Lögberg - 11.03.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.03.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 11. MARZ 1943. Dóttir fangavarðarins s,'i',',',',','i','i','tt'i','i',',',','S,',','i','i','i', Málarinn. 1 upphafi átjándu aldar bjó í Feneyjum ung- ur málari, sem hét Ríva; var hann síðasta af- sprengi gamallar og vel metinnar ættar lengsf framan úr öldum. Hann hafði tekið höll litla að erfðum eftir föður sinn, stóð hún meðal skrauthýsa skamt frá Rialto-brúnni. Nú bjó hann með roskinni konu er hann hafði fyrir matselju. Það var einhvern dag, að úrsúla gamla hóf mál sitt á þessa leið: “Æ, meistari! Ætlið þér aldrei að gifta yður?” “Þegiðu kerling,” svaraði málarinn hlæjandi . “það smáfærist nær því takmarki, en það ættir þá að hafa í huga að hvenær, sem eg gifti mig eru sæludagar þínir á enda. Hefurðu munað eftir því gamla kona.” “Nei.” Matseljan hrökk við, hún hafði ekki munað eftir því. “Hvernig geðjast þér að því að eg gangi að eiga Gióvu Masanó hina fögru?” hélt málarinn áfram tali sínu, og hafði gaman af hve kerl- ingin varð skelkuð. “Það gerir þó yðar náð aldrei,” sagði Úrsúla. “Hafa Masavarnir ekki verið ættarfjendur yðar? Og hefir ekki ofstopamennið Gueseppi bróðir Gíovu, nú fyrir skemstu smánað mál- verk þín er þér hafið sýnt? ónei, Ríva. Gang- ið aldrei að eiga konu úr þeirri ætt.” “Þú hefir rétt að mæla,” svaraði málarinn, cg brann eldur úr fögru augunum. “Faðir minn fór halloka fyrir þessu þrotlausa hatri, og þó eg sé fátækur, þá er eg orðinn miðdepili alls haturs þessarar ríku og voldugu ættar, af því eg hefi neitað að selja þeim þessa litlu höll föður míns, er stendur á þessum yndis- fagra reit, en hvernig sem fer, hefi eg góða samvizku og gott sverð einnig ef á þarf að lialda.” “Æ, göfugi herra,” sagði úrsúla og varp óndinni. “Eg verð um leið að segja -þér að Guiseppi gengur hér oft fram hjá glugganum, cg horfir fullur hroka á hús yðar, eins og hann hugsaði: Það skal ekki bíða lengi að eg sjálfur eigi höll þessa til íbúðar.” “Eg býst þó við að það geti dregist nokkuð lengi gamla góða kona, því nú sel eg olíu- málverkið og vona að við getum lifað á and- virðinu áhyggjulaust næsta ár.” “Ág^ett, bezti herra!” sagði matseljan, “en þó er það mitt álit, að hyggilegast fyrir yðu^ væri að giftast einhverri ríkisstúlkunni í Fen- eyjum og bjóða svo fjandmönnum þínum byrg- inn.” “Aldrei kom mér í hug að þú værir svona langsýn, úrsúla,” sagði málarinn og hló, “en lofaðu mér nú að vera einum, eg þarf að hafa rökkrið til að hugleiða ýmislegt.” Matseljan fór, og málarinn tók að ganga um gólf í rúmgóða herberginu. Á veggjunum héngu hálfgerð og fullgerð málverk. Hann nam oft staðar, leyt út um opinn gluggann og út á Rialtó-brúna þar sem birtuna lagði frá ljósker- unum og út á dimmann vatnsflötinn. Dómara- liöllin og hin svonefnda “Andvarpa-brú”, er lá að þingsalnuum var uppljómuð. Uppi undir þaki á þingsalnum voru einhverjir hræðilegustu fangaklefar heims, hinir illræmdu “Blýþaka- klefar”. Eftir að málarinn hafði virt fyrir sér þennan nafnfræga hluta bo/garinnar, sneri hann frá giugganum, og ætlaði sér að fara að ganga um gólf aftur. í sama bili heyrði hann eitt- hvað þrusk fyrri aftan sig. Glugginn hrökk upp og maður kom inn um hann og lét hann aftur á eftir sér, kom svo inn í herbergið. “Hver er þar?” spurði málarinn. Sá ókunnugi hafði ekki gert ráð fyrir að hitta þar mann fyrir, kiptist við, svo málarinn hélt að þar væri þjófur genginn í greipar sér. “Hver eruð þér?” spurði hann aftur “Hafið meðaumkun með mér,” svaraði maður þessi og stundi við. “Hvað heitið þér?” “Gonsalov”, sagði hinn með dálitlum þótta. “Hvað. Hafið þér verið í ráðinu?” “Já, svo er það, en svo sem yður er kunnugt hefi eg nú í 10 ár setið fangi undir “Blýþökun- um”. Það gengur næst kraftaverki, að mér skyldi takast að strjúka, en af því stökkið var hátt, fótbrotnaði eg og því er mér ómögulegt að komast lengra. Ó, göfuglyndi herra! hver sem þér aruð, þá leynið mér ógæfusömum sak- leysingja, sem í 10 ár hefir þráð frelsi sitt. Hver cruð þér drenglyndi Feneyingur?” “Eg heiti Paolo Ríva.” “Þá eruð þér sonur bezta vinar míns, er eg frétti að til hinstu stundar, hefði ekkert látið ógert að bjarga mér úr bölvuðum “Blýþaka- klefanum”, æpti Gonsalvo. “Eg veit að þér munuð ekki svíkja mig í hendur kvalara minna svo framarlega að þér líkist eitthvað föður yðar.” Málarinn varð gagntekinh af meðaumkvun og mælti: “Verið þér óhræddur um það herra Gansalvo, cg þótt dauðarefsing sé lögð við leyna ein- hver strokumanni mun eg ekki afhenda yður.. Komið með mér til úrsúlu gömlu og hana læt eg vísa yður á fylgsni þar sem lögregluþjón- arnir finna yður ekki.” “Verið margblessaður fyrir það,” sagði flótta- maðurinn og fylgdi málaranum. Þegar þeir voru gengnir úr herberginu laum- aðist maður fram hjá glugganum að utan. Hann tautaði við sig þessi orð: “Þar býðst mér færið, cg nú samstundis fer eg til lögreglustjórans svo hann geti dregið hann út úr þessu fallega hreiðri.” Sá er þannig hugsaði var einn af aðalsmönn- um þeim, er eftir geðþótta sínum stýrðu þessu volduga lýðveldi, en áður en hann kæmist að fangelsinu, heyrði hann kallað með voða hljóð- um: “Hann er horfinn! Hann er strokinn! Og svo tók hver við af öðrum. í höllinni varð alt í uppnámi. Lögreglustjórinn réði sér ekki fyrir heift á fangavörðunum og hótaði þeim hræði- legustu pintingum, ef ekki hefðist upp á stroku manninum. “Hvað gengur á?” spurði aðalsmaður nokkur og tróð sér inn í mannþröngina. “Gonsalvo er strokinn, herra”, svaraði lög- reglustjórinn. “Fangavörðurinn missir höfuðið,” sagði að- alsmaðurinn. “Ó, herra Masana! Náð! Náð!” æpti rödd ein, og um leið fleygði fangavörðurinn sér flötum fyrir fætur aðalsmannsins. “Stattu upp,” sagði hann með drambi. “Að þessu sinni sleppið þér með hræðsluna eina saman. Verið hægir piltar! Gonsalvo er sama sem tekinn. Komið þér lögreglustjóri með þjóna yðar til húss litarklíningsmannsins Ríva, þangað hefir landráðamaðurinn leitað, og þar hefir hann fengið góðar viðtökur og falinn. Eg komst að því fyrir sérstakt atvik.” “Það er óhugsandi herra”, mælti lögreglu- stjórinn mjög undrandi, “að Ríva hafi skotið yfir hann skjólshúsi.” “Haldið yður saman”, svaraði aðalsmaður- inn. “Komið með mér og þá sannast það er eg segi.” Lögreglustjórinn kallaði á þjóna sína og far- ið var að leita að flóttamanninum. Fimtán mínútum eftir var sleginn hringur um hús málarans og lögreglustjórinn gekk inn. “Vér erum komnir til að leita að stroku- manninum og landráðamanninum Gonsalvo, herra” mælti lögreglustjórinn við málarann, er varð skelkaður, og vér óskum eftir að leita í húsi yðar, svo sem hálfan klukkutíma.” “Eg lýt valdi yðar, og verð að samþykkja beiðni yðar.” “Vér skulum verða fljótir, herra,” sagði lög- reglustjórinn kurteyslega. Síðan skipaði hann þjónum sínum að dreifa sér um öll herbergi hallaripnar og leita vandlega. Á meðan það fór fram beið lögreglustjórinn hjá málaranum og talaði við hann. “Hver hefir sagt yður að eg hafi falið stroku- manninn?” spurði málarinnýeftir dálitla þögn. “Yðar náð fær nógu snemma að vita það. Kærandinn segir að Gonsalvo hafi farið hér inn og sé geymdur hér, en yðar náð getur verið als ókvíðinn, því ef vér finnum hann ekki, dettur málið auðvitað niður.” Meðan þeir þannig töluðu saman, leituðu lögregluþjónarnir um alla höllina, og létu for- ingja sinn vita að þeir yrðu einkis varir. “Vér höfum hér ekkert upp úr krafsinu, og hver svo sem af íbúum þessarar heilögu borg- ar væri líklegur til að hjálpa landráðamanni?” sagði lögreglustjórinn. Hann var að fara þegar maður kom fram á sjónarsviðið og beindi málinu í óhagstæða átt, það var Guiseppi Masanó. “Hvað, hafið þér enn ekki fundið stroku- manninn?” “Nei, herra”, sagði lögreglustjórinn. “Gott og vel! Hann hlýtur þó að vera hér, cg við getum beðið,” sagði aðalsmaðurinn og blammaði sér ofan í hægindastól, eins og hann væri heima hjá sér. Ríva fölnaði af gremju, gekk til mótstöðu- manns síns og mælti: “Herra Masanó. Höll þessi er eign Ríva-ætt- arinnar óvina yðar.” “Eg veit það,” svaraði Guiseppi Masonó, “þó áiít eg, — sendimaður þingsins — að hún sé orðin ríkiseign.” “Hvers vegna,” sagði málarinn. « “Af þeirri ástæðu, að sá sem hefir átt hana er kærður fyrir svik gagnvart þjóðveldinu, og verður að hálfum klukkutíma liðnum kominn undir blýþökin,” svaraði Masanó kuldalega. Lögreglustjorinn, sem hafði gott álit á málar- anum fyrir kyrlátan lifnað og fyrir íþrótt hans, varð skelkaður og leit undan framan í að- alsmanninn. “Sem embættismaður þjóðveldisins, skipa eg yður að taka mann þenna fastan,” kallaði nú Guiseppi Masanó í hátíðlegum róm. “Fyrir hvað er hann kærður?” spurði lög- reglustjórinn. “Kemur yður ekkert við,” svaraði Mosanó kuldalega “Hvar er handtökuleyfið? Án þess get eg ekki tekið neinn fastan og flutt í blýþaka- klefana.” “Hér er það”, sagði Mosanó, og dróg upp skjal. “Það er undirritað af tveimur þjóðstjórum, og því verð eg að taka yður fastann tigni Ríva. Vér vonum að yður takist innan skams að sanna sakleysi yðar.” Það var árangurslaust þó málarinn mótmælti þessu, og þó Úrsúla gamla grátbændi þá há- stöfum um náð og miskunsemi og þó lögreglu- stjórinn væri honum velviljaður, með því hann vegna embættisskyldu sinnar var knúður til að flytja hann til loftklefanna undir blýþök- unum. * Fangelsið. Þegar þeir komu til stjórnarbyggingarinnar var Ríva leiddur fyrri þingskrifarann, er hafði yfirumsjón með föngunum. Hann virti mál- arann fyrir sér sem fljótast og bauð svo að fara með glæpamann þenna í klefann nr. 7. “Hafðu vakandi auga á honum Dolce,” sagði skrifarinn við fangavörðinn. Hann hneigði sig þegjandi, og benti svo þessum nýja fanga að koma með sér. Fyrst gengu þeir upp marga stiga og tók þá við langur gangur, sem náði gegnum þessa miklu byggingu. Loks nam fanga vörðurinn staðar, losaði lykil stórann frá belti sinu og lauk upp járnsleginni hurð. “Gangið inn,” skipaði hann svo. Báðir gengu inn í dimmann klefa. Þakið var úr traustufn bjálkum og hallaðist mjög. Annarsvegar vart manngengt, en hins vegar aðeins 3—4 fet. “Viljið þér fá rúm?” spurði fangavörðurinn. veslings málarann, sem var að virða fyrir sér þenna hræðilega framtíðardvalarstað sinn með óumræðilegri skelfingu. “Já, látið tafarlaust sækja rúmið mitt.” Fangavörðurinn^ypti öxlum. Þessa nóttina verðið þér að gera vður að góðu að vera án þess, því nú er það orðið um seinan,” sagði hann. Svo setti hann ljóskerið ofan á gólfið og fór út, og skildi fangann einan eftir með örvæntingu sína. Fáeinar mín- útur stóð hann sem höggdofa, svo varð honum ósjálfrátt að strjúka hendinnu um hár sitt, er dökkt og þykkt féll yfir ennið. “Heilaga jómfrú! Hvílíkt ógurlegt heimkynni er þetta,” æpti hann upp. “Getur það skeð, að eg sem aðeins lifi fyrir list mína, verði látinn líða hér þann hræðilegasta dauðdaga. Nei, það er ekki hugsandi að svo verði. Eg verð að ná aftur frelsinu þó það kosti mig lífið.” Hann þreifaði fyrir sér í fangelsisklefanum. Allstaðar þar sem ljósglætuna úr ljósberunum lagði eftir gólfinu, sá hann rotturnar laumast burt og hverfa í rifurnar. Fanginn hafði þann mesta viðbjóð á þessum ósvífnu dýrum, en nú varð hann að ganga fram af sér, hugsaði hann. Þetta voru þó einu skepnurnar er hann hafði í einverunni. Þegar hann hafði kannað klef- ann eftir vild, féll hann loksins í svefn á stein- hörðu gólfinu, og gleymdi breytingunni er var orðin á kjörum hans. En ekki átti hann lengi að fá að véra í þessu algleymisástandi. Hann hrökk upp við einhverja undarlega tilkenningu og sér til mikils viðbjóðs, sá hann 'að hópur aí rottum stökk ofan af honum, og hlupu tíst- andi og skrækjandi út í horn á klefanum. “Guð minn! Hvílík voðaleg framtíð bíður mín. Þúsund sinnum væri betra að láta lífið strax.” Ljósið á ljóskerinu logaði enn og sendi drauga lega glætu um fangelsið, og varð hann var við að rotturnar voru að ná sér eftir hræðsl- una, og koma nær. Hann gat ekki sofnað aftur og fór að ganga um gólf og var að hugsa ráð hvernig hann gæti losnað við rotturnar. Honum jafnvel datt í hug að biðja fanga- vörðinn um eitur, en sá, að til þess feng- ist hann ekki. Hann vakti svo það sem eftir næturinnar, og þegar dagaði fór hann að hlusta hvort hann ekki heyrði til fangavarðar- ins, en hann heyrði ekkert, Um síðir tók hann eítir því, að einhver læddist að dyrunum, hurð- in laukst upp með miklu ískri í hjörunum, og Dolce gekk inn. Ríva átti nú kost ó að veita honum eftirtekt. Þóttist hann geta lesið á svipnum að maðurinn væri gersneyddur allri samúð; honum jafnvel virtist að litlu gráu augun hafa háðslegan svip, en þó fannst hon- um skrækróma málfærið hræsnislegra. “Hvernig hefir yðar náð sofnast í nótt?” spurði hann. Ríva sárlangaði til að berja mannhræið, fyrri þenna flærðar ruddaskap, en stilti sig. “Eg ætla að bera mig upp við forsetann og þingið undir eins og mér verður sleppt,” sagði hann. “Sleppt!” Át fangavörðurinn’ eftir, “þá meg- ið þér bíða tímakorn, því hver sem fær vist í þessu herbergi, flytur ekki úr því lifandi, cg auk þess hefir þingið, skipað skrifaranum að hafa ströngustu gætur á yður, því þér séuð mjög hættulegur landráðamaður. Fyrir árið sem kemur er yður ætlað svo mikij fram- færzluupphæð, að þér getið lifað þægilegu lífi, eftir því sem gera ihá ráð fyrir í svona klefa. Svo hefir yður verið leift að hafa rúm, og mér er sú skylda lögð á herðar, að sjá yður íyrir matnum, og gera yður reikningsskil a hverjum mánuði. Hafið þér nú nokkru sér- staklega við þetta að bæta?” “Fantur!” var komið fram á varir málarans en hann stillti sig, sem fyr, það var nú kom- ið í ljós að maðurinn var hvorttveggja grimm- ur og ágjarn, þessi maður sem hét Dolce er þýðir blíður, og nafnði því ekki annað en háð við sjálfa persónuna. “Eigur mínar fær matseljan,” sagði málar- inn. Eg bið aðeins um rúmið mitt, ef hægt er þá vildi eg fá málaratækin.” Dolce yppti öxlum. “Rúmið fáið þér áreiðanlega, en viðvíkjand> málaratækjunum, þá held eg þeim sé ofaukið hér. En fyrst verður yðar náð að eta og drekka það sem er í þessari körfu.” Svo hvarf hann úr fangaklefanum. Ríva fór einnig að skoða í körfuna, borðaði dálítið en fleygði afganginum fyrir rotturnar, því hann hélt að þær yrðu spakari á nóttunni ef þær fengju sefað hungrið og vendust því- Gesiurinn. Ríva hafði verið tvo mánuði í fangelsinu. Hann var svo hægur og háttprúður í um- gengni að fangavörðurinn var orðinn dálítið viðfeldnari en áður. Þegar reikningurinn var gerður upp átti Ríva eftir 40 gillini. “Hvað á eg að gera við peninga þessa herra, ’ spurði fangavörðurinn. “Eg bið yður að skifta þeim milli fátækra, eða gefa þá fyrir sálumessu,” svaraði Ríva. Fangavörðurinn hneigði sig og lofaði að gera það er fyrir hann var lagt. Um kvöldið kom hann aftur, opnaði hurðina og mælti: “Eg færi yður geSt herra! sem verður hjá yður í nótt.” Svo kom hann inn með gamlan mann, snjóhvítan fyrir hærum, var hann fangi eins og málarinn. Þegar Dolce var farinn horfð: gamalmennið með mikilli eftirtekt innaoum klefann og svo að öðrum þræði á málarann. “Eg heiti Batteux,” mælti gamalmennið. “Eg minnist ekki að hafa heyrt það nafn fvr,” svaraði Ríva. “Það er sennilegt, því eg hefi lifað í bygg- ingu þessari yfir 40 ár, og er það af óvana- legri tilviljun að eg heimsæki yður. Eg bið yður 'að fyrirgefa ónæðið.” “Afsökun yðar er óþörf,” svaraði Ríva, “og því til sönnunar, fæ eg yður sængurdýnuna mína til að sofa á,” sagði hann og tók sæng- ina og lagði hana á gólfið. “Æ,” sagði gamalmennið og andvarpaði. “Fjörutíu ár eru nú síðan eg svaf í svona góðu rúmi.” “Hvað segið þér,” svaraði Ríva er var að leggja sig til svefns, “yður hefir þá verið mein- að rúm, sem hefðuð átt heimting á því framai' öllum öðrum, vegna aldurs yðar.” “Ó, vinur minn,” sagði gamalmennið. “eg hefi reynslu fyrir hve mannlegt líf getur þol- að. Mér hefir ekki verið fengin bústaður hér undir blýþökunum, heldur í kjallaranum.” “Eg hélt að hann væri fullur af vatni.” “Það er hann líka áreiðanlega, vinur minn- Skítugt vatnið úr næsta skurði er þar 2 fet a dýpt, og veggirnir huldir myglulagi og gor- kúlum.” “Og hafið þér öll þessi skelfingar ár staðið í vatni?” kallaði Ríva óttasleginn. “Nei, bezti samfangi, það var smíðaður pall- ur, auðvitað ekki svo mikill ummáls að eg gæti legið á honum, en í þess stað varð eg að sitja á fótum mér.” “Óumræðileg skelfing,” sagði Ríva. “í dag brotnaði pallurinn af fúa, og því var farið með mig til yðar,” hélt gamalmennið áfram. “Já, eg hefi kvalist mikið, þó mest af vatnsrottunum, sumu hefi eg vanist. Fyrsta mánuðinn sem eg dvaldi þar, datt mér ekki í hug að eg lifði ár, en nú hefi eg lifað þar, eftir mínum reikningi, 40 ár.” “Er þetta satt?” “Lífsþróttur mannsins getur vanist við margt og þolað mikið. Heilsa mín var svo traust að hún vann sigur á þjáningunum. Eg hefi oft óskað mér að vera einn í tölu þeirra heilsu- leysingja, sem vekja meðaumkun við fyrstu sýn.” Hér þagnaði gamalmennið. Svo varð löng þögn. Ríva virtist þetta alt óskiljanlegt. Loksins tók hann aftur tilmálsi “Við erum báðir teumkunarverðir, því, er ekki dvölin hér óþokindi fyrir þann, sem er , saklaus, og hefir beoið ósigur fyrir persónu- legu hatri?” “Svo getur það verið hvað yður snertir herra,” svaraði Botteux, “en öðru máli gegnir með mig þó þjáningar mínar standi í engu sambandi við sökina. Eg er ættaður úr Provence í Frakklandi og gekk þrítugur í þjónustu lýð- veldisins, og varð skömmu síðar officeri í sjó- hðinu. Skipstjórinn á skipi því er eg var á var harðstjóri. (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.