Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 04.03.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MARZ 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -f ♦ Mr. Bjarni Sveinsson frá Ke^- watin, Ont., sem staddur var í borginni meðan á þjóðræknis- þinginu stóð, biður Lögberg að flytja vinum sínum hér í borg- inni hjartanlegar kveðjur fyrir alúðarfullar viðtökur; hann heimsótti einnig Selkirk og Gimli, og hitti þar fyrir átta eða níu íslendinga, sem komn- ir voru yfir áttrætt, við beztu heilsu og með vakandi sálai- fjöri; þetta þótti honum ánægju- efni hið mesta, og taldi það sönnun þess hve norrænn efni- viður héldi sér vel í þessu landi. Bjarni hélt heimleiðis á þriðju- dagsmorguninn. •r ♦ f Food Demonslralion Hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir áformað að standa fyrir “Food Demon- stration” sem haldin verður í samkomusalnum í kirkjunni á fimtudaginn 18. marz, kl. 2,30 undir umsjón Miss Dorothy Falconer. Það þarf ekki að skýra ná- kvæmar frá þessari samkomu því konum er alkunnugt um hvernig þeim er háttað. Og þar sem nú eru erfiðir tímar fyrir húsmæður, verður óefað gaman að heyra hvaða ráð Miss Falcort- er leggur fram til að auka og efla starf húsmæðra. öllum konum er boðið, yngri og eldri og eru þær beðnar að hafa með sér 15 cent, sem til- lag til kvenfélagsins. Veitingar framreiddar af Miss Falconer. Fjölmennið. ♦ ♦ ♦ Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 11. þ. m. ♦ ♦ ♦ Mr. Thorsteinn Markússon frá Foam Lake, Sask., var stadd- í borginni í byrjun yfirstand- andi viku. Afmælissamkoma Betel, sú, er haldin var í Fyrstu lútersku kirkju síðastliðið mánudags- kvöld, var prýðilega sótt og fór að öllu hið bezta fram. Sam- skot með allra ríflegasta móti, og ber slíkt ánægjulegan vott um það, hver ítök heimili “sól- setursbarnanna” á í hugum og hjörtum almennings. Dr. B. J. Brandson stjórnaði samkom- unni með þeirri háttlægni, sem honum er lagið. ♦ ♦ ♦ Höfundur greinarinnai: “Stríð —friður”, sem birtist í Lög- bergi vikuna sem leið, í þýð- ingu Jónbjörns Gíslasonar, er Leslie Roberts, víðkunnur rit- höfundur; nafn hans féll úr af vangá í prentsmiðjunni. ♦ ♦ ♦ Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á miðvikudagskvöldið.þann 10. þ. m. á heimili Mrs. Finnur Johnson, Ste. 14 Thelmo Mans- ion, kl. 8. ♦ ♦ ♦ Gjafir til Betel í febrúar 1943 Mr. Kristján Kernested, Gimli Man., hefti af ársritinu Hlín. Mr. Thorbjörn Magnússon, Betel, $5.00 War Savings Certificate. Glenboro Sunday School in memory of B. G. Myrdal who died at Betel Des. 23. ’42. $5.00. Mr. og Mrs. Einar Thomasson, Westbourne, Man., með beztu nýársóskum $10.00. Mrs. Bertha Laxdal Curry, (Mrs. D. S.) $10.00. Glenboro Lutheran Ladies Aid “To honor the memory of Sigmar Bjarnason who died at the Winnipeg General Hospital Jan. 9th 1943” $10.00. Mr. and Mrs. H. B. Hofteig and Mr. and Mrs. Cecil Hofteig, Cottonwood, Minn. in loving memory of Rev. N. S. Thorlákson $5.50. Mr. and Mrs. J. K. Ólafson, Gardar N. D. In memory of Mrs. K. K. Ólafson $5.50. Kærar þakkir. J. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenue Bldg. Wpg. ♦ ♦ ♦ Afmælisgjafir til Belel marz 1943. Mrs. Guðfinna Jónsson, Betel $5.00. Mr. Hannes Gunnlaugs- son, Betel $2.00. Mr. og Mrs. Kr. Bjarnason, Betel -25.00. Mrs. RAUÐIKROSSINN skorar á yður Aldrei hefir þörfin verið jafn brýn $10,000,000 þörf nú þegar RAUÐI KROSSINN leitar nú til yðar til þess að geta haldið áfram mannúðarstarfi sínu; mikilvægu staríi, sem engin önnur stofnun gefur sig við; þörfin hefir aldrei verið jafn brýn. Stuðlið að því að viðhalda kjarki hálfrar miljónar af her- mönnum vorum, sem nú eru í þann veginn að hefja hörð- uslu baráttu, sem sögur fara af. Rauði krossinn gerir lif þúsunda af stríðsföngum ánægjulegra. Yfir 2,000.000 bögla voru sendir þeim árið sem leið og meira þarf að senda 1943- Menn vorir í Canadiskum og brezkum sjúkrahúsum, þarfn- ast hressandi heimsókna frá starfsfólki Rauða krossins. Hjálp Rauða krossins við skipreika siglingamenn, er nauð- synleg og þolir enga bið. Heimilislausir munaðarleysingjar, frænda vorra og samherja vorra, sjúkt og húngrað fólk vítt um heim — miljónir í Rússlandi, Grikklandi, Kína, og hjá öðrum hinna sameinuðu þjóða — þarfnast matar, með- ala og aðhlynningar Rauða krossins. Þörfin umlykur allan heim; kostnaðurinn í ár margfaldast. Farið að fyrirmælum hjartans; opnið pyngjuna og sýnið örlæli. Munið að þér eruð Rauði Krossinn! CANADIAN RiDCROSS GEFIÐ--Mannlegar þjáningar hafa aukist Local Campaign Headquarters 420 Main St. Thelephone Number 93 105 Mynd þessi sýnir vinnustofu í Canada, þar sem sjálf- boðaliðar Rauða krossins víðsvegar um Canada, eru önnum hafnir við að búa um böggla til fólks á Bret- landi, sem sárast hefir verið leikið af völdum þýzkra jprengjuárása. 20 milj. böglar voru sendir árið sem leið. Guðbjörg Johnson, Betel $5.00. Mrs. Asdís Hinriksson, Betel 10.00. Miss Margrét Vigfússon, Betel $5.00. Mrs. Guðrún Sig- urðsson, Betel $4.00. Mr. Svein- björn Björnsson, Betel $10.00. Mrs. Karolína Ásbjörnsson, Betel $5.00. Mrs. Anna G. K. Jónsson, $6.00. Mr. Sigurður Sigurðsson, Betel $5.00. Mrs. Anna Una Jónasson, Betel $3.00. Mr. Sigur- jón Lingholt, Betel $5.00. Mrs. Friðrikka Sigtryggsson, Betel $4.00. Mrs. C. E. Hill, Armstrong, B. C. $10.00. Ónefnd, Gimli, Man. $5.00. Mr. og Mrs. G. Elíasson, Gimli, Man. $5.00. í minningu um Margréti Sigurðardóttir, sem andaðist að Betel 27. júlí 1942. Alrs. Kristján Pálsson, Gimli, Man. Kaffi-dúk. Samskot á af- mælissamkomu Betels í Fyrstu lútersku kirkju 1. marz $214.10. Það gleður nefndina að svona margir muni eftir Betel á af- mælisdegi þess. J. J. Swanson, féhirðir. 308 Avenu Bldg. Winnipeg. Icelandic Canadian Club hélt þjóðræknisþingssamkomu sína á þriðjudagskvöldið 23. febrúar; var hún fjölmenn, mátn lega löng og að mörgu leyti ánægjuleg. Mr. Árnr G. Eggerts- on K. C., forseti félagsins, stjórn aði samkomunni; skýrði hann frá tilgangi félagsins og starf- semi þess; taldi hann útgáfu tímaritsins Icelandic Canadian eitt með því mikilvægasta, sem félagið hafði með höndum á um- liðnu starfsári. Þá skemti barnakór Laugar- dagsskólans með tvírödduðum söng. Söng kórinn alls, fjögur íslenzk lög, Mrs. H. F. Daníelson hafði æft börnin með aðstoð Mrs. S. B. Stefánson. Skýrði Mrs. Daníelsson frá því að vegna kveffaraldurs hefðu mörg barn- anna ekki getað komið; ef eitt- hvað yrði áfátt við sönginn fyrir þessa ástæðu, myndu börn- in bæta það upp á sinni eigin samkomu, sem verður haldin 17. apríl. En litla söngfólkið leysti hlutverk sín af hendi með prýði og var söngkennara sínum til sóma. Raddmagnið var eðlilega ekki eins sterkt eins og ef þau öll hefðu verið þarna, en söng- urinn var yndisþýður og hljóm- fagur og raddirnar í góðu sam- ræmi. Hvert orð heyrðist greini- lega og börnin túlkuðu viðfangs- efnin af skilningi og sumstaðar af list, eins og bergmálið í skóg- inum í hinu fagra lagi “t skógi”. Aðalræðuna flutti Mr. G. S. Thorvaldson M.L.A.; hvað hann framtíð lýðræðisins því aðeins borgið, að frjálsræði einstakl- ingsframtaksins yrði ekki skert. Kvennasöngflokkur undir stjórn Miss Snjólaugar Sigurd- son vakti mikla hrifningu hjá áheyrendum. Voru flest lögin sem flokkurinn söng valin úr Söngvasafni Sveinbjörnsson’s og jók ekki lítið á fegurð söngv- anna hið undurfagra fy^gispil tónskáldsins. Söngflokkur þessi hefir sungið víðsvegar í borg- um við ágætan orðstýr. Söng- meyjarnar og söngstjóri þeirra voru .mjög glæsileg í hinum til- MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR komumikla íslenzku búningum. Að lokum voru sýndar tvær stuttar kvikmyndir; sú fyrri sýndi flugvéla framfarir í land- inu á síðastl. árum; hin síðari var af fögrum stöðum í Kletta- fiöllunum. I. M. J. Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. He # “ Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 7. marz 1943. Leslie—kl. 2.30 ensk messa. B. T. Sigurdsson. ♦ ♦ ♦ íslenzk guðsþjónusta í Vancouver, verður ef Guð lofar, haldin í dönsku kirkjunni á E 19th Ave. og Burns St., sunnudaginn 14. marz kl. 7,30 að kvöldinu. Allir boðnir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 7. marz messar séra H. Sigmar á Mountain kl. 2.30 e. h. Messað verður á ensku. Allir boðnir og velkomnir. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 7. marz. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7. síðd. Föstumessur í heimahúsum í mismunandi hverfum bæjarins á miðvikud. kl. 7,30 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Áætlaðar messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 7. marz. Betel kl. 9,30 árd. Gimli, kl. 2. síðd. Sunnudaginn 14. marz. Betel, kl. 9,30 árd. Húsavík, kl. 2. síðd. S. Ólafsson. Wartime Prices and Trade Board Síðasti smjörseðillinn sem not- aður verður í gömlu skömtunar- bókunum er númer níu, hann gekk í gildi fyrsta marz en fellur úr gildi 14. marz. Smjör- seðill númer 1. í nýju skömt- unarbókinni gengur ekki í gildi fyr en tíunda marz, númer 2. gengur í gildi 20. marz, en númer 3 gengur í gildi 27. marz. Allir þessir 3. seðlar falla úr gildi aftur 30. apríl 1943. * * * / Kaffiseðlar númer 1. og 2. í nýju bókunum ganga í gildi 6 marz. Sykurseðlar númer 1. og 2. ganga einnig í gildi 6. marz. * * * Síðan mjólkurverðið var lækkað 16. des. 1942, hafa marg- ar spurningar borist W. P. & T. B. frá neytendum og mjólk- ursölum. Árangurinn er, að nauðsynlegajr breyftingar hafa verið gerðar hér og þar. I sumum tilfellum hafa mjólkur- salar selt með svo lágu verði að þeir hafa orðið að biðja um Útvarp á íslenzku Á sunnudagskvöldið 14. marz, n. k., verður íslenzkri guðsþjónusiu útvarpað frá Fyrstu lútersku kirkju I Winnipeg yfir stöðina CKY í Winnipeg. Útvarpið hefst klukkan 7. síðdegis. Nánar auglýst síðar. verðhækkunarleyfi til þess að mæta auknum kostnaði á skepnum, fóðri og vinnuhjálp. En neytendum finst aftur á móti að þeir eigi heimtingu á verðlækkuninni sem var fyrir- skipuð þeim til hagnaðar. Til þess að verðið geti orðið sem sanngjarnast gagnvart öllum, þarf að hækka það og lækka eftir kringumstæðum. 1 sumum bygðum er markaðurinn ótak- markaður og þar er því lítið hægt að gera til að hjálpa. í öðrum bygðum hefir markaður- inn verið takmarkaður og há- marksverð sett. Þar sem verð- 'setning hefir átt sér stað mega mjólkursalar selja fyrir tiltekið verð, með tveggja centa afslætti. T. d. ef hámarksverð er 10 cent. mega mjólkursalar selja fyrir 8 cent til neytenda og fá svo tveggja centa uppbótina frá stjórninni, alt 10 cent. Ef há- marksverðið í bygðinni er 9 cent, mega neytendur borga 7 en stjórnin 2, alls 9. Ef verðið er 8 cent, borga neytendur 6 en stjórnin 2, alls 8 cent o. s. frv. Spurningar og svör. Spurt. Þegar maður lætur skoða augun og fær sér gler- augu í fyrsta skifti, verður mað- ur að borga allan kostnaðinn þá þegar, samkvæmt reglugerð- unum? Svar. Reikningar fyrir þess- konar hjálp eru undanþegnir lánalögunum. Spurt. Verður reikningur fyrir tánnlæknishjálp að borgast strax, hversu hár sem hann kann að vera? Svar. Það fer alt eftir því hvernig samningar hafa verið gerðir. Reikningar fyrir læknis- hjálp eða viðgerðir á tönnum eru ekki háðir lánalögunum. Spurt. Hefir verð hækkað nokkuð á lérefti eða sirzefni? Svar. Verðið hefir ekki hækk- að neitt fram yfir það sem selt var fyrir á hámarkstímabilinu. en nýjar gerðir eða munstur eru nú takmörkuð, og þarf af leiðandi verður sama munstrið kannske notað á fleiri en eina tegund af vefnaðarvöru. Spurt. Fyrir þremur mánuð- um hækkaði mjólkursalinn okk- ar verðið á mjólkinni frá áttu centum upp í tíu cent pottinn, en lækkaði ekki verðið aftur ofan í átta cent 16. des., þegar öllum var skipað að lækka það um ,tvö cent. Á ekki sú verð- lækkun við jafnt í smábæjum sem annarsstaðar? Svar. Mjólkurverðlækkunin á við um alla Canada, þú ættir að senda nafn mjólkursalans inn til “Milk Control Board of Manitoba”. Það er mögulegt að hann hafi hækkað verðið án leyfis, þegar hann hækkaði það fyrir þrem mánuðum, og þetta verður þá einnig rannsakað. Spurt. Maðurinn minn tilheyr- ir “Veterans Guard” í Vanc- ouver B. C. en fær nú tveggja vikna heimfararleyfi. Getur hann fengið skömtunarspjald? Svar. Hann getur fengið tveggja vikna skömtunarspjald. með því að fara á næstu skömt- unarskrifstofu og sýna nauðsyn- leg skírteini. Skömtunarspjald- inu verður hann svo að skila aft.- ur áður en hann fer. Spurt. Er manni bannað sam- kvæmt lögum að ferðart í bif- reið til bæjar sem er í 50 mílna fjarlægð? Svar. Það er engin takmörkun á vegalengd þegar ferðast er í bifreið sem er prívat eign. Það eru bara leigubílar sem ekki mega ferðast út yfir 35 mílna vegalengd án sérstaks leyfis. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg- NATIONAL SELECTICE SERVICE HERKVAÐNING EINHLEYPRA MANNA Brýn tilskipun, gefin út af hans hágöfgi, landsstjóran- um í Canada, mælir svo fyrir, að viss flokkur ein- hleypra mann verði að skrá setjast tafarlaust til her- þjónustu samkvæmt Nati- onal Selective Service Mobilization reglunum. Einhleypir menn, er nú verða að skrásetjast eru þeir, sem fæddir voru á ár- unum frá 1902 til 1923, að oáðum árum meðtöldum, og sem ekki höfðu áður þegið læknisskoðun samkvæmt herkvaðningarlögunum. Menn, sem þegar eru í herþjónustu, eru undan- þegnir þessum fyrirmælum, en þeir, sem leystir hafa verið úr herþjónustu, en ekki verið skoðaðir af lækni samkvæmt áminstum herútboðslögum, verða að skrásetjast nú. “Með einhleypum mönnum, sem nú verða að skrá- setjast, er átt við þá menn alla— fædda á einhverju hinna áminstu ára, og sem ekki hafa þegið læknisskoðun samkvæmt herút- boðslögum, er lýst er sem hér segir:—"þá. sem voru ókvæntir 15. júlí 1940, eða barnlausa ekkju- menn, eða voru skildir að lögum, eða slitið höfðu samvistum með dómarasamþykl, eða orðið höfðu ekkjumenn án barns eða barna." Á það er bent, að sérhver sá maður, sem var ókvæntur 15. júlí, 1940, en kvæntist eftir þann tíma, skuli enn skoðast “ókvæntur”. Við skrásetninguna skal nota eyðublöð, sem fást hjá póstmeisturum, National Selective Service embættismönnum og skrásetningarstjórum Mobil- ization Nefndanna. Sektir liggja við gegn vanrækslu skrásetningar. DEPARTMENT OF LABOUB HUMPUREY MITCHELL A. MacNAMARA Minister of Labour Director, National Selective Servic®

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.