Lögberg - 11.03.1943, Side 1

Lögberg - 11.03.1943, Side 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. MARZ 1943. NÚMER 10 Símskeyti og bréflegar kveðjur til Þjóðræknisþingsins Greenbay, Wisconsin, 24. febr. Honorable Richard Beck, Icelandic National League, Winnipeg, Man. I feel deepest sense oí grati- tude from honor you have shown nae in making me an honorary member of your progessive League. Sorry cant’t be there. Have been working very hard day and night three years on new invention which may mean rouch in winning this war. Will be finished soon. C. H. Thordarson. Evanston, Illinois, 22. febr. Prófessor Richard Beck, Forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Kæri herra! í tilefni af hinu árlega Þjóð- ræknisþingi íslendinga í Vest- urheimi, sem nú stendur yfir, sendi eg hugheilustu kveðjur og árnaðaróskir frá íslendingafélag- inu “Vísir” í Chicago. Við hefð- um gjarnan viljað hafa fulltrúa a því þingi, en vegna fjarlægð- ar er okkur það ekki unt. En við erum með ykkur í anda og óskum ykkur góðs geng la og farsællar framtíðar. Með virðingu og vinsemd. S. Árnason, forseti “Vísis”. Blane, Wash. Febr. 23 ’43. tcelandic National *League. Gare Heimskringla Cor Sargent and Banning, Wpg. Wishing you Suceessful and. enjoyable annual meeting. Set °hair for me Wednesday night. Will be there in spirit. Á. E. Kristjánsson. • Kveðja til Vestur-Islendinga Eftir Árna G. Eylands, forseta ^ióðræknisfélagsins 'á íslandi. Kæru Islendingar í Vesturheimi, landnámsmenn hins nýja heims. Þegar þessi kveðja leggur af stað frá gamla landinu. er hér skammdegi. Það grúfir yfir ís- ^andi og setur nokkur merki á hin daglegu störf þjóðarinnar, a hug hennar og tilfinningar. Ln senn er skammdegið víkj-' andi. Við horfum fram til þess að því létti. Þau ljósaskipti nálg- ast að daginn lengir, sólin hækk- ar sinn gang og vor fer í hönd. ^egar ættmenn ykkar, feður °g maeður, afar og ömmur, yfir- §afu Island, grúfði líka skamm- degi yfir landinu og þjóðinni. Ekki skammdegi eins vetrar, það var skammdegi áratuga og alda. Og því skammdegi var svo 'La farið, að margir örvæntu Urtl að því myndi nokkru sinni slota. Þeir eygðu engin Gleði- eg jól framundan sem fyrir- eit birtu og langdegis-starfs og ramfara. Þess vegna slógust ís- enzkir menn og konur í hinn ttúkla hóp, er fór um höf til uFs landnáms í Vesturheimi. eir vildu ekki una skammdeg- ___ inu lengur, þeir vildu marka sér og niðjum sínum þau sól- hvörf, er af spryttu langir dag- ar og ljósir, dagar starfs og láns. Við vitum öll, að íslenzkum landnemum í Vesturheimi tókst þetta, en við vitum líka að þeim tókst það ekki án stríðs og erfið- is, og án fórna. Það þurfti tii þess mikil framlög manndóms, orku og sjálfsafneitunar. Um skeið hafið þið íslendingar í Vesturheimi uppskorið, á marg- an hátt, launin fyrir erfiði ykk- ar, landnemanna. Hér heima skeði einnig það jólaundur, að dag lengdi og dugur vaknaði. Skammdegis- farginu var létt af þjóðinni; hún velti því af sér og stefndi fram til vors og gróðurs. íslenzkir menn og konur vestan hafs áttu oft, beint og óbeint, góðan hlut að máli. En einn ljóður hefi'- löngum verið á. Okkur löndun um beggja megin hafsins hefir tæplega verði það ljóst, sem skyldi, að við höfum átt og eig- um samleið og getum stutt hvor- ir aðra á göngu og í framsókn mót sumri og þroska. Með fé- lagssamtökum beggja megin hafs getum við miklu áorkað og komið góðu til vegar, til sam- eiginlegs þjóðarþroska, þótt greinarnar séu orðnar tvær. Þið hafið sýnt þetta með þroskuð- um félagsskap þjóðræknis og tryggðar, við viljum sýna það og stefna að því með þeim fé- lagslega nýgræðingi, sem hér er efnt til, til samstarfs við þjóð- ræknissamtök ykkar. Eg sendi ykkur frá mér og mínum, fyrir hönd Þjóðræknis- félagsins á Islandi, og fyrir hönd allra góðra Islendinga á Islandi, innilegustu ósk um heillaríkt ný- ár. Ósk um að brátt verði böli hrundið og skuggum eytt, svo að í hönd fari sólmánuðir og sáðtíð farsældar og friðar. (Ávarp þetta er meginmál Jólakveðju, sem höfundurinn ta! aði á hljómplötu í Ríkisútvarp- inu á íslandi og send var vestur um haf; því miður brotnaði plat- an í flutningi, en texti kveðj- unnar barst eigi vestur fyr en löngu eftri jól. I þeirri mynd, sem hún birtist hér, var hún lesin upp á lokasamkomu þjóð- ræknisþingsins). HEPBURN SEZTUR AÐ BÖI SÍNU. Hon. Mitchell F. Hepburn. fyrrum forsætisráðherra Ontario fylkis, og nú síðast fjármálaráð- herra, hefir nýverið látið af því embætti, og er nú eins og sakir standa, einungis óbrotinn fylkisþingmaður, hvað um hann verður síðar. Sumir spá því, að svo geti auðveldlega farið, að hann á næstunni kunni að fall- ast í faðma við Mr. Bracken. En þegar snjóa leysir, fer Mr. Hepburn sennilega að gefa sig við hvítlauksrækt á búgarði sínum í grend við St. Thomás. Mr. A. St. Clair Gordon, fram- kvæmdarstjóri stjórnarvínsöl- unnar, hefir verið skipaður fjár- málaráðherra í stað Mr. Hep- burns. Rétt eftir að frétt þessi var skrifuð, lét útvarpið þess getið, að Mr. Hepburn hefði lýst yfir því, að hann hefði ákveðið að greiða atkvæði með íhaldsmönn- um og Mr. Bracken í næstu kosningum. HELZTU FRÉTTIR ÆGIR GLEYPIR JAPANSKA SKIPALEST MEÐ HÚÐ OG HÁRI. Síðasta daginn í febrúar, var frá því skýrt í útvarpsfregnum, að japönsk skipalest, allmikil, væri á sveimi í Bismarcksjón- um, er auðsjáanlega hefði það markmið, að gera til þess tilraun að koma liði á land á New Guineu til fulltingis við þau fálmandi fylkingabrot, er þar voru enn við lýði en að því komin, að syngja sitt síðasta vers. Flug- og flotasveitir hinna sameinuðu þjóða komu þegai á vettvang, og höfðu vakandi auga á sérhverri hreyfingu hinnar japönsku skipalestar. Á mánudaginn þann 1. þ: m., létu hvorirtveggja aðilja fylkingar saman síga, og tókst þá hin snarpasta orusta; en er henni lauk eftir eitthvað um seytján stunda harða viðureign, hafði hvert einasta og eitt skip í á- minstri skipalest Japana sokkið í saltan mar, auk þess, sem 55 japanskar orustuflugvélar höfðu splundrast til agna. Bandaþjóð- irnar mistu í alt 5 orustuflug- vélar í þessari eftirminnilegu orrahríð, en skip þeirra komu öll heil á húfi út úr hildarleikn- um. Tuttugu og tvö skip alls, voru í þessari dauðadæmdu skipalesi Japana; þar af tíu herskip aí mismunandi flokkum og stærð- um. ♦ ♦ ♦ SLYSATILFELLI 1942. Samkvæmt nýprentuðum skýrslum verkamálaráðuneytisj- ins, létu 404 manneskjur lif sitt af völdum slysa í þessu landi árið, sem leið; er þetta 10 dánar- tilfellum færra af þessum or- sökum en árið 1941. Á bílveg- um landsins fækkaði slysum að mun, auðsjáanlega vegna þess, hve langtum færri bílar voru í notkun en endranær; en flug- slys, mestmegnis í sambandi við herinn, fórvi mjög í vöxt, og létu í þeim lífið 79 menn. ♦ ♦ ♦ BARÁTTAN UM TUNISÍU. Síðustu fréttir af þessum or- ustuvettvangi bera það með sér, að Rommel marskálkur er enn á undanhaldi með herskara sína í Suður-Tunisíu; hafa sveitir hinna stríðandi Frakka unnið þar allmikið á, og tekið á þess- um vígstöðvum á fimta hundrað þýzka fallhlífahermenn til fangg. Fregnir frá Algiers láta þess-jafn framt getið, að líkur þyki til, að Rommel sé að reyna að koma skipulagi á mannafla sinn í skjóli við Maretr-varnarvirkin með það fyrir augum, að hefja þaðan eina árásina enn á fylk- ingar Sir Montgomeries. ♦ -f -f ÚTGJÖLD BRETA TIL STRÍÐSÞARFA. Fjármálaráðherra brezku stjórnarinnar, Sir Kingsley Wood, skýrði frá því í þinginu á laugardaginn var, að útgjöld Breta til stríðsþarfa næmi 14 miljónum sterlingspunda á dag. ♦ ♦ f FJÁRLÖG MANITOBAFYLKIS Hon. Stuart S. Garson lagði fram fjárlagafrumvarp sitt i fylkisþinginu á föstudaginn var, og gera þau ráð fyrir -848.806 tekjuafgangi á fjárhagsárinu, sem endar 31. apríl 1944; fvlkis- skuldin hefir lækkað um $2.559.900 á síðastliðnu fjárhags- ári. RÖSTUR Á FRAKKLANDI. Franskir föðurlandsvinir hala stranglega mótmælt þeirri ráð- stöfun Vichy-stjórnarinnar, að láta Hitler fá 400 þúsundir iranskra verkamanna til þess að vinna í vopnaverksmiðjum Þýzkalands; hefir þessi ágrein- ingur leitt til uppþota í ýmsum helztu borgum Frakklands, og er mælt, að 200 þýzkir hermenn hafi af þessum ’ástæðum látið líf sitt. Talið er víst, að þeir Laval og Hitler reyni að koma fram bitr- um hefndum gegn hinum frönsku föðurlandsvinum, vegna afstöðu þeirra til áminsts máls. ♦ ♦ ♦ CORVETTAN WEYBURN FERST. Flotamálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. MacDonald. lýsti yfir því á mánudagskvöld- ið var, að Canadiska Corvettan, Weyburn, hafi nýlega farist aí völdum sprengjuárása í Mið- jarðarhafinu; er það annað Canadiskt skip slíkrar tegundar, sem sökt hefir verið á þessuir. slóðum; hitt var Corvettan Loúis burg. Sjö Canadiskir sæfarend- ur létu líf sitt í þessu síðara sjóslysi. ♦ -f STYRKTARSJÓÐUR VIÐ RÚSSA. Þegar síðast fréttist, voru framlög Manitobabúa í rúss- neska styrktarsjóðinn, komin upp í 160 þúsundir dala; söfn- un verður haldið áfram um óákveðinn tíma. -f RÚSSAR HERÐA SÓKN. Samkvæmt nýjustu fregnum af austurvígstöðvunum, haldá Rússar áfram sókn sinni, nótt sem nýtan dag, og má í raun- inni svo segja, að ekkert stand- ist fyrir þeim. Þjóðverjar hafa hafið eina gagnsóknina af annari án þess að fá nokkru verulegu um þokað. I einni þessara gagn- sókna, um 37 mílur vestur af Kursk, mistu þeir á annað þús- und hermanna, átta skriðdreka og ógrynnin öll af öðrum mis- munandi vopnabirgðum; þó sækja Rússar harðast fram ,á víglínunni, sem liggur til Smol- ensk, og eiga nú ekki eftir ó- farnar nema liðugar hundrað mílur til þeirrar borgar, sem er traustasta vígið, er Þjóðverjar enn ráða yfir í Suður-Rússlandi. > -f ♦ HAMRAMAR ÁRÁSIR Á ÞÝZKALAND. Síðustu tvo sólarhringana hafa loftherir sameinuðu þjóðanna gert eina sprengjuárásina annari meiri á helztu framleiðsluborgir Þýzkalands, svo sem Essen og Nuremberg; hve margar orustu- vélar tóku þátt í árásum þess- um, er enn eigi vitað, þó víst sé, að þær hafi skipt hundruð- um. I árásinni á Eessen mistu hinar sameinuðu þjóðir fjórtán flugvélar, en fimm yfir Nurem- berg; þess er getið til, að flug- vélatap Þjóðverja hafi orðið hálfu meira. Báðar þessar árás- ir eru sagðar að hafa valdið feikna tjóni í áminstum borgum. -f -f -f FRAMLENGING ÞINGTÍMANS Blaðið Winnipeg Free Press lét þess getið á mánudaginn, að komið væri fram í fylkisþinginu í Saskatchewan frumvarp til laga, er fram á það fari, að lengja líf núverandi þings til 1. *júlí 1944. Talið er víst, að frum- varp þetta fái framgang. LJÚKA PRÓFI í LÆKNISFRÆÐI. Tveir íslenzkir læknastúdent- ar hafa nýlokið embættisprófi i læknisfræði við Manitoba-há- skólann með hinum ágætasta vitnisburði; eru það þau Miss Ása Kristjánsson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Friðrik Kristjáns- son, 205 Ethelberth Street hér borginni, og Vilhjálmur Jóhann Guttormsson, sonur þeirra Mr. og Mrs. Vigfús J. Guttormsson á Lundar. Úr borg og bygð Food Demonstraiion. Hið eldra kvenfélag Fyrsti lúterska safnaðar hefir áformaö að standa fyrir “Food Demon- stration” sem haldin verður í samkomusalnum í kirkjunni á fimtudaginn 18. mar^, kl. 2,30 undir umsjón Miss Dorothy Falconer. Það þarf ekki að skýra na- kvæmar frá þessari samkomu því konum er alkunnugt um hvernig þeim er háttað. Og þar sem nú eru erfiðir tímar fyrir húsmæður, verður óefað gaman að heyra hvaða ráð Miss Falcon- er leggur fram til að auka og efla starf húsmæðra. Öllum konum er boðið, yngri og eldri og eru þær beðnar að hafa með sér 15 cent, sem til- lag til kvenfélagsins. Veitingar framreiddar af Miss Falconer. Fjölmennið. Jón Sigurðsson Chapter I.O.D.E. Jóns Sigurðssonar félagið heldur sitt árlega spilakvöld í fundarsal Sambandskirkju, á afmælisdegi sínum, laugardag- kvöldið 20. marz. Dregið verður um tvo happadrætti, sem félag- inu hafa verið gefnir. -♦ ♦ ♦ Miðaldra kvenmaður óskast í vist úti á landsbygðinni; ma hafa með sér eitt barn. Frekari upplýsingar fást hjá S. E. Ólaf- son, 532 Burnell St., Winnipeg. * * * Mr. J. G. Stephansson frá Kandahar, Sask., er staddur í borginni þessa dagana. ♦ ♦ ♦ Bandalag lúterskra kvenna. þakkar hér með $25.00 gjöf í Námsskeiðssjóðinn frá kven- félagi Árdalssafnaðar. Hólmfríður Daníelsson, féhirðir. í herþjónustu Corporal Soffanías Lindal, gekk í herinn þann 8. janúar síðastliðinn; hann er fæddur 4. október Í918. * * * Björn Valtýr Lmdal, innrit- aðist í sjóherinn þann 1. okt. 1941; hann er fæddur 31. ágúst 1915. * * * Þessir mannvænlegu bræður eru synir þeirra Mr. og Mrs. C. F. Lindal, sem búsett eru í bænum Langruth hér í fylkinu. Óskalandið Lesið á lokasamkomu Þjóðræknisþingsins. Hyllir yfir hrannasjá himinfjöll með hvíta tinda. Uppfyllist hin insta þrá íslendings að fá að sjá opna faðminn fjöllin blá, fagra dalnum trygðir binda. Hyllir yfir hrannasjá himinfjöll með hvíta tinda. Óðum styttist leið til lands, löndin tengir andans kraftur.’ Hugarorku afrek manns óðum nálgast draumsjón hans. Bráðum landa fleygur fans Fjallkonunni heilsar aftur. Óðum styttist leið til lands, löndin tengir andans kraftur. Til er annað óskaland, er við lengst og heitast þráum, þar sem verður bitrum band breytt í plóg að græða sand, þar sem ríkir bræðraband búin lágum jafnt sem háum. Það er andans óskaland, er við lengst og heitast þráum. Við erum enn í óðum sæ. Er ei sokkið landið vona? Eru ei kalin andans fræ öllu góðu fleygt á glæ? Myrkravöldin murka hræ mannkyns bestu dætra og sona. Við erum mitt í sorgarsæ, sokkið virðist landið vona. Áfram þokast okkar fley oft þó miklar dýfur taki. Sokkin er ei vor sæluey. Sonur óskalandsins, þrey! Þol og bíð og æðrast ei, enn er sól að skýjabaki. Áfram þokast okkar fley oft þó miklar dýfur taki. Mannúð sigrar, fólskan flýr, fæðist heimur nýr og betri. Alheims bróðurandi nýr Eden til úr víti býr, eins og röðull hár og hlýr himneskt vor úr köldum vetri. Mannúð sigrar, fólskan flýr, fæðist heimur nýr og betri. Steingrímur Arason.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.