Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
Qot- ^
For Beller
Dry Cleaning
and Laundry
PHONES 86 311
Seven Lines
\«
\ &S?
Cot
LaS>*
Service
and
Satisfaction
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943.
NÚMER 9
íslandsstjórn sœmir ritstjóra íslenzku
blaðanna vestan hafs Riddarkrossi
Fálka orðunnar
Séra Guðmundur
Árnason dáinn
Stefán Einarsson,
ritstjóri Heimskringlu.
Herra Stefán Einarsson, rit-
stjóri Heimskringlu:
Eins og þegar hefir verið til-
^ynt í íslenzku blöðunum,
saemdi ríkisstjórn íslands yður
Riddarakrossi Fálkaorðunnar á
fullveldisdaginn þann 1. des.
siðastliðinn í viðurkenningar-
skyni fyrir margháttaða menn-
!ngarstarfsemi og áhrifamikinn
blaðamenskuferil, og sem ræðis-
maður íslands afhendi eg yður
nu hér með, hlutaðeigandi virð-
lngarmerki með óskum um
gacfusama írarotíð.
G. L. Jóhannson, ræðismaður.
Einar P. Jónsson,
ritstjóri Lögbergs.
Herra Einar Páll Jónsson, rit-.
stjóri Lögbergs:
Eins og þegar hefir verið til-
kynt í íslenzkú blöðunum,
sæmdi ríkisstjórn íslands yður
Riddarakrossi Fálkaorðunnar á
fullveldisdaginn þann 1. des
síðastliðinn í viðurkenningar-
skyni fyrir margháttaða menn-
ingarstarfsemi og áhrifamikinn
blaðamenskuferil, og sem ræðis-
maður íslands afhendi eg yður
nú hér með, hlutaðeigandi virð-
ingarmerki með óskum um
gæfusam;* framtíð.
G. L. Jóhannson, ræðismaður.
Winnipeg Press Club.
Winnipeg, Man., Canada.
February 25, 1943.
G. L. Johannson,
^celandic Consul,
^innipeg.
Dear Mr. Johannson.
The executive and members
°f the Winnipeg Press Club beg
your permission to add their
congratulations to two fellow-
Craftsmen, E. P. Johnson and
* Einarson.
The investiture of these men,
editors respectively of the Lög-
berg Icelandic Weekly and oí
the Heimskringla, with the
Royal Icelandic Order of the
Falcon, reflects credit not alone
on them but og the whole pro-
fession.
The Press Club, therefore, i;
glad of the opportunity to join
in tribute to two outstanding
members of a racial group that
has brought so much in culture,
in industry and in the demo-
cratic way of life to this Domin-
ion.
Yours truly,
John M. Gordon,
President.
QÍFURLEGAR ÁRÁSIR Á
fiERLÍN.
Á mánudaginn var, gerðu
Bretar með tilstyrk Canada-
manna, þá gífurlegustu loftárás
a Berlín, er fram að þessu hefir
verið gerð í núverandi stríði;
staðhæft er, að sprengjurnar,
Sem Berlín varð að sætta sig
Vlð í þessari atrennu, hafi num-
lð að minsta kosti 1,000 smálest-
Urn; skemdir urðu geysimiklar,
u^ því er brezkum hernaðar-
voldum segist frá.
Um sömu mundir gerðu ame-
fiskir flugmenn þrálátar
sprengjuárásir á ítalskar hafn-
arborgir.
FJÁRLÖG SAMBANDSÞINGS.
Á þriðjudagskvöldið lagði fjár
málaráðherra fram fjárlagafrum
varp sitt í sambandsþinginu við
svo mikla aðsókn gesta, að marg-
ir urðu frá að hverfa áheyrenda-
pöllum; megin drættir eru þeir,
að tekjuskatturinn helst óbreytt-
ur, og er gert ráð fyrir, að hann
megi greiða í smáum afborgun--
um í atað þess að krefjast
greiðslu allrar upphæðarinnar í
heilu lagi eins og venja var
áður. Skattar á vindlum, vindl-
ingum, tóbaki og áfengum
drykkjum hækka til muna.
Regulgerðir um söluskatt og
erfðafjárskatt, haldast með öllu
óbreyttar. Áætluð útgjöld yfir
fjárhagsárið, nema $4.470.000.000
en tekjur $2.208.000.000. Þessu
samkvæmt nemur tekjuhallinn
$2.262.000.000.
Á aðfaranótt miðvikudagsins
þann 24. febrúar, s. 1., lézt að
heimili sínu að Lundar, séra
Guðmundur Árnason, forseti
hins sameinaða kirkjufélags ís-
lendinga í Vesturheimi; hann
hafði verið heilsuhraustur mað-
ur alla sína æfi þangað til í
sumar, sem leið, er hann var
skorinn upp við innvortis mein-
semd á sjúkrahúsi í þessari
borg; gerðu vinir hans, lengi
vel, sér von um bata, en sú von
brást.
Séra Guðmundur var fæddur
4. apríl, 1880, að Munaðarnesi í
Mýrasýslu; voru foreldrar hans
þau Árni Þorláksson og Helga
Kjartansdóttir; á tiltölulega ung-
um oldri fluttist séra Guðmund-
ur til Vatnsleysustrandar, og
stundaði þar sjómensku um
hríð; vestur um haf fluttist hann
sem fulltíðamaður, og hóf
skömmu eftir komu sína hingað
guðfræðinám við Unitarapresta-
skólann í Meadville; þaðan út-
skrifaðist séra Guðmundur árið
1908, en stundaði framhaldsnám
í Berlín næstu ár á eftir. Um
sex ára skeið þjónaði séra Guð-
mundur Unitarasöfnuðinum í
Winnipeg; lét hann þá nokkru
síðar af prestskap, og gaf sig
við skólakenslu og fiskiveiðum;
enda var skapgerð hans slík, að
hann gat ógjarnan setið auðum
höndum. Árið 1928 gerðist séra
Guðmundur prestur sambands-
safnaðanna við Manitobavatn,
og inti jafnframt af hendi ýms
prestverk í þágu lúterskra
manna í þeim bygðarlögum.
Síðan 1933 hafði séra Guðmund-
ur með höndum forsetaembætti
í hinu sameinaða kirkjufélagi,
en gegndi jafnframt útbreiðslu-
starfi fyrir hönd þeirra samtaka
frá því, er dr. Rögnvaldur
Pétursson leið.
Auk hinnar kirkjulegu starf-
semi sinnar, tók séra Guðmund-
ur jafnan mikinn þátt í öðrum
mannfélagsmálum, svo sem mál-
efnum góðtemplara, og þjóð-
ræknismálum vorum, er hann
jafnan lét sig- miklu skipta; það
söknuðu margir fjarveru hans á
nýafstöðnu þjóðræknisþingi,
þessa greinagóða og gamansama
manns, er ávalt var boðinn og
búinn til að greiða úr ýmsum
þeim furðulegu flækjum, er á
þeim vettvangi hindruðu skyn-
samlegan framgang mála.
Séra Guðmundur var maður
rökvís í ræðu, og ritfær vel; þó
fanst mér altaf mest til um hann,
sem hinn hreinlundaða mann-
kostamann, er hataðist við flátt-
skap og undirhyggju; þar, sem
séra Guðmundur var á ferð, var
vaxandi maður á ferð, er taldi
það æðstu köllun lífsins, að
verða samferðasveit sinni að
liði; hann var hjartagóður, ís-
lenzkur drengskaparmaður, er
ekkert aumt mátti sjá án þess
að hlaupa undir bagga, ,þó sjaldn
ast væri af miklu að miðla.
Séra Guðmundur var gæfu-
maður; kona hans. Sigríður
gáfuð ágætiskona, er varpaði
mildum geislum á sambúðina,
og bórnin þrjú, Einar, Helga og
Hrefna, öll hin mannvænlegustu
og samrýmd foreldrum sínum
sem þá, er bezt gerist; er með
fráfalli séra Guðmundar höggv-
ið raunverulegt skarð í vort fá-
menna mannfélag vestan hafs;
því nú er þar autt rúm, er áður
var með manndómsfestu skipað.
Minningarathöfn um séra
Guðmund var haldin á Lundar
síðastliðinn mánudag, en hin
hinztu kveðjumál voru flutt í
sambandskirkjunni í Winnipeg
á þriðjudaginn að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Ræður fluttu séra Philip M.
Pétursson, séra Eyjólfur J.
Melan og séra Valdimar J Ey-
lands, er flutti þakkarkveðju
fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins.
Samúðarskeyti var lesið í kirkj-
unni frá séra K. K. ólafsson,
forseta lúterska kirkjufélagsins.
Pétur Magnús söng lagið "Hærra
minn guð til þín," en Gunnar
Erlendsson var við hljóðfærið.
E. P. J.
Give to the Canadian Red Cross
LÝKUR FÖSTU.
Mohandas K. Gandhi, hinn
víðfrægi, andlegi leiðtogi milj-
óna manna og kvenna á Ind-
landi, lauk 21 dags föstu á
þriðjudaginn, nokkurn veginn
heill heilsu, að því er útvarps-
fregnir skýra frá. Mr. Gandhi
hefir setið í gæzluvarðhaldi um
alllangt skeið, og tók sér fyrir
hendur að fasta í mótmælaskyni.
Hann er 73 ára að aldri.
Jtuman Sufferínq is qrealer than ever now'
Tilkynning frá skrifstofu íslenzka
ræðismannsins í Winnipeg
25. febrúar 1943.
Herra Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs,
Winnipeg, Manitoba.
Mér er það sérstök ánægja, að tilkynna yður, herra
ritstjóri, að í kvöld barst mér eftirfylgjandi hraðskeyti
frá utanríkisráðuneyti íslands:
"Frá Þjóðræknisfélaginu tilkynnið hlulaðeigandi
samþykkt íjárlögum 1943. Tíu þúsund krónur til Lög-
bergs sama til Heimskringlu.
Ministry for Foreign Affairs."
í tilefni af þessari höfðinglegu gjöf til Vestur-ís-
lenzku vikublaðanna, flyt eg Lögbergi árnaðaróskir um
gifturíka framtíð.
Virðingarfyllst.
Grettir L. Jóhannson.
ræðismaður.
Kjörinn heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins
Dr. B. J. Brandson.
Kjörinn heiðursfélagi Þjóðrœknisfélagsins
Dr. C. H. Thordarson.
Bróðurhönd yfir hafið
Það er kunnugra, en frá þurfi
að segja, hve samúðarríkur
skilningur af hálfu Islenilinga
austan hafs í garð vor Vest-
manna, hefir glæðst hin síðari
ár; óteljandi dæmi þessu til
sönnunar mætti telja fram, en
slíks gerist eigi nauðsyn; allra
nýjasti vináttu votturinn, er sá
hinn höfðinglegi stuðningur við
vikublöð vor hér vestra, er felst
í fjárveitingu til blaðanna á
Alþingi, þeirri, sem um getur
í símskeyti því til G. L. Jóhanns-
sonar ræðismanns frá Utan-
ríkisráðuneyti Islands, er nú
birtist hér í blaðinu.
Að fehgnum nánari upplýs-
ingum að heiman, verður þessa
mikilvæga máls á sínum tíma
frekar minst; en á þessu stigi
málsins, getur ekki um annað
orðið að ræða, en fá þakkarorð
af hálfu Lögbergs í garð þeirra
aðilja heima, er réttu oss Vest-
mönnum bróðurhönd yfir hafið
með ógleymanlegum fram
kvæmdum í máli þessu.
,