Lögberg - 25.02.1943, Síða 1

Lögberg - 25.02.1943, Síða 1
58 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943. NÚMER 8 Símskeyti og bréflegar kveðjur til Þjóðræknis- þingsins Reykjavík 20. febr. Ihe Icelandic National League, c-o Rev. Eylands, <~(i Victor Street, Winnipeg. Árnaðaróskir ársþinginu og ölluni Vestur-íslendingum með innilegu handtaki yfir hafið. Sveinn Björnsson, ríkisstjóri. Reykjavík 20. febr. Icelandic National League, 1 ~0 Victor Street, Winnipeg. Hearty greetings to your congress and best wishes in all future endea- vours oii behalf of the league. —Icelandic League, Arni Eylands, President. 10. febrúar 1943. Hr. Richard Beck, horseti Þjóðræknisfél. íslendinga, h’jóðræknisþing íslendinga, W innipeg. Það er mér ánægja og heiður að senda yður, herra forseti, og þjóð- nefenisþingi íslendinga í Winnipeg hærar kveðjur og mínar beztu óskir u,n góða framtið og öflugt starf á okoninum árum, sem hingað til. Þetta þjóðræknisþing er mér enn c,n sönnun fyrir því hverju barnaláni 'slenzka þjóðin og íslenzk nienning á a® fagna hér vestan hafs og vona eg ;ið blessun fylgi íslenzkri menningu og íslendingum hvar seni |>eir eru á vegi staddir. ð ðar með vinsemd og virðingu, Hclgi P. Briem. Bayside, N.V., 21. febr. Richard Beck, Presdent Icelandc Nat. League, 776 Victor St., Winnipeg. íslendingafélagið í New York send- ir þingi Þjóðræknisfélagsins kveðju sína og óskar félaginu heillaríks fram- tíðarstarfs. Grettir Eggertson, forseti. • New York, 21. febr. Prof. Richard Beck, 975 Ingersolt St., Wpg. Regret unable attend meeting Ice- landic National League. Send greet- ings, best wishes. Jakob Gíslason, (raffræðingur frá Reykjavík). • Hinn 10. febrúar, 1943. Hr. forseti Þjóræknisfél. íslendinga í Vesturheimi, Prófessor Richard Beck. I tilefni af því, að þjóðræknisþing Vestur-íslendinga fer nú í hönd, vil eg biðja vður, hr. forseti, að færa þinginu mínar alúðarfylstu kveðjur og bezu árnaðaróskir. Vona eg að þetta þing megi marka ný spor í sam- vinnu Islendinga beggja megin hafs- ins. íslendingar hafa orðið að færa fórnir vegna ófriðarins, þó með nokk- uð misjöfnu móti. Mér þvkir hlýða við þetta tækifæri, að minnast þeirra Islendinga héðan vestan hafs og að heiman, sem látið hafa lífið af völdum ófriðarins, um leið og við samein- umst í voninni um algeran sigur og langvarandi frið. Að ófriðnum lokn- um verður leiðin milli tslendinga vest- an hafs og austan styttri en nokkru sinni fyr. Gifta fylgi störfum ykkar. Thor Thors. Námsfólkið endurnýjar kynnin við ættjörðina I gær kl. 3 e. h. var blaðamönnum hoðið á Hótel Borg til að hitta Valdi- n'ar Björnsson. Foringi öryggismála- '•eildar kynti Valdimar fyrir blaða- 'nónnum og skýrði frá, hvernig starfi hans yrði hagað hér. Kvaðst hann vonast eftir því, að það kynningarstarf, sem hann tæki að ser, sem milligöngumaður herstjórn- arinnar, og Reykjavíkurblaðanna, k.emi að góðum notum. Er hann hafði þetta mælt, tók Valdi- ttlar til rnáls. Kvaðst hann vera snóggsoðinn hermaður, þó hann væri 1 hermannabúningi, enda kæmi hann h'ngað sem blaðamaður. Síðan vék hann máli sínu til Vestur- Klendinga og sagði eitt og annað um hagi þeirra. Eg var í Washington um tíma, áður en eg kom hingað, sagði Valdimar. Þar kyntist eg sendilierra ykkar, Thor 1 hors. Eg þykist ekki blanda mér í nein stjórnmál ykkar, þótt eg segi, að Þar hafið þið íslendingar ágætan fulltrúa og ágætt starfslið lians, þar Seni m. a. er Hinrik Sveinsson ríkis- stjóra, Þórliallur Ásgeirsson bankastj. °- fl. En húsakynni sendiherraskrif- stofunnar eru enn þröng og ófull- nsegjandi. Úr því þvrfti að bæta, áður en langt líður. A ustfirðingabygS. Síðan vék Valdimar máli sínu að Islendingabygðum í Bandaríkjunum °g hafði yfir vísu eftir “Káinn,” þar Seni hann komst þannig að orði: I Minneota í Minnesota, margur ljótur var. En eg er þaðan, sagði hann. Þang- ah fluttu margir Austfirðingar fyrir hO 70 árum. Þar voru íslendingar 11,11 eitt þúsund þegar flest var. f>ar eru þrjár íslenzkar kirkjur og Pjestur Guttormur Guttomsson frá Kossavík í Vopnafirði. En fyrstur 'r,ar Þar prestur sr. Steingrímur Þor- aksson, en síðar Björn Jónsson bróð- Urs°nur Kristjáns Fjallaskálds. Þar var faðir minn blaðaútgefandi eigandi blaðs, er við bræðurnir sá- Urn um eftir að hann flutti til Minne- apolis. Eg hefi stundum farið með íslenzku stndentana, sem komið hafa til okkar Utn þessa bygð. En nú eru flest nöfn andnemanna á legsteinum í kirkju- gorðunum. Þó lifa þar nokkrir enn. Fram að aldamótum var þorpið °kkar svo íslenzkt, að enginn þurfti ! að læra íslenzku. Og ef menn vildu tala annað mál, var ekki annað en af- baka íslenzkuna ofurlítið og kalla það norsku, því þeir, sem þar voru ekki íslenzkir voru Norðmenn. Eg þekki einn íslending, er verið hefir vestra í 63 ár og hefir ekki enn lært annað í ensku en að blóta, þegar mikið liggur við. Gamla fólkið Nú er isienzkan mjög að hverfa á þessum slóðum. Nú eru liðin ein 16 ár síðan nokkurt barn var fermt á ís- lenzku. 1 Norður Dakota stendur is- lenzkan fastari fótum. Þar er mesta íslendingabygðin í Bandaríkjunum. Þar þekki eg gamlan mann, sem kom snemma vestur, en lærði ekki ensku fyrri en í heimsstyrjöldinni fyrri —* af forvitni til þess að geta lesið blöð- in. Þar er nýlega dáinn elzti íslend- ingurinn sem uppi var. Einar Guð- mundsson. Hann varð 103 ára. Nokkryi áður en hann dó misti liann son sinn. Strákurinn var 81 árs. Við fráfall hans, varð gamla manninum að orði: “Honum varð ekki aldurinn að meini.” Stúdentarnir. Eg segi það ekki til að miklast af, að nýlega var eg útnefndur heiðurs- vararæðismaður íslendinga í Minne- apolis. — Starf mitt hefir síðan ver- ið m. a. að greiða götu íslenzkra námSmanna, er vestur hafa komið. iíslenzkir stúdentar í Minneapolis eru nú einir 10. — Þeim fjölgar. En fleiri eru þeir í Berkeley i Kaliforníu, einir 14. Eg giska á, að alls séu um 100 íslendingar við nám í Bandaríkj- unum. Það eru fleiri en hinir útnefndu vararæðismenn, er hafa ánægju af því, að greiða götu íslendinga vestra. Það getið þið werið vissir um. Allir Vestur-íslendingar hafa á því fullan luig. Hin nýju kvnni, sein stúdpntarnir flytja frá ættjörðinni, verða til þess, að endurlífga og auka áhugann fyrir íslenzkunx efnum meðal landa. Fólk- ið, er eg kyntist á uppvaxtarárum mínum, lifði alveg í gamla tímanum. Nú heyra menn nýjar fregnir að heiman, kynnast íslandi, eins og það er. Vopnfirðingarnir, sem mest sögðu mér að heiman, rniðuðu flest við samtið sr. Halldórs á Hofi, en hann var sem kunnugt er afi Guðrúnar heit. Lárusdóttur. Það sem hér hefir gerst eftir hans daga, þektu þeir lítt. En oft fóru þeir í huganum um fornar slóðir, svo oft að mér áheyrandi, að alveg kunni eg utan að alla bæjaröðina i Vopnafirði áður en eg kom þangað 1934. Fjórir bræður af fimm í Canadiska hernum Sveinbjörn Johnson Lárus Th. Johnson Þessir gerfilegu bræður, eru synir Snorra bónda Johnson af Akureyri, og konu hans Sigríðar S. Nordal- Johnson, ættaðri úr Geysisbygð í Nýja tslandi. Þau Sig. N. Johnson John G .Johnson Snorri og Sigríður reka landbúnað í grend við bæinn Virden hér i fvlkinu HELZTU FRÉTTIR Sýningin. Þátttaka íslendinga í heimssýning- unni í New York varð til þess að örfa sambandið milli Vestur-íslendinga og heimaþjóðarinnar og auka kynni manna vestra á íslandi, eins og það er nú. Það vakti sérstaka eftirtekt, að íslendingar skyldu leggja meira fram til þátttöku sinnar, en nokkur önnur þjóð, að tiltölu við fólksfjölda. En nú er lítið hægt að gera til þess að örfa markað fvrir íslenzkar afurðir vestra, því máli má þó ekki gleyma, þótl það tilheyri framtíðinni. * * Er hér þá drepið á nokkuð af því, sem Valdimar mintist á í ræðu sinni. S,ðan spjallaði hann og þeir félagar hans góða stund við blaðamenn, sem þarna voru saman komnir, og allir hugsa gott til samstarfsins við Valdi- mar. — (Mbl. 30. des.). Þjóðræknisþingið Ársþing Þjóðræknisfélags ilslend- inga í Vesturheimi, hið tuttugasta og fjórða í röð, var sett í Goodtemplara- húsinu á þriðjudagsmorguninn við góða aðsókn. Forseti félagsins, dr. Richard Beck, setti þing og flutti þar hina mergjuðu og íturhugsuðu ræðu, sem birt er á öðrum stað hér í blað- inu. Séra Philip M. Pétursson flutti Ixen. tiunnar Erlendsson hafði for- ustu um söng, er allur þingheimur tók þátt í; var því næst gengið til venju- legra þingstarfa, kjörbréf athuguð og viðtekin, skýrslur embættismanna lesn- ar og samþyktar, uk þess sem ýmissar nefndir voru skipaðar til íhugunar nauðsynlegustu starfsmálum. Um kvöldið var haldin skemtisam- koma fyrir atbeina Icelandic Canadian Club, og var aðsókn í bezta lagi; að dáun mikla vakti ungmeyjasöngflokk- ur undir forustu Miss Snjólaugar Sigurðsson, sem og söngflokkur Laug- ardagsskólans, er frú Hólmfríður Daníelsson stýrði. Forsæti skipaði Árni G. Eggertson, K.C., en G. S. Thorvaldson, K.C., flutti pólitíska íhaldsræðu. Á miðvikudagsmorguninn hófust þingstörf að nýju. FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM Fram að þessu má svo segja, að sókn hinna rússnesku her- skara sé engin takmörk sett; síðan þeir náðu haldi á Kharkoy hafa þeir náð milli fjörutíu ög fimmtíu bæjum á vald sitt, og voru, er síðast fréttist, komnir að yztu varnarvirkjum við Orel- borg. Or.borg og bygð Á mánudaginn kemur, hinn 1. marg, verður hin árlega afmælissatukotúa Betels haldin i Fyrstu lútersku kirkju. Sken\tiskráin er á öðrum stað í þessu blaði og þarf ekki að mæla með hentti, því hún ber það með sér, að þáð hefir verið alveg sérstaklega vel til hennar vandað. Má þó sérstaklega benda á, að þar flytur H. A. Berg- man, K.C. ræðu og það er vel kunn- ugt að fólk lætur það ekki undir höjf- uð leggjast að heyra hann tala, þegar þess er kostur. Auk þess verður þar skemt með upplestri, söng og hljóð- færaslætti og er alt fólkið, sem þar kemur fram, þekt að því að leysa ávalt hlutverk sín vel af hendi. Dr. B. J. Brandson stjórnar Samkomunni. Einnig verða veitingar í samkomusal kirkjunnar, sem safnaðarkvenfélagið stendur fyrir. Islendingum í Winni- peg er vel kunnugt hvernig það félag tekur á móti gestum og þarf ekkert að segja þeim um það. Inngangur verður ekki seldur, en samskot verða tekin og gengur það sem inn kemur til þarfa Betels. Gefst fólki þar ágætt tækifæri til að sýna þess^ri afar nauðsynlegu og vinsælu stofnun góðvild sina, eins og það hef- ir svo oft áður gert. ♦ ‘ ♦ ♦ SAGT VIÐ EINAR P. JÓNSSON Langt er síðán sá eg þig, sízt er vildi eg gleyma; mér er orðið stirt urn stig. stanza lengi heima. F. Hjálmarsson. ♦ ♦ ♦ Miss Helen M. Jónasson, sem út- skrifaðist hjúkrunarkona af Victoria spítalanum hér í borginni síðastliðið vor, hefir nú fengið stöðu við nátnu- spítalann í Flin Flon. RAUÐI KROSSINN. Þann 1. marz næstkomandi, hefst fjársöfnun í sjóð Rauða- kross félagsins í Canada; upp- hæðin, sem stefnt er að, nemur 10 miljónum dala; af þessari upphæð, er íbúum Manitoba- fylkis ta,lið skylt, að leggja fram 600 þúsundir dollara, og verður naumast dregið í efa, að slíkt gangi greiðlega. Rauði krossinn hefir jafnan í mörg horn að líta, og þá ekki hvað sízt á tímum stríðs og þeirra margvíslegu þjáninga, er í kjölfar þess sigla. Mannúðar- starfsemi Rauða krossins þarf að ná til yztu endimarka heims; hún þarf að færa út landnám sitt eins vítt og vorgeislar ná, til allra þeirra, er þjást og harma. ♦ ♦ ♦ VIÐSJÁR Á SAMBANDSÞINGI « Hon. P. J. A. Cardin, fyrverandi ráðherra opinberra mannvirkja, sá, er í fyrra lét af embætti vegna ágrein- ings við King-stjórnina í tilefni af herkvaðningarlögunum, hefir borið fram breytingartillögu við stjórnar- boðskapinn þess efnis, að framkvæmd þessara löggjafarákvæða v«rði frest- að um hríð, eða þangað til vissa sé fengin fyrir því, að framleiðslunni innanlands verði trygður nægilegur vinnukraftur. Forsætisráðherra hefir mótmælt þessari breytingartillögu á þeim grundvelli, að stjórnin hafi á- valt hnitmiðað herútboð sitt í réttum hlutföllum við framleiðsluþarfirnar, og aldrei út af því vikið; gaf forsæt- isráðherra ótvirætt í skyn, að hann léti hvorki Mr. Cardin né nokkurn annan þingmann frá Quebec ógna sér á nokkurn minsta hátt; og frá sinni hálfu væri ekkert því til fyrirstöðu að leita álits kjósenda í nýjum kosn- ingum nær, ,sem vera vildi. í herþjónustu Baldur T. Lifman, sonur þeirra Mr. og Mrs.' Lifman í Árborg, innritaðist í Canadiska flugher- inn í desember 1941, og fór til Englands skömmu fyrir síðustu áramót; hann er tuttugu og eins árs að aldri, og starfaði um hríð hjá McDonald Aircraft félaginu. ♦ ♦ ♦ John C. T. Sigurðson, gekk í herinn þann 2. febrúar; hann er 38 ára að aldri, og stundaði húsgagnabólstrun hér í borginni móðir hans, Kristín Sigurðsson, er búsett að 562 Sherbrook St. ♦ ♦ ♦ Carl Johnson, frá Árborg skrá- settist til herþjónustu þann 8. febrúar; hann er 34 ára að aldri og gaf sig við fiskiveiðum á Winnipeg-vatni, móðir hans, Mrs. Margrét Hannesson, er til heimilis í Árborg. AFARMERKILEG RÆÐA. Á föstudaginn í vikunni sem leið, flutti hin víðmenta og fræga kona forustumanns hins stríðandi Kína- veldis, Chiangs-kai-shek. ræðu í sam- einuðu þjóðþingi Bandaríkjanna. er óefað vakti heimsathygli; eigi aðeins vegna hinnar fágætu mælsku frúar- innar, heldur og engu síður sakir þess alvöruþunga, er ræðan bjó yfir: frúin var næsta þungyrt i garð Chamber- lains og þeirra annara, er fylgdu hon- um að málum meðan hinir svonefndu Munich-samningar stóðu yfir. “Vér heyjum ekki stríð vegna gamalla, kín- verskra þjóðhátta, þó margir þeirra séu oss vitanlega kærir,” sagði frúin. “heldur til verndunar vorri eigin þjóð- arsál, því innan v.ébanda hennar er vor æðstu verðmæti að finna.” Henni þótti þeir Roosevelt og Churchill gera of lítið úr japönsky hættunni, sem hún taldi engu óverulegri þeirri hættu, sem frá Hitler og fvlgifiskum hans stafaði; menn mættu ekki missa sjón- ar af þeirri staðreynd, að fram að þessu hefðu Japanir svo að segja ó- skert tangarhald á þeim lönduni og landshlutum, er þeir þegar hefðu lagt undir fót; að úá þeim til baka, yrði torveldara og kostnaðarsamara en margan grunaði, þó eigi yrði efað, að slíkt myndi lánast að lokum. Frúin lauk máli sínu meö lögeggjan til lýðræðisþjóðanna um það, að linna eigi sókn fyr en ofbeldisöflin hefði brotin verið á bak aftur, og trygt yrði á ný um sálræn verðmæti allra þjóða, án tillits til litar eða linatt- stöðu. ♦ ♦ ♦ ÞRJÚ BANDARÍKJASKIP FARAST, UM ÞÚSUND MANNS TÝNA LÍFI. Samkvæmt nýlegum blaða og útvarpsfregnum, hefir stærsti kafbátur í eigu Bandaríkjanna farist á Atlantshafi með frek- lega hundrað manna áhöfn; auk þess var tveimur farþegaskip- um sökt á norðurleiðum Atlants hafs, þar sem á níunda hundrað manns týndu lífi. Þeir vitru sögðu Æskutíð mannlífsins er sáð- tími, þá sáum vér fræjum, sem upp af spretta ávextir komandi manndómsára. Margur maður gekk kalinn á hjarta inn í lífs- starf fullorðinsáranna vegna þess, að æskunni var eytt á refilstigum léttúðar og stefnu- leysis. — Frú Hulda Á. Stefáns- dóttir forstöðukona. Það hefir verið mikið um það rætt — og af því raupað — að við ættum mikla og góða alþýðu menntun og menningu, mikið af þessu er því miður ekki nema öfgar og sjálfsblekking. Almenn ingur hér á landi er að sönnu eitthvað lesnari og fróðari í ýmsum bóklegum greinum, er ná til sögu vorrar og tungu, en alþýða nágrannaþjóðanna. En þegar kemur til hinnar hagnýtu þekkingar, þolum vér alls ekki samanburð við aðrar Norður- landaþjóðir, enda er slíkt eðli- legt. Hér hefir aldrei þróazt sú verklega menning, er megn- aði að skapa veruleg verðmæti, er gengju að erfum og ykjust ættlið eftir ættlið. — Árni G. Eylands. Það eru til betri störf í lífinu en leikir. En mundi fólk sinna þeim, ef engir leikir væru til? Eg efast um það. Það gæti farið svo, að þeir gerðu einungis það, sem varr gegndi. — Robert Lynd. Örðugar líkamsæfingar eru eins og kalt bað. Þér haldið, að þær hafi góð áhrif á yður, af því að yður líður betur en áður, þegar þér hafið lokið þeim. — Robert Quillan. Prússland er ekki land, sem á sér her, heldur her, sem á sér land. — Mirabeau. Vísindin geta þrifist án iðn- aðarframkvæmda, en nútímaiðn- aður getur ekki átt sér stað án vísindalegra uppfindinga. Vís- indi og uppfindingar eru það blóð, sem öll iðnaðarstarfsemi nærist á. — A. M. Low. Framtíðin er ekki annað en fortíðin, sem kemur úr annari átt en við eigum að venjast. — A. W. Pinero. Enda þótt allar heimspekileg- ar skilgreiningar séu hæpnar, þá þori eg þó að fullyrða, að til grundvallar fyrir flestri hræðslu liggur ofmikil andleg áreynsla og oflítil líkamleg vinna. Þess vegna hef eg ráð- lagt mörgu fólki, sem sækist eftir andlegri vellíðan og reyna minna á höfuðið og meira á hendur og fætur anhað hvort við nytsöm, líkamleg störf eða leiki. Við aukum óttann í sál- um okkar, ef við sitjum kyrr, en sigrumst á honum, ef við hreyfum okkur og störfum. Ótt- inn er aðvörun til okkar frá náttúrunnar hendi um, að nú sé okkur mál til komið að láta hendur standa fram úr ermum. — Dr. Henry C. Link. Það eru til tvenns konar van- metaskepnur: maður, sem ekki vill gera neitt af því, sem hon- um er sagt að gera, og maður, sem ekki vill gera neitt annað en það, sem honum er skipað. — X.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.