Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943. Framtíð Islenzkrar þjóðrœkni í Vestur heimi Erindi fluii á Þjóðræknisþingi 25. febrúar 1943. Heiðraði forseti. Háttvirta þing. Kæru íslendingar. Þegar stjórnarnefnd Þjóðrækn isfélagsins fór þess á leit við mig að eg talaði hér í kvöld minntist eg fljótt íslenzks mál- tækis, sem segir: “Vandi fylgir vegsemd hverri.” Samt vildi eg ekki neita hinu heiðraða boði, vegna þess, að því lengur sem eg dvel í þessu landi og læri að meta og virða það sem gull- vægast er í fari og einkennum hinna ýmsu þjóðflokka er Cana- da byggja, því áhugaðra verður mér um að okkar íslenzki skerf- ur verði með þeim beztu. Geri ekki hver einn skyldu sína í þessu tilliti, hefir hann brugðist ekki aðeins Canada, sem eins og England, “væntir þess að hver einn geri skyldu sína” heldur hefir hann brugðist Islandi, ætt- mönnum, forfeðrum, og í staö þess að verða þáttur í þroska- sögu lítillar þjóðar, eiga sinn skerf í framsókn sinnar kyn- slóðar og samtíðar, þá hefir hann orðið ekkert nema það sem kall- að var bláþráður í íslenzkri tó- vinnu og sem orsakaði lykkjuföll og ónýti verksins þegar til notk- unar kom og duga þurfti. Þess vegna stend eg þá hér, og spinn ykkur minn þjóðræknisþráð, að eg vildi ekki bláþráður vera. Eg skal viðurkenna það strax að eg er fæddur heima á íslandi og er því líklegur til að verða dálítið hliðhollur því sem er á Islandi borið eða þroskað; enda mun sú þjóðrækni ómenguðust sem er “duft og aska” mold og frumefni íslenzk og ekkert ann- að. íslenzka skáldinu var þetta ljóst þar sem hann segir: Þeim sem gleyma þjóð og ætt, þeim sem hafa misst sig sjálfa verður tóm og auð hver álfa. Andans tjón þau verða ei bætt þegar barn nam móðurmál mótuð var þess sál. Eg tek eftir því að tilgangur félags okkar er “Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bók- vísi í Vesturheimi.” einnig “Að efla samúð og samvinnu meðal íslendinga vestan hafs og aust- an.” Þetta stendur í hverju þjóð- ræknisriti. Viljið þið þá athuga með mér hvað í þessu felst? íslenzk lunga ekki grísk, hebresk eða jafnvel ensk tunga kemur hér til greina. .Ekki er heldur átt hér við vest- urheims-íslenzku, sem getur með tímanum orðið íslenzku gamla landsins að fótakefli hér. Held- ur lít eg svo á að hér sé átt við “tungu Snorra”, og bók- mentatungu skáldanna og snill- inganna, sem vér höfum átt, íslenzk tunga, þar sem hún birt- ist fegurst og göfugust og að- dáanlegust gegnum sögu vora og bókmentir. Þjóðræknisfélagið hefir sett sér þetta markmið og vér félag- ar þess höfum þessa skyldu að uppfylla. Þjóðrækni er slíkt kallað og þessu vildi eg liðsinna í kvöld. Ræktarsemi við þjóð sína hef- ir jafnan verið að finna hjá mikilmennum þjóðanna. Smæl- ingjarnir eiga oft ekki skiln- ingarvit að nema slík fræði. Þjóðrækni finnst mér að sé til- finning, sem sé sprottin af ást, virðingu og trú á gildi, gagn- semi og göfgi þess sérstæða með þjóðinni. Hvort, sem þetta kem- ur fram í eðli ættanna, hugsun einstaklingsins, persónuleik mannanna, stefnum eða hug- sjónum þjóðanna þá vill sönn þjóðrækni verja þetta glötun, efla það samtíðinni til góðs og gefa það framtíðinni, sem eina arfinn er hvorki mölur eða ryð granda. Þjóðræknin lítur á þetta sérstæða, sem engin önnur þjóð í heimi getur tileinkað sér að það sé öllu stundlegu dýrnjæt- ara, og allri pólitík og sérkredd- um ódauðlegra. Mér hefir oft fundist að lín- una milli sannrar þjóðrækni og guðrækni væri oft erfitt að draga og margir vissu varla sjálfir hvorri hugsjóninni þeir væru að fylgja. Á Alþingi árið 1000 var það ekki skyndibreytni til kristinnar guðrækni, sem stýrði skipi þjóðarinnar í friðar- höfn, heldur þjóðrækni heiðna fjöldans. Þeirra guðrækni og þjóðrækni rann saman í eitt þann dag, og jafnvel Þorgeir sá enga nauðsyn að útskýra það frekar. “Þá voru risar á jörðunni” segir þú. En ættjarðarástin er móðir þjóðrækninnar, og íslenzk þjóðrækni í Vesturheimi eða hvar á jörðinni sem er lifir ekki, þroskast ekki, lyftir sér aldrei yfir hið smáa og lága, nema hún haldi í hönd ættjarðarást- arinnar. íslenzk þjóðrækni á enga framtíðarvon í þessu eða nokkru landi, nema hún læri að gera greinarmun á því sem er sann-íslenzkt, sann-göfugt og sann-eilíft í því er hún veitir fylgi sitt og því, sem á skilið að hverfa og eyðast með líðandi stund. Þegar það göfugasta og fegursta og eilífasta í Islenzku þjóðerni og þjóðarsál hefir mót- að sál sona sinna og dætra, þá verða þeir synir og dætur verðir öpdvegis meðal hverrar þjóðar, sem þeir eiga heima. í liðinni tíð var það margt sem styrkti okkur í þjóðrækms- viðleitni vorri hér vestra. Meirihluti íslendinganna var fæddur heima. Rætur þeirra lífs stóðu í íslenzkri mold. Málið, sem þeir kunnu var íslenzkan ein. Þeir hugsuðu töluðu og til- báðu guð á íslenzku, gátu ekki annað. Umheimurinn var þeim lokuð bók nema ef eitthvað af honum komst inn um íslenzkan glugga. Þeir höfðu ekki enn þá etið af skilningstré enskunnar eða annara mála og undu því glaðir í sakleysi guðamáls ís- lenzkunnar. Enginn efi á því að sumir þeirra héldu að Guð kynni ekkert mál nema íslenzku. Bók- mentalindirnar voru íslenzk tímarit, íslenzkar bækur, íslenzk blöð. Útstreymi tungu og hjarta var gegnum íslenzkan félags- skap, á tungu feðranna, menn sátu þegjandi á mannamótum enskum því enskan var þeim annarleg. Lestrarfélögin blómg- uðust. Leiksýningar voru al- gengar. Alþýðumentunin var ís- lenzk ennþá. Dagblöðin voru sjálfsögð vegna þess að þannig aðeins gátu menn fengið rétta hugmynd um heiminn umhverf- is sig. íslenzki blærinn sveif yfir bygðunum og menn voru sælir, svo sem í íslenzkri dal- bygð. Skáldin sungu kvæði og töluðu um fossanið og hafsjóa- hrannir, sem töluðu til manna hér á sléttunum. Allir skildu þetta því hugurinn var hálfur heima. Enda þótt ekki væri til lækjarspræna nærri þeim, sem hávaða gat gert, og eina aldan sem gat risið var á stargrónum polli, sem forarvatn gamalt geymdi og froskar og flugur gerðu þar helstan usla. Þjóð- rækni var varla nefnd á nafn. Það þarf ekki að vera að jagast á því sem öllum ber saman um að sé “eina sanna lífið”. Ætt- jarðarást meinti íslandsást, og ekkert annað. En tímarnir breyt- ast. íslendingurinn fór að skjóta rótum í nýju landi. Æskan sem fyrst hafði lifað í heimi for- eldranna, fór að lifa í heimi enskumælandi lýðs. Hann var þeim opinn. Bókmentalindir þeirra varð hinn enski heimur og tunga. Alþýðumentunin varð ensk. Hið íslenzka varð útund- an. Enskur blær fór að færast yfir hugsun, heimili og sveitir. íslendingurinn fann sig í fyrsta sinn útlending í sinni eigin sveit. Ættjarðarást meinti ekki lengur íslandsást aðeins. Þessi uppáþrengjandi, óumflýjandi örlög eru eins og kvarnir guð- anna. Þær mala seint en þær mala ákaflega smátt. Já undan þeim vill alt fara í mél. Skáldin töpuðu rómnum. Fjallaleysið, fossatapið, sævarhljóðs þögnin setti klökkva í róminn. Sumir þeirra fundu tóninn við skógar- beltið eða akurreinina, en þegar árin liðu, virtist sléttan og flat- lendið hafa jafnað þá við jörðu, og þeim fannst eins og Bjarna forðum: “Sem neflaus ásynd er augnalaus með.” Glöggskygnustu mennirmr fara þá að tala um þjóðrækni. En íslenzk þjóðrækni í ensku landi á erfitt uppdráttar vegna þess að hún þarf að fara ein- stakar leiðir. Hún þarf að hald- ast í hendur við íslenzka ætt- jarðarást til hins nýja lands sem enginn vill bregðast. Og orð huldukonunnar: “Mér er um og ó,” eiga ef til vill við. “Eg á sjó börn í sjó en sjö á landi. Enda á þjóðrækni landans hér ekki talsmenn alstaðar á þess- um tímum. Sumum finnst að hún sé að biðja persónur að bregðast sínu nýja fósturlandi og snúast öfugir við. Öðrum finst ^ð ekkert íslenzkt eigi heima hér í landi. Fólkið verði til athlægis hér að reyna að flytja íslenzkan anda, vilja ekki skilja að það að týna tungu feðranna og menningu er að týna sjálfum sér. Dr. Howse prestur Westminster kirkjunnar hér í borg komst svo að orði um þá menn sem vildu ekki viðurkenna skuld sína við liðna tímann, heldur þóttafullir ætl- uðu sér að byggja alt að nýju: “Slíkir menn fyndu sjálfa sig aumasta allra. Æfin entist þeim ekki til að koma þar tánum sem samtíðin hefði nú hælana.” Þjóð ræknishugsjónin vill verja ykk- ur harmleik slíks lífs. En til þess þurfið þér að vilja skilja hvað í húfi er. Þú stendur í dag þar sem hugsjónirnar hafa flutt þig. Þú verður á morgun þar sem hug- sjónir þínar bera þig. Þú kemsfc ekki undan afleiðingum hug- sjóna þinna, hverjar sem þær eru. Þú getur ekki staðið í stað. Jónas segir: “Það er svo bágt að standa í stað, Og mönnunum munar, annað- hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.” Kyrstaða liðinna ára í þjóð- ræknisstarfi okkar hér vestra, hefir fært oss aftur á bak í ýmsu. íslenzk tunga hefir aldrei verið eins lítið töluð í bygðum Vestur-íslendinga eins og nú, Hún er æskunni óhentugt mál. íslenzku lestrarfélögin eru að mestu úr sögunni. Bókakaup ís- lenzk eru að miklu leyti horf- in. Viðleitni íslenzku stjórnar- innar að senda oss blöð gamla landsins til að auðga vorn ís- lenzka heim hér var svelt í hel. íslenzku vikublöðin hér í landi eru ekki lesin nema af 10% þeirra sem íslenzkir eru. Upp- vaxandi kynslóð getur ekki í þau skrifað, vegna vankunnáttu á málinu. Eg sé það liggja nærri að ef ritstjórarnir okkar sem nú eru, skyldu falla frá starfi. þá yrði álíka erfitt að finna nokkurn til að taka pláss þeirra eins og að finna saumnál í hey- stakk. Tilbeiðsla íslendingsins er orðin á ensku mikið, og hinstu kveðjurnar langoftast á útlendu máli, eða mikið blandaðar. Félagsstarf okkar fer mikið fram á ensku svo yngri kyn- slóðin skilji. Islenzkar leiksýn- ingar eru nú nær því úr sög- unni. En andinn íslenzki sem orti og söng ljóð og hugsjónir í eyru vor finnst ekki í hér- fæddum, hér uppöldum, hér mentuðum mönnum. Þeir, sem koma fram á því sviði verða að nota ensku tunguna, og í ljóð- um þeirra er ekki að finna fossanið, fjallaheiðríkju, eða haf- sjóa-brim, heldur gætir þar eðli- lega flatneskjunnar og tilbreyt- ingaleysisins sem mótað hefir líf þeirra. Ykkur finnst eg ef til vill harður í dómi þessum, en mér finnst einhvernvegin að það sé jafnerfitt að finna skáld á flatlendi eins og að finna ull í geitarhúsi. Mörg fleiri mörk þess hve við höfum íátið berast “burt með tímans straumi” frá íslenzk um lindum, mætti telja fram og láta svo ágæti þessa lands stinga oss andlegri svefnþorn, þar til við erum eftirbátar feðra vorra í mörgu. Athugið þetta, að ís- lenzku leiðtogarnir þessara tíma þeir sem bera fram íslenzka þjóðrækni okkar best af öllum eru ekki vaxnir upp úr vestur- heimskri mold heldur heimanað komnir, eða fæddir á íslenzk- asta tímabili landans hér meg- in hafsins. Þessi verður mín ályktun út af slíkum rökum, að þess betur sem maðurinn hefir mótast af íslenzkri tungu, íslenzkri menningu, ísienzkum lífsskoðunum, þess hærra rís hanin yifir fjöldann í hvaða landi sem hann býr. Alist land- inn upp án þessara verðmæta, getur hann aldrei orðið nema meðalmaður. Framtíðin blasir nú við oss. Inn til hennar verðum við að ganga hvort sem okkur líkar betur eða ver. Getum vér reist rönd við þeim örlögum, sem yfir oss hafa komið. örlögum sem hafa leitt oss of langt frá því sem er oss þó fjöreggið eina. Hversu getum vér látið þjóð- rækni og guðrækni verða oss afl til framkvæmda, anda til upp lyftingar og mátt til sigurs? Eg trúi að við getum það, og þá helst eftir þessum leiðum: Kenna æskunni og öllum lýð að íslenzk tunga er sérstætt fyrirbrigði í tungumálum þjóð- anna. Engin tunga á hrvnjanda sem hún. Engin tunga á jafn- skorinorðan, stuttann og glögg- an veg að flytja hugsun eins og íslenzkan. Myndauðgi íslenzkr- ar tungu er slík, að skáldið, sem mörgum tungumálum hafði kynnst fannst að hún ætti orðin bestu yfir alt, sem er hugsað og talað á jörðu. Af þeim níu tungumálum, sem eg hefi kynní mér, finnst mér íslenzkan bera langsamlega af. Ef hún væri að- eins skiljanlegur hávaði milli manna sem eru báðir hávaða- anum vanir, þá á hún engann rétt á sér utan íslenzkra land- steina. En ef hitt er satt, sem eg hefi dregið fram, þá er hér um helgan dóm að ræða. Dýr- mætan fjársjóð að geyma, vernd argripur íslendingum einum ætlaður að vernda. Guðrækni og þjóðrækni mega eiga samleið í því. ísl. bókmentir eru virtar af mentuðustu mönnum ver- aldarinnar vegna sérkennanna er þær bera og hugsjóna er þær flytja. Islendingar vestanhafs, eiga nú orðið erfitt að skilja þetta vegna þess að hið bezta í íslenzkum bókmentum ve'rður aldrei þýtt á önnur tungumál. Allar þýðingar eru skuggi af frum-hugsuninni, verða aldrei annað. Þýðingar á íslenzku gefa ekki sanna hugmynd um ensk- ar bókmentir, hana verðum við að fá með því að læra enska tungu. Hið besta í íslenzkum bókmentum er lokuð bók fyrir Islendingum, sem ekki kunna málið. Þeir geta heldur ekki aí því mótast. íslenzk fræði verða að ná til vesturheimsmannsins eða hann getur ekki verið sann- ur Islendingur. Hér mætti nefna margar leiðir sem hjálpað gætu til að skapa bjargfasta trú á gildi þessara verðmæta vegna þess að þau eru íslenzk. Þess táknmyndaríkara, sem málið er þess óþýðanlegra er alt, sem það mál túlkar. Ætlið ykkur það mögulegt að þýða “Hávamál” handa vestur- íslenzkum enskumælendum, og gera svo vel að gullvægi máls og ríms og speki tapist ekki? Getið þér ýmyndað ykkur að Passíusálmarnir tapi ekki við þýðingu. Sá, sem hefir reynt að þýða þá vissi vel að eina leiðin inn að kjarna þeirra var gegn- um frummálið, það viðurkennir hann sjálfur. Fornsögurnar verða skuggi hjá skin; þegar þær koma á enska tungu. Kraft- ur málsins og hugsunarinnar verður eftir. Islenzk stórljóð seinni tíma, sem best mál og hugsjón flytja og kjarnyrðast tala, þar sem sérkenni íslenzkrar hugsunar og framsetningar kemur best fram, verður hávaða Vestur-íslendinga tyrfin orðaræða ein. Vér prestamir erum farnir að finna til þess að það er ekki lengur örugt að semja ræður á góðri íslenzkri tungu og búast við að fjöldinn af söfnuðmum skilji. Ef vér drögum dæmin úr íslenzkum bókmentum, þá eig- um vér það á hættu að enginn hafi dæmin heyrt og það sem dæmið átti að kenna falli á dauf eyru. Nei, íslénzk tunga verður að verða lifandi mál á tungu Vest- ur-íslendingsins, til þess hún verði lifandji, ojg lífsnæringu flytjandi, samband við lindir bókmenta, hugsjón og anda þess íslenzka, sem á skilið að lifa hérnamegin hafsins. Vér eigum það takmark. Vestur-íslenzk þjóðrækni telur það skyldu sína. íslenzk tunga af íslenzkum vör- um. Það er ekkert nema draumór- ar, ef vér teljum oss trú um að íslenzk kynslóð hér vestra geti að fullu metið það, sem er best og dýrmætast í bókmentum og þjóðarsál íslands, án þess að kunna málið sem geymir það. Eina leiðin sem gull það fæst er að eignast tunguna, sem það er greypt í. Eg hefi leitast við að benda á göfugan tilgang sannrar, Vest- ur-íslenzkrar þjóðrækni. Farið jafnvel svo langt að segja að hún sé guðrækninni skyld. Mér er það ljóst að ef við ekki sjá- um sjálfir og gerum öðrum ljóst, göfgi og fegurð hugsjónarinnar sem þjóðræknin helgar starf sitt. og mátt, þá á þjóðrækni vor ekki langlífi skilið. Framtíð ísl. þjóðrækni í Vesturheimi er hér í veði. Vér skulum gefa út íslensk blöð þótt örfáir lesi. Vqr skulum halda við lestrar- félögum þótt fáir njóti. Vér skulum halda þing og þjóðminningardag þótt þeir að- eins stjaki við sumum okkar einu sinni á ári. Vér skulum stofna íslenzkar deildir til eflingar hugsjón vorri þótt þær séu ekki svo vakandi sem skyldi. Vér skulum jafnvel efla ensk- ar deildir og ensk tímarit og og Enskuskóla-prófessora því þetta er alt í áttina réttu, þótt misjafnlega ávaxtaríkt, eða nærri markinu sé stefnt. En vér skulum aldrei missa sjónir á þeirri þjóðræknisstarf- semi, sem víðtækust og varan- legust áhrif mun hafa. Það er íslenzk heimilisfræðsla í tungu bókmentum og sögu íslands. Öllo kkar viðleitni að ætla öðrum að gjöra það fyrir börn- in okkar, sem við sjálf höfum trassað, sýnir aðeins hve smá- viðrisleg vor þjóðrækni er, og hvað lítið vér meinum með því að segjast vera þjóðrækin. Það eru ýms tækifæri nú op- in fyrir oss að efla þjóðrækni vora. Vinahendur einstaklinga, félaga og stjórna heima á Islandi Fjöldi ungra íslendinga við nám meðal okkar. Auðveldari ferðir fram og aftur nú, ef þú ert ekki hrædd- ur um að sökkva og þegar stríð- inu lýkur, ótal tækifæri. En stærstu ögranirnar til göfugrar þjóðrækni koma frá íslenzkv þjóðinni sjálfri, í spori því til sjálfstæðis, sem hún hefir stig- ið, og samhliða því, þótt ein- kennilegt sé, baráttan um líf og dauða alls þess, sem sérstætt er í tungu, menningu og skapgerð íslenzkrar þjóðar. Styðji hönd vor og hugur ekki í þeirri frelsisbaráttu er lítið eftir að sönnum íslending í okk- ur. Sjálfsagt mætti skrifa langan kafla um það hvernig vér höf- um oftsinnis eytt tíma vorum og sálarauði í það að hnotabítast út af smámunum einum og héldum oss vera að vinna að 1 8 RED CROSS DRIVE 1943 Opens March Ist MANITOBA QUOTA $600,000.00 + As the theatre of war operations expands, the demands on The Canadian Red Cross become even greater PLEASE DO YOUR SHARE MD89 WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanted — Age limits 18 to 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Womens Army Corps , Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Get in Line — Every Fit Man Needed Age limits 18 to 45 War Veterans up to 55 needed for VETERAN’S GUARD (Active) Local Recruiting Representative I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.