Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 4
4 ----------logöerg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Séra Steingrímur Ivrjúptu að fótum friðarboðans, fljúgrðu fi vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Síðastliðinn föstudag var borinn til moldar og kvaddur á viðeigandi hátt af þakklátri sam- íerðasveit, aldursforseti íslenzkrar prestastétt- ar vestan hafs, mannvinurinn séra Steingrím- ur Thorláksson freklega 86 ára að aldri; alla sína löngu og nytsömu ævi, starfaði séra Steingrímur í blóma lífs, og hann dó líka í blóma lífs þrátt fyrir hin mörgu ár, styrkur í rás með lífsland fyrir stafni. Hér verður engin tilraun gerð til að skrá- setja lífsviðburði séra Steingríms eða rekja ætt hans; það hlutverk fellur öðrum í skaut; eg minnist hans því persónulega sem hjart- fólgins vinar, er tók við mig slíku ástfóstri, er seint fyrnist yfir, og aldrei verður að fuliu þakkað. Eg gat aldrei hugsað mér séra Steingrím sem gamlan mann; viðhorf hans til lífsins og við- fangsefna þess, var svo albjart, að það gagn- mótaði skapgerð hans og persónuleik; eg hefði líka aldrei getað hugsað mér hann annað en p-est; ekki atvinnuprest, heldur vökulan boð- bera hinna fegurstu guðspjallamála á vett- vangi mannkærleikans; prest vaknandi kirkju og batnandi þjóðfélags. Afstaða séra Steingríms til manna og mál- efna, var ávalt það skýrt mörkuð, að engum duldist hvert stefndi; hann kom jafnan til dvranna eins og hann var klæddur, og vilti ekki á sér heimildir; þess vegna báru sam- ferðamenn ha'ns jafnan til hans óskipt traust. er óx með ári hverju; hann hugsaði ráð sitt vandlega, og er hann hafði komist að fastri niðurstöðu, varð honum ógjarna um þokað. Séra Valdimar J. Eylands lýsti einhverju sinni séra Steingrími á þá leið, að hann væri “sannur prestur — gæfumaður á Guðsvegum”. Þetta er sannmæli; yfir æfi hans var hamingju- sólin jafnan í hádegisstað; heimili hans var heilagt musteri, er stafaði frá sér mildum mannúðarbjarma út í umhverfið; sambúð presthjónanna var slík, að fegurri getur ekki á þessari jörð; bera hin ágætu börn þeirra hjóna glæsileg merki þess drengilega kærleiksupp- e!dis, er þau nutu; heimilið alt mótað anda h;ns fegursta samræmis. Mér fanst það jafnan óhugsandi, að þau séra Steingrímur og frú hans ættu ekki ávalt sam- leið; og eg er naumast búinn að átta mig á því enn, að frú Erika, sjálf sál hússins, bíði án nærveru hans á ströndinni, jafnvel hvort sem biðin verður löng eða skömm; og er eg nú við þessi tímamót hugsa til hennar, skýtur upp í huga mínum eftirgreindum Ijóðlínum: “Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast fær aldregi eilífð aðskHið.” Séra Steingrímur var lífsglaður maður; hann var manna fyndastur í sinn hóp, og vísuorð Guðmundar Guðmundssonar, áttu einkar vel við um þann hluta skapgerðar hans: “Eg elska þig hljómandi hlátur. — Það er gullstöfum logandi letrað hvert blað í lífssögu þess, sem var glaður og kátur.” Séra Steingrímur var maður ljóðelskur, og hann fékst þó nokkuð við ljóðagerð sjálfur; hann sagði mér það oftar en einu sinni bæði bréflega og munnlega, að við slík hjáverk kæmi sér oft í hug ummæli Páls Ólafssonar, er hann kvaðst yrkja sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar; en þótt ljóð- strengur séra Steingríms væri ekki að jafnaði stórbrotinn, þá náði hann oft og einatt úr honum kliðmjúkum tónum; hann var maður söngvinn, og næmur á falleg lög. Séra Steingrímur kom ungur frá íslandi; hann stundaði nám sitt fyrst við æðri skóla þessarar álfu, en lauk guðfræðaprófi við há- skólann í Osló; vel hefði mátt ætla, að við slík æfintýri hefði fimleika séra Steingríms í meðferð íslenzkrar tungu ef til vill að ein- hverju leyti hnignað, og ást hans á íslenzkum fvæðum dofnað; svo var þó ekki; jafnvel miklu fremur hið gagnstæða; hann var vel að sér í íslenzkum fræðum, og unni tungu vorri hug- ástum. Mér verður það jafnan minn.isstætt,- er þau séra Steingrímur og frú hans heimsóttu okkur LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1943. hiónin fyrir liðugum tveimur árum; það var í siðasta skipti, sem þau komu til okkar bæði; viðdvölin var ekki löng; hann mintist á Árna eftir Björnstjerne Björnson; sú bók var hon- um ávalt hugstæð. “Og þegar eg nú,” sagði séra Steingrímur, “hitti mig sjálfan á barn- anna leið,” kemur þessi vísa úr Árna oft í huga minn: “Eg ætlaði að gera úr mér afbragðsmann, eg ætlaði langt burt, en veg ei fann, eg vildi með stórmennum standa þeim stærstu í .verki og anda. Nú sé eg hið dýrasta af drotni léð og dyggasta með sér að bera, er ekki að teljast þeim mestu með, en maður í reynd að vera.” Séra Steingrímur var valmenni, glæsimenni og góðmenni; hann var maður í reynd! Og rétt áður en þau hjónin kvöddu, féllu séra Steingrími orð eitthvað á þessa leið: “Vér Vestmenn eigum heilög vé að verja þar, sem íslenzkan er, og vér megum ekki við því, að hún verSí fyrst um -sinn kistulögð.” Séra Steingrímur íézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. and Mrs. Harold Eastvold í Canton S.-D. á mánudagsmorguninn þann 5. febrúar, eftir stutta legu; hafði hann ásamt frú sinni, verið þar til heimilis síðustu iiíu árin; minningarathöfn um hann var hald- in í Canton Lutheran Church daginn eftir, þar sem tveir prestar fluttu kveðjumál, þeir Rev. Edw. Nervig í Canton, og Rev. T. B. Anderson frá Sioux Falls-bæ. I Fyrstu lútersku kirkju, hófst kveðjuat- höfnin um séra Steingrím kl. 11 f. h. á föstu- öaginn, að viðstöddu miklu fjölmenni; þar flutti sóknarpresturinn, séra Valdimar J. Ey- lands, þau undurfögru kveðjumál, sem birt eru á öðrum stað hér í blaðinu. Séra E. H. Fáfnis frá Glenboro, tók virðulegan þátt í kveðju- athöfninni með lestri biblíukafla og bænargerð. Mrs. Linoln Johnson söng uppáhaldssálm • hins látna prestahöfðingja, “Góða nótt”, og naut meðferð hennar á texta og lagi sín hið bezta; við hljóðfærið var frú Björg ísfeld; yfir at- höfninni hvíldi mildur blær hinnar dýpstu samúðar. Að lokinni þessari veglegu athöfn fór líkfylgdin til Selkirk, þar sem hin hinzta. kveðjumál voru um hönd höfð; auk sóknar- prests, séra Sigurðar Ólafssonar, er flutti tvær ræður, aðra^á íslenzku en hina á ensku, tóku þátt í athöfninni í kirkju Selkirksafnaðar, þeir séra Egill H. Fáfnis, er las biblíukafla og flutti bæn, séra Valdimar J. Eylands, er las æfiágrip hins framliðna og flutti bæn á norsku, séra Haraldur Sigmar, er flutti þakkarorð fvrir fjölskyldunnar hönd, og skýrði frá minn- ingargjöfum, sem borist höfðu; þá las og séra Fáfnis upp ávarp og kveðju frá forseta kirkju- felagsins, séra K. K. Ólafson, sem ekki gat verið viðstaddur. Mr. Jón K. Ólafson, fyrrum ríkisþingmaður flutti kveðjur frá bygð sinni, auk þess sem kveðja barst einnig frá dóttur- syni hins látna kennimanns, Harold Sigmar, guðfræðinema frá Mountain N.-Dak Við minningarathöfnina í kirkjunni, söng söngflokkur Selkirksafnaðar ýmissa þá sálma, er hinum látna sóknarpresti höfðu verið hug- stæðastir. Jarðsetning fór fram í Mapleton grafreit; þar flutti séra Octavius kveðjumál, og jós hinn framliðna föður sinn moldu, en tengdasonur hins látna, séra Haraldur' Sigmar, flutti einnig við gröfina stutta bæn. Með séra Steingrími hefir safnast til feðra sinna “Sannur prestur — gæfumaður á Guðs- vegum”. E. P. J. Arsþing Þj óðrœknisf élagsins Eins og auglýst var í vikunni, sem leið, kem- ur ársþing Þjóðræknisfálags íslendinga í Vest- urheimi, hið 24. í röðinni, saman til funda næstkomandi þriðjudag hér í borginni; þingum þessum er venjulega samfara margskonar gleð- skapur, er hinir eldri Islendingar jafnan hyggja gott til; þar mætast frændur og vinir, sem ef til vill hittast ekki nema einu sinni á ári. En þingin hafa annað og meira verkefni en tómar skemtanir; þau ræða um stefnuskrármál sín, svo sem viðhald íslenzkunnar, sem í rauninni er aðalmálið, sem félagið byggir tilveru sína á; og hvað, sem öðru líður, ræðuhöldum eða tilhneigingu til' ræðuhalda, þá verður bjarg- ráðaviðleitni íslenzkrar tungu ávalt að skipa fyrirrúm; á þeim vettvangi verður heilög ein- lægni að ráða ríkjum. Ferð til Louisville, og þing Lútersku kirkj- unnar þar Efiir G. J. Oleson. (Frarnhald) Um Muhlenberg hefði mátt skrifa langa ritgjörð, starf hans var umfangsmikið og áhrifaríkt í frumsögu Bandaríkjanna, og ættleggur hans komið mikið við sögu, en eg ætla ekki að fara út í þá sálma er æfiferil hans sennilega flestum all vel kunn- ur. Læt eg hér því staðar numið, mun nú og vera nóg komið, og get eg vel trúað því að samir séu nú þegar farnir að biðja fyrir mér, aðeins nokkur niður- lagsorð og heimferðin. Lúterska kirkjan — U.L.C.A. — stendur föstum fótum í þjóð- lífi þessarar heimsálfu og með sínar menta- og mannúðarstofn- anir hlýtur hún að hafa feykna áhrif á menningarlíf þjóðarinnar og eftir því sem að rætur henn- ar ná víðar um eftir því ætti hún að hafa meiri áhrif til góðs, og ekki veitir af á þess- ari tíð og á hvaða tíð sem er, að hin betri öfl mannfélagsins beiti öllum sínum kröftum, því mörg og háskaleg eru öfl léttúðar og hirðuleysis og hins illa yfirleitt, sem vilja draga menn á tálar og draga menn niður. Er eg var á þinginu og oft endranær hefir þessi spurning komið í huga minn. Var það skynsamlegt af ísl. að samein- ast þessari kirkjudeild? Og aldrei get eg svarað henni öðru- vísi en játandi. Er þáð skyn- samlegt fyrir söfnuði okkar eða söfnuði hins sameinaða kirkju- félags að hafa samband sín á milli eða deildir þjóðræknisféi. að standa í allsherjar sambandi. Vissulega er það skynsamlegt, því á þann hátt getur félags- skapurinn verið lifahdi og haft sem víðtækust áhrif. Sumir segja að íslendingar séu á svo háu menningarstigi að þeir taki niður fyrir sig með því að standa í sambandi við hérlendar kirkjudeildir, en slíkt er ekki nema fáviska. Islendingar hafa sína kosti og galla, sem og vorir hérlendir bræður og systur, og jafnvel þó við nú værum vitr- ari og frjálslyndari þá getum við samt átt samleið með þeim og haft gott af því. Það er kominn tími til þess að einangrunarstefnan sé lögð á hilluna og að við tökum þátt í því, sem fram fer í fíérlendu menningarlífi, það er líka kom- inn tími til þess að við sjáum bjálkann í okkar eigin augum eins vel og flísina í auga bræðra vorra, en það höfum við að þessu átt erfitt með. Frá upp- hafi hafa hérlendir menn og konur rétt okkur íslendingum bróðurhönd, en við höfum ekki metið það ætíð, og Lúterska kirkjan hefir frá því fvrsta rétt kirkju íslendinga bróður- hönd, og liðsint og leiðbeint ís- lenzkum námsmönnum á marga lund. Það var kominn tími til þess eftir öll þessi ár að Isl. rétti þeim bróðurhönd í stað inn fyrir að slá þá í andlitið og segja. “Við viljum ekki eiga neina samleið með ykkur.” Það má vera eitthvað í fari þeirra, sem okkur ekki fellur, hvorirtveggja geta séð í gegn- um fingur með það. Það getur verið eitthvað í fari manns, sem kona giftist, sem henni ekki fellur, en hún lætur það ekki standa í vegi, því í raun og vera er enginn algjör. Er sam- einingarmálið var á döfinni voru sumir hræddir um að íslending- ar yrðu étnir upp fjárhagslega, jafnvel kirkjurnar yrðu teknar af þeim. Vitaskuld var þetta ekki nema hugarburður. Kirkjan er ekki gróðafélag, hennar mark og mið er að hjálpa þeim. sem hjálpa þarf, það er aðeins ein hætta, sem okkur stafar af sam- bandinu, og það er, ef vér svíkj- um sjálfa okkur með því að reyna ekki að bera okkar eigin byrði, vinna okkar hlutverk, hvert það félag og hver sá ein- staklingur, sem vill kasta sinni byrði upp á aðra hann svíkur sjálfan sig og sína köllun. Það má vera, að það sé auðveldara að láta aðra bera byrðina, sem við getum borið, en það er ekki sæmilegt fyrir menn með rautt blóð í æðum, og það er ekki sæmilegt fyrir íslendinga, sem stæra sig af fornri frægð og ættgöfgi, eg trúi því líka áö þeir gjöri það ekki, að þeir láti það alcfrei spýrjast í hvaða félagsskap sem er eða verksviði að þeir sækist eftir því að aðr- ir beri okið fyrir þá. En í sam- bandi við þetta minnist eg þess að við eina menningarstofnun sjálfir, sem er Elliheimilið Betel, finst mér að íslenzkur almenn- ingur sýni alls ekki almennan áhuga með því að styrkja það eins og skyldi, einstakir menn styrkja það af góðum hug, en þátttakan er ekki almenn. Við áttum eina menningar- stofnun, sem var “Jóns Björns- sonar skóli” hann hefði getað orðið minnisvarði íslendinga hér í landi, með viturlegri ráðs- mensku hefðu hugsjónirnar ver- ið háar, en það var murkað úr honum lífið, og því haldið fram að annað nauðsynlegra og brýnna þyrfti að leggja rækt við, en áhuginn og fórnfærslu- andinn hefir legið í dvala að mestu síðan, og ræktin ^kki beinlínis komið nokkurstaðar fram. * * * Vel gæti eg trúað að þessi vika hafa verið sú íslenzkasta sem komið hefir yfir Louisville. Kristsmynd Thorvaldsens, sem víðfrægastur hefir verið allra íslendinga út um heim bæði fyr og síðar var máluð á tjald á framstafni þingsalsins og var hans minst í ræðum, sem íluttar voru. Þá var íslenzka myndin “Iceland” efst á baugi í borg- inni þessa viku, þó sennilega hafi hún ekki aukið á hróður íslendinga, eg sá hana ekki — mér þykir ekki gaman að mynda sýningum nema þá sérstökum myndum. — Séra Kristinn sá hana fyrsta kvöldið og þótti lítið til koma, svo vorum við þarna fjórir íslendingar, átti eg von á þeim fimta þar, bjóst eg við að séra Octavius Thorlákson yrði þar en hann kom ekki. Náðum við ísl. saman á kvöldin þegar við vorum ekki bundnir við annað, drukkum kaffi saman og skröfuðum um heima og geyma. Eitt kvöldið buðum við Dr. Willison frá Saskaton til kvöldverðar með okkur á Brown Hotel, er hann hugljúfur maður og hinn skemtilegasti, sagði hann okkur meðal annars margt af ferð sinni til Evrópu 1929, á Lúterska alheimsþingið í Kaup- mannahöfn, sem séra Kristinn einnig sótti, því miður gat Grett ir ekki verið með okkur þetta kvöld, hann var bundinn annars- staðar. Annars var hver dagurinn öðrum betri. Við séra Egill höfð- um félagsbú á Seebach og kom okkur vel samari, er það með- mæli með geðprýði prestsins, að hann skyldi komast af við mig svo lengi, hann er ágætur ferða- félagi, og spakur í allri um- gengni. Eg fór vanalega fyr í rúmið en hann, mátti segja um mig, sem sagt var um Njál gamla: “Snemma gengur karlinn faðir vor til rekkju,” en aftur var eg heldur fyr á fætur á morgnana, er það í samræmi við þau kynni, sem eg hefi haft af prestum að þeir eru ekki ár- risulir. Síðasta morguninn fórum við tímanlega á fætur og vorum í tíma á síðasta þingfund, sem við vorum og jafnan var það eitt, sem mér virtist einkenna þetta þing fremur öðrum þing- um, sem eg hefi verið á, var prúðmenska pg trúmenska, alt fór fram með sérstakri prúð- mensku, og trúmensku sýndu þingmenn sérstaka, með því að vera stundvísir og jafnan á sín- um stað, en ekki útum hvippinn og hvappinn eins og oft vill verða á þingum. Það er gull- væg dygð, sem hver maður ætti að læra að temja sér að vera ábyggilegur í orði og athöfn, ekki einungis í skuldaviðskipt- um, heldur í öllum athöfnum lífsins. Maður, sem er trúr með orð og eiða hefir grundvallað líf sitt á bjargi. Ekki er maður lengi í Louis- ville án þess að vera þess var að áhrif kirkjunnar og kristi- legs samstarfs er þar allmikið, eru 10 kirkjur* Lúterskar í Louisville og nágrenni, þar er elliheimili og aðrar mannuðar- stofnanir, sem kirkjan stendur á bak við. 1939 var elliheimilið endurbætt, og til þess varið $11.000, ýmsar aðrar kirkju- deildir eru J)ar alláhrifaríkar, svo sem Kaþólska kirkjan, Eqiscopal Baptist o. s. frv. Fjölmargar æðri mentastofnanir eru í borginni, margir læknaskólar, lögfræðis- og guðfræðisskólar, lyffræða- skólar og ýmsar aðrar menta- stofnanir. Þar er einnig ríkis- skóli fyrir blinda, og prent- smiðja í sambandi við það, mikil stofnun og ein sú helzta af því tagi á þessu meginlandi. All- mikið ber á blökkumönnum í Louisville eins og alsstaðar þar syðra, er mér ekki kunnugt hve eru margir í Louisville, en þeir eru fjölmennir, á gistihöllunum er fjölmargt af þjónustufólkinu negrar. Ekki ber neitt á svert- ingjahatrinu þar eins og á sér stað er lengra kemur suður og sýnist andrúmsloftið hreint, að vísu hafa þeir sinn sérstaka félagsskap og sinn eigin há- skóla. Allmikið sukk mun vera þar í borginni þó ekki beri mikið á því á yfirborðinu, sýnist alt vera með allgóðri reglu, en drykkjustofur eru alstaðar, og sækir þangað múgur og marg- menni, sumstaðar drekka sam- an karlmenn og kvenfólk. Um helgina, sem við vorum þar kom mikið af hermönnum frá nærliggjandi heræfingastöðvum og gat Courier-Jornal þess eftir helgina að yfir 100 manns hefðu komið fyrir rétt ákærðir fyrir drykkjuskap og óreglu. Verður drykkjuskaparbölið eitt alvar- legasta umhugsunarefnið í sam- bandi við stríðið. Þar læra marg- ur ungur maður að drekka. V. Á heimleið. Við lögðum af stað frá Louis- ville á miðvikudaginn nálægt miðjum degi 21. okt. allir ís- lendinjgarnir samskipa, fórum við í gegnum Indianapolis bein- ustu leið til Chicago eins og við komum. Hr. Grettir L. Jóhanns- son skildi við okkur í Indiana- polis og hélt þaðan austur til Whasington í embættiserindum og þaðan til New York og á heimleið til höfuðborganna í A.-Canada. Drukkum við skiln- aðar skálina í lestinni utan við Indianapolis, og bað eg hann vel að lifa með þakklæti fyrir sam- veruna. Á járnbrautarstöðinni í Chi- cago tóku þau Bjarnasons syst- kinin Jóhannes S. og Aurora á móti okkur og buðu okkur öll- um heim til næturgistingar og þáum við það með þökkum, átt- um við ljómandi nótt hjá þeim valinkunnu systkinum, var gam- an og hressandi að sjá framan í íslenzka kunningja, líður þeim ágætlega. Mr. Björnsson kennir alt af; það er hans lífsstarf, og er þar á réttri hillu, leggur hann hart að sér, er langt til skólans og þar að fara eldsnemma á fætur. Hann er bókmentamaður mikill, hefir feykna stórt bóka- safn, ágætis bækur, meiri hlut- inn enskar bækur. hefir hann tekið mikinn þátt í félagslífi ís- lendinga í Chicago og þau syst- kin bæði óefað. Aurora saumar og verzlar og er alt af lífsglöð og kát. Við kvöddum Mr. Björnsson um kveldið ef ske kynni að hann yrði farinn þegar við kæmum á fætur — en trúðum því þó ekki — en hann var farinn til starfs er við komum ofan, en Aurora beið okkar með bezta morgun- mat. Kvöddum við hana með

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.