Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 1
 PHONES 86 311 Seven Lines ! \ v«»s5‘ Got" For Beller Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines Cot' S»‘í ^ Service and Salisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943. NÚMER 13 HELZTU FRÉTTIR gassprenging veldur tjóni á hóteli. Síðari hluta miðvikudagsins í vikunni, sem leið, gerðist sá atburður, að gassprenging svo mikil átti sér stað á Leland hótelinu hér í borginni, einkum í ölstofunni, að gestir ýmsir með glös í höndum, féllu í yfirlið, en gesti alla, er þar höfðu herbergi á leigu, varð að flytja á brott; svo mjög kvað að þess- um rammagaldri, að maður einn fauk í hendingskasti út um gluggann, án þess þó að veru- legri sök kæmi. Um mörg undanfarin ár, hef- ir fjöldi mikill íslenzkia gesta haft bækistöð á Leland, og leiddi þetta til þess, að hótelið var iðulega kallað Hótel Reykja- vík. Hótelstjórinn Mr. James Dangerfield, lét þess getið, að viðgerð á hótelinu myndi kosta milli sex og sjö þúsund dollara. HERóP MONTGOMERY'S. Skömmu áður en Sir Bernard Montgomery hóf sókn sína við Mareth-víglínuna, mælti hann til herfylkinga sinna á þessa leið: “Rommel marskálkur hefir látið þannig um mælt við her- menn sína, að nema því aðeins, að þeir tæki Medenine í skyndi- áhlaupi, væru dagar möndul- veldanna taldir í Norður Afríku; í þetta skiptið hefir honum rat- ast satt á munn. Medenine verð- ur ekki tekin í skyndiáhlaupi, °g þar af leiðandi verða dagar Rommels og herskara hans á þessum slóðum brátt taldir. í orustum þeim, sem hið átt- unda herfylki vort er nú í þann veginn að hefja, verður látið skríða til skarar; vér linum eigi fyr sókn, en Mareth-línan hefir verið moluð til agna; næst ryðj- um vér oss braut um Gabes og Sousse, og þaðan alla leið til Tunis-borgar; annað hvort verða ovinir vorir að gefast með öllu Upp, eða vér steypum þeim fram af hömrum, og látum sjóinn gleypa þá; með þessari sókn hefst lokaþátturinn í Afríku- feiðangrinum; miljónir manna °g kvenna bíða með ákafri eftir- vmntingu eftir góðfregnum af þessum orustuvettvangi; þetta f°lk á heimtingu á góðum fregn- um; ekki einn dag, heldur alla daga unz yfir lýkur. Séum vér samtaka, og hver og einn inn.i drengilega af hendi skyldu sina, getur ekki hjá því farið, ad hið áttunda herfylki vort gangi sigrandi af hólmi Vér treystum guði, og sann- faerðir að öllu um réttmæti malsstaðar vors, göngum vér ör- uggir til víga, og stefnum beint °g óhikandi til Túnis.” LOSAR sig við fimm RáÐHERRA. Forsætisráðherra frönsku stíórnarinnar í Vichy, Pierre ^aval, hefir leyst frá embætti f‘mtn af ráðherrum sínum vegna þess að sögn, að hann hafi ótt- ast um einlægni þeirra við sam- vmnuna við Berlín; þó ekki sé það opinberlega viðurkent, er FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐUR OF HÁR. Hon. Stuart S. Garson, forsætis- ráðherra Manitobafylkis, lét þess getið í ræðu, sem hann nýlega flutti í Portage la Prarie. að framleiðslukostnaður bæði í iðn- aði og akuryrkju væri það hár, að hann. stæði velfarnan fvlkis- búa fyrir þrifum. SORGLEGUR ATBURÐUR. Það hörmulega slys vildi til hér í borginni á sunnudaginn var, að þrír drengir druknuðu niður um ís á Assiniboineánni, voru þeir 7, 8 og 11 ára að aldri; fjórir piltar, sem í för- inni voru, björguðust nauðulega af. Lík tveggja piltanna hafa þegar fundist. •♦■ ♦ ♦ SPÁIR NORÐURÁLFUINNRÁS INNAN FÁRRA MÁNAÐA. Konungur Jugoslavíu, Pétur, sem nú dvelur í útlegð frá ríki sínu í London, spáði því i Lond- on á laugardaginn var, að sam- einuðu þjóðirnar mundu innan fárra mánaða ráðast inn á meg- inland Norðurálfunnar, og greiða herskörum Hitlers rothögg. ♦ ♦ ♦ UMRÆÐUM UM STJÓRNAR- BOÐSKAPINN LOKIÐ. Umræður um stjórnarboðskap- inn, voru að þessu sinni drjúg- um langdregnari, en venja hef- ir verið til, tóku fleiri sam- bandsþingmenn þátt í þeim, en nokkru sinni áður, og sumir fluttu margar ræður og langar; umræðum lauk loks á fimtu- dagskvöldið, og var þá gengið til atkvæða um tvennskonar breytingatillögur frá C.C.F. og New Democracy-flokkunum, er báðar voru feldar með miklu afli atkvæða. Megintillagan um að veita stjórnarboðskapnum viðtöku, eins og hann var lagð- ur fyrir þingið, var samþvkkt- með 142 atkváeðum gegn 14. Liberalar, Progressive-Con- servativar og nokkrir utanflokka þingmenn, greiddu atkvæði gegn áminstum breytingartillögum.- það samt á flestra vitund, að raðstöfun þessi sé gerð að undir- la§i Hitlers. •i í i Úr borg og bygð Þann 25. þ. m., voru gefin saman í hjónaband þau Dr. Ása Kristjánsson og Dr. John Alexander MacDonell. Hjóna- vígslatn fór fram að heimili foreldra brúðurinnar, þeirra Mr. og Mrs. Friðrik Kristjánsson, 205 Ethélbert Street hér í borg- inni. Séra Philip M. Péturson framkvæmdi hjónavígsluna. ♦ ♦ ♦ Þeir Th. L. Hallgrímsson frá Riverton og Leifur sonur hans, dvelja í borginni þessa dagana. ♦ ♦ ♦ Miss Ingibjörg Sigurgeirson, fjölritari hjá Federal Grain fél- aginu, kom norðan frá Mikley á sunnudaginn úr viku heim- sókn til foreldra ^inna, þeirra Mr. og Mrs. S. W. Sigurgeirson. ♦ ♦ ♦ Miss Sylvia Brynjólfsson kom norðan frá Riverton á sunnu- daginn úr heimsókn til foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. M. Brynjólfsson. ♦ ♦ ♦ Gefin voru saman að 366 Borebank St. á fimtudagskvöld- ið 25. marz þau Lorne Woods, í Winnipeg og Anna Margrét Sigurbjörnson frá Leslie, Sask., hjúkrunarkona, sem um margra ára skeið hefir starfað á lækna- stofu Dr. Brandson hér í borg- inni. Séra V. J. Eylands gifti. • i ÁVARP Svo mælti Óðinn við Islending Gunnar B. Björnson að Braga-minni, er við rökræðslu rúna-mála, sátu þeir saman að sumbli. “Hrafnar mér oft til eyrna bera, mikil tíðindi úr Mannheimum; því hefir orðstír ýmsra manna, goðhelgur gerst hjá Gimlingum. Því mun Vargaldar víkingunum, böls og baráttu berserkjunum, starfs og stjórnmensku snillingunum, öndvegi reist að Ásgörðum. Seint munu gneistar úr glæðum deyja vits og vinsældar víkings-aldar, , eða röðull til Ránar hníga erfi-ágætis íslendinga. Enn býr eldheiti Ingimundar Vatndals-goða í vinsældum, og í rökfærslum ráð-gefanda gamla Njáls og Gunnars snilli! Gestrisni’ og gleði til Gunnars sækja, austan um haf íslendingar, og um vestur-veg víðfarendur, heim til höfðingjans húsa leita. / Gista vil eg að garði þínum er til burtferðar boð þú hefir; þá um Bifrastar bogann fagra, Tý-hraustum Sleipni tvímennum! Dauft er að yrkja dauðuba manni, eftirmæli við opna gröf. því skal lifenda lofstir hefja . og að makleikum minnast þeirra.” Dtskrifast í læknisfrœði Ása Krisljánsson, M. D. Nýlega hefir lokið fullnaðar- prófi í læknisfræði við Mani- tobaháskólann með hárri fyrstu einkunn, Ása Kristjánsson, fædd hér í borg þann 5. maí, 1918. Foreldrar hannar eru þau merkishjónin, Friðrik fésýslu- maður Kristjánsson frá Flögu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu og Hólmfríður kona hans frá Geita- stekk í Hörðudal í Dalasýslu. Ása á glæsilegan námsferil að baki, og má þess því fyllilega vænta, að hún, einnig í fram- tíð, varpi bjarma á nafn íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs. Once Once, when Earth was very young, Pan danced in the moonlit glade. Played his pipe, and, with his magic, Built a dream; and when he’d made His cloud-tipped castle, quite forgot it Strayed away — and played and played. Once I heard the magic music Notes astray on every breeze, Elusive as the god whose fancy Flung them to the waving trees. Once I found the cloud-tipped castle, Where its turrets touch the sky, Lost it, fading in the distance, When I saw a fond dream die. # L. A. Johannson, Elfros. Pálmi. SAMSKOT 1 OTVARPSSJÓD FYRSTV LOTERSKU KIRKJU Einar Sigvaldason, Baldur, Man. $1.00 Mrs. John Lindal, Lundar, Man. 1.00 Egill og Guðveig Egilsson, Gimli. Man................... i.OO Mrs. C. P. Paulson. Gimli .... 1.00 Mrs. |. M. BorgfjörK, Árhorg 1.00 Jolin Arnórsson, Piney, Man. . . 1.00 Mr. og Mrs. Alb. Thorvaldson, Piney, Man................... 1.00 J. K. Johnson, Tantallon, Sask. 1.00 Mrs. Margrét S. Guönason, Yarbo, ,Sask................. 5.00 Jón Magnússon, 1850 Willianr A\'e., Wpg................... 1.00 Mrs. Sigrtöur Thordarson, Hecla, Man................... 0.50 B. Thordarson, Heda ............ 0.50 J. Björnsson, Hecla ............ 0.50 Mr. og Mrs. Kris. Tomasson, Hecla ....................... 1.00 Mr. og Mrs. H. Björnson, Lundar, Man.................. 2.00 S. G. Borgfjörö, Lundar .... 0.50 Joe Gislason, Lundar ........... 0.50 Etnma Olson, Lundar ............ 0.50 Bjarni Jónsson, Lundar ......... 1.00 Mr. og Mrs. N. R. Johnson, Lundar....................... 1.00 Kærar þakkir, V. J. Eylands. Ný aðferð til að greiða götu bœnda Eitt hinna meiri búnaðarverk- færafélaga í landinu, hefir kom- ið sér niður á nýja stríðssparn- aðarskipulagningu í sambandi við kaup bænda á War Savings skýrteinum; þetta gerir það að verkum, að bændur eiga hægra með að endurnýja verkfæri sín en ella myndi verið hafa. Þetta nýja skipulag er gert í sam- ráði við National War Finance nefndina í Ottawa, en Cocks- hutt Plow félagið átti frum- kvæðið að því. Þessi nýja aðferð er fólgin í því, að bændur kaupa War Savings skýrteini hjá Cockshutt umboðsmanni; því næst gera þeir samning við félagið um kaup á nýjum búnaðarverkfær- um, sem þeim verða afhent að loknu stríði, en skírteinin verða tekin sem afborgun verkfær- anna. Þeir bændur, sem þannig fara að, tryggja sér afgreiðslu um- fram alla aðra, að“því er nýjum verkfærum viðkemur, og felur það í sér næsta mikilsverð hjunn indi, því eins .og gefur að skilja, verða gömlu verkfærin, sem þeir hafa orðið að notast við, þá óumflýjanlega mjög úr sér gengin. Bændum, engu síður en öðr'- um þjóðfélagsþegnum, liggur það vitaskuld þungt á hjarta, að vinna stríðið, og þeir eru engra eftirbátar í því. að leggja fram sinn hluta af byrðinni; þeir skilja það öllum öðrum betur, hve mikils það er um vert vegna stríðssóknarinnar, að verkfærin, sem nota þarf við framléiðsluna séu í góðu ásigkomulagi; þess vegna má víst telja, að þeir taki þessari nýju Cockshutt skipulagningu með fegins hendi og færi sér hana í nyt. Eins og vitað er bera War Savings skýrteinin álitlega vöxtu, og eru undanþegin tekju skatti. En í því falli, að bændur þurfi vegna sjúkdóms, eða ann- ars aðkallandi, að grípa til þess- ara stríðssparnaðarskýrteina, leysir félagið þau út með skömm um fyrirvara. For the Fallen Eftir Laurence Binyon, enskt skáld, er dó 10. marz 1943. ort í seinasla slríði, birt í Free Press, 15. marz þ. á. Þeir syngjandi gengu út í sverðahríð, þau síglöðu æskunnar börn, .með limaburð hestsins og hvatleika ljóns og hvasseygðir, glöggir sem örn. Mót óvinum, sóknin var hvöss og hörð, unz hnigu, að þrotinni vörn. Þeir eldast ei framar, nei, ekki sem vér, né ásaka tímarnir þá. Né þreytir þá lífið — þeir færðu þá fórn, sem fortíð mun þakka og dá. Frá sólarupprás og um sólseturs bil vér syrgjum með tárvota brá. Þýtt af S. B. Benerictssyni. Þorri Frosta-há og storma stríð, — stirðnaði um snjóa setur — það var bág og þrælsleg tíð þorranum á í vetur. Grund um byljir gnauða, menn grundar hyljum yðri; blunda hyljir allir enn, undir þiljum niðri. Enn er hver ein gaddi gjá, gil og skor, harðstokkuð; eg svo þori engu að spá um, að vori nokkuð. Vor Heilsar vor, með b/os á brá. Bjarnar hortíð slotað. Sérhvert forar flag má sjó, froskasporum krotað. Seytla röknuð svelli frá sæl í slökkum ranlar; undir bökkum elfan blá, ymur klökk í þaula. Væl um rjáfur veraldar vætu spáir — kjóa; tísta smáir titlingar, til og frá um skóga. Ær og geitur seðja svang sinn, á beit um rjóður; klæðir sveitar kalinn vang, kjarna feitur gróður. Lima þétta laufgar eyk, í læki er settur gassi; kýr á bletti bregða á leik, bölva og skvetta upp rassi. Inni í ranni og út um bý, t—‘umstang sannar dagsins - vors eru annir vaktar í veröld mannfélagsins. Örn Ánsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.