Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1943. R U F U S Efíir Grace S. Richmond Þegar svar hans á endanum kom var, það fult af sársauka. “Þú veizt ekkert um hvað þú ert að biðja, Nancy. Þú hefir enga hugmynd um, við hvað eg hefi að stríða. Þú telur þér trú um, að mig vanti ekkert annað en viljann til að vinna og verkefnið. Mig vantar meira. Eg hefi ekki — starfshæfileikana. Það er sá beizki sannleikur. Hefði eg gert rétt, þá hefðum við frelsað líf Kúfusar.” Síðustu orðunum nærri því hvíslaði hann, en Nancy heyrði þau. Hún hallaði sér að hon- um og tók með hlýrri hendinni um hans köldu hönd. “Sannarlega gerðir þú það sem var rétt!” sagði hún í blíðum en ákveðnum róm. “Dr. Mac Farland sagði að þú hefðir gert það, sem hægt var að gera. “Hann varði mig — honum fanst það ekki gera mikinn mismun, hvort munaðarlaust barn, afkvæmi vesalings foreldra, lifði eða dæi — nema hvað þig snerti, Nancy. En það hefði verið hægt að bjarga honum. Það voru mögu- leikar, hefði rétt verið að farið.” “Dr. Mac Farland hefði gefið ráðleggingar um það, ef honum hefði komið þær til hugar,” sagði Nancy áköf.’ Bruce hristi höfuðið. “Hann lét mig algerlega um það. Hann var á því máli, að það gerði mér gott að vera einn um það. Hann hafði heldur engan áhuga fyrri bata barnsins. En hefði eg verið hæfur, þá hefði eg fundið það ráð, sem dugði. Eg var of sljór til þess að muna eftir nýfundnum aðferðum. Hæfileikinn horfinn — og kemur aldrei aftur. Það er búið með mig sem lækni. það er alt og sumt. Þrjátíu og sex ára! Og þú vilt, að eg taki að mér sjúkrahús- Þó þar væru einungis veikir kettir, j^á gæti eg ekki verið læknir þeirra.”' “Þrjátíu og sex ára! Ertu ekki eldri? Átta árum eldri en eg. Eg hugsaði — “Eg býst við að þú hafir haldið, að eg væri fimtíu ára. Útlit mitt bendir til þess, er eg viss um. Nú sér þú, hvers vegna María frænka og systir Barbara töldu það glapræði, að þú dveldir hjá ungum og fjörugum náunga lík- um mér. Eg er unglingur, og þar að auki ekki einu sinni móðurbróðir þinn.” - Aftur varð þögn. Nancy sneri höfðinu við og starði inn í eldinn. Hún tók fyr til máls. “Þá verð eg að-fara í burtu og sleppa öllum mínum ráðagerðum,” sagði hún, hrygg í bragði, “taka Davíð og Ester með mér og skilja þig eftir með þessar fölsku hugmyndir um sjálfan þig, aðgerðarlausan það sem eftir er æfinnar. Og alt af því, að þú vilt ekki reyna. Þú vilt ekki einu sinni gera tilraun. Ef þú einungis vildir reyna, þó að það mishepnaðist — það finst mér fyrirgefanlegt. En að drukna, án þess að reyna að bjarga sér — það er tæpast af- sakanlegt, finst mér.” “Nancy!” Hann rétti út hendina og greip um handlegg hennar. “í hamingjubænum, segðu þetta aldrei aftur! Loksins hefir þér tekist að stinga mig, eins og þú ætlaðir þér í fyrstu. Vertu kyr hér, í herrans nafni, og byrjaðu á hverju því, sem þú vilt. Eg gef lyfjaávísanir, sem enga þýðingu hafa. Þegar meira liggur við, kalla eg á annan lækni. Eg drukna eigi að síður, en þú skalt hafa ánægjuna af að sjá mig hanga í björgunarkaðli þínum til hins síðasta. Svona! Nú — ertu þá ekki ánægð?” Hann hallaði sér aftur á bak í saólnum. Hann dró andann djúpt. Hönd hans skalf. Nancy refs á fætur og beygði sig yfir hann. Hún var komin að því að kalla á Pat, þegar hann gat komið í veg fyrir það. “Það er ekki annað en taugarnar,” sagði hann og röddin skalf. “Taugaóstyrkur, eins og kona. Gerðu ekki lítið úr mér, með því að kalla á hjálp, ofan á alt annað. — Aðeins þetta vil eg að þú vitir. Þú talar um, að drukna aðgerðarlaus. Það hefir þurft töluvert hugrekki til að halda lífinu áfram, með alt það við hendina, sem þurfti til að gera enda á því. Það gerir lífið framundan engu glæsilegra, að mér finst, að eiga í vændum að fleiri Rúfusar taki sitt síðasta andartak undir mínu húsþaki. En sért þú sannfærð um, að rétt sé af stað farið, hvað sem svo tekur við.” “Eg er sannfærð um það,” sagði hún ákveðin. “Okkur mun ekki mistakast.” XL. Bruce lá vakandi marga stundina nætur þær, scm í hönd fóru. Hann gerði sér grein fyrir, hverju hann hefði lofað og — hvað það þýddi fyrir hann — nokkuð, sem Nancy Ramsey ekki skildi. Það var ekki það, að hafa undir þaki sínu nokkra aðra veslings Rúfusa, sem gæfu þar upp andann. Það var að halda það út, að horfa á Nancy lifa lífi sínu svona nálægt sér. Því gat enginn neitað, að það kostaði meira en meðalmanns átak, að drukna ekki í þeirri elfu. XLI. Patrick Spense og frú Coon talast við: Pat: “Svo frú Ramsey og börnin eiga að vera áfram hjá okkur, frú Coon. Eg á von á því að þú sért, eins og þú ert vön, frá þér af fögnuði.” Frú Coon: “Það stendur nú á sama um mig, Patrick Spense.” Pat segir undrandi: “Eg skyldi segja það. Væri nú ekki gaman, ef við gætum öll látið okkur líða vel saman?” Frú Coon: “Hver segir, að við getum það ekki?” Pat segir, um leið og hann gengur alt í kring um hana og mælir hana með augunum á allar hliðar: “Hefir nú eitthvað komið fyrir þig í nýitf Mætti eg vera svo djarfur að spyrja?”, Frú Coon: “Eg veit nú ekki hvað það er, sem þú vilt ekki vita. Og — þar sem eg veit að þú hættir ekki að spyrja, fyr en þú færð að vita það, þá er eins gott, að eg segi þér strax. Við frú Ramsey töluðum saman.” • Pat: “Hæ, hó!” Meira vildi hann ekki segja. Frú Conn heldur áfram mjög dræmt: “Við gerðum samninga okkar á milli. Til eru þeir hlutir, sem maður getur ekki gert endurgjalds- laust, og sem ekki er rétt að biðja neinn að gera, nema fyrir borgun.” Pat gat rétt stilt sig um að láta ekki sjást hæðnissvip á sér, en sagði með hluttekningu: ó! Einmitt það.” Frú Coon: “Þú þekkir ekki til þess, Patrick Spense. Það er ýmislegt, sem ekki verður borg- að með peningum. Eg hefi sjálf eignast börn.” Pat: “Hefir þú átt börn! Eg vissi það ekki.” Frú Coon: “Hvernig ættir þú að vita það. Eg átti tvö. Eg misti þau bæði.” Hið írska hjarta Patricks hrærðist til með- aumkvunar: “Nei, en hvað það er bágt.” Frú Coon: “Þá var eg fátæk. Eg gat ekki séð um þau eins og þurfti. Og að horfa svo upp á alt það óhóf og óþarfa umhyggju fyrir þessum bjálfa, sem auðsjáanlega gat ekki lif- að, það var erfitt —— Hún lauk ekki við setninguna. — Patrick, blíður í rómnum: “Eg veit það, frú Coon, það hlaut að vera erfitt. Það er stundum slæmt, að við erum svo fáfróð hvert um ann- að. Vissum við meira, mundum við ekki dæma svo hart.” Frú Coon, um leið og hún kyngdi bitanum í hálsinum: “Börnin, sem frú Ramsey kom með að sýna mér, minna mig á börnin mín litlu.” Patrick hugsaði með sjálfum sér: “Hamingj- an góða! Þau hljóta að hafa átt fallegan föður,” —en upphátt sagði hann: “Þessi tvö börn eru yndisleg.” Frú Con: “Það er gott fyrir hana að hafa börnin til að annast um. Hún hugsar þá minna um fötin sín.” Pat lét sem hann heyrði þetta ekki, en sagði: “Eg held að majórinn hafi gott af að hafa þau óll í kringum sig.” Frú Coon: “Getur verið. Tíminn sker úr því.” Pat afréð nú, að fara ekki lengra út í þessa sálma. Hanm þóttist vita, að það væri ekkert smáræði, sem frú Ramsey hefði boðið frú Coon, til þess að svo mikil breyting hefði alt í einu orðið á henni. — Hvað hann sjálfan snerti, hafði honum ekki verið boðin nein kaup- hækkun. Hann hugsaði með sjálfum sér, að hann mundi ekki hafa þegið neina kauphækk- un, þó það héfði verið boðið. Pat segir við sjálfan sig: “Það er meira gaman að vinna verkin af kærleika til hús- bændanna heldur en að hugsa um, hvað mað- ur muni fá fyrir þau. Frú Coon veit þetta ekki. Hver veít, nema henni lærist það.” Um hafsins. Þegar þangað kom, tók hann bifreið, hugleiðingum, burstaði hann skó læknisins og hætti því ekki fyr en þeir gljáðu svo, að það lá við að hann sæi sig í þeim. XLII. Humphrey Oliver hafði verið burtu í hálft annað ár. Þennan tíma dvaldi hann í Kína. Hann hafði ferðast um landið þvert og endi- langt, til að kynna sér það; að því búnu settist hann að í Peking, til þess að gera sér gagn að því, sem hann hafði kynst. Hann þekti ýmislegt betur en Kínverjar, þeir, sem hann kyntist í hinum gömlu dúkaverzlunum þeirra. Nú var hann kominn aftur. Þegar hann hafði gert upp ýmsar áríðandi sakir í San Fransisko, beið hann ekki boðanna, heldur tók hraðlest og hélt þvert yfir á strönd Atlans- hafsins. Xegar þangað kom, tók hann bifreið, lét farangur sinn í hana og ók beina leið heim t;l dr. Lyn Bruce. Það var ekki sjaldan, sem hann hafði gert þetta, og komið þannig að óvörum. Þegar bifreiðin ók upp að húsinu, varð hún að staðnæmast fyrir aftan stóra, skrautlega bifreið, sem stóð í vegi þeirra. Oliver sá, þegar hann var kominn út, að ungur maður í hvít- um jakka kom frá húsinu og tók á móti litlum líkama, sem honum var réttur úr bifreiðinm, og bar hann heim að húsinu. Fyrir ofan höfuð barnsins sá Oliver inn í blá, írsk augu. Pat snéri sér að honum með gleðibragði. “Hvað er þetta! Er herra. Oliver kominn!” hrópaði hann. Oliver gekk til hans. “Hvernig líður þér Pat? Ertu að bæta við börnum?” “Já, herra. Frú Ramsey fór með sex þeirra í ökuför.” Oliver varð litið framan í Nancy, þar sem hún sat hjá ökumanninum. Alt í kringum hana voru smá andlit, sum föl, önnur rjóð. “Hvernig í ósköpunum stendur á öllu þessu?” hrópaði hann. Hann gekk til Nancy, til að ná í hönd hennar, og til að athuga hana nánar. Helmingi yndislegri gn áður, var sá dómur, sem hún fékk í huga hans. Þar að auki var eitthvað nýtt við hana. Ekki eins ungleg. Full- orðinslegri og fyrir það geðþekkari. Hamingjan skein úr svipnum. Það leit út fyrir, að ekkert veitti henni meiri ánægju, en að aka út með fallan vagn af kryplingum. “Við vorum í skemtiför, herra Oliver, —■ og komum mátuléga snemma heim, til þess að bjóða yður velkominn. En hvað dr. Bruce verður glaður! Við höfum ekkert annað en dálítið horn handa yður að hreiðra um yður i, en þér látið það ekki fá á yður.” “Fá á mig! Nei, það megið þér ekki halda. Lofið mér að hjála yður. Hvert þeirra get eg trkið?” “Litlu Nelly O’Reilly”, sagði Nancy, um leið og hún benti á brosandi barn, sem hafði járn- bálk um fótinn. Oliver tók hana í fang sér. Þau gengu saman upp stíginn og Nancy leiddi lítinn dreng með dökk gleraugu. “Þetta er stór-merkilegt, já, mjög dásam- lcgt,” sagði Oliver, þegar þau fóru inn um dyrnar. “Eg heyrði eitthvað um þetta. En Lynn skrifar ekki löng bréf; og eg held það hljóti að vera tíu mánuður síðan eg fékk bréf frá honum. Hvernig líður gamla manninum? En þá í hjölastólnum, býst eg við — engin von um bót á því? En starfandi — hann hefir hjálpað yður, annars hefðuð þér ekki komið öilu þessu í verk?” “Nú skuluð Jaér sjálfur sjá. — Þarna eru þau, ungfrú Lane; þau hafa skemt sér ljóm- andi vel.” Nancy afhenti hjúkrunarkonunni börnin, sem fór með þau upp á loft. — Þegar þau komu að skrifstofudyrunum, kom önnur hjúkrunarkona þaðan út. Hún lokaði hurðjnni á eftir sér. “Er dr. Bruce að tala við einhvern, ungfrú Barton?” “Það var komið með barn frá Malden, meðan þér voruð í burtu. Dr. Mac Farland er líka inni.” “Við skulum setja okkur inn í dagstofuna, herra Oliver. Það verður sennilega ekki lengi.” Nancy gekk á undan yfir í stofuna. “En hvað andrúmsloftið er þrungið af dugn- aði! Tvær hjúkrunarkonur og Pat á ferðinni. Hvað eru börnin orðin mörg?” “Þau eru ekki mörg — húsið er ekki stórt. Þau eru ekki nema 27 núna. Við ætlum að síækka húsið í haust, svo við getum að minsta kosti tekið helmingi fleiri.” Hann blístraði. “Lynn lítur ekki eftir þeim öllum?” Hún kinkaði kolli. “Dr. Mac Farland kemur hér oft, en þetta er spítali doktors Bruce, og hann sér hvern sjúkling daglega. Vinkona mín, dr. Katrín Ferris, kemur hér eins oít og hún getur, en hún hefir mjög mikið að gera annarsstaðar. Við höfum fjórar hjúkrunar- konur og þrjár stúlkur við matinn, en frú Coon er ráðskonan. Pat er vinnumaðurinn og vika- pilturinn.” “Frú Coon! Þér ætlið þó ekki að telja mér trú um, að það gargan sjái um mat handa þessum fjölda?” Nancy hló. “Frú Coon er sannarlega dugleg á sínu sviði og hefir engan yfir sér. Og svo er hún bezti vinur barnanna.” Humphrey leit á hana alvarlegur. “Hætt- ið nú. Þér eruð göldl’ótt, ef þér hafið getað komið þessu til leiðar. Hvernig hafið þér annars getað komið þessu af stað?” Um það leyti, sem Nancy hafði svarað öll- um þessum spurningum, heyrðist gengíð um forstofuna, eins og farið væri með sjúkling- inn, sem var hjá lækninum. Pat var að bera hann þangað, sem hann átti að vera. Nancy flýtti sér að hugga sjúklinginn, sem var mjög hnugginn. Hún gekk því næst aftur inn til Olivers og fylgdi honum að skrifstofuhurðinni, opnaði hana og hrópaði: “Hér er nýr sjúkling- ur, dr. Lynn.” Hún hratt lítið eitt á eftir Oliver, til þess að flýta fyrir honum að kom- ast inn. Hún stóð í dyrunum og gaf gætur að því, sem fram fór. Há og grannvaxin mannvera kom á móti þeim og studdist við hækjur. Augun lágu djúpt í mögru andlitinu, sem var með brún- um, hraustlegum litarhætti. Djúp rödd sagði alúðlega: “Hamingjunni sé lof! Olly, ert þú kominn?” > “Lynn!” Humphrey Oliver var í fyrsta skifti á æfi sinni orðlaus eitt augnablik. Hann stóð og starði á vin sinn, en Bruce, sem skildi undrun hans, kinkaði kolli. “Það er eg og enginn annar! Skrifaði eg þér ekki, að Jim Mac Farland hefði gert krafta- verk á mér, að koma mér til að ganga við hækjur?” “Mér var ekkert skrifað um það. Þó eg hefði verið við Suðurpólinn, þá hefði eg sent þér skeyti samstundis og eg hefði vitað það. Eg er svo glaður, að eg veit tæpast, hvað eg á að segja.” “Þú þarft ekki að orðlengja það meir. Sestu niður og segðu mér eitthvað um sjálfan þig. Nancy —” Bruce leit til hennar, þar sem hún stóð brosandi í dyrunum — “við getum auð- vitað lofað honum að vera?” “Auðvitað, eins lengi og hann vill vera hjá okkur.” “Látið mig hafa hvítan léreftsjakka, þá verð eg hér um aldur og æfi.” “Það efast eg nú um,” sagði Bruce. og nú hló hann. Nancy yfirgaf þessa tvo hamingjusömu menn. Dr. Bruce hafði unnið meira en hans veiku kraftar leyfðu, nú upp á síðkastið. Nancy varð því fegin, að hann hvíldi sig, og það í félags- skap vinar síns, sem honum var svo ljúft að vera samvistum við. Eftir gtundarkorn fóru þau öll upp á loft. Pat varð að bera dr. Bruce. En þegar upp var komið, gekk hann við hækjurnar. Oliver gekk um sjúkrastofurnar, hverja eftir aðra, og í þeim voru börn í rúmum, í hjólastólum og við hækjur, og öll tóku þau brosandi á móti lækn- iuum sínum og fallegu konunni og gesti þeirra. Oliver hélt áfram að segja “framúrskarandi”, með mismunandi hljóðfalli, til þess að láta undrun sína í ljós. En ekkert var honum eins mikið undrunarefni og Bruce vinur ’nans og sú breyting, sem á honum var orðin. “Það er engin uppgerð — hann getur ekki um annað hugsað en þau, er það ekki satt?” hvíslaði hann að Nancy, þegar Bruce nam staðar til að hugga lítið barn, sem hafði rifið mynd í sundur. “Já, það er alveg rétt,” hvíslaði Nancy aftur að honum. “Hann hugsar um fátt annað og minst af öllu um sjálfan sig. Og þau næstum dýrka hann.” “Það hljóta þau að gera, eins og hann er núna. Þér h'afið frelsað líf hans, frú Ramsey.” Hún hristi höfuðið. “Eitthvað máttugra en eg er, gerði það.” Oliver leit á hana, og honum hitnaði um hjartaræturnar, sem þó voru heitar áður. Hann var staðráðinn í því, að kvongast aldrei, og honum var ljóst, að Nancy Ramsey var hon- um ekki ætluð — enda óhugsanlegt, að henni dytti hann nokkurntíma í hug í því sambandi; eigi að síður dáðist hann að henni, án nokk- urra eigingjarnra tilfinninga. Alt, sem í hans valdi stóð, mundi hann hafa gert fyrir hana, Bruce hafði trúað Oliver fyrir því, að Nancy legði fram mestan hluta fjár þess, sem spítala- haldið kostaði. Stóra húsið hennar í Denver var búið að selja. Fyrir þá peninga var fyrir- hugað að byggja viðbótarbyggingu spítalans. Tekjur hennar voru miklar, og hún hafði lært að fara viturlega með þær, án þess að spara. Bruce hafði ráðið henni til að halda töluverðri upphæð eftir fyrir sjálfa sig. Að öðru leyti lét hann það afskiftalaust. Þau voru sameinuð í áhuga fyrir málefninu. Tekjur voru engar, aðeins útgjöld. En eigi að síður voru launin ríkuleg, þó þau fyltu engar buddur. Ýmsir gerðu gys að þeirri vitleysu, að læknir, sem sjálfur var veikur, tæki að sér starf að vinna af eintómum áhuga fyrir því, að bjarga lífi barna, sem að öðrum kosti hefðu farið á mis við læknishjálp, og hafa ekki annað að laun- um en gleðina við að þjóna. “Það, út af fyrir sig, að sjá fögnuðinn og ákafann í svip Bruce, þegar hann hökti á hækjum sínum fram og aftur meðal sjúkling- anna, mundi geta sannfært mig um, að þetta niuni vera fyrirhafnarinnar vert. Getið þér ekki látið mig gera einhver smávik, eins og Fat, frú Ramsey, þó ekki væri annað en að horfa á,” sagði Oliver og fullvissaði þau um að sér væri alvara. “Það er auðvelt. Þegar spítalinn verður stækkaður, getur Pat ekki gert alt, sem gera þarf. Það þarf að gæta garðsins — við ætlum að hafa stóran garð handa börnunum að leika sér í. Við þyrftum að hafa garðyrkjumann. Getið þér tekið það að yður?” spurði Nancy brosandi. “Garð — garð? Hvar er hann nú? ekki hér í miðjum bænum?” “Mig furðar ekki þó að þér hafið gleymt honum. Trén fyrir utan skrifstofugluggann skyggja alveg á hann. Hann var allur í órækt síðan amma mín, frú Bruce, dó. En nú höfum við reynt að koma hbnum aftur til. Komið og sjáið hann. Nokkur börn eru að leika sér þar núna.” Hún fór á undan út um hliðardyr í gangin- um. Oliver flautaði lítið eitt, þegar hann leit yfir garðinn. Þarna voru blómabeð, götur og grasfletir, umgirt af húsveggjum nágrannanna. Fjögur börn og tveir hundar voru að leika sér spölkorn niðri í garðinum. Þau komu öll heim að húsinu, þegar hurðin opnaðist og þau sáu Nancy. “Hér eru Davíð og Ester,” sagði Nancy um leið og hún breiddi faðminn út, til þess að taka á móti ljóshærðu stúlkunni, sem þaut í fang hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.