sinn, en síðan stríðið um Noreg hófst, hefii hann skráð nafn sitt óafmáan- legu letri í sögu þjóðar sinnar. Þegar Þjóðverjar brutust inn í Noreg, var hann við herþjón- ustu’ í Norður-Noregi, og tók þátt í orustunum í Noregi, þar til þær féllu niður í það sinn. Meðal annars fékk hann það hlutverk, sem frægt er orðið, að koma gullforða þjóðarinnar und- an innrásarmönnunum ög úr landi. Og meðan ægilegar orustur geysuðu alt í kring, orti hann hið ódauðlega kvæði sitt “17. mai 1940”. Kvæðið var sent frá vígstöðvunum til London og les- ið í útvarp til Noregs á þjóðhá- tíðardaginn. Út úr óvissu og öng- þveiti undanhaldsins ómaði þessi sterka rödd, sem flutti þjóðinni í senn hvatningu til nýrra dáða og fyrirheit um endurheimt landsins í hendur Norðmanna sjálfra. En framundan var hin langa og harða barátta, sem enn stendur yfir. Nordahl Grieg fylgdi konungi sínum og ríkis- stjórn úr landi, til þess að berj- ast áfram. Og nú hófst nýr þáttur í herþjónustu hans. Hon- um var fengið einstætt verk- efni í hernum: Það að vera skáld. Okkur kemur þetta káske kunnuglega fyrir sjónir. af því að við þekkjum hliðstæð dæmi úr fornsögunum, vitum, að þær eru einmitt til orðnar, að miklu leyti, upp úr sögnum þeim, sem varðveittust í kvæðum forn- skáldanna, er kváðu um orustur og áfreksverk víkinga og þjóð- höfðingja, sem þau ffylgdu. En nú á tímum er þetta ein- stætt starf Og í nútímahernaði verður það ærið miklu umsvifa- meira en áður fyrr. Skáldið get- ur ekki látið sér nægja annað en að taka sjálfur þátt í þeim atburðum, sem hann segir frá, eftir því sem við verður komið. Hann verður að eigin reynslu að kynnast því lífi, og þeim mönn- um, sem hann svo lýsir, í bund- nu og óbundnu máli. Og því verður hann að koma víða við. Hann siglir um höfin á her- skipurp og flutningaskipum, fer í leiðangra með kafbátum eða flugvélum, er í förum með vík- ingasveitum og tekur þess á milli þátt í störfum landhers- ins. Snorri Sturluson segir á ein- um stað um fornskáldin: “En þat er háttr skálda at lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en eigi myndi þat þora að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, at hégómi væri ok skrök, ok svá sjálfr hann. Þat væri þá háð, en eigi lof”. Nordahl Grieg yrkir ekki lof- kvæði um vopnfimi og vígaferli. Kvæði hans eru þrungin djúp- um skilningi og innilegri samúð, einföld lýsing á mannlegum ör- lögum, baráttu og þrá. Með fá- um, einföldum dráttum dregur hann upp hinar stórbrotnustu myndir úr lífi þjóðar sinnar, heima og heiman. Myndir, sem verða oss ógleymanlegar, vegna þess, að vér finnum, hve sannar þær eru. Og snild skáldsins ger- ir þetta að lifandi veruleika fyr- ir oss, sem horfum á úr fjar- lægð. Nordahl Grieg hefir dvalið hér á landi síðan í júní í sum- ar. Nokkrar vikur fekk hann að njóta hvíldar frá herþjónustunni og dvaldi þá á Þingvöllum. í við- tali nýlega fórust honum m. a. orð á þessa leið: “Mínar bestu stundir, síðan eg fór að heiman, hefi eg átt á Þingvöllum. Eg fékk að dvelja þar nokkrar vikur í sumar, við mín eigin störf. Það var indælt, þar í hinni stórbrotnu náttúru og innan um hinar merku sögu- minjar. Eg er íslenzku þjóðinni mjög þakklátur fyrir það. Á Þingvöllum hefi eg ort mörg kvæði, sem eg fyrst um sinn hefi lokað niðri í kistu, og geymi síðari tíma.” Talið barst að störfum hans og norskum skáldskap á þess- um tímum. “Síðan ófriðurinn hófst hefir komið í notkun sérstakt form i ljóðagerð, sem er kunnugt frá fornu fari í Noregi”, segir hann, “og það er ort mikið á þessum tímum, heima í Noregi og á höf- unum og hvar sem er. Og skáld- in hafa valið sér hið saman- þjappaða ljóðræna form, með stuttum hendingum. Því ljóðin verða til á stolnum mínútum, bæði á heimavígstöðvunum og útivígstöðvunum. Ljóðagerð -hef ir endurnýjast í þessu stríði”. En hann hefir fleira í huga en ljóðagerð, og þessi orð beina huganum inn á aðrar brautir. Hann veit, sem er, að margt er skrafað, bæði í ræðu og riti, um áhrif styrjaldarinnar. “Mér er það mjög á móti skapi, að því sé haldið fram, að stríðið hafi skapað einhverja góða eiginleika með Norðmönn- um. Það er ekki rétt. Stríð er altaf ógæfa. En það hefir leitt í ljós, á dramatískan hátt eigin- leika, sem ætíð hafa verið til í norsku þjóðinni, bróðurhug og hugprýði o. s. frv., en sem að- eins ekki hafa verið sýnilegir vegna þess, að hin dramatísku tjáningarskilyrði hafa ekki verið fyrir hendi. Þess vegna er það, að þegar eg heyri menn segja — og það heyrist oft, einnig hér á íslandi — að Noregur hafi haft eitthvað gott af þessu stríði, þá fellur mér það miður. Stríð er ekki gott fyrir neinn. Það er alt- af ógæfa.” Orðin falla með þeim alvöru- þunga, sem sá einn getur gefið þeim, er sjálfur þekkir af reynslu það, sem hann talar um. Og eftir stutta þögn heldur hann áfram: “En það er nokkuð, sem er áríðandi fyrir okkur að læra aí, og sem skeður nú í Noregi, að menn af öllum stéttum, hvaðan- æfa úr þjóðfélaginu — þeir ganga saman í dauðann. Það er tilfinning þess, hve lítið það er, sem skilur á milli, sem við verð- um að bjarga úr þessu stríði fyr- ir okkur mennina, sem eigum að lifa saman — og sem getum lif- að saman. Það er bróðurhugur- inn, sem hinir dauðu hafa sýnt, andspænis hinum þýzku sigur- vegurum, sem við eigum að bjarga inn í friðinn”. Norðmenn heyja stríð sitt á tvennum vígstöðvum utan lands síns með öllum þeim vopnum, sem fylgja nútíma hernaði, og heima með því að láta ekki kúg- ast af ofbeldinu. Markmiðið er eitt, en aðstaðan og aðferð ólík Og Nordahl Grieg er ekki ein- göngu skáld, hann er líka her- maður, og kaus að berjast með vopn í hönd. “Annars vildi eg segja það, að eg álít, að heimavígstöðvar og útivígstöðvar, það sé algerlega sitt hvað. Við hér úti getum ekki talið okkur til góða það, sem unnið er á heimavígstöðvun um. Við höfum okkar verkefni — og það er til annað en þeirra. Okkar skylda er að heyja vopn- aða styrjöld móti Þjóðverjum. Og að mínu áliti er það þýð ingarmesti — afgerandi — þátt- ur stríðsins. Það væri glæpur af okkur Norðmönnum hér úti að reikna með hinni opnu andstöðu gegn Þjóðverjum heima í Noregi, í skólunum, kirkjunum og í fang- elsunum, sem þætti í okkar styrjaldarrekstri. Við eigum ekki nokkra minstu kröfu á hendur þeim þar heima, og við hefðum barist okkar baráttu, án tillits til þess, hvernig málin hefðu þróast í Noregi. Það var sú á- kvörðun, sem við tókum, þegar við í júní 1940 fórum burt frá Noregi. Og hversu fráleitt. sem það kann að virðast, þá er það í raun og veru eina leiðin tii frelsis í Noregi. Það er, að við á útivígstöðvum og heimavíg- stöðvum heyjum baráttuna einir óháðir hver öðrum. Og því ó- háðari hver öðrum, sem vér á þessum tvennum vígstöðvum erum, því eindregnar sem vér, hver fyrir sig, aðeins gerum kröfur til vor sjálfra, og ekki tii þeirra, sem eru á hinum víg- stöðvunum, þeim mun gleðirík- ari og þeim mun fyrr munu endurfundir Noregs heima og Noregs úti verða.” Hjörl. Hjörleifsson. Lesbók Mbl. 1. nóv., 1942. LEIÐARVlSIR til SIGURS . . . Á næstu mánuðum verður öllum átökum af hálfu sam- einuðu þjóðanna beitt í áttina til sigurs. í þessu augna- miði, og eins vegna viðfangsefna friðarins, þarf Canada á hraustum þegnum að halda. Og þessu til fulltingis hefir Heilbrigðis- og eftirlaunaráðuneytið í Ottawa gefið út' eftirgreinda fæðureglugerð: •MJÓLK. Fullorðnir: Pela. Börn: Yfir mörk og dálítið af osti. •ALDINI. Tómötur eða sítrónur daglega, eða tómötu eða sítrónuvökvi, ellegar önnur ný eða niðursoðin aldini. % •GARÐÁVEXTIR. Auk daglegrar neyzlu kartafla, er nauðsynlegt að neyta annara garðávaxta tvisvar á dag. •KORNMAUK OG BRAUÐ. Kornmauk einu sinni á dag og fjórar til sex sneiðar af hvítu eða brúnu brauði, sem Heilbrigðis- ráðuneyti Canada hefir mælt með. •KJÖT, FISKUR, EGG. Kjöt og fiskur, eða önnur fæða með hliðstæðum næringarefn- um, einu sinni á dag. Lifur' hjörtu eða nýru, einu sinni á viku. Egg að minsta kosti þrisvar eða fjórum sinnum á viku. Að viðbæilum öðrum fæðutegundum, sem þér æskið. í viðbót við skynsamlegt val fæðunnar er áríðandi, að geyma mat þannig, að hann ekki skemmist, auk þess sem sjóða verður matvæli á réttan hátt. Matur skyldi geymdur í kæliskápum. Heilsusamlegustu máltíðirnar eru soðnar við rafmagn. Góður rafkæliskápur, og góð rafeldavél í eldhýsi yðar, gerir auðveldara með að fara eftir áminstum “Leiðarvísi til sigurs”. CITY HYDRO 17. Maí 1941 Efiir NORDAHL GRIEG Á Eiðisvelli stöngina auða yfir angandi limið ber. En fyrst nú í dag vér finnum, hvað frelsið í rauninni er: Um landið fer sigrandi söngur, er svellur frá ströndu til fjalls, þó að hvísli honum hálfluktar varir urdir heroki kúgaravalds. Sú fullvissa er fædd í oss öllum, að frelsið se líf hvers manns, jafn einfalt og eðlisbundið sem andardráttur hans. Vér fundum, er áþjánin ægði, hve andþrengslin sóttu oss heim sem köfnun í sokknum kafbát... Vér kunnum ei dauða þeim. Því verri en bygðanna bruni er sú bölvun, sem enginn sér, en vefur í eitruðum eimi hvern afdal og tind og sker: Af njósnum og uppljóstursótta er orðið í Noregi reimt. Vér áttum oss aðra draumá, — og aldrei verður þeim gleymt. Vér erjuðum landið til eignar, unz ávöxt gaf mold og sær, með striti, er þann veikleika vakti, að virða hvert líf, sem grær. Sem storkun við tímans stefnu var starf vort friðinum vígt. — Og riddarar rústa og dauða hafa rétt til að hæða slíkt. • Nú er fyrir andrými barizt! Og allir vér treystum því, að Norðmenn nái ennþá að anda í einingu og frelsi á ný. — Vér fjarlægðumst frændurna syðra, fölu og úrvinda menn. Til þeirra sé kall vort og kveðja: Vér komum til yðar senn! Hér blessum vér minning hvers bróður, er blóð^ fyrir frið voru gaf, hvers hermanns, er blæddi á hjarnið, hvers háseta, er barst í kaf. Vér erum svo alltof fáir, að engum má gleyma af þeim: Þeir fylgja oss til dáða, þeir dauðu, þann dag, er vér komum heim! Magnús Ásgeirsson, þýddi. Lesbák. yWWVtWtWvWvVM' \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar. XAAMMAMVAAAAAAMMMMfMAWAAAMAAAAAAMMX

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.