Lögberg - 18.03.1943, Síða 1

Lögberg - 18.03.1943, Síða 1
% Tilkynning um námsstyrk til Vestur- Íslendinga í íslenzkum fræðum í háskóla islands Eins og skýrt hefir verið frá í íslenzku vikublöðunum, sam- þykkti Alþingi íslande síðast- liðið vor frumvarp um styrk til íslendinga vestan hafs til náms í íslenzkum fræðum í Háskóla íslands. Fyrir stuttu síðan barst stjórn- arnefnd Þjóðræknisfélagsins til- kynning frá sendiherra íslands i Washington þess efnis, að með lögum frá 4. júlí 1942 væri kennslumálaráðherra íslands heimilað að veita vestur-íslenzk- um manni styrk úr ríkissjóði til 'fyrnefnds náms. Fylgdi þeirri filkynningu bréf frá kennslu- rriálaráðuneyti íslands þar sem ■riælst var til þess, að stjórnar- nefndin gerði íslendingum í Vesturheimi kunnug ákvæði urn. ræddra laga og tæki við um- sóknum um styrkinn. Verði sb'kar umsóknir síðan sendar úl heimspekideildar Háskóla ís- lands með tillögum stjórnar- nefndarinnar. Mun kennslumála raðuneytið síðan ákveða hver styrksins verður aðnjótandi með hliðsjón af tillögum Þjóðræknis- ^élagsins og heimspekideildar- innar. Samkvæmt þeim fyrirmælum eru ofannefnd lög því birt hér almenningi til fræðslu og sér- staklega væntanlegum umsækj- endum til leiðbeiningar: 1. gr. Kennslumálaráðherra skal heimilt að veita manni af ís- lenzkum ættum, einum í senn, Sem búsettur er í Kanada eða Randaríkjum Norður-Ameríku °S lokið hefir stúdentsprófi þar, atyrk úr ríkissjóði til náms í lslenzkum fræðum í heimspeki- öeild Háskóla Islands. 2. gr. Námsstyrkur samkvæmt 1. gr. skal miðaður við það, að nem- andinn fái greiddan hæfilegan kostnað af húsnæði, fæði og kaupum nauðsynlegra náms- bóka. Ráðherra úrskurðar kostn- að þennan, að fengnu áliti heim- spekideildar Háskólans, og skal fæðis- og húsnæðiskostnaður greiddur á mánuði hverjum fyr- irfram. 3. gr. Ráðherra ákveður, hver styrks þessa skuli verða aðnjótandi i hvert sinn, að fengnum tillög- um stjórnar Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi og heimspekideildar Háskóla Is- lands. Sá, er styrk hlýtur, skal njóta hans með hann stundar nám í deildinni, þó aldrei leng- ur en 4 ár. Athygli skal dregin að því, að í lögunum um styrkinn eru eng- in skilyrði sett um það, hvaða störfum væntanlegir námsmenn ætli að gegna að afloknu námi sínu í Háskóla íslands. Ennfrem- ur skal það tekið fram, að með stúdentsprófi mun átt við B.A. (Bachelor of Arts) próf eða jafn- gildi þess. Umsækjendur um námsstyrk þennan eru beðnir að senda umsóknir sínar til annarshvors undirritaðra fyrir 15. maí næst- komandi. F. h. Stjórnarnefndar Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi. Richard Beck, forseti. University Station, Grand Forks, N.-Dakota. J. J. Bíldfell, ritari. 238 Arlington £$. Winnipeg, Manitoba. \ HELZTU FRÉTTIR cHurchill búinn að sér. Eins og vitað var, lá ChurchilL Ursætisráðherra nýlega í lungna bólgu, og fékk eigi gefið sig vití stjórnarstörfum um hríð; nú er bann að sögn orðinn albata, og urætti í þinginu á mánudaginn; Var komu hans á þing fagnað ^ð margföldum húrrahrópum. Fkki flutti Mr. Churchill neina raeðu að þessu sinni, en fyrir- spurn vegna kafbátahernaðar jóðverja svaraði hann á þá eiu, að sameinuðu þjóðirnar Vaeru öldungis á einu máli um P*r varnarráðstafanir, sem teknar yrðu á næstunni gegn þes, sum óvinafagnaði. ^HARKOV fallin. Rússnesku hernaðarvöldin ystu yfir því á mánudaginn, að Prátt fyrir frækilegt viðnám aí alfu rússneskra varnarsveita, eíðu Þjóðverjar þá um morg- Uninn náð Kharkov á vald sitt ! ^riðja sinn síðan Hitler hóf lnurás sína í Rússland. Kharkov er fjórða stærsta borgin í Rúss- andi, 0g hefir geysimikla hern- a arlega þýðingu, vegna fjöl- *Us Járnbrautakerfis, er liggur a 0rginni og frá. Megin orust- stóð yfir í fjóra daga, og °staði hvorutveggja aðilja sUurle)gt mannfa(ll. Gagnsókn Þjóðverja á stöðvum þessum stóð enn yfir, er síðast fréttist, og var harðsnúnust í Donets- bugðunni suður og austur af Kharkov. Á norðvesturvíglínunni, sem liggur að Ilmenvatni, hafa her- skarar Nazista látið Undan síga, og eins á mið-bardagasvæðun- um, þar sem Rússar halda uppi látlausri sókn í áttina til Smo- lensk, sem teljast má aðal varn- arvirki Þjóðverja í þeim hlufa Rússlands. MILJÓNAMÆRINGUR LÁTINN. Síðastliðinn Töstudag lézt að Boca Grande í Florida, miljóna- mæringurinn ameríski, J. P. Morgan, heimsfrægur maður fyr ir margháttaða fjármálastarf- semi sína; hann var 75 ára að aldri. Mr. Morgan var að skemta sér við fiskiveiðar í Florida, er dauða hans bar að. •♦•■♦••♦■ FYRRUM BÆJARFULLTRÚI LÁTINN. Á mánudagskvöldið var, varð bráðkvaddur í áheyrendasæt' sínu í Amphitheatre hér í borg- inni, J. Fred Palmer, fyrrum bæjarfulltrúi fyrir 3. kjördeild, 69 ára að aldri. Mr. Palmer var kosinn í bæjarstjórn árið 1827, er Col.- Dan McLean lét af bæjarráðsmannssýslan og bauð sig fram til borgarstjóra. Mr. Palmer rak fasteignaverzlun um alllangt skeið. ÁRÁSIRNAR Á ESSEN. Svo magnaðar hafa loftárúsir sameinuðu þjóðanna verið á Essen upp á síðkastið, að stað- hæft er, að þýzk hernaðarvöld hafi orðið til þess knúin, að flytja á brott úr borginni megin- þorra barna og kvenna. I Essen hafa bækistöð hinaar risafengnu . Krupp-vopnaverksmiðjur, þær mestu slíkrar tegundar í heimi, og það var á þeim, sem Bretar og bandamenn þeirra vildu ná sér niðri; hafa spjöll orðið þar svo mikil af þessum orsökum, að framleiðsla hefir að minsta kostí um stundarsakir þorrið til helminga, •f •♦• -f TILLÖGUR UM ÞJÓÐFÉLAGS- LEGT ÖRYGGI. Eftirlaunaráðherra sambands- stjórnar, Mr. Mackenzie, lagði fyrir sérstaka þingnefnd á þriðjudaginn, tillögu um þjóð- félagslegt öryggi í Canada, varð- andi fólk á öllum aldri; fara þær í líka átt og Beveridge- uppástungurnar á Bretlandi. Ný- mæli þau, sem Mr. Mackenzie, og þá vitaskuld ráðuneytið í heild, telur nauðsynlegt að þing ið samþykki, fara fram á hækk- aðan styrk til barnauppeldis; og ellistyrk er nemi $30 á mán- uði, og að aldurstakmark styrk- þega sé lækkað fyrir karlmenn niður í 65 ár, en konur 60 ár. Atvinnuleysisstyrk skal hækka þannig, að hann nemi $4.80 á viku fyrir einhleypa menn, en $14.40 fyrir giftar persónur. Ör- orkubætur skulu nema $30 á mánuði fyrir einhleypa en $45 fyrir giftar persónur; sérhverj- um þjóðfélagsþegni skal trygð læknishjálp; barnsfararstyrkur skal veittur atvinnulausum kon- um, en ekkjustyrkur skal kom- ast til jafns við ellistyrk. Styrkur til jarðarfara, er á- ætlaður $100 fyrir fullorðna, $65 fyrir unglinga, en $25 fyrir börn. Þá er og ráðgert, að lagt verði fyrir þing frumvarp til laga um almennar heilsutryggingar, þar sem svo skal fyrirmælt, að sam- bandsstjórn leggur hinum sér- stöku fylkjum til vissar fjár- hæðir í slíku augnamiði. ♦ -♦- ♦ ÞINGLAUSNIR. Á miðvikudaginn var Mani- tobaþinginu slitið undir forustu hins nýja forsætisráðherra, Hon. Stuarts S. Garson; var þetta eitt hið allra friðsamasta þing, er sögur fara af; jafnvel afgreiðsla fjárlaganna fór fram svo að segja hljóðalaust; nokkurs hita var vart í umræðunum um það hvort banna skyldi veðreiðar hér í fylkinu meðan á stríðinu stæði; fyrir banninu barðist Mr. Stubbs, fyrrum héraðsréttar- dómari, og utanflokka þingmað- ur fyrir Winnipeg-borg; en svo fór að lokum, að þingsályktunar- tillaga G. S. Thorvaldson, Winni- peg, um að veðreiðar yrðu heim- ilaðar eins og að undanförnu, var samþykkt, með miklu afli atkvæða. Svo fór um sjóferð þá. . Þá kom í ljós hjá háttvirtum þingmönnum kapp nokkurt út af því, hvort banna ætti börn- um innan 14 ára aldurs aðgang að kvikmyndasýningum, eða ekki; þeim hefir verið leyft það fram að þessu; mál þetta var réttilega svæft í nefnd, og verð- ur því engu í þessu efni um brevtt að sinni. Kosinn í trúnaðarstöðu Dr. Halldór Hermannsson. Á ársfundi stjórnarnefndar menningar- og fræðafélagsins The American Scandinavian Foundation, sem haldinn var í New York borg þann 6. febrúar síðastliðinn, var dr. Halldor Her- mannsson, prófessor í norræn- um fræðum í Cornell University, Ithaca, New York, kosinn einn af forráðamönnum (Trustee) nefndrar stofnunar, en hann hefir um margra ára skeið átt sæti í útgáfunefnd hennar. Með kosningu þessari er honum mak- legur sómi sýndur og verðug til- trú, en jafnframt má skoða hana sem viðurkenningu á auknum menningarsamböndum milli ís- lands og Bandaríkjanna, er vax- andi fjöldi íslenzkra stúdenta stundar nú nám við mennta- stofnanir í landi þar. Kosning íslendings í umrædda trúnaðar- stöðu mun og mega líta á sem vott aukins áhuga í Bandaríkj- unum á íslenzkum bókmentum og menningu þjóðar vor’rar. I því sambandi má geta þess, að John Watkins, umsjónarmaður stúdenta-starfsemi The Ameri- can Scandinavian Foundation, stundar nú nám í íslenzku undir handleiðslu Halldórs prófessors í Cornell. Halldór Hermannsson varð hálf-sjötugur upp úr áramótun- um, því að hann er fæddur 6. janar 1878. Hann lauk stúdents- prófi á lærða skólanum í Reykja vík 1898 og stundaði síðan nám á háskólanum í Kaupmannahöfn 1901— 1904; en snemma á þeim árum komst hann í kynni við íslandsvinirm og fræðimanninn Willard Fiske og gerðist hon- um handgenginn og samverka- maður hans að ýmsum fræði- störfum. Síðan 1905 hefir Hall- dór Hermannsson verið bóka- vörður hins mikla íslenzka Fiske bókasafns í Cornell, en jafnhliða hefir hann haft með höndum kennslu í Norðurlandamálum og bókmenntum og verið prófessor í þeim fræðum síðan 1924. Háskóli íslands gerði Halldór Hermannsson heiðursdoktor í heimspeki Alþingishátíðarárið 1930. Islandsstjórn gerði hann Stórriddara með stjörnu af Fálkaorðunni 1939, en áður hafði hann sæmdur verið bæði Riddara- og Stórriddarakrossi þeirrar orðu. Hann er heiðurs- félagi í Bókmenntafélagi Islands og einn af elstu heiðursfélögum Þjóðræknjsfélags íslendinga í Vesturheimi. Hin umfangsmiklu fræðistörf Halldórs Hermannssonar eru íslendingum beggja megin hafs- ins löngu kunn, og leyfi eg mér að vísa til greinar minnar um það efni í Tímarili Þjóðraeknis- félagsins í fyrra. Meta landar hans hann og virða að verð- leikum fyrir þá merkilegu og þörfu stárfsemi hans. Veit eg‘ því, að eg tala eigi aðeins í nafni Þjóðræknisfélags- ins heldur einnig fyrir munn landa hans almennt í landi hér, er eg flyt honum hugheilar ósk- ir í tilefni af kosningu hans í fyrnefnda virðingarstöðu og í tilefni af nýafstöðnu 65 ára af- mæli hans. Er það einlæg ósk vor, að hans megi enrí lengi njóta á vettvangi íslenzkra fræða. Richard Beck. Jón Halldórsson Á miðvikudaginn í fyrri viku, var til moldar borinn Jón Hall- dórsson frá Kúfustöðum í Svart- árdal, fæddur á þeim bæ _þann 5. apríl árið 1875. Hann kom hingað til lands 8 ára að aldri; voru foreldrar hans og systkini komin vestur nokkuru á undan honum, og sezt að í Nýja-ís- landi; hjá foreldrum sínum ólst Jón þaðan af upp, en tók snemma að vinna fyrir sér sjálf- ur, svo sem títt var um börn íslenzkra landnema hér um slóðir, því mörg voru átökin, og mörg þau Grettistök, er lyfta þurfti á frumbýlisárunum. Jón var snemma hagur við vinnu, og kom það sér af skiljanlegum ástæðum vel, þar sem verkefnin voru bæði mörg og frábrugðin. Þann 1. marz, árið 1902, kvænt- ist Jón, og gekk að eiga Önnu Sigurðardóttur frá Hryggstekk í Skriðdal, hina mestu greindar- og tápkonu; reistu þati þegar bú í Víðisbygð, og dvöldu þar 15 fyrstu hjúskaparár sín, en fluttu að þeim tíma liðnum til Riverton og dvöldu þar lengst af sínurn samverutíma. Þeim Jóni og Önnu varð 8 barna auðið; fyrsta barnið Guð- finna Ingibjörg, dó í æsku, hin 7, sem eftir lifa, verða hér tal- in í aldursröð: María, gift Gunnsteini East- man, búsetj í Winnipeg; Ingi- björg Lillian, gift Jochum Ás- •geirssyni, rafvirkja í Winnipeg; Kristjón Sigurður, kvæntur Aðalheiði Jónasson, Winnipeg; Sigríður Felicitas, gift Edward W. Hammill, Flin Flon; Thor- berg Halldór, kvæntur Júlíönu Thorsteinson, Winnipeg; Guð- finna, gift William E. Lynch. Calgary, og Sigurbjörg Rose, gift G. A. Bardal, Winnipeg. Auk ekkju sinnar og fyr- greindra barna, lifa Jón þrjú systkini: Tistran í Goldfield, Sask., Thorbergur á Betel, og Margrét í Victoria, B. C. Öll eru börn þeirra Jóns og Önnu glæsilegt drengskaparfólk. Jón var maður bókhneigður, og laglega skáldmæltur, þó eigi kæmist hann í þeirri grein til jafns við Baldvin bróður sinn, sem var einn af snjöllustu fer- Skeytlumeisturum sinnar tíðar. Jón var hinn mesti fríðleiks- maður, og fíngerður í fram- göngu; hann var óvenju við- kvæmur í lund, og þoldi ekki vel mótbyr; hann var gleði- maður í aðra röndina og skemt- inn í vinahóp, þó vinir hans, jafnvel líka þá, findu til draum- kends alvöru — eða þunglyndis- tóns; hann var trygglundaður maður og góður drengur. Útför Jóns Halldórssonar fór fram frá Sambandskirkjunni í Winnipeg áminstan miðvikudag, að viðstöddum fjölmennum hópi ástvina og annara sam- ferðamanna. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Þökk fyrir gleðina alvöru- blöndnu, góði vinur, og sólin blessuð signi þig. E. P. J. TUNISÍA. Af vígstöðvunum í Tunisíu hafa engar fregnir borist síð- ustu daga, er máli þykja skipta; landorustur hafa enn eigi háðar verið, er nokkru verulegu ráði um úrslit; en báðir hernaðar- aðiljar þreyta daglega rann- sóknarflug yfir hinum ýmsu varnarvirkjum með það fyrir augum, að reyna að komast að hvar hvor um sig sé veikastur fyrir. Veðurfar í Tunisíu hefir verið næsta mislynt upp á síð- kastið, og umferð hin versta. Séra Guðmundur Arnason Dáinn 24. febrúar 1943. Höggvið er djúpt á hjartans mið harmur kveðinn er Frónskum lýði. Árlega fellur landnáms lið leiðandi menn og þjóðar prýði. Sjaldan fanst nokkur fremri þér fjölhæfur, lærður, prestur mætur, valmennið sitt, í valnum hér, vestur íslenzka þjóðin grætur. Alstaðar barst þú höfuð hátt, hreinskilinn sannleiks vinur svarinn. Ofvaxið þér var ærið fátt, afburða snjöllu rnáli farinn. Þurfandi fólki lagðir lið, löngum var knúð á góðvild þína. Þitt var hið æðsta mark og mið, manndóm og kærleik öllum sýna. Rökstudd og sönn þín ræða var, rífc af hugsun og kærleiks anda; vitni um andans auðlegð bar orðsnildin þín í mestum vanda. Glaðværð þú vildir glæða mest, gáfum og elju til þess fórna, ávalt það tókst þér einum bezt almennings gleði fundum stjórna. Særðir vinir með sorgarbrag senda þér ástar þökk í hljóði, söfnuður, kirkja og kvenfélag, kveðja þig elsku vinur góði. Móti þér brosi lífsins lönd, lífið nýja þér fögnuð boði, faðmi sál þína, á friðarströnd, fagur guðsríkis morgunroði. V. J. Gutlormsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.