Lögberg - 18.03.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.03.1943, Blaðsíða 8
/ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MARZ 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsáw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. •f ♦ ♦ Tea. Soldiers Welfare Committee of the First Lutheran Church " will hold a Tea on Tuesday March 23, from 3—5 in the afternoon and from 8—10 in the Evening in the parlor of tho First Lutheran Chúrch for the purpose of raising funds for Easter Parcels for our boys overseas. You all cordialy invited to attend. •f -f f Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur fund í samkomu sal kirkjunnar á fimtudaginn þ. 25. þ. m., kl. 2.30 e. h. f f f Miðaldra ráðskona óskast í vist úti á landsbygðinni; má hafa með sér eitt barn. Frekari upplýsingar fást hjá S. E. Ólaf- son, 532 Beverley St., Winnipeg. f f f Laugardagsskólinn heldur lokasamkomu sína 17. apríl n. k. Fjölbreytt skemtiskrá er í undirbúnirigi. Áríðandi er að börnin sæki hvern einasta laugardag sem eftir er af skólaárinu og komi stþndvíslega. Hafið 17. apríl í huga. Engan mun iðra þess, að sækja hina íslenzku samkomu barnanna. f f f Þakkarorð. Við undirrituð tjáum þeim öllum hér með vort hjartans þakklæti, er auðsýndu okkar elskaða eiginmanni og föður, Pétri Magnússyni, kærleiksrík.i umönnun í sjúkdómslegu hans, og heiðruðu útför hans með nærveru sinni og blómagjöfum. Við biðjum Guð að launa öllum þessum góðu vinum, auðsýnda ástúð, er þeim mest liggur á. Gimli, Man. 15. marz 1943. Pálína Magnússon Lára Magnússon Frangos Frank Magnússon. f f f KARDÍNÁLI LÁTINN. Síðastliðinn þriðjudag lézt á sveitabýli sínu í Huntingford, Hinsley kardínáli, æðsti for- ráðamaðUr rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Bretlandseyjum, freklega 77 ára að aldri; hann var í mörg ár kennari við kaþólska prestaskóla innan Bret lands og utan, þar til honum hlotnaðist erkibiskupstign. M essu boð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * # « Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 21. marz. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7. síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. f f f Áæilaðar messur í Gimli presiakalli: Sunnudaginn 21. marz. Gimli kirkja, kl. 2. -síðd. S. Ólafsson. f f f Sunnudaginn 21. marz messar séra H. Sigmar á Gardar kl. 2,30. Föstumessa. Allir boðnir velkomnir. Laugardaginn 6. febr. lézt að Weyburn, Sask. Guðbrandur Guðbrandsson á áttræðisaldri; fæddur að Hólmlátri á Skógar- strönd í Snæfellsnessýslu 9. okt. 1869. Foreldrar hans voru þau Guðbrandur Guðbrandsson og Lilja ólafsdóttir búandi ao Hólmlátri. Hann skilur eftir systur hér í landi og skyldmenm önnur. Guðbrandur var greftrað- ur í grafreit Weyburn-bæjar. f f f Hjarlans þökk. Börn Fanneyar sál. Blondahl, grannar og vinir biðja Lögberg, að flytja vinum hennar og þeirra alúðarfylstu hjartans þakkir fyr- ir auðsýnda samúð í tilefni af sviplegu fráfalli hennar, sem og fyrir hinar mörgu og fögru blómagjafir. f f f Food Demonsiralion. Hið eldra kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir áformað að standa fyrir “Food Demon- stration” sem haldin verður í samkomusalnum í kirkjunni á fimtudaginn 18. marz, kl. 2,30 undir umsjón Miss Dorothy Falconer. Það þarf ekki að skýra na- kvæmar frá þessari samkomu því konum er alkunnugt um hvernig þeim er háttað. Og þar sem nú eru erfiðir tímar fyrir húsmæður, verður óefað gaman að heyra hvaða ráð Miss Falcon- er leggur fram til að auka og efla starf húsmæðra. Öllum konum er boðið, yngri og eldri og eru þær beðnar að hafa með sér 15 cent, sem til- lag til kvenfélagsins. Veitingar framreiddar af Miss Falconer. Samskot í útvarpssjóð Fyrstu lútersku kirkju. Mr. and Mrs. Árni Bjarna- son, Árborg, Man. $1.00 Ónefnd kona, 471 Logan Ave., Wpg. 2.00 Skúli Sigfússon, Mary Hill, Man. - - 1.00 J. K. Ólafson, Gavðar, N.- Dakota 1.00 H. W. H. Hillman, Mount., N.-Dakota 1.00 Mr. and Mrs. O. J. Olson, Steep Rock, Man. 4.00 Jónas Helgason, Baldur, Man. 2.00 Mrs. Guðfinna Brandson, Wapah, Man. 1.00 Mrs. Sigríður Gíslason, Gimli, Man. 1.00 Thordur Thordarson, Gimli, Man. 1.00 Mr. and Mrs. J. V. Thor- geirsson, 590 Cathedral Ave. •••■ 1.00 Sigurjón Sigurðson, 39 Alloway Ave. 1.00 f f f Jón Sigurðsson Chapter I.O.D.E. Jóns Sigurðssonar félagið heldur sitt árlega spilakvöld í fundarsal Sambandskirkju, á afmælisdegi sínum, laugardag- kvöldið 20. marz kl. 8,30. Dregið verður um tvö happadrætti, sem félaginu hafa verið gefin. Góð spilaverðlaun og kaffi- veitingar. f f f Soldiers’ Welfare Committee of the First Lutheran Church is very anxious to secure the correct address of each boy over seas. Kindly give this matter your prompt attention without delay; if their address has been changed recently, Telephone or write to: Mrs. Geo. Eby, Phone 47 189 144 Glenwood Cresc, Elmwood, Winnipeg, Man. Mrs. A. S. Bardal, Phone 26 444, Ste 2—841 Sherbrooke St., Winnipegí Man. r Hitt og þetta Margar konur gera menn að fíflum. En sumar gera fífl að mönnum. * ❖ * Engir tveir menn eru eins. Og báðir eru því fegnir. Romain Rolland, rithöfundur- inn frægi segir í bók sinni, “Jean Christophe”: Dýrin gefa umhverfinu gaum. Húsdýr verður gott eða vont, undirförult eða hreinskilið, við- kvæmt eða tilfinningarlaust, ekki aðeins í samræmi við það, sem húsbóndi þess kennir því, heldur einnig í samræmi við það, sem húsbóndi þess er. * * # “Eg er fæddur á fimmta dag fimmta mánaðar ársins. Húsið, sem eg bý í er númer fimm við götuna. Eg bý á fimmtu hæð og hef fimm herbergi. Og við veð- reiðarnar veðjaði eg á hest núm er ‘fimrn í fimmta riðli.” “Vann hann?” “Nei, hann var númer fimm.” * * * “Góðan daginn. Eg er hérna með dálítið, sem eg hef fundið upp. Þessi uppfinding hefir kostað mig þrotlaust starf í 25 ár. Hún er margra miljóna virði.” “Nú og hvað viljið þér fé fyrir hana?” “Fimm krónur — eigum við að segja fimm krónur?” í * O “Heyrðu lagsi, þú drekkur alt of mikið.” “Hvaða vitleysa. Á hverjum morgni, þegar eg vakna, þá langar mig í snaps. Nú — og það er sá náungi, sem gengur um síþjórandi allan daginn.” * * * Kvenfólk er vitrara en karl- menn. Það veit minna, en skil- yr meira. Tvœr íslenzkar vinnukonur óskast nú þegar í vist á Elliheimilið Betel á Gimli, Man. Forstöðukona stofnunarinnar, Miss Inga Johnsor^ veitir allar upplýsingar vistráðningum þessum viðkomandi. Wartime Prices and Trade Board Bráðabirgða skömtunarspjald. Hermenn sem fá fimm daga heimfararleyfi og gestir frá öðrum löndum sem ekki.standa við nema nokkra daga, geta nú fengið bráðabirgða skömtunar- spjöld með einum smjörseðli, einum kaffiseðli og einum sykur seðli. Tveim varaseðlum A, ein- um varaseðli B, og tveim vara- seðlum C. Þessi nýju skömtunar- spjöld eru fáanleg á öllum MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR H. F. Eimskipafélag íslands. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verð- ur haldinn í Kaupþingsalnum í húsi félagsjns í Reykja- vík, laugardaginn 5. júní 1943 og hefst kl. 1, é. h. DAGSKRÁ: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess, og framkvæmd- um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir- standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1942, og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tilögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga, samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöí- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félags- injj í Reykjavík, dagana 2. og 4. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð, til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík Reykjavík, 22. jan. 1943. STJÓRNIN. Vetrarbragur Frá segulskauti gengur grár með grettann svip um klakabrár, nú vetrarguð með ísa-óm og öskrar glámnum róm. í andardrætti hans er hel, en hagltár fóðruð jökulskel hans myrku grúfa augum í, á örmum koldimm ský. Og fold við skelfur æðings-afl und ísihertum fannaskafl, er veðrin næða nótt og dag um nakið jarðarflag. En þreytist hryssings flyksu-fjúk af felli á völl, úr laut á hnúk, svo burðagóðann beygar hal hið breiða fannasjal. Og dalur hnípir dauðsærð blóm þar dotta í þröngum jökulskóm, en lauf og barr á köldum kvi^t, er klakameitli rist; því alt sem hrærist úti frýs, hver andardráttur prísund vís, sem varpað yddum oddum stáls frá afli hörkubáls. Hve kært við hlýjan innield að una sér um vetrarkveld, er úti geysa frost og fönn með fárs og voða önn. Að heyra vetrar veðra hljóð frá vinalegri aringlóð, og finna ylinn falla rótt sem faðm um myrka nótt. Hve dýrðlegt er að eiga sér þá eldinn þann sem hita ber að hjartans fönn, svq leggja log um lífsins kölduflog, að hafa innieldinn þann sem ylar lífið kringum mann, og vita geislans gróðraafl í gaddsins hörkuskafl. skömtunarskrifstofum. Eins og reglugerðirnar voru áður, þá fékkst ekki nokkur aukaskamt- ur nema gestur væri sjö daga eða lengur. Síðasta tækifæri. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir þá, sem sök- um óumflýjanlegra kringum- stæðna gátu ekki sótt skömtunar bækur númer 2 þegar þeim var útbýtt. Það má senda þeim bæk- urnar með pósti. Umsóknarspjaldið aftast í gömlu bókinni verður að fylla inn með nafni heimilisfangi og númeri bókarinnar, einnig stöf- unum sem standa fyrir framan númerið. Svo á að senda spjaldið á næstu skömtunarskrifstofu. Það er ekki nauðsynlegt að senda bókina með ef vissa er fyrir því að númerjð og staf- irnir séu hvorutveggja nákvæm lega rétt á spjaldinu. Seðlar í nýju bókunum eru nú látnir gánga í gildi á laug- ardögum en ekki á mánudögum eins og áður var siður. Þetta var gert til þæginda .fyrir þa sem búa í sveitum og fara vana- lega í kaupstaði ^ laugardögum. Spurningar og svör. Spurt. Mér hefir skilist að verzlunum væri bannað að selja “slack-suits” samkvæmt nýjum reglugerðum, en samt sést nóg af þeim í búðunum. Hvernig stendur á þessu? Svar. Reglugerðirnar sem bönnuðu tilbúning á þessum fatnaði gengu í gildi 17 nóv. 1942. Það sem búið hafði verið til fram að þeim degi má selja meðan birgðir endast. Spurt. Má biðja um auka- sykur til að búa til “pickles” og “relish” um leið og beðið er um aukasykur til niðursuðu á ávöxtum. Svar. Nei. Aukaskamturinn af sykri á aðeins við niðursuðu a aldinum. S^kur sem þarf til að búa til pickles eða til að sjóða niður garðávexti verðu- að^taka úr eigin skamti. Spurt. Við ætlum að taka ung hjón inn á heimili okkar og verðum þv( að bæta við hús- munum sem munu kosta um 385 dollara. Hvernig verður þetta að borgast samkvæmt lánalögunum? Svar. Niðurborgun verður að vera einn þriðji. Það sem eftir stendur verður að borgast a tíu mánuðum, eða innan mánaða ef hægt er. Spurt. Á einu Radio-program- inu hérna, er pund af smjöri stundum gefið í verðlaun. Er þetta leyfilegt? Svar. Það er ólöglegt að láta nokkuð smjör af hepdi nema seðlar séu innheimtir. Ef þetta er gert þá má gefa smjörið. Spurt. Er verzlunum bannað að endurskila söluverði? Svar. Ef það hefir verið venja í verzluninni að skila aftut peningum, þá má gera það enn, ef skilað er inan tólf virkra daga frá því hluturinn vat keyptur. Eftft- þann tíma ma skifta fyrir aðrar vörur, en pen- ingum verður ekki endurskilað- Spurt. Húsið sem við búum 1 var selt í vetur og okkur gefin þriggja mánaða fyrirvari til að flytja út. Við höfum ekki getað fengið annað hús enn, og okkur hefir verið sagt að við getum heimtað tólf mánaða fyrirvara- Er þetta rétt? Svar. Ef húsið var selt fyrir 10. desember 1942 þá getið þið ekki heimtað meira en þriggj3 mánaða fyrirvara. En ef húsið var selt 10. desember eða eftir þann tíunda þá eigið þið til' kall til tólf mánaða fyrirvara- Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg- Icelandic Canadian Club BRIDGE AND DANCE in ihe I. O. G. T. Hall Tuesday eve. March 23, 1943 8 o’clock p. m. Proceeds to Jon Sigurdson Capter I. O. D. E . Admission 35 cent. Refreshments. T. T. Kalman. EATON'S for Work Clothes WORK PANTS Spearhead brand overalls— made of heavy 8- ounce sanforized /t» rp denim <|)ᣠDU OVERALLS Of heavy cotton moleskin, sanforized shrunk for hrad wear.A«» Pair JZ.UD WINDBREAKERS Of cotton doeskin. Tough and Warm $2.95 Horsehide Windbrakers— Very hard wearing $13.50 Men’a Furnishings Section. Main Floor & T. EATON C? LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.