Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943. -----------ILögberg--------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 095 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba L’tanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, • 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Liögrberg” is printed and publishea by The Columbia Press, L#imited, 69 5 Sargent Avenue VVinnipeg, Manjtoba PHONfc 8 6 32 7 Fjórða sigurlán Canadisku þjóðarinnar Enginn gengur þess dulinn,, að stríðsátök Canadisku þjóðarinnar kosti hana ærið fé. En hvað eru fjármunalegar fórnir, ef þær þá á annað borð má nefna slíku nafni, borið saman við persónufrelsið í mannheimum? Óvinir vorir, óvinir lýðréttindanna, herða á átökum sínum frá degi til dags; við þessu er einungiá eitt svar; endurstælt átök af vorri hálfu, eigi aðeins á vettvangi stríðssóknarinn- ar handan við haf, heldur og engu síður heima fvrir í hvaða formi sem því bezt verður við komið. Fjármálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. J. L. Ilsley, hefir nú lýst yfir því. að hið fjórða sigurlán Canadisku þjóðarinnár, komi til útboðs þann 26. yfirstandandi mánaðar; er gert ráð fyrir, að sala sigurláns verðbréfa standi yfir fram í miðjan maí-mánuð, en að upphæð sú, sem stefnt skal að nemi $1.100.000.000. Vita- skuld er hér um feikna fjárhæð að ræða; en ef ráða má af undirtektum, og úrslitum sigur- lánsins í fyrra, er því nær hljóp upp á biljón dollara, og komst langt yfir hið setta mark, verður eigi efað, að lán það, sem nú er í uppsiglingu fái sigurvænlegan byr, og komist heilu og höldnu í trygga höfn; þó er það sýnt, að til þess að markinu verði náð, verða einstaklingar að bæta við sig eins miklu og þeim framast er unt; og með þetta fyrir aug- um, hafa nefndir innan hinna einstöku sölu- eða söfnunarumdæma, þegar tekið til starfa, og linna eigi sókn fyr en fullnaðartakmarki er náð. Þegar Mr. Ilsley eigi alls fyrir löngu lagði fram fjárlagafrumvarp sitt í sambandsþinginu, fylgdi hann því úr hlaði með yfirlýsingu þess efnis, að á fjárhagsári því, sem endaði þann 31. marz 1944, yrði stjórnin að fá að láni upp- hæð, sem að minsta kosti næmi $2.748.000.000. I sambandi við hina nýju fyrirhuguðu lán- töku, lét Mr. Ilsley þannig um mælt: “Eins og eg lagði áherzlu á í fjárlagaræðu minni í neðri málstofunn'i, er. það auðsætt, að nú í ár verða fleiri einstaklingar að kaupa sigurláns veðbréf en í fyrra vegna þeirrar hækkandi upphæðar, sem nú er farið fram á; vegna þess síaukna kostnaðar, sem stríðssókn- inni er samfara, er aukið starfrækslufé óhjá- kvæmilegt; kaupgeta almennirigs hefir fær+ út kvíar, og nema því aðeins, að fólkinu lærist að spara, myndi langt of miklunf hluta þess fjár, sem það nú hefir handa á milli, verða varið í óþarfa eyðslu, sem þjóðin má ekki við á stríðstímum; og loks er stjórninni vitanlega annast af öllu um það, að sigurlánsveðbréfin, ásamt þeim vöxtum, sem þau bera, komi sem jafnast niður, og verði hlekkur í öryggiskeðju sem allra flestra þjóðfélagsþegna vorra að loknu stríði. Vitaskuld verður það hlutskipti stóriðjunnar, að leggja fram stærstu upphæðirnar, eins og að undanförnu, enda er gjaldþol hennar mest; slíkt er þó engan veginn fullnægjandi; heldur verður þjóðin að leggjast á eitt um verðbréfa- kaupin, hver og einn eftir sinni getu, þó víst að sé að margir verði að taka nagrri sér; allir verði að taka nærri sér, því sigurinn er öllum þjóðfélagsþegnum vorum jafnt áhugamál. Eg hef þess vegna farið fram á það við Aiþjóðar- fjárhagsnefndina, að hún beiti sér fyrir um það, að sala sigurláns veðbréfanna verði sem allra almennust, og beri sem skýrastan vott um einirigu þjóðar vorrar í baráttu hennar fyrir frelsi og mannréttindum; að þessu marki ber oss öllum að stefna, og eg er þess full- viss, að áminst nefnd skilst eigi fyr við mál þetta, en fullnaðartakmarki hefir verið náð.” Mér er það Ijóst, að hér er um slík fjárhags- leg átök að ræða, sem engan veginn er óhugs- andi að ýmissum kunni að hrjósa hugur við. Á Jiinn bóginn dylst mér það ekki, að þjóð vor býr yfir eldlegu hólmgöngueðli, og telur sér það litt sæma, að hopa á hæl; á vettvangi hinnar bitrustu stríðssóknar handan við haf, cr hún löngu kunn að hugprýði og víkingslegu þreki; fjármálalegum Grettistökum heima fyr- ir hefir hún áður lyft, og mun svo enn gera að þessu isinni án þess að barma sér eða blása í kaun.” Um söluskilmála og vöxtu hins .væntanlega sigurláns, er enn eigi kunnugt, þó víst sé, að frá því verði nánar skýrt eftir því, sem nær dregur lánsútboðinu. The Icelandic Canadian Lögbergi hefir nýlega borist í hendur marz hefti þessa ársfjórðungsrits, og tekur það í flestum tilfellum ánægjulega fram þeim heft- um, sem á undan voru komin; einkum þó jólaheftinu, er var Islendingum til lítillar sæmdar, að ekki sé sterkar að orði kveðið. Þetta áminsta hefti fjallar, eins og vera ber, að langmestu leyti um íslenzk efni, og hefði í rauninni, æskilegs samræmis vegna, átt að fjalla um þau einvörðungu, alveg með sama hætti og The American Scandinavian Review helgar dálka sína upp til hópa menningar- málum norrænu þjóðanna. Megin ritgerðirnar, sem hefti þetta flytur, eru “Leif Ericsson and His Discovery of Ameriea”, eftir prófessor Richard Beck; “Canada — A Miniature World”, eftir W. J. Lindal, héraðsréttardómara, og “Icelandic Settlers In Canada”, eftir W. Kristjánsson; allar eru ritgerðir þessar gagnnýtar, svara til tilgangs og bera á sér fræðimannlegan blæ. “Not yet so old”, er nafnið á verðlaunasögu sem í ritinu er, eftir Effie Butler; sagan er vei samin og hressandi aflestrar; hún gerist á ís- lenzku býli við Winnipeg-vatn; er þar ski]au- lega og skýrt lýst átökunúm milli tengdamóð- ur og tengdadóttur um heimilisforráðin; þó er eitt og annað með nokkrum ólíkindum í sögunni, svo sem það, að íslenzkar konur við vatnið vitji um net til stuðnings við stríðs- sóknina. Forustugreinin stingur mjög í stúf við annað innihald ritsins, að því leyti, sem hún er alveg óviðkomandi íslenzkum menningarmálum, nema þá í hinum allra þrengsta skilningi; eitt og annað, sem þar er á borð borið fyrir les- ®ndur, orkar óumflýjanlega tvímælis, og á ekkert erindi í tímarit, sem samkvæmt stefnu- skrá sinni skal helgað íslenzkri menningu og íslenzkum menningarerfðum. 1 forustugreininni, er það ótvírætt gefið í skyn, að í vitund fólks og þá vitaskuld ís- lendinga, engu síður en annara, séu línurnar, sem skapast hafi vegna stríðsins, ekki sem allra skýrastar; línurnar milli hinna illu mátt- arvalda og þeirra réttvísu. Haturs-heimspeki Nazismans þýzka eins og hún hefir birst í verkunum, hlýtur þó að taka af öll tvímæli í þessu efni, og hefir í flestum tilfellum gert það svo ákveðið, að tæplega verður um vilst. Áminst forustugrein leggur afarmikla áherzlu á brauðið, sem uppeldismeðal, eða jafnvel megináherzluna, þó vitað sé, að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði, en að sama skapi er minna lagt upp úr erfðum og andlegri aðbúð. Ranghverfan á Þýzku þjóðinni, síðan Nazista- hreyfingin komst þar á stúfana, á að minsta kosti ekkert skylt við brauðskort, heldur má þar miklu fremur um kenna brauðtrú, sem fram kom í því að stæla vöðva æskunnar á kostnað andans með haturs-heimspeki, til þess að búa hana undir villimannlegt haturs-stríð. Kostir og vankostir ganga í erfðir. Barnið mótast fyrst og fremst af erfðum, en næst af óhrifum og umhverfi. Manndómsþátturinn í ís- lendingseðlinu hefir frá öndverðu verið það styrkur, að íslenzk æska hefir hrist af sér hlekki hungurvöku, og rutt sér glæsilega braut; vitaskuld er barnsálin ávalt gljúp og tiltölu- lega auðmótuð; en hún býr engu að síður yfir sterkum, arfgengum persónuleika, sem ekki lætur sér nægja brauðið eitt. Islendingar eru menn með mönnum, vegna þess hve drengilega rækt þeir hafa lagt við arfleifð feðra sinna, bæði heima og erlendis; falli slíkur eðlisþáttur í afrækt, hætta þeir að verða það. Fjöldi fnynda prýða rit þetta og gerir það eigulegra. Góður gestur að heiman Nýlega dvaldi hér fáa daga í borginni kær- kominn gestur að heiman; Jakob Gíslason rafmagnsverkfræðingur, og forstjóri raf- magnseftirlits íslerizka ríkisins; hann er enn ungur maður, útskrifaður í sérgrein sinni af Kaupmannahafnarháskóla; þessum góða gesti, sem hverfur heim til ættjarðarinnar í næsta mánuði, var haldið virðulegt samsæti á St. Regis hótelinu á laugardaginn var fyrir atbeina Icelandic Canadian Club. Árni G. Eggertson, K. C., skipaði forsæti, Séra Philip M. Péturs- sön flutti borðbæn, en að lokinni ræðu heiðurs- gests, þakkaði séra Valdimar J. Eylands fyrir hönd Þjóðræknisfélagsins, komumanni fróðlegt erindi hans um rafveitumálin á Fróni. I ræðu sinni mintist Jakob á íslenzka skamm- óegið, sem langt væri og oft dapurlegt; kvaðst hann vilja eiga í því nokkurn þátt, að rjúfa skammdegisdrungann með rafmagni til ljósa, matselda og upphitunar á hverju einasta og eina heimili þjóðarinnar. Þegar lið er sett á land Sameinaðar aðgerðir landhers og flota, sem oftast eru nefnd- ar lendingaraðgerðir á hernaðar- máli — voru á liðnum árum ekki taldar ýkja þýðingarmikl- ar, hvorki af hernaðarsérfræð- ingum né öðrum. Þær höfðu fyrr meir tekizt mjög illa, eink- ufn í Dardanellasundi. Það varð að yfirstíga mikla örðugleika. Og mönnunum, sem þurfa að inna þetta verk af höndum lízt ekki á þessa erfiðleika. Fót- gönguliðsmerínirnir og fallbyssu mennirnir, sem settir eru á land, — þurfa stundum að klifra upp brattar strendur, og á með- an er skotið á þá. Og þeir geta ékki skilið það, að skipin, ,með hinum stóru fallbyssum, skuli ekki geta hjálpað þeim með stórskotahríð. En þau þurfa að sigla í hringi, til þess að forð- ast skothríð frá ósýnilegum virkjum á landi og skjóta svo af handahófi. Ennfremur þurfa i þau að bíða eftir mönnunum, sem settir voru á land, og þau gæta þess að snúa ekki hlið- inni að landi. Það er mjög skiljanlegt, að yfirmennirnir hafi orðið varir við þessa erfiðleika. Margra vikna samvistir skapa ekki kynningu milli yfirmanna og undirgefinna, en slík áreynsla, sem sú, er þarf til lendingarað- gerða, skapar kynningu. 1 þessu sambandi þarf að taka margt til athugunar. Það er mjög þýðingarmikið að koma óvinunum á óvart, enn- fremur verður að halda undir- búningnum leyndum, og loks verður að gera ráð fyrir kaf- bátum og flugvélum. En þó hefir árangurinn af lendingaraðgerðum, eða land- setningu liðs, orðið jákvæður í þessari styrjöld, þrátt fvrir allt og kollvarpað fyrri skoðunum manna á þessu máli. Allar land- setningar liðs í þessari styrj- öld, enda þótt þær væru fram- kvæmdar við hin erfiðustu skilyrði, hafa heppnast vonum framar. Fyrsti og mesti árang- urinn náðist, þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg. Hernaðar- aðferð Hitlers kollvarpaði ger- samlega öllum kenningum, sem menn höfðu búið til um land- setningu liðs. Hann hafði ekki yfirráðin á sjónum, og hann sendi tiltölulega lítið lið í þessa herferð og það var fyrirsjáan- legt, að erfitt yrði að koma birgðum til þessa hers. Hins vegar myndi Bretum reynast mjög auðvelt að koma liði til síns hers. Allir hernaðarsér- fræðingar bandamanna lýstu því yfir, að Þjóðverjar hefðu gert stórkostlega skyssu. En því er aðeins til að svara, að hersveitir Þjóðverja eru ennþa í Noregi. Það er leiðinlegt að telja hér upp allar þær landsetningar liðs, sem heppnast hafa í þess- ari styrjöld. Hefir mikið verið rætt um sumar landsetningarn- ar,v svo sem á Krít og rúss- nesku 'eyjarnar við Baltisku löndin. Sumar aðgerðirnar voru miðaðar einungis við það, að eyðileggja einhverja hern- aðarlega þýðingarmikla staði, og því næst var laridsetningar- liðið tekið um borð aftur, svo sem var við Castellorizo, Lofot- en og víðar á Norsku strönd- inni. Aðrar aðgerðir voru bein- línis nauðsynlegar, svo sem landsetning Rússa á Krím og Japan á Filippseyjar, Guam, Wake, Malayja og inverska eyjaklasanum. Landsetningar liðs eru orðnar svo tíðar, að þær þykja ekki fréttir lengur og þær eru svo að segja einu hernaðaraðgerðirnar, sem vit- að er um íyrirfram ^ð muni heppnast. Hvernig stendur á þessari breytingu? 1 fyrsta lagi ber, að geta þess, að tækninni hefir fieygt fram. Flugvélarnar eru mjög þýðingarmiklar og þær valda því, að ekki er hægt að hafa yfirráð á sjónum ein- göngu með flota. Ennfremur eru reyksprengjur mjög þýð- ingarmiklar, því að meðan reykurinn svífur yfir er hægt að setja fyrstu liðssveitirnar á land. Það er þýzki herinn, sem hefir fundið upp reyksprengj- urnar og voru þær fyrst not- aðar í Rússlandi í fyrri heims- styrjöldinni í sambandi við liðsflutninga yfir ár. Þessi að- ferð heppnaðist alltaf. Hvernig er hægt að koma vörnum við, þegar reykur frá slíkum sprengjum hylur stór svæði, og varðmenn sjá ekki neitt. Varnarliðið verður að skjóta út í loftið, eða þá í blindni á þá staði, þar sem sennilegast er, að liðið verði sett á land. En liðið er ekki ætíð sett þar á land. Og enn- fremur verður að gera ráð fyr- ir, að byssur hitni við mikla notkun og nauðsynlegt sé að kæla þær. Og loks verður að taka það með í reikninginn, að sennilegt er, að málamyndatil- raunir verði gerðar á ýmsum stóðum, meðan verið er að setja liðið á land á þeim stað, sem ólíklegastur dr. Það er enginn vandi að flytja bir|ðir af reyksprengjum með flutn- ingaskipum, sem eru í fylgd með herskipunum. Oft eru landgöngurnar framkvæmdar í vindi, og þá dreifir vindurinn reyknum yfir stór svæði. Þá er sprengjunum varpað þannig, að vindurinn beri reykinn þangað, sem landgangan er fyrirhuguð. Með þessu móti er hægt að spara skotfæri að mjög mikl- um mun. Það ber vott um hirðuleysi manna um þessi mál, að fram til ársins 1940 var enginn und- irbúningur hafður til landsetn- ingar liðs. En nú er tæknin, sem til þess þarf, komin á mjög hátt stig. Það voru Þjóðverjar sem í upphafi notuðu þessa að- ferð, því næst Rússar og loks Japanir, og svo virðist, sem þeir hafi fullkomnað hana. — Helztu vandkvæðin eru auðvit- að í sambandi við landsetningu fyrstu liðssveitanna, en þegar búið er að ná undir sig dá- litlu svæði, er hægt að flytja liðið til lands á hvers konar flutningaskipum sem er Landsetningarlið æt.ti að vera útbúið vélbyssum, til þess að buga þá, sem skjóta beint á landsetningarstaðinn. Her- mennirnir verða að vera vel brynjaðir og hafa vagna með- ferðis, sem þeir geta þotið á strax inn í landið, til þess að losna við stórskotahríðina. Enn frem- ur er nauðsynlegt að hafa hraðskreiða báta til þess að flytja lið úr skipunum til lands. Loks ber að athuga það, að oft eru gildrur við lendingarstað- ina, sem ber að forðast. Ekki þarf minni aðgæslu við lendingu úr lofti. En flugmað- urinn getur samt valið staðinn, þar sem hann ætlar fallhlífar- hermönnunym að lenda. Flug- vélarnar fljúga með miklum hraða inn yfir landið, hægja svo á sér og sveima um til þess að leita að stað handa fallhlíf- arhermönnunum að lenda á. Hins vegar ei) það mjög mik- ill galli, að ekki er hægt að flytja þung vopn eða tæki með flugvélum. Hins vegar reynist kleift að flytja litlar fallbyss- ur og létta skriðdreka til Krít- ar. Og slíkir erfiðleikar hverfa mjög fljótlega, þegar hægt verður að stækka flugvélarnar. Þá verður hægt að flytja þung tæki án nokkurra erfiðleika. Þær sveitir, sem, settar eru á land úr lofti vinna sama verk og vélahersveitirnar, sem settar eru á land af skipum, sem sagt, rýma til fyrir fót- gönguliði því, sem seinna er sett á land. En mest gagn gerir þó stórskotalið, þar sem hægt er að koma því við. Vélbyssur eru létt vopn, sem aðeins er hægt að nota gegn lítt vörðum liðssveitum. Jafn- vel skriðdrekar vinna ekki á steinsteypu. Það verður því að byggja vörnina á steinsteypu, því að hún virðist vera það eina, sem dugar. Steinsteypu- virki með steyptu þaki þola fallbyssuskothríð bæði úr lofti og af láði. Stórar fallbyssur er ekki hægt að setja á land í upp hafi aðgerðanna. Þess vegna verður að treysta á aðstoð fall- byssnanna frá skipunum. Sú reynsla, sem fékkst, þegar brezki flptinn réðist á kastal- ana við Dardanellasund sýndi, að ekki er hægt að vinna sterk steinsteypuvirki af sjó. Þar verður að nota flugvélar, sem varpa þungum sprengjum. Alþbl. Krossgötur Eflir Jónbjörn Gíslason. Öll merk fræðikerfi, hvort sem þau tilheyra þessum heimi sem við lifum í, eða hinum til- komanda, hafa átt og eiga sína æðstu presta og kennifeður, sem bera ægishjálm yfir alt andlegt láglendi vegna spámannlegrar andagiftar og víðsýni; hafa þeir oft og tíðum markað glögg og gæfurík spor fyrir mannkynið í nútíð og framtíð. Þeir hafa markað þau svo ótvírætt, að hin iðna og stórvirka tönn tímans er þar máttvana. Þessir menn eru ekki “kall- aðir”, þeir eru “útvaldir”; þeir hafa verið uppi á öllum öldum, með öllum þjóðum. Þeir eru til enn í dag og eru einmitt nú að marka svo djúp spor á hjarni heimsmálanna, að allar fannir framtíðarinnar megna ekki að afmá þau eða hylja. Þessi stórmenni eru til í ýms- um stéttum þjóðfélagsins; þeir eru kennimenn, vísindamenn, stjórnmálamenn o. fl. Ailir eiga þeir sammerkt í því að helga æfi sína og krafta því starfi að skapa forgarð þess himnaríkis hér á jörðunni, sem okkur er heitið annars heims. Starf þessara manna hefir að vísu borið mikinn og glæsileg- ann árangur, en þó minni en ætla mætti eftir öllum mála- vöxtum. Ástæðan er sú að inn á meðal þessara andans jöfra, hafa slæðst hvatvísir og óboðn- ir meðalmenn í spámannsklæð- um, er tekist hefir að villa á* sér heimildir; hafa þeir þar notið við meðfæddrar grunnfærni lærisveina sinna, sem er of ai- gengt fæðingarmerki okkar með- almanna, eða eiginhagsmuna hvata, sem eru því miður enn almennari; verður þeim því oft vel til vina og fylgdarmanna. Þessir harðbökuðu leiðtogar hafa leitast við að móta heim- inn eftir sínum heimatilbúnu forskriftum og orðið sæmilega ágengt. Þeir hafa um skeið hald- ið um stjórnvöl þjóðarsnekkj- anna og stýrt þeim og siglt hrað- byri inn á þann *Hjörungavog, sem mannkynið er statt á nú í dag. Eg trúi því að maðurinn sé í eðli sínu góð og göfug vera, en ýmsum áhrifamiklum öflum virðist áhugamál að gjöra hann heimskann og illann, með þrot- lausri árvekni og þjálfun. Hér er þá tvennar herbúðir að fylla og tvennum leiðtogum að fylgja að málum, aðrir stefna UPP °S áfram mót sólu og sumri, en hinir norður og niður. öll- um er valið frjálst. Nú er það svo, að flestir menn með fullu viti og myndugir að árum, hafa þegar valið í þess- um efnum, þó misjafn sé sá skerfur er þeir geta lagt sín- um útvalda málstað. Eins og gengur er allur þorri manna at- hafnalítill og þögull áhorfenda hópur, en sæmilega trúr og hollur sinni viðurkendu stefnu og leiðtogum hennar. Því er eðlilegt að hverjum manni finnist einstaklingur úr andstæð ingahóp, vera á öfugri leið við það sem væri ákjósanlegt fyrir lönd og lýði, jafnt í alheims- málum sem hreppapólitík. Þó

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.