Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943. 7 Frá Lundarprestum á 19. öld Efiir Krisileif Þorsieinsson. Lundarreykjadalur eða Reykja dalur syðri, eins og hann var nefndur í fornöld, er nálega rastir að vegalengd. Hann er skýrt takmarkaður af tveim suarbröttum hálsum. Liggur hann sem aðrir dalir Borgar- ^jarðar frá austri til vesturs. ^ærinn Lundur stendur neð- an til um miðjan dalinn norðan ’Uegin. Það er fögur jöj'ð, stórt tun við rætur hárrar hlíðar og ut frá því grasgefnar engjar. bar er búsældarlegt umhverfi °S nokkdrar glæsilegar jarðir SV0 að segja á næstu grösúm. arurinn er einn hreppur og eiga allir hreppsbúar kirkjusókn að Lundi. ^feð fram Grímsá, sem renn- Ur eftir dalnum, er víða ágætur reiðvegur að sumarlagi; hefir unn verið notaður af góðum reiðmönnum, sem löngum hafa verið þar 1 og með, bæði í Presta- og bændastétt. Á 19. öld v°ru líka nokkurir bændur ^ði í Lundar- og Fitjasókn öl- aerir og óheflaðir. Uxu sumir Peirra prestunum yfir höfuð og etu þá lúta í lægra haldi. — þeim árum áttu prestar því Víðast áð venjast að hafa í fullu re við sóknarbændur sína. Flest lr 19- aldar prestar urðu held- nr lausir í sessi á Lundi, en til Pess hafa víst legið fleiri orsakir etl bændaVeldi. — — Af þeim . ®ndum, sém taldir voru mesrt- lr fyrir sér í Lundar- og Fitja- s°kn á þeim árum, er hér um r®ðir, vil eg pefna: Jón Þórð- arson á Gullberastöðum, föður °niasar á Skarði, Bjarna Her- f^nnsson hreppstjóra í Vatns- ,°rni og Guðmund Þorvaldsson a Háafeih. Sumir þessara bænda v°ru ertnir við vín, en aðrir uPpstökkir. Eldu þeir því löng- um Pei gratt silfur og lét enginn rra sinn hlut fyr en í fulla lnefana. — Á síðari hluta ald- arinnar kom þar líka til sög- mjög áberandi maður. unnar Lað hr Var var Árni Sveinbjarnarson ePPstjóri á Oddsstöðum. Hann i atgjörvismaður á márga . hraustmenni, hestamaður, astagjarn og ölkær. Var honum Jærri skapi að lúta í lægra ui, hver sem í hlut átti, enda honum sigur vís, þar sem ndalögmál átti úrskurðarvald. ^ Drengskap og mannúð átti ann líka j far^ sínu. Þessara s„anna varð eg að geta því til °nnunar, að Lundarprestar ðu ekkert einveldi í sóknum lnUm á 19 öld, hvorki seint né Ueinma. Il^h 1790 til 1902, eða m. ö. o. ar, eru tíu prestar á Lundi vg Saekja níu þeirra burt þaðan. naf bújörðin Þó ágæt. Vil eg Ugreina Þa alla og láta fylgja ^ kurar skýringar um þá nokL.a ^erða þæf því miður *uð í molum. Tel eg þá eftir °g byrja ofan frá. ið ^^hert Jónsson fékk brauð^ Pj og var á Lpndi í 25 ár. L Uttl hann að Saurbæ á Hval- Í]nr. arströnd 1815. — Um séra er ^bert hefi eg fáar sagnir, Þ°ri að herma, en um kj. u hann eg tvær skemtilegar að°ubgUr’ sem Penda til þess, L °„ ,ann hafi verið smár vexti ^, rykkfeldur í meira lagi. Viðnrður Jónsson kom að Lund: Ra urtför séra Engilberts 1815. h'Un'1 Par 1 1® ár. Hann °Uu nU ^rir löngu gleymdur uúlifandi mönnum. Að- Uokkurar sagnir, sem eg ejji . ’,nata geymst um hann, en °g ^P0ri eg að fulltreysta þeim bær ÞV1 eiíki skráðar beyrðT ^Úl5lr min sa hann og Pegaj.1 bann eitt sinn messa, Var bún Var a bernskuskeiði. r£eðu enni Þaið minnistætt úr áruin b&ns’ er hann var að sáttf áheyrendur sína um hanifh *°S bræðraÞel> Þ« tók úað fram, að til svo mikils ann ekki ætlast af nokk- urum manni, að hann elskaði óvini sína. Hann sagðist segja fyrir sig, að það gæti hann ómögulega. Þessi hreinskilnis- lega játning þótti ekki kristileg og vakti hún umtal. En að lík- um hefir ekki átt nokkurn óvin, því að hann var glaður og reif- ur friðsemdarmaður. Séra Þórður átti nokkur börn, sem ættir eru frá komnar. Son- ur hans var Halldór bóndi í Bakkakoti, Hvítárbakka, faðir Þorsteins, sem þar var lengi stórbóndi. Dóttir hans var líka Guðrún, móðir séra Magnúsar Grímssonar á Mosfelli og þeirra mörgu systkina, og er margt þjóðkunnra rnanna frá þeim komið, flest í Vesturheimi. Hefi eg minzt þeirra.ættmenna í hér- aðssögu Borgarfjarðar I. bindi. Hýr og glöð lund samfara á- gætum gáfum voru ríkjandi ættareinkenni meðal afkomenda séra Þórðar. Benedikt Eggertsson, prófasts, í Reykholti, fékk brauðið 1833. Var hann þá búinn að vera aðstoðarprestur föður síns í Reykholti í sjö ár. Séra Bene- dikt var friðsamur og þokka- sæll og að líkamsgervi myndar- maður; hestamaður, svo að orð var á gjört, og bar gott skyn á veraldleg efni. Svo var og um föður hans. Mundu þeir feðgar hafa verið kallaðir efnishyggju- menn nú á dögum, en það orð var þá óþekt á tungu alþýðunn- ar, — Ekki þóttu þeir feðgar mælskir eða ræðuskörungar í anda þeirrar tíðar. Kom það fyrir, að gáskafullir hagyrðing- ar köstuðu fram stökum undir ræðum þeirra. Meðal annars var þessi vísa kveðin í orða stað séra Eggerts, þegar hann í stól- ræðu var að áminna áheyrend- ur sína um að líkna nauðstödd- um, en tók þó fram, að þess yrði líka að gæta að gefa ekki í “fleng”: “Gefa skaltu fjárs af feng fátækt þeim sem bera, en maður enginn má í fleng miskunnsamur vera.” Öðru sinni í ræðu var séra Benedikt sonur hans að útmála og dást að sköpun alheimsins. Má vera, að honum hafi ekki fekist það svo vel sem skyldi. Um það var þessi vísa kveðin: “Þá hjalað hafði hetjan frökk heims um bygginguna, undir sig tók ógnar-stökk upp í Sjöstjörnuna”. Þótt séra Eggert væri frið- semdarmaður, varð hann mjög fyrir áreitni sóknarbænda sinna á Lundi. Einkum Guðmundar Þorvaldssonar á háafelli. Það sagði móðir mín mér, að hún hefði undrast þrek hans og still- ingu, þegar Guðmundur í fjöl- mennri veizlu hrakyrti hann og ærumeiddi. En hann átti líka aldavini meðal sóknarbarna sinna, svo sem Björn Jakobsson á Fitjum, sem var mágur hans, Björn átti Ragnheiði Eggerts- dóttur, systur séra Benedikts. Eftir lát Björns giftist Ragnheið- ur Sigurði Helgasyni frá Jörfa á Mýrum, föður séra Helga á Melum. Sigurður var hagorður í bezta lagi og lágu honum jafn- an stökur lausar á tungu. — Björn Jakobsson var þjóðhagi og glæsimenni, og unni Ragn- heiður honum, en Sigurði síðari manni sínum minna, sem var sínöldrandi, en hún stórlynd. Út af sambúð þeirra hjóna kvað Sigurður þessa vísu: “Þótt eg fari margs á mis myndi1 eg una högum, ef friðarögn til fágætis fengi á sunnudögum.” Séra Benedikt var veittur Breiðabólstaður á Skógarströnd 1853, en Vatnsfjörður 1868, og þar dó hann 1871. Kona séra Benedikts var Agnes Þorsteinsdóttir. Eftir lát hans flutti hún á eignarjörð sína hálfa, Signýjarstaði í Hálsasveit, og bjó þar nokkur ár með börn- um sínum: Þorsteini, sem síðar varð prestur á Lundi, Eggert bónda í Laugardælum og Guð- rúnu. Þórður Þórðarson, Jónassonar gamla, prests í Reykholti, fékk Lund 1853 við burtför séra Benedikts. Um hann þarf ekki að fjölyrða hér. í þætti frá Reykholtsprestum hefi eg K'st honum. Það skal samt tekið fram, að mælska hans og orðgnótt varð fljótt hljóðbær. Konurnar voru hrifpar af því, hve orðsnjall hann var, er hann las þær í kirkju, og við skírn barna flutti hann stundum ræður, sem við- stöddum fanst mikið um. — Fólkið hópaðist að kirkjunni til hans, ekki einungis sóknarfólkið, þar við bættust flokkar utan sóknar. I einni slíkri heimreið að Lundarkirkju var vísa þessi kveðin af Jóni Þorleifssyni bónda á Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal: “Að Lundi ríður flokkur fríður, farin hlíðin er á snið. I kirkju bíður klerkur þýður, kennir prýðilegan sið”. Þá er þ^ð öðru sinni, er Jón Þorleifsson reið um sumar með flokk manna að Bæjarkirkju, aö hann kastaði fram þessari stöku: “Bæ að ríða margir menn og menja fríðar spengur. Prestur tíðir syngur senn, sízt má bíða lengur”. Þessi vísa er nær sönnun þess, hve hlýjan hug menn báru til kirkju og klerka á þessum ár- um. Þessi gáfaði bóndi minnist lofsamlega á prestinn á Lundi og kenningar hans og hið sama kveður við, er hann ríður til Bæjarkirkju, að hann áminnir samferðafólkið um það að koma í tæka tíð til kirkjunnar, enda þótt þá mesti ósiður að vera ekki kominn á kirkjustað, áður en messa byrjaði. En fólkið krafðist þess líka af prestum, að þeir létu messur byrja á hádegi. Séra Þórður fór frá Lundi 1856. Var honum þá veitt Möðru vallaklaustur, en Reykholt fékk hann 1873 og dó þar 1884. Andrési Hjaltasyni var veití Lundur 1856. Var hann áður prestur í Gufudal. Hann var þá öllum óþektur um Borgar- fjörð. Strax varð hann hér mjög umtalaður, einkum fyrir það, hvað hann þótti kátlegur í lát- bragði og háttum. Varð hann fyrir eftirhermum gáskafullra unglinga. Kirkja var þó sótt til hans, eins og þá var undantekn- ingarlaust viðtekinn vani. En lítt hafa messur hans orðið þeim til sálubótar, sem lærðu í kirkj- unni að leika prestinn á eftir. — Séra Andrés var að sumu leyti gáfaður maður, en klaufa- legt látbragð varð þess valdandi, að gjört var gys að honum. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Margrét Ásgeirsdóttir frá Rauðamýri, systir Ásgeirs kaupmanns eldra, á ísafirði. Var hún talin búforkur mikill og rak með dugnaði búskap og vinnu bæði úti og inni. Þessa konu misti hann á Lundi hnign- aði þá fljótt hagur bús og heim- ilis. Um þesáar mundir var dóttir séra Jónasar gamla, sem Hall- dóra hét, ógift í Reykholti. Hún var þá nokkuð við aldur, kom- in um fimtugt. Sigríðui Jónas- dóttir, systir hennar var þá nýgift séra Vernharði Þorkels- syni. En báðar þær systur höfðu sett þar sök við súlu, að verða prestskonur, ella giftast ekki að Öðrum kosti. — Hugkvæmdist nú séra Andrési að leita ráða- hags við Halldóru. Ríður hann að Reykholti í þeim erindum, en gekk ekki í augu Halldóru og vísaði hún honum frá. Séra Vernharður, sem þá var í Reykholti, kvað þetta um bón- orðsförina: Karlinn úr Lundinum klakaði1 um fljóð, köld voru‘ hans beinin, en Hall- dóra stóð hissa og horfði á manninn. Maður að álitum enginn hann er. ei heldur söngfugl, en það eitt ■ eg ber, að fullsæl er fimtugur svanninn. Af þessu má ráða, að Vern- harði hafði ekki þótt mágkona sín mega vænta annars betra. Þess skal getið, að Halldóra giftist litlu síðar, blindum og háöldruðum uppgjafarpresti, séra Guðlaugi Sveinbjarnarsyni. Séra Andrés náði þá í aðra prestsdóttur, Eggþóru að nafni, dóttur Eggerts prests í Staf- halti Bjarnajsonar, landlæknis Pálssonar, en systur séra Bjarna í Garpsdal og Gísla bónda á Stóra-Kroppi. — Um búskap og heimilisháttu þeirra hjóna spunn ust margar sögur, sem urðu héraðsfleygar og lifa enn í minni manna. Kona þessi hafði lítið í það að fullnægja þeim kröfum, sem þá voru gerðar til hús- mæðra. Voru veilur hennar ekki lagðar í lágina. Ekki var þeim hjónum þó brugðið um skaplesti né sundurþykkju. Eftir átta ára prestsþjónustu á Lundi var Andrési veittur Garpsdalur. Síðar varð hann prestur í Flatey á Breiðafirði. Lifðu þau hjón til hárrar elli og komust síðast að Möðruvöllum til Jóns Hjaltalíns, skólastjóra, sem var sonur séra Andrésar og Margrétar Ásgeirsdóttur fyrri konu hans. Albróðir Jóns var Sigurður, faðir Ásgeirs Sigurðs- sonar konsúls í Reykjavík. Bjarni Sigvaldason fékk Lund 1864. Kom hann þangað frá Dýrafjarðarþingum. Hann var sonur séra Sigvalda í Gríms- tungu Snæbjarnarsonar. Föður- systur séra Bjarna voru þær Helga, síðari kona Einars Þórólfs sonar í Kalmanstungu, og Mar- grét, móðir séra Arnljóts Ólafs- sonar prests á Bægisá. Þeir frændur voru komnir frá Sig- valda Halldórssyni prests að Húsafelli og sömuleiðis frá Hall- dóri Brynjólfssyni biskupi á Hólum. Systkin séra Bjarna voru Ólafur læknir í Bæ í Króksfirði, og kona Benedikts Blöndals bónda í Hvammi í Vatnsdal. Kona séra Bjarna hét Gróa Erlendsdóttir, systir Árna bónda á Flögu í Vatnsdal. Þau áttu tvær dætur, sem hétu Elín og Gróa. Gróa giftist frænda sínum Birni Benediktssyni Blöndal frá Hvammi, þeim sem druknaði af hesti undir Þyrilsklifi. Eru niðjar þeirra í Vatnsdal. Séra Bjarni var maður vinsæll og alþýðlegur. Lítið mun hann hafa verið riðinn við héraðsmál, að minsta kosti aldrei í fylkingar- brjósti. Hann fékk Stað í Stein- grímsfirði 1876. Oddur Gíslason var vígðiþ: að Lundi 1876, þá fertugur að aldri Þegar hann kom að Lundi, var hann orðinn víðkunnur og mik- ið umtalaður, m. a. vegna þess, að konu sína, Önnu Vilhjálms- dóttur frá Kirkjuvogi í Höfn- um, fékk hann með harðfylgi þvert gegn vilja föður hennar. Kom þar fram kjarkur Odds og viljafesta samhliða dirfsku og ofurhug. Náði hann unnustu sinni á laun, reið hann inn í Njarðvíkur og sigldi með hana þaðan til Reykjavíkur og gifti sig strax, er í land kom. Á þeim árum vildu stórbændur eiga rétt til þess að ráða giftingu dætra sinna, en þann rétt braut Oddur á bak aftur. Þótti slíkt í frá- sögur færandi. — Þá var séra Oddi talið það til gildis, að hann kunni bæði að tala og rita ensku, en ekki var það á þeim árum alment meðal prestlærðra manna. Hann hafði þýtt úr ensku skáldsögu, sem í þýðingu hans nefndist “Krossgangan”. Síðan kom saga þessi út í annari þýðingu og nefndist þá: “För pílagrímsins frá þessum x heimi til hins ókunna”. Séra Oddur var mesti íþrótta- maður, m.a. ágætis sundmaður og lista formaður og skipstjóri. Honum voru að eðlisfari hug- leikin öll þau mál, sem við komu sjósókn og sjómensku. Varð hann síðar frummælandi að slysavörnum í veiðistöðvum syðra og ennfremur bindindis- frömuður. — Flestir prestar héldu sér að mestu frá líkam- legu erfiði á þeim árum, en aar var séra Oddur undantekn- ing. Búmaður var hann þó ekki að sama skapi, sem hann var athafnamikill að öðru leyti. — Hann fékk stað í Grindavík 1879. Þar var hann formaður á vetrarvertíðum, og var það eins- dæmi með presta á þeim árum. Oddur var meðalmaður á vöxt knálegur, fríður sýnum og vel á sig kominn að öllu. Hann fór til Vesturheims og alt hans fólk að undantekinni einni dóttur, sem er kona Ólafs Ketilssonar í Kotvogi. Séra Oddur var lengi prestur í Nýja-Islandi. Þorsteinn Benediktsson fékk Lund 1879. Hann var sonur séra Benedikts Eggertssonar, sem talinn er hér að framan. Séra Þorsteinn var lítill bóknáms- maður, en hóglátur, prúður og vinsæll. Embættið rækti hann af fremsta megni og verður ekki meira af neinum krafist, en bet- ur þótti hann njóta sín á hesti en í hempu. Kona hans var Guðrún, systir Þórðar Knudsens sýsluskrifara í Arnarholti. Hún dó á Lundi 1882 úr mislingum. Séra Þorsteinn giftist ekki aftur og átti enga niðja. Hann fór frá Lundi að Rafnseyri 1882 og síðan að Bjarnanesi og slðast að Krossi í Landeyjum. Eiríkur Gíslason fékk Lund 1882. Hann var sonur séra Gísla Jóhannessonar á Reynivöllum og konu hans, Guðlaugar Eiríks- dóttur. Voru þær systur Guð- laug,- móðir Eiríks, og Ingibjörg, kona Eggerts Briems sýslumanns á Reynistað í Skagafirði, móðir þeirra mörgu Reynistaðarsyst- kiná. Þess má líka geta, að séra Eiríkur Gíslason og Vilhjálmur Stefánsson, hinn nafnkendi heimskautafari, voru systkina- synir. — Af þessu má ráða, að frændlið séra Eiríks var ekki í smámenna tölu. Svo var og um hann, að hann var áberandi maður, stór vexti, karlmannleg- ur, hispurslaus og blátt áfram, en ekki fágaður í orðum. Dreng- ur góður mun hann hafa verið talinn af þeim, sem þektu hann bezt. Á Lundi átti hann litla sögu, en síðar varð hann nafn- kendur, m. a. þingmaður Snæ- fellinga 1894—’99, og síðar pró- fastur í Strandasýslu og póst- afgreiðslumaður á Stað í Hrúta- firði. Hann fór frá Lundi að Breiðabólstað á Skógarströnd 1885. Síðan að Staðastað, en síð- ast að Prestsbakka í Hrútafirði. Kona séra Eiríks var Vilborg Jónsdóttir, prests á Auðkúlu. Voru þau hjón systrabörn. Börn þeirra eru Jóhartna, Gísli og Jón, bændur á stað í Hrúta- firði. Ólafur Ólafsson vígðist að Lundi 1885^ * Hann var kaup- mannsson úr Hafnarfirði. Kona hans var Ingibjörg Pálsdóttir, systir séra Jens Pálssonar síðast í Görðum að Álptanesi. Séra Ólafur var hagur og listhneigð- ur. Léttur á fæti og snar í hreyf- ingum, áhugasamur og fylginn sér. Var hann bezti liðsmaður í öllum þeim málum, sem til heilla horfðu, bæði í sveit og sýslu. Búnaðist honum ágætlega, enda var stjórnsemi og myndar- skap konu hanc við brugðið. Voru þau hjúasæl og slitu aldrei trygð við það fólk, sem hjá þeim vann. Eftir 16 ára prests- pjónustu á Lundi, fékk séra Ólafur Hjarðarholt í Dölum, 1902. Þar stofnaði hann og starf- rækti samhliða prestsembætt- inu skóla með líku sniði og hér aðsskóla þá, sem um það leyti voru að rísa upp, en hefir síðan fjölgað og þeir eflzt á ýmsa lund. — Skóli séra Ólafs, ásamt heimili þeirra hjóna í Hjarðar- holti, þótti ungu fólki, sem þangað sótti, sannnefndur sælu- staður. Eiga margir Borgfirð- ingar, sem þangað sóttu nám, kærar minningar frá þeim tím- um. Séra Ólafur og Ingibjörg kona hans fluttu til Reykjavíkur frá Hjarðarholti. Lézt hann þar 1935 en kona hans 1929. , Börn þeirra hjóna, sem enn eru á lífi, eru þessi: Páll fram- kvæmdarstjóri í Reykjavík, Kristín læknir, kona Vilmundar Jónssonar landlæknis, og Ásta, kona Ólafs Bjarnasonar bónda í Brautarholti. Eg hygg, að alt frá landnáms- tíð hafi 19. öldin verið mesta búferlaöld hér á landi. Er það líkt um bændur og presta. Þó hafa prestar jafnan orðið að færa sig lengra um set. Hér er eitt glögt dæmi í þessu máli af 19. aldar prestum á Lundi. Níu af þeim flytja sig burt og hafa svo sumir hverjir brauðaskifti aftur og aftur. Fyr á tímum virðist hafa verið yfir- leitt miklu meiri kyrð á prgst- um. Því til sönnunar vil eg benda hér á það, að í presta- tali Sveins Níelssonar eru ekki taldir nema níu þjónandi prest- ar á Lundi frá 1542 til 1790, eða meira en hálfa þriðju öld. Fyrir þann tíma nefnir hann þar aðeins tvo presta, Þórð Sig- urðsson Lundarskalla, 1120, og Gísla, sem hann gjörir enga grein fyrir að öðru leyti en því að láta nafns hans getið. í þessum þætti hefi eg bundið mig við 19. aldar presta á Lundi. Þó þykir mér hlýða að láta hér að síðustu getið séra Sigurðar Jónssonar, sem kom að Lundi 1902 við burtför séra Ólafs og dvaldi þar til æfiloka 1932. Fékk hann, sem aðrir prestar á því tímabili, mjög að kenna á tóm- læti í kirkjurækni, þótt hann værí á ýmsa lund vel látinn í sveit sinni og sóknum. Gestris- inn og hýr heim að sækja, skýr í tali, skáldmæltur vel, en dulur og fámáll í fjölmenni. Kona hans var Guðrún Sveinsdóttir, Sveins- sonar prests Níelssonar. Býr hún enn á Lundi. — Við andlát séra Sigurðar féll Lundur úr tölu prestsetra og lagðist við Hest- þing. Kirkjan stendur þar enn, og er kirkjusóknin óbreytt. Verð eg að ljúka hér þessu litla ágripi af sögu Lundarpresta á 19. öld, þótt margt sé ósagt, er vert væri að minnast, og e. t. v. eitthvað sagt, sem hefði mátt kyrt liggja. Hann sá Jón Sigurðsson í forsetastóli (Framli. frá bls. 3) bót að hafa reiðhesta með. Til þess að fleiri gætu notað hest- ana og útiloftsins eignaðist eg snemma léttivagn sem heimilis- fólk mitt notaði á sunnudögum. Þá voru ekki bílarnir. Því hafði verið spáð fyrir mér, að ef eg kæmist yfir fert- ugt, þá myndi eg verða gamall maður. En svo bar við rétt þeg- ar eg var að verða fertugur, að eg lagðist í lungnabólgu. — Þá sat Þórður Thoroddsen í þrjá tíma á rúmstokknum hjá mér og setti á mig hvern sinneps- plásturinn eftir qinnan. Það er ekki sársaukalaust, en eg fann ekkert til, en flaug á læknirinn hvað eftir annað í óráði. Eftir þessa þriggja tíma viðureign stóð Þórður upp og sagði: Nú er eg ánægður. Með það fór hann. En mér batnaði. Hann hefir á þessum þrem tímum tvö- faldað æfi mína — og meira til. En merkilegt var það að þessu skyldi hafa verið spáð fyrir mér. Eg sem aldrei trúi á neina spádóma, sagði hinn átt- ræði varfærni heiðursmaður. En það þarf enga spádóms- gáfu til að sjá, að Magnús Guðna son á marga vinnudaga eftir enn, þó hann sé einn af þeim sem unnu við Alþingishúsið og hafi séð Jón Sigurðsson í for- setastól og heyrt Benedikt Sveinsson halda miklar ræður upp í Alþingissal Latínuskólans. En alt þetta er nú orðið fjarlægt rútíðinni. Magnús er áttræður í dag, fæddur 25. okt. 1862. V. St. Lesbók Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.