Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943. R U F U S Eftir Grace S. Richmond sig um að brosa að Nancy, þar sem hún kraup á gólfið í sínum dýrmæta búningi, alveg óax- vitandi um, að hún kynni að eyðileggja hann. Nancy brosti að honum í staðinn, þar sem hann stóð jakkalaus og hafði ekki gefið sér tíma til að fara í hvíta sloppinn, sem hann var vanur að vinna í. Nú heyrðist loksins ofur- lítið væl koma frá barninu. Móðirin, sem hafði kropið niður úti í horni á stofunni, fór að snökta, þegar hún heyrði hljóð barnsins. Oliver átti nú bágt með að halda tárunum; djúpur andardráttur læknaði viðkvæmnina. XLVII. / Barnið var nú sett í rúmið, sem Rúfus hafði eitt sinn átt, og þar var búið um það sem bezt var hægt. “í>að líkist nú raunar ekki sjúkrahússvöggu,” sagði Nancy, þegar hún nokkru seinna fór með Oliver að líta eftir barninu. “En í þessu rúmi var það, sem Rúfus gaf upp andann, litli anginn.” Vaggan var af því tagi, sem einungis ríkt fólk kaupir handa börnum sínum.” “Eg veit alt um Rúfus,” sagði Oliver. Ein- ungis eitt er mér ókunnugt um. Og það er, því hann hét Rúfus. Nafnið ber það með sér, að mínum dómi, að sá, sem það ber, sé stór og sterkur.” “Svona finst mér það líka hljóma. En það var nafn gamals, viturs manns í Denver, sem mér og manninum mínum þótti vænt um. Hann líktist Rúfusi töluvert — hann var mjög gam- all og þróttlítill. En hann var ungur í anda. Barnið líktist litlum, gömlum manni, þegar eg sá það. Því lét eg hann heita eftir þessum kunningja mínum “Rúfus Redman”. “Einmitt það. Og nú hafið þér frelsað líf annars “Rúfusar” í kvöld.” “Eg vona það. Það þarf nákvæma hjúkrun. Þegar undirstaðan er svona léleg, verður áð byggja mjög gætilega ofan á hana. En barnið lifir til næsta morguns, vona eg. Það er dásam- legt, hvað hægt er að gera með innsprauting- um, þegar rétt meðöl eru notuð. Læknar gera kraftaverk nú á dögum. Það er fyrir ofan minn skilning margt, sem fram fer á þeirra sviði. Það sem okkur hinum er ætlað, er að gefa þeim tækifæri til að láta almenning njóta þekkingar þeirra. Og. herra Oliver,” augu Nancyar ljómuðu nú meðan hún breiddi aftur voðirnar ofan á vögguna, “alt þetta kennir okkur betur en nokkuð annað að sjá tilgang lífsins og skyggnast inn í leyndardóma þess •— hvers vegna við erum hér. Að mér skyldi nokk urn tíma finnast, að skemtanir og iðjuleysis- líf væri það eina, sem væri eftirsóknarvert hér i heimi — þegar nóg var að gera af þessu tagi!” “Eg býst við, að þér hafið fengið fullnægj- andi reynslu, hvað það snertir,” svaraði Oliver. “Það er bersýnilegt, hvers vegna þér eruð hér, frú Ramsey. Á stríðstímunum var auglýsinga- spjald, sem kallaðist: “Heimsins mesta móðir.” Þér minnið mig á það — fullvissa eg yður um!” Hún hló ánægjulega að þessu. “Hamingjan — en sú samlíking. Eg með fáeina munaðarleys- ingja í miljónum. En eg þarf ekki að kvarta um iðjuleysi. Og dr. Bruce — þér sjáið, hvaða breytingu það hefir gert á honum.” “Hann er nú allur annar maður— nýr mað- ui!” sagði Oliver. “Eg mundi ekki furða mig á þó eg sæi hann dansa, næst þegar eg kem.” “Ó-nei, stafnum mun hann aldrei fleygja, þó hann losni við hækjurnar, því er nú ver. Dr. Mac Farland heldur, að taugaveiklunin standi meir í vegi fyrir algjörðum bata heldur en meiðslið í hryggnum. Gipsumbúðirnar verður hann að hafa lengi enn, eins og þér vitið. En — hefir það nokkuð að segja, samanborið við það, sem honum hefir batnað á öðrum sviðum?” “Mjög lítið,” sagði Oliver, um leið og hann gaf Nancy nánar gætur. “Þó býst eg við, að honum sjálfum finnist hann lítilfjörlegur, sam- anborið við hraustlegan, laglegan náunga, eins og dr. Mac Farland.” Nancy gaf þetta dularfulla svar: “Eg held að þeim tveimur sé ekki saman að jafna á reinn hátt.” Hún flýtti sér niður stigann á undan Oliver. Hann gat ekki verið viss um, hvað hún meinti með svari þessu — þó hélt hann, að hann vissi það. En svo fullviss um það var hann ekki, að hann þyrði að minnast á það við dr. Bruce, vin sinn. Mac Farland mætti Nancy, þegar hún kom niður stigann. “Frú Ramsey, klukkan er ekki meira en tíu. Þar sem alt er nú komið í kyrð, vilduð þér þá ekki aka með mér fáeinar mín- útur? Eg fer ekki fram á annað. Finst yður ekki, að eg eigi það skilið af yður?” Hún greip kvöldkápuna, sem hún hafði fleygt aí sér í anddyrinu, þegar hún kom inn með barnið, og sagði: “Eg hef ætíð hug á að borga skuldir mínar.” Oliver horfði á eftir bifreiðinni þeirra, og honum var skrítið innanbrjósts. “Konur eiga enga sældardaga með okkur karlmönnum nú á t:mum,” sagði hann við sjálfan sig. “Eg vildi óska, að eg hefði getað farið með þeim, til að gæta þessarar litlu stúlku. Samt vona eg, að öllu athuguðu, að hún viti, hvað bezt er fyrir hana sjálfa.” Hann gekk út á svalirnar og fann þar dr. Bruce, sem hallaði sér þreytulega upp að svörtum járnstólpa. “Dálítið þreyttur, kunningi?” spurði Oliver glaðlega. “Engin undur, þó svo væri, eftir þetta ofan á fult dagsverk.” “Smámunir,” var svarið. “Frú Ramsey er farin út aftur með lækn- inum.” Ekkert svar. “Heldur þú að hepnin sé með honum?” “Veit það ekki.” “Þú lætur þér standa á sama?” “Eg ætla að fara að hátta,” sagði Bruce, stuttur í spuna. “Eg vil ráða þér til að gera það sama. Þetta mál kemur okkur ekkert við, eins og þú veizt.” “Þar hefir þú á réttu að standa,” sagði Oliver um leið og hann fylgdi á eftir vini sínum, sem staulaðist á hækjunum á undan honum. XLVIII. Nancy kom heim klukkan ellefu. Hún opn- aði húsið hljóðlega og læddist upp stigann. Hún gaf sér ekki einu sinni tíma til að taka aí sér kvöldkápuna, áður en hún fór inn í herbergið, þar sem barnið svaf í vöggu Rúf- usar. Hún beygði sig ofan yfir það og kraup svo niður, til þess að geta betur hlustað á andardráttinn, sem var mjög daufur enn. Hún snerti með hendinni við litlu barnshendinni, til að vita, hvort hún væri heit. Um leið og hún reis á fætur, birtist önnur vera í dyrun- um. Dr. Bruce nam staðar, þegar hann sá Nancy. Hún gekk brosandi til hans. “Honum líður ágætlega,” sagði hún. Hann kinkaði kolli til samþykkis. Þau fylgd- ust að út á ganginn, þar voru ljósin dauf. Hún lagði aðra hendina á öxl hans. “Eg er svo óvenjulega hamingjusöm í kvöld,” sagði hún lágt. Hann leit á hana um öxl og lagði sína hendi ofan á hennar og sagði: “Það er mér ánægja. Eg óska, að þú sért altaf hamingjusöm, kæra Nancy.” Þau drógu að sér hendurnar, og hann gekk áleiðis til svefnherbergis síns, sem nú var uppi á lofti, svo hægara væri að ná til hans, þegar mikið lá við að næturlagi. Nancy staðnæmdist og horfði á eftir honum, dálítið róleg innan brjósts. Henni varð nú Ijóst, hvað hann átti við með því, sem hann sagði, og hún gekk eftir ganginum spölkorn á eftir honum, en sneri svo við og fór inn í sitt herbergi, kveikti á borðlampanum og skrifaði í skyndi fáein orð á blað. Hún gekk hljóðlega að hurð læknisins með blaðið og smeygði því undir hana. Þetta var skrifað á blaðið: “Eg er hrædd um, að þú misskiljir mig Eg ætla ekki að giftast dr. Mac Farland. Eg óska heldur að halda áfram að bjarga, ef hægt væri, nokkrum fleiri “Rúfusum” — eins og herra Oliver kallar þá — með þér, heldur en að njóta lífsins með nokkr- um öðrum manni. Eg var “óvenjulega ham- ingjusöm”, eins og eg sagði, en það var vegna þess, að lífi barnsins var bjargað og að þú gerðir það. Nancy.” Eftir nokkurn tíma, sem henni fanst skifta klukkustundum, sem þó tæpast var meira en hálftími, heyrði hún hækjuhljóð. Hún starði á hurðina og sá koma inn með henni að neðan hvítan pappírsmiða. Hún reis á fætur og náði honum. Hún hélt niðri í sér andanum meðan bun las það, sem á miðanum stóð, og á meðan heyrði hún að hækjuhljóðið fjarlægðist og að lokað var huró. “Eg er búinn að lesa, það sem á blaðinu stendur, tíu þúsund sinnum, Nancy, og mun sennilega eiga eftir að lesa það jafn oft, áður en lýkur. Hafi félagsskapur okk- ar svona mikið að segja fyrir þig, getur þú ímyndað þér, hvaða þýðingu hann hefir fyrir mig. Lynn.” Áður en fimm mínútur voru liðnar, hagði Nancy læðst inn ganginn með blað, sem hún stakk undir hurð læknisins. Á það var skrifað: “Nú hefi eg fengið mína síðustu ósk uppfylta: Fullvissuna um, að félagsskap- urinn — þetta orð líkar mér svo vel — hefir í sannleika nokkra þýðingu fyrir þig. Eg hefi ekki þorað að trúa því. Nancy.” Hún átti ekki von á, að hann gæti komið aftur svona fljótt. Það var eins og hann þyrfti ekkert á hækjunum að halda. Það var barið á hurðina. Hún opnaði dyrnar, og þar stóð hann — hækjulaus. Hún starði á hann undrandi. Hann sagði í lágum róm, sem henni kom kynlega fyrír: “Eg held að það sé þér að þakka. Eg get gengið hækjulaus.” Hún lét hann styðjast við sig, eins og hún hafði séð Pat og Oliver styðja hann, og með skjálfandi rödd sagði hún: “Þú verður að vera varkár. Styddu þig við mig.” Hann lagði handlegginn um herðar hennar, en gerði það einungis til að hlýðnast henni, því hann þurfti engan stuðning. Hún horfði framan í hann, föl en fagnandi á svipinn. Lítið hljóð heyrðist úr herberginu á móti. Þau foru bæði þangað inn. Nancy kraup við vögg- una. Bruce náði sér -í stól og settist á móti henni. Nancy sneri barninu lítið eitt á hliðina. Það hætti að gráta og sofnaði aftur eftir augna- blik. XLIX. Hjúkrunarkona leit inn til barnsins, það sem eftir var næturinnar, að minsta kosti einu sinni á hverjum klukkutíma. Nancy lét sér þó ekki rægja það, heldur fór sjálf tvisvar, á nátt- kjólnum, til þess að vitja um það. Patrick Spense var snemma á fótum næsta morgun. Hann ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hann sá frú Coon læðast á tánum fram ganginn og inn í herbergið, þar sem “Rúfus” var í skrautlegu vöggunni sinni, sem var til minja um hégómaskap Nancyar, sem nú var að hverfa fyrir nauðsynlegri um- hyggju og áhyggjum umsjónarstarfsins. Frú Coon kraup við vögguna, lyfti rekkjuvoðinni lítið eitt og hlustaði eftir andardrættinum. Síðan snerti hún með fingrunum kinn barns- ins, lagði svo rekkjuvoðina aftur niður og læddist út. Pat stóð hlægjandi við stigann, þegar hún kom niður og ávarpaði hana: “Nú þurfum við ekki framar vitnanna við, frú Coon, þú ert ekkert minna áhyggjufull út af sjúklingn- um heldur en við hin. Gott ef þú tekur ekki einn góðan veðurdag, alla umsjón spítalans í þínar hendur, og við hin gerum bara það sem þú segir okkur.” L. “Hvað gengur nú á! Alt húsið uppljórpað — eins og það væri skemtisamkoma .... væri annars hægt að hugsa sér skemtisamkomu í sjúkrahúsi Eg ætla að ganga beint inn, hvað svo sem um er að vera.” Frú María Cliff Bruce varð að halda þess- um hugsunum fyrir sig eina, því enginn nema ökumáðurinn var með, henni, þegar hún kom að dyrunum á spítalanum. Þegar hann hafði borið farangur hennar upp dyraþrepin og að dyrunum, borgaði hún honum og lét hann fara, áður en hún hringdi dyrabjöllunni. Dyrnar opnuðust mjög hægt og hljóðlega. Það var Patrick Spense, sem kom þarna á móti frú Bruce og benti henni að koma inn. um leið og hann lagði fingurinn á varirnar. Hann tók farangur hennar og setti hann í hornið á bak við hurðina og læddist síðan að dagstofudyrunum, með látbragði, sem bar það með sér, að þar færi eitthvað sérstakt fram, enginn mætti trufla. Þegar frú Bruce opnaði munninn til að spyrja, var Pat með hendina á lofti til þess að vara hana við, svo hún þorði ekki annað en loka munninum. Á sama augna- bliki heyrðist rödd inni í stofunni segja. “Kæri vinir! Við komum hér saman ” Frú Bruce gekk nokkur fet áfram og gapti af forvitni. Pat lagði hendina aðvarandi á hand- legg hennar, en lofaði henni þó að færa sig hægt og hægt þangað, sem hún sá inn í stof- una. Enginn gat efast um, að hún, skyldmenn- ið, hefði fullan rétt til að vera viðstödd, þó henni hefði ekki verið boðið. Þar að auki vildi Pat ekki missa af neinu, sem fram fór. Alt í einu varð frú Bruce þess vör, að hún stóð við hliðina á frú Coon fyrir framan stofudyrnar; en fyrst gat hún ekki komið henni fyrir sig, hún hafði aldrei fyr séð hana í silkikjól með blúndukraga. Hópur af fólki, sem stóð ijyrir innan dyrnar skygði á það sem fram fór eða þá, sem tóku aðalþáttinn í því. Frú Bruce þekti engan, að minsta kosti ekki meðan hún sá einungis bakið á þeim. Hún gat séð yfir höfuð fólksins, and- litið á hávöxnum grannleitum presti, og and- spænis honum grilti hún í tvær persónur. “Hann er að giftast henni!” sagði hún með ákefð við sjálfa sig. “Og lætur ekkert okkar vita. Þetta fyrirgef eg aldrei.” Andlit hennar varð sótrautt. Hún sneri höfðinu á ýmsar hlið- ar, til þess að reyna að sjá fyrir víst, hvort t lgáta hennar væri rétt. Náttúrlega var það mögulegt, að einhver hjúkrunarkonan, í þessari bjánalegu stofnun, væri að gifta sig; þó virtist það fremur ólíklegt. Einhvernveginn mátti líka sjá á öllu, að það væri ekki þjónustufólk, sem hér átti hlut að máli. Hún sá að alt var blóm- um prýtt. Karlmennirnir voru í samkvæmis- búningum, og kvenfólkið í kvöldkjólum, sams- konar svipur á öllu og hún var vön við að sjá, þar sem hún þekti bezt til. “Og láta ekki sína nánustu ættingja vita!” hélt hún áfram að muldra við sjálfa sig. “Það er til stórskammar Eg ætti bara að fara út úr húsinu En það ætla eg nú samt ekki að gcra — eg ætla að sjá það til enda. Þau skulu fá að vita, hvað mér finst um það.” Presturinn nefndi nafn, nafn karlmannsins. Rödd hans var lág og lítið eitt loðin — sem var ekki heppilegt fyrir prest, því framar öll- im þurfa þeir á góðri rödd að halda. Frú Brucc gat ekki gripið nafnið. Einn í hópnum færði sig lítið eitt til. Hún gat séð grannvaxna konu Það gat ekki verið Nancy Bruce Rramsey, sem stóð andspænis prestinum! Karlmanninn gat frú Bruce ekki séð; pálmablöð skygðu á hann. Hver var hann, sem var brúðguminn? Hún sá Lynn sjálfan augnabliki seinna; svo sá hún Nancy skýrt. Jæja — nú var ekki um að villast, þau voru ekki að gifta sig. Nancy var í kjól, sem María frænka varð að játa aö var fullkomleikinn sjálfur. Nancy stóð svo ná- lægt Lynn Bruce, að hann, sem nú stóð alveg beinn, snerti við öxl hennar. María frænka sá hann líta alvörugefinn á Nancy, sem svar- aði með því að líta framan í hann, án þess þó að brosa. Það leyndi sér ekki, hverjar tilfinn- ingar þau báru hvort til annars, nokkuð, sem engin frænka gat afstýrt. Hjónavígslan var á enda. Svipurinn á alvöru- geína andlitinu á prestinum breyttist í bros. Brúðhjónin sneru sér lítið eitt á annan veg, og fólkið gekk til þeirra, hver af öðrum. Frú Bruce gat enn ekki trúað sínum eigin augum- Hún hallaði sér að frú Coon og hvíslaði í eyra hennar: “Hver eru brúðhjónin?” “Hvað, vitið þér það ekki,” svaraði frú Coon, eins og hún lítillækkaði sig til að svara Maríu frænku. “Þau eru herra Humphrey Oliver og doktor Ferris.” “Oliver!” Undrun hennar var mikil og um leið feginleiki hennar. Það var þó ekki Bruce og Nancy, nú gat hún þó verið alveg viss um það. “Þetta getur ómögulega verið Oliver, hann sem var með ýstru!” Frú Coon sagði brosandi: “Nú er hann búinn að ná henni /af sér. Hann er orðinn mátulega feitur, frú Bruce, hvernig sem hann fór að því að megra sig.” “Hvaða fólk er þetta?” Frú Bruce lét sig það engu skifta, hver var kona sú, sem Oliver kvæntist. Hún hafði megna óbeit á honum, og 'hvaða kona, sem var, var nógu góð handa honum. “Það eru læknar og konur þeirra, flest alt Þessi litli gráhærði maður er bezti skurðlækn- irinn í borginni, er mér sagt. Dr. Bruce og frú Ramsey umgangast, einungis fólk, sem er af læknastéttinni; þó þau gætu valið um í hvaða ' stétt sem væri, en tími þeirra er takmarkaður.” Frú Bruce leit á frú Coon. Henni fanst fram- koma hennar vera önnur en verið hafði í gamla daga. Nú mintist hún á frú Ramsey án þess að röddin væri óvingjarnleg, eins og áður vildi brenna við, en í þess stað brosti hún nú, þegar hún mintist á hana. “Þarna kemur frú Ramsey,” hvíslaði ráðskonan. Pat hefir sagt henni, að þér væruð komin.” “En hvað það var gaman, María frænka, að þú skyldir einmitt koma núna!” sagði frú Ramsey, um leið og hún snerti við kinn frú Eruce með vörunum, svo létt eins og blómi væri strokið um hana. Og á bak við Nancy stóð Lynn. “Jæja, María frænka, þú komst á rétta augnablikinu til þess að óska hamingjusömustu hjónunum í aiiri borginni til hamingju.” Þegar María frænka var búin að heilsa og þakka fyrir vinalegar móttökur frændfólks síns, gat hún náð Lynn á eintal til þess að spyrja hann, hvernig í öllu þessu lægi og hvernig það hefði eiginlega viljað til, að þaU gíftu sig. “Enginn hlutur var eðlilegri,” sagði Lynn glaðlega. “Humphrey Oliver er einn sá bezti náungi, sem hægt er að finna í heiminum- Holdin, sem á honum voru, afmynduðu hann nokkuð meðan hann hafði ýstruna. Eg fékk hann til að vinna, svo hann losaðist við hana. Nú er hann mátulegur og ætlar að halda sé” í þessum holdum. Það gerir hann með vissu mataræði og hreyfingu. Dr. Ferris fór að lítast á hann, þegar hann var orðinn eðlilegur í vexti. Þau eiga ágætlega saman — hann er upp með sér af henni og lætur hana sjálfráða um, hvað hún gerir; hann mun þó ekki leyfa henni að vinna, þegar hann veit, að hún þarf að hvíla sig. Nú ætla þau að vera erlendis í nokkra mánuði. Eg vildi óska að eg og Nancy gætum farið með þeim.” Hann leit til Nancyar og hvíldi augun um stund á henni. “Við verðum næst; það er ákveðið að við giftum okkur í vor. Viltu vera í brúðkaupinu, María frænka?” “Eg hugsaði að Nancy mundi giftast þess- um lækni — hvað heitir hann nú aftur? — sem altaf var að koma hér,” muldraði hún, og var, að vanda, í uppreisnarhug. Þessu svaraði Lynn engu. Henni fanst hann fámáll, en ekki var að undra, þó honum væri málið viðkvæmt, þegar í hlut átti hans bezti vinur. Frú Bruce var nú sett við háborðið, svo hún gleymdi erfiðleikum sínum fyrir góðum mat og drykk og glaðværð gestanna. Þegar kom að því, að drekka skál brúðhjónanna, lyfti hún glasi sínu full af fögnuði og árnaði brúðhjón- unum hamingju af öllu sínu hjarta. Humphrey Oliver hallaði sér að Bruce, sem sat við hlið brúðarinnar, og sagði: “Ekkert ga^ veitt mér meiri ánægju, en að frú Bruce skyldi (Framh. frá. bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.