Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943. Tómató baukurinn Gamansaga. Eftir Jódísi Sigurðsson. Sesselja og Nikulás Knútsson, höfðu brugðið búi og ílutt til Winnipeg, þar sem dóttir þeirra, Lára og einkabarn, hafði fengið fasta stöðu hjá Eaton. Þau voru svo heppin, þegar til Winnipeg kom, að fá leigt gott hús á Beverley stræti af ungum fasteignasala, Vilhiálmi Hjálmarssyni að nafni, er var í góðu áliti á meðal íslendinga fyrir prúðmensku, dugnað og reglusemi. Þannig atvikaðist það, að Vil- hjálmur fór í fæði til þeirra, Sesselju og Nikulásar, og fékk til íbúðar stærsta herbergið uppi á loptinu. Síðan voru liðin þrjú ár — Sesselja sat á frampalli hússins og ruggaði sér í gamla ruggu- stólnum sínum. Hún var að hugsa um þau Vilhjálm og Láru. Það var svo sem auðséð hvert hugur Vil- hjábns stefndi. Hún gat ekki betur séð, en að hann beinlínis elskaði Láru sína með þessari góðu gömlu ást, sem hún og Nikulás þöfðu þekt, og þektu enn. Vilhjálmur, sem aldrei leit á aðrar stúlkur og aldrei kvartaði, þó stelpu fiðrildið færi með þess um þennan daginn og hinum hinn daginn. Vilhjálmur, sem hafði reynst henni og Nikulási eins og bezti sonur, og var altaí að reynast þeim betur og betur. Það hafði þó byrjað svo mæta vel á milli þeirra. Lára hafði sýnst eins unaðslega hrifin af Vilhjálmi, sem hann var af henni. En þá hafði þessi enski sláni frá Eaton komið og spilt á milli þeirra. • Það var ekki svo að skilja, að það stæði lengi yfir með enska slánanum og henni. En hann var orsökin að losæði Láru. Síðan hafa þeir komið, hver um annan þveran, slánar, dvergar og miðlungsmenn, og allir vildu þeir fara með Láru. Það var líkast því, að. hún væri eina stúlkan í öllum bænum. Sesselja hristi höfuðið. Það eru hættulegir tímar á sviði ástamálanna, eins og á öðrum sviðum, hugsaði hún. Þetta skal gert IÞETTA SKAL GERT Þér farið með flot, fitu- mola og bein til kjötsalans; hann greiðir ákvæðisverð fyrir alían fituúrgang; þér getið gefið andvirðið til Salvage-nefndar, eða skrá- settrar líknarstofnunar í grendinni, eða — Þér getið gefið Voluntary Salvage-nefndinni fituna og beinin ef hún safnar slíku í umhverfi yðar, eða — 3Þér látið fitu og bein út fyrir hús yðar. og látið strætis hreinsara deildina safna þeim saman. SP «« DEMRTMENT OE NATIONAL WAR 5ERVICES THEYmURGWLY NEEOEQFOREXPLOSIVES Það er líkast því, að hrein ást sé að kulna út á meðal ungu kynslóðarinnar, en einhverskon- ar daðurs-æði að festa rætur í hennar stað, sem kallað er “að fara með.” Sesselja hrökk upp af hugar- móki sínu við það, að nágranna kona stansaði við hliðið og heils- aði henni. “Komdu sæl, Mrs. Grímsson,” sagði Sesselja. “Viltu ekki koma upp á pallinn og rabba við mig svo litla stund.” “Það er nú síður en svo, að eg megi vera að því,” ansaði Mrs. Grímsson og blés mæði- lega öndinni. “Eg er á hraðri ferð ofan til Pegglie; það er verið að selja þar í dag stóra tómato bauka á fimm cent, alveg sömu baukana, sem hann Samsson á Sargent selur á fimmtán cent. Þeir eru svíðingar íslenzku kaup mennirnir. Hugsaðu þér bara, að græða tíu cent á einum bauk.” “Það hljóta að vera gamlir og skemdir baukar, þessir fimm centa baukar,” sagði Sesselja. “Síður en svo,” sagjji Mrs. Grímsson. “Eg keypti tvo í gær, þeir voru báðir glænýir og ilm- andi. Nú er eg að sækja meira. Á eg ekki að koma með einn eða tvo handa þér? Eða hefurðu náð þér í bauka?” “Nei,” sagði Sesselja. “Eg vissi ekki einu sinni af sölunni.” “Einmitt það,” sagði Mrs. Grímsson dræmt. “Þú þarft ekki að spara, eins og við vesaling- arnir, en eg segi bara það, Mrs. Knutsson, að þær yrðu fáar læknisskuldirnar mínar, sem eg borgaði, ef eg hefði ekki þá út- sjón, mér af guði gefna, — að færa mér í nyt allar niðursettar matarvörur, sem eg sé auglýst- ar. Drengirnir mínir hafa báðir verið veikir af og til í allan vetur, og . einhver veila er í okkur Magnúsi báðum. Eg gat ekki sofið fyr en klukkan íimm í morgun fyrir óhljóðum í Magnúsi mínum upp úr svefn- inum, og stunum drengjanna*" í næsta herbergi.” “Líður þeim ekki vel,” spyr Sesselja. “Stður en svo,” sagði Mrs. Grímsson og \hristi höfuðið raunalega. “Það er eins og mat- urinn geti ekki stöðvast innan í þeim, hann er altaf á rásinm, annað hvort upp eða niður. Og alt það sem læknarnir vita, og alt það sem þeir segja, er bara þetta, að þeir eigi að borða góðann mat og vera varasamir með fæðuna, rétt éins og eg kunni ekki að búa til góðan mat, eða gefi þeim eitthvað óæti.” Mrs. Grímsson kastaði þóttalega til höfðinu og bjó sig til að halda áfram ferðinni. “Kannske eg ætti að biðja þig að kaupa einn bauk fyrir mig, Mrs. Grímsson mín, sagði Sess- elja. Mig vantar einmitt eitt- hvað í kvöldmatinn.” “Það er marg velkomið,” sagði Mrs. Grímsson, snérf við og tók við fimm centum, sem Sesselja rétti henni, og hraðaði sér svo suður strætið. Þetta má enginn vita, hugs- aði Sesselja. í huga þeirra Vil- hjálms og Mrs. Grant er enginn matur ætur, nema hann sé frá Samsyni á Sargent. Mrs. Grant var lifandi manns ekkja, sem verið hafði í fæði hjá Sesselju í 6 mánuði. Sumir íslendingar kölluðu hana “gras- ekkju.” Hún var ætíð samþykk Vilhjálmi í öllu. Vilhjálmur hafði ráðlagt Sess- elju að hyggilegast væri fyrir hana að halda sér að Samson á Sargent í öllum matarkaupum, hann væri ábyggilegur>'Og hefði góðar og óeitraðar vörur. En mátti hún ekki spara, eins og hinar konurnar? Vilhjálmur var ágætur m%2jur, en hann var lík- ur flestum karlmönnum í því, að hafa lítið vit á matartilbún- ingi eða matarkaupum. Hér eft- ir ætlaði hún að fafa eftir sinni eigin dómgreind í því efni. Það var glatt á hjalla við kvöldborðið hjá þeim Sesselju og Nikulási, eins og ætíð hafði verið síðan Mrs. Grant kom til þeirra. Hún var kát og spilandi, blómleg og vel vaxin, en dálítið uggsýnt um aldur sinn. “Hvernig fellur ykkur súpan?” sþyr Sesselja. “Ágætlega, eg gæti borðað fullan pott af svona ilmandi súpu,” sagði Vilhjálmur. “Það sama segi eg,” sagði Mrs. Grant. “Ó, eg hefi ekki lyst á súp- unni,” sagði Lára, og rétti disk- inn sinn yfir til þeirra Vilhjálms og Mrs. Grant, og sagði. “Hérna grautarpottar, þið megið borða mína súpu líka.” Vilhjálmur tók við disknum og rétti hann til Sesselju, og sagði. “Eg treysti mér ekki til að borða meiri súpu, ef eg á að gera ketinu góð skil líka, en þú kant ekki gott að þiggja, Lára, að vilja ekki súpuna.” Mrs. Grant hló. Hún hló æfin- lega, þegar hún hélt að Vil- hjálmur hefði sagt eitthvað spaugilegt. “Það er þó satt,” sagði hún. “Lára kann ekki gott að þiggja. Hver er sá hamingjusami, sem þú ætlar að fara með í kvöld?” spyr hún Láru. “Hverjum ætlar þú sjálf að fara með?” spyr Lára og ypti Öxlum. Að máltíðinni lokinni flýtti Mrs. Grant sér út, það hafði einhver kunningi hennar verið að ganga á eftir henni að koma út með sér. Sesselja og Nikulás röltu fram í eldhúsið. Vilhjálm- ur og Lára urðu því ein eftir við borðið. “Þú mátt gæta þín, Vilhjálm- ur, að láta ekki þennan “ein- hvern” taka Mrs. Grant frá þér,” sagði Lára. “En hvað er með þig? Þarf eg ekki að gæta þess, að þú sért ekki tekin frá mér?” sagði Vilhjálmur og laut yfír borðið í áttina til Láru, og andlit hans varð blítt og röddin mjúk. “Eg! þú ert ekki að hugsa um mig, þið Mrs. Grnat eigið svo ,vel saman. Hún er svo skemti- lgg og hrífandi,” sagði Lára. “Það er aðeins ein stúlka, sem eg er hrifinn af, og hún situr hérna á móti mér,” sagði Vil- hjálmur, og augu hans lýstu svo mikilli ástarblíðu, að Lára varð nauðbeygð að horfa niður. Sam- stundis var Vilhjálmur kominn að hlið hennar. Hann tók utan- um hana og þrýsti henni að sér “Þú hlýtur að vita það, Lára, að þú ein átt hjarta mitt,” sagði hann. Lára grúfði sig upp að hon- um og sagði ekkert; og af því að hún var kyr en hljóp ekki í burtu að vanda, fann Vilhjálm- ur djörfung og þrek gagntaka sig. Hann lagði vangann að hennar vanga og hvíslaði í eyra hennar. “Ástin mín, er. nú komið að því, að þú viljir giftast mér”. En ástin hans kiptist við, ýtti honum í flýti frá sér, og sagði. “Ó, hættu þessu Vilhjálmur, það er nógur tími að íala um giftingu. “Nei, Lára, þú ert orðin tutt- ugu og þriggja ára, og nú vil eg vita það með vissu, hvort þú vilt mig eða ekki,” sagði Vil- hjálmur ákveðinn. Lára snéri sér frá honum. “Eg er ekkert farin að hugsa um hjónaband enn,” sagði hún. “Þykir þér þá ekki hætis hót vænt um mig,” spurði Vilhjálm- ur í örvæntingar róm. Lára gekk til dyranna, snéri sér þar við og sagði feimnis- lega. “Eg held mér þyki dálítið vænt um þig; en það er nógur tíminn að tala um giftingu.” Og með það sama var hún horfin burt úr herberginu; en Vilhjálmur sat eftir með von- brigðin við hlið sér. og óviss- una framundan. Kluggan tvö um nóttina, vakn- aði Nikulás við sára verki inn- CAMPAIGN OPENS apml26* This space contributed by The DREWRY’S Limited MD“W vortis. Hann snéri sér á báðar hliðar, lá á bakinu og á grúfu, en hvernig sem hann velti sér, voru verkirnir þeir sömu. Þetta er ekki einleikið hugs- aði Nikulás, og köldum svita sló út um hann allan við hugs- unina um botnlangabólgu, upp- skurð og spítala. Sesselja! Sess- elja! kallaði hann. Hvað ósköp sefur konan fast. En hcað var þetta? Einhver hafði opnað dyrn- ar og var að læðast áfram í myrkrinu. “Hver er þar?” kallaði Niku- lás. “Það er eg, vakti pg þig Niku- lás minn?” Nikulás þreifaði skyndilega í rúmið fyrir ofan sig. “Eg hefði mátt kalla lengi hugsaði hann “Hvað ert þú að gaufa í myrkr inu, kona,” sagði hann upphátt.” “Mér varð óglatt,” sagði Sess- elja, “og það var með herkju- brögðum, að eg komst ,í bað- herbergið, áður en alt kom upp úr mér.” “Nú,” sagði Nikulás, og stundi þungan. “Eg er fárveikur, æ, æ. Nei, blessuð vertu ekki að fara upp í rúmið aftur, þú verður að síma Bárðarson og biðja hann að koma og skoða mig, eg hefi ekki viðþol, æ, æ. Eg þori ekki að draga það til morguns.” “Þetta ber kynlega við,” sagði Sesselja og hætti við að fara upp í rúmið, að okkur báðum skyldi verða svona ilt um sama leyti. “Það er kannske betra að vekja Vilhjálm, og heyra, hvað hann ráðleggur,” stundi Nikulás upp. “Hann er vakandi, sagði Sess- elja, “við mættumst við bað- herbergisdyrnar áðan.” Rétt í þessu barst að eyrum þeirra skerandi neyðaróp. Þau Sesselja og Nikulás voru bæði komin jafn snemma út í ganginn. Sesselja i sneri á ljós- unum. Fyrir baðherbergisdyrnar stóð Vilhjálmur á náttklæðun- um með Gras-ekkjuna með- vitundarlausa í fanginu. “Hjálpið mér,” kallaði Vil- hjálmur til þeirra. Þau hlupu bæði til Vilhjálms. En þá barst að eyrum þeirra annað skelfingaróp, og er þau litu við, sáu þau Láru dóttur sína náföla og skjálfandi standa í sínu herbergisdyrum, starandi steinilostna á Vilhjálm með Mrs. Grant í fanginu. Þegar Vilhjálmur sér Láru kemur mikið fát á hann. í ein- hverju- ofboði hendir hann Mrs. Grant á gólfið, svo hranalega, að hún fékk þegar meðvitund- ina aftur. En Vilhjálmur þýtur í áttina til Láru. En hún tekur snögt viðbragð, fer inn í her- bergið sftt og skellir hurðinni í lás, rétt við nefið á honum. Þau Nikulás og Sesselja stumra yfir Mrs. Grant og hjálpa henni að komast á fætur aftur. . , “Hvað er hún að þvælast í myrkrinu,” sagði Vilhjálmur og bendir fyrirlitlega á Mrs. Grant. “Eg rakst á hana fyrir framan baðherbergisdyrnar, og hún rak upp þetta ámátlega hljóð og slengir sér í fangið á mér. Eg hélt fyrst, að það væri Lára, og hefði orðið hrædd.” “Það líður ekki yfir fólk af engu,” sagði Nikulás. “Hvað varst þú sjálfur að gera hér í kolniða myrkri?” “Eg vaknaði með verkjum inn vortis og varð að fara í bað- herbergið, eg vildi síður vekja neitt af ykkur, og kveykti því ekki,” sagði Vilhjálmur. “Þannig var það einnig með mig,” sagði Mrs. Grant, sem komið hafði til sjálfrar sín aft- ur. “Eg vaknaði með höfuðverk og þorsta og ætlaði að komast á baðrúmið að fá mér að drekka, án þess að vekja neinn, en rakst þá á einhvern í myrkrinu, sem eg hélt að væri annaðhvort draugur, innbrotsþjófur eða morðingi, og svo vissi eg ekki meir.” Nikulás, sem alveg hafði gleymt sjálfum sér, meðan á öllu þessu stóð, fann nú, er hann rannsakaði innýfli sín, að hann var alveg kvalalaus. Einnig gat Sesselja þess, að ógleðin hefði alveg yfirgefið sig. “Þetta er annars undarlegt,” sagði Nikulás,” og hvesti augun- um á Vilhjálm. “Við Sesselja vorum bæði fár- veik fyrir stundu síðan, en erum nú orðin jafn góð — og þið segist hafa verið veik líka. Hvernig líður ykkur núna?” “Eg finn ekki til verkja nú sem stendur,” sagði Vilhjálmur. En hvernig líður Láru?!’ “Ó, eg er ágæt • nána,” sagði Mrs. Grant, og horfði feimnislega ofan á náttfötin sín. “Eg var að spyrja hvernig Láru liði,” sagði Vilhjálmur og horfði kuldalega á Mrs. Grant í herbergið sitt. Mrs. Grant rak upp hljóð og' flúði inn í sitt herbergi. “Það er lag á hlutunum núna. Eg held eg fari að hafa mig ofan í rúmið aftur,” sagði Niku- lás. Sesselja snéri húninum á herbergishurð Láru, en fann að hurðin var læst. Hún hlustaði við dyrnar, og heyrðí glögt þungar grátstunur innan úr herberginu. Var þá Lára einnig veik? Ekki borðaði hún Tomato- súpuna. Það sannaði þá, að sök- in að öllu þessu uppnámi var ekki hjá henni sjálfri. Eigin- lega fanst henni nú Vilhjálmur nokkuð fljótur á sér, að vera að stökkva í burtu, jafnvel þó hann hefði fengið skemdan mat — það hafði aldrei komið fyrir áður, — og það mundi aldrei koma fyrir aftur. “Ertu veik Lára mín?” sagði Sesselja. Ekkert svar; en gráturinn hætti snögglega. , “Eg er alein,” hvíslaði Sess- elja, “opnaðu dyrnar. Eg verð að fá að tala við þig.” “Eg er ekkert veik, því látið þið míig ekki í friði,” sagði Lára með grátstaf í kverkunum, en opnaði samt hurðina í hálfa gátt. “Hvað viltu,” sagði hún önug. Móðir hennar ýtti hurðinni opinni, fór ihn í herbefgið og kveikti. og þó var hún auminginn með stóra bláa kúlu á enninu. sem hún hafði fengið við fallið. “Það er bersýnilegt að við höfum öll samtímis étið eín- hvern óþverra, sem* hefir eitrað okkur,” nú hvesti Vilhjálmur augun á Sesselju. Sesselja fann blóðið streyma til höfuðsins. Hún mintist tómato bauksins og veikindanna hjá Mrs. Grímsson. En upphátt sagði hún, “það getur ekki verið, þessi slæmska er alstaðar að ganga í bænum núna, það er snertur af magakvefi.” “Þú heldur það,” sagði Vil- hjálmur, og horfði enn ásökun- araugum á Sesselju — að henni fanst. — “Þér er betra að vitja um dóttúr þína,” hélt Vilhjálm- ur áfram. “Ef hún er í hættu, þá láttu mig vita, og skilaðu til hennar frá mér, að hún þurfi ekki að óttast mig framar. Eg er á förum burtu úr bæn- um á morgun.” “Á förum burt úr bænum?” tók Sesselja upp eftir honum. “Já, eitthvað út í buskann,” sagði Vilhjálmur og hvarf inn “Hvað er að þér, Lára mín,” sagði hún. “Eg heyrði þig gráta, og vissi að það amaði eitthvað að þér.” “Mér líður bara ekki mjög vel,” sagði Lára snöktandi og fleygði sér ofan í rúmið aftur. “Hefurðu kvalir innan um þig,” spyr móðir hennar. “Nei, eg hefi engar kvalir og er ekkert veik, hvað oft þarf eg að segja þér það.” “Hvað varstu þá að gera fram á ganginn áðan?” spyr móðir hennar. “Eg vaknaði og sá ljós á ganginum, og hélt að þið hefð- uð gleymt að slökkva; og — og þegar eg opnaði hurðina sá eg —” “Sástu hvað?” sagði Sesselja. “Vilhjálm með Mrs. Grant í faðminum,” sagði Lára og brast aftur í óstöðvandi grát. Sesselja stóð orðlaus af úndr- un. — óskiljanlegt er unga fólk- ið nú á dögum, hugsaði hún. “Eg — eg skal aldrei trúa nokkrum karlmanni eftir þetta,” stundi Lára upp með miklum ekka. WOMEN-Serve with the C.W.A.C. You are wanied — Age limits 18 io 45 Full information can be obtained from your recruiting representative Canadian Womens Army Corps Needs You Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March Gei in Line — Every Fii Man Needed Age limiis 18 io 45 War Veierans up io 55 needed for VETERAN S GUARD (Active) Local Recruiiing Representaiive

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.