Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.04.1943, Blaðsíða 8
r 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. APRÍL 1943. Á mynd þessari getur að líta Crusader og Sherman skrið- dreka á leið inn í Marsa Matruh eftir að hið 8. herfilki hafði náð borginni á vald sitt, og stökkt hersveitum Þjóðverja á flótta. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. •f -f ♦ Mr. G. A. Williams, kaupmað- ur í Hecla, var staddur í borg- inni megin par,t fyrri viku, ásamt frú sinni og tveimdr börnum. •f ♦ ♦ LA UGARDA G^SKÓLINN heldur loksamkomu sina laugardagitni 17. apríl, kl. 8.30 e. h. t samkomusal 'Smbandskirkjunnar á Banning St.—i Börnin eru að æfa tvö smáleikrit, framsögn, söng og dans og munu mikiS á sig leggja til þess a8 gera þessa kveldstund sent skemtilegasta. Brcgðist ckki börnunmn; sœkið sam- komu þeirra. SjáiS um aS hvert sæti verSi skipaS; þaS er vöttur þess aS þér viljiS aS islenzku kenslu sé hald- iS áfram og aS íslenzkan lifi í Vest- urheimi. ASgangur aS samkomunni er ókeypis fyrir börn innan 14 ára en 25c fyrir fullorSna. f f f Á miðvikudagskvöldið í fyrri vlku, lézt að heimili sínu að Lundar, bændaöldungurinn Berg þór Jónsson, fæddur að Hriflu í Spður-Þingeyjarsýslu, 2. nóv. 1859; hann ólst upp á fæðingar- bæ sínum unz hann var 15 ára, en dvaldi næstu sex ár á Ljósa- vatni, þaðan fluttist hann að Möðrudal á Fjöllum til Stefáns Einarssonar stórbónda, og átti þar heima í sjö ár. Þann 10. júní 1882 giftist Bergþór, Vil- helmínu Eyjólfsdóttur timbur- manns Jónssonar á Nausta- hvammi í Norðfirði, og það sama ár reistu þau bú á Ranga- lóni á Jökuldalsheiði; þau fluttu vestur um haf 1889, dvöldu fyrst í Winnipeg, en síðar í Álpta- vatnsbygð við Manitobavatn. Konu sína misti Bergþór 20. október 1941. Þau Bergþór og Vilhelmína eignuðust þrjú börn, tvo sonu og . dóttur; annan soninn, Albert, mistu þau í fyrra stríðinu, 29. sept- 1918. Hinn sonurinn er Jón, gift- ur Petrínu Magnúsdóttur Free- man, og hjá þeim dvöldu gömlu hjónin lengst af eftir að þau lqtu af búskap. Dóttirin er Björg, búsett að Seaman, Sask., og fósturdóttir Vilhelmína í Oregori City, U. S. A. Bergþór var maður höfðing- legur ásýndum, vinfastur og vandur að virðingu sinni. Hann var jarðsunginn að Lundar á mánudaginn var af séra V. J. Eylands, að viðstöddu miklu fjölmenni. Messuboð Fyrsta lúlerska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 4. apríl. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7. síðd. Föstumessa, miðvikudagskvöld kl. 7,30, á heimili Mr. og Mrs. Einar Magnússon, Lake Ave. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Áætlaðar messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 4. apríl. Betel kl. 9,30 árd. Gimli kirkja, kl. 2. síðd. S. Ólafsson. ♦ ♦ ♦ Messa í Árborg: 4. apríl — Árborg, íslenzk messa kl. 2. e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Preslakall Norður-Dakoia: íslenzk guðsþjónusta verður haldin að Mountain kl. 2,30 e. h. Safnaðarfundur, strax á eftir messu. The Women's Missionary Society of the First Lutheran Church, Victor St., will hold a special open meeting in the church parlors on Wednésday, April 7th. at 8 p.ni. This will be held jointly with the regular midweek lenten service con- ducted by the pastor, Rev. V. J. Ey- lands. Rev. V. Baggér, a recent mis- sionary from India, and now pastor of the Danish Lutheran Church vvill be guest speaker. Solos vvill be rendered by Edith Dewar. soprano, and Edna Hender- son. violinist accompanied by Thelma Wilson pianist. Mrs. Eric Isfeld will conduct the Junior Choir in choral numbers. — Refreshments. ♦ ♦ ♦ ÞAKKARORÐ Viö undirrituð vottum hér meö okk- ar hjartans þakklæti öllum, sem á einn eöa annan hátt aSstoöuðu okkur og hjálpuðu þegar hinn sári, þungi harmur bar okkur aö höndum, viö fráfall okkar heitt elskaöa eiginmanns og föður. Einnig öllum vinum og kunningjum okkar, . sem heiðruðu minningu hans með nærveru sinni við jarðarförina, og svo öll þau fögru blóro okkur send. Einni" þau mörgu hluttekningar spjöld og bréf, sem okkur bárust frá okkar mörgu, kæru vinum. Alt þetta biðjum við algóðan Guð að láuna af ríkidómi sinnar náð- ar og blessunar. Miss Stefanía Lifman, dóttir þeirra Mr. og Mrs. B. J. Lifman í Árborg, fór suður til Washing- ton, D. C. á þriðjudaginn í fyrri viku, þar sem hún er ráðin í þjónustu ritara sendiráðsins íslenzka í Washington, Hr. Henriks Björnsson og frú Björn son» ♦ ♦ ♦ Mr. Kristinn Sigurgeirsson út- gerðarmaður frá Hecla, var staddur í borginni í vikunniv sem leið, ásamt frú sinni og dóttur. ♦ ♦ ♦ Xýlega fluttust liéðau úr borginni Mr. og Mrs. Carl Finnbogason. vest- ur til Vancouver, B.C. Hefir Carl starfað hér að byggingum og auk þess tekið drjúgan þátt í félagsstörfum meðal landa hér. Aður en þau hjón fóru, var þeim haldið veglegt kveðju- sairtsæti og leyst út með gjöfunt. ♦ ♦ ♦ Jón Sigurðsson Chapter, I.O.D.E.. heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. G. A. Paulson, 351 Home St.. 'Winnipeg. Man., á þriðjudagskvedlið 6. apríl, kl. 8 e. h. ♦ ♦ ♦ Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar heldur sumarmáls sam- komu í kirkjunni á fimtudags- kvöldið þann 29. þ. m. Skejnti- skrá auglýst síðar. ♦ ♦ ♦ Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 8. þ. m. ♦ ♦ ♦ GJAFALISTI I MINNINGARSJÓÐ MRS. W. J. LINDAL Eins og þegar hefir verið kunngert i blöðunum hefir stúdentasamband United College i Winnipeg hafist handa unt sjóðsstofnun, og að vöxtum af sjóðnum verði varið til námsskeiðs i minningu um Mrs. W. J. Lindal. Akveðið er að safna $3,500.00 upp- hæð, er nægja megi til þess að gefa af sér árlega $100.00 námsstyrk. Félög ýmiskonar hafa stofnað nefndir til þess að safna fé í sjóð þenna. Meðal íslendinga er Mrs. J. B. Skaptason. 378 Maryland Street. er tekið hefir að sér að veita fram- lögum viðtöku, og fiefir þegar mót- tekið eftirgreindar fjárhæðir: Dr. B. J. Rrandson, Wpg.......$ 5.00 Mr. Paul Reykdal, Wpg.........100.00 Mr. Hannes Lindaí, Wpg........ 50.00 Mr. Peter Anderson, Wpg. .. 25.00 Mr. Olafur Pétursson, Wpg.. . 5.00 Mr. Hannes Pétursson. Wpg.. . 5.00 Mrs. J. Couch. Wpg............. 10.00 Mr. G. F. Jonasson, Wpg... 25.00 Mrs. Kristín Hinrikson, Churchbridge, Sask.,....... 100.00 Dr. P. H. T. Thorlakson, Wpg. 25.00 Mrs. I. T. Olson, Churchbridge 25.00 M i d Sibba Axford, Cannon Falls, Minn. ($9.2.5 Amer.) 10.00 Mrs. J. S. Gillies, Wpg...... 2.00 Mrs. G. J. Markusson, Bredenbury................... 25.00 Mr. og Mrs. J. B. Skaptason, Winnipeg, Man................ 10.00 $447.00 Auk ofangreindra upphæða, meðtek- inna af Mrs. Skaptason hefir aðal- nefndinni verið afhent sem partur af íslenzkum tillögum sem fylgir: Tudge W. J. Lindal, Wpg.........$100.00 Ágóði af Silver Tea ............ 125.00 $225.00 Upphæðir þær, sem nefndirnar smátt og smátt safna. verða sendar féhirði aðalnefndarinnar við áminsta mentastofnun, og lagðar við þær fjár- hæðir, sem komið hafa annarsstaðar frá. Gerið svo vel og sendið Mrs. J. R. Skaptason tillög yðar, er mun hlut- ast til um að þér fáið opinbera kvitter- ingu frá aðalféhirði skólans. Slík til- lög eru undanþegin tekjuskatti. - Dánarfregn Jóhann Jóhannsson, er í full 35 ár hafði átt heima í Selkirk, Man., andaðist að heimili sínu þann 18. marz sídegis. Um síð- astliðin 5 ár hafði hann verið lasinn, en síðustu 3 árin leið hann oft mikið^ þótt til hins síðasta væri hann aldrei með öllu rúmfastur. / Jóhann var fæddur í Núpa- sveit í Norður-Þingeyjarsýslu, 16. ágúst 1866, en ólst upp á Daðastöðum þar í sveit. Foreldrar hans voru Jóhann Árnason og Hólmfríður Jóns- dóttir. Hann kom til þessa lands 1889, þá 23 ára að aldriv settist hann að í Argyle-bygð hjá Helgu Stevens systur sinni, er þar bjó. — Hann giftist þar 1896, eftirlifandi ekkju Kristínu Hafliðadóttur ættaðri úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Þau bjuggu í Argyle-bygð um hríð, en fluttu til Selkirk, fyrir meira en 35 árum síðan. Jóhann vann árum saman á frystihúsunum í Selkirk, en síð- ar a járnbrautinni milli Selkirk og Winnipeg, — og þess utan við hverja þá vinnu er hann gat fengið meðan kraftar hans entust. Mrs. Jóhanna Walterson, kona C. Waltersons fyrr í Sel- kirk, en nú í Geraldon, Ont., er stjúpdóttir Jóhanns; reyndist hann henni jafnan mjög vel, og var hændur að börnum Walter- sons hjónanna, er voru honum og konu hans, ömmu þeirra, einkar hugulsöm og góð. Þau eru: Thelma Mrs. Marrý, Gerald- ton, Ont. Kristinn, í herþjónustu á Eng- landi, kv. Mary Buun. Helgi, í herþjónustu á Eng- landi, ókv. Ralph, Camp Borden, kv. Minnie Hompson. Ingunn og Oddry, í Geraldton, Ont. Mrs. Walterson, ein af fjöl- skyldu sinni gat verið viðstödd útför stjúpföður síps og staðið við hlið aldraðrar móður sinn- ar, ásamt vinum hennar. Út- förin fór fram frá M. Gilberts útfararstofu, mánudaginn 22. marz, að viðstöddu mörgu fólki. Jóhann var maður dyggur til verka, og trúr þjónn, umhyggju- samur um heimili sitt og ást- vini, trúr öllu er hann tók sér fyrir hendur. S. Ólafsson. Wartime Prices and Trade Board Beiðnir um sykur íil niðursuðu verða að sendasí fyrir 15. apríl 1943. Matvæladeild W. P. & T. B. ráðleggur húsmæðrum að reyna ekki að reikna út hve margar tegundir af ávöxtum þær muni nota, eða hve mikið af hverri tegund. Maður veit aldrei fyrir- fram hvaða ávextir verða fáan- legir, en maður veit hve mikið hefir þurft af svona mat á heimilinu undanfarin ár, og það má fara mikið eftir því með tilliti til fólksfjölda. Ætlast er til að meira verði gert að því að sjóða niður heldur en að búa til “jelly”, hið fyrra er bæði drýgra og hollara. Ávextirnir halda miklu meiru af frumefnum nýrra aldina ef þeir eru ekki soðnir í graut. “Canning”-gufusuðu aðferðin er álitin einna bezt. Það má setja til geymslu miklu meira af ávöxturn fyrir hvert pund af sykri ef sú aðferð er notuð, og nú er nauðsynlegra en nokkru sinni áður að spara alt sem hægt er, sérstaklega sykur. Canning (gufusuða). Þegar búið er að ákveða hve mörg pottglös maður muni þurfa, er lang auðveldast að reikna hálft pund fyrir hvert pottglas. T. d. Ef heimilinu eru áætluð 40 pottglös af ýmsum tegundum aldina, þá þarf 40xx/2 pund eða 20 pund af sykri. Jam eða jelly. Maður notar vanalega alskon- ar smáglös undir jelly og jam. Til þess að reikna út í pottatali hve mikið af jam og jelly maður muni búa til, er bezt að fylla öll glös, lítil og stór, með vatni, tæma þau í bolla, telja fjóra bolla í pottinn, reikna svo hálft annað pund af sykri fyrir hvern pott. T. d. Ef maður hefir talið sex potta þá þarf 6x1 y2 eða níu pund af sykri. Nú á að leggja saman þessar tvær uppliæðir 20 pund fyrir niðursuðu og 9 pund fyrir jam og jelly, alls tuttugu og níu pund. (Þessar upphæðir eru bara til dæmis). MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Þegar hver um sig er búinn að komast að því hve mikið hann muni þurfa, á hann að skrifa töluna á umsóknareyðu- blaðið sem er ^ftan til í nýju skömtunarbókunum, einnig nafn, heimilisfang, númer bók- arinnar og tölu þeirra á heim- ilinu sem búist er við að muni borða niðursoðna matinn. Með þessum umsóknarmiða sem nú er búið að fylla inn, á að senda umsóknarmiðana úr öllum hin- um bókunum á heimilinu. Það þarf ekki að fylla þau eyðublöð inn með öðru en númeri þeirrar bókar sem hvert um sig var tekið úr. Umsóknarmiðana á svo að af- henda eða senda á skrifstofu “Local Ration Board”, í Winni- peg-bæ er utanáskriftin 158 Princess St. Þegar þeir hafa verið meðteknir fá húsmæður sérstaka niðursuðusykur seðla, sem má nota á tilteknum tíma- bilum frá 1. júní til 31. október. Samkvæmt neyzludeildinni fæst sykur til niðursuðu fyrir alla ávexti sem ekki er hægt að geyma á annan hátt, að meðtöldum “citron” og “wild fruits”. Engin aukasykur fæsi. fyrir “marrow”, “tomatos” eða “pumpkins”. Þessar tegundir eru allar taldar með garðávöxtum. Það hefir verið dálítill mis- skilningur með tölu á heimilis- fólki, það sem birtist í enskr blöðunum um daginn var leið- rétt núna um helgina. Eftir nýustu fyrirskipun á húsmóð- irin að telja sjálfa sig með, þegar hún skrifar inn tölu heim ilismanna. T. d. Hjón með tvö börn telja fjóra í heimili. Eitt eyðublað er fyllt inn með nauð- synlegum upplýsingum, en hin þrjú eru næld aftan við, og ekkert skrifað á þau nema núm- er bókanna. * * * Mjólkurverð hefir verið ákveð ið í eftirfylgjandi bygðum. Elphinstone 9 cent potturinn, Miniota 10 cent, Plumas 10 cent, Solsgirth 9 cent, Riverton 12 pottar fyrir dollar. Spurningar og svör. Spurt. Maðurinn minn sparai sér föt með því að kaupa sér “second-hand” buxur til vinnu. Hefir altaf borgað um $3.00 fyrir þær. Honum var sagt um dag- inn að eftirspurn væri orðin svo mikil að hann yrði nú borga fimm dollara fyrir not- aðar buxur. Er ekkert hámarks- verð á þessum fatnaði? Svar. Það er hámarksverð a notuðum fatnaði. Þó að eftir- spurn kunni að hafa aukist. verður hver kaupmaður að halda sér við það verð er hann seld1 fyrir á hámarkstímabilinu W- sept. til 11. okt. 1941. Hæsta verð sem biðja má um fyrir notaðar karlmannsbuxur eí $4.50, og þá verður efni að vera vandað og gott, og alt í besta lagi. Spurt. Er borgað fyrir feít‘ sem maður hefir afgangs á heim j ilinu? Svar. Já. Ef farið er með feitina til kjötsala þá borga þeir 4 cent pundið fyrir brædd3 feiti, en 1 cent pundið fyrir óbrædda. Spurt. Hvað á að gera við varaseðlana úr gömlu skömt- unarbókunum? Svar. Það ,á að eyðileggja þa> ,þeir eru ónýtir. Þeir voru hafð' ir með í bókunum til þess að ekki þyrfti að gefa út' nýjar bækur ef eitthvað fleira hefð1 verið skamtað á fyrsta sex mán- aða tímabilinu. Spurt. Verð eg að láta húsa- leigunefndina ákveða leigu ef eg býð herbergi til leigu til þess að hjálpa á meðan húsnæðiS' ekla er svona mikil?. Svar. Húsráðéndur sem 'leigja út herbergi í fyrsta skifti þurfa ekki að' láta leigunefndina a' kveða leiguna, en þeir mega ekki biðja um hærri leigu en beðið var um á hámarkstíma' bilinu eða 11. okt. 1941, fyrir líkt húspláss í sama umhverfn Spurt. Ef karlmannsföt erú saurpuð án vestis, mega þau þa vera tvíhnept? Svar. Nei. Tvíhnept föt ern bönnuð undantekningarlaust. Spurt. Á að senda beiðni um niðursuðusykur beint til OttaWa- Svar. Nei. Umsóknarform fyr11 sykur til niðursuðu verða a^ sendast fyrir 15. apríl, og mað' ur á að senda þau eða fara með þau skrifstofu “Local Ratio11 Board”. Það eru yfir fimtíu a^ þessum skrifstofum á víð og dreif um fylkið, í Winnipeg el" hún að 158 Princess St. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg- Mrs. Þorbjörg Johnson og bórn. Á mynd þessari sézt harðsnúinn brezkur námumaður á leið til vinnu sinnar til/þess að afla þjóð sinni aukinna kola- birgða; en slíkt er mikilvægur þáttur í stríðssókn hinnar brezku þjóðar. Kolanáman, sem maður þessi vinnur í, er Comrie Collery, er er búin öllum þeim fullkomnustu áhöld- um, sem tækni nútímans ræður yfir. The Winnipeg Roller Skating Club Present their 7th Annual Carnival “Rollercade of 1943” April 12-13-14-15 at the WINNIPEG ROLLER RINK Phone 30 838 for Reservation

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.