Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943. -----------itögbers-------------------- Gefið út hvern fimtudag af i’HE COLUMBIA PRESS, LIMITED biJ5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69ö Sargent Ave., Wínnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Okunna landið Flutt á Frónsmóti 1943, af frú Lilju Eylands. Herra forseti. Háttvirta samkoma. Eg býst við að mörgum ykkar bregði í brún, er þið sjáið mig hér fyrir framan ykkur á rseðupalli. Reyndar hafið þið kannske séð þess getið í blöðunum að eg ætti að koma hér fram, en hafið talið sjálfsagt að það væri bara prent- v.lla, og að það væri presturinn, sem ætti að halda hér ræðu. Það er ekki nema eðlilegt að ykkur skyldi detta þetta í hug, því hvernig eiga prestskonurnar að geta fengið nokkra æfingu í því að semja eða flytja ræður þar sem menn- irnir þeirra eru sítalandi — og við tökum altaf aftursætið. I þessu sambandi dettur mér í hug dálítið atvik, sem gerðist suður í Dakota fyrir nokkrum árum þar sem við áttum þá heima, og þið megið trúa því að þetta er dagsatt. I nágrenni við okkur bjuggu þá góð og göfug prestshjón af norskum ættum. Þessi prestskona hafði vanist því bókstaflega talað að taka aftur- sætið, því í hvert sinn, sem þau óku saman, var hún ekki eins og venjulega gerist í fram- sætinu við hlið bónda síns, heldur sat ein fyrir aftan. Hvort henni fanst það þægilegra að gefa honum fáeinar bendingar um keyrsluna þar aftan frá, eða hvort hún sat þar vegna þess að henni fanst þar rýmra um sig, skal eg ekki um segja. Eitt sinn, sem oftar, óku þau til næsta þorps, og er kvölda tók og skuggsýnt var orðið, var erindum þeirra lokið og þau héldu heim á leið. En eitthvað nýrra bar nú til tiðinda — ekkert hljóð heyrðist úr aftursæt- inu, ekki einu sinni nein tilsögn um keyrzluna. Hróðugur og sjálfsagt í andlegum hugleiðing- um keyrði nú presturinn tíu mílna vegalengd, unz heim var komið. En viti tnenn! þegar nann opnaði bakdyrahurð bílsins til að hjálpa frú sinni út, sá hann hana hvergi — þó minna hefði mátt sjá. — Baksætið var tómt! En nú kom heldur en ekki fát á prestinn; hann sem vildi í öllu vera svo samviskusamur hafði blátt áfram gleymt konunni. Ók hann nú til baka í miklu skyndi en með minni rósemi og leitaði unz hann fann. Ekki er þess getið hvað þeim fór á milli á heimleiðinni, hvort þetta atvik jók mælsku frúarinnar, eða hvort sama þögnin ríkti á síðari heimleiðinni og þeirri fyrri. Vil eg nú þakka forstöðunefnd þessarar sam- komu fyrir þá hugulsemi sem hún hefir sýnL kvenþjóðinni með því að breyta venju sinni og fælja konu til að tala á þessari fjölmennu samkomu, og sérstaklega vil eg þakka þann beiður, sem hún hefir sýnt mér að biðja mig að sýna viðleitni í þessa átt, þótt eg sé því vönust, eins og þessi stallsystir mín í Dakota, að taka aftursætið — eða als ekkert sæti — þegar til þess kemur að flytja ræður á manna- mótum. Einu sinni voru tvö lítil börn drengur og stúlka að leika sér. Drengurinn þóttist vera prestur, en hún konan hans. Kom nú að því að hann þurfti að prédika, og þau gengu prúð- búin á kirkjustaðinn. Litla stúlkan settist með brúðuna sína út í horn, en drengurinn klifraði upp á bekk og talaði í ákafa. Endaði hann svo ræðu sína með því að spyrja með mikilli áherzlu: “Dyrfist nokkur hér að hafa á móti því sem eg segi?” Kom þá svarið í undirgefnisróm frá litlu prestskonunni: “Ekki þarftu að óttast það, því hér er enginn nema konan þín og barnið.” Vitanlega stendur alt öðruvísi á hér, þar sem svo margt fólk er saman komið, og margir menn og konur mér fróðari um flest efni. Þó vona eg að þið dæmið ekki hart þó að viðvan- ingsbragur verði bæði á máli og framsetningu þessa litla erindis. Mig langar til að tala við ykkur í kvöld um Ókunna landið. Reyndar hefi eg í huga fleiri en eitt land — og ætla fyrst að minnast á landið, sem við dveljum í. Ykkur kann að virðast það einkennilegt að eg skuli tala um Canada, sem ókunna landið. Hugmyndina á eg nú reyndar ekki sjálf en tók hana af nafni bókar sem eg las nýlega eftir Bruce Hutchison. Sum ykkar hafið ef til vill lesið þessa bók. Þessi höfundur bendir á að í rás mannkyns- sögunnar dofni oft yfir frægð og frama sumra landa og þjóða, en aðrar þjóðir og lönd komi í staðinn. Það er ekki aðeins skylda þeirra, sem vilja fylgjast með tímanum að kynna sér þroskasögu hinna upprennandi þjóða, heldur er það einnig skemtilegt og fræðandi. Kemur þar til greina frjósemi landanna, framleiðsla og mannfélagsmál þjóðanna, sem löndin byggja. Eitt af þessum ungu upprennandi löndum er Kanada. Höfundurinn bendir á að þótt Canada sé í þessum skilningi upprennandi land, sé það þó lítt þekt, ekki einungis meðal annara þjóða, heldur sé það furðu lítið þekt af sjálfum íbúum þess. Það er ekki nóg, segir hann, að i’ugsa sér landið sem bleikann blett á landa- bréfi, eða sem vissan fjölda ferhyrningsmílna að stærð, heldur þurfi menn að hugsa um land- ið sem lifandi heild. Lifandi verður þá landið fyrst og fremst vegna fólksins sem í því býr. En fólkið er álíka ólíkt og landslagið, og hefir hver þjóðflokkur fyrir sig lagt fram sinn skerf til hinnar þjóðlegu menningar. Þessi skerfur þjóðbrotanna mörgu hefir margvíslega liti og blæbrigði og hefir verið líkt við “mosaic” eða litsteinamynd samsetta af mörgum mislitum glerbrotum, sem hvert fyrir sig fellur inn í sitt bil — en er ekki enn komið á það stig að verða eins og málverk snillingsins, sem blandar litina með bursta sínum í jöfnum hlutföllum. Vanþekking þjóða hver á annari skapar oft misskilning, og leiðir jafnvel til haturs og styrjalda eins og þeirrar, sem nú geysar í heim- inum, þetta á sér oft stað, jafnvel þar sem nágrannaþjóðir eiga í hlut, sem góð skilyrði hafa til að þekkja hvor aðra. í þessu hefi eg haft nokkra persónulega reynslu, vegna þess að eg hefi átt tækifæri til þess að eiga heima í tveimur löndum. Varð það mér oft til sárs- auka fyrst eftir að eg kom til Canada, að heyra óvirðuleg ummæli um Bandaríkin. Þar er eg fædd og uppalin, og þar hafði mér, frá fcarnæsku verið innrætt virðing og ást fyrir landi og þjóð. Og þar sem eg var nýkomin þaðan féll mér þetta illa. Vissulega játa eg það að margt má finna að mörgu þar eins og hjá öðrum þjóðum. En brátt fór eg að verða þolinmóðari og skildi betur á hverju þessir hörðu dómar, sem eg heyrði voru oftast bygð- ir. Eg fór brátt að taka eftir því að þeir sem harðastir voru í dómum sínum, og mest höfðu út á land og þjóð að setja, voru annaðhvort. þeir sem aldrei höfðu komið til Bandaríkjanna, eða höfðu dvalið þar aðeins utn stundarsakir. og töldu sig svo, eins og svo oft kemur fyrir með ferðafólk, alt vita og geta skrifað land og þjóðlýsingu eftir tveggja eða þriggja vikna ferðalag. Það var aðeins vanþekkingin, sem hér var að verki. En misskilningurinn og van- þekkingin milli þessara landa er nú óðum að hverfa, einkanlega síðan þau urðu samherjar í þessu stríði. Og má benda á ýms merki auk- ins skilnings og góðvildar milli þjóðanna. Eitt þesskonar vináttumerki er listigarðurinn mikli yfir 2000 ekrur að stærð, á landamærunum milli Manitoba og Norður-Dakota, vígður árið 1932. í garðinum stendur minnisvarði með þess- ari áletrun í lauslegri þýðingu: “Við tvær svsturþjóðir helgum þennan reit Guði dýrð- arinnar, og heitum hvor annari því, að aldrei að eilífu skulu þessar tvær þjóðir bera vopn bver á aðra.” Þessi listigarður mun enn sem komið er sá eini sem til er af því tagi í öllum heimi, en mun eftir að eignast heimsfrægð og gefa mörgujn þjóðum maklegt dæmi. Annað og eldra minnismerki aukins skiln- ings og bróðurhugar milli þessara tveggja ná- grannalanda, er friðarboginn, sem stendur á landamærum British Columbia og Washington- ríkis við bæinn Blaine. Á hverju ári meðan við dvöldum þar vestra höfðum við tækifæri til að sækja þar samkomur, sem efnt var til af fólki úr báðum löndunum, og sannaðist þann- ig áletrunin á friðarboganum. Bandaríkja meg- in: “Children of a Common Mother” (Börn sömu móður) og hin samsvarandi áletrun Canada megin: “Brethren Dwelling together in Unity.” (Bræður í sáttar sambýli). Það er mér ógleymanleg reynsla að hafa verið stödd á þessum stað og heyra hinar tvær mismun- andi og að sumu leiti ólíku þjóðir syngja þjóðsöngva hvor annarar, og hið gullfallega lag: “Land of Hope and Glory”. Ef eg ætti kost á að vera við slíka samkomu nú held eg að hrifning mín yrði stórum meiri en áður, vegna þess að eg hef nú átt heima hér í Canada í nokkur ár og hef kynst fólkinu, og lært og meta það og virða. En slíkar sam- komur, og slíkt samkomulag getur aðeins átt sér stað þar sem skilningur rikir sem bygður er á þekkingu. En það vantar mikið á að þessi skilningur só enn orðinn nógu almennur. Til skamms t;ma hefir verið óhætt að segja að meginland Norður-Ameríku, og þjóðir þær sem það byggja hafi verið mörgum af þeim sem komu austan um haf ókunna landið og ókunna þjóð- in. Á það bendir þessi litla litla saga: Gömul kona sem fluttist frá Englandi til vesturstrandar Canada stuttu áður en stríðið hófst, gerði sér ferð til Seattle, Wash. til að heimsækja frænku sína, þegar heim kom fór bún að segja kunningjakonu sinni ferðasög- una, eitthvað á þessa leið: “Eg varð bara aldeilis hissa þegar eg kom til Bandaríkjanna, það sem eg var fiú líka búin að heyra um þau, og sjá þaðan í hreyfimyndunum! Eg skal játa að eg var bara smeik að fara yfir Jínuna í fyrsta sinn. Eg hélt þeir væru altaf að skjóta hver annann og að þeir hefðu skambyssur faldar í hverri skúffu! Og þá ríkidæmið! Af hreyfimyndunum að dæma hefði mátt ætla að það baðaði sig á hverjum degi í baðhúsum úr gleri og tígulsteinum — ekki svo að skilja að eg sé á móti því að fólk baði sig — því eg er nú sjálf búin að fá baðherbergi í húsið mitt. — Eg hélt að allar konur þar líktust Gretu Garbo, og allir menn væru álíka flott og fjörugir eins og þessi Clark Gable! Það eru vandræðin með þessar hreyfimyndir, þær ganga alt of langt, og svo fæx maður þessar röngu hugmyndir. Mað- urinn kemur heim úr kvik- myndahúsinu og ber og lemur konuna sína af því hún er ekkx eins og þessar tízkudrósir í myndunum — sem er nú varla við að búast þar sem hún hefir staðið allann daginn yfir elda- vélinni að undirbúa kvöldmat- inn hans. Já, það er þó satt, eg vissi lítið um Bandaríkjafólkið. j Og þú hefðir orðið svei mér hissa að sjá mig í Seattle hjá Bertu frænku. Eg var bara eins og heima hjá mér. Þarna vorum við öll saman, og allir voru svo góðir og blátt áfram. Og George, maðurinn hennar Bertu frænku var ekki vitund líkari hreyfi- myndahetju heldur en eg, og konurnar þar eru rétt eins og þær eru hér, og tala alveg eins líka. Það var eíns og eg hefði ekki farið lengra að heiman en bara yfir strætið. Fólkið var svo gott við mig að það meir að segja gaf mér morgunmat í rúmið. Já, því segi eg það. Mað- ur þekkir ekki fólkið þar, en við dæmum það eftir hreyfi- myndunum og útvarpinu. En þegar við kynnumst því er það bara venjulegt fólk, svona eins og við. Já, maður verður að sjá það til að læra að þekkja það Það sem eg hefi nú sagt um vanþekkingu á Bandaríkjunum og lífi þjóðarinnar þar, sem þessi litla sága gefur aðeins eitt dæmi af, mætti heimfæra upp á svo margar aðrat þjóðir og lönd. Eitt af því sem við von- um að leiði af þessu stríði, er einmitt aukin viðkynning hinna ýmsu þjóða, því samfara við kynningu fer skilningur, og sarn fara skilningnum meiri bróður- hugur. En eg mintist á bók Bruce Hutchisons: Ókunna landið. Mikill hluti þess fólks, sem nú byggir þetta land, kom hingað með þeirri von að bæta hag sinn og njóta betri tækifæra en það átti kost á í heimalönd- um sínum. Margt af því flúði fyrir ýmsar sérstakar ástæður. Stundum vegna þrengsla í heima löndum sínum og stundum fyrir stjórnarfarslegar eða trúar- bragðalegar ástæður. Því verður ekki neitað að þótt fólkið kæmi hingað fyrir þessar eða aðrar ástæður, var einskonar æfintýra blær yfir ferðum þess. Og æfin- týri verða ávalt heillandi og laðandi vegna hins hulda veru- leika, sem framundan liggur þegar á stað er farið. Innflutn- ingur hinna ýmsu þjóða til Canada hafði á sér æfintýrablæ í ríkum mæli, því flestir fluttu hingað án þess að vita hvað mundi taka við er hingað kæmi. Canada var þeim Ókunna land- ið. Þeir fóru út í óvissuna, sem varð átakanlegri vegna allra þeirra skrumsagna bæði í lofi og lasti, sem gengu fjöllunum hærra í heimalöndum þeirra, og gátu átt sér stað einungis vegna þess að landið var svo fjarlægt, svo stórt, og svo ókunnugt með öllu, öllum fjölda mgnna. Þetta kemur mjög ljóslega fram að því er hið íslenzka þjóðarbrot snertir í nýkominni barnasögu eftir Steingrím Ara- son: "Smoky Bay". Sagan byrjar á því að segja frá gjöfunum sem bárust Nonna litla. Ein þeirra var undursamleg bók frá föður- bróður hans — sem var hlyntur Ameríkuferðum. Orðin, sem í henni stóð voru eitthvað leynd- ardómsfull. Þau voru ekki ís- lenzk og ekki heldur dönsk. Drengurinn fletti blöðunum með aðdáun og gætni. Undar- legur maður starði á hann úr bókinni. Fáklæddur var hann, með fjaðrir á höfði, og virtist vafinn skinnum. Aðrar mynd- ir voru þar af skipum og járn- brautarlestum. “Sjáðu, pabbi, það er frá Ame- ríku,” hrópaði Nonni. En pabbi hans var ekki hrifinn. Hann stóð þar með hörkusvip á and- liti. Honum féll ekki vel þessi áhugi sonarins fyrir hinu ó- kunna laridi. En bókin var dá- saanleg; fujll af fróðlei|: um Ameríku, og smám saman með hjálp prestsins fékk drengurinn ráðið innihald hennar. Hann gat ekki skilið hana við sig; ekki einu sinni á meðan hann borðaðt Þegar Sigga, vinnukonan, kom inn með heita nýmjólk og setti fyrir hann, varð henni litið á myndina af skinnklædda mann- inum með fjaðrirnar, og hróp- aði upp yfir sig: “Svo þeir klæða sig þá svona í Ameríku. Vesl- ings íslendingarnir sem þangað fara. Vonandi þurfa þeir þó ekki að skilja við sig ullarfötin sín, og nota svona fatnað í stað- inn!” En Nonni litli lét ekki hug- fallast. Hann vissi betur. Hann mundi vel hvað agentarnir höfðu sagt. Ameríka var dá- samlegt land. Þar þurfti enginn að vinna. Vélarnar gerðu alt. Fólkið þar býr í stórum hús- um, og viltar hænur verpa eggjum sínum í gluggakisturnar svo ekki þarf annað fyrir að hafa en að rétta hendurnar út eftir þeim! Hveitið sáir til sín sjálft og vex fyrrihafnarlausi, svo aldrei þarf að kaupa mjöl, og maður getur haft heitar pönnukökur með hverri máltíð. Fjarska hlýtur Jóni frænda ao líða vel í Ameríku, því þangað fór hann, og mikið ósköp hlýtur hann að vera orðinn ríkur! Fjöllin eru full af gulli og silfri, og þar sem regnið hefir sópað því niður, getur maður týnt það upp eins og smásteina. Já, þvílíkt! Þar eru heilar fjalls- hlíðar þaktar með rúsínum, þar fljóta fossandi brennivínslækir, og þar eru heilir klettar af sykri. Og Nonni stóðst ekki mátið. Fyrst strauk hann að heiman til að reyna að ná í Ameríku- skip, en tilraunin mishepnaðist í það sinn. . Seinna fór hann samt og þá með leyfi foreldra sinna. Hann kom til Ameríku, og hann er hér enn. Æfintýrið hefir endurtekið sig þúsundfalt, og Nonni hefir lært margt og mikið um Ameríku. Hann hefir lært að skijla á milli öfganna. Indíánarnir hafa ekki ráðist á hann, landið hefir ekki gleypt hann, en hann hefir enga brenni- vínslæki fundið, engar viltar hænur hafa verpt í gluggann hans, hveitið hefir ekki vaxið fyrirhafnarlaust, og hann hefir þurft að grafa býsna djúpt bæði eftir gulli og silfri. Lífið hér hefir ekki ávalt verið létt fyrir Nonna litla. Fyrst eftir að hann kom, þurfti hann að leggja sig í margvíslegt strit, sem hann hefði jafnvel veigrað sér við að vinna í heimahögum sínum. Hann hefir þurft að grafa skurði ryðja skóg, byggja brýr og leggja vegi. Jarðvegurinn hefir ekki ávalt reynst frjór, og hann hefir orðið að ganga mörg þreytuspor á eftir plóg og herfi. Málið bókarinnar góðu, sem var hvorki íslenka eða Danska hefir heft tungu hans, og gerði hon- um í fyrstu erfitt um öll félags- leg afskipti við hérlenda menn. Hann hefir skrifað heim, á sama hátt og föðurbróðir hans hafði skrifað honum. Hann hefir leit- ast við að segja rétt frá öllu hér eins langt og þekking hans náði. Og fleiri hafa komið til að taka þátt í æfintýrinu. En Nonni og bræður hans hafa altaf haft mikið að gera. Lífs- baráttan hefir verið hörð og fátt um frístundir. Canada er honum enn að miklu leyti ó- kunna landið. Stórir flákar þess í austri og vestri eru honum enn óþektur heimur. Hann hef- ir ekki haft tíma til að ferðast neitt verulega — þó hann hafi stöku sinnum brugðið sér vestur á strönd, því þar sagði eitt sinn fróður maður frá Islandi — er ísland með viðbót. ísland hefir hann altaf elskað og þráð. Hann hefir ekki haft mikið tækifæri til að kynna sér stjórnmál þessa lands, eða taka þátt í þeim nema að litlu leyti. Þó ber hann mikla virðingu fyrir jafnrétti því sem hér ríkir — og fyrir tækifærum einstaklingsins til lærdóms og frama. Og vegna þess að Canada er orðið hans eigið land, er það honum metnaðarmál að sjá nú að það er að mestu leyti sjálf- stætt land, sem ræður sínum eigin málum, og skapar sína eigin sögu. Nonni hefir heldur ekki haft tækifæri til að kynn- ast nema örfáum einstaklingum af hinum fjölmörgu þjóðflokk- um sem byggja þetta land. Sum- ir þeirra sem hann hefir kynst hafa komið honum næstum því eins einkennilega fyrir sjónir eins og rauðskinninn forðum. Hann hefir litið niður á sumt af þessu fólki, og sumt af því hefir litið niður á hann. Suma hefir hann skoðað sér æðri, og hefir reynt að semja sig að háttum þeirra. Þeir hinir sömu hafa líka gefið það í skyn á ýmsann hátt að þeir stæðu honum ofar. Alt stafar þetta af vanþekkingu Nonna á öðrum mönnum, og af vanþekkingu annara á honum. En Nonni er enn fús til að læra, og fús til að leggja alt sem hann á, jafnvel lífið sjálft í sölurnar fyrir æfintýralandið sitt. Hann er jafn hrifinn af því nú, að því leyti sem hann þekkir það, eins og hann var forðum er hann las bókina góðu. Fyrir iðjusemi sína og almenna mannkosti, hef- ir hann líka hlotið mikið lof frá húsbændum sínum hér, og er talinn einn með bestu borg- urum þessa lands. Þótt Nonni sé nú farinn að reskjast og lýjast, er hann enn bjartsýnn og vongóður. Hann veit að hann fær nýtt tækifæri í þessu nýja landi. Tækifænð er fólgið í börnum hans. í þeim hefir hann endurfæðst, og í þeim heldur hann áfram að lifa um ár og aldir. Honum er umhugað um það flestu fremuv að þau verði sannir menn og konur. Hann veit að þau munu læra margt og mikið u-m landið og þjóðina, sem honum er sjálf- um hulið. Honum er umhugað um það að þau læri að elska þetta land, og trúir landinu unga fyrir börnunum sínum, eins og hann trúði því fyrir sjálfum sér endur fyrir löngu. Hann er búinn að læra það af reynslunni að enda þótt börnin hans blandi blóði við fólk annara þjóða, þá eru þau ekki nauðsynlega glötuð þjóðernislega. Hér er nýtt land og hér er ný þjóð að myndast, og Nonni er stoltur af því að geta lagt nokkuð til hinnar nýju þjóðbyggingar, sem hér rís — frjálsa þjóð í frjálsu landi. En það er þó eitt sem liggur Nonna þungt á hjarta; að ísland landið hans og forfeðra hans, verði ekki hinni ungu Canadisku kynslóð ókunna landið Enda þótt hin unga kynslóð elski móðir sína, vill hann brýna fyrir börnum sínum að gleyma ekki ömmu sinni í austurhöfum, tígn hennar, sögu hennar, trú hennar og tungu. Að vísu veit hann að tunga hennar er nú þegar orðin ýmsum barna hans álíka tor- skilin, eins og mál bókarinnar góðu frá Ameríku var honum forðum. Hann trúir því að jafn- vel þótt tungan verði torskilin ýmsum hér, og sé þegar orðin það, megi haga því svo að þeir fjársjóðir sem tungan geymir glatist ekki. Ef ekki er hægt að ráða fram úr þessu máli á ann- an hátt, vill hann, að þeir fjár- sjóðir séu færðir í þann búning sem þeir ungu kunna að meta og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.