Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.02.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. FEBRÚAR 1943. 7 Á slysalœkninga sjúkrahúsinu íMoskvaeru gerð undra afrek í lækningum Eflir Dyson Carier Fyrir fáum árum fóru nokkrir enskir læknar til Moskva, til að kynna sér sérstakt sjúkrahús, sem mikið orð hafði farið af. Þegar þeir komu aftur til Land- an, ekrifaðu þeir um það, sem þeir höfðu séð og kynst, og luku hinu mesta lofsorði á það, Engin veitti því neina sér- staka athygli, flestir sögðu að skýrsla þeirra væri bara Rúss- neskur áróður, og þar við Sat. Nú hefir sannleikurinn við- Vlkjandi þessari stofnun verið gerður heyrum kunnur. Bæði Erezkir og Amerískir herlækn- ar hafa skoðað og kynnt sér þetta sjúkrahús, og gefið ná- kvæma skýrslu um það, sem hefir vakið hina mestu athygli °g aðdáun meðal lækna víðs- Vegar um heim, þeim er nú orð- ljóst, að sú grein vísindanna, sem lýtur að meðalagerð, hefir ^ekið feikna framförum í Sovét- ríkjunum. Þetta miðborgar sjúkrahús í ^oskvu er fögur bygging, sem hkist meir skrauthöll, en sjúkra- húsi, enda á það vel við að það heri af að útliti, því það er ekkert sjúkrahús því líkt í Uokkru öðru landi. Eins og nafnið bendir til, er þetta sjúkrahús ætlað einungis fyrir fólk, sem verður fyrir slYsum, og bráðum sjúkdóms- úlfellum. Því að vera að hafa sérstakt sjúkrahús fyrir slík tilfelli? Rússnesku læknarnir svara því a þessa leið. “í slysa og bráðum sjúkdóms- fllfellum, veltur líf sjúklingsins °ff aðeins á mínútu, eða jafn- vel einni sikundu. Að bjarga Úfi, meinar að vita upp á hár, hvað á að gera í hinum ýmsu slysa og bráðasjúkdómatilfell- Ufn, hafa allt til reiðu, sem til þess þarf, og æfða lækna, sem eru fljótir að veita nauðsynlega hjálp. Hin almennu sjúkrahús, sem vanalegri slysadeild, er ekki nsegjandi. Við ákváðum að hyrja frá upptökunum, frá vett- Vangi slysatilfellanna sjálfra, og skipuleggja sérstaka hjálpar- deild.” Hugsið ykkur að vera áhorf- andi að hættulegu slysatilfelli 1 Moskva. Við skulum segja, að §ömul kona hafi orðið fyrir sfrætisvagni. Þú mundir hlaupa Jnn í næstu lyfjabúð til að gera aðvart um slysið. Það er sama hvernig þú gerir aðvart um það 1 Moskvu; lögreglumanni, lækni, e®a sjúkrahúsi —, þú ert á sama augnabliki kominn í samband Vlð miðborgar slysa sjúkrahúsið. Vlð símann er stúlka, sem hefir fengið sérstaka sálfræðilega ^entun í að lesa út úr röddinni, sem kemur yfir símann, hvað um er að vera, eftir því sem þú falar, hún þarf ekki langrar skýringar, því hún veit strax nvort að um alvarlegt slys er að rmða. Hún sendir á sama augna- nki skeyti þangað, sem sjúkra- Vagninn bíður. þeir eru í röð við enia hlið sjúkrahússins, tilbúnir an minsta fyrirvara að þjófa af stað þegar þeim er gert aðvart.a egar símastúlkan gefur þeim merki, bregður jafnskjótt fyrir rauðu ljósi, og bjalla hringir Samstundis á einum vagninum. agninn er þotinn af stað fljót- ar en auga á festir, því vagn- sfjórinn er ávalt reiðubúinn venær, sem merki er gefið. amstundis hlaupa tveir læknar, ra biðstofu, sem er hjá vagna- ynnu, upp í sjúkravagninn. eðan þessu fer fram hefir Slmastúlkan fengið að vita hvar s ysið hafi viljað til, og tilkynn- lr mönnunum í vagninum það þráðlausu skeyti, og vagn- mn heldur viðstöðulaust áfram, feiknahraða, á vettvang. erzla er lögð á að allt gangi Sem fljótast. sjúkrahúss reglu- Herðin krefst, að ekki líði meir etl tvær mínútur milli þess, að §erf er aðvart um slysið þar til sjúkravagninn er kominn af stað. Ef lengri tími líður, er álitið að eitthvað sé ekki í lagi, og rannsókn hafin undir eins. Þegar einn sjúkravagn fer út, er öðrum ekið þangað, sem hann var, og tveir læknar hafð- ir til staðar í biðstofunni til að fara út við næsta kall. Þetta sjúkrahús í Moskva, er algjörlega einstætt, og á sér eng- an líkan. Kjörorð þess er: Að bjarga lífi manna og afstýra þjáningum. í sjúkrahúsinu eru 700 sjúkra- rúm, 100 fastir læknar, og eins margir til vara. Á friðartímum koma árlega 60.000 sjúklingar í þetta sjúkrahús, sem hafa orðið fyrir slysum, eða veikst hastar- lega. Hin óviðjafnanlega þjón- usta, sem þetta sjúkrahús veitir, byrjar með fastri skipulagningu, alt frá símastúlkunum og keyr- slumönnum sjúkravagnanna. Þeir þekkja hvern krók og kima í borginni. Það eru fimm sjúkra vagna stöðvar í borginni, ein við sjúkrahúsið, og fjörar aðrar, hver á þeim stöðvum, sem mest slysahætta er, í þessari stóru borg. Þegar slys vill til, er þeim sjúkravagnsstöðvum gefið merki sem næst er þar sem slysið vildi til, því í slíkum tilfellum er lífsnauðsyn að hjálpin komi sem fyrst. Eftir að sjúkravagninn er far- inn til að sækja sjúklinginn, reynir símastúlkan að fá eins miklar upplýsingar um hvað skeð hefur og hægt er, frá þeim sem símaði inn um slysið. Þær upplýsingar eru sendar með þráðlausu skeyti til læknanna, sem eru í sjúkravagninúm, sem fyrst vitja sjúklingsins. Því næst er þeim, sem þjóna í uppskurð- arstofunni gert aðvart, svo að læknar séu til taks, á sama augnabliki og sjúklingurinn kemur inn. í þessum sjúkrahúsi eru engir lærlingar. Til þess að komast i þjónustu þessa sjúkrahúss, verð- ur hver læknir að hafa æft sér- fræðis lækningar í tíu ár, að minsta kosti. Það, sem liggur til grundvallar fyrir því er, að einungis hinir æfðustu og hæf- ustu læknar, séu hæfir til að meðhöndla sjúklinga, sem orðið hafa fyrir bráðum sjúkdómstil- fellum og hættulegum áverkum af slysum. Brezkir herlæknar, sem skoð- áð hafa þetta miðstöðvar sjúkra- hús segja, að útbúnaður allur sé hinn allra bezti, og óviðjafn- anlegur, ekki einungis fyrir bráðabirgða hjálp, heldur og fyrir vandasartia uppskurði og lækningar, sem nauðsynlegar eru til að koma fólki, sem orðið hefir fyrir slysum, til heilsu aft- ur. Það er í þessu sjúkrahúsi, sem sumar af hinum þýðingar- mestu uppfindingum í læknis- listinni hafa átt sér stað í Sovét- ríkjunum. Sem dæmi má nefna, blóð innsprautingu. Nú er í öllum löndum kunn aðferð til að frysta eða þurka mannablóð, til þægi- legrar notkunar í sjúkrahúsum og á hinum mörgu vígvöllum víðsvegar um heim. í voru landi er það tiltölulega nýtt fyrir- brigði. Á Rússíandi var það byrjað fyrir 23 árum. Moskva er viðurkend sem leiðandi tilrauna stöð í blóðrannsóknum, og er nú í þeirri fræði langt á undan öðrum löndum. Til dæmis, manneskja, sem hefir lent í slysi, og orðið fyrir miklum blóðmissi, er tekin strax inn á slysalækninga sjukra húsið, er strax gefin blóð inn- sprauting, ekki með geymdu blóði úr lifandi manni, heldur með blóði teknu úr líkama dá- innar manneskju, einhvers sem hafði farist áður í slysi, eða á annan hátt. Þessi nýja upp- finding bjargar nú ótölulegum fjölda mannslífa á vígvöllum Rússlands. Reglan fyrir þessari notkun blóðs úr dauðum mönn- um, var fundin upp í Moskva miðstöðvar sjúkrahúsi. Það var fundið út, að blóðið í líkömum dáinna manna, eftir vissar or- sakir er dauða valda, væri ó- hult og áhrifamikið til inn- sprautingar, sem tæki öllu öðru fram. Þegar maður verður fyrir slysi, og deyr strax án þjáning- ar, og blóðið er tekið úr líkam- anum á réttan hátt, kemur fram mjög óvanalegt fyrir- brigði. Fyrst storknar blóðið, eins og það ávalt gerir, hvert sem banameinið er. En svo kemst það í fljótandi ásigkomu- lag aftur, og heldur áfram að vera þannig, án þess að það sé blandað nokkrum öðrum efn- um. Fyrir þessa og aðrar ástæð- ur, er blóð dauðra manna það besta til innsprautingar, til lífg- unar sjúkum og særðum. Rússneskir læknar brúka þessa uppgötvun nú við lækn- ingar á vígvöllunum. En hvernig þeir gera það, er sem stendur hernaðarlegt leyndarmál. Að- ferðin hefir verið aðeins sýnd Brezkum og Amerískum lækn- um, sem eru mjög hrifnir yfir því, sem þeir hafa séð af þess- um merkilegu tilraunum. Deyjandi menn og konur, eru bókstaflega vaktar upp frá dauðum, með blóði annara, sem þegar eru horfnir inn í eilífð- ina. Hetjur, sem láta lífið til varnar frelsinu, lifa aftur í end- urreistum líkama annara. Vissu- lega hefir mönnunum aldrei komið í hug neinn hetjulegri ódauðleiki en þetta: Þeir hafa og gert margar aðr- ar mjög þýðingarmiklar upp- götvanir á sviði læknislistarinn- ar. Þá er ekki hvað síst hin undra verða breyting, sem viðlaga- hjálp, og hjúkrun á orustusvæð- inu hefir tekið. Allar þær miklu umbætur stafa frá starfi lækna og vísindamanna í miðstöðvav sjúkrahúsinu. Þeir fundu út, að maður, sem verður fyrir sterk- um rafmagnshristing, ætti að vera sem minst hreifður og hægt væri. Sjúkravagnasmiðir fóru að reyna að finna veg til þess að hægt væri að taka slíka sjúkl- inga upp með sem fyrirhafnar minstu móti, og bjuggu til all einkennilegar sjúkrabörur, þær eru á hjólum og með tveimur löngum örmum, sem leggjast utan að sjúklingnum og lyfta honum ofar hægt og rólega upp í sjúkravagninn. Herlæknarnir skoðuðu þetta nýja áhald, og datt í hug að meira mætti gera í þá átt að ná særðum mönnum úr valnum, með því að hreifa þá sem minst. Þeir ljetu búa til björgunar- skriðdreka. Þessi undra sjúkra- vagn æðir inn á orustusvæðið í gegnum glóð og reyk, rennir sér þannig yfir særða menn, að þeir verða á milli hjólanna, og hurð, sem er á botni vagnsins opnast, og hinn særði maður er tekinn inn í vagninn. Vagninn er vel brynvarinn, til verndar þeim, sem í honum eru; læknum, hjúkrunarkonum og særðum mönnum. Þá eru og aðrar uppfinnding- ar, sem þeir hafa gjört á sviði læknisvísindanna, sem hafa afar mikla þýðingu, eitt er ný deyf- ingar aðferð til að gera upp- skurði sársaukalausari. Margir Enskir sérfræðingar álíta það, eina hina mestu framför í upp- skurðar lækningum, sem átt hefir sér stað, síðan chloroform- ið var fundið upp. Árið 1940 byrjaði hinn frægi Sovét uppskurðarlæknir Vishn- evsky að brúka Anesthesia við hættulega uppskurði. Hann fann upp nýja aðferð til að brúka það. Hann dældi veiku Novocain og percaine unn undir skinnið, og jók innsprautinguna smátt og smátt, og stakk nálinni lengra inn í holdið, eftir því sem tilfinningin minkaði. Með þessu móti fann hann að hann gat deyft allstóran blett. Áhrif þessa friðandi lyfs breiddust út alt í kring, þar sem nálinni vár stungið inn. Þessi aðferð Vishn- evskys er alveg sársaukalaus. Innan tveggja mínútna sefar það hinar óbærilegustu kvalir, þeirra er verða fyrir stórum slysum og áverkum. Sjúklingurinn held ur fullri meðvitund, meðan lækninga athöfnin fer fram: með þessari aðferð fylgja engin eftirköst, svo sem: ógleði, upp- sala eða hjartatitringur. En best af öllu er, að þessi að- ferð kemur að mestu leiti í veg fyrir taugakrampa, sem oft á sér stað eftir uppskurð. Á síðastliðnu ári framleiddi Sovét efnafræðingurinn Dr. Vishnevsky nýtt og afar sterkt lyf, Sovkain. Það er svo sterkt að það vinnur sitt verk, jafnvel þó aðeins einum dropa sé bland- að saman við tíu þúsund dropa af vatni. Við notkun Anesthatie vara áhrifin fjóta til sex tíma. Þetta nýja lyf — Sovkain — og aðferð Vishnevsky’s hefir hepnast svo aðdánalega vel, að nú er það brúkað í hinu fræga miðstöðvar sjúkrahúsi í Moskva, við beinbrot, aflimanir, hol- skurði og krabbamein. Þegar limur er tekinn af, heldur Sov- kainið sjúklingnum þjáningar- lausum svo dögum skiftir, þar til sárið er'farið að gróa. Frábær er sú viðurkenning og hrós, sem Vishnevsky aðferðin hefir fengið, sem ómetanleg hjálp særðum hermönnum. Aðferð Vishnevsky’s var fyrst reynd í Finska stríðinu, Sovkain gaf fljóta hjálp, án þess að veikja hermennina eða gera þá hjálpar vana. Þegar það hefir verið reynt undir líkum, eða sömu kringumstæðum á víg- völlunum á móti vanalegu Ane- sthesia, þá hefir reyndin orðið sú, að Sovkain brúkað sam- kvæmt aðferð Vishnevsky, hefir fækkað dauðsföllum særðra manna um 40 prósent. G. E. Eyford. þýddi. Wartime Prices and Trade Board íslendingum er hér með til- kynt að Mrs. Albert Wathne verði við úthlutun á nýju skömtunarbókunum í Sargent Pharmacy (lyfjabúðinni á horn- inu á Sargent og Toronto St.), föstudaginn 19. febrúar frá kl. 10 fyrir hádegi til klukkan 8 að kvöldinu, en í Jack St. John Drug Store (lyfjabúðinni á horn- inu á Sargent og Lipton st.), laugardaginn 20. febrúar frá klukkan 10 fyrir hádegi til klukk an 8 að kvöldinu. * * * Ótal spurningar berast dag- lega til Wartime Prices and Trade Board viðvikjandi út- hlutun á nýju skömtunarbókun- um. Mikið af því, sem birt var í síðasta blaði verður því end- urtekið nú, en hér eru fáeinar aukaskýringar. Kvenfólk, sem hefir gifst og breytt um nafn, á að fylla út bréfspjaldið með nýja nafninu og utanáskrift. Aldur á ungling- um innan 16 ára er miðaður við 1. marz 1943. Þeir, sem hafa flutt úr einu umdæmi í annað, fá nýju bæk- urnar á skrifstofunni, sem næst er nýja heimilinu. Spurningar og svör. Spurt. Hvernig fást nýju skömtunarbækurnar? Svar. Maður verður að sækja þær á næstu úthlutunarskrif- stofu, og hafa gömlu bókina með sér. Spurt. Hvar eru úthlutunar- skrifstofurnar? Svar. í Winnipeg-bæ hafa lyfjasölubúðirnar — Drug Stores — boðist’ til að lána húspláss til þess að útbýta bókunum. En í öllum landsbygðum verður fólki tilkynt um stað og tíma í gegnum útvarpið og frétta- blöðin, einnig með uppfestum auglýsingum á opinberum stöð- um. Spurt. Hvenær verða þessar skrifstofur opnaðar? Svar. Þann 19. og 20 febrúar. Sumstaðar verður þeim kannske haldið lengur opnum, en það á að reyna að ljúka öllu af, á þessum tveimur dögum, ef hægt er. Spurt. Verður þá gamla bókin tekin frá manni? Svar. Nei. Maður verður að hafa gömlu bókina með sér, en henni verður skilað strax aftur með nýju bókinni, vegna þess að þa|S verða seðlar eftir í henni sem ekki ganga í gildi fyr en 22. febrúar og 1. marz. Spurt. En hvernig á að fara með bréfspjaldið, sem er aftan til í gömlu bókinni? Svar. Það á maður að fylla út og undirrita (helzt áður en mað- ur fer að heiman til þess að flýta fyrir), en það á ekki aö takast úr af manni sjálfum. Af- greiðslumaðurinn á úthlutunar- skrifstofunni gjörir það, og fær manni svo gömlu bókina aftur ásamt nýju bókinni. Spurt. En ef maður skyldi nú vera á ferðalagi þegar bókunum er útbýtt? Svar. Þá á maður að fara á þá skrifstofu, sem næst er ef maður hefir bókina meðferðis. annars verður farið með hana af einhverjum á heimilinu, um leið og farið er með hinar bæk- urnar þaðan. Spurt. Getur einn maður farið með allar bækurnar af heimil- inu eða verður hver að sjá um sig? Svar. Þar sem margir búa í sama húsi er hægt að senda allar bækurnar rpeð einni mann- eskju, en það verður að sjá um að bréfspjöldin séu í öllum bók- unum, að búið sé að fylla það út, og að hvert um sig sé undir- ritað af eigandanum, eða foreldr um þar sem ungbörn eiga í hlut. Spurt. Hvenær má fara að nota nýju bækurnar? Svar. Sjötta marz, 1943. Sendið ekki unglinga innan 16 ára með gömlu bækurnar, þeim verða ekki afhentar þær nýju. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne 700 Banning St. Wpg. Eitt ár Eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Veltiár — það hafa undan- farin ár verið, og þetta ár, sem nú er að líða, hefir einnig verið það að ýmsu leyti. Atvikin, forsjálnin eða tilviljunin hafa sópað stórgróða að ýmsum og aukinni hagsæld að öðrum. Tölur eru ekki enn þá til, sem sýna þetta um árið 1942. En 1940 áætlaði Hagstofan tekjur landsmanna um 200 milljómr króna eða rúmum 70 milljónum hærri en árinu áður. í fyrra var afkoman einnig hagstæð, en í ár hefur sumsstaðar byrjað að bregða út af þessu, um verzlun- arjöfnuð og afkomu, og verðlag á ýmsum sviðum hefir hækkað mjög. Fjárflóðið hefir samt verið mikið og margt fólk haft mikla peninga handa milli, en ekki alltaf að sama skapi mikla trú á gildi þeirra, og virðist þeim oft hafa verið sóað fáránlega í fánýta hluti. Seðlaveltan er misjöfn, en hefir einn mánuð þessa árs komizt upp í 99 milj. króna. Úthverfa uppgangsáranna er braskið og ójafnvægið, sem oft kemst á fjárhags og félags- mál. Mönnum hættir við að muna helzt þá fulltrúa veltiár- anna, sem mest ganga uppstert- ir og kunna sér ekki hóf í dressugheitum ríkisdæmis síns og stundargengis. En svo eru einnig allir hinir, sem stillt hafa í hóf kröfum sínum og evðslu og reynt með ráðdeild og atorku að sjá landi og lýð farborða. Talið er, að íslendingar hafi komizt vel út úr áföllum og hörmungum heimsstyrjaldarinn- ar. Vissulega hefir varla verið annars staðar meiri hagsæld eða meiri matsæld og minni hömlur, þrátt fyrir alt, á því, sem til lífsframfæris þarf en hér. Áföll- in hafa samt verið allmörg og þung. í fyrra munu hafa farizt 18 fiskiskip stærri en 12 lestir og sum beint af völdum ófrið- arins og á þessu ári hefir enn verið höggvið skarð í flotann, þar sem talið er, að farizt hafi þannig eitt bezta skip hans, tog- arinn Jón Ólafsson. Árásir hafa verið gerðar á fleiri skip. Slysa- varnafélagið telur, að því er ríkisstjóri sagði í þingsetningar- ávarpi sínu, að sennilega hati alls farizt 16 íslenzk skip af völdum ófriðarins, eða tíundi hluti af skipaeign landsmanna, og sennilega 165 manns. Annars hafa Islendingar ekki þurft að þola neinar beinar hernaðaraðgerðir á'árinu, þó að flugvélar hafi verið hér á sveimi nokkrum sinnum og varpað sprengjum. Sambúð setuliðsins og landsmanna hefir ekki verið árekstralaus, en þó batnandi að sumu leyti og reynt til þess á báða bóga, að svo megi verða. I sljórnmálum hefir venð róstusamt nokkuð, stjórar- skipti og kosningar og deilt harðlega um kjördæmaskipun og stjórnarskrá, dýrtíðarmál og gerðardóm aðallega. Vísitala framfærslukostnaðar hefir hækk að mikið á árinu, er 260, þegar þetta er skrifað. Verzlunarjöfn- uðurinn við útlönd hefir orðið óhagstæður, var orðinn það í október um 10 miljónir króna. Ýmsar merkar framkvæmdir hafa orðið, byggingar talsverðar og jarðræktarframkvæmdir, reist hraðfrystihús og komið upp nýjum fyrirtækjum. Síld- veiðarnar voru miklar, þó að þátttakan í þeim væri minni en áður. Ein milljón mála fór í bræðslu og um 50 þúsund tunn- ur voru saltaðar, þar af 10 þús. tunnur af Faxaflóasíld. Annan fiskafli í salt er orðinn lítill, var í ár um 2700 smálestir, en út- flutningur á ísfiski hefir venð mikill, og frystihúsin tóku um helmingi meiri fisk en áður. Flugfélagið eignaðist nýja flug vél á árinu og átti þá þrjár en missti aftur eina þeirra. Vafa- laust eiga flugsamgöngur eftir að aukast hér mikið innanlands og við útlönd. Beint póstsam- band komst á milli íslands og Ameríku og þó ekki ávalt greitt. Viðskiptin milli Islands og Ameríku hafa eðlilega aukizt mikið. Samkvæmt verzlunar- samningum var gert ráð fyrir því, að Bandaríkin keyptu hér vörur fyrir 300 miljónir kr. Það hefir farið mjög í vöxt, að ís- lenzkir námsmenn sæktu vestur um haf til framhaldsnáms í ýmsum greinum. Bókaútgáfa hefir verið miklu meiri en áður. Listsýningar hafa verið haldnar og listamannaþing í nóvember. íþróttamótt hafa verið haldin víðsvegar um land og ný met sett. I skólamálum urðu þær breytingar, að tekin voru upp ný próf, B A, í tungu- málum og komið á námi í verzl- unarfræðum í Háskólanum og Verzlunarskólanum veitt heim- ild til að útskrifa stúdenta. Samband Islands við önnur Norðurlönd hefir eðlilega verið lítið eins og fyrri ófriðarárin En Norræna félagið hefir haldið hér uppi ýmislegri starfsemi í þessa átt, tónleikum og erind- um og norskir gestir hafa komið hingað. Það er líklegt, að þetta líð- andi ár reynist að ýmsu leyti umskiptaár. Kreppur og hrun í einhverri mynd fara oft í kjöl- far þess háttar veltiára sem nú hafa verið, og þvílíkrar eyðing- ar á verðmætum, sem ófriður veldur. En nýr tími er einnig í vændum. Vængsúgur nýs lífs er í loftinu. Það er verkefni þeirra, sem vel vilja, að draga með ráð- deild og fyrirhyggju úr áhrifum hrunsins og undirbúa nýtt menn ingarlíf friðaráranna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.